Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

15.11.2020 21:51

Kindunum smalað heim 14 nóv

Hér sést glitta í kindur sem við höfum grun um að séu ókunnugar.

Hér eru Siggi í Tungu og Kristinn bæjarstjóri.

Hér er Kristinn að ganga á eftir þeim og er að nálgast Mávahlíð.

Hér rennur féið niður og Kristinn fer á eftir þeim niður með Mávahlíðar gilinu.

Hér er Ronja Rós með pabba sínum að fylgjast með okkur smala.

Hér renna þær yfir brúna yfir Holtsána.

Hér má sjá þær koma upp brekkuna í Tungu.

Þær voru þægar og góðar og rata leiðina.

Það var svo mikil spenna yfir að vita hver ætti þessi kollóttu aðkomu kind og flekkótta
lambhrútinn sem virkaði mjög efnilegur.

Hér er Ronja Rós komin inn í fjárhús að tala við gimbranar sem ætla alveg að éta hana
þær eru svo gæfar og sjúkar í hana.

Hér er svo flekkótti hrúturinn sem við vorum mikið búnað vera pæla í og Kristinn reddaði
því og hringdi í Helga vin sinn til að spyrja um markið sem var á honum og kom þá í ljós 
að Bibba í Grundarfirði ætti markið og Helga dóttir hennar ætti hrútinn. Kollóttu kindina
átti Gísli á Álftavatni og hafði hún áður komið til okkar sem lamb og var skírð Rúða því
hún stökk út um rúðuna á bílnum þegar hún var sótt hingað með móður sinni.
Ég fékk þessa mynd hjá Kristinn hann tók hana þegar við vorum komin með hana inn í 
fjárhúsin í Tungu

Bibba og Helga komu svo til okkar að kíkja á hrútinn og náðu Siggi,Emil og Kristinn að tala
þær mæðgur til að Siggi fengi að kaupa hrútinn því okkur vantar svo svona ekta flekkóttan
hrút og hann er líka bara mjög vel byggður að sjá og þær voru svo góðar að ganga að 
kaupunum svo þetta er nýjasti ásettnings hrúturinn hjá Sigga,


Hér sést betri mynd af honum og gaf Siggi honum nafnið Ingibergur og verður hann svo
kallaður Bibbi.

Fallega flekkóttur er hann og komumst við svo að þvi hjá Bibbu að faðir hans heitir
Gjafar og var fengin hjá Bárði á Hömrum og var með 19 í læri svo það má ætla að hann
eigi eftir að gefa okkur vel.

Ronja heldur betur köld hleypur bara inn króna og ég þarf að hafa mig alla við að elta
hana svo hún fari sér ekki að voða.

Falleg kind hún Einstök hún er systir Bolta sem Kristinn á. Hún er veturgömlu og hún
kom með lamb núna sem gemlingur í vor og var það hrútur 50 kg á fæti 21,3 í fallþungi og
fór í U 2.

Svala 18-004 er undan Svönu og Part og hún verður eign Kristins Bæjarstjóra.

Randalín er undan Kraft frá okkur og Brælu sem er mamma hans Ask. 
Hún verður í eigu Kristins Bæjarstjóra líka.

Þetta er Höfn veturgömul hún er svo stór og mikil að ég hélt hún hafi verið geld en hún
var með lambi og það fór í sláturhús í U 3.

Viktoría er veturgömul og er undan Víking og Hexíu. Hún var með svakalega fallega gimbur sem við seldum sem var með 33 ómv 9 framp og 19 læri sú gimbur var undan Vask.

Hér eru tvær veturgamlar Embla sú gráa undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút og svo
Gjöf hennar Emblu sem ég fékk hjá Friðgeiri í fyrra og gaf Emblu hana í jólagjöf.

Hér eru þrjár veturgamlar ein frá okkur sú kollótta og er undan Guðna sæðingarstöðvar
hrút og svo á Siggi hinar tvær.

Ósk sú gráa er tvævettla og er undan Móra sæðingarstöðvarhrút. og svo er
 Fía Sól hliðina á henni sem Freyja dóttir mín á.

Hér er Terta fremst hún er undan Ísak og Hexíu og er tvævettla.

Þessi er veturgömul og kom núna sem gemlingur með 88 stiga lambhrút sem var seldur.
Hann var með 19 læri og 32 ómv. Björt fengum við hjá Kristjáni á Fáskrúðabakka og 
Kaldnasi okkar er faðir lambsins sem hún kom með núna. 

Þær hafa það gott úti það er búið að vera svo gott veður við hleypum þeim út á daginn
og inn um kvöldið þangað til að það verður tekið af þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér í albúmi.
Flettingar í dag: 1806
Gestir í dag: 136
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708743
Samtals gestir: 46845
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:50:20

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar