Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.01.2022 16:29

Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna.

Við skutum upp gamla árið og það var mikið fjör hjá krökkunum.

Freyja og Ronja Rós með stjörnuljós. Ronja var fyrst voða huguð og vildi fara út en þegar
allar bomburnar fóru að heyrast var hún fljót að biðja um að fara inn.

Benóný var alveg að elska þetta og vildi kveikja í öllum kössum sem hann fann en það 
var vel fylgst með honum.

Amma Hulda og Freyja Naómí kátar að fylgjast með.

Með afa Bóa aðeins farið að hætta litast á blikuna að vera úti.

Komin í mömmufang og er á leiðinni inn til ömmu Freyju.

Þetta var miklu betra að fá að vera inni og fylgjast með.

Nóg að gera úti að sprengja.

Benóný Ísak alveg að elska þennan tíma.

Hér er litla rósin okkar að fylgjast með út um gluggann.

Embla í stuði með Íslands blys.

Þetta var fyrr um kvöldið þá borðuðu Ronja og Freyja hér við litla borðið og við ásamt
Freyju,Bóa,Sigga og Jóhönnu við eldhúsborðið það er svo skrýtið eftir að við gerðum 
herbergið inn í stofu og erum þá ekki með borðstofuborð þá finnur maður aðeins fyrir því
þegar það eru svona matarboð og veislur hvað munar um að hafa ekki borðstofu.

Ronja Rós fékk svo alveg nóg á endanum af rakettunum og endaði inn í herbergi með
ömmu Freyju með heyrnatól og steinsofnaði í þessari líka krúttlegu stellingu.

Við fórum svo í hangikjöt til Freyju og Bóa á nýársdag.

Hér er Bjarki Steinn,Embla Marína og Freyja Naómí.

Benóný og Jóhanna.

Jóhann bróðir Emils og sonur hans Jakob Logi.

Það eru svo feiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Við óskum ykkur kæru síðu vinir Gleðilegt nýtt ár og þökkum kærlega fyrir það liðna.

Þann 2 janúar hringdi Maja systir í mig og sagði að Ævar hafi hringt í sig og þakið af gamla
Fögruhlíðarhúsinu væri að fjúka og við vorum stödd inn í Tungu í kaffi hjá Sigga og Kristinn
var þar líka svo við fórum öll og tókum rúnt inn í Fögruhlíð til að kanna málið.

Það var mjög illa farið að sjá þakplöturnar allar búnað fjúka af og sumar eins og sést fastar
með steyptum gaflinum og búnað beyglast í rokinu. Það var mjög slæmt veður í fyrradag.

Hér sést hvernig þær eru að flettast af.

Siggi,Kristinn og Emil að týna þær sem voru búnað fjúka þar nálægt.

Hér eru Siggi og Kristinn að halda á einni upp i hús því það var enn þá vindur og því erfiðara
að halda á þeim.

Hér erum við svo búnað taka allar sem við sáum hér nálægt. Siggi og Kristinn fóru svo að
athuga hvort þeir fyndu fleiri og Maja og Óli komu svo líka inn eftir og fundu fleiri og létu
svo Guðmund Óla og bræður vita hvað væri að gerast því þeir eiga Fögruhlíðarlandið.

Flettingar í dag: 1310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708247
Samtals gestir: 46828
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:32:53

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar