Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.12.2021 08:29

Nóg að gera í fjárhúsunum

Það bætast alltaf við fleiri og fleiri á dag sem eru að ganga og það er nóg að gera hjá hrútunum
í fjárhúsunum að hafa undan að sinna þeim. Einn daginn var notkun á flestum hrútum og það
gengur misvel hjá mér að fara með þá he he. Óðinn er mjög krefjandi og bókstaflega flýgur
með mig af stað þegar ég set taum á hann og labba með hann í kindurnar.

Hér er Óðinn hann er Vask sonur sem er Ask sonur og undan kind sem heitir Bomba og hún
er undan Máv sem var á sæðingarstöðinni frá okkur.

Hér er Grettir hans Sigga sem er undan Svört og Máv sem var á sæðingarstöðinni frá okkur.
Hann er aðal leitar hrúturinn minn þó hann sé svakalega stór þá er hann mjög viðráðanlegur
og er svo góður við mig og bíður meðal annars eftir að ég opni inn fyrir hann og er ekkert að
reyna riðjast á mig.

Hér er Bassi að störfum hann er undan Bolta. Bolti er Vikíngssonur og Vikingur er frá
Bárði og Dóru á Hömrum.

Hér er Ljúfur að störfum hann er undan Óðinn og Kolfinnu. Kolfinna er Myrkva dóttir.

Hér er Bolti Vikíngs sonur að fara á Djásn og við að vonast eftir sömu uppskrift við fengum
bestu gimbur sem við höfum fengið undan þeim 2020 það var þrilembingur hún Epal
með 41 í ómv og 19,5 í læri.

Hér Ingibergur hans Sigga sem er kallaður Bibbi. Hann fer á nokkrar hjá okkur.

Hér var nóg að gera hjá Óðinn í fyrradag.

Hér er Bolti Víkingssonur og hann er í eigu Kristins. 

Hér er Dagur hann er undan Mínus sem var á sæðingarstöðinni og Sóldögg frá okkur sem
á ættir í Þorsta sem var einu sinni á stöðinni.

Hér eru tvær botnur frá Óttari sem Pétur Steinar kom með til okkar í hrúta.
Eins og þið sjáið þá er ég að nota marga hrúta og þarf að teyma þá í hverja kind fyrir sig svo
þetta krefst mikilla vinnu og þolinmæði. Það er komið vel á fengitímann eins og er.
Flettingar í dag: 1224
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710608
Samtals gestir: 46894
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:21:26

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar