Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.02.2023 21:56

Fósturtalning

Fósturtalning fór fram hjá okkur föstudaginn og það var Jón Árni Magnússon frá Steinnesi sem kom og taldi hjá okkur.

Það er von á 19 sæðislömbum hjá okkur og 9 hjá Sigga.

 


Verið að gera klárt fyrir talningu.

 

 

Hér eru allir orðnir mjög spenntir að byrja og stelpurnar fengu meira segja frí í skólanum til

að fá að vera viðstaddar við að telja.

 


Nú er þetta alveg að bresta á og allir orðnir tilbúnir í fósturtalningu. Við vorum í fyrsta sinn að nota búr til að 

sónaskoða og þær voru nú ekki alveg kátar með það kindurnar og voru frekar mikið í bakkgírnum en það gekk þó allt vel.

 

 

Hjá okkur er von á eftirtöldum fjölda frá þessum sæðingarstöðvarhrútum:

Svöður : 1

Alli : 2

Baldur : 1

Gimli : 2 

Grettir : 3

Hnaus : 3

Þór : 3

Gimsteinn : 4

Heimahrútar hljóða svona:

Bylur : 19

Blossi : 14

Bassi : 13

Óðinn : 9

Klaki : 8

Tígull : 8

Ás : 6

Prímus : 2

Diskó : 2

Sigga hrútar sem við notuðum :

Bibbi : 6

Ljómi : 1 

Reykur : 2

Aðrir hrútar fengum lánað hjá Gumma Ólafsvík og Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi.

Glúmur : 10

Kóngur : 15

 

Eldri ær hljóðuðu svona :

1 geld

7 með 1 ( tvær sæddar af þeim)

27 með 2

5 með 3 ( tvær sæddar af þeim)

Meðaltal 1,9

 

Tveggja vetra ær 

1 geld hefur aldrei átt lamb sennilega ónýt

1 með 1

16 með 2

1 með 3

Meðaltal 1,89

 

Gemlingar 

1 geldur

12 með 1

5 með 2

Meðaltal 1,22

Lambafjöldi af öllu er 134 í heildina.

 


Kristinn ánægður með Dorrit sína sem á von á tveimur lömbum.

 


Freyja að knúsa Ás sinn eða Tyggjó eins og stelpurnar vilja kalla hann.

 


Við skelltum okkur suður á laugardaginn síðasta og mamma kom með okkur og við fórum með hana

 í bíó á Villibráð og það var mjög skemmtileg mynd og við fórum í lúxus sem var æðisleg upplifun fyrir mömmu sem hefur ekki 

farið í bíó í mörg ár.

 


Maggi bróðir með Ronju og Benóný en þau voru svo heppin að Maggi og Rut fóru með þau í sundferð

í Álftaneslaug í rennibrautina og öldulaugina á meðan við hin fórum í bíó.

Þau buðu okkur svo í mat eftir bíóferðina og sundið.

Svo var ferðinni heitið aftur vestur eftir frábæran dag.

 

Flettingar í dag: 1681
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708618
Samtals gestir: 46841
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 16:25:00

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar