Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2021 Nóvember

30.11.2021 14:23

28 nóv Ásettningsmerkin sett í lömbin og fleira

Hér er Kristinn,Emil og Siggi að hjálpast að við að setja ásettingsmerkin í lömbin. Við Emil vorum byrjuð en ég var ekki alveg að standa mig í að halda þeim kyrrum fyrir Emil þegar hann var setja merkin svo það var miklu betra að fá aðstoð og þá var þetta líka miklu auðveldara.

Þetta er svo sannkallaður drauma morgunverður lagkaka ,kaffi og Biblían sjálf mætt í hús.

Magnús bróðir minn og Rut kærastan hans komu vestur um helgina og komu í heimsókn
í fjárhúsin.

Taka sig vel út og auðvitað vildi Lóa fá athygli hjá þeim og var ánægð að fá klapp frá Rut.

Freyja hjá Grettir Máv syni frá Sigga.

Embla líka að knúsa hann og klappa það finnst honum svo gott.

Freyja að klappa Lísu og Hrafney.

Dúlla veturgömul að sníkja sér klapp hjá Freyju.

Píla nýklippt og fin.

Panda og Moldavía.

Embla og Erika ánægðar að klappa gimbrunum.

Þær keppast um að fá klapp hjá þeim.

Benóný hjá hvítu gemlingunum sem eru hinum megin og þær eru jafn spakar og ágengar
að fá klapp eins og sést hér.

Hér eru Embla og Erika á Lísu og Hrafney sem eru veturgamlar og kippa sér ekki mikið upp við að þær séu að setjast ofan á þær því ég fæ þær til að tala við þær svo ég fái frið að sópa grindurnar á meðan.

26.11.2021 10:32

Kindurnar 25 nóv allar svo gæfar

Við fórum og sóttum fóðurbætir og saltsteina fyrir fengitímann í Kb um daginn og svo er bara
allt í róleg heitum og þær slæða mjög mikið þessa dagana því ég er að gefa þeim svo mikið því það er nýbúið að taka af þeim ullina þá þurfa þær að hafa meira en nóg að éta sérstaklega því ég gef bara einu sinni á dag. Það er svo næstum ógerlegt að sópa því þær eru svo svakalega gæfar að þær vilja allar fá klapp og klór og hópast að manni og elta mig alla leiðina meðan ég sópa svo það er pínu ókostur að hafa þær svona ekstra spakar þegar maður ætlar að flýta sér að sópa he he. En þær eru alveg æðislegar og eru nánast allar miklir karektar og aðrar meiri en aðrar eins og Embla sem er undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút hún er mjög ákveðin og ef ég tek ekki nógu mikið eftir henni og sinni henni ekki þegar hún biður um klapp þá stekkur hún bara upp á mig og stundum er ég ekki alveg viðbúin við því og mér dauðbregður við hana.

Ronja Rós er hér í kinda klemmu he he allar að sækjast í hana og 
hún er komin í sjálfheldu innikróguð af þeim.

Hér er hún farin að reyna príla upp á Möggulóu til að reyna koma 
sér frá þeim því henni finnst þetta kanski aðeins of mikið he he 
allar svo forvitnar í hana.

Ég kom henni til bjargar en ekki það hún er nú ekki mikið hrædd,
 ýtir þeim bara aðeins frá og klappar þeim.

Hér er ég svo að reyna sópa en þær hópast svo í kringum mig enda 
er ég líka pínu búnað dekra þær of mikið því þær vilja fá klappið sitt
 og klór.

Hér er svo hún Embla ákveðin í að fá athygli og veit alveg hvernig 
á að fara að því.

Freyja Naómí svo dugleg að taka stærðar fang og gefa.

Erika og Embla líka þær eru ótrúlega duglegar að koma með mér að gefa og finnst þetta 
svo rosalega gaman.

Hér eru þær með honum Diskó lambhrút sem er undan Tón sæðingarstöðvarhrút nú 
styttist í fengitíma og þá þarf að fara huga að nýjum sæðingarhrútum til að nota.

Hann fær svo líka koss á kinn.

Hér eru þær svo með Bassa lambhrút sem er undan Bolta.

Hér eru mislitu gemlingarnir og svo eru hvítu á móti þeim hinu megin.

Hér eru svo kindurnar mislitar öðrum megin og hvítu hinu megin og þær eru akkurrat jafn margar.

Mér finnst hún Lóa svo fyndin svona hún minnti mig strax á 
Ragnar Reykás úr spaugstofunni með skeggið svona í vöngunum.

Jæja nú er spennan að magnast að fara klára setja niður á blað fyrir fengitímann og bíða eftir að fá Hrútaskrána í hendurnar þó svo að maður sé búnað skoða hana á netinu er alltaf miklu skemmtilegra að fá hana og fletta henni hvenær sem tækifæri gefst.

22.11.2021 23:38

Ásettningur hjá Gumma Óla Ólafsvík

Þetta er hrúturinn hans og hann er Glám sonur og undan kind sem heitir Þoka.

52 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lag 108 fótl

8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86,5 stig.


Þessi er undan Brælu og Bolta.

43 kg 32 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 109 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er móbotnótt og Gummi fékk hana í gimbra uppboðinu á héraðssýningunni á Gaul.


Þessi er undan Bunu og Bolta.

49 kg 36 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 110 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Dísu og Bolta.

54 kg 35 ómv 3,2 ómf 4 lag 112 fótl 9,5 framp 19 læri 9 ull 9 samræmi.


Þessi er undan Glám sæðishrút og Þoku.

48 kg 33 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 107 fótl 9,5 framp 18,5 læri 8 ull 8 samræmi.


Þessi var frekar feimin við myndavélina en þessi er undan Steinunni og Bolta.

46 kg 31 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 109 fótl 8,5 framp 18,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Tinnu og Tinna og er grámórauð.

50 kg 30 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 113 fótl 8,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Fríð og Tinna.

52 kg 30 ómv 5,7 ómf 4 lag 112 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Hér sést vel hvað þær eru fallegar hjá honum.

Hrúturinn vel hyrndur og langur og fallegur.

Hér er Gummi að fræða okkur um ættir og fleira í flottu kósý fjárhúsunum sínum.

Hér eru tvær mjög fallegar hjá honum þær eru veturgamlar og þessi svartbotnótta bar þrem í vor sem gemlingur.

Varð að setja aðra svona til að sýna ykkur betur hversu flott bygging er á þeim.

Þetta er glæsilegur ásettningur hjá honum sem verður spennandi að fylgjast með.

Það eru svo fleiri myndir hér ínn í albúmi.

22.11.2021 23:23

Tekið af kindunum 21 nóv.

Arnar kom til okkar á sunnudaginn og tók af kindunum. Hann var eldsnöggur af þessu og 
þær sáttar og fínar eftir klippinguna.

Emil að draga og kiddi tekur á móti og skellir þeim niður fyrir Arnar.

Jóhanna og Siggi sáu um ullarmatið og setja í poka og Erika og Embla fylgdust með öllu saman og voru svo duglegar að vera með allann daginn.

Hér er búið að snyrta þessar hvítu.

Og hér eru mislitu.

Embla og Erika vildu láta skilja eftir á Lóu í kringum hausinn og hún er alveg eins og ljón
frekar fyndið að sjá hana.

Hér eru Lóa og Blesa.

10.11.2021 13:45

Ásettnings gimbrarnar okkar 2021

21-006 Moldavía undan Kolur og Lóa. Tvílembingur.

47 kg 31 ómv 6,7 ómf 4 lag 110 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 43,5


21-007 Doppa undan Skottu og Kolur. Tvílembingur undan gemling.

47 kg 34 ómv 3,8 ómf 4,5 lag 109 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 43


21-008 Rúsína undan Kolur og Móna Lísu. Þrílembingur gengu öll undir.

45 kg 30 ómv 2,9 ómf 3,5 lag 112 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 43


21-009 Rúmba undan Kolur og Óskadís. Þrílembingur.

43 kg 34 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 115 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 43


21-010 Píla undan Fíu Sól og Kolur. Tvílembingur.

48 kg 30 ómv 2,6 ómf 4 lag 113 fótl 9 framp 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42,5


21-011 Viðja undan Viðari sæðishrút og Melkorku hún er tvílembingur undan gemling og þau gengu bæði undir.

46 kg 32 ómv 4,1 ómf 4,5 lag 105 fótl 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44


21-012 París undan Þór og Mávadís. Tvílembingur.

42 kg 33 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 106 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 43


21-013 Spöng undan Kórónu og Dag. Einlembingur undan gemling.

44 kg 33 ómv 2,7 ómf 4 lag 105 fótl 9 framp 18 læri 9 ull 8 samræmi alls 44


21-014 Kaka undan Óðinn og Tertu. Tvílembingur.

44 kg 33 ómv 2,5 ómf 5 lag 108 fótl 9,5 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44



21-017 Orka undan Brussu og Bolta. Tvílembingur.

56 kg 35 ómv 5,3 ómf 4 lag 112 fótl 9,5 framp 18,5 læri 9 ull 8 samræmi alls 45


21-018 Bylgja undan Bolta og Hrímu. Tvílembingur.

48 kg 37 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 108 fótl 9,5 framp 18,5 læri 8,5 ull 9 samræmi alls 45,5


21-019 Spyrna undan Bolta og Snædrottningu. Tvílembingur.

47 kg 38 ómv 3,1 ómf 5 lag 108 fótl 9,5 framp 19 læri 9 ull 9 samræmi alls 46,5


21-020 Komma undan Bjart og Dúfu. Tvílembingur í eigu Jóhönnu.

46 kg 28 ómv 2,9 ómf 3,5 lag 110 fótl 9 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44


21-021 Panda undan Ingiberg og Möggu lóu. Tvílembingur.

43 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lag 109 fótl 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi alls 43,5


21-022 Ástrós undan Kaldnasa og Rósu. Tvílembingur.

57 kg 30 ómv 4,2 ómf 4 lag 105 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 43

Hér koma svo hrútarnir 2021

21-001 Bassi undan Bolta og Hrímu.

60 kg 38 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 110 fótl

8 9,5 9 9,5 9,5 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig.

21-002 Ljúfur undan Kolfinnu og Óðinn.

56 kg 33 ómv 3,0 ómf 4,5 lag 109 fótl.

8 9 9 9 9,5 19 8 8 8,5 alls 88 stig.

20-003 Fönix undan Dúfu og Bjart.

Hann var heimtur seint og er óstigaður.

20-004 Diskó undan Tón sæðishrút og Vaíönnu.

69 kg 33 ómv 7,3 ómf 4 lag 113 fótl

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 9 alls 88 stig.

20-005 Prímus í eigu Kristins undan Val 20-732 og ær nr 19-901

53 kg 32 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 110 fótl.

8 9 9 9 9,5 18,5 8,5 8 9 alls 88,5 stig.

09.11.2021 10:26

Fjárhúsin í nóv margt og mikið fyrir stafni.

Við tókum sýni úr einni gimbur hjá Sigga sem er undan Kost sæðingarstöðvarhrút og svo hrútnum sem hann keypti hjá Óla á Mýrum og Prímus sem Kiddi keypti af Hjarðarfelli og svo Fönix sem er kollótti hrúturinn hennar Jóhönnu sem heimtist seint. Svo sprautaði Siggi það sem var eftir að fá blandaða bóluefnið og svo kom Hjalti dýralæknir og sprautaði lömbin á
föstudaginn . 

Svo fórum við þar síðustu helgi að hjálpa Sigga og Kristni að reka inn það sem þeir voru búnað smala inn fyrir Búlandshöfða og náðu þar með kind sem Bibba og Valli áttu eftir að heimta og þeir náðu að koma henni saman við okkar kindur og reka það inn í Tungu.
Svo helgina eftir fóru þeir aftur ásamt tengdasyni Kristnis í grenjandi rigningu og náðu hinni
ókunnugu kindinni sem var búnað vera þvælast inn fyrir Búlandshöfða líka og þá náðu þeir í restina af okkar kindum líka til að ná henni með í hópinn og ráku það svo inn í Tungu líka svo nú ætti að vera búið að hreinsa allt aðkomufé þar um slóðir.

Hér er Siggi og Kristinn að störfum og verið að sprauta með blandaða bóluefninu.

Hér er verið að taka sýnið úr hrútunum.

Hér eru þeir vel einbeyttir að taka sýnið.

Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður þarf að láta hornin fara þau eru kominn of nálægt.

Hér er Siggi að tala hann til að þetta verði allt í lagi og kveðja hann með hornin sín.

Hér hefst svo aðgerðin að saga hornið af með vírnum.

Það þarf ekkert minna en þrjá menn í þetta verk he he en þetta gekk allt saman vel.

Hér er verið að reka kindurnar inn í Tungu og Svartbakafellið inn í Fögruhlíð blasir þarna á bak við.

Hér er Kristinn að reka með Emblu og Eriku við Holtstjörnina.

Hér erum við svo komin með þær upp í Tungu.

Þeir eru ekki styggir hjá okkur lambhrútarnir hér eru stelpurnar að leggja sig með þeim.

Erika og Embla með Dorrit hans Kristins sem er orðin svo gjæf hjá þeim.

Hér er Mávadís hún er undan Kolfinnu og Máv.

Lísa veturgömul undan Ask og Sölku. Þrílembingur.

Epal veturgömul hæðst stigaða kindin okkar með 40 ómv 19,5 læri og 9,5 frampart og hún var höfð geld sem gemlingur og er svaka bredda núna og rosalega falleg.
Hún er þrílembingur undan Djásn og Bolta.

Mávahlíð veturgömul og hún var höfð geld líka hún er undan Vask og Vofu.

Hrafney veturgömul hún er undan Móra og Hröfnu.

Melkorka veturgömul hún var með tvö undir sér núna í vor gemlingur. Við setjum gimbur á undan henni og Viðari sæðingarstöðvarhrút. Hún er undan Kviku og Vask.

Blesa veturgömul hún var höfð geld. Hún er undan Möggu Lóu og Kol.

Brussa ein af mínum uppáhalds kindum hún er 2016 árgerð undan Máv og Þotu.
Við setjum báðar gimbrarnar hennar á Kristinn fær aðra þeirra.

Brá er veturgömul og var höfð geld hún er undan Bolta og Fíónu.

Fía Sól sú mórauða hún er 2016 og  er undan Styrmi og Þrumu og sú aftari er 2014 og heitir Móna Lísa og er undan Mugison og Þrumu líka.

Hér er Höfðagengið sem gengur í Búlandshöfðanum vel skrautlegt.
Sú gráa kollótta er undan Móra sæðingarstöðvarhrút.

Rósa 2016 og Randalín 2018.

Hér er Óskadís hún er fædd 2018 undan Knarran og Eldey.

Hér er Kleópatra veturgömul undan Brussu og Mosa og svo Epal og Kóróna allar veturgamlar Kóróna er undan Gyðu Sól og Mosa.

Embla að klappa kindunum úti Möggu Lóu og Einstök.

Erika að klappa Hrafney og Viktoríu.

Fallegur morgun inn í Tungu með Snæfellsjökulinn í baksýn við kindurnar á túninu.

Erika og Diskó bestu vinir.

Benóný og Ronja dugleg að gefa lömbunum að borða.

Hér er hún Rúða frá Gísla á Álftarvatni sem Kristinn og Siggi náðu og hér er lambhrúturinn orðinn svo gæfur hjá Emblu að hann lagðist niður hjá henni. Svo kom í ljós þegar þau komu að sækja að hann var hálfgerður heimalingur og var á pela áður en hann var vaninn undir svo það hefur útskýrt af hverju hann varð strax svona spakur við okkur.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

09.11.2021 10:15

Haust,Vetur og fleira

Flott í nýja kuldagallanum sínum í haustlitunum.

Haustið að kveðja.

Svo kom veturinn og snjórinn velkominn hjá krökkunum.

Svo gaman að fá að moka snjóinn.

Embla Marína.

Benóný Ísak.

Ronja Rós að moka yfir Freyju Naómí.

Aðeins að smakka snjóinn.

Svo gaman að fá fyrsta snjóinn. Systurnar æðislegar í Moló göllunum sínum.

Freyja Naómí.

Að prófa leyfa Ronju Rós að renna bak við bílskúr hjá okkur.

Freyja búnað ná í sleðann sinn.

Svo gaman hjá þeim.

Mamma taktu mynd meðan ég hendi snjónum he he .

Smá búninga gleði að máta Elsu kjóla.

Ronja á halloween í leikskólanum fór í prinsessu kjólnum sem Karítast,Danni,Maja og Óli gáfu henni í afmælisgjöf.

09.11.2021 10:03

Reykjavíkurferð í Mínigarðinn 28 okt.

Í vetrarfríinu skelltum við okkur til Rvk á miðvikudeginum eftir skóla hjá krökkunum og gistum eina nótt í verkalýðsíbúð í Kópavoginum svo keyptum við kuldagalla á Ronju Rós og fórum svo í Minigarðinn með Magga bróðir og Rut kærustunni hans og borðuðum svo með þeim. Minigarðurinn er mjög flottur og þetta var virkilega gaman en ég hugsa að næst myndi ég fá pössun fyrir Ronju því það fór eiginlega megnið af tímanum í að hlaupa á eftir henni og passa að hún gerði ekki eitthvað af sér he he hún er svo mikill grallari.

Allir spenntir að fara í fyrsta sinn í Mínigarðinn.

Svo kraftmikil og yndisleg.

Aðal golfarinn tilbúin.

Embla að passa systir sína meðan ég var að spila.

Freyja einbeytt að slá.

Maggi að fara pútta og Benóný að fylgjast með.

Freyja lenti í slagsmálum við vindmylluna og náði að skjóta kúlunni svo hún skaust aftur fyrir hana og lenti næstum í okkur he he þetta var virkilega krefjandi hola fyrir hana og okkur líka að ná að hitta beint upp og inn.

Að skoða Coka cola ísbjörninn.

04.11.2021 09:16

Ásettningur hjá Sigga í Tungu

Þessi er undan Slettu og Bibba.

52 kg 32 ómv 4 ómf 4,5 lag 115 fótl 

8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8 samræmi.


Þessi er á móti hinni undan Bibba og Slettu.

48 kg 32 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 107 fótl

9,5 framp 19 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Búrku og Dag.

51 kg 34 ómv 4,2 ómf 4,5 lag 108 fótl

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Sprella og Grábrók.

46 kg 32 ómv 3,3 ómf 4 lag 105 fótl 

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Kost sæðingarstöðvarhrút og Skrúfu.

50 kg 31 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 107 fótl

8,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Hláku og Grettir.

48 kg 30 ómv 1,9 ómf 5 lag 112 fótl 

8,5 framp 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Þessa gimbur fékk Siggi hjá Friðgeiri á Knörr og hún er óstiguð.


Þennan hrút fékk Siggi hjá Óla á Mýrum og hann fékk nafnið Ljómi.

53 kg 30 ómv 4,5 ómf 4,5 lag 105 fótl 

8 9 9,5 9 9 18 8 8 8 alls 86,5 stig. 

Þá er glæsilegi ásettningurinn hans Sigga upptalinn.

01.11.2021 09:06

Ásettningur hjá Kristinn Jónassyni

Þessi er undan Tuðru og Óðinn og heitir Lukka.

38 kg 30 ómv 2,0 ómf 3,5 lag 105 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8 samræmi.


Þessi er óstiguð og Kristinn fékk hana að gjöf frá Friðgeiri á Knörr. Hún heitir Vigdís.


Þessi er óstiguð og er einnig gjöf til Kristins frá Friðgeiri á Knörr. Hún heitir Dorrit.


Þessi er óstiguð og er sú þriðja sem Kristinn fékk gefins frá Friðgeiri. Hún heitir Eliza.


Þessa fékk Kristinn hjá mér og hún er undan Brussu og Bolta. Hún heitir Álfadrottning.

52 kg 35 ómv 3,5 ómv 4,5 lag 113 fótl 9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Þessa fékk hann líka hjá mér og hún er undan Hexíu og Óðinn. Hún heitir Álfadís

50 kg 33 ómv 4,3 ómf 4 lag 109 fótl 9 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Þessa fékk Kristinn hjá Sigga og hún er undan Grýlu og Bolta og heitir Þota.

49 kg 32 ómv 2,6 ómf  4,5 lag 107 fótl 8,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þennan keypti Kristinn af Hörpu og Guðbjarti á Hjarðarfelli og hann heitir Prímus.

53 kg 110 fótl 32 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 

8 9 9 9 9,5 18,5 8,5 8 9 alls 88,5 stig

Þetta er frábær ásettningur hjá honum og mun ganga betur en árið áður en það voru tvær kindur sem hann fékk eina hjá mér og ein hjá Sigga sem skiluðu sér ekki af fjalli.
En annars á hann Tusku og Randalín sem hann fékk í fyrra svo nú á hann 9 ær og 2 hrúta.

Þetta verður bara spennandi vetur að fara velja hrúta á ærnar og sjá hvað Prímus gerir hann var fenginn til að fá nýtt blóð í kollótta stofninn en það er verst að Kristinn eigi ekki eina kollótta ær sjálfur.




  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar