Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2021 September30.09.2021 09:14Systur til söluÞessar gimbrar eru enn til en flekkóttu hrútarnir og mórauða gimbrin eru seld. Þessar fallegu systur eru til sölu og eru undan Dögg hennar Jóhönnu og Bjart. Móðir þeirra Dögg er undan Mórauðri kind sem heitir Dúfa og er með 110 í mjólkurlagni og er 9,9 í afurðarstig alveg afbragðs mjólkurkind og þessi Dögg dóttir hennar erfir þann eiginleika eins og sjá má á þessum fallegu gimbrum. Faðir þeirra er Bjartur frá Hjarðarfelli en eigandi var Kristján á Fáskrúðarbakka og við fengum hann hjá honum hann er fæddur 2018 og var í öðru sæti á Héraðssýningu lambhrúta 2018 og var með 88 stig. Faðir Dögg móður gimbrana er svo gæðablóðið okkar hann Kaldnasi sem er undan Magna sæðishrút og Kaldnasi hefur gefið okkur bæði mórautt og móflekkótt svo þessar gimbrar eru með sterkan erfðavisi fyrir mórauðu. Blup hjá þeim er 106 gerð 102 fita 99 frjósemi 105 mjólkurlagni. Þessi er 45 kg 113 fótl 30 ómv 3,8 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 9 ull 8 samræmi alls 44 Hér er hin og hún er 45 kg 107 fótl 31 ómv 4,3 ómf 4,5 lag 8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 43,5 Svakalega fallegar systur undan tvævettlu. Áhugasamir endilega hafa samband í sima 8959669 Emil. 27.09.2021 15:58Lömb til sölu Þessi hrútur er til sölu og við setjum systir hans á og hún er með 32 ómv 9,5 framp og 18,5 læri. Þessi flekkótti hrútur er 49 kg 108 fótl 30 ómv 3,1 ómf 4,0 lag Hann er tvílembingur undan Möggu lóu og Bibba. 8 9 9 9 9 18 7,5 8 8,5 alls 86 stig. Blup 104 gerð 97 fita 98 frjósemi 92 mjólkurlagni Þessi hrútur er til sölu. Þessi svartbotnuflekkótti hrútur er undan Tertu og Óðinn og er tvílembingur og við setjum gimbrina á móti honum á sjálf á og hún er með 33 ómv 5 lag 9,5 framp og 18,5 læri. 46 kg 105 fótl 29 ómv 2,8 ómf 4,5 lag 8 9 9 8,5 8,5 18 7,5 8 8,5 alls 85 stig. Blup 110 gerð 107 fita 102 frjósemi 99 mjólkurlagni. Þessi gimbur er til sölu hún er þrílembingur og er undan Randalín frá Kristinn og Bolta. Móðirinn er svartflekkótt Blup 113 gerð 99 fita 101 frjósemi 99 mjólkurlagni 51 kg 114 fótl 34 ómv 3,8 ómf 4,0 lag 9 framp 18 læri 8,5 ull 8 samræmi alls 43,5 Þessi mórauða gimbur er til sölu hún er undan Gjöf og Kaldnasa. 47 kg 109 fótl 30 ómv 4,6 ómf 4,0 lag 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 42,5 Blup 105 gerð 98 fita 97 fjósemi 101 mjólkurlagni. Þessi þrílembingur er til sölu gengur þrjú undir. Hún er undan Gurru og Óðinn. 41 kg 105 fótl 29 ómv 2,6 ómf 4,0 lag 9 framp 18 læri 7,5 ull 8 samræmi alls 42,5 Blup 109 gerð 104 fita 107 frjósemi 101 mjólkurlagni. Hin þrílembingssystirin á móti þessari fyrir ofan. 36 kg 106 fótl 31 ómv 1,7 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 43,5 Mógolsótt þrílembingur undan Mónu Lísu og Kol gengu þrjú undir. 40 kg 114 fótl 30 ómv 3,8 ómf 4,0 lag 8 framp 17 læri 8 ull 8 samræmi alls 41 Þessi gæfi hrútur er til sölu og er frá Sigga og er undan Bibba og Kolbrún. 47 kg 33 ómv 2,5 ómf 4 lag 105 fótl 8 9 9 9 9 18 7,5 8 8 alls 85,5 stig Þessar fallegu systur eru til sölu og eru undan Dögg hennar Jóhönnu og Bjart. Blup hjá þeim er 106 gerð 102 fita 99 frjósemi 105 mjólkurlagni. Þessi er 45 kg 113 fótl 30 ómv 3,8 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 9 ull 8 samræmi alls 44 Hér er hin og hún er 45 kg 107 fótl 31 ómv 4,3 ómf 4,5 lag 8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 43,5 Svakalega fallegar systur undan tvævettlu. Þessi fallega gimbur er frá Sigga og er undan Þór og Lottu. Hér er sama gimbur hún er 46 kg 34 ómv 2,8 ómf 5 lag 106 fótl 9 framp 18,5 læri 8,5 ull 8 samræmi. Hún er til sölu hjá Sigga. Við eigum nokkrar gimbrar til sölu sem ég er ekki með mynd af sem eru með 18 og 18,5 í læri bæði kollóttar og hyrndar hvítar. Áhugasamir um sölu lömbin hafi samband í síma 8959669 Emil Siggi var að fjárfesta í þessum hrút hjá Óla á Mýrum og er 86 stig. 30 ómv og 18 læri. Hann er undan hrút frá Óla sem heitir Láki það verður spennandi að nota hann. Við létum taka sýni úr ásettnings hrútunum okkar og hér eru Sigvaldi og Árni að taka sýni og Kristinn fylgist af athygli með. Við létum taka úr 3 og svo einum sem við seljum. 27.09.2021 13:00Hrútasýning veturgamla 2021Hrútasýning veturgamla var haldinn á Hömrum hjá Bárði og Dóru föstudaginn 24 sept. Það var vel mætt á hana og voru milli 40 og 50 manns. Jóhanna gerði fyrir mig gúllassúpu og var hún rosalega góð og svo fengum við brauð hjá Eiríki og Dóra gerði salat. Ég bakaði eina skúffuköku og Dóra var með svo meira meðlæti sem var fyrir þegar það var stigað hjá þeim. Það voru 26 veturgamlir hrútar mættir á sýningu. Aðeins 2 voru kollóttir af þessum gripum. Við áttum besta veturgamla hvíta hyrnda hrútinn hann heitir Óðinn og er undan Vask sem var Ask sonur og Askur var undan Kalda sæðingarstöðvarhrút. Móðir er Bomba sem er Mávs dóttir. Hér er hann Óðinn 20-001 96 kg 41 ómv 7,5 ómf 4,5 lag 117 fótl 8 9 9,5 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig. Dagur 20-003 undan Sóldögg og Mínus sæðingarstöðvarhrút er frá okkur líka og var í 2 sæti 95 kg 38 ómv 4,9 ómf 4,5 fótl 119 8 9 9 9,5 9,5 19 9 8 8 alls 89 stig Hér er Árni að lesa upp hvítu hyrndu hrútana og Ólí á Mýrum átti hrút í 3 sæti sem er undan Amor 17-831 og ær 18-006 92 kg 5,8 ómf 4,5 lag 119 fótl 8 9 9 9 9 19 9 8 9 alls 89 stig. Jón Bjarni og Sól með besta mislita hrútinn undan Jökul og Drottningu. 97 kg 37 ómv 6,1 ómf 4,5 lag 116 fótl 8 9 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig. Þór 20-002 er frá okkur og var í öðru sæti hann er undan Ask og Snædrottningu. 77 kg 38 ómv 5,5 ómf 5 lag 120 fótl 8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig. Guðfinna á Kverná var með hrútinn í þriðja sæti sem var frekar óþekkur við hana eins og sést hér hann er svartur á litinn og er undan Klett 18-602 80 kg 34 ómv 4,9 ómf 4 lag 119 fótl 8 9 9 8,5 9 19 8 8 8 alls 86,5 stig Guðfinna á Kverná með besta veturgamla kollótta hrútinn. Hann er undan Bjart 17-023 og móðir 16-083 83 kg 33 ómv 5,4 ómf 4 lag 121 fótl 8 9 9 8,5 9 17,5 9 8 8,5 alls 86,5 stig í öðru sæti var svo kollóttur mórauður hrútur frá Bibbu og Valla Grundarfirði. 88 kg 29 ómv 5,8 ómf 3,5 lag 130 fótl 8 9 9 8 8,5 17,5 8 8 8 alls 84 stig Hér er einn fallega mórauður veturgamall frá Jóa og Auði Hellissandi. Hér er Ingibergur ( Bibbi) hans Sigga. Hér eru farandsbikararnir fyrir veturgömlu sýninguna. Hér er Sigvaldi að ómmæla og ég var ritari á sýningunni og Kristinn var aðstoðar hlustari fyrir mig því ég heyri svo illa. Hér eru kátir menn Ólafur á Mýrum, Hallur á Naustum og Gunnar á Kolgröfum. Jói, Þórsi,Elfa og Hildur voru hress og lukkuleg með sýninguna. Hér er verið að skoða mislitu hrútana. Krakkarnir skemmtu sér vel og sýndu mikinn áhuga. Hér var einhver góður brandari sagður og mikil gleði á myndinni. Hér er Árni að skoða hvítu hyrndu og Friðgeir á Knörr mætti með sína hrúta og hann situr þarna aftast í appelsínugula gallanum. Hér eru Árni og Sigvaldi að tala sig saman um úrslitin og krakkarnir fylgjast með af miklum áhuga. Hér má sjá hluta af fólkinu sem var mætt á sýninguna. Emil og Lárus Hannesar í góðum gír Lárus að rétta Emil bikarinn fyrir besta hyrnda hrútinn og segja honum að nú eigi hann að kenna honum að rækta kindur eins og hann kenndi honum að vera hestamaður en Emil var mjög efnilegur knapi hér áður og keppti oft á hestbaki og þá var Lárus lærimeistarinn hans og þjálfaði hann meðal annars fyrir landsmót. Það eru svo fleiri myndir hér inn í mynda albúmi af sýningunni og fleira. 27.09.2021 09:38Stigun 20 sept 2021Torfi og Árni komu og stiguðu hjá okkur og alltaf jafn gaman að fá þá. Þetta er alltaf mjög heilagur dagur og mikil spenna. Alltaf stutt í stríðni og glens þegar Emil er viðstaddur. Við létum stiga 70 lömb af 74 . Það var eitt gallað og eitt svo lítið undan gemling seint fædd og svo voru 2 hrútar sem við létum renna í gegn því þeir náðu ekki 30 í ómv og voru tvílembingar undan gemling sem gengu báðir undir og uppfylltu ekki alveg kröfur okkar. Við vigtuðum á sunndeginum og var meðalvigtin hjá okkur 46,8 af 74 lömbum en í fyrra var hún 45 af 133 lömbum svo hún hækkar um 1,8 kg núna. 1 með 90,5 stig 1 með 89,5 stig 5 með 88 stig 4 með 87,5 stig 4 með 87 stig 2 með 86 stig 1 með 85,5 stig 2 með 85 stig 1 með 84 stig 1 með 83,5 stig 1 með 83 stig 1 með 81,5 stig Meðaltal í stigum er 86,5 stig. Læri hjá hrútunum var að meðaltali 18,2 og hljóðaði lærastigun svona: 6 með 19 5 með 18,5 9 með 18 4 með 17,5 1 með 17 Bak hjá hrútunum var að meðaltali 9 og hljóðaði bak mæling svona: 5 með 9,5 15 með 9 5 með 8,5 Ómvöðvi var að meðaltali 31,8 hjá hrútunum og hljóðaði hann svona: 1 með 38 1 með 36 1 með 35 3 með 34 4 með 33 2 með 32 5 með 31 3 með 30 2 með 29 3 með 28 Meðaltal á lögun var 4,3 Meðaltal ómfita var 3,3 Meðaltal malir 8,9 Gimbrar voru 45 stigaðar 36 af 45 voru með 30 í ómvöðva og yfir hæðst 38 í ómv og meðaltal var 31,5 Frampartur 6 með 9,5 28 með 9,0 10 með 8,5 1 með 8,0 Meðaltal 8,9 Læri 3 með 19 10 með 18,5 23 með 18 8 með 17,5 1 með 17 Meðaltal 18,1 Meðaltal lögun 4,2 Meðaltal ómfita 3,3 Þessi verður sett á og er á móti hrút sem við setjum á hún er 48 kg 37 ómv 4,5 lag 9,5 framp og 18,5 læri. Hrúturinn á móti 60 kg 110 fótl 38 ómv 4,6 ómf 4,5 lag . Þau eru undan Hrímu og Bolta. 8 9,5 9 9,5 9,5 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig Þessi er undan Brussu og Bolta og Kristinn fær hana hún er undan minni uppáhalds kind og ég set hina systirina á. Þessi er 52 kg 35 ómv 4,5 lag 9 framp 18 læri Hér er hin systirin sem ég set á hún er 56 kg 35 ómv 4 lag 9,5 framp 18,5 læri svakalega fallegar systur og jafnar. Hér er Siggi með einn svakalega gæfan undan Ingiberg eða Bibba eins og við köllum hann og Bibbi var að koma mjög vel út hjá okkur og passaði vel á féið og gaf mjög öflug lærahold. Krakkarnir fengu frí í skólanum til að vera viðstödd þennan merkisdag hjá okkur og velja með okkur ásettninginn. Þessi er tvílembingur undan gemling og gengu báðir undir og hún er undan Viðari sæðishrút og stigaðist svona 46 kg 32 ómv 4,5 lag 9,5 framp 18,5 læri og hin á móti var 40 kg og með 29 ómv 4 lag 9 framp og 18 læri mjög þungar og flottar tvílembings gimbrar undan gemling. Embla Marína dóttir okkar valdi þessa undan Rósu og Kaldnasa 46 kg 30 ómv 4 lag 9 framp og 18 læri. Ronja Rós fékk þessa flekkóttu gimbur undan Bibba og Möggu Lóu. 43 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lag 9,5 framp 18,5 læri. Elsku Ronja Rós okkar er búnað vera svo veik alveg síðan á föstudaginn 17 sept og það hefur sett strik á það ég hafi ekki verið búnað koma þessu bloggi hér fyrr inn. Hér er hún með Jóhönnu frænku í fjárhúsunum á meðan við vorum að velja ásettningin fyrir okkur áður en kaupendur færu að koma og skoða. Þetta er hún Móna Lísa sem gekk með alla þrílembingana undir sér og vigtuðu þeir alls 143 kg og þau eru undan Kol sem er mógolsóttur heimahrútur hjá okkur. Ég set þessa á undan henni og hún er 45 kg 30 ómv 9 framp 18 læri . Þessi er svo gullfalleg stór og mikil að ég varð að setja hana líka á hún er undan Lóu og er mógolsótt tvilembingur 47 kg 31 ómv 6,7 ómf 4 lag 9 framp 18 læri. Þessi mórauða er líka ásettningur hjá okkur undan Fíu Sól og Kol 48 kg 30 ómv 17,5 læri á svo eftir að gera ýtarlegri umfjöllun um ásettningin þegar við tökum lömbin inn í haust. Við setjum þennan á hann er undan Kolfinnu og Óðinn. 56 kg 33 ómv 3,0 ómf 4,5 lag 109 fótl 8 9 9 9 9,5 19 8 8 8,5 alls 88 stig. Hér er Benóný búnað spekja hann og líka annan kollóttan sem við ætlum að eiga og er sæðingur undan Tónn og er 69 kg 33 ómv 7,3 ómf 4 lag 8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 9 alls 88 stig. Hér er Rósin okkar hún Ronja Rós í fjárhúsunum. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af stiguninni. 25.09.2021 12:31Smalað 17 og 18 sept Búlandshöfði og SvartbakafellVið Kristinn byrjuðum að smala inn fyrir Búlandshöfða föstudaginn 17 sept og ´Dóra og Bárður komu og hjálpuðu okkur. Emil var bílstjóri hann var búnað vera róa á Sauðakróki en náði að fá frí yfir smala helgina og næstu viku. Hér má sjá hvar ég byrjaði og það sést þarna í Kirkjufellið í baksýn. Kristinn tók þessa mynd þegar við vorum að ganga undir Búlandshöfðanum og niður í Búlandi. Þarna sést hvar kindurnar fara kindagötu undir hlíðinni fyrir neðan þjóðveginn sem sést hér fyrir ofan. Hér halda þær áfram undir og hér sést hversu bratt þetta er undir og falleg náttúra. Kristinn tók þessa mynd af mér með Ólafsvíkur Ennið í baksýn og hér erum við búnað ganga undir Höfðanum og erum að nálgast Mávahlíðarhelluna. Hér er svo Kristinn á svipuðum stað undir Höfðanum. Áfram gakk alveg að vera kominn yfir Höfðann og niður á Mávahlíðarhellu. Hér sést hvar Kristinn kemur á eftir þeim og ég fór upp á veg og elti eina sem var að reyna að skjóta sér upp. Hér erum við komin yfir og nálgumst Mávahlíðarhelluna. Hér er Dóra komin á Mávahlíðarhelluna. Ég fór efst upp í Mávahlíðina og náði í hana Lóu mína og mórauða gengið sem geta verið frekar óþekkar við mig. En þær voru bara nokkuð þægar núna. Hér er ég upp í hlíð og á veginum er Bárður á hvíta bílnum. Hér eru hrútarnir Bolti, Kolur og Sprelli og Kristinn að reka þá og hér erum við komin fyrir ofan Mávahlíð í hlíðina. Hér er ég upp í hlíð alveg við Mávahlíðargilið og hér sést útsýnið yfir Mávahlíð. Ég hélt svo áfram út hlíðina og fór yfir Tröð og yfir í Fögruhlíð og stóð þar fyrir meðan Emil keyrði Sigga í Tungu og Kristinn upp í Fögruhlíð þar sem þeir fara upp á Sneið og stugga við fénu þar niður og þá þarf ég að bíða og verða viðbúin ef þær ætla halda áfram framm hjá mér. Fyrir neðan mig var svo Magnús Óskarsson frændi Gumma að aðstoða okkur. Hér erum við búnað koma þeim niður og erum að reka þær niður Fögruhlíðina. Hér eru svo veturgömlu hrútarnir þeir voru lengst upp í hlíð. Hér erum við komin með féð alveg niður með Kötluholti og áleiðis inn í Tungu. Hér eru strákarnir búnað fanga einn hrút sem var að gefast upp og henda honum upp á kerru inn í Fögruhlíð við Holtsána. Embla Marína og Erika vínkona hennar voru svo duglegar að smala. Hér er allt á réttri leið inn í Tungu. Flottir smalar hér á ferð Kristinn,Magnús Óskarsson,Guðmundur Ólafsson og Emil að fara reka inn. Emil og Maggi að virða fyrir sér féið. Terta með sín lömb undan Óðinn. Ósk með sínar gimbrar undan Kaldnasa. Flott þrílemba hér frá Gumma Óla Ólafsvík. Móna Lísa hörku kind með þrílembingana sína sem gengu allir undir öll mógolsótt nema ein er með sokka líka. Dúfa hennar Jóhönnu með gimbrina sína undan Bjart og svo er svört gimbur frá Sigga sem fylgir henni. Snærós gemlingur með hrútinn sinn. Hér er verið að reka inn fyrri daginn sem sagt föstudaginn þegar við smöluðum Búlandshöfðann og Mávahlíðina inn af Fögruhlíð. Daginn eftir skiptum við okkur svo að Siggi ,Hannes og strákarnir og Kristinn fóru upp á Fróðarheiði og gengu þar yfir í Hrísar og þar fór Kristinn niður og hinir héldu svo áfram og í átt að Svartbakafellinu. Ég,Maja systir og Óli maðurinn hennar og Embla,Freyja og vinkonur þeirra Erika og Hekla fórum upp inn í Fögruhlíð fyrir ofan sumarbústaðinn hans Ragga frænda og Sigrúnar og gengum þar upp ,upp lengst yfir allt og alveg þar til við vorum búnað labba gamlan rafveitu veg upp á topp alveg upp fyrir Urðir sem sýna útsýni yfir í Svartbakafell og Rjómafoss. Það var hvílt sig inn á milli enda kraftmikill ganga að labba svona upp í móti svona lengi. Stelpurnar voru svo duglegar og stóðu sig svakalega vel. Og áfram lá leiðin lengra upp og Óli svoleiðis stakk okkur af í sínu fanta formi og blés ekki úr nös meðan við hin vorum að andast að komast þetta he he í engu formi. Hér erum við komin vel upp og sést hér fallegt útsýni yfir í Ólafsvík sem er fjallið lengst í burtu fyrir aftan þær. Embla Marína,Hekla Mist, Erika Lillý og Freyja Naómí hörku duglegar smala stelpur. Nú skiptum við okkur og Óli og Maja fara lengra upp og kíkja upp í Fossakinnar og upp í Bjarnaskarð og við höldum áfram inn Urðirnar. Það sést svo hérna niður að Svartbakafelli og sést í Rjómafossinn. Hér erum við farin að fikra okkur nær og hér er Hekla og Freyja með Rjómafossinn í baksýn. Embla og Erika líka nema við erum komin enn þá nær og erum að fara lækka okkur til að komast í Hríshlíðina við Rjómafossinn. Ég var búnað labba alla leið niður að Hríshlíðinni og skildi stelpurnar eftir þar svo þurfti ég að fara upp aftur til að vera á undan kindum að komast upp á Sneið aftur og svo þegar ég var búnað koma mér þangað voru stelpurnar búnað vera svo duglegar að þær voru komnar með kindurnar niður að Rauðskriðumel og Emil tók þær upp í bíl og þau ráku þær kindur áleiðis. Ég varð því að labba aftur til Maju að Hríshlíðinni og niður að Rjómafossi og reyna komast yfir hann en það var of mikill straumur og mikið vatn í gilinu svo ég sneri við og þá voru Óli,Siggi og Maja búnað ná að komast í veg fyrir þær meðan ég var í þessum vatnsleikja æfingum að reyna komast yfir. Hér má sjá hvar féið kom niður hjá Ragga og Sigrúnar bústað. Hér er Emil að taka á móti stelpunum þegar þær komu niður með kindurnar hjá Rauðskriðu melinu og hér sést í Glaumsgil og Tröllagil. Við komumst svo öll niður og fórum niður með ánni og yfir hana og yfir í Holtstungurnar og svo hófst eltingarleikur þegar við vorum komin niður að Fögruhlíð þá tóku sumar straujið yfir brúna og yfir að Tröð en Emil og Óli náðu að komast í veg fyrir þær ásamt krökkunum og reka þær til baka. Hér er verið að reka heim að Tungu. Freyja og Hekla smalastelpur. Það var heilmikið sport að fá far með kerrunni þegar þurfti að pikka einhverjar kindur upp. Hér er Hekla ,Hrannar og Benóný að halda einni kind meðan Emil fór að sækja kerruna. Allt að gerast. Maja og Kristinn. Benóný,Freyja,Hrannar og Hekla. Hér er svo rekið inn. Það voru svo flottar veitingar sem biðu okkar þegar við komum. Jóhanna og mamma sáu um að koma kaffinu og kökunum fyrir og mamma gerði vinsælu brauðtertuna sína og ég gerði marenstertuna og svo pöntuðum við stóru réttarkökuna hjá Jón Þóri bakara. Jóhanna bakaði brauð og var með kjúklingasúpu við keyptum 6 pakka af tilbúni súpu í bónus. Helga hans Kristins kom líka með skúffuköku og heimabökuð súkklaðihorn. Það heimtist vel í þessum báðum leitum og mig vantar aðeins 4 kindur og við vitum svona nokkurn veginn hvar þær geta verið í Búlandshöfðanum. Kristinn var mjög óheppinn honum vantar tvær kindur og lömbin skiluðu sér svo hann verður að velja sér nýjar til ásettnings. Við fórum svo aftur upp á fjall inn í Búlandshöfða eftir kaffið í Tungu og þar voru kindur sem við vissum að vantaði og við gáðum fyrst upp í Grensdali en þar var ekkert nema ókunnugar kindur sem tóku strax á rás þegar þær sáu okkur og þá fór Siggi alveg upp og gáði betur upp á fjalli og fann þær þar. Ég og Embla fórum aftur niður en Kristinn fór upp til Sigga og þeir ráku þær svo uppi alla leið að Fögruhlíð og ráku þær svo niður þar. Svo gekk það allt saman vel og við fórum svo að klippa rassullina þegar var búið að ná þeim alla leiðina inn í fjárhús. Þessi er alveg gullfallegur og erum við mjög spennt hvernig hann kemur út hann er undan Kolfinnu og Óðinn. Hér er ein mógolsótt undan Lóu og Kol. Hér eru stelpurnar með minni hjálp búnað spekja þennan. Hér erum við að vigta. Emil og Kristinn að draga og Siggi á vigtinni. Krakkarnir spenntir í þessu með okkur. Freyja og Erika kátar. Embla,Hrannar og Freyja að prófa að draga. Fallegur undan Tertu og Óðinn þessi svartflekkótti hrútur með smá botnóttan lit í framan og fótum. Þessi flekkótta er undan Möggulóu og Bibba. Fallegar systur undan Lóu. Erika og Embla með Ljúf sem Embla skýrði. 25.09.2021 10:42Smalað inn í Bug og við kíktum að aðstoða 16 sept.Hér er Maggi Óskars frændi Gumma að reka og Embla og Erika fengu að standa fyrir. Hér byrja þær að leita útaf eins og þær eiga til að gera. Guðmundur er ekki lengi að skella sér í veg fyrir þær. Magnús Óskarsson með smala hundana sína. Guðmundur búnað komast í veg fyrir þær og allt á réttri leið. Hér halda þau svo á stað að reka inn í Bug. Hér er svo Kristinn hann var slæmur á fæti en það er allt að koma til sem betur fer hann er orðinn svo spenntur að fara smala. Magnús að sækja eitt sem var að stinga sér út undan. Búið að fanga eitt Guðmundur og Kristinn að draga það niður. Þetta stakk sér við bakkann á gilinu og náðu þeir að fanga það líka. Það gekk vel að smala þeir tóku Geirakot og smá að Fróðarheiði til að létta undir smölun fyrir laugardaginn. Spennan orðin Gifurleg hér er Hexía með lömbin sín undan Óðinn. Hér er hún aftur. Viktoría með gimbur undan Óðinn. 15.09.2021 12:58Rúntur 12-13 septÉg tók rúnt 12 sept í rígningunni og rokinu og þá voru kindurnar búnað leita sér skjóls í Mávahlíðargilinu. Gurra með þrílembingana sína í Fögruhlíð. Náði að sjá móra hans Sigga sem er undan Ingiberg og svart bróðir hans. Hér sést aðeins í þá og aðra kind frá Sigga. Ég var að reyna súma myndina af honum en það var frekar mikil rigning svo hún er aðeins óskýr en mér sýnist hann vera mjög fallegur langur,stór og mikill hrútur. Hér er Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart. Gimbur frá Sigga undan Lottu og Þór. Hér er sú gráa á móti þær voru vel blautar greyjin enda búið að vera svo mikil rigning og rok seinast liðna viku. Hér er svo Aska aftur með gimbrarnar sínar undan Dag. Önnur þeirra er snjóhvít. Hér er hin. Lömbin hennar Möggu Lóu og Bibba . Það var mikið brim í fyrra dag þegar ég tók myndina og það voru allsstaðar fólk stopp niður i fjöru að taka myndir af öldunum. Þessir höfðingjar frá Gumma Óla voru niður á Mávahlíðarhellu en ég sá ekki móðirina svo það er spurning hvort hana vanti ,þetta er í annað sinn sem ég sé þá bara tvo saman en þeir eru frá Gumma Óla Ólafsvík svakalega fallegir. 15.09.2021 12:39Rúntur 7septViktoría með gimbrarnar sínar undan Óðinn. Aska með sínar gimbrar undan Dag ég var að sjá hana svona nálægt í fyrsta sinn í sumar núna. Brussa með sína gimbur undan Bolta. Þessar sá ég í fjarska þetta eru Terta með hvíta gimbur og gráflekkóttan hrút og svo er Randalín með hrút frá Sigga sem var vaninn undir og svo með gimbrina sína undan Bolta. Hér er Mávadís með hrút og gimbur undan Þór. Hér sést hrúturinn betur. Gimbrin hennar. Þessi er frá Sigga og heitir Grýla og er með lömb undan Bolta. Hér sjást þau betur. Hér er Tuska hans Kristins með hrútana sína undan Kol. Hér hleypur hún með þá á brott. Þeir eru fæddir í júní svo þeir eru ekki eins stórir og hin lömbin en líta bara mjög vel út enda Tuska bara gemlingur og með þá báða undir sér. Hér er Kleópatra gemlingur með hrútana sína undan Ingiberg. Hér sést svo betur í Tusku með hrútana sína tekið seinna um daginn. Hér er Milla gemlingur sem bar líka í júní með gimbrina sína undan Kol. Hér sést í Gurru með þrílembingana sína undan Óðinn og svo kollótt lamb frá Snúllu hennar Jóhönnu aftast. Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík.
Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is