Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 September

25.09.2020 13:51

Stigun 21 sept 2020

Stigun fór fram mánudaginn 21 sept og það var Árni Brynjar Bragason sem kom og 
skoðaði Torfi átti að vera með honum en hann var frá vegna veikinda svo þetta var langur dagur hjá Árna. Hér eru þeir meðvitaðir um ástandið sem er í samfélaginu í dag halda bilinu
og vera með grímu það einkennir nú árið 2020.

Við vigtuðum á sunnudeginum 20 sept og var meðalvigtin minni en hún var í fyrra hún var
45 kg af 133 lömbum núna en í fyrra var 46,2 kg af 125 lömbum svo það munar 1,2 kg á árinu núna og í fyrra.

Hér eru Siggi í Tungu og Emil og við fengum svo góða hjálp frá Kristinn að vigta lömbin.

Stigunin gekk vel og vorum við bara mjög sátt við útkomuna og komu kollóttu kindurnar 
stóðu sig mjög vel og komu með afbragðs lömb.

Það voru 53 hrútar stigaðir

1 með 89,5 stig
1 með 88,5 stig
5 með 88    stig
8 með 87,5 stig
2 með 87    stig
6 með 86,5 stig
4 með 86    stig
6 með 85,5 stig
4 með 85    stig
8 með 84,5 stig
3 með 84    stig
2 með 83,5 stig
1 með 83    stig
2 með 82,5 stig

meðaltal er 85,9 stig.

Læri hjá hrútunum voru 18 að meðaltali og hljóðaði svona

4  með 19
10 með 18,5
21 með 18
15 með 17,5
3 með 17

Ómvöðvi var að meðaltali 31,5

1 með 39
7 með 34
7 með 33
9 með 32
12 með 31
11 með 30 
5 með 29
1 með 28

Bak hjá hrútunum var að meðaltali 9

1 með 10
6 með 9,5
39 með 9
8 með 8,5

Lag að meðaltali var 4,3

Fita að meðaltali var 3,2

Malir að meðaltali 8,8

Gimbrar voru 55

42 voru með 30 í ómvöðva og yfir hæðst 40 meðaltal ómvöðvar er 31,4

Frampartur 

1 með 9,5
35 með 9
18 með 8,5
1 með 8
meðaltal framparts er 8,8

Læri

1 með 19,5
5 með 19
14 með 18,5
17 með 18
17 með 17,5
1 með 17
meðaltal læra er 18,1

Lögun meðaltal er 4,3

Fita meðaltal 3.5


Hér er ein gimbur undan Kviku og Vask sem við erum að pæla í að setja á hún er 43 kg 

33 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 108 fótl 9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Hrútur undan Bombu og Vask. Hann er 89,5 stig tvílembingur.
50 kg 39 ómv 2,1 ómf 5 lag 104 fótl
Settur á hjá okkur
8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.

Finnst þessi svo fallegur hann er undan Brussu og Mosa hans Gumma Óla. Hann er 
seldur þessi. Hann er 87,5 stig og 52 kg.

Þessi er undan Ask og Snædrottningu hann er tvílembingur 48 kg
34 ómv 2,7 ómf 5 lag 109 fótl
Settur á hjá okkur
8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.


Bróðir hans á móti er 48 kg og með 34 ómv 3,8 ómf 4 lag 104 fótl.
Hann er seldur.
8 9 9 9 9 19 8 8 9 alls 88 stig.


Þessi gimbur verður sett á og er þrílembingur undan Djásn og Bolta.
Hún er 50 kg gengu tvær undir og er með 40 ómv 2,9 ómf 5 lag 109 fótl 9,5 framp 19.5 læri
8,5 ull 8,5 samræmi. Hún verður sett á. Systur hennar á móti voru önnur með 34 ómv og hin
var með 38 ómv og báðar 18,5 í læri svo þetta eru alveg hörku systur. Bolti er undan 
Víking frá Bárði og Dóru og kind hjá mér sem heitir Hosa og er undan Topp frá okkur.
Kristinn Bæjarstjóri er eigandi af Bolta.

Stelpurnar völdu auðvitað þessa en hún er undan Möggu Lóu hennar Freyju og er 
mógolsubíldótt. Hún er 42 kg 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 113 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull
og 8 samræmi.

Embla er búnað spekja gimbranar og við erum alveg í vandræðum því þær vilja setja 
allar spakar gimbrar á. En við ætlum að reyna setja ekki mikið á því við ætlum að fækka
kindunum í haust. 

Fyrst var ég að íhuga að hætta með kindurnar því þetta var orðin svo
rosalega mikil vinna og Emil er lítið heima yfir þessa háanna tíma og þá hef ég þurft að 
treysta mikið á aðra og það er stundum erfitt að vera alltaf háður því að vera alltaf að 
kvabba á fólki til að aðstoða sig, svo er mikil vinna hjá mér heima með 4 börn og allt 
sem því fylgir. En kindurnar eru mér svo mikils virði að ég get varla hugsað hver ég er
án kindanna og þær eru minn heilunar tími út frá heimilinu svo ég ætla að minnka við mig
svo ég geti notið þess að vera með þær áfram án þess að það sé kvöð og allt of mikil vinna.

Börnin elska líka að stússast með mér í þessu og finnst mér nauðsynlegt að hafa þær til að
ná gæðatíma með börnunum í áhugamáli sem við eigum saman.

Svo planið er að selja eitthvað af kindum og halda eftir um 30 af 84.
Setja svo eitthvað lítið á og við erum búnað fá mann til að dæla út fyrir okkur því það hefur
alltaf verið mikið stress að ná því á haustin því þá er Emil farinn að róa.

Það var svo stigað hjá Gumma Óla Ólafsvík

Hér er Árni að stiga lömbin hjá Gumma í Ólafsvík.

Hér eru flottir hrútar hjá Guðmundi. Hann fékk mjög flotta stigun og fékk 89 stiga og 89,5
stig hrúta og bakvöðvinn mjög jafn.

Við kíktum á stigun hjá Óttari á Kjalveg í hans síðasta sinn því hann er að fara hætta með
kindurnar i haust og er búnað selja þær allar. Það verður mikill söknuður að hafa ekki 
Óttar með í þessu enda mikil ræktandi og með eðal fé. Kristinn tók þessa mynd fyrir mig
þegar var verið að dæma hjá Óttari. Hann fékk mjög góða og jafna stigun og lömbin hjá
honum eru mjög væn eins og þau eru alltaf hjá honum.

Hér má sjá hluta af lömbunum hans. Ég hafði orð á því að stríða honum hvað það væri mikið mislit hjá honum því hann var alltaf að stríða mér þegar ég var krakki að ég væri bara fyrir liti.

Ronja Rós komin í fjárhúsin.

Hér eru krakkarnir að spekja lömbin og Ronja Rós horfir á og kallar kis kis hún kallar
kindurnar það he he.


24.09.2020 11:52

Frá Fróðarheiði að Svartbakafelli,Svartbakafell og Hrísar.

Á föstudaginn fór ég og Maja Fögruhlíðarmegin upp í Hríshlíð og fórum svo upp með Rjómafossi Fögruhlíðarmegin. Siggi,Emil,Kristinn,Hannes og strákurinn hans fóru upp á
Fróðarheiði ,þeir ganga þar yfir í Svartbakafellið og skipta sér svo niður og Emil tekur Tungu
megin. Við Maja fórum upp með Rjómafossi og lentum í stökustu vandræðum að komast 
yfir gilið það er svo mikið vatn allsstaðar.

Hér er Kristinn Bæjarstjóri,Siggi í Tungu ,Emil og Hannes og strákurinn hans.
Allir klárir og með bilið á milli sín.

Hér erum við Maja að komast upp að Rjómafossi og þurfum að finna okkur stað til að
vaða yfir í Svartbakafellið.

Hér er Maja að fikra sig ofar svo við finnum einhvern stað til að komast yfir því það er bæði
mikið vatn í og mikill straumur við enduðum með að komast yfir en óðum alveg upp að 
lærum og kuldinn var svo eftir því þegar við vorum komnar yfir.

Hér er Maja komin yfir.

Og hér klöngrumst við aftur upp úr gilinu og yfir í Fellið.

Kikjum hér ofan í Skálina og þar var ekkert að sjá svo við héldum áfram.

Ekkert að sjá hinum megin upp í Hríshlíð eða upp í Borgum.

Hér sést hvar Rjómafossinn rennur niður og núna erum við komin upp í Svartbakafell og 
hér sést niður að Rauðskriðumel og eyrunum lengst niður frá sem eru hér neðst.
Hlíðin sem blasir við hinum megin við gilið er Hríshlíðin. Vinstra megin lengst niðri er 
Tungufellið.

Þetta gekk svo allt saman vel og var rekið niður með Holtsánni og yfir í Tungu.
Hér er Maja,Siggi og Kristinn.

Hér eru svo feðgarnir frá Eystri Leirárgörðum alltaf gaman að fá að hitta þá og við erum
afar þakklát fyrir hjálpina þeirra á hverju ári.

Gummi Óla Ólafsvík og Magnús Óskarsson komu líka.

Verið að reka inn.

Reka inn.

Fjárhúsin inn í Tungu og hér renna þær inn.

Og enn kemur fé sem vill komast inn og nú fer þetta að vera komið.

Flott að láta vindinn halda sér á lofti.

Allir duglegir að halda bilinu á milli sín meðvitaðir um covid ástandið.

Og núna er þetta að klárast.

Falleg lömbin að sjá.

Vofa með lömbin sín.

Gimbrin hennar Hröfnu og Móra sæðingarhrút.

Þessi varð gæfur leið og hann kom inn reyndar var hann gæfur sem lamb og hefur alveg
munað eftir því. Hann er undan Ask og Gersemi. Fæddur þrílembingur.

Tvær fallegar mógolsubíldótt undan Kol og Magga Lóu og svo flekkótt undan Sölku og
Ask þrílembingur.
Þetta var á föstudeginum. Við eigum svo eftir að fara inn fyrir Búlandshöfða og sækja þær
sem við Maja misstum upp á fjall.

Í blogginu hér á undan skrifaði ég svo framhaldið af þessum degi óvart en það var þegar við
tókum það sem var inn í Hrísum og hér er svo framhald af því hér.

Hér er Maja og stelpurnar lagðar af stað upp í Hrísar og ég rek lestina með myndavélina.

Hér eru stelpurnar vel veðurbarnar á föstudaginn fyrir ofan Hrísar það var svo mikið rok.

Ég hljóp lengst fyrir ofan Hrísar og fann þessa Móru frá Friðgeiri með tvö svartbotnótt
lömb og hún virtist ætla að vera voða góð fara niður en hún vildi engan veginn fara inn
eftir og tók straujið úteftir svo ég sá að það þýddi ekkert fyrir mig að basla við hana ein svo
ég leyfði henni að fara.

Hér eru Embla og Aníta á leiðinni niður það var svo ofboðslega mikið gras að maður átti
í stökustu vandræðum að labba án þess að festast í grasi og þúfum og það þótti stelpunum
rosalega gaman.

Mamma pantaði fyrir mig tertu hjá Jón Þóri og við létum skreyta hana í tilefni réttana.
Hún var alveg rosalega góð hann er alveg snillingur í að baka. 
Jóhanna var svo með kjúklingasúpu fyrir okkur þegar við komum niður ásamt fleiri
kræsingum. Ég tók svo ekki myndir
af kaffinu því ég þurfti alltaf að skjótast heim á milli ganga og gefa Ronju og kíkja aðeins
á hana. Þetta gekk samt allt saman vel hjá okkur og við náðum að heimta allt á þessu svæði
sem við sáum.

Á laugardaginn héldum við Maja,Siggi og Kristinn áfram og fórum upp inn í Grensdölum
inn fyrir Höfða það er sem sagt farið upp á fjall Grundarfjarðarmegin alveg á horninu.
Það var geggjað mikið rok en sem betur fer sluppum við alveg við rigninguna.

Við byjuðum að fara upp á fjall og labba svo á móti miklu roki upp og yfir í Mávahlíðargilið
upp á fjalli og skoðum niður í það en hvergi var kindurnar að sjá en svo var ég og Maja 
neðar og þá sáu Kristinn og Siggi tvær tófur vera skottast í kringum okkur en við sáum
þær ekki. Þegar við voru nánast búnað gefa kindurnar upp á bátinn og vorum að labba til
baka sáum við loksins glitta í þær neðar og Siggi náði að fara fyrir þær og reka þær aftur
til baka ofan í Grensdali og þær fóru svo þaðan upp í kletta þar sem hjartað er í
Búlandshöfðanum Grundarfjarðarmegin. Það var svo heljarinnar mál fyrir okkur að komast niður út af roki við þurftum nánast að skríða niður þegar við komum fyrir hornið því hviðurnar voru svo miklar. Kristinn þurfti að leiða mig fyrir hornið svo ég myndi ekki fjúka svo mikið var nú rokið. Svo þegar við vorum komin niður í hlíð Grundarfjarðarmegin var skjól og miklu betra veður.

Hér erum við komin í skjól hér er Siggi og Kristinn.

Þeir biðu svo hér í skjóli meðan við Maja skriðum á rassinum niður brekkuna til að sjá
hvert kindurnar fóru.

Hér erum við Maja komnar niður á veg og planið er að reka kindurnar inn í girðingu hjá Bibbu í Grundarfirði en hún er með girðingu við Lárós svo það er styttra fyrir okkur að reka þær þangað og betra að hafa veðrið í bakið, ég held að þær hefðu aldrei rekist út eftir því 
veðrið var svo vont þar og núna var farið að rigna líka.
Hér er Siggi að reka þær fyrir neðan veg og Emil keyrir á veginum til að passa að þær fari
ekki upp fyrir. 

Það var ein ókunnug með þeim sem leiddi þær áfram sem betur fer ég er ekki viss um
að þær hafi verið svona stilltar ef hún hefði ekki verið fremst. Það kom svo í ljós síðar að hún var frá Bibbu.
Hér erum við á eftir þeim ég ,Maja og Kristinn og nú meiga þær fara fyrir ofan veg með
fram girðingunni. Dugnaður í Maju,Kristin og Sigga að hjálpa mér í þessu veðri enda vorum
við öll frekar lúin og veðurbarinn eftir þennan dag og ég er þeim rosalega þakklát og var
með hálf samviskubit yfir að vera smala í þessu roki sérstaklega þegar við fundum ekki
kindurnar en sem betur fer var þetta ekki til einskins og við náðum þeim öllum.

Hér erum við alveg að komast að girðingunni sem þær eiga að fara inn í og Bibba kom svo
og hjálpaði okkur að reka inn og við sækjum þetta svo þegar hún rekur inn næst.
Þetta var alveg frábært að ná þessu en mig vantar þrjár kindur af fjalli sem ég held að hafi
drepist því lömbin hafa skilað sér og svo vantar mig 12 lömb í heildina sem hafa týnst í 
sumar. 

Ég kláraði svo að þrífa á miðvikudaginn og Emil hjálpaði mér. Svo allt yrði nú klárt áður en
við færum að reka inn.

Jæja þá er ég loksins búnað gefa mér tíma í að koma þessu bloggi inn og næst mun ég setja inn stigunina hjá okkur en hún kom mjög vel út bara og það var stigað hjá okkur á mánudaginn 21 sept og Árni og Torfi áttu að koma tveir en Torfi veiktist svo Árni kom bara
einn og stigaði fyrir okkur, Ólafsvík og Óttar á Kjalveg.

Það stóð svo til að það væri Hrútasýning veturgamla hjá okkur í Búa og átti hún að vera hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum á morgun föstudaginn 25 sept en vegna Covid og almannavarna hefur Rml haft samband við okkur og það verður aflýst sýningunni um óákveðin tíma meðan ástandið er svona endilega látið það berast.





24.09.2020 10:34

Smalað Búlandshöfða,Mávahlíð og Fögruhlíð 17sept

Byrja á því að smala inn fyrir Búlandshöfða og hér er ég komin með þær af stað niður
í Búlandi sem er fyrir neðan veg og þar tekur við annað eins fjall og engi eins og fyrir ofan 
veginn. Ég byrja Grundarfjarðarmegin í Höfðanum alveg fremst upp í brekkunni þar sem 
er hægt að keyra út fyrir og þar fyrir neðan er Búlandið.

Hér eru þær komnar yfir á næstu sléttu og svo fara þær áfram inn kindagötu.

Áfram halda þær.

Það liggur svo kindagata undir öllum Búlandshöfðanum fyrir neðan veg en það er 
ekki gott fyrir lofthrædda að fara þessa leið því það er þverhnýtt niður og svo þvert upp
líka þegar maður fer kindaslóðina á eftir þeim en annars elska ég þessa leið og finnst 
alltaf jafn gaman að fara hana því umhverfið og náttúran er svo falleg og mikið af fallegum
steinum sem maður finnur á leiðinni.

Hér erum við komin undir útsýnispallinn sem er í miðum Búlandshöfða.

Allt að koma hjá okkur.
Hér er ég svo komin upp og fór upp fyrir útsýnispallinn í Höfðanum. Það er mikið gras
og sleipt að ganga.

En selfie með Mávahliðarrifið í baksýn. Ég og Maja systir eltum Fíu Sól mína og Móönu og Vaíönnu í hlíðinni og þær sneru á okkur og stukku upp á fjall í Kotengishöfðanum og ég
var bara í núll formi og mikið veðurbarinn til að elta þær svo ég gafst upp og við ætlum
að reyna ná þeim bara á morgun.

Óskadís með hrútana sína mórauðan og mógolsóttan undan Kol. Kolur er mógolsóttur
hrútur hjá okkur undan Kviku 15-026 og Zesari 18-002. Zesar á ættir í Dreka og Grábotna.

Hér er ég að komast fyrir hornið og hér sést í Ólafsvíkur Enni lengst hinum megin og fyrir
neðan er Mávahlíðarhellan.

Hér er ég komin yfir Mávahlíðina og er staðsett fyrir ofan Tröð lengst upp í hlíð og hér
sést Mávahlíð fyrir neðan mig og Vaðalinn og allt vatnasvæðið í kringum hann.
Við smöluðum þetta svæði fimmtudaginn 17 sept því það spáði svo illa á laugardaginn.
Með okkur voru Siggi,Maja,Kristinn og Jóhanna. Bói kom svo líka og aðstoðaði okkur.

Emil að fara af stað neðar í hlíðinni með Donnu aðal smala hundinn okkar he he sem
ætlaði varla að komast neitt fyrir grasi það er svo ofboðslega mikið gras allsstaðar.

Hér sést svo yfir Traðarlandið og yfir í Kötluholt og Fögruhlíð .

Hér er ég svo komin þar sem ég á að standa fyrir og ég er fyrir ofan Fögruhlíð og Siggi
og Kristinn voru með okkur og þeir koma niður af Sneiðinni sem er hér innar og lengst hér innar og langt fyrir ofan sumarbústaðinn hjá Sigrúnu og Ragga frænda.

Ég farinn að sjá Sigga og kindurnar svo ég get farið að fikra mig niður með þeim og 
við rekum þetta svo allt inn í Tungu.

Hér erum við komin niður í Fögruhlíð.

Hér erum við komin niður að Holtsá og hér sést í Sigga í Tungu og Kristinn Bæjarstjóra
vera smala. Bústaðurinn sem er efst í hlíðinni er í Traðarlandinu og Maja systir mín á hann.

Verið að reka upp með Holtsánni.

Hér komast þær yfir brúna það er svo mikið vatn í ánni að þær fara ekki yfir hana en að
öllu eðlilegu hefðu þær farið yfir hana neðar ef ekki hefði verið svona mikið vatn.

Hér halda þær óðum áfram inn í Tungu.

Hér er Kristinn og Siggi aðeins lengra að fikra sig upp á veginn.

Hér eru þær komnar hinum megin við ána og yfir í Kötluholts landið.

Virka falleg þessi lömb þau eru frá Sigga og eru undan Röst sem ég er búnað vera 
taka svo mikið af myndum af.

Stelpurnar kátar komnar að smala í rokinu. Embla,Aníta vinkona þeirra og Freyja.

Hér er allt að gerast og meira segja komnir smá sólargeislar.

Komið upp inn í Kötluholti.

Stelpurnar duglegar að reka á eftir þeim.

Hér er Kristinn og stelpurnar að reka milli Kötluholts og Tungu.

Hér renna þær svo inn bak við hlöðuna í Tungu.

Hér koma svo allir smalarnir og halda bilinu á milli sín.

Þetta gekk allt saman mjög vel. Þetta var á fimmtudaginn.

Það voru svo einhverjar að nálgast hinum megin frá Hrísar megin og það var farið af stað að sækja þær og hér er Maja systir að standa fyrir. Þetta var á föstudaginn eftir að við vorum búnað smala Svartbakafellið ég setti það óvart í þetta blogg og vildi ekki fara stroka það
allt út og færa það fyrst ég var búnað skrifa það.

Hér koma þær.

Og Emil á eftir þeim.

Og Kristinn.

Þær runnu svo létt inn á eftir hinum.

Flottar smala stelpur Freyja Naómí,Aníta Sif og Embla Marína.

Þær stóðu sig svo vel að smala.

Gyða Sól með lömbin sín.

Þetta var tekið aðeins áður þegar það var ausandi rigning. Ég er mjög spennt að sjá
hvernig lömbin hennar koma út.

Búið að reka inn og fara yfir hvað vantar. Hér er Benóný búnað finna Hörpu sína.

Við fórum svo yfir hvað væri komið og klipptum rass ullina líka á fimmtudaginn.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.





16.09.2020 17:32

Rúntur 14-15 sept

Sprengja 17-003 með þrílembingana sína undan Mosa hans Gumma Óla Ólafsvík.

Brúða 18-005 er undan Isak 15-001 og Villimey 16-014.
Hún var tvílembd en missti annað lambið á sauðburði.

Hér er gimbrin hennar hún er undan Bolta.

Hrútarnir hennar Hexíu 15-009 og Ask 16-001.

Lambhrútur frá Sigga veit ekki undan hvaða kind en hann er svakalega andlitsfríður.

Hér eru tvær frá Sigga og ein frá mér fyrir ofan það er Skvísa sú botnótta.
Mórauða er frá Sigga og er með þrjár gimbrar sem ganga allar undir mórauð og tvær
mógolsóttar og eru undan Kol 19-003 frá okkur.

Gimbur frá Sigga.

Frá Gumma Óla Ólafsvík.

Hin á móti frá Gumma.

Þetta eru bolta gimbrar frá Gumma.

Hrútur undan Zeldu og Mosa hans Gumma.

Vaíanna með hrútinn sinn og svo er hún með hrút undan Hriflu.

Undan Fíu Sól og Kol þessi mórauði og sá hvíti er í fóstri hjá henni og er undan 
Botnleðju og Svan Máv syni frá okkur.

Hér er Fía Sól 16-011 með hrútana.

Hér er Álftin með ungana sína fjóra við Holts tjörnina.

Það var haldið upp á 11 ára afmælið hans Benónýs í sveitinni Varmalæk hjá ömmu
Freyju og afa Bóa og það gekk rosalega vel og allir voru úti að skoða hænurnar og svo
í kastalanum og fóru í leiki úti mjög gaman.

15.09.2020 14:34

Rúntur 12 sept

Kvika 15-026 með lömbin sín undan Vask.

Þau voru frekar blaut þegar ég tók myndina.

Hrúturinn virkar gleiður að framan.

Svana 11-006 með gimbrar undan Ask.



Hrútur og gimbur undan Fíónu 13-003 og Bolta.

Hosa 12-006 með lömbn sín undan Mosa hans Gumma Óla.

Magga Lóa með gimbrina sína undan Kol og fóstrar hrút fyrir Bombu.

Það fer vel um þær í hlíðinni. Móna Lísa er líka á myndinni með mórauðan hrút undan
Kol og hann virðist vera gefa fallega mórautt ekki eins ljóst eins og faðir hans gerði í fyrra.

Hrygna 15-021 með 2 hrúta undan Vask.

Hér er annar þeirra.

Hér er hinn.

Þoka 16-004 með þrílembingana sína undan Vask.

Hér er hún og gengur með þau öll og mér sýnist þau vera bara mjög jöfn hjá henni.

Öskubuska gemlingur eða veturgömul núna með hrútinn sinn undan Kol.

Björt líka veturgömul með gimbur undan Kaldnasa.

Krummi var að gæða sér á kola inn í Mávahlíð það er allt fullt af hrafnsungum núna.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér í albúmi.

12.09.2020 09:50

Rúntur 8 sept

Urður 16-009 er undan Ísak 15-001 og Snældu 10-009
Hún var þrílembd í vor en var svo óheppin að eitt var úldið og hefur smitað einhverja eitrun
í eitt lambið því það lifði í einn dag svo núna er hún bara með eitt undir sér.

Hér er gimbrin hennar orðin svo stór og falleg hún er undan Ask 16-001

Villimey 16-014 er undan Vetur 12-914 sæðingarhrút og Ýr 14-016 sem er Garra dóttir.

Virka þéttar og fallegar gimbrar.

Nútella 16-015 er undan Máv 15-990 og Snót 14-025
Hún er tvílembd með tvær gimbrar undan Ask.

Hér er önnur gimbrin.

Hér er hin. Það er mjög algengt að Askur gefi eina alhvíta og hina venjulega hvíta þegar
hann fer á hvítar kindur.

Brussa 16-008 er undan Máv 15-990 og Þotu 14-020
Hún er tvílembd með hrút og gimbur undan Mosa hans Guðmundar í Ólafsvík.

Fallegur hrúturinn að sjá Brussa er ein af uppáhalds kindunum mínum.

Nál 15-011 er undan Tvinna 14-001 og Tungu 14-019
Hún er með hrút og gimbur undan Bolta hans Kristins Bæjarstjóra.

Hér er gimbrin.

Hér er hrúturinn á móti.

Þessi er frá Sigga og heitir Rönd og hún er með lömb undan Mosa hans Guðmundar 
Ólafsvík.

Virka öll stór og falleg.
Núna fer þetta óðum að styttast við smölum næstu helgi svo spennan magnast.
Það eru fleiri myndir hér inn í albúmi.

09.09.2020 16:56

Ronja Rós 11 mánaða


Ronja Rós varð 11 mánaða 27 ágúst. Hún er farin að labba með öllu og skriða ofan í og upp úr skúffum og tæta allt út úr þeim. Hún er rosalega dugleg að príla og er mjög varkár þegar hún er fikra sig með einn fót í einu og vippar sér svo upp. Göngugrindin hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi er nánst bara punt á heimilinu en núna er mjög vinsælt að klifra ofan í hana og sitja svo föst ofan í henni he he. Hún er farin að babla alveg heilmikið sem engin skilur en það eru líka komin fullt af nýjum orðum eins og Ebba er Embla Heyja er Freyja svo er það skýrt kis kis er kisa og svo vaf vaf er Donna voffi.Amma,afi,mamma,babbi,nei,detta og hættesu. 

Hættesu kom alveg upp mjög skemmtilega fyrir þegar systur hennar voru að rífast og öskra á hvor aðra hættu og hættu þessu og þá heyrðist í litla dýrinu Hættesu
og þá gátu þær ekki annað en farið að hlæja og hættu að rífast.
Ronja er mjög ákveðin og sterk persóna og mjög mikill grallari og ávalt stutt í gleðina og djöflaganginn. Mikil mömmu stelpa og skríður á rassinum út um allt.

Það er mjög stutt í að hún fari að labba það vantar bara að hún sleppi sér hún labbar hratt ef maður leyfir henni að halda í einn putta á manni en þorir svo ekki ef maður sleppir.
Hún er farin að borða næstum allt elskar jarðarber,bláber og ost. Brauð með smjöri og hafragraut. Hún er á brjósti en þá ég hef alltaf verið með þau á brjósti til rúmlega 1 árs.
Það verður örugglega frekar erfitt að láta hana hætta því hún tekur ekki snuð eða neitt.

Hún er að taka svona tvo lúra yfir daginn fyrri lúrinn er yfirleitt í 2 klukkutíma og seinni í 1 til 1 og hálfan svo sofnar hún um 9 á kvöldin og sefur þá alveg nema vaknar 2 sinnum yfir nóttina til að drekka og sofnar aftur stundum bara um kvöldið þegar ég fer að sofa og sefur svo alveg til 7 eða vaknar 2 og vaknar svo kl 7 þegar ég vek krakkana í skólann.

Hún er komin með tvær tennur alveg upp í neðri góm en er svo að fá 4 í efri góm í einu og kláðinn og pirringurinn í munninum er eftir því. Það eru komnar vel í gegn tvær sem eru hliðina á framtönnunum og svo þegar glittir í þær er hún eins og lítil vampíra he he.

Hér er orkuboltinn okkar.

Búnað klifra ofan í dótakassann.

Að rífa af hurðinni hjá Emblu systir það er ekki vinsælt að hún sé að rífa niður teikningarnar
hennar Emblu sem hún er búnað vera líma á hurðina.

Svo dugleg að standa.

Svo gaman að leika við Donnu hundinn okkar og Myrru kisu.
Þau eru alveg ótrúlega þolinmóð við hana og leyfa henni alveg að klappa sér mjög
gróflega sem fer nánast út í að hún sé að lemja þau og þau leyfa henni það alveg.

Með púka grallara svipinn þegar hún er að fara opna skúffurnar og fara tæta.

Mikið að spjalla það væri gaman að skilja hvað hún væri að segja he he.

09.09.2020 15:40

Rúntur 7 sept

Elka 17-008 hún er undan Part frá Bárði og Snældu okkar.

Hrútur undan henni og Vask sem er undan Ask og Hriflu.

Hér er svo gimbrin hennar.

Falleg gimbur undan Hélu hans Sigga og Ask.

Kvika 15-026 Keypt frá Fáskrúðabakka sem lamb og undan Soffa 13-207
Hún er með gimbur og hrút undan Vask.

Hér er hrúturinn og gimbrin.

Hrúturinn hér betri mynd.

Sóldögg 14-011 er undan Þorsta 11-910 og Guggu frá okkur.
Hún er með sæðislömb undan Mínus.

Gimbrin hennar.

Vona að hrúturinn verði góður ég mjög spennt fyrir honum flottur að sjá að aftann.

Flott að framan líka.

Fallegur hrútur að sjá og vel hyrndur.

Sóldögg er með 107 í mjólkurlagni 102 frjósem og 114 í gerð svo það væri spennandi
að setja hrút undan henni í framræktun.

Skrýtla 13-013 með þrílembingana sína þeir ganga tveir undir og er undan Vask.
Snjóhvítur hrútur og grár.

Hér sést aðeins í þann gráa.

05.09.2020 12:21

Snædrottning,Anna og Hlussa 4 sept.

Anna 15-007 undan Elsu Blika dóttur og Tvinna Saum syni.
Hún var þrílembd og átti hrútinn sem gengur undir Zeldu en svo var keyrt á aðra gimbrina
hennar í sumar þegar við vorum á ferðalagi og Gummi Óla og Jói sem Emil vinnur fyrir
græjuðu það fyrir okkur. Svo núna er hún bara með eina undir sér og er hún undan Mosa
hans Gumma Óla. Mosi er undan Gosa hans Gumma sem er undan Bjart sæðingarhrút.

Gimbrin hennar.

Mjög falleg og snjóhvít.

Snædrottning með hrútinn sinn undan Ask. Hann verður rosalega fallegur held ég hann 
var það strax fæddur mjög þykkur og vel gerður.

Hér er hann sem lamb.

Og hér og það sést hvað hann samsvarar sér vel þykkur á hálsinn og gleiður milli 
afturfóta.

Hér eru þau mæðgin í vor.

Hér eru þeir bræðurnir og sá hvíti er ekki síðri , held þeir verði mjög góðir báðir.

Hér er Hlussa með hrútana sína undan Bolta. Bolti er í eigu Kristins Bæjarstjóra og er
undan Hosu frá mér og Víking frá Bárði og Dóru Hömrum Grundarfirði.

05.09.2020 09:24

Rúntur 2 sept

Zelda með hrút undan Önnu og Mosa Gosa syni frá Gumma Óla sem hún fóstrar svo er hún meðhrút undan Gosa líka sem hún á sjálf þessi fyrir aftann hana.

Þessi er þrílembingur undan Önnu og Mosa.

Nútella með gimbrarnar sínar undan Ask.
Siggi lét okkur vita um daginn um hrút sem hafði flætt í Ósnum inn í Tungu og 
drukknað og við sáum Nútellu með þrjár gimbrar og við vorum að halda að Villimey sem átti hrútinn sem drukknaði hafi drukknað líka úr því að Nútella var með auka gimbur á þessu svæði. Ég náði þó ekki að súma myndavélinn nógu vel til að greina númerið í gimbrinni sem var auka.

Hrútarnir eru að virða tveggja metra regluna he he fannst þetta mjög áhugaverð mynd af þeim allir með tveggja kinda bil þegar þeir voru að spóka sig í blíðunni út á túni inn í Tungu um daginn.

Nál með gimbur og hrút undan Bolta.

Hrúturinn hennar Nál og Bolta.

Hrifla með hrútinn sinn undan Mosa. Hrifla var eins og ég hef áður sagt frá mjög léleg á 
sauðburði og fékk heiftarlegan doða og lá í tvær vikur svo það var alveg kraftaverk hvað hún náði sér vel. Hún var þrílembd en þessi er eini sem fékk að vera með henni og hann
hefur ekki alveg fengið nóg eins og sjá má hann á alveg talsvert mikið inni.

Þessi kind var með Nál og er frá Sigga. Held að þetta sé Rönd og hún sé með lömb 
undan Mosa.

Alltaf jafn hrifin af þessum gimbrum frá Sigga undan Röst og Ask fæddir þrílembingar.

Skvísa með þrílembingana sína en ganga tvö undir þau eru undan Vask.

Dúfa hennar Jóhönnu með hrúta undan Kaldnasa. Kaldnasi er Magnasonur.

Hér er annar þeirra.

Hér er hinn. Dúfa og kindurnar hennar Jóhönnu eru svo rosalega skemmtilegar það er
nóg að hrista brauðpoka þá koma þær hlaupandi til manns.

Hér koma hinar frá Jóhönnu þær tóku eftir að ég var að tala við Dúfu og þá urðu þær svo
forvitnar að þær komu ask vaðandi niður brekkuna.

Hríma Jóhönnu kemur hér á hlaupum í von um að fá brauð en því miður varð hún fyrir 
blekkingu því ég var aðeins með tóman poka í þetta sinn. Hún er með gimbur og hrút
undan Vask.

Hér sést hvernig þær koma alveg upp að mér.

Hér er einn fallegur undan Hexíu og Ask.

Hér er hann aftur.

Hér er ein frá Gumma.

Falleg gimbur frá Gumma Óla Ólafsvík.

Gimbur frá Gumma líka.

Önnur frá Gumma svo falleg.

Hér er Hexía með hrútana sína undan Ask Kaldasyni.

Svakalegar gimbrar frá Gumma.

Hrútarnir hennar Hexíu.

Frá Gumma þessi er með þrjú.

Flottur hrútur frá Gumma.

Gimbur frá Gumma undan sömu kind.

Falleg kind frá Gumma.

Annar hrúturinn hennar hún er með tvo hinn vildi ekki horfa í myndavélina.

Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnt hér inn í albúm.

  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar