Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.11.2020 16:50

Tekið af kindunum 22 nóv

Arnar kom á sunnudaginn og tók af fyrir okkur.

Þær alveg léku í höndunum á honum og hann var eldsnöggur að þessu.

Hér er Kristinn,Siggi og Jóhanna að fylgjast með Arnari. 

Jóhanna og Siggi að fara yfir ullina.

Benóný vildi fá að ráða hvaða kind væri næst því hann var að róa þær áður en þær færu
í klippingu sagði hann.

Hér er Freyja á Hröfnu sinni.

Embla og Freyja að fylgjast með af mikilum áhuga. Ég var svo með hrygg í hádeginu
fyrir þau sem ég eldaði heima og kom svo með inn í Tungu. Svo gekk þetta allt saman
mjög vel og allar dömurnar orðnar vel snyrtar og fínar svo núna fer allt að komast í 
rútínu i fjárhúsunum.

Benóný að klappa lömbunum þegar búið var að taka af þeim.

Hér eru þær komnar eins og þær eiga að vera lömbin eru inn í horni og veturgömlu á móti
og svo eru hinar kindurnar á móti hvor öðrum hérna fyrir framan.

Hér eru þær nýrúnar áður en ég setti þær á sinn stað.

Hér er Randalín vel doppótt.

Brussa svo falleg. Hún er undan Máv og Þotu.

Klara hún er undan Snót og Svan.

Gyða Sól hún er undan Mjallhvíti og Ask.

Fjör hjá krökkunum vinir þeirra Aníta og Þráinn komu með okkur í fjárhúsin.

Það var líka kíkt á hænurnar inn í Varmalæk hjá Freyju og Bóa.

Ronja Rós grallari er alveg rosaleg hún er alltaf að henda einhverju ofan í klósettið hvenær
sem færi gefst og hafa fjarstýringarnar fengið sinn skammt af klósettinu og verið svo
þurrkaðar á ofninum. Einn daginn fór Emil á klósettið og var næstum búnað stífla það þá var
glas ofan í því og pappír yfir glasinu. Hér er hún í skóm af mér og staulast á þeim þangað til
hún dettur.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 666872
Samtals gestir: 45751
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:27:29

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar