Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2011 Janúar27.01.2011 15:32Aurskriða og Benóný í JanúarMikið hefur verið um vatnsveður að undanförnu og þegar ég var að taka svefnrúntinn hans Benónýs á gamla veginum inn í Höfða blasti þetta við og þorði ég ekki að fara yfir þetta þó lítið sé því það er svo mikill drulla og bleita í þessu. Ég bakkaði því alla leiðina til baka aftur. Þetta grjót var líka búnað bætast við því ekki man ég til þess að það hafi verið þarna áður svo það er heldur betur farið að losna upp úr hlíðinni núna í þessum rigningum. Ungur smalamaður á leið sinni að elta rollurnar. Orðinn heldur þreyttur búnað þramma upp allt túnið á eftir þessum villingum og þær eru ekkert að gefa sig. Þessi óboðni gestur er búnað vera inn í Mávahlíð undanfarna daga og er orðinn spurning um að fara fá Snorra Rabba til plaffa hann áður en hann étur upp bleikjuna. Flottir saman Benóný Ísak og Olíver. Benóný er í fallega vestinu sem Brynja frænka var að prjóna og gefa honum. Það er sko varla hægt að segja að það sé hávetur og þorri því veðursældin sem er núna er allveg með ólíkindum. 19.01.2011 11:48Benóný heimsækir hænurnar og hestana í Varmalæk.Jæja henti inn hérna nokkrum myndum af Benóný hjá hænunum og hestunum og einnig af honum úti að leika í snjónum svo endilega skoðið inn í myndaalbúminu. Bóalingur tók vel á móti okkur og stökk upp á Emil he he. Vorum aðeins að stríða Olíver og klæddum hann í föt og vakti það mikla lukku og reyndi Donna að hjálpa honum úr. 15.01.2011 21:42Óvæntir gestir inn á tún og Benóný í snjónum.Þessar mæðgur birtust inn í túni hjá mér um daginn. Þær voru bara vel á sig komnar og vel fylltar og má því eflaust þakka hversu góð tíðin hefur verið í ár. Ákvað ég að sleppa mínum rollum út til að ná þeim og fór þá náttúrulega Moli með þeim og hann gerði sér lítið fyrir og lembdi þá mórauðu sem var á bullandi blæmsi. Ég komst svo að því þegar ég var búnað skoða þær að þær voru báðar frá Friðgeiri á Knörr svo hann fær nýtt blóð í stofninn sinn í vor. Moli var ekki lengi að stökkva á þessa nýju skvísu enn og aftur he he.... Og ég varð að setja þessa inn fyrst ég náði mynd af þessu. Fór svo með sæta drenginn að leika í snjónum en það var heldur mikið slabb og bleita. 10.01.2011 23:43Mávahlíð 2011Það er fátt skemmtilegra en að eyða deginum inn í Mávahlíð við að gefa kindunum og nýta svo frostið og kuldann til að fara að skauta og renna sér á ísnum þó svo að það væri enn þá betra ef það kæmi einhver snjór að ráði. Við létum það þó ekki aftra okkur og prufuðum bara að renna á grasinu og svo út á vaðli og fílaði Benóný það allveg í botn og brosti út að eyrum. Donna hundurinn okkar er svo ársgömul í dag, það er allveg merkilegt hva tíminn er fljótur að líða og klukkan tifar og tifar því ekki líður á löngu þangað til næsti skæruliði kemur í heiminn því það eru ekki nema 2 og hálfur mánuður úff þá verður sko nóg að gera Rosalega gaman á ísnum. Rosa stuð að renna í grasinu inn í Mávahlíð. Flottir félagar Benóný og Alvin páfagaukurinn hennar Köru. Varð að setja svo eina mynd af afmælisbarninu hérna henni Donnu. 04.01.2011 18:57Áramót 2010Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem er að líða Við höfðum það rosalega gott yfir áramótin og fórum í mat til Steina og Jóhönnu og var þar öll fjölskyldan saman. Það var tvíréttað lambakjöt og nautakjöt og var það allveg snilldar matreitt af Jóhönnu og Steina. Við fórum svo á brennu og kippti Benóný sér ekki mikið við lætin í flugveldunum og horfði svo bara stjarfur á eldinn en það var rosalega kalt og mikið rok þegar brennan var og voru flestir að deyja úr kulda. Benóný svaf svo bara af sér Gamla árið því hann missti af flugveldunum kl 12 því hann steinsvaf við öll lætin. Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra núna en það eru myndir af þessu öllu inn í myndaalbúminu. Benóný Ísak að hitta jólasveininn á sínu fyrsta jólaballi. Að halda á blisi voða fjör en hann vildi helst fá að smakka það he he.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is