Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.01.2022 14:37

Jólin 2021

Við vorum hjá Freyju og Bóa á aðfangadag og mamma og Jóhanna frænka Emils líka.
Við borðuðum hjá þeim léttreyktan lambahrygg sem stendur alltaf fyrir sínu og svo var líka
svínahamborgarahryggur allt rosalega gott. Embla tók þessa mynd af okkur.

Þessa mynd tók ég svo og hér er Embla með á myndinni. Við fórum svo heim til okkar og
opnuðum pakkana þar.

Það er svo rosalega flott og kósý hjá henni Freyju tengdamömmu.

Embla við jólatréið hjá ömmu Freyju og afa Bóa.

Benóný Ísak orðinn spenntur fyrir jólunum.

Bói og Emil kátir í eldhúsinu.

Embla Marína og Freyja Naómí kátar.

Ronja Rós og Freyja Naómí með ömmu Huldu.

Freyja og Benóný orðinn svo spennt að komast heim að opna pakkana en samt búnað
vera svo ótrúlega þolinmóð og góð að bíða.

Við mæðgurnar saman Embla Marína og ég.

Embla Marína svo liðug og Freyja Naómí undir henni.

Við fjölskyldan saman.

Embla Marína kát að spila með ömmunum sínum Huldu og Freyju.

Freyja Naómí og Ronja Rós saddar og spenntar með pabba sínum að bíða eftir að fara
opna pakkana.

Við mæðgur saman ég og mamma.

Jæja þá er að líða að stóru stundinni.

Embla og Freyja búnað gera sig klárar að lesa á pakkana og ég tilbúin með myndavélina og
blað og penna til að skrifa allt niður.

Það var mikið stuð og gleði í að opna.

Benóný var alveg alsæll með gjafirnar fékk þrjú spil Keyrum kringum Ísland og einhver
sem eru á ensku sem höfða til hans.

Mamma svo ánægð með stórglæsilegu myndina af Dalíu Sif.

Emil spenntur.

Fékk þetta fallega hálsmen frá krökkunum sem stendur pabbi.

Embla og Freyja svo glaðar með allar gjafirnar sínar.

Við gáfum Freyju og Bóa þennan jóla hnetubrjót og svo gáfu öll systkynin og makar þeim
úti kamínu sem er hliðina á Freyju og hann Heimir í Ólafsvík smíðaði og hannaði hana.

Þá er komið að stóra pakkanum he he og stelpurnar fylgjast spenntar með hvað ætli sé
í honum. Það var svo Devolt veltisög frá mér til Emils.

Hér er Benóný búnað hlaða upp gjöfunum sínum í gluggann bak við sig svo ánægður.

Það var svo árlega jólaboðið hjá mömmu heima hjá henni á jóladag.

Hér er mamma ásamt börnum og barnabörnum og svo komu Jóhanna,Bói og Siggi í Tungu.

Stelpurnar kátar hjá ömmu sinni.

Ronja að skoða jólatréið hjá ömmu.

Það vantar ekki myndaskapinn hjá henni mömmu með ljúffengu brauðtertuna og 
draumtertuna sem eru alltaf vinsælar á jólunum.

Það eru svo feiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330707
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:19:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar