Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2021 Janúar

25.01.2021 10:44

Heimsókn í Háafell og vanið hornin á hrútunum

Um síðustu helgi létum við loks verða að því að skreppa aðeins út fyrir bæjarfélagið og fórum í sumarbústað í Svignaskarði með börnin. Það var langþráð að komast út fyrir ramman og gera eitthvað annað en að vera alltaf heima. Við heyrðum svo í henni Jóhönnu í Háafelli og þá var hún nýbúnað opna og við fengum að koma með krakkana og kíkja á geiturnar og það vakti mikla lukku og kátínu hjá krökkunum og vissu þau ekkert af því við komum þeim á óvart með því að fara þangað. Við höfðum það svo bara kósý í bústaðnum og krakkarnir nutu þess að fara í heitapottinn og Benóný tók auðvitað titanic skipið sitt og var alveg að elska að fá að leika með það í pottinum.

Hér eru þau öll svo gaman í pottinum.

Benóný með Titanic skipið sitt.

Hér eru þau snemma um morguninn eins og sjást má að þau eru frekar nývöknuð he he
en það var heldur kaldur potturinn hann náði ekki nema 33 til 35 gráður svo þau voru frekar
kvefuð þegar við komum heim eftir að vera svona mikið í heitapottinum.

Hér erum við komin í Háafell og erum að tala við geit sem heitir Emil það fannst þeim mjög
fyndið he he.

Það skín af þeim gleðin að sjá geiturnar.

Svo gaman og svo fengu þau líka að fara niður í stíu og klappa þeim og leika við þær.

Hér er ein að klifra upp á Benóný.

Hér er Benóný að fá knús frá einni svo æðislegar.

Hér eru þau svo öll saman svo gaman hjá þeim þau voru sko alveg að elska þetta.

Svo flottar geiturnar og skemmtilegar.

Þær fá jólatré til að gæða sér á eftir jólin.

Þær eru svo líka kollóttar mjög flottar.

Ronja Rós var auðvitað svo vön kindunum að hún gaf ekkert eftir systkinum sínum að 
hlaupa á eftir þeim og klappa þeim alveg óhrædd.

Ég þurfti að passa hana því hún var svo köld hér er hún að leggjast á eina og gera a við hana.

Hér erum við með eina hjá okkur. Mér finnst geiturnar alveg æðislegar og fannst þetta
alveg jafn gaman eins og krökkunum.

Hér er Ronja að fara á bak á einu kiðinu svo spennandi og ég tók niður grímuna meðan
Emil tók mynd af okkur. Þetta var alveg rosalega skemmtileg heimsókn og það var tekið
svo vel á móti okkur og frætt okkur um geiturnar og afurðirnar hennar og svo fórum við í
búðina og fengum að smakka geita pylsu og osta og keyptum okkur svo Reyniblómasýróp
sem er alveg rosalega gott og við keyptum líka geitaskinn fyrir Emblu til að hafa í 
herberginu hennar. Mæli hiklaust með heimsókn á Háafell.

Þetta er hann Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður og Siggi setti í hann vír til
að venja hornin og eru þau krækt í endann já horninu og svo er vírinn aftur fyrir haus og
þetta hefur alveg þræl virkað og sést verulegur munur á honum eftir hálfan mánuð.

Hér er Siggi að útbúa rör sem hann ætlar að setja vírinn í og setja á hrútana og Kristinn
er honum til aðstoðar með þetta og voru þeir búnað setja í Óðinn fyrir okkur þegar við
komum og hér er Emil að fylgjast með og við ætlum að prufa að láta vír í alla hrútana til 
öryggis og sjá hvernig gengur.

Hér er Þór fyrir en hann hefur mjög gleið horn en við vitum ekki alveg hvert þau stefna
þarna neðst það er eins og þau séu að fara beygja en við vildum prófa að setja í hann bara
í stuttan tíma til að taka þau aðeins frá.

Hér er svo búið að setja á hann vírinn með rörinu.

Hér er Dagur fyrir.

Hér er Siggi að bora smá gat í hornið til að krækja vírnum í og Kristinn aðstoðar hann.

Hér kemur Siggi vírnum fyrir sem er inn í rörinu.

Hér er Dagur svo tilbúinn.

Hér er svo búið að stúkka þá alla af og hafa þá í sér stíu meðan þeir eru með þetta í sér.
Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til.

Þeir dafna vel ungarnir hjá Freyju og Bóa og Benóný hænsna bónda.

Benóný að stríða mér og láta þá vera eins og páfagauka og þeir eru alveg rosalega gæfir
þó þeir séu ungaðir út hjá hænu eru þeir samt svo mikið fyrir okkur að þeir elta mann og 
stökkva upp á mann.

Bói kom svo krökkunum verulega á óvart núna um helgina og var með aðra hænu sem lá á 
og það komu enn þá fleiri ungar og nú eru fimm nýjir í viðbót.

Ronja Rós alger dýrastelpa og elskar og þekkir flest húsdýrin og apar hljóðin eftir þeim.

Við Ronja Rós skelltum okkur á ungbarnasundnámskeið um helgina og hún var alveg 
að elska það enda alvön sundlaugum eins og hin börnin. Það var mjög gaman og helgin
var vel skipulögð Freyja og Embla voru á reiðnámskeiði og við á þessu námskeiði.
Gunni og Veronika eru með reiðnámskeið inn á Brimisvöllum mjög flott hjá þeim.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

11.01.2021 13:33

Fengitími klárast og arfgerðarsýnitaka

Allt var búið að vera rólegt í fjárhúsunum og enn verið að bíða eftir að tvær seinustu ærnar sem við höfum ekki séð ganga myndu sjást og sú fyrri sást núna á laugardaginn og var það mikil ánægja að sjá það. Það var svo núna á sunnudaginn að Siggi ,Kristinn og ég fórum í 
rannsóknarvinnu og tókum nefstroku sýni frá Matís úr hrútunum okkar til að sjá hvaða
arfgerð þeir eru með. Ég rétti pinnana og hélt á glösunum á meðan Kristinn hélt hrútunum og Siggi tók sýnin og gekk þetta allt saman vel og svo verður þetta sent til Mast og rannsakað.

Hér er verið að taka sýni úr lambhrútunum og gekk það betur því það var lítið mál að 
skella þeim á rassinn.

Það var aðeins meira mál að taka úr stóru hrútunum. Hér eru Kristinn og Siggi að störfum.

Hér má sjá pinnana sem voru notaðir og svo skipt um hanska eftir hvern hrút og sett í 
glös og látið standa upprétt. Þetta verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út.
Það er verið að arfgerðagreina gangvart mótstöðu við riðu. Við teljum að það sé gott
að vita hvernig hrútarnir eru og við getum þá upplýst um það við líflambasölu næsta haust.
Við tókum sýni úr öllum hrútunum okkar svo nú er bara og bíða og sjá hvernig kemur út.

Hér er Kristinn að leita af uppgöngum hjá Sigga.

Það reyndist allt vera með fangi og engin að ganga þennan daginn upp og hefur engin
gengið upp svo það lofar góðu.

Benóný með ungana inn í sveit hjá Freyju ömmu og Bóa afa.

Þeir eru fljótir að stækka.

Ronja Rós er rosalega músík glöð og elskar að spila á hljómborðið hennar Emblu og 
dansar í takt við það.

Forvitnilegt að fá að labba í snjónum.

Úti að labba með Emblu systir.

Embla og Benóný í hænsna kofanum.

Benóný með eina hænu.

Ronja Rós inn í sveit hjá Freyju ömmu og afa Bóa.

Það er ein kind sem sagt sem var gemlingur í fyrra og var geld sem á eftir að ganga en mér
fannst hrúturinn vera ansi forvitinn um hana í dag og elti hana svo ég vona að hún gangi
á morgun.
Sæðingar gengu ekki vel í ár ég sæddi 6 ær fyrir mig og eina fyrir Jóhönnu og alls 7 og
það héldu aðeins 3. Ég fæ þá ef allt gengur upp eina með Tón eina með Glitni og eina með
Viðari. Ég sæddi svo 5 fyrir Sigga og aðeins ein hélt og hún fékk með Kost svo þetta var
frekar dapurt hjá mér í ár en í staðinn fæ ég reynslu á hrútana mína sem eru líka góðir
og mjög spennandi að sjá hvernig þeir koma út. Maður verður bara hafa gaman að þessu
og vera jákvæður emoticon

Þór 20-002 undan Ask 16-001 og Snædrottningu 16-005
Fékk 5 kindur

Óðinn 20-001 undan Vask 19-001 og Bombu 17-004
Fékk 7 kindur

Bolti 19-002 undan Víking 18-702 og Hosu 12-006
Fékk 9 kindur

Dagur 20-003 undan Mínus 16-827 og Sóldögg 14-011
Fékk 6 kindur

Ingibergur eða Bibbi eins og við köllum hann er í eigu Sigga og hann fékk 2 kindur.

Kaldnasi 16-003 undan Magna 13-944 og Urtu -12-181
Fékk 6 kindur

Bjartur 18-027 undan Vöðva 17-694 og kind nr 15-503
Fékk 4 kindur.

Kolur 19-003 undan Zesari 18-002 og Kviku 15-026
Fékk 7 kindur.

02.01.2021 14:07

Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna

Hér eru krakkarnir með Huldu ömmu sinni á gamlársdag.

Kæru síðu vinir við óskum ykkur Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir innlitið og kommenntin
á liðnu ári og megi nýja árið færa ykkur óendalega gleði og hamingju.

Það var sprengt árið 2020 burt og tekið fagnandi 2021.

Flottar áramótaskvisur Ronja Rós með Huldu ömmu.

Hér er verið að spila krakka alians inn í sveit hjá ömmu Freyju og Bóa afa á annan í jólum
þá fórum við í hangikjöt til þeirra.

Mikið fjör hoppa og leika í spilinu.

Sætar systur Ronja Rós og Embla Marína.
Þessar skvísur komu Birgitta Emý og Kamilla Rún í heimsókn yfir áramótin og Freyja er
hérna með Ronju svo þær eru frænkurnar saman.

Hér er Ronja Rós í kjól frá mér sem ég var í þegar ég var lítil.

Hér er ég í sama kjól þegar ég var lítil held ég sé samt orðin tveggja ára á þessari mynd.
En Ronja er 15 mánaða á sinni mynd.

Við fengum Bigga Tryggva til að flytja fyrir okkur rúllur úr Tungu inn í hesthús hjá 
Jóhönnu. Jóhanna tók svo inn hestana rétt fyrir gamlársdag.

Hér er Emil á fullu að sprengja. Mamma og Siggi voru með okkur á gamlárskvöld og svo
kom Jóhanna,Freyja og Bói og Steinar og fjölskylda og skutu upp hjá okkur.

Systurnar voru í sprengju ham og hafa aldrei verið eins hugaðar í að sprengja eins og 
núna í ár og höfðu ótrúlega gaman að.

Benóný Ísak var líka mjög glaður og naut þess að sprengja og búa til lítla brennu úr rusli
og taka upp á videó í símanum.

Flottar frænkur Birgitta og Embla.

Steinar Darri bróðir Emils með Alexander sinn sem var pinu lítill í sér í mestu sprengingunum.

Freyja var svo ánægð að fá Birgittu sína loksins í heimsókn var búnað sakna hennar 
rosalega mikið.

Hér erum við mæðgurnar saman.

Ronja Rós prinsessa.

Flottir frændur að spila Wi Bjarki Steinn og Alexander Ísar.

Benóný og Bói afi áttu sér lítið leyndarmál sem engin mátti vita og sérstaklega ekki amma
Freyja he he þegar Bói leyfði hænu að liggja á eggjum sér inn í hænsnakofa svo sagði
Benóný mér frá því svo ég fékk að vera hluti af leyndarmálinu þeirra en svo á gamlárs dag
komu ungarnir úr eggjunum og það var mikil spenna hjá Benóný að fara inn í sveit og sjá ungana og svo mátti ég koma með stelpunar fyrst til að sjá þá og svo mátti pabbi hans koma
og sjá þá svo það var mikil hamingja hjá honum með þetta.

Hér er Freyja Naómí með einn.

Og hér er Embla Marína með einn svo gaman.

Fengum þetta fallega skilti í jólagjöf frá Jóhönnu með nöfnunum okkar á.

Hér er allt á fullu í búða leik í stofunni og auðvitað með covid grímu he he.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar