Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2009 Desember30.12.2009 14:02Hangikjöt hjá Freyju og BóaÁ jóladag var skrítið að fara ekki í árlega jólaboðið inn í Mávahlíð heldur bara skotist og hent í rollurnar og dúllað við þær en húsið bara autt og tómlegt, alltaf finnst mér jafnt sorglegt að sjá þetta svona en svona er þetta bara. En við fórum í hangikjöt hjá Freyju og Bóa sem var allveg rosalega gott og hittum krakkana hans Bóa og áttum skemmtilega stund saman. Hérna er prinsinn allveg kampa kátur hjá Freyju ömmu og Bóa afa í nýju fötunum sem amma Hulda gaf honum í jólagjöf. 27.12.2009 17:19Jól 2009Gleðileg jól takk fyrir innlitið á siðuna á árinu sem er að líða vonandi verðið þið jafn dugleg á komandi ári að fylgjast með okkur ... Jólakveðja úr Stekkjarholtinu 19.12.2009 23:574 Mánaða og ÚtskriftNú er kallinn hann Magnús Már Leifsson búnað útskrifast með trompi og hlaut hann einnig verðlaun fyrir að vera forseti nemendaráðs og skila þar vel unnu starfi og óskum við honum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu. Það var haldin veisla á kaffi 59 og var hún allveg mögnuð,það var svo kósý og góður matur að ég mæli eindregið með þessum stað. Fallega fólkið Magnús og Soffía. Benóný er 4 mánaða núna 19 des og hann fékk nú bara að þvælast með foreldrum sínum í fjárhúsunum í dag og sofa í bílnum. Já það er sko búið að vera nóg að gera, við tókum svampinn úr á fimmtudaginn og það gekk nú ekki allveg nógu vel því það var fast í 3 kindum og lykkjan bara fór af svampinum og skeði það líka hjá Sigga í Tungu en hann náði honum út en við náðum ekki að ná hinum svo Rúnar kom daginn eftir og reddaði því og það er víst búið að vera svoldið um þetta núna , einhver galli í þessum svömpum en jæja svo var farið snemma um morguninn og farið með 2 rollur til Bárðar og náð í hrútana sem við fáum lánaða hjá Eiríki og Hreini og Bói og Siggi gerðu það og á meðan var ég og Emil að sortera rollurnar og viti menn haldið þið ekki að hún Bríet stygga hafi bara stokkið beint á mig og ég var alblóðug með blóðnasir og sprúgna vör. Emil brá svo að hann spurði hvort ég væri ekki allveg örugglega með allar tennurnar upp í mér og jú sem betur fer var það ekki svo slæmt svo ég hélt öllum tönnum en er bara geðveikt bólgin eins og ég sé með bótex í vörunum. Litli prinsinn allveg uppgefinn eftir daginn. 17.12.2009 14:18FjárhúsaferðJæja þá er maður búnað fara í tvo labbitúra í dag rosa duglegur og Olíver fór með okkur og það er nú frekar kalt og hrátt úti það er ekki beint jólalegt að sjá en það styttist óðum í jólin, svo við gerðum okkur ferð í fjárhúsin til að ná góðum myndum fyrir jólakort og gekk það svona upp og ofan en hafðist þó og úr urðu nokkrar fínar myndir. Við fórum inn í kirkjugarð í gær og settum lukt á leiðið hans Steina og Brynja var búnað setja bláa grein hjá honum og ömmu og afa og kemur það mjög vel út bara. Já svo er hann Maggi litli brósi að fara að útskrifast á föstudaginn svo það verður merkisdagur fyrir hann og má hann vera stoltur af því að vera ekki tossi eins og við hin systkynin he he, já hann er sko búnað standa sig vel þessi málglaði og óþekki drengur sem hann var þegar hann var yngri það er sko vel búið að rætast úr honum og erum ég og Emil stolt af því að hafa alið hann svona vel upp. Jæja núna er ég búnað fara hrútarúnt með Bárði og skoða hrúta hjá Eiríki og Hreini og leist mér bara mjög vel á þá, ég er nefla að fara að taka svampana úr og byrja að hleypa til á laugardaginn svo það er nóg að gera. Jæja það eru svo nýjar myndir inn í albúminu og nýtt myndband með Karítas og Benóný að hlægja saman voða gaman. Hér eru feðgarnir ofan á Topp rosa flottir saman. 11.12.2009 23:1011 DesemberHæ nú er allur snjórinn farinn og bara rigning og rok frekar ógeðslegt bara. Við fórum í heimsókn til Huldu um daginn og svo kíktum við inn á Dvalarheimili til Leifs. Freyja er svo komin úr Reykjavíkinni og hún kom og kíkti á prinsinn og tók hann brosandi á móti henni. Um daginn setti ég hann í vögguna og faldi mig og gerði bö og hann hló og hló voða gaman og hann er farinn að spjalla allveg ótrúlega mikið. Það er svo sem lítið annað að frétta nema Maggi var að fara á sjóinn með Rifsnesinu og Örvar frændi nýji nágranninn minn er alltaf á fullu og fer að flytja inn bráðlega. Að leika sér með naghringinn sinn. 07.12.2009 18:42DesemberHæ hæ Rúnar kom að svampa hjá okkur rollurnar á föstudaginn 4 des, svo það varð ekkert úr sæðingum hjá okkur það var allt ófært og leiðinda veður dagana fyrir 4 svo ég nennti ekki að spá í því. Ég er búnað vera með eina rollu frá Friðgeiri á Knörr síðan að ég tók inn en hann er búnað sækja hana núna og svo voru rollur frá honum fyrir ofan Hrísar og fór Siggi í Tungu og Gunni á Völlum að kíkja á þær á sunnudaginn og til allra lukku þá náðu þeir þeim. Já annars er allt bara rólegt Benóný dafnar vel og ég var að gera tilraun í dag að baka og það má nú segja að ég hafi ekki fengið þessa bökunarhæfileika sem hún mamma hefur þvi það gekk allt á afturfótunum, það byrjaði þannig að ég var algjör klaufi að sortera eggjahvítuna frá rauðunni og henti tveim eggjum því rauðan fór alltaf með og var ég þá allveg komin að því að gefast upp en þrjóskaðist áfram og það tókst en þegar ég var búnað hræra og gera kökurnar missti ég skálina út um allt gólf allveg típíst ég svo það var ekki til að bæta daginn fyrir mér, ég er allveg búnað komast að því að ég og bakstur pössum ekki saman. Það eru svo nýjar myndir af snáðanum í myndaalbúminu. Benóný Ísak vill ekki en þá snuð svo hann sígur bara bangsann sinn. 01.12.2009 14:22Meiri snjórJæja það er en þá allt á kaf í snjó og allir allsstaðar fastir en núna er leiðinda rok og skafrenningur svo það er ekkert spennandi að fara út. Benóný sefur bara inni í vagninum og í morgun setti ég hann á magann að leika sér og viti menn hann sneri sér í fyrsta sinn yfir á bakið sjálfur ýkt duglegur já hann stækkar með hverjum deginum og grípur í allt núna og það nýjasta er að skoða tærnar á sér og toga í þær æ hann er svo mikill dúlla þessi eska. Það eru svo fleiri snjó myndir í albúminu sem þið getið skoðað. Takk kærlega fyrir að kíkja reglulega á síðuna og kvitta fyrir við metum það mikils að þið hafið gaman að því að fylgjast með okkur og ætlum við okkur að halda áfram að vera svona dugleg að taka myndir og blogga. Já hann Benóný Ísak fór í fyrsta sinn út í snjóinn í gallanum sem Freyja amma og Bói afi gáfu honum og hann horfði bara og slefaði mjög ánægður með lífið. Tekið út um gluggann, vinnubílinn hans Emils var fastur og kom rescue 911 og hjálpaði honum að losa hann he he Skrifað af Dísa
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is