Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2012 Mars

28.03.2012 09:29

Embla Marína 1 árs

Jæja tíminn líður nú er hún Embla Marína okkar orðin 1 árs í dag 28 mars. Ég fór með hana í skoðun í gær og er hún 8 og hálft kíló og 74 cm svo hún heldur bara sinni línu. Hún er farin að vera ansi köld í skúffunum í eldhús innréttingunni og klifrar út um allt. Hún er líka farin að labba en nennir því ekki mikið því hún er miklu fljótari á rassinum ;) . Tennurnar hlaðast í hana og er hún komin með 4 allveg niður uppi og niðri en svo er farið að sjást í 3 til viðbótar.
Við leyfðum Emblu og Benóný að opna pakkan til Emblu frá okkur í gær og hertók Benóný það allveg en Embla var hæðst ánægð með kassann utan af bílnum. Benóný fékk nú samt líka pakka og var það slökkviliðsbila tjald og notar hann það sem bílskúr voða lukkulegur. Við leyfðum þeim að opna í gær því Emil er farinn á sjóinn í Sandgerði og kemur ekki fyrr en í páskafrí aftur. Þess vegna verður afmælisveislan bara haldin síðar þegar hann verður í landi en ég ætla að reyna að eiga bara skemmtilegan dag með þeim í dag.


Lukkuleg á nýja Hello kitty bílnum sínum. Elsku Embla okkar innilega til hamingju með daginn þinn.

Alltaf nóg að gera í skúffunum í eldhúsinu.

Benóný með slökkviliðsbíla tjaldið sitt sem hann notar sem bílskúr fyrir bílinn he he.
*

19.03.2012 00:02

Heimsókn á Eystri-Leirárgarða

Á laugardaginn fórum Ég og krakkarnir,Karítas og Siggi í Tungu í heimsókn til Hannesar og Danielu á Eystri Leirárgörðum. Það var allveg ofboðslega gaman að koma til þeirra og skoða. Hannes og pabbi hans eru með hátt í 400 rollur og 60 og eitthvað kýr og eru fjárhúsin og fjósið allveg rosalega flott og tæknileg. Benóný var auðvitað kominn í himnaríki og vildi helst bara eiga heima þarna með Hannesi í traktornum og svo inn að leika með flotta dótið hjá strákunum hans. Meira segja daginn eftir þegar við vorum heima fór hann við dyrnar og sagði koma bil gefa me me og traktor svo ég vissi að hann héldi að hann gæti bara farið aftur í heimsókn til Hannesar he he svo þetta verður minnisstætt hjá honum. 

Hér er Hannes með Benóný í traktornum.

Hér er hann Hrímar hjá Hannesi sem hann fékk hjá okkur. Hann er undan Hrímu og Mola
og er hann rosalega fallegur hjá honum og hefur stækkað allveg rosalega.

Þessir gemlingar eru sónaðir með 2 hjá honum og eru þeir ekkert smá þroskamiklir og 
fallegir hjá honum. Það var meira segja einn sónaður með 3.

Hér er svarti gemlingurinn sem hann fékk hjá okkur undan Drottningu og Negra hans 
Bárðar búnað stækka allveg gríðalega og ekkert smá tinnu svört.

Hér er hin gimbrin sem hann fékk sem er undan Doppu og Herkúles og er hún sónuð 
með 2 og hefur hún einnig stækkað allveg rosalega.

Hér er svo aðalbóndinn sjálfur hann Hannes með fulkommið hey eins og það á að vera.

Við aðeins að kíkja á beljurnar og ætluðu þær allveg að éta okkur he he.

Hér er ein að koma sér fyrir til að láta mjólka sig. Það eru svo fullt af myndum af ferðinni
okkar hér svo endilega kíkið á það.
Hér er litli grallarinn okkar hún Embla sem er aldeilis farin að færa sig upp á skaftið og farin að klifra upp á uppþvottavélina og tæta. Það komst svo upp um hana að hún hafi verið að gæða sér á klósettpappir því hún var með bréf leifarnar á hökunni he he emoticon 
Hún er núna farin að labba líka allveg fullt af skrefum svo þetta fer allveg að koma hjá 
henni og þá verður enn meira að gera hjá mér úff...
Algjör gullmoli það eru svo nokkrar myndir af þeim systkinum hér.

15.03.2012 10:29

Hrútarnir og heimsókn til Óla,Sigga og Brynjars og Gumma Ólafs.

Hér er Brimill og Týr.

Hér er Týr Mána sonur,Golíat Boga sonur sá kollótti ekki allveg í sömu gæðum og svo er Keikssonurinn hann Stormur.

Sakalega falleg forrystu gimbur hjá Óla.

Þessi kynþokkafulli hrútur er til sölu hjá honum Guðmundi Ólafssyni og er undan sæðishrútnum Kalda sem var frjósemishrútur svo ef einhverjum vantar að bæta frjósemina hjá sér þá er um að gera að fjárfesta í þessum gæða grip hjá Gumma sem er í síma 8931017 eftir rómantísku ferðina sem hann er í núna 
Jæja það eru svo fleiri myndir hér af hrútunum og heimsókninni hjá
 Ólafsvíkur bændunum.

08.03.2012 00:22

Seinni rúningur hjá rúningsmeistaranum Chris Hird og félaga hans.


Hér er Chris að verki allveg ótrúlega snöggur og þetta allveg leikur
 í höndunum á honum.

Hér er svo félagi hans með Topp. Þeir fóru nú bara létt með að 
taka af þessum stóru þungu hrútum.

Hér má sjá gimbrarnar hans Sigga í Tungu það er ekki amalegt að fá að taka í svona læri.

Hér er Embla með mér í fjárhúsunum hún var 11 mánaða um daginn.

Benóný með Steina frænda sínum að gefa hestunum brauð.

Ég hef ekki náð að blogga mikið núna því fartalvan er að gefa sig ég sé ekkert á skjáinn og varð að tengja hana við sjónvarpið ekki gaman. Ég lét mig þó hafa það núna að skella þessu inn. Það eru fullt af myndum af rúninginum og fleiru hér svo endilega kíkið. Ég á svo eftir að ná betri myndum af hrútunum og skella inn.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar