Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

02.01.2022 19:36

Fengitíma lauk 30 des

Fengitími hófst með sæðingum 10 des og kláraðist núna 30 des þegar hún Perla gekk loksins við vorum farin að efast um að hún væri í lagi og jafnvel að hún hafi farið fram hjá okkur hún er veturgömul og það drapst hjá henni í fæðingu í vor en sem betur fer var allt í lagi með hana og hún gekk núna 30 des og fékk með Bassa. Ef þetta heldur allt þá verður sauðburður frá 2 maí
til 22 maí til eða frá og hefur hann þá aldrei verið eins jafn hjá okkur. Sæðingarnar hafa eins 
gengið mjög vel það héldu 6 af 8 hjá okkur og 6 af 9 hjá Sigga. Við eigum þá von á lömbum úr Bikar,Kurdo,Ramma og Kapal.

Hér er hún Perla að fá með Bassa.

Við fórum svo með Kristni að sækja ærnar sem við fórum með í Móra frá Lalla Sverris og 
nokkrar hvítar sem fórum í Húsbónda frá Bárði sem er Glitnis sonur.

Hér er Móri hann var ekkert sáttur að við værum að taka allar skvísurnar í burtu.

Hér er Kristinn og Emil að fara reka þær upp á kerru.

Móri greyjið í öngum sínum að horfa á eftir þeim fara.

Hér er Viðars sonur hjá Bárði mjög fallegur.

Hér er svo Húsbóndi sem er Glitnis sonurinn.

Hann er mjög sver og fallegur hrútur.

Stelpurnar komu með okkur og eru hér að fara gefa brauð hjá Bárði.

Hér er Einbúi hjá Bárði sem var sameign okkar Bárðar en ég gat aldrei notað hann því hann var svo skyldur báðum ættunum sem ég á út af og þetta verður hans seinasti vetur því hann er orðinn mjög ellilegur og lélegur en hann hefur verið að skila mjög flottri gerð og fallegum
lömbum. Hann er undan Ísak sem var undan Tvinna Saum syni og Mjallhvíti sem var undan
Storm sem var undan Kveik sæðingarstöðvarhrút.

Það kom svo loksins eitthvað snjó í sveitinni hjá Freyju ömmu og afa Bóa og þá var nýtt 
tækifærið í að búa til snjóhús.
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330707
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:19:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar