Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

11.07.2022 18:20

Lamba rúntur og undirbúningur og sláttur


Terta með þrílembingana sína undan Óðinn.

 


Virka jafnir og fínir hjá henni sá flekkótti var minnstur fæddur og er það enn.

 


Hér eru þeir allir saman ég komst svo nálægt þeim í Búlandshöfðanum.

 


Dúlla með hrútinn sinn og svo gengur undir henni þrílemingur frá Brussu og mér sýnist þetta vera hann sem er á myndinni.

 


Hér eru þeir sá seinni er hrúturinn hennar en fremri var vaninn undir en hún vildi bara þann sem var vaninn undir fyrst og vildi ekki sjá sinn eigin hrút en þeir hafa náð að fylgjast saman og vera undir henni.

 


Blesa með gimbrarnar sínar undan Dökkva þær eru mógolsóttar.

 


Þessi mynd var tekin 14 júní áður en við fórum til Tenerife og þetta er Óskadís með lömbin sín undan Dökkva mjög dökkmórauð og falleg.

 


Þessi mynd var líka tekin 14 júní áður en við fórum út þetta er Hríma með lömbin sín undan Bolta.

 


Þessi mynd líka tekin 14 júní og þetta eru lömbin hennar Mávahlíð og Bibba og virka svakalega falleg.

 


Sérst hérna enn þá betur hvað hrúturinn virkar þéttur allur það verður spennandi að fylgjast með honum í haust.

 


Fallegt útsýnið frá Búlandshöfðanum yfir i Kirkjufellið.

 


Ronja Rós alsæl með pabba sínum meðan mamman tekur myndir af kindunum.

 


Kaka gemlingur með hrút undan Ljóma.

 


Það voru fagnaðar fundir þegar Embla sá Diskó loksins vera kominn niður úr hlíðinni og var varlega að honum og auðvitað kom hann svo fagnandi til hennar og dillaði rófunni eins og sannur Diskó he he.

 


Hér eru allir krakkarnir komnir til hans sem sagt Embla og vinkona hennar Anita og svo Freyja og Aron vinur hennar og Diskó tekur vel á móti öllum og þiggur klapp og klór.

 


Alveg einstaklega geðgóður hrútur og svo traust og sterkt samband milli hans og Emblu. Dískó er undan sæðishrútnum Tón og kind frá okkur sem heitir Viana og hún er undan kaldnasa sem einmitt með alveg eins geðslag og kemur alltaf til krakkana úti.

 


Ljúfur hefur aldeilis stækkað hann er undan Óðinn okkar og Kolfinnu sem er undan Myrkva sæðingarstöðvarhrút. Mér hlakkar svo til að sjá hvernig lömbin undan honum koma út í haust ég hef mikla trú á honum sem kynbótahrút.

 


Hér er hrúturinn hans Guðmundar Ólafs Ólafsvík og svo Prímus frá Kristni sem hann fékk á Hjarðarfelli, þeir hafa stækkað vel og lita vel út.

 


Hér er Ljómi hans Sigga sem hann fékk hjá Óla á Mýrum og hann er líka orðinn stór og fallegur.

 


Diskó er orðinn algert tröll enda var hann stór og Ljúfur kom vel á óvart hann var svo lítill og nettur eftir fengitímann en hefur bætt það vel upp núna.

 


Hér sést Gumma hrútur betur hann er svo svakalega fallegur á litinn og hefur stækkað vel þvi hann heimti hann seint í vetur og var settur á út frá því og er þrílembingur og gegnu þrjú undir.

 


Hér er Bói,Kristinn og Emil að gera slátturvélina klára fyrir slátt.

 


Kristinn datt svo algerlega í lukkupottinn þegar hann fann Dorrit afvelta upp í hlíð í Hrísum fyrir algera tilviljun sá hann í kíkirnum lappir upp í loft þegar hann var búnað leita viða í kring í skurðum og ég og Emil vorum búnað leita eftir henni líka án árangurs en það byrjaði þannig að við sáum lömbin hennar en ekki hana og þá fór okkur að gruna að hún væri einhversstaðar dauð eða föst í skurð því það voru tveir dagar síðan við sáum hana með lömbin svo Kristinn var mjög heppin að reka augun í hana því það var ekki auðvelt að sjá hana því skyggni var slæmt hálf rigning og þoku kennt. Kristinn og Emil náðu að taka hana niður úr hlíðinni og ég fór og náði í kerruna og svo var henni skellt upp á og Kristinn fór með henni á kerrunni upp í Tungu inn í fjárhús og hún var frekar ringluð fyrst og leyst okkur ekkert vel á hana greyjið. Hún er þó öll að koma til í dag og krakkarnir reittu smá gras og gáfu henni og hún át það og drekkur svo það eru allar líkur á að hún eigi eftir að ná sér.
Flettingar í dag: 1435
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710819
Samtals gestir: 46896
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:55:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar