Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

11.01.2021 13:33

Fengitími klárast og arfgerðarsýnitaka

Allt var búið að vera rólegt í fjárhúsunum og enn verið að bíða eftir að tvær seinustu ærnar sem við höfum ekki séð ganga myndu sjást og sú fyrri sást núna á laugardaginn og var það mikil ánægja að sjá það. Það var svo núna á sunnudaginn að Siggi ,Kristinn og ég fórum í 
rannsóknarvinnu og tókum nefstroku sýni frá Matís úr hrútunum okkar til að sjá hvaða
arfgerð þeir eru með. Ég rétti pinnana og hélt á glösunum á meðan Kristinn hélt hrútunum og Siggi tók sýnin og gekk þetta allt saman vel og svo verður þetta sent til Mast og rannsakað.

Hér er verið að taka sýni úr lambhrútunum og gekk það betur því það var lítið mál að 
skella þeim á rassinn.

Það var aðeins meira mál að taka úr stóru hrútunum. Hér eru Kristinn og Siggi að störfum.

Hér má sjá pinnana sem voru notaðir og svo skipt um hanska eftir hvern hrút og sett í 
glös og látið standa upprétt. Þetta verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út.
Það er verið að arfgerðagreina gangvart mótstöðu við riðu. Við teljum að það sé gott
að vita hvernig hrútarnir eru og við getum þá upplýst um það við líflambasölu næsta haust.
Við tókum sýni úr öllum hrútunum okkar svo nú er bara og bíða og sjá hvernig kemur út.

Hér er Kristinn að leita af uppgöngum hjá Sigga.

Það reyndist allt vera með fangi og engin að ganga þennan daginn upp og hefur engin
gengið upp svo það lofar góðu.

Benóný með ungana inn í sveit hjá Freyju ömmu og Bóa afa.

Þeir eru fljótir að stækka.

Ronja Rós er rosalega músík glöð og elskar að spila á hljómborðið hennar Emblu og 
dansar í takt við það.

Forvitnilegt að fá að labba í snjónum.

Úti að labba með Emblu systir.

Embla og Benóný í hænsna kofanum.

Benóný með eina hænu.

Ronja Rós inn í sveit hjá Freyju ömmu og afa Bóa.

Það er ein kind sem sagt sem var gemlingur í fyrra og var geld sem á eftir að ganga en mér
fannst hrúturinn vera ansi forvitinn um hana í dag og elti hana svo ég vona að hún gangi
á morgun.
Sæðingar gengu ekki vel í ár ég sæddi 6 ær fyrir mig og eina fyrir Jóhönnu og alls 7 og
það héldu aðeins 3. Ég fæ þá ef allt gengur upp eina með Tón eina með Glitni og eina með
Viðari. Ég sæddi svo 5 fyrir Sigga og aðeins ein hélt og hún fékk með Kost svo þetta var
frekar dapurt hjá mér í ár en í staðinn fæ ég reynslu á hrútana mína sem eru líka góðir
og mjög spennandi að sjá hvernig þeir koma út. Maður verður bara hafa gaman að þessu
og vera jákvæður emoticon

Þór 20-002 undan Ask 16-001 og Snædrottningu 16-005
Fékk 5 kindur

Óðinn 20-001 undan Vask 19-001 og Bombu 17-004
Fékk 7 kindur

Bolti 19-002 undan Víking 18-702 og Hosu 12-006
Fékk 9 kindur

Dagur 20-003 undan Mínus 16-827 og Sóldögg 14-011
Fékk 6 kindur

Ingibergur eða Bibbi eins og við köllum hann er í eigu Sigga og hann fékk 2 kindur.

Kaldnasi 16-003 undan Magna 13-944 og Urtu -12-181
Fékk 6 kindur

Bjartur 18-027 undan Vöðva 17-694 og kind nr 15-503
Fékk 4 kindur.

Kolur 19-003 undan Zesari 18-002 og Kviku 15-026
Fékk 7 kindur.
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 712536
Samtals gestir: 47053
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 08:46:48

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar