Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2017 Júlí

31.07.2017 23:26

Heyskapi lokið og rollu rúntur

Heyskapur kláraðist á Laugardaginn þá var rúllað seinasta túninu í Hrísum.
Pæja með lömbin sín undan Flekk.
Gimbrin með svo flottan kraga.
Askur,Kaldnasi og Móri.
Grettir hans Sigga er undan Svört og Máv.
Það er farið að bráðna vel af tindunum á Jöklinum.
Einbúi er veturgamal og er undan Tungu og Ísak.
Frá Sigga Grettir sem er undan Svört og Máv. Glámur er undan Saum. Báðir veturgamlir.
Vígalegur hópur af hrútum.
Mávur.
Drjóli hans Sigga hann er Hæng sonur.
Korri hans Sigga er undan Garra og Svört.
Kaldnasi er veturgamal og ég keypti hann í Hraunhálsi sem lamb hann er undan Magna.
Móri hans Sigga.
Zorró.
Hrútur og gimbur undan Zeldu og Korra.
Við rákum hrútana inn um daginn og skoðuðum á þeim hornin og söguðum þá sem þurfi að saga.
Það er mikið sport hjá krökkunum að koma með og merkja rúllurnar.
Embla listamaður.
Benóný Ísak.
Skvísa með fjórlembingana sina undan Máv en þeir enduðu tveir undir henni.
Gimbur undan Skuggadís og Korra.
Frigg með lömbin sín undan Grettir.
Flottar gimbrar undan Mjallhvíti og Ask.
Hrútur undan Frigg og Gretti.
Svört hans Sigga með þrílembings gimbrina sína undan Máv.
Hrútar frá Sigga undan Skessu.
Frá Sigga.
Frá Sigga undan Skessu.
Gimbrar undan Dóru og Botnleðju sem ganga undir Lukku.
Hrifla með gimbranar sínar.
Gimbur frá Gumma Óla.
Grár hrútur frá Gumma Óla.
Lömb frá Sigga undan Litlu Gul.
Frenja með gimbranar sínar undan Máv.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

29.07.2017 01:24

Heyskapur og rollur

Jæja eftir marga daga í spáar rugli kom loksins að því við fengum góða veðrið til okkar og 
gátum slegið það sem eftir var sem sagt Mávahlíðina, Kötluholt, Hrísar og eitt tún í Tungu.
Það byrjaði þó ekki vel það bilaði stóri traktorinn 
okkar og rúlluvélin stíflaðist svo hrikalega að þeir voru 2 og hálfan tíma að losa stífluna.

Svo eftir 5 tíma verk daginn eftir að gera við traktorinn var byrjað aftur og allt gekk vel
þangað til næsta ógæfa dundi yfir þá bilaði múavélin. Svo aftur varð að stoppa og sækja
aðra gamla rakstravél til að geta haldið áfram daginn eftir. En þetta hafðist þó allta saman
og ég afrekaði það að fara og tætla grasið og meira segja í brekkunni í Mávahlíð en það er þó
varla segjandi manni frá því að traktorinn var bremsulaus og Dísa panikar svo að hún stigur
á kúplinguna og rífur í handbremsuna og ekkert gerist og traktorinn húrrar með mig niður
og ég hélt ég myndi deyja úr hræðslu en fattaði fljótt að stiga af kúplingunni og halda áfram
í handbremsuna og jæks ég lifði þetta af he he en fór þó ekki aftur í brekkuna og sagði ekki
frá þessu fyrr en eftir á he he og fékk svo Sigga til að tætla restina af brekkunni.

Ég er auðvitað ekki sú sjóaðasta í þessum traktor málum og hvað þá á bremsulausum í 
anskotans brekkunum í Mávahlíð emoticon og engin var búnað segja að ég ætti bara lalla í 
gírnum niður en mér fannst það bara of hratt............

Ég fór svo á plastarann og það gekk smá erfiðlega fyrst að hitta á rúllurnar en hafðist og
ég var orðin svo montin að ná þessu og meira segja að geta plastað eina og tekið aðra
upp í leiðinni alveg orðin próf í þessu og ætlaði að reyna vera aðeins fljótari og gaf
aðeins of mikið í og vá þetta svín virkar, flott held áfram en nei þá skaut ég 
rúllunni af he he og ég hló svo mikið að ég alveg hugsaði Nei
ertu að djóka þú ert hálfviti og ætlaði að vera nógu snögg að redda henni upp aftur svo
Emil og Bói myndu ekki sjá hvað ég væri búnað gera he he en nei þeir sáu það og hlógu
bara af mér. Siggi kom svo eftir vinnu og leysti mig af enda skotfljótur og reyndur á honum.
Svo þetta gat gengið hraðara fyrir sig eftir baslið hjá mér emoticon

Ég var svo líka látin raka saman á gömlu rakstrarvélinni og það gekk fínt hjá mér svo ég 
er búnað fá heil mikla reynslu og æfingu á vélunum loksins og það var bara mjög gaman.
Verið að slá inn í Mávahlíð. Bói er hér á græna traktornum.
Emil er svo á bláa.
Jóhanna að snúa. Svo dugleg í brekkunum í Mávahlíðinni.
Bói að slá í Kötluholti.
Verið að rúlla í Mávahlíðinni og veðrið var dýrlegt logn og 17 stiga hiti.
Jóhanna að snú inn í Hrísum.
Íssól með 2 hrúta undan Ísak.
Hestarnir hafa það gott í Tröð hjá Herði. Þetta er Máni hesturinn minn.
Æsa hans Bóa.
Annar hrúturinn hennar Æsu virðist vera miki minni en Æsa er reyndar einspena og það
kom í ljós á sauðburði.
Hinn á móti virkar miklu vænni. Þeir eru undan Ísak.
Elsa með hrút og gimbur undan Zorró.
Hrifla með gimbrar undan Grettir.
Þessi er frá Sigga.
Flottir á litinn hrútarnir hennar Jóhönnu undan Flekk hans Bárðar.
Hérna er Móri hans Sigga veturgamal.
Kaldnasi veturgamall undan Magna.
Zorró og Grettir. Grettir er undan Svört og Máv og er veturgamal.
Askur veturgamal.
Grettir betri mynd af honum.
Drjóli hans Sigga stillti sér svo einstaklega vel upp fyrir mig. Hann er undan Hæng.
Svört hans Sigga var þrílembd í vor en gengur bara með eitt því hún er einspena.
Hér er gimbrin sem gengur undir henni og hún er undan Máv.
Dollý hans Sigga.
Svana með hrútana sína undan Máv.
Hér er svo Skuld dóttir Svönu og Kölska veturgömul með lömbin sín undan Ask.
Siggi að plasta í Mávahlíð.
Við nutum okkar í botn í góða veðrinu sem var á miðvikudaginn alveg logn inn í sveit að 
degi til það gerist ekki oft. Við vorum líka svo heppin að fá að eyða því í Mávahlíð því 
eigendurnir voru ekki viðstaddir svo við vorum aðeins frjálsari.
Krakkarnir að vaða í vaðlinum.
Elska þetta útsýni og já ég veit ég er búnað segja þetta hundrað sinnum en fæ aldrei nóg
af því.
Embla Marína.
Fengum okkur fjallgöngu upp á Hofatjörn sem er fyrir ofan Kötluholt og fórum að veiða 
síli það var alveg yndislegt það var svo hlýtt og gott veður.
Ef vel er að gáð sjáiði sílin það var allt fullt af þeim og þau voru líka svo spök að það var
leikur einn fyrir krakkana að ná þeim.
Á leiðinni til baka.
Á leiðinni niður tekið smá pásu.
Splæst í pizzu í annríki dagsins í heyskap. Það skall svo á þessi svaðalega þoka í endann
á þessum fallega degi.

Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

Heyskapur mun svo væntanlega klárast í dag laugardaginn 29 júlí og þá á bara eftir að 
keyra rúllurnar upp í Tungu.

29.07.2017 00:51

Útilega í Varmaland

Um seinustu helgi gáfumst við upp á að bíða eftir þurrki til að geta farið að heyja og skelltum
okkur í útilegu með hjólhýsið upp í Borgarfjörð. Varmaland varð fyrir valinu og Steinar bróðir
Emils og fjölskylda hans fóru líka með fellhýsi þangað. Freyja og Bói slóust svo líka með í 
hópinn og þetta varð frábær helgi. Við fórum upp í Húsafell á laugardeginum og þar fengum
við aðeins smjörþefinn af veðrinu sem er búið að vera fyrir norðan og austan, 20 stiga hiti
og sól alveg æðislegt. Maður var næstum búnað gleyma að það væri sumar svo leiðinlegt er
veðrið búnað vera hjá okkur. Ekki tók svo betra við fyrir vestan það var stormur á laugardag
og rigning og allt að fjúka um koll inn í bústað hjá Maju systir í Fróðarhreppnum og það er
hásumar júlí hvað er eiginlega að frétta... En jæja það var allvega hárrétt ákvörðun að hætta
skoða spánna og bíða eftir þurrk og skella sér burt frá stigvéla nesinu.
Í Varmalandi Freyja, Benóný og Embla gullin okkar.
Skemmtilegur skógur hjá þeim í Varmalandi.
Og fín leiktæki líka.
Embla í skóginum.
Flottar frænkurnar saman Embla og Birgitta.
Kósý í hjólhýsinu að borða og horfa á mynd.
Upp í Húsafelli á hoppu dýnunni.
Skemmtilegt grjót með gati í Húsafelli.
Benóný að prófa.
Og Freyja líka.
Bói að njóta blíðunnar í Húsafelli.
Freyja líka að njóta veðurblíðunar og fylgjast með börnunum leika sér.
Það bættust svo fleiri barnabörn í hópinn dætur Önnu Dísar Sesselja og Vígdís og það 
var mikil fögnuður hjá þeim að hittast og hér eru þær í skóginum á Varmalandi.
Hér er Birgitta upp í tré það var mjög vinsælt að klifra.
Freyja Naómí.
Alexander töffari mátti ekkert vera að því að horfa í myndavélina he he en náði þessari.
Þessi mynd er alveg æðisleg af þeim.
Fjör á leikvellinum í Húsafelli.

Jæja það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

21.07.2017 00:15

Rollu rúntur

Jæja þá er ég loksins að komast á skrið og náði að fara smá rúnt í dag og ná myndum af
lömbunum. Fór meira segja tvisvar í dag á rúntinn fyrst um daginn og svo aftur um kvöldið
svo ég myndi nú örugglega ná í eitthvað myndefni.

Við erum svo bara að mygla á því að bíða eftir þurrki svo við getum klárað að heyja það sem
er eftir sem sagt smá í Tungu og svo Kötluholt og Mávahlíð. En veðrið er ekki búið að vera
gott hjá okkur það er bara endalaus rigning í kortunum og svo spáir hann þurrk en breytir
svo daginn eftir svo það er ekkert hægt að stóla á spána en ég ætla bara vera bjartsýn og
segja það kemur þurrkur og við ætlum að klára að heyja núna um helgina og hana nú emoticon

Svo reynum við að skella okkur í frábæra útilegur eftir það og fara norður með Benóný í
drauma rennibrautirnar á Akureyri sem hann er búnað bíða efitr að sjá síðan hann vissi að
þær áttu að fara í framkvæmdir.

Nál með hrútana sína undan Zorró.
Röst hans Sigga með hrútana sína undan Máv.
Álft með hrút og gimbur undan Máv.
Lukka með fóstur gimbranar sínar ein þrílembingur undan Dóru og hin þrílembingur
undan Botnleðju.
Ása með fóstur gimbur frá Svört hans Sigga og svo hrútinn sinn undan Máv.
Ljósbrá með alhvita gimbur undan Máv og hin er fósturlamb frá Fíónu og Malla sæðishrút
Hyrna með hrútana sina undan Grettir hans Sigga.
Urður gemlingur með hrút undan Bekra sæðishrút.
Vofa með lömbin sín undan Máv.
Freyja að leita af berjum meðan mamman tekur rollu myndir.
Embla stappar í pollunum á meðan.
Benóný ætlar að fara í fjallgöngu.
Við kíktum svo í kvöld kaffi til Sigrúnar upp í bústað.
Krakkarnir skelltu sér í fjallgöngu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

Takk fyrir í bili vonandi sé ég fleiri kindur á næsta rúnti.

20.07.2017 01:32

Ólafsvíkurvaka,útilega og heyskapur

Það var vel skreytt hjá okkur á Ólafsvíkurvökunni og tók gula hverfið virkan þátt í að
hópast saman og skreyta.
Húsið okkar.
Þessi vaktil mikla athygli hjá okkur.
Götugrillið
Birgitta og Embla flottar frænkur.
Öll hverfin mætt í Sjómannagarðinn.
Flott fjölskylda Steinar bróðir Emils, Unnur og börnin þeirra Alexander Ísar og Birgitta
Emý og svo eitt kríli í maganum sem er væntanlegt í september.
Við unnum best skreytta hverfið.
Daníel og Karítas svo sæt.
Þessi gengur alltaf og hrekkur í gang.
Siggi búnað slá og er að snúa.
Verið að heyja inn í Tungu í byrjun júlí.
Undan Eik og Móra.
Undan Flekk frá Bárði og Hrímu hennar Jóhönnu þrílembingar.
Dúfa hennar Jóhönnu með hrútana sína.
Míranda með lömbin sín.
Byrjað að slá í Fögruhlíð.
Verið að rúlla inn í Tungu.
Göngutúr upp í Dal fyrir ofan Krókabrekkuna.
Mjög fallegt þar.
Æðislegt veður sem við fengum.
Embla Marína.
Freyja Naómí.
Keyptum okkur koju hjólhýsi í júní og hér erum við á Hvammstanga í fyrstu alvöru
útilegunni.
Stuð hjá krökkunum að horfa á mynd í rigningunni.
Benóný alveg að fíla að vera í útilegu. Það var farið í sund á Hvammstanga og Blöndósi.
Hann og Hrannar vinur hans voru alveg óstöðvandi í rennibrautunum.
Embla að hafa það kósý.
Verið að flétta Bændablaðinu hverju öðru he he.
Búið að grilla og kósý. Við áttum æðislega helgi með frábæru fólki í útilegu. Það var 
rosalega gaman krökkunum fannst þetta æði og náðu svo vel saman við krakkana hjá
vinafólki okkar og svo spiluðum við á kvöldin og spjölluðum. Svo við bíðum spennt 
eftir að geta klárað að heyja og leggja svo aftur af stað í útilegu.

Jæja þá er þessu upprifjunar bloggi lokið og næst á dagskrá verður rollu rúnturinn en hann
fer að hefjast fljótlega eftir að þessari rigningu fer að ljúka.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.


20.07.2017 01:20

Meiri sauðburður

Salka fékk með Ask sem er golsóttur og hún kom með golsubíldótt og botnuflekkótt.
Askur er reyndar golsubotnóttur og þess vegna kemur þessi litaflóra hjá honum.
Féið hefur það gott í túninu hjá Sigga áður en því er alveg sleppt út.
Snædrottning gemlingur með risa hrútinn sinn sem tók mig dágóðan tíma að ná út.
Jökullinn í nærsýn.
Næla með sæðinga undan Burkna.
Eldibrandur hans Sigga.

Það eru svo fleiri myndir af þessum kafla hér inn í albúmi.

20.07.2017 01:03

Sauðburður hálnaður

Golsótt á golsótt hefði maður haldið að væri garenterað golsótt en nei fékk bara bíldugolsótt.
Hrútar frá Jóhönnu undan Dúfu og Kaldnasa kollóttir.
Ein nýborin
Sérstakur þessi hann er eins og hann sé golsukolóttur. Þetta eru tveir hrútar undan Tinna 
sæðishrút.
Frenja með vænar gimbrar undan Máv.
Sérstakur litur á gimbur hjá Sigga
Hjá Sigga flekkótt.
Grána hans Sigga með lömb held ég undan Bekra sæðishrút.
Botnleðja með þrílembinga undan Zorró.
Verið að klaufsnyrta.
Rjúpa með lömbin sín undan Vin sæðishrút. Þau báru af hvað þau voru þykk og flott.

Það eru svo fleiri myndir af þessum hluta hér inn í albúmi.



20.07.2017 00:47

Sauðburðar myndir 2017

Anna með sæðinga undan Burkna.
Mikið stuð í hlöðunni hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum.
Með heimaling hjá Bárði.
Embla og Messý.
Magga Lóa með tvær gimbrar undan Ask.
Börnin okkar Benóný Ísak , Freyja Naómí og Embla Marína.
Falleg gimbur undan Móheiði og Kaldnasa.
Falleg gimbur undan Möggu Lóu.
Hin á móti.
Hin gimbrin hennar Móheiðar.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

20.07.2017 00:39

Gamlar vetra myndir frá apríl

Snæfellsjökull alltaf jafn fallegur mér leiðst aldrei að mynda hann frá þessu sjónarhorni frá
Mávahlíð.
Verið að renna sér í Fögruhlíð.
Svaka stuð í brekkunni hjá Bústaðnum hans Snorra.
Við hjónin á leið á Þorrablótið.

Það kemur svona smátt og smátt gamalt efni þvi talvan hrundi hjá mér en snillingurinn hann 
Steinar bróðir Emils tókst að redda þessu öllu fyrir mig og ná öllum myndunum.

  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar