Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2022 Ágúst31.08.2022 15:59Vaíana og Randalín koma niður í hlíð
28.08.2022 22:18Rúntur 28 ágúst
25.08.2022 11:01Rúntur 24 ágústRákumst á þessar tvær gimbrar móðurlausar og það tók mig smá tíma að læðast að þeim og reyna finna rétta sjónarhornið til að ná mynd af númerinu hjá þeim svo ég myndi ná að sjá undan hverju þær væru en það hafðist þó og kom í ljós að þetta eru gimbrar undan Mávadís og Bassa. Ég er svo búnað taka rúnt eftir þetta og það bólar ekkert á Mávadís svo ég er ansi hrædd um að ég afskrifi hana á lífi fyrst hún sést hvergi.
21.08.2022 12:26Rúntur 20 ágúst
17.08.2022 01:15Kinda rúntur 16 ágúst.
17.08.2022 00:41Kinda rúntur 15 ágúst.
16.08.2022 23:59Kindarúntur 14 ágúst
14.08.2022 11:56Útilega á Akureyri og AusturlandVið áttum góða daga á Akureyri þrátt fyrir kulda og rigningu og biðum það af okkur fram á föstudag sem var búið að spá að yrði sól og gott veður og það stóðst og það var mjög gott veður þá. Við fórum í flestar sundlaugarnar eins og Akureyri, Dalvík, Húsavík og Geosea, Hrafnagil, Jarðböðin á Mývatni og Egilsstaði. Það var mjög gaman að prófa þessar náttúrulaugar og Mývatn var svona allt öðruvísi en mjög skemmtileg, bláa vatnið og hveralyktin var frábrugðin hinum og einkennir jarðböðin og auðvitað náttúran í kringum þau. Á Akureyri fórum við rölt um Kjarnaskóg og Lystagarðinn og svo fórum við í sund á Hrafnagili og þá var komið við í jólahúsið sem alltaf er gaman að koma. Embla var alveg eyðilögð yfir að Kaffi Kú væri ekki til lengur en það var uppáhaldsstaðurinn hennar að koma þegar við höfum komið til Akureyrar svo það er mikill söknuður eftir þeim stað. Við tók svo löng ferð í Breiðdalinn alla leið til Ágústar bróðirs og á þeirri leið ákváðum við að koma við í Jarðböðunum til að stytta ferðina fyrir krakkana. Þegar við komun svo austur vorum við með hjólhýsið á planinu hjá Ágústi og Írisi á Felli. Það var yndislegur tími þó stuttur væri, við vorum í tvær nætur hjá þeim og krakkarnir alveg elska að koma til þeirra. Embla og Freyja fóru að veiða með Ágústi bróðir og svo fengu þær að fara á hestbak með Dalíu frænku sinni og auðvitað hitta heimalinga sem voru tveir kiðlingar sem alveg bræddu mann og þær vildu helst bara eiga þá. Benóný var að safna greinum og allsskonar spýtum fyrir brennu á eldstæðið hans Ágústar en það var svo mikill rigning að við gátum aldrei kveikt upp í því svo það verður nóg til að brenna næst þegar Ágúst ætlar að kveikja upp í eldstæðinu. Dalía var svo með Dugguandarunga sem var mjög skemmtilegur hann hagaði sér eins og hundur og át hundamat og vatn úr matardallinum og elti Dalíu um allt og kúraði svo ofan á henni þegar hann varð þreyttur.
02.08.2022 23:03Útilega í Fossatúni,Bakkaflöt og Akureyri.Fórum í útilegu strax eftir heyskap og byrjuðum á að fara í Fossatún til vinafólks okkar sem var þar og mælti með að þar væri svo gott að vera og það stóðst allar væntingar og var mjög flott tjaldstæði og frábærar gönguleiðir um allt og mikil saga. Barnaleiktækin eru æðisleg og svo eru heitir pottar sem vöktu mikla lukku hjá krökkunum. Það stóð svo næst til að fara í Bakkaflöt og vera þar yfir verslunarmannahelgina með frábærum hóp af vinafólki okkar ásamt þeirra vinum og á planinu var að fara mikið í blautbúninga svo við gerðum okkur ferð til Reykjavíkur einn dag og keyptum búninga fyrir Emblu og Freyju svo þær gætu tekið þátt með krökkunum. Leið okkar lá svo í Bakkaflöt og var þar haldin svona litil verslunarmannahelgi og það var mikið fjör, farið í kubb fjölskyldu keppni,grillaðir sykurpúðar,dagsferð til Akureyrar í tívolíð og náttúrulega sundlaugina og svo fór hluti af okkur í River rafting og það var toppurinn á þessari ferð ég hafði aldrei trúað því að þetta væri svona gaman þetta var alveg mergjað. Benóný var svo svakalega duglegur og fór og tók þetta með stæl hoppaði af kletti ofan í ána ásamt mér,Emblu og Freyju og flestir úr hópnum líka og svo fór maður á bólakaf hausinn ofan í og allt og svo þurfti að synda í land og hann gerði þetta allt svaka flott hjá honum og eins stelpunum svo þetta var algert ævintýri og ég tala ekki um náttúruna sem er inn í gljúfrinu háir klettar og það voru meira segja geitur í klettunum að fylgjast með okkur húrra niður ána í bátunum. Leiðsögumennirnir sem voru með okkur að stýra bátnum voru svo kátir og flottir svo var stoppað og við fengum okkur heitt kakó úr náttúrlæk með heitu vatni alveg geggjað. Ég fór bara ein með krökkunum því Emil var með yngstu okkar Ronju upp í hjólhýsi en ég á alveg tvímælalaust eftir að fara aftur og taka hann með því þetta var svo gaman. Eftir raftinginn fengum við svo að fara í sund og heita potta upp í Bakkaflöt og fengum þjónustu ofan í pottana með drykki fyrir okkur og krakkana alveg frábær þjónusta og aðstaða hjá þeim. Við fórum svo áfram á Akureyri eftir helgina en þar skiptust leiðir okkar við hópinn því þau fóru í áttina vestur og fóru aftur í Fossatún. En þetta var alveg rosalega skemmtileg helgi með frábæru fólki og kynntumst nýju frábæru fólki í leiðinni. Hérna er hópmyndin af okkur þegar við vorum að fara í River Rafting og þetta var virkilega stór og flottur hópur Við sem vorum með krakkana fórum í aðeins rólegri ferð en Snorri,Ólöf,Regína,Dagbjört og Alli vinur Snorra fóru í djarfari ferð enda alvön og búnað fara áður og þau veltu bátnum og allir duttu úr og það var mikið fjör og mikið hlegið.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is