Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2023 Apríl

29.04.2023 16:32

Komma og Glæta báru í dag og hrútunum sleppt út

Siggi og Emil klaufsnyrtu hrútana sem voru eftir að klippa og hornskelltu hrútinn fyrir Jóa og Auði Hellissandi en hrúturinn hans

var frá okkur og þau komu með hann svo hann gæti farið út með okkar hrútum. Í gærkveldi bar Komma frá Jóhönnu og Siggi tók á móti hjá henni en það kom hausinn fyrst á báðum lömbunum það var hrútur og gimbur undan Prímusi. Glæta hans Sigga bar svo í dag og hún kom með hrút og gimbur undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það eru mjög þykk og falleg lömb.

 


Það var nú ekki mikil læti í hrútunum að komast út og næstum engin slagsmál.

Hér eru lambhrútarnir.

 


Hér eru þeir að undirbúa sig undir tilhlaup.

 


Svo kom höggið.

 


Svona var það allt og sumt svo slógust þeir ekki meira og stóru hrútarnir voru bara slakir.

 


Hér er fyrirmynd af hrútnum hans Jóa áður en hann var horntekinn en hann er mjög krapphyrndur.

 


Hér er eftir mynd og eins og sést þurfti að taka hann ansi hátt uppi en það gekk rosalega vel.

 


Hér er Komma með lambið sitt undan Primusi hitt lambið var bak við hana.

 


Hér er Glæta hans Sigga með hrút undan Hnaus.

 


Hér er svo gimbrin á móti ekkert smá falleg lömb.

28.04.2023 15:50

Ljúfa startar sauðburði 2023

Siggi og Kristinn voru í fjárhúsunum að setja upp myndavélakerfið í gær 27 apríl og þá byrjaði Ljúfa að bera

og ég kíkti inneftir á þá til að vera viðstödd og Embla og Erika komu með mér. Hún þurfti smá aðstoð því það kom

bara hausinn á fyrra lambinu og ég náði annari löppunni og svo lagðist hún niður aftur  og skaut lambinu út og 

ekkert mál svo kom seinna lambið bara sjálft svo hún er mjög flott kind og á auðvelt með að bera hún Ljúfa 

sem er gemlingur undan Ljúf og Hexíu. Þessir lambakóngar eru undan Bibba og annar er móhosu flekkóttur og hinn er svartflekkóttur með krúnu.

Mjög flottir tvílembingar hjá henni hún fékk 8 des og átti tal 30 apríl.

 


Hér er hún Ljúfa með lamba kóngana sína.

 


Hún er alveg fædd í móðurhlutverkið og varð strax súper góð mamma.

 


Hér eru Siggi og Kristinn sáttir við dagsverkið búið að færa ullina inn í hlöðu svo við getum farið með hana

og svo er búið að hleypa út hrútum sem búið er að klippa og hornskella ásamt því að Ljúfa startaði sauðburð og

myndavélarnar komnar upp og virkar svo nú má sauðburður fara skella á.

 


Þessa mynd tók ég 22 apríl og það er aðeins farið að grænka þó kalt sé úti þessa dagana.

 


Bylur orðin vel gleiðhyrndur eftir að við settum vír í hornin á þeim í vetur.


Blossi líka tilbúinn og hornin hans orðin vel frá.

 


Klaki var lengst með vírinn enda er hann með mjög þykk og mikil horn en hann er líka orðinn flottur.

 


Reykur líka tilbúinn svo þeir fara í klaufsnyrtingu um helgina og fá að fara út í girðingu.

 


Fór suður 26 apríl og fór með Benóný og Freyju til tannlæknis og Freyja var svo ánægð að 

hún er laus við góminn sinn í næstu 18 mánuði svo hún er komin í pásu. Benóný fór að láta

strekkja teinana og það gekk vel hann fann ekki mikið fyrir því og fékk auðvitað dominos brauðstangir og

svo var á óskalistanum að fara í bíó á Mario Bros myndina og hún var mjög skemmtileg.

25.04.2023 12:41

Kanarý og Tenerife ferð í apríl


Við tókum hvatvísina heldur betur í byrjun apríl og ákváðum að skella okkur til útlanda með litlum fyrirvara og fara til

Kanarý í 6 daga og fljúga svo þaðan til Tenerife í 9 daga. Við pöntuðum þetta allt sjálf í gegnum booking og flugið með play og þetta gekk allt 

saman vel upp og þó svo að ég væri búnað stessa mig mikið á að fljúga frá Kanarí yfir á Tene þá var það bara mjög þæginlegt flug og ekkert mál.

Hér má sjá krakkana á flugvellinum og þess má geta að hún Ronja var nýbúnað sjást í fréttunum á Rúv áður en þessi mynd var tekin þá var viðtal þar

við fólk um að það væri að fara erlendis um páskana og þá sást hún renna sér á bleiku töskunni sinni.

Við fórum út 5 apríl og komum heim 20 apríl. Við vorum svo lánsöm að fá Kristinn og Sigga til að sjá um kindurnar fyrir okkur því það er heilmikið að fá einhvern til að gefa fyrir sig í svona langan tíma og með svona litlum fyrirvara.

 


Benóný datt svo í lukkupottinn þegar hann hitti stjörnuna sína hann Sveppa í flugstöðinni og var búnað vera spá í að honum langaði svo að tala við

hann og var alltaf að gjóa augunum til hans og svo var mjög mikil tilviljun að hann var að fara í sömu flugvél og við og sat fyrir framan okkur í vélinni.

Benóný gat svo ekki setið á sér lengur og varð að tala við hann og auðvitað tók Sveppi vel í það og þeir náðu að spjalla um rennibrautir og rússíbana og að 

sjálfsögðu fékk hann svo mynd af sér með honum. Það var svo enn magnaðara að við hittum hann svo aftur í Aqualandi á Kanarý og þar heilsaði Benóný honum aftur alveg alsæll.  

 


Hér eru fyrstu dagarnir á kanarý á hótelinu Seaside Sandy Beach hótel sem var mjög flott og kósý og þar eru 

bestu sólbekkir og þykkustu dýnur sem ég hef fengið svo fyrir þá sem elska að liggja í sólbaði og vilja þægindi myndi ég mæla með

þessu hóteli. Það var svo bara í göngufæri við Jumbo sem er verslunarmiðstöð og minigolf og ströndin í 5 mínótna göngufæri svo staðsettningin

á þessu hóteli er frábær og á ströndinni má svo finna fullt af veitingarstöðum og Hard rock veitningarstaðinn. Okkur fannst Kanarý mjög 

skemmtilegur og kósý staður og rólegt og gott.

 


Krakkarnir keyptu sér þessa önd og fengu að hafa hana í barnalauginni.

 


Hér eru gullin okkar svo kát og elska að fara á ströndina.

 


Fórum í Hollydayworld sem er Tívolí á Kanarý og Benóný og krökkunum fannst það alveg æði.

Þau fóru í öll tækin og Benóný plataði mig, pabba sinn og Hrefnu með sér í rússíbana og það var mikið öskrað og hlegið.

 


Hér eru Benóný og Hrefna svo spennt að fara í rússíbanann og Hrefna skemmti sér svo vel og var svo ánægð með að 

Benóný hafi fengið hana til að prófa. Við hittum Stebba,Hrefnu og Steinunni í Tívolínu mjög gaman. Við kíktum svo í heimsókn

til þeirra á hótelið þeirra svo gaman að hitta Steinunni líka því ég var búnað vera fíflast í henni áður en hún fór út hvort 

ég mætti koma með henni í ferðatöskunni þegar við vorum að vinna saman á leikskólanum og svo þróaðist það þannig að 

ég elti hana svo út he he mjög skondið.

 


Hér er garðurinn okkar á hótelinu og við vorum með garðsýni.

 


Hér eru krakkarnir á páskadag búnað finna eggin sín við földum páskaeggin í einu herberginu því við þurftum að taka tvö herbergi því við 

erum svo mörg í fjölskyldu og þá var svo erfitt að finna hótel sem tekur 6 manneskjur í eitt herbergi. Við fengum nefnilega gefins páskaegg á flugvellinum

á Íslandi áður en við fórum út ekkert smá fallegt af þeim að gefa páskaegg.

 


Fórum í keilu og það var mjög gaman.

 

 

Hér er Ronja Rós í minigolfi.

 

Benóný Ísak í minigolfi.

 


Embla Marína fann draumalitinn sinn á bíl á Kanarý.

 


Þetta er á hótelinu Seaside Sandy Beach.

 


Komin í kúreka garðinn.

 


Ronja fékk að fara á hestbak á pony hest.

 


Hér eru þau að klappa asna.

 


Komin í fangelsi.

 


Embla fékk að máta byssu á barnum.

 


Freyja Naómí líka.

 


Freyja og Embla fengu að fara á hestbak. Þetta var alveg æðislegur garður og sýningarnar alveg frábærar það voru kúrkekar,bófar og indjánar og skotið

með byssum og það heyrðist mjög hátt í þeim og Ronja var pínu hrædd við skotin því þau voru svo hávær.

 


Ég og Benóný fórum líka á hestbak.

 


Í Aqualandi í Kanarý.

 


Benóný Ísak í Aqualandi og bak við hann er ein rennibraut sem ég fór með Freyju í og hún var mjög skemmtileg.

 


Í flugvélinni frá Kanarý yfir á Tenerife og leyst fyrst ekkert á þetta en svo var þetta mjög gaman og þægilegt flug.

 


Embla Marína og Freyja Naómí sátu saman.

 


Við mæðgur vorum svo saman ég og Ronja Rós.

 


Hér erum við svo mætt á Bitacora hótelið á Tenerife og það var alveg rosalega flott fyrir krakkana.

 


Hér var lítil rennibraut í barnalauginni og svo voru þrjár stórar í hinni lauginni.

 


Hér er svo leikvöllurinn ekkert smá flottur.

 


Benóný í rennibrautinni á leikvellinum á hótelinu.

 


Stuð á ströndinni búnað gera sporð á Ronju Rós.

 


Benóný var ekki mikið fyrir sandinn en fannst kósý að vera bara undir sólhlíf á bekk á ströndinni.

 


Hér eru sveita stelpurnar að gefa dúfunum að borða.

 

 

Við fórum svo í langþráða Siam park fyrir Benóný Ísak.

 


Hér var Benóný í kinnaree í Siam park.

 


Hér eru þau ölla saman í vatnsbaði.

 


Benóný Ísak og Siam park lang skemmtilegasti vatnsrennibrautagarðurinn.

 


Í lazy river.

 


Stelpurnar að renna sér.

 


Ronja Rós á hótelinu.

 


Það var leikjasalur á hótelinu líka og það kostaði 1 evru í hvert tæki.

 


Ronja,Freyja og Benóný fóru í turninn sem er við minigolfið við Paraque santiego hótelið á Amerisku ströndinni.

 


Svakalega flott listaverkin sem er verið að búa til á ströndinni.

 


Þetta var svona myndahorn á hótelinu mjög skemmtilegt.

 


Fórum út að borða með Brynju frænku og Kristmundi og hér var sett kjötið á heita pönnu og svo 

áttum við að steikja kjötið sjálf eins og við vildum hafa það og það var rosalega gott og flottur staður.

Brynja og Kristmundur komu út 14 apríl og við fórum með þeim rölt og út að borða á kvöldin og minigolf og fleira mjög gaman.

 


Emil og skvísurnar það vantaði Benóný en hann vildi vera eftir upp á herbergi og fá sér salt stangir á meðan við færum

út að borða og þá fannst honum gott að eiga sinn tíma og fara aðeins í tölvuna.

 


Stelpurnar skelltu sér í sílabað.

 


Benóný og Ronja líka mikið fjör og Ronja Rós var svo hrædd við stóru sílin að hún kippti alltaf fótinum upp he he.

 


Mætt í minigolf hér er Freyja í gervi sjóræningja og Embla stendur hjá líka. Við fórum í þetta minigolf og það var 

mjög skemmtilegt og svo var svona Wiair sæti sem maður gat farið í rússibana sjónrænt eins og fly over iceland og það var mjög skemmtilegt.

 


Hér eru Benóný ísak og Freyja Naómí í minigolfi.

 


Ronja Rós í minigolfi.

 


Emil og Ronja í sundi.

 


Það var sett upp svona uppblárin braut í sundlaugagarðinum mjög skemmtilegt fyrir krakkana.

 


Þetta var mjög krefjandi að halda sér uppi á brautinni alla leið.

 

 

Allir í stuði.


Ronja Rós fékk svona fínar fléttur með lituðu hári.

 


Svakalega fín.

 


Benóný í flottu umhverfi sem við löbbuðum upp þegar við vorum búnað fara á MC donalds og stundum

sáum við litlar eðlur og Embla sá einu sinni stóra rottu með langt skott.

 


Við plöstuðum töskurnar okkar á heimleið frá Tenerife því við vorum búnað heyra svo mikið um að það væri verið að fara í töskurnar

og stela og maður ætti ekki að geyma neitt verðmætt í töskunum og sem betur fer þá voru okkar óhultar og ekkert búið að fara í þær.

Ólöf frænka og vinafólk hennar fór heim deginum á undan okkur og það var farið í töskurnar hjá þeim alveg ömurlegt að það sé verið að gera

þetta.

 


Hér er flottur endir á ferðinni okkar en hér eru krakkarnir að fara renna sér öll saman á hótelinu á Bitacora Tenerife.

Þetta var alveg frábært hótel og mikið gert fyrir krakka frábær leikvöllur og garður.

Við leigðum kerru fyrir Ronju bæði á Kanarý og Tenerife og það var alger snilld það var komið með kerruna á hótelið og 

svo þegar við fórum þá skildi ég hana bara eftir í móttökunni á hótelinu og hún var sótt þangað fyrirtækið hér Travel 4 baby.

 

  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar