Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2019 Maí

31.05.2019 23:01

Bekkurinn hans Benónýs kemur í fjárhúsin og meiri sauðburður

Bekkurinn hans Benónýs kom í heimsókn í fjárhúsin um daginn með rútu.
Það var mikið stuð og þau skemmtu sér vel og það var mjög gaman að fá þau.
Það dundi yfir okkur óheppni í burði seinni hlutann af sauðburðinum þá kvíðslitnuðu
tvær kindur á nánast sama tíma og það veturgamlar ær sú fyrri var Ronja sem er hér og
við bundum hana upp með efni svo lömbin gætu komist betur að spenunum.
Og hér er hin hún Glóð og ekki var það á bætandi að þær skyldu báðar vera af mórauða
stofninum mínum. Þessi blummar sig vel og lömbin dafna vel hjá henni en hin
hún Ronja mjólkar aðeins einu lambi svo við vöndum undan henni.
Terta gemlingur bar fyrsta lambinu undan Jökul Frosta sem er Berg sonur.
Hér er það gimbur.
Hér er Gersemi að fara út með lömbin  sín golsóttan hrút og botnótta gimbur undan Ask.
Bræla með hrút og gimbur undan Gretti Máv syni frá Sigga.
Jökulrós með lömbin sín undan Kaldnasa.
Kastalinn er á fullu í byggingu.
Hér er hann kominn á réttan stað og aðeins eftir að setja rólurnar upp.
Krakkarnir eru alveg í skýjunum með þetta.
Hér eru frændurnir saman Benóný og Bjarki Steinn.
Sólhúsið er allt í vinnslu líka hjá Bóa og Freyju en það hefur aðeins verið á hakanum út
af Kastalanum.

Af sauðburðinum að segja þá er aðeins búið að vera bras það var gemlingur að bera sem
var búnað vera svo lengi og engin útvíkkun að ráði og svo kom í ljós að það var á bakinu
lambið og komst þar af leiðandi ekki upp í grind og þegar það náðist að koma því rétt var
það dautt naflastrengurinn hefur slitnað en hún fékk í staðinn annað lambið frá þeirri
kviðslitnu henni Ronju.

Annar gemlingur bar svakalega sveru lambi sem voru mikil átök að ná úr og náðist það
lifandi, og með því að blása það með hárþurrku komst það á lappir en náði þó aldrei að 
sjúga almennilega og við gáfum því pela og mjólkuðum gemlinginn en það lamb dó svo
eftir tvo daga það hefur örugglega eitthvað kramist innvortis við þessa erfiðu fæðingu.

Svo það er búið að ganga svona leiðinlega í restina. Siggi er búnað fá 4 auka lömb það voru
tvær ær sónaðar með 2 og komu með 3 og tvær sónaðar með 1 og komu með 2.

Ég fékk tvö aukalömb ein var sónuð með 1 og kom með 2 og ein var sónuð með 2 en
kom með 3.

Eitt lamb fótbrotnaði hjá mér og við settum á það spelku og er það búnað vera með 
spelkuna í 2 vikur á sunnudaginn þá ætlum við að prófa taka af því og sjá hvernig það er.

Það eru 3 eftir að bera hjá mér tvær sem verða 5 og 8 júní og einn gemlingur sem ég veit
ekki alveg hundrað prósent hvenær hann ber. Hjá Sigga er ein eftir sem fer að bera bara
núna í nótt eða á morgun og þá er sauðburður búinn hjá honum.

Sauðburðurinn hjá Sigga hefur gengið eins og í sögu fengið aukalömb og frjósemi og 
hann hefur ekki misst eitt einasta lamb og ekkert komið dautt.

Jæja læt þetta duga að sinni kem svo með endalegar tölur og myndir í næsta bloggi.

Hér eru svo myndir af þessu í albúmi.

31.05.2019 22:20

Skvísa ber fjórlembingunum og fleira í maí.

Skvísa bar fjórlembingunum sínum 19 maí og bar öllu alveg sjálf og það voru 4 hrútar
og eru undan Korra Garra syni frá Sigga. Skvísa var þrílembd í fyrra og fjórlembd þar áður.
Hér eru þrjú af þeim og eru þetta vænustu lömb hjá henni og öll svo jöfn.
Skrýtla er hálf systir Skvísu og hún er hér þrílembd með tvær gimbrar og einn hrút undan
Víking frá Bárði. Hún bar líka 19 maí. Víkingur á ættir að rekja í Kára sæðingarstöðvarhrút.
Hér er verið að sleppa út Ljósbrá sem er með hrút undan Hlúnk Máv syni hans Sigga og 
svo er búið að venja undir hana einn hrút fjórlembing frá Skvísu.
Bomba með lömbin sín undan Gosa Bjart syni frá Gumma Óla.
Ísól með lömbin sín undan Svarta Sambó hans Óttars.
Blíða gemlingur með gimbrina sína sem er tvílembingur undan Zesari en gengur ein 
undir hin var vanin undir Snót.
Brúða gemlingur með lömbin sín undan Borkó sæðishrút. Þau ganga tvö undir.
Klara gemlingur gengur með sín tvö undan Svarta Pétri hans Óttars og Von gemlingur
gengur líka með sín tvö undan Kaldnasa.
Hér fer Skvísa út með fjórlembingana en þeir ganga þrír undir.
Skvísa.
Skrýtla með þrílembingana sína undan Víking.
Flottir litir hjá henni.
Ljósbrá með fjórlembingin hennar Skvísu og sinn hrút undan Hlúnk.
Það eru svo fleiri myndir af þessum hluta hér inn í albúmi.

31.05.2019 21:22

Sauðburður í hámarki 15-23 maí

Sauðburður hefur gengið vel og hér er Embla að klappa sæðingarhrút undan Kraft sem
er alveg einstaklega spakur og eru eiginlega bara öll lömbin gæf ef maður gefur sig að þeim.
Gott að kúra saman.
Margar útgáfur af litum hér er móflekkóttur og móhosóttur hrútur og móhöttótt gimbur.
Freyja að klappa hrútnum hennar Vaíönnu.
Skrautlegir hrútar tvílembingar undan gemlingum.
Þrílembingar undan Eik og Ask.
Hér eru flottir litir þessi með hvíta vaffið fremri er tvílembingur undan gemling sem var
vanin undir. Hann er undan Botna hans Óttars.
Krökkunum finnst voða gaman að koma í fjárhúsin núna.
Vaíanna komin út með hrútinn sinn og annan sem var vaninn undir hana og er tvílembingur
undan Óskadís gemling og Zesari.
Eik með þrílembingana sína en þeir ganga tveir undir.
Mamma átti afmæli þann 18 maí og varð 69 ára. Hér er hún með ömmu stelpurnar sínar.
Héla hans Sigga með hrút frá Randalín gemling sem var vaninn undir hana og svo 
gimbrina sína undan Ask.
Anna með flottar gimbrar undan Korra Garra syni frá Sigga.
Emil og Siggi að klaufsnyrta lambhrútana áður en þeim var hleypt út.
Það varð nú ekki mikill galsi í þeim og ég fékk engar myndir af slagsmálum.
Hrifla með hrútinn sinn undan Ask og hrút undan Tölu sem var vaninn undir hana því
hún fæddi nýdána gimbur sem hafði drepist fyrir nokkrum dögum.
Snælda með hrút undan Einbúa sem er Ísak sonur frá mér og Bárði.
Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Stjóra.
Harpa gemlingur með hrútinn sinn undan Zesari.
Gemsarnir glaðir að komast út hér er Randalín og Poppý.
Fallegur hrúturinn hennar Óskadísar gemlings og Zesars.
Hann er tvílembingur en gengur einn undir.
Undan Poppý og Zesari.
Hrútur undan Randalín gemling og Botna hans Óttars tvílembingur en gengur einn undir.
Svala gemlingur með gimbur undan Stjóra.
Hrúturinn hennar Poppý gemlings og Zesars. Zesar er undan Tinna hans Gumma sem er 
undan Dreka sæðis hrút. Ég er mjög spennt að sjá hvernig lömbin hans Zesars koma út.
Randalín gemlingur með hrútinn sinn undan Botna Óttars.
Dröfn með gimbrina sína unda Gosa frá Gumma Óla sem er undan Bjart sæðishrút.
Þessi gimbur virkar rosalega sver og falleg.
Hlussa 17-005 með lömbin sín undan Hlúnk Máv syni frá Sigga.
Sprengja 17-003 með lömbin sín undan Botna Óttars.
Magga Lóa með lömbin sín svarthosótta gimbur og móflekkóttan hrút.
Þau eru undan Zesari.
Botnleðja með hrút og gimbur undan Ask.
Svakalega þykkur hrútur undan Rósu og Kaldnasa.
Hann er kollóttur.
Gurra með lömbin sín undan Grettir Máv syni frá Sigga.
Kolfinna með gimbranar sínar undan Máv sæðishrút.
Hexía með gimbrar undan Víking frá Bárði og Dóru.
Dúfa hennar Jóhönnu með hrút og gimbur undan Kaldnasa.
Hrafna með hrútana sína undan Kaldnasa.
Tala með hrútinn sinn undan Kraft sæðishrút.
Þessi fyrri hluti af sauðburði gekk afburðarvel og svo flott að geta sett allt út fljótlega því
nóg er grasið allsstaðar.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum hluta.



26.05.2019 22:23

Fjölskyldan stækkar og stúlka er væntanleg í september

Það er komið að því að afhjúpa leyndarmálið okkar að ég framfylgi sauðburðinum fram
í september en þá eigum við von á okkar 4 barni og er ég komin rétt yfir 5 mánuði.

Já sem sauðfjárbóndi er þetta afleidd tímasettning ég er búnað þurfa fara mjög varlega
á sauðburðinum og vera með hanska og grímu ef ég þyrfti að veita burðarhjálp.
Best að hafa allt öryggi í lagi því maður tryggir það ekki eftir á. Ég veit ég er alveg 
hrikaleg með þessa grímu og ég var alveg í hláturskasti þegar Emil kom með hana.
Við ákváðum fyrst þetta er seinasta skiptið að fá að kíkja í pakkann og vita kynið.
Við fengum aldrei að vita kynið með hin börnin. Hér eru börnin okkar að deyja úr 
spenningi að fá að sprengja blöðruna og sjá hvort það er stelpa eða strákur.
Það kom svo í ljós að við eigum von á þriðju stelpunni og Benóný okkar var ekki
sáttur við fréttirnar honum langði svo í bróðir og hélt að það væri alveg hundrað prósent
að það væri strákur svo það tók smá tíma fyrir hann að melta að það væri stelpa.
Stelpurnar hins vegar voru mjög glaðar með það eins og við öll.
Nóg um að vera í sveitinni hjá Freyju og Bóa þar eru komnir hænu ungar.
Hér er Freyja með einn.
Benóný með tvo.
Og enn bætist við held þeir séu orðnir 18. Hér er Embla.
Hér er súpan af ungum.
Hér er krefjandi verkefni í byggingu í sveitinni hjá Freyju og Bóa Costco kastalli.
Emil ,Bói og Jóhann að setja saman.
Þetta er allt að koma hjá þeim.
Krakkarnir alsælir búnað koma rennibrautinni fyrir í brekkunni á meðan
byggingin stendur yfir.
Eyrún frænka Emils dóttir Jóhanns bróðir hans og Þórhöllu útskrifaðist á laugardaginn.

Jæja læt þetta duga að sinni það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.

15.05.2019 23:26

Hrútunum sleppt á tún,Leikskólinn kemur í heimsókn og fleira

Það var stuð á hrútunum þegar þeim var hleypt út á tún.
Alveg í loftköstum.
Hér eru Embla og Freyja að passa lamb meðan annað er vanið undir kindina sem átti 
þetta lamb. Lambið sem var vanið undir var baðað upp úr volgu vatni og svo dregið
þetta lamb úr kindinni og tekið frá og makað því saman við hitt og kindinni svo rétt lambið
sem venja á undir hana og þetta geymt á meðan hún karar hitt.
Krakkarnir með Hörpu gemling sem er svo góð og lambið hennar jafnt gæft líka.
Á hrútsbaki á Kaldnasa sem er alveg einstaklega gæfur hrútur undan Magna sæðishrút.
Hér er hún Rósa hennar Emblu að fara bera.
Embla fékk að draga úr henni en fékk smá aðstoð frá Sigga því það reyndist vera svo
stórt og erfitt að draga það úr.
Það gekk svo mjög vel og hér er Embla svo stolt með lambið sitt.
Það var móbíldóttur hrútur undan Kaldnasa og hér er Embla búnað spreyja á hann
sótthreinsandi á naflastrenginn.
Þessi er tvílembingur undan gemling og Zesari og er hrútur.
Hinn hrúturinn á móti honum en hann var vaninn undir aðra kind.
Siggi að gefa hrútunum ormalyf áður en þeir fara út á tún.
Benóný að knúsa Kaldnasa sinn.
Gimbrar undan Korra og Önnu.
Freyja og Bói eru að smíða sólhús og það skot gengur hjá þeim.
Fengum óvænta heimsókn á sunnudaginn. Alex,Aníta,Birgitta og Kamilla komu
að kíkja á lömbin.
Þessi er svaka boli og er einlembingur undan Bifröst og Korra.
Freydís og Hanna komu með stelpunum um daginn að kíkja á lömbin.
Leikskólinn Krilakot kom svo í heimsókn til okkar núna í dag í grenjandi rigningu og roki
en það reddaðist að það var gott skjól við hlöðuna þar sem þau komu inn.

Það var mjög gaman að fá þau ég var nefnilega að vinna á leikskólanum fyrir sauðburð og
var alltaf búin að vinna klukkan 12 og þá vissu þau að ég væri að fara gefa kindunum svo
það var gaman fyrir þau að sjá loksins hvar kindurnar mínar væru og hvernig þetta væri.

Hér erum við Siggi svo með þessum flotta hóp af frábærum krökkum af elstu og mið
deildinni á leikskólanum.
Flottar vinkonur Freydís,Embla og Hanna að fara syngja á vortónleikum í kirkjunni hjá
skólakór Snæfellsbæjar.
Flottur hópur og rosalega gaman að sjá og hlusta á þau undir stjórn Veronicu.

Jæja sauðburður gengur vel og 37 bornar.

Hef misst eitt lamb á sauðburði sem var þrílembingur og kom á afturfótum og hefur
fengið einhverja eitrun því það komst aldrein almennilega til að vera hresst en lifði þó í 
3 daga.
2 hafa fæðst dauð fyrir sirka 2 dögum eitt var tvílembingur og hitt á móti lifði og hitt var
gemlingslamb.
Einn kind tók þó upp á því að vilja ekki seinna lambið sem hún bar og hún gerði þetta líka í 
fyrra alveg einkennilegt en við vöndum það bara undan henni og hún fær að vera með
þetta sem hún vildi því ég nennti ekki að strögla við hana því ég veit hversu þrjósk hún er
því hún var líka svona í fyrra og tók því aldrei almennilega en fór þó með þau bæði á fjall
en um haustið var lambið sem hún vildi ekki mun slakara en hitt og það hefur auðvitað
verið þvi það hefur ekki fengið eins mikla mjólk og hitt því hún vildi það ekki.

Jæja látum þetta duga í bili og það eru fullt af myndum af þessu öllu saman hér inn í

09.05.2019 22:44

Sauðburður heldur áfram og gengur vel

Freyja með þrílembinginn sem var  vaninn undir Sól.
Sauðburður gengur mjög vel og það eru 19 bornar.
Snúlla hennar Jóhönnu með gimbrar undan Svan.
Harpa gemlingur með móbottnóttan hrút undan Zesari.
Embla með lambið hennar Snúllu.
Anna með lömbin sín undan Korra. Korri er Garra sonur frá Sigga.
Brussa með lömbin sín undan Ask.
Fönn hans Sigga með lömbin sín undan Hlúnk.
Hlussa með tvo hrúta undan Hlúnk. Hlúnkur er veturgamall Máv sonur frá Sigga.
Poppy gemlingur með móhosóttan hrút undan Zesari.
Svala gemlingur með gimbur undan Stjóra. Stjóri er undan Gretti Máv syni frá Sigga.
Zelda með þrílembinga undan Stjóra tvo hrúta og eina gimbur.
Óskadis gemlingur er með tvo móflekkótta hrúta undan Zesari.
Randalín er með tvo hrúta undan Botna hans Óttars. Já þessi mislitu flottu eru allt 
hrútar eins og þið sjáið.
Fíóna með tvo hrúta undan Ask.
Undan Botnleðju og Ask hrútur og gimbur.
Fíónu hrútur undan Ask.
Gimbur og hrútur undan Vofu og Svan Máv syni.
Tvilembingur undan Óskadís og Zesari.
Hrútur og gimbur undan Gurru og Gretti.
Hrútur undan Snældu og Einbúa. Einbúi er undan Ísak.
Embla með gimbrina hennar Vofu.

Jæja þá er allavega komið smá sýnishorn af lömbunum sem eru komin og nú er best
að fara leggja sig fyrir næstu vakt.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

05.05.2019 22:26

Sauðburður hafinn 2019

Eik byrjaði sauðburðinn í dag og var búnað bera alveg sjálf 3 lömbum í morgun þegar Siggi
kom upp í fjárhús.
Það var svartbotnótt gimbur og svartbotnóttur hrútur og golsóttur hrútur undan Ask.
Askur er Kaldasonur frá okkur.
Gyða Sól veturgömul var einnig borin öðru lambinu þegar Siggi kom að Eik 
og seinna lambið kom á afturfótunum og Siggi aðstoðaði hana. 
Þetta eru hrútur og gimbur undan Svan.
Svanur er Máv sonur frá okkur.
Sól átti tal 8 maí en bar í dag þykkri gimbur sem er undan Fáfni sæðishrút og var hún
bara með eitt og við náðum að skella golsótta hrútnum frá Eik undir hana svo það var
frábært að hún skildi bera strax svo hægt væri að létta strax á Eik.
Við klipptum svo klaufar á þessum sem voru geldar en það er ein rolla frá mér og ein frá
Jóhönnu og svo þessir tveir gemlingar. Það kom svo skemmtilega á óvart að það áttu að
vera 3 gemlingar í viðbót geldir sem voru sónaðir með 0 en þeir eru allir með lambi og 
komið undir þá svo Jökull Frosti sem ég hélt að ég fengi ekkert lamb undan hefur náð
að lemba þessa þrjá gemlinga í restina. Jökull Frosti er Bergssonur og undan Dröfn sem
er mamma Mávs á sæðingarstöðinni og ég var búnað binda svo miklar vonir við hann en
eins og ég var búnað segja áður í bloggi gat ég ekki notað hann því hann meiddist á 
fæti og fékk sýkingu og hita en eftir að hann var meðhöndlaður og lagaðist setti ég hann
í gemlingana bara til að tékka hvort hann myndi ná að virka og gaf upp alla von um að hann
hafi verið með virkt sæði fyrst það var sónað tómt í þeim en þeir hafa þá greinilega fengið
en bara það seint að það náðist ekki að greina það í sónarinum. 

Svo þetta var æðislega
skemmtilegur bónus bæði að fá lömb og þá sérstaklega undan honum en þau eru 
auðvitað ekki komin en ég er jákvæð og bíð spennt hvað kemur.

Jæja þetta fer svo allt að hrökkva í gang hjá okkur með látum það eru um 15 kindur sem
geta farið að bera í nótt og morgun svo ég ákvað að skella allavega hér inn byrjuninni
áður en ég hef engan tíma til setja inn.

03.05.2019 22:01

Fyrsta veiðin og vitjað um í Klettakoti.

Freyja með fyrstu bleikju sumarsins einnig fengum við líka sjóbirting en
slepptum honum því Benóný fannst hann svo flottur að hann mætti ekki deyja.

Benóný að veiða.

Embla að veiða.

Veiddum einn sjóbirting næsta dag líka.

Embla tók mynd af honum.

Lagt af stað með afa Bóa að vitja um netið.

Flottur hópur Bjarki Steinn,Freyja,Embla og Benóný.

Allir spenntir hvað kemur.

Það var yndislegt veður.

Jæja spenningurinn í hámarki .

Aflinn  var ekki alveg eins og vonast var he he 20 stykki af ósaflúru og ein bleikja.

En krakkarnir voru í skýjunum með þetta.

Benóný og Embla orðin svo spennt að bíða eftir sauðburðinum en fyrstu eiga tal 6 maí.

Fórum í Húsafell um daginn og allir hittust í pottapartý.

Fleiri myndir frá Tenerife sem við keyptum í görðum.

Embla.

Þetta var rosalega gaman fyrir Emblu að fá að faðma og leika við höfrung.

Benóný að leika.

Embla að leika við tvo.

Freyja að leika við þá með bolta.

Embla.

Freyja Naómí.

Við fjölskyldan í Síam Park.

Jæja nú er bara spennan að bíða eftir að sauðburður hefjist.

Það eru fleiri myndir af páskunum og veiðinni hér inn í albúmi.

03.05.2019 21:47

Páskar 2019

Nývöknuð á páskadags morgun og búnað finna eggin sín.

Páskakaffi hjá mömmu.

Mamma bauð okkur í kaffi á páskadag.

Maggi bróðir og Erla kíktu vestur í heimsókn yfir páskana.

Embla með ömmu Huldu og ömmu Freyju.

Gullmolarnir okkar á páskadag.

Við sprautuðum seinni sprautuna í kindurnar annan í páskum.

02.05.2019 15:42

Tenerife ferð apríl 2019

Við fjölskyldan skelltum okkur í byrjun apríl til Tenerife og það var æðisleg ferð og mikið gert.
Benóný hafði langþráðan draum að fara í sundlaugargarðinn Siam Park og var sá draumur
að veruleika og það var yndislegt að fá að upplifa hann með honum. Við fórum einnig í 
Aqualand sem er annar vatnsleikjagarður og þar fengu krakkarnir svakalega upplifun að vera
með höfrungum og leika við þá. Við gerðum margt skemmtilegt með góðum vinahóp af 
kunningjum okkar sem voru líka á Tenerife. Það var farið í þrenn skonar dýragarða en engin
var þó eins og stóð þar efst upp úr Loro Parque sem er svakalega stór og flottur dýragarður.
Þar var einstök háhyrninga sýning og var það geggjað bara að fá að sjá þá svona í návígi.
Við vorum á fremsta bekk og var boðið poka en tókum ekki veskið með okkur svo við bara
nei nei þetta hlýtur að vera í lagi en svo hófst sýningin og háhyrningurinn kom ósköp 
sakleysislega til okkar og sneri sér svo við og gusaði yfir okkur með sporðinum og við vorum
gersamlega á floti það lak úr okkur he he og Freyja mín var svo hrædd og blaut að hún fór
að hágrenja greyjið.
Við vorum á Amerísku ströndinni á hótelinu Parque Santiago 4 í sömu íbúð og við vorum 
seinast fyrir ofan matvörubúðina og hún er alveg æðisleg jafn stór að utan sem innan og
hægt að vera í sólbaði á svölunum þar voru bekkir fyrir okkur öll.
Það var frekar kalt fyrstu dagana hjá okkur en svo varð hlýtt og gott og við vorum ekkert 
tilbúin að koma heim í rigninguna og rokið. En jæja ætla núna bara láta myndirnar tala 
sínu máli.

Hérna er Freyja með naggrís í Monkey Park

Og hér er Benóný.

Og Embla með naggrís líka þetta var voða spennandi fyrir þau.

Freyja aftur með naggrís.

Freyja í gokart.

Benóný í gokart.

Í sundlaugargarðinum.

Benóný alsæll í rennibrautunum á hótelinu sem við vorum á.

Meistarinn sjálfur mættur í langþráða drauminn Siam Park.

Það var mikið stuð á strákunum í rennibrautunum.

Benóný og Aron við Sincha rennibrautina en hún stóð upp úr hjá Benóný og var 
skemmtilegust.

Hér kemur Benóný niður með Emma og Bergrúni og fannst þetta alveg æði.

Svalirnar hjá okkur náðu allan hringinn um íbúðina.

Freyja og Bergrún.

Benóný fyrir utan leiksvæðið í Síam Park og var pínu kalt þegar sólin hvarf.

Í Tívoli sem við fórum með Olafvíu og Arnóri og krökkunum.

Við fórum öll saman í Jungle Park sem sagt við og Eva,Emmi og krakkarnir og Ólafvía,
Arnór og krakkarnir. Það var rosa stuð.

Benóný og Magnús í Aqualandi.

Það voru rosalega flottar rennibrautirnar.

Magnús fór í þessa sem var eins og klósettskál og sturtað niður og Benóný langði svo
geggjað mikið í hana en þorði því ekki því hann hélt að hann gæti ekki synt frá henni.

Benóný fór í þessar báðar.

Hann fór í þessar líka.

Í Loro Parque á sæljóna sýningu.

Benóný,Freyja,Eyrún,Embla og Bergrún.

Á háhyrninga sýningunni.

Svaka fjör.

Stelpurnar fengu svo flotta málingu.

Emil og Arnór skelltu sér á túnfisk veiðar en því miður fengu þeir engan túnfisk en sáu þá.

Svo flottur hópur Aron,Magnús,Embla,Benóný og Freyja.

Benóný var mjög erfiður að borða úti og hér var tilraun til að láta hann borða pizzu botn og
hann borðaði hann.

Í mínigólf.

Benóný og Freyja í minigolf.

Freyja og Embla

Við fjölskyldan skelltum okkur í fiska spa rosa gaman.

Flottu gullin okkar.

Freyja Naómí.

Fórum út að borða saman með Evu og Emma á Hard Rock.

Á leiðinni í dýragarðinn.

Á leiðinni í hótel garðinn.

Mörgæsa landið í Loro.

Freyja Naómí.

Embla Marína.

Benóný Ísak.

Gaman í rennibrautunum.

Benóný.

Þessi var tekin í flugvélinni á leiðinni út allir rosa spenntir.  Jæja þá er ég búnað skella
þessu helsta inn og svo er fullt af myndum inn í albúmi af ferðinni.


  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar