Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.11.2021 14:23

28 nóv Ásettningsmerkin sett í lömbin og fleira

Hér er Kristinn,Emil og Siggi að hjálpast að við að setja ásettingsmerkin í lömbin. Við Emil vorum byrjuð en ég var ekki alveg að standa mig í að halda þeim kyrrum fyrir Emil þegar hann var setja merkin svo það var miklu betra að fá aðstoð og þá var þetta líka miklu auðveldara.

Þetta er svo sannkallaður drauma morgunverður lagkaka ,kaffi og Biblían sjálf mætt í hús.

Magnús bróðir minn og Rut kærastan hans komu vestur um helgina og komu í heimsókn
í fjárhúsin.

Taka sig vel út og auðvitað vildi Lóa fá athygli hjá þeim og var ánægð að fá klapp frá Rut.

Freyja hjá Grettir Máv syni frá Sigga.

Embla líka að knúsa hann og klappa það finnst honum svo gott.

Freyja að klappa Lísu og Hrafney.

Dúlla veturgömul að sníkja sér klapp hjá Freyju.

Píla nýklippt og fin.

Panda og Moldavía.

Embla og Erika ánægðar að klappa gimbrunum.

Þær keppast um að fá klapp hjá þeim.

Benóný hjá hvítu gemlingunum sem eru hinum megin og þær eru jafn spakar og ágengar
að fá klapp eins og sést hér.

Hér eru Embla og Erika á Lísu og Hrafney sem eru veturgamlar og kippa sér ekki mikið upp við að þær séu að setjast ofan á þær því ég fæ þær til að tala við þær svo ég fái frið að sópa grindurnar á meðan.
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330782
Samtals gestir: 14340
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:24:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar