Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.04.2021 00:23

Ronja Rós 18 mánaða

Ronja Rós var 18 mánaða þann 27 mars og er svo lífsfjörug og full af spenningi að uppgötva allt í lífinu.
Hún er rosalega athugul og spyr um alla hluti og verður að fá svar við öllu og svo apar hún það eftir og grípur orðin alveg ótrúlega klár og er farin að segja heilu settningarnar og halda uppi samræðum af mikilli athygli. Hún er jafn mikill klifrari og prílari og notar hvert augnablik sem ég er ekki að fylgjast með til að fara upp á stól og upp á borð og jafnvel upp í glugga. Hún er mjög hrifin af traktor þessa dagana og varð alveg heilluð þegar Vigfús var
að moka götuna um daginn að sjá stóra traktorinn. Ég fór með hana í ungbarnaskoðun um
daginn og hún heldur sinni vaxtarlínu og er orðin 9,1 kg frekar nett en það hafa öll okkar
börn líka verið. 

Hún er með húmorinn frá pabba sínum og elskar að stríða systkynum sínum og láta djöflast
í sér og hún er líka mjög ákveðin og mikil mömmu stelpa.

Mjög vinsælt að máta skó af öllum sem koma í heimsókn hér er hún komin í skóna hennar
Jóhönnu og með vettlingana frá Freyju og Emblu nóg að gera hjá henni.
Það eru svo að hrúgast í hana tennurnar núna hún er byrjuð að fá jaxla bæði uppi og niðri.

Að skoða hænu unga hjá Benóný bróðir.

Að klappa Blesu.

Að príla upp á borð hjá ömmu Freyju.

Með Skugga í sveitinni hjá ömmu.

Með Kamillu frænku í fjárhúsunum þau komu í heimsókn yfir páskana.

Að tala við gemlingana allir svo gæfir.

Smá grallara svipur.

Kikja á hænurnar með Benóný bróðir.

Með Emblu og Freyju í fjárhúsunum..
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 271
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 9795
Samtals gestir: 1148
Tölur uppfærðar: 24.1.2022 23:40:13

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar