Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.10.2020 22:42

Smalað lömbunum heim og aðkomu fé

Fórum að sækja kindurnar og lömbin í dag og virtist þetta ætla vera voða þæginlegt í fyrstu engin inn fyrir Búlandshöfða en þegar að var gáð betur kom í ljós að það voru nokkrar eftir
inn fyrir Höfða og voru niður fjöru.Það gekk samt allt saman vel þegar það var komið af stað. Siggi hélt svo að hann ætti eina upp á Eyrunum við Rauðskriðumelið hinum megin við ána og fór einn á eftir henni en svo kom annað í ljós að hún var alls ekki frá okkur og ætlaði sér ekki að rekast niður og fór yfir ána í tvígang og mikill eltingarleikur átti sér stað í kringum hana en bugaðist þó að lokum það kom svo í ljós að hún var frá Óla á Mýrum.

Það voru svo aðrar aðkomu kindur sem voru mjög óþekkar og erfitt að reka og mikill eltingarleikur var að ná þeim. Kristinn hafði séð þær upp á Fróðarheiði og þær hefðu svo villst inn efir og voru komnar niður í Hrísar. Siggi,Kristinn,Emil og Jóhanna voru komin með þær alveg upp að fjárhúsum þegar ég kom til baka eftir að ég var búnað fara og tékka á Ronju hjá Freyju og Bóa og hélt að þær væru bara að fara inn hjá þeim en það var síður en svo þær ætluðu sér ekki inn og tóku straujið aftur til baka og ætluðu að rjúka inn í Kötluholt en við náðum að komast fyrir þær og koma þeim inn í girðinu og enn héldu þær áfram og vildu ekkert láta sér segjast að fara inn í fjárhús. Þá var tekið til ráða að hleypa nokkurm frá okkur út og ná að sameina þessar við og reka þær saman inn og það hafðist og loks voru þær komnar inn. Þessar ær reyndust svo vera alla leiðina frá Guðjóni í Knarrartungu Breiðvík.

Það var svo farið til Óttars á Kjalveg og náð í eina kind sem ég ætla að vera með fyrir hann og gimbur sem hann lét Kristinn hafa. Lalli á Hellissandi var svo að dæla út fyrir okkur og þess á milli var hann að hjálpa okkur að stöðva kindur og reka inn he he fékk engan frið að dæla út og hjálpin var vel metin.

Svo nú eru öll lömbin komin svo nú get ég farið að taka myndir af þeim og setja inn fljótlega.

Hér eru Kristinn og Siggi með kindurnar sem voru að fela sig niður í fjöru Búlandshöfða megin.

Hér eru þær komnar vel áleiðis og stelpurnar komnar að hjálpa Freyja og Embla.

Embla Marína dóttir okkar svo dugleg að smala.

Hér erum við að komast fyrir hornið Siggi efstur svo Kristinn og Embla neðst og við Freyja rekum lestina.

Hér erum við komin fyrir ofan Mávahlíðarhelluna.

Hörku smalar.

Embla fremst á eftir kindunum svo koma Kristinn og Freyja.

Siggi er fyrir ofan veg upp í hlíð.

Allt orðið svo vetrarlegt og það er farið að bæta í vindinn hjá okkur og frekar kalt sérstaklega ef það þarf að stoppa og bíða.

Hér halda þær áfram frá Mávahlíð og yfir í Tungu.

Freyja labbaði með mér inn hlíðina og það var orðið ansi kalt hjá okkur í restina að bíða.

En svo komu þær allar niður eftir að Kristinn og Siggi voru búnað fara upp á Sneið og reka þær niður og þá gátum við Freyja lagt af stað niður.

Hér halda þær áfram niður í Fögruhlíð.

Hérna er þessi óþekka sem stökk í ána og er frá Óla á Mýrum.

Kristinn og Embla að reka inn og Embla fer létt með þetta og hleypur alveg þindarlaust
á eftir þeim.

Allt að koma hjá okkur verið að reka inn úr girðingunni hjá Sigga í Tungu.

Smalarnir sáttir við daginn Kristinn,Siggi og Emil á leið í kaffi hjá Sigga.

Hluti af ásettnings gimbrunum.

Golsi fallegur hann er 87,5 stig og undan Ask og fær nafnið Þór.

Hér er fallega veturgamla sem ég mun hafa fyrir Óttar og hliðina á henni er gimbur sem
hefur fengið nafnið Tuska og er frá Óttari og er í eigu Kristins.

Hér er í bland gimbrar frá okkur og Sigga sem verða settar á.

Falleg Golsa sem er undan Kviku.

Benóný var að leyfa Móru hans Sigga að prófa húfuna sína og hún brosti líka svona breytt alveg hæðst ánægð með 66 norður húfuna .

Embla með Hrafney sem er undan Hröfnu og Móra sæðingarstöðvarhrút.

Hrafntinna er frá Jóhönnu frænku Emils og er undan Svarta Pétri og Hnotu.

Jæja læt þetta duga að sinni það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af smöluninni.
Flettingar í dag: 1759
Gestir í dag: 136
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708696
Samtals gestir: 46845
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:23:53

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar