Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2013 Maí

29.05.2013 09:07

Afmæli Irmu og lambfé sleppt út.

Góðan daginn loksins gefst mér tími til að setjast niður og blogga eitthvað af viti hér. Ég var búnað setja inn myndir fyrir 2 dögum síðan en gafst aldrei tími til að blogga en nú gerist það emoticonjá maður verður að skipuleggja sig vel þegar maður er með 3 grislinga og sauðburður í gangi líka og ekki má gleyma að skella sér á smá djamm líka sem setur auðvitað allt úr skorðum he he.

Irma besta vínkona mín hélt upp á þrítugs afmælið sitt núna um helgina og var það allveg rosalega gaman. Það var geggjaður matur og Krissi mágur hennar sá um uppistand að rifja upp gamlar góðar sögur af stelpunni sem var vel hlegið af enda reyndur maður hér á ferð sem kann að skemmta fólki með frásögum sínum he he. Kirkjukór Ólafsvíkur samdi allveg frábært lag um hana úr laginu Ég á líf eftir Eyþór Inga. 

Það var svo skellt sér á dansi ball með Klakabandinu en þeir voru með styrktarball fyrir Viking Ólafsvíkur í Klifinu og það var allveg rosalega gaman þótt ekki hafi verið mikið af fólki enda rúmar þetta húsnæði svo gríðalega mikið af fólki að það fer svo lítið fyrir manni. Þó mættu held ég hundrað og eitthvað manns á þetta ball. 

Ég fékk svo að kenna á þynnkunni daginn eftir eins og alltaf þegar ég fæ mér í glas, þoli það voða illa en núna voru Benóný og Embla í næturpössun í sveitinni hjá Freyju og Bóa svo þetta var auðveldara að geta slappað aðeins af og vera bara með yngstu prinsessuna.


Við skvísurnar saman Irma afmælisbarn,Ég og Regína Ösp.

Það eru svo myndir af þessu tjútti með því að smella hér.


Sauðburður er búnað ganga allveg dásamlega og verið eins og í sögu. Veðrið er aðeins búið að vera hráslegt og þar af leiðandi höfum við aðeins verið að treina að setja út en það er bara ekki endalaust hægt að bíða eftir því þó það sé smá rigning í kortunum. 
Þessi grey verða fara komast út í þessi fáu grænu grös sem komin eru. 
Við erum ekki búnað missa neitt lamb eins og komið er og hefur það ekki gerst síðan við tókum við kindunum hjá pabba og Steina svo ég er allveg rosalega ánægð með hvað það er búið að ganga rosalega vel í ár þrátt fyrir að það hafi ekki byrjað vel hjá mér að missa 2 kindur fyrr í vor.

Reyndar missti Maja systir eitt úr slefsýki og missti sú rolla líka annað lambið sitt í fyrra úr því svo við höldum að það sé eitthvað í gangi hjá rollunni sjálfri því lömbin hafa fengið pillu leið og þau fæðast og verið hress allveg framm á þriðja dag en svo veikjast þau frekar skrýtið að sama rollan missi svona undan sér 2 ár í röð.


Ekki beint sumarlegt að sjá en við getum svo sem ekki kvartað miðað við þá fyrir norðan.

Svakalega flott gimbur hjá Bóa undan Rák og Draum. Hún er hosubotnótt með hvíta sokka og verður allveg pottþétt sett á ef hún kemur af fjalli.

Dóra mín kom svo á óvart og kom með þrjú þrátt fyrir að vera sónuð með 2 svo það var bara bónus og enn meiri bónus að ég fékk botnuhosótta gimbur svo ég þarf kanski ekki að sækjast eftir að skipta við Bóa á þessari fyrir ofan he he. 
Þetta eru 2 gimbrar sú bíldótta og botnótta og svo botnubíldóttur hrútur. 
Það eru myndir af fyrri hluta sauðburðar hér.

Hér er farið að líða á seinni hlutann. Það eru aðeins þrjár eftir hjá okkur núna og 2 hjá Sigga en þær bera ekki fyrr en um mánaðarmótin og sú seinasta hjá okkur á tal 7 júní.

Verið að setja út og hér er Lotta hans Bóa með svarta gimbur frá sér og gráan hrút sem hún stal frá Frigg he he.

Hér er hún Ronja með svarta gimbur undan Draum og hefur kviðslitið hennar ekkert versnað svo ég vona að hún tóri sumarið og skili mér þessari gimbur svo ég geti sett hana á því Ronja er í miklu uppáhaldi hjá mér og langar mér að framlengja hennar kyn áfram.

Benóný með lambið sitt undan Dóru.

Embla með lambið hennar Pöndu.

Og auðvitað fékk Freyja líka að sjá lömbin og var allveg hissa á þessu öllu saman.

Svakalega falleg lömbin hans Sigga undan Svört og Brimil.

Vígaleg kind hún Botnleðja með tvær gimbrar undan Draum.

Bríet hennar Karítas með flekkótta gimbur.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu með því að smella hér.

Það er svo liðið undir lok sauðburðurinn hjá Bárði og Dóru og endaði hann með að fá 19 þrílembdar í allt ekkert smá frjósemi hjá þeim.

Þrílembingar hjá Bárði og Dóru.

Önnur þrílemba hjá þeim. Það er sko mikil litagleði hjá þeim. Nú er ekki hægt að hlæja að mér lengur he he með alla litina mína því mér sýnist vera orðnir fleiri litir hjá flestum nágrönnum mínum líka emoticon enda er mislita féið orðið svo gott að það er ekkert síðra heldur en hvíta féið hvað gerð og byggingu varðar.

Þrílembingur hjá Herði undan Séra Hrein hans Bárðar og Óttars sem var lógað í vor en það var hrúturinn sem var í þriðja sæti á lambhrútasýningunni í haust svo það verður gaman að bíða eftir og sjá hvort þetta verði næsti kynbóta hrúturinn á svæðinu og það með þennan sjaldgæfa lit móflekkótt. Það eru svo fleiri myndir frá ferð minni hjá Bárði með því að smella  hér.

Jæja þá er þetta loksins komið hjá mér þetta langa blogg sem ég þurftir að koma frá mér og vonandi njótið þið þess að lesa og skoða 

Kveðja Dísa

19.05.2013 19:16

Sauðburður á fullu

Jæja loksins er sauðburðurinn að byrja fyrir alvöru hjá okkur og allt búið að ganga allveg rosalega vel eins og komið er. 

Sónarinn er samt aðeins að stríða okkur því það voru tvær sem voru sónaðar með 2 en komu bara með eitt ég er ekki allveg nógu ánægð með það því maður hefur alltaf heyrt hina útkomuna að það komi frekar fleiri en færri. Önnur þeirra er samt enn að skila frá sér hildunum svo það er möguleiki að það hafi verið tvö og hitt hafi drepist í henni. 

Ekki náðist að venja undir þá fyrstu sem átti að vera með 2 því ég beið og beið eftir seinna lambinu og áleit að hún væri bara löt að byrja á því en svo kom aldrei lamb. Enn eftir þetta ákváðum við að útiloka strax hvort ekki væri um annað lamb að ræða í þeim sem við töldum vera einlembulegar að sjá. Það kom að góðum notum því sú seinni sem átti að vera með tvö náðist að venja undir.

Í dag bar svo ein sem var sónuð með eitt og önnur hjá Maju sem annað var einhver ýldu drulla svo ég brást hratt við og hringdi í Bárð og hann kom með 2 lömb sem hann vildi losna við og þau voru vanin undir þær með því að dífa þeim ofan í vatn og maka þau upp úr legvatni þeirra og það gekk allt saman eftir og báðar tóku lömbin.

Læt þetta duga hér í bili af sauðburðasögu dagsins og ég er allveg í sólskins skapi því það er svo gaman þessa dagana en það mætti koma meira mislit hjá mér en það eru enn nokkrar eftir sem geta komið með fleira flekkótt handa mér.


Lambhrútarnir fengu að fara út um daginn og var kraftur í þeim.

Svaka tilhlaup hjá Kjöl og Brján.

Aðeins farið að grænka en mætti þó vera meira en þessi mynd var tekin í seinustu viku en nú er heldur farið að grænka meira.

Brimill Borða sonur fyrir horntöku.

Hér er svo Brimill eftir horntöku og Moli og Bjartur. Eins og sjá má er talsvert hvítt í Svartbakafellinu enn þá og ekki beint sumarlegt að sjá.

Smá ruglingur varð þegar Frigg bar hvítum hrút og gráum og Lotta var að bera um leið og áður en hún bar náði hún að stela gráa hrútnum og varð það til þess að Frigg vildi hann ekki aftur.

Lotta bar svo svartri gimbur og átti bara að vera með eitt samkvæmt sónun svo hún fékk bara að hafa gráa hrútinn áfram hjá sér. Skondið að hún skildi stela litaða lambinu en ekki hvíta lambinu.

Jæja það eru svo myndir af sauðburðinum og fleira með því að smella hér.


Fórum í göngútúr um daginn að sækja Benóný í afmæli og það var í fyrsta sinn sem hann fer einn í afmæli og fannst honum rosalega gaman og fórum við svo á leikvöllinn á eftir með hann og Emblu og fannst þeim það voða gaman. Það eru fleiri myndir af því með því að smella hér.

Fór í heimsókn nú á dögunum inn í Bug og tók þar myndir af forystu gimbrinni hjá Jóhönnu og Óskari sem er undan Jóakim sæðishrút og er hún allveg ekta forysta með svakalega langar lappir og mjóslegin og stór. 
Það eru svo fleiri myndir af sauðburði hjá þeim með því að smella hér.

Kveð að sinni Dísa

11.05.2013 23:13

Sauðburður loksins hafin


Biðin loksins á enda og eitthvað farið að gerast hjá mér enda tími kominn til sauðburður víðast hvar að taka enda allavega hér í kring en ég er nú bara ánægð að hafa beðið svona lengi meðan vorið er svona kalt. Bolla bar fyrst 2 gimbrum undan Prúð sæðishrút.

Síðan beið ég í einn dag í viðbót eftir henni Aþenu minni og spenningurinn var allveg að fara með mig hverning lit ég fengi emoticon

Já finnst ykkur mórauðu lömbin mín ekki falleg he he nei ég mátti svo sem allveg búast við því að fá ekki mórautt né móflekkótt en ég er mjög sátt við þessa stóru tvílembinga undan honum Soffa sæðishrút og þetta er gimbur og hrútur svo hver veit kanski er þarna kynbóta hrútur á ferð sem hefur erfðavísi fyrir mórauðan.

En aftur á móti fékk ég flotta liti hér úr Eldingu sem ég sæddi sjálf stuttu eftir fæðingu á Freyju Naómí. Hér er móhöttóttur hrútur og mórauður en ég hefði samt verið í skýjunum að fá gimbur en maður getur ekki pantað allt.

Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur eins og er en þetta er auðvitað bara rétt að byrja aðeins 9 bornar. Heilsan hefur aðeins verið að stríða mér ég er búnað vera svo uppfull af stressi emoticon og spenningi yfir þessu öllu að ég fékk hausverk af vöðvabólgu í 3 daga og var allveg að drepast en náði svo að hvíla mig vel og náði því úr mér enda ekki annað í boði þessa dagana. Allveg týpiskt að fá svona kast þegar skemmtilegasti tíminn á árinu er í gangi. Ég má heldur ekki við því að vera veik því ég er með 3 börn sem þurfa öll athygli og þvottur sem safnast upp í hrönnum ef ég missi einn dag úr.
 Það eru svo myndir af þessari byrjun á sauðburði hér.

Ég fór svo í heimsókn til Óttars á Kjalveginn og fékk að smella nokkrum myndum. Það var allveg yndilsegt að taka myndir þar það var svo æðislegt veður og jökullinn skartaði sínu fegursta í baksýn. Hér er ein með allveg svakalega fallega gimbur undan Lunda Grábotna syni sem hann fékk hjá Sigga í Tungu.

Rosalega skemmtilegt útsýni hér í kring hér er ein flott hjá honum með lömb líka undan Lunda og hér má sjá Ingjaldshólskirkju bakvið. Óttar á allveg fullt af botnóttum lömbum í ár og það er líka algjört gimbra ár hjá honum hann er búnað fá 40 gimbrar svo það verður úr nógu að velja í haust.

Þessi mynd finnst mér allveg æði hún kemur eitthvað svo flott út. Þetta er tekið hjá Óttari á Kjalveginum.Flest lömbin eru undan Klett Kveiksyni og Lunda Grábotna syni.

Við fórum einnig og heimsóttum Þórsa og Elvu og skoðuðum lömbin hjá þeim. Hér er hann að kalla á hópinn sinn ekkert smá flott hann veifar bara brauð pokanum og kallar gibb gibb og þá tekur hópurinn á rás til hans.

Það eru svo fleiri myndir af lömbunum hjá Óttari og Þórsa og Elvu hér inn í albúmi.


Endalaust af þrílembingum hjá Bárði hér er sko aldeilis flott litasamsettning undan honum Negra.

Fallegir sæðingar hjá Bárði undan Kjark frá Ytri Skógum.
Það eru svo fleiri lambamyndir frá Bárði hér inn í albúmi.


Sætu frændsystkynin hér saman Freyja Naómí og Bjarki Steinn. 
Freyja Naómí er 5 mánað í dag þann 12  maí til hamingju með það elskan okkar.
Það eru svo myndir af þessum dúllum og fleira hér inn í albúmi.

Jæja læt þetta duga að sinni 
kv Dísa

06.05.2013 00:43

Lömb víða

Jæja ég er allveg að tapa mér í spenningi enn er ekkert að gerast hjá mér emoticonog ég er að verða búin með neglurnar ég naga svo mikið he he.

Enn þá er um að gera að fara bara og skoða hjá öðrum það dreifir huganum.

Ég fór til Bárðar nú á föstudaginn og skoðaði forystu gimbrarnar hans en hann var nefla að fiflast í mér í haust að hann ætlaði að gefa mér gimbur ef hún Blesa myndi halda með Jóakim og viti menn hún hélt og nú kom hún með 2 gimbrar.

Hér er Blesa með forysturnar sínar eina gráflekkótta og hina svarflekkótta.

Bárður með fallega þrílembinga undan Prúð sæðishrút ef ég man rétt.

Ég fór svo og heimsótti Andrés og Jensínu út á Hellissand. Þau eru búnað fá 18 lömb og í því eru 4 gimbrar svo þar er allveg svakalegt hrúta ár.

Hér eru gemlingarnir hjá þeim.

Hér erum við komin inn í Bug til Jóhönnu og Óskars og hér eru þrílembingar frá Jóhönnu undan Mola okkar.

Prinsinn í Bug hann Bjartur hans Óskars.

Flottir þrílembingar hjá Gumma Óla undan Mókápu. 2 hrútar og 1 gimbur. Hjá Gumma er gimbra ár hann er komin með 28 gimbrar og 15 hrúta.

Set svo eina hérna af leiknum í tilefni leiksins sem fór framm núna í kvöld á Ólafsvíkurvelli í Pepsídeildinni en það voru Víkingur Ólafsvíkur og Fram sem voru að keppa og höfðu Fram vinninginn og unnu 2-1.

Jæja ég ætla að fara henda mér í háttinn og biðja fyrir að mórauðu lömbin mín fari að koma he he allavega að þær fari nú að koma þessu út úr sér áður en þau verða of stór til að komast út... Það eru svo fullt af lambamyndum og sæðislömbum hjá Bárði undan Kvist,Prúði og Kjark svo endilega kíkið til að skoða hér

Kveð að sinni í von um að fá lömb í nótt emoticon

03.05.2013 21:22

Fyrsta tönnin og lömb hjá Lambafelli og Gumma.

Þessi skvísa er búnað vera gera mömmu sinni lífið leitt með miklum pirringi en það kom svo í ljós í kvöld að það var bara tönn sem var að teygja sig upp sem var að bögga greyjið og Freyja amma var svo heppin að finna hana fyrir okkur í kvöld.

Emil stoltur með gimbrina sína sem verður án efa ásettningsgimbur ef hún skilar sér og stigast vel í haust he he.

Þykk og falleg gimbur hjá Óla í Lambafelli hún er undan Klett hans Óttars.

Benóný hjá Gumma Óla að gefa Sigmundi Davíð pela það er voða spennandi.

Jæja ég er orðin svo spennt að bíða eftir að þetta fari í gang hjá mér að ég er bara með blogg æði og fer og skoða lömb hjá öðrum. Ég þarf einmitt að fara kíkja aftur á Bárð það er allt á fullu hjá honum. Ég hef svo heyrt að út á Hellissandi sé algjört hrúta ár hjá Jensínu og Adda og líka hjá Jóa. Það eru svo myndir hér inni.

Jæja bless í bili vona nú að það fari eitthvað að ske hjá mér í nótt emoticon og biðja fyrir því að fá móflekkótt eða móhosótt já maður á að vera jákvæður og hugsa nógu stíft til þess að það gerist er þaggi þá kemur það...
  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar