Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.08.2020 12:05

Smalað veturgömlu hrútunum 29 ágúst

Hér eru veturgömlu hrútarnir inn fyrir Höfða. Ég fór og keyrði Sigga í Tungu og Kristinn
Bæjarstjóra þangað til að fara sækja þá og saga á þeim hornin.

Hér leggja þeir af stað.

Hér eru þeir komnir vel af stað.

Komnir upp að þeim og það eru fleiri kindur í kringum þá.

Búnir að ná að aðskilja þá frá kindunum.

Hér sést hvar þeir eru að smala þeim í hlíðinni.

Þeir stylltu sér svo flott upp fyrir mig.

Svo höfðingjalegur sá efsti hans Sigga Sprelli undan Gosa hans Gumma Óla og sá hvíti
fremri er frá Gumma og er líka undan Gosa og heitir Mosi svo er Bolti hans Kristins 
fyrir aftann.

Siggi og Kiddi stoppuðu meðan þeir stylltu sér upp svo ég næði mynd af þeim.

Hér halda þeir áfram.

Ögn tók á rás þegar þeir fóru fram hjá henni og þeir lita mjög vel út hrútarnir hennar.

Siggi kominn fram fyrir þá fyrir neðan veg inn í Búlandshöfða og við ætlum að reyna króa
þá bara af til að hornskella þá.

Hér er Siggi og Kristinn búnað fanga þá.

Ég hélt svo í Bolta sem er undan Víking sem er hrútur frá Bárði og er undan Skjöld hans
Bárðar og Dóru. Kristinn hélt í hrútinn hans Sigga meðan Siggi notaði vírinn á hornin.

Hér er Siggi að fara byrja taka hornin með vírnum.

Kristinn fann sér góða þúfu til að skorða sig af til að halda honum meðan Siggi hornskellti
hann og hann slapp vel hornin voru ekki komin í augað hans en það mátti ekki vera mikið
lengur svo þetta gekk allt að óskum og það gekk mjög vel að króa þá af enda eru þeir
allir rólegir og gæfir hrútar. Þeir voru fallegir og holdmiklir að sjá svo það verður gaman að
sjá þegar þeir fara á veturgömlu sýninguna í haust.

Hrútur frá Sigga undan Grýlu og Vask

Gimbrin á móti.

Aftur sama gimbur mjög falleg.

Hér er Grýla með hrútinn.

Undan Skessu hans Sigga og Vask fædd 31 maí.

Hrúturinn á móti.

Lömb frá Gumma Óla.

Falleg gimbur frá Gumma Óla sem gengur inn frá.

Virka svakalega falleg lömb hjá Gumma þarnar er sama gimbur og fyrsta séð aftan frá.

Hér er rosalega fallegur gráni hjá Gumma.

Ég held að þessi verði svakalegur boli.

Virkar allur svo þykkur og saman rekinn.

Svarti Pétur hans Óttars.

Bjartur frá Fáskrúðarbakka og Askur frá okkur.

Svanur Máv sonur.

Svarti P og Svanur.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 374
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 310
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 704235
Samtals gestir: 46448
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 15:07:10

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar