Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.08.2021 11:05

Benóný Ísak 12 ára

Elsku frábæri Benóný Ísak fagnaði 12 ára afmæli sínu þann 19 ágúst. Hann er enn með óendanlega mikinn áhuga á vatnsrennibrautum og sundlaugum. Sumarið snýst mikið um það að ferðast um landið og fara í sund og rennibrautir og í sumar náðum við að uppfylla markmiðið hans sem var að klára allar sundlaugar með rennibrautum á Íslandi en það gerðist þó ekki bara í sumar heldur er það búnað taka nokkur ár að klára það og núna varð það að veruleika og seinasta sundlaugin sem hann átti eftir að fara í var Reykholt. Benóný hélt svo líka upp á afmælið sitt og voru það nánustu vinir og hann bauð þeim með sér í sund inn í Stykkishólm og svo var komið við í sveitinni hjá ömmu hans og afa og borðað pizzu og kíkt á hænurnar sem eiga líka hug hans allann. Því næst var farið svo heim til okkar og þar horft á bíómynd og svo farið í leiki og stóð afmælið frá 3 að deginum fram til að verða hálf 11 um kvöldið og var hann svo ánægður með daginn að hann ætlaði ekki að geta sofnað því þetta var svo æðislegur dagur.

Hér er verið að borða pizzu inn í Varmalæk.

Benóný og Hrannar vinur hans í leiktækjunum í Varmalæk hjá Freyju ömmu og afa Bóa.
Hann var mjög spenntur að sýna krökkunum hænurnar og hversu spakar þær eru.

Bjarki Steinn frændi og Ronja Rós spennt að fá pizzu.

Benóný að borða Dodda magarítu en það verður alltaf að taka ostinn af fyrir hann og hann
borðar hana með extra sósu.

Hér erum við svo heima hjá okkur og verið að horfa á Köflóttu ninjuna.

Hér er hann að fara í síðustu sundlaugina með rennibraut í Reykholti.

Hér er næst síðasta rennibrautin en það var Laugaland.

Hér er hann að fara í sundlaugina í Laugarskarði en hann átti alltaf eftir að fara í hana og fannst hún mjög skemmtileg.

Hér er hann að fara í sundlaugina á Ólafsfirði þegar við vorum á ferðalagi í sumar.

Hér er hann að fara í sundlaugina á Eskifirði í sumar.

Fór í siglingu með pabba sínum frá Rifi til Hafnarfjarðar.

Hér eru þau farinn af stað og siglingin gekk rosalega vel og það var æðislegt veður og krakkarnir sváfu nánast alla leið.

Hér erum við fyrir austan að veiða með Ágústi bróðir. 
Benóný í bláu stígvélunum sem hann vill helst vera í alla daga og í hvaða veðri sem er.

Í bíó.

Hér er hann að borða brauðstangirnar sem hann elskar.

Benóný Ísak með kanínu í Slakka.

Í náttúrulauginni á Laugarfelli.

Á flugvélasafninu á Akureyri.

Í Vök.

Ég á svo eins og ég hef eflaust sagt áður eftir að blogga um ferðalagið í sumar og eins risa sundlauga blogg um rennibrauta ævintýrið mikla hans Benónýs. En núna er komið nýtt markmið hjá honum og það er að taka gopro video af öllum rennibrautum landsins en hann er þegar byrjaður og búnað taka úr nokkrum í sumar svo þetta verður bara spennandi markmið sem heldur áfram næsta sumar.


Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 666948
Samtals gestir: 45752
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:21:17

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar