Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

05.09.2022 09:00

Rúntur 1 sept og krakkarnir hoppa i sjóinn


Moldavía gemlingur og Píla gemlingur.

 


Gimbrin hennar Pílu hún er undan Bibba.

 


Gimbrin hennar Moldavíu hún er undan Óðinn.

 


Vikroria 19-007 undan Viking og Hexíu.

 


Hrúturinn hennar og undan Ljúf.

 


Hér er gimbrin á móti.

 


Hér er Terta með þrílembingana sina undan Óðinn og svo eru lömbin hennar Viktoríu aftast.

 


Hexía með fallegu lömbin sín undan Ljúf.

 


Embla og Erika með Kaldnasa 16-003 en hann var afvelta niður við Ósinn og Gunni á Brimisvöllum rétti hann við og hann náði sér en Kaldnasi er einstaklega heppin hrútur ég held að þetta sé þriðja eða fjórða skiptið sem hann er afvelta yfir ævina.

Það er hins vegar búið að vera mjög mikið um að lömb séu afvelta núna upp a síðkastið eftir rigninguna um daginn sáum við lamb út á túni liggja og vorum á leiðinni að fara keyra og athuga hvað þetta væri og þá sáum við annað vera með lappirnar upp í loft á veginum á afleggjaranum upp að Fögruhlíð og réttum það við það var lambhrútur frá Sigga. Siðan héldum við áleiðis i átt að hinu sem var út á túni og það var í stórum polli og búnað sparka sig ofan í túnið og festa sig. Það var frekar laskað og slappt svo við tókum það upp og fórum með það inn í fjárhús til Sigga. Þar næsta dag fór Siggi og Kristinn á rúntinn og þá sáu þeir eina gimbur frá Sigga vera afvelta niður við Holtsá svo það marg borgar sig að fara kindarúntana á hverju kvöldi því það er alltaf eitthvað sem maður getur þá gripið inn í og bjargað. En vonandi verður ekki meira af þessu.

 


Það er búið að vera mikið sport hjá krökkunum að hoppa í sjóinn.

 


Hér er Freyja eins og hún sé að hlaupa niður.

 


Erika vinkona Emblu er nýbúnað fá búning líka svo núna er þetta enn þá skemmtilegra fyrir þær að geta farið saman.

 

Flettingar í dag: 429
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667280
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:45:05

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar