Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2011 Júlí24.07.2011 14:15RollurúnturÉg tók minn daglega rollurúnt í gær og náði nokkrum myndum og mér til vonbrigða vantaði sæðisgimbrina mína svörtu undan henni Þrumu minni og Fannari sem ég ætlaði svoleis að setja á en það kennir manni að maður getur aldrei gengið að því vísu að setja á lömb að vori. En svo kom meira í ljós að Bríet hennar Maju og Karítas er bara með annað lambið gimbrina og það vantar hrútinn já svona er þetta, það er ekki nóg að það hafi gengið illa í vor heldur virðist ógæfan fylgja okkur eftir. Þrílembings gimbrarnar hennar Ronju. Stjarna hennar Karítas með hrútinn sinn sem virkar afar þykkur. Rauðhetta með mórauðu lömbin sín og Hekla gemlingur hans Bóa með gimbrina sína. Ronja með þrílembingana sína. Panda gemlingur með kollóttur lömbin sín undan Skugga. Sæðislömbin undan Mána og Rák Herforingja. Kjamma hans Óla á Mýrum er komin á sinn stað. Hér er svo nær mynd af hrútunum hennar Kjömmu hans Óla á Mýrum. Skrifað af Dísu 22.07.2011 01:25Húsdýragarðurinn,Mávahlíð og Rúllað hjá Sigga.Það er nú varla frásögufærandi að segja ykkur frá blessuðu Reykjavíkur ferðinni okkar sem var farin nú á dögunum en ætla ég nú samt að deila því með ykkur. Það byrjaði svo að Benóný var að dilla sér svo mikið við lagið Gaggó vest og var auðvitað ný búnað að borða og við það ældi hann í bilinn í staðarsveitinni. Það var stoppað í einum grænum og barnið rifið út á götu og var hann en spúandi og við tók að þrífa hann með blauttitsjú og handklæðunum sem áttu að vera fyrir sundið og vorum við bæði að kúast og kúast og í mestu erfiðleikum að þrífa stólinn og afklæða greyi barnið en það hafðist þó á endanum. Jæja það var svo stoppað á vegamótum og fengið poka undir fötin því ekki var lyktin geðsleg í bílnum og Benóný sat á bleyjunni einni voða sáttur við lífið bara við fórum því næst upp á Akranes og keyptum ný föt á drenginn og svo var stoppað til að ég gæti gefið Emblu brjóst en þá kom í ljós að hún var búnað gera í sig upp á bak en sem betur fer var ég með aukaföt á hana svo því var reddað um hæl. Við komust svo loks til Reykjavíkur og ákváðum að kaupa nýjan bílstól því hinn var bæði orðinn gamall og allur í ælu lykt. Þegar við vorum komin í búðina var henni að loka svo við urðum að vera fljót að velja og gerðum við það og fórum með gamla inn og báðum þá um að henda honum svo fórum við með nýja stólinn og settum hann í bílinn eftir smá erfiði að festa hann og kom þá í ljós að hann var stilltur fyrir nýbura. Hitinn í bænum var óbærilegur 20 stig og vorum við bæði orðin svöng og pirruð að reyna taka stólinn í sundur og hélt ég að við gætum þetta ekki og sagði við Emil allveg í pirrinigi við verðum bara sækja gamla í ruslið það hlýtur að vera hérna bak við! En nei hann ætlaði ekki að gefast upp og náðist þetta svo loksins og hlóum við svo bara hva þetta væri þvílík misheppnuð ferð hjá okkur en þetta var ekki búið við fórum að borða og voru krakkarnir bæði pirruð og þurftum við að skófla í okkur og fórum við svo í Húsdýragarðinn til að komast út úr bílnum því það var svo þvílíkt heitt og var Donna hundurinn okkar orðin eitthvað svo óróleg og ég fór að hugsa voða hefur ælulyktin magnast upp eitthvað og spáði svo ekki meira í því nema hvað að þegar við stoppuðum var greyi hundurinn búnað skíta í bilinn og Emil hljóp með hana út og þá var hún allveg í spreng og kláraði dæmið Já þetta var sko allveg komið gott það var gersamlega allt búið að fara úrskeiðis í þessari ferð en sem betur fer var þetta harður kúkur svo ég tók það bara upp með bréfi .Leiðin vestur var svo mjög erfið líka ég þurfti að sitja milli þeirra alla leiðina stanslaust fjör já það er sko ekki auðvelt að ætla að fara versla og hafa gaman á einum degi með svona lítil börn, það verður að taka allavega eina helgi í það. Jæja annars er búið að vera yndislegt veður hérna á nesinu núna og við erum búnað vera mikið inn í Mávahlíð að busla í vaðlinum og sólbaði. Ég veiddi mína fyrstu bleikju þetta sumarið en annars er bara engin bleikja í vaðlinum hann er yfirfullur af ósaflúru og étur hún upp öll seiðin og fóru Ágúst.Stulli,Snorri og Hörður með net og slóðadrógu og fengu allveg helling af þessu drasli. Siggi í Tungu sló svo hjá sér og fóru Steini og Bói og rúlluðu fyrir hann og fékk hann bara mjög fínt af túnunum 4 rúllur hjá Hrísum og 6 hjá sér. Við erum ekki byrjuð að heyja og veldur það mér smá áhyggjum út af þessari rigningu sem er í spánni núna og við förum líka í sumarbústað 12 ágúst svo vonandi næst það fyrir þann tíma. Jæja nóg af kjaftavaðli fólk á vera í sumarfríi he he en það er nóg af myndum í albúminu svo endilega kíkið á það kveðja Dísa. Benóný Ísak lukkulegur í húsdýragarðinum. Niðrí fjöru við Ósinn. Út á bát á vaðlinum í Mávahlíð það var sko allveg yndislegt veður. Benóný datt allveg í lukkupottinn þegar hann fékk að prufa þennan hjá Gerðu í Tungu og brosti allan hringinn og sagði bara Traktúr Traktúr . Embla Marína er farinn að snúa sér á hlið og á magann voða dugleg. Til gamans setti ég hérna mynd af Benóný þegar hann var að verða 4 mánaða. Og hér er svo Embla í sömu fötunum og líka að verða 4 mánaða svo það sést hva þau eru skemmtilega ólík systkyni. Skrifað af dísa 13.07.2011 02:52Afmæli Steina og Dagmars ,Ólafsvíkurvaka,Fyrsta sundferð Emblu og margt fleira.Jæja nú er ég aldeilis búnað standa á haus að setja inn myndir og blogga því nógu mikið er um efnið sem ég er búnað safna saman til að setja inn. Það er líka ekki hlaupið að því að finna mér tíma til að setja þetta inn því börnin taka allan minn tíma orðið en þetta hafðist ég náði að ryksuga og skúra í kvöld og setja þetta inn og er klukkan nú orðin 3 að nóttu allveg ótrúlegt hva sólarhringurinn er fljótur að klárast þessa dagana. En nóg um það, það er búið að vera nóg að gerast það var Ólafsvíkurvaka um daginn og gekk það allt rosalega vel og það var líka afmæli inn á Stekkjarholti hjá Steina og mömmu hans Dagmar og mættu margir ættingjar og auðvita voru svaka kræsingar eins og Steina og Jóhönnu er lagið. Einnig er búið að vera yndislegt veður hér á nesinu síðustu vikur og fórum við í fyrsta sinn með Emblu Marínu í sund inn í Stykkishólm og var hún bara mjög góð og Benóný var náttúrulega allveg hæðst ánægður að busla í vatninu með pabba sínum. Við höfum svo verið með annan fótinn í sveitinn núna enda ekki annað hægt þegar svona gott er veður þá er svo yndilegt að vera þar og hafa Fríða og Helgi verið í bústaðnum og Maja og Óli og Sigrún og Gunni Óla og Ásta svo það er margt um manninn innfrá þessa dagana. Við fórum líka inn í Klettakot til Freyju og Bóa og þau tóku Dagmar inn eftir í einn dag og Steini og Jóhanna komu og Björk og Sandra með strákana og það var grillað lambalæri. Þetta var rosalega gaman og skemmtilegt fyrir Dagmar að koma í svona yndislegu veðri í sveitina. Það eru svo komnar glænýjar skírnarmyndir frá Óla sem eru allveg hrikalega flottar og ég setti þetta inn í þrennu lagi svo það eru 3 ný myndaalbúm fyrst er það Ólafsvíkurvakan og svo er það Dagmar inn í Klettakoti og svo eru það skírnarmyndirnar svo það er nóg að skoða svo endilega kíkið á þetta allt saman og kommentið. Ég teiknaði þessa og sagaði fyrir gula hverfið. Karítas og Selma Flottar kræsingar sem voru í afmæli Þorsteins og Dagmars. Benóný traktors sjúki inn í Klettakoti. Geggjað veður í Ólafsvíkurhöfn ekki amalegt veður til að vera á strandveiðum. Hann er orðin fallegur hann Máni minn sem ég fékk hjá Írisi hann er undan Kristall sem er undan Skrúð sem er undan Randver. Móðir hans er Kolga sem er undan Reyk. Hann er 2 vetra. Freyja með Emblu Marínu á flottum sumardegi í Varmalæk. Varð að taka nokkrar myndir af rollunum hérna er Aþena með gimbrarnar sínar undan Séra Hreinn hans Óttars. Og Nína með Sæðingana undan Kveik. Hér er svo Aríel með gimbrarnar sínar undan Mola. Embla Marína í fallegu peysunni og húfunni sem Sigrún hans Hjödda frænda prjónaði og gaf henni allveg hreint frábær. Hér er svo ein skírnarmynd frá Óla en þær eru allar svo inn í albúmi ekkert smá skýrar og flottar. 01.07.2011 04:13Fjöruhúsið,Ættarmót hjá Emil og Embla Marína 3 mánaðaÞað var heldur kalt í veðri þegar við fórum í Fjöruhúsið með Maju,Óla og Karítas um daginn og var ekki hægt segja að það væri kominn í endann á júní. Það var ættarmót hjá Emil á Indriðastöðum og byrjaði það rosalega vel með sól og blíðu en svo fengum við allveg hellirigningu og allir flúðu inn í tjaldvagna sína. En til allra lukku fengum við afnot af fjárhúsunum sem er búið að breyta í svaklega flottan veislusal og við gátum sest þar niður og borðað og spjallað eftir kveldi. Hér eru svo sætu frændurnir saman Benóný Ísak og Steinar Darri. Litli kúturinn okkar tilbúinn að fara í sína fyrstu bátsferð og fannst honum það rosalega gaman. Við fórum út á árabát inn í Selvík en þar vorum við í 2 nætur hjá Jóhanni og Þórhöllu þau voru með bústað þar. Hér er svo hún Embla Marína sem var þriggja mánaða 28 júní og hún er allveg einstaklega brosmild og byrjar daginn alltaf með fallegu brosi sem bræðir alla. Benóný var aldeilis heppinn að fá að setjast upp í gröfu og prufa stýra því nú er verið að skreyta á fullu því það er Ólafsvíkurvaka fram undan og eigum við eftir að taka myndir af henni og setja hér inn eftir helgi. Ég er nú að klára að blogga kl hálf 5 að nóttu einfaldlega því mig langaði svo geðveikt til að setja inn á síðuna og dagurinn dugar mér ekki þessa dagana það er búið að vera svo mikið að gera og ég verð að klára megnið sem mig langar að gera þegar krakkarnir eru sofnaðir, alger bilun samt að vaka svona lengi jæja ætli það sé ekki best að fara safna orku fyrir næsta dag
Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is