Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 12:09

Benóný og hestarnir og hænurnar í feb

Já það er alltaf nóg að gera að skoða dýrin í sveitinni og fórum við að gefa hestunum hjá Steina og fékk Benóný að máta alla hestana og var hann þó mest hrifinn af loftpressu sem var á gólfinu og spurði sí og æ hva er þetta og spáði og spekluraði mikið í þessu tæki það er líka svo fyndið hva hann spáir í öllum tækjum núna eins og skítadreyfaranum inn í sveit hann er í miklu uppáhaldi.  Við fórum svo og kíktum á hænurnar hjá Bóa og Freyju og er það allveg yndislegt hva þær eru skemmtilegar þær eru svo spakar og sérstaklega haninn hann Bólingur hann er svo mikill karekter. Hann fylgdi Benóný eins og lamb á eftir rollu og réðst svo á hundinn Perlu ef hún ætlaði að koma nálægt. Við fórum svo líka inn í Fögruhlíð og kíktum á klárana þar og eru þeir í góðum holdum og má þar þakka góðmennsku Sigga í Tungu sem er svo duglegur að fara með hey í þá ,en það er líka búið að vera nóg beit þar sem þeir eru og gott skjól í gamla húsinu svo það væsir ekki um þá.  Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra en það er svo nóg af myndum í albúmi svo endilega kíkið á þær emoticon

Hér eru vinirnir saman Benóný og Bóalingur.

Hér er hinn haninn svakalega fallegur.

Hér er prinsinn á hestbaki á Ask.

Að klappa Stert með Bóa afa.

20.02.2011 22:48

Sveitarúntur í vorblíðu

Jæja það er aftur komið vor í loftið og yndislegt veður það passar náttúrulega akkurrat við þegar það er búið að taka hestana inn he he. En ég tók mér rúnt eins og alla aðra daga inn eftir að gefa rollunum og datt í hug að taka myndir af sveitinni sem er mér svo kær og deila því með ykkur og upplýsingum um hana. Það eru svo fleiri myndir í albúmi.


Mávahlíð í vorblíðunni það er nú allveg synd að sjá þetta mannlaust hver man ekki eftir að hafa komið í kaffi og kökur hjá Huldu, já það var sko mikið um gestaganginn hér.

Tröð, þetta er bílskúrinn hjá honum Herði ekkert smá breyting svakalega flott hjá honum.

Hér er svo íbúðarhúsið búið að taka það allt í gegn líka.

Hér er efri bústaðurinn í eigu Maju systir og Óla og sá neðri í eigu Ævars og Möggu Siggu afar fallegir og á skemmtilegum stað í Traðarlandi.

Hér er bústaðurinn hans Gunna Óla og Ástu í Fögruhlíð og blasir Svartbakafellið þarna í baksýn. Ég tók ekki myndir af bústöðunum upp frá því það var of mikill snjór að keyra þangað vildi ekki fara festa mig.

Tunga, þar búa Þorgerður og Sigurður sonur hennar og kötturinn Skotti og svo er það náttúrulega kindurnar og eru þau einu ábúendurnir hérna innst í sveitinni en það færist alltaf líf í sveitina á sumrin þegar fólkið streymir í bústaðina og þá er hvergi betra og fallegra vera en hér.

Hrísar, hér bjuggu Hemmi og Gilli en nú er þetta bara mannlaust .

Það er þessi fíni bústaður fyrir neðan Hrísar sem skyldfólk Gillana á.

Snæfellsjökull í sínu fegursta.

Ein hérna af vinunum saman Rambó og Benóný Ísak.

Jæja hann Skuggi hans Emils sem er sá kollótti hérna á myndinni er kominn undir græna torfu, karl geyið honum sem var bjargað í haust hjá Eiriki þegar hann gaf okkur hann í stað þess að senda hann í sláturhús en örlögin hafa beðið hans því hann fékk svo svakalegt kýli undir hálsinn og ágerðist það alltaf meir og meir og á endanum var hann farinn að lykta hræðilega og hættur að fóðrast svo það lá bara ein leið fyrir hann greyið. Hann var nefla afskaplega geðgóður og spakur þegar Benóný kom labbandi inn jötuna byrjaði hann að dilla dindlinum vitandi að hann væri að koma klappa sér svo hans verður sárt saknað. En það er bót í máli að við fáum einhver lömb undan honum.

13.02.2011 20:55

Fósturtalning hér og þar 2011

Jæja það fór fram fósturtalning í rollunum hjá flestum bændum hér í dag að undarteknu hjá mér því ég vill ekki eyðileggja spennuna fram í maí er ein af þessum þverhausum sem vill ekki kíkja í pakkann. En ég fór og fylgdist með hjá hinum. Ég byrjaði á því að fara út á Sand og kíkti til Palla og þar var búið að telja og kom það mjög vel út hann fær 3 með 3 lömb og eina með 1 og rest með 2 og 2 gemlinga með 2 nema það er eitt dautt í einum. Það kom einnig vel út hjá Þórsa og Elfu og Andrési og Jensínu en ég er nú ekki með nákvæmar tölur af því. Það eru svo 6 þrílembdar hjá Óttari og 5 þrílembdar hjá Marteini í Ólafsvík svo ég held að bændur séu bara vel lukkulegir með þessar tölur. Gummi Ólafs datt allveg í lukkupottinn þetta árið og fær 3 þrílembdar rest með 2 og af gemlingunum eru 3 tvílembdir og rest með 1 og meira segja eru þeir tvílembdir úr sæðingunum hjá honum svo það hefur reynst honum vel að fara á sæðingarnámskeiðið og fá svona flotta útkomu hjá sér og óska ég honum innilega til hamingju með þessa frábæru útkomu og ekki er að verra endanum að lamb sem ég gaf Þurý frænku sem er konan hans Gumma er með 2 og það sæðinga undan Kveik svo hann hefur fengið stórt knús þegar hann kom heimemoticon he he. Það eru svo myndir inn í myndaalbúmi af kindunum hans Palla og hjá Hjört út á Sandi og svo úr Ólafsvík hjá Gumma og svo hjá Óla,Brynjari og Sigga svo endilega skoðið.

Varð að setja eina mynd hérna af sigurvegara dagsins honum Guðmundi Ólafs
 með bros allann hringinn emoticon

12.02.2011 18:12

Hestarnir teknir á hús

Það var farið í að gera hesthúsin klár í dag og svo var farið út á Engjar og smalað saman hestunum sem á að taka inn og voru 6 fyrir valinu og restin verður áfram úti. Það gekk fyrst erfiðlega að ná þeim en hafðist á endanum og voru þeir komnir svo áleiðis á stað þegar eitt tryppið sem á að vera úti stökk yfir girðinguna og tróð sér með þeim sem eiga að fara inn en hann fékk bara lúxus ferð í hestakerru aftur út á Engjar.

Það var frekar kuldalegt og hrátt veðrið í dag.

06.02.2011 22:32

Snjór

Henti inn nokkrum myndum af Benóný í fyrsta almennilega snjónum sem er búinn að koma í vetur svo endilega kíkið á það.

Hann gerði sér lítið fyrir og klifraði sjálfur inn í þurrkarann um daginn.

Agalegt um daginn fórum við út að labba í þessu fínu veðri en það endaði svo með svaka byl og eins og sjá má þá sást ekki í okkur fyrir snjó.

Í fína snjóhúsinu sem við gerðum inn í Mávahlíð en það stóð ekki lengi því klaufinn ég ætlaði að stækka það og snjórinn var svo mikið púður að það pompaði yfir mig.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar