Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.09.2020 16:56

Ronja Rós 11 mánaða


Ronja Rós varð 11 mánaða 27 ágúst. Hún er farin að labba með öllu og skriða ofan í og upp úr skúffum og tæta allt út úr þeim. Hún er rosalega dugleg að príla og er mjög varkár þegar hún er fikra sig með einn fót í einu og vippar sér svo upp. Göngugrindin hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi er nánst bara punt á heimilinu en núna er mjög vinsælt að klifra ofan í hana og sitja svo föst ofan í henni he he. Hún er farin að babla alveg heilmikið sem engin skilur en það eru líka komin fullt af nýjum orðum eins og Ebba er Embla Heyja er Freyja svo er það skýrt kis kis er kisa og svo vaf vaf er Donna voffi.Amma,afi,mamma,babbi,nei,detta og hættesu. 

Hættesu kom alveg upp mjög skemmtilega fyrir þegar systur hennar voru að rífast og öskra á hvor aðra hættu og hættu þessu og þá heyrðist í litla dýrinu Hættesu
og þá gátu þær ekki annað en farið að hlæja og hættu að rífast.
Ronja er mjög ákveðin og sterk persóna og mjög mikill grallari og ávalt stutt í gleðina og djöflaganginn. Mikil mömmu stelpa og skríður á rassinum út um allt.

Það er mjög stutt í að hún fari að labba það vantar bara að hún sleppi sér hún labbar hratt ef maður leyfir henni að halda í einn putta á manni en þorir svo ekki ef maður sleppir.
Hún er farin að borða næstum allt elskar jarðarber,bláber og ost. Brauð með smjöri og hafragraut. Hún er á brjósti en þá ég hef alltaf verið með þau á brjósti til rúmlega 1 árs.
Það verður örugglega frekar erfitt að láta hana hætta því hún tekur ekki snuð eða neitt.

Hún er að taka svona tvo lúra yfir daginn fyrri lúrinn er yfirleitt í 2 klukkutíma og seinni í 1 til 1 og hálfan svo sofnar hún um 9 á kvöldin og sefur þá alveg nema vaknar 2 sinnum yfir nóttina til að drekka og sofnar aftur stundum bara um kvöldið þegar ég fer að sofa og sefur svo alveg til 7 eða vaknar 2 og vaknar svo kl 7 þegar ég vek krakkana í skólann.

Hún er komin með tvær tennur alveg upp í neðri góm en er svo að fá 4 í efri góm í einu og kláðinn og pirringurinn í munninum er eftir því. Það eru komnar vel í gegn tvær sem eru hliðina á framtönnunum og svo þegar glittir í þær er hún eins og lítil vampíra he he.

Hér er orkuboltinn okkar.

Búnað klifra ofan í dótakassann.

Að rífa af hurðinni hjá Emblu systir það er ekki vinsælt að hún sé að rífa niður teikningarnar
hennar Emblu sem hún er búnað vera líma á hurðina.

Svo dugleg að standa.

Svo gaman að leika við Donnu hundinn okkar og Myrru kisu.
Þau eru alveg ótrúlega þolinmóð við hana og leyfa henni alveg að klappa sér mjög
gróflega sem fer nánast út í að hún sé að lemja þau og þau leyfa henni það alveg.

Með púka grallara svipinn þegar hún er að fara opna skúffurnar og fara tæta.

Mikið að spjalla það væri gaman að skilja hvað hún væri að segja he he.
Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 665724
Samtals gestir: 45708
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 12:13:51

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar