Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2011 Október31.10.2011 11:35Gimbrarnar okkar 2011Gimbrar 2011Búkolla 11-001 er undan Boga 04-814 sæðishrút og Flekku 07-005 Stigun 48 31 6,5 4 8,5 17,5 8,5 Nala 11-002 er undan Skugga 07-504 og Pöndu 10-004 Stigun 40 33 3,8 4 9 18 8 Frigg 11-003 er undan Herkúles 06-046 og Gulbrá 09-006 Stigun 46 34 3,6 4 9 17,5 8 Kría 11-004 er undan Herkúles 06-046 og Hlussu 01-660 Stigun 48 30 4 4,5 9 18 8,5 Lotta 11-005 er undan Morra 10-404 og Móru 10-014 og er í eigu Freyju Stigun 42 31 3,2 4 8,5 18 8 Dimma 11-006 er undan Negra 10-711 og Heklu 10-007 og er í eigu Bóa Stigun 41 31 2,7 4 9 18 8 Birta 11-007 er undan Mola 09-014 og Hrímu 04-767 hún er í eigu Bóa. Stigun 58 33 6,3 3,5 9 18,5 8,5 Týra 11-008 er undan Negra 10-711 og Þúfu 10-011 og er í eigu Bóa. Stigun 42 32 3,6 4 9 18 7,5 Elding 11-009 er undan Morra 10-404 og Rauðhettu 09-010 Stigun 50 34 4,3 4 9 18,5 8 Feykirófa 11-010 er undan Negra 10-711 og Mýslu 05-025 Stigun 50 30 3,2 4,5 9 18 8 Svana 11011 er undan Mola 09-014 og Aríel 08-006 Stigun 44 33 3,4 5 9 18 8 Mola 11-012 er undan Mola 09-014 og Rós 08-001 Stigun 40 33 2,7 5 9 18,5 8 Ösp 11-013 er undan Mána 09-849 sæðishrút og Rák 09-005 Stigun 50 35 5,6 4,5 9 17,5 7,5 Það á svo eftir að koma ein í viðbót sem ég fæ í skiptum hjá Bárði. Til gamans er ég svo búnað setja inn hér í horninu til hægri allan gimbra hópinn okkar frá 2007 undir Gimbrar 2007-2011. 21.10.2011 19:58Gimbrarnar teknar inn í Tungu.Jæja nú erum við búnað taka inn gimbrarnar og eins og flestir vita þá erum við hætt að vera í fjárhúsunum inn í Mávahlíð vegna þess að það er allt á sölu og einnig er komið verulegt viðhald á fjárhúsin sem er ekki vert að gera ef það yrði svo bara kippt undan manni ef það myndi seljast. Himnasending átti sér annars stað þegar Siggi og Gerða í Tungu voru svo rosalega almennileg að bjóða okkur að vera hjá sér í vetur og þáðum við það með þökkum. Ég er allveg himinlifandi yfir því að vera komin með gimbrarnar inn og geta farið að stjana við þær og er ég strax búnað gera eina spaka svo það byrjar vel . Mér lýst bara rosalega vel á þetta og eru fjárhúsin í Tungu líka mun flottari aðstað heldur en við vorum með í Mávahlíð og líka gaman að vera fleiri saman þá er meiri félagsskapur í kringum þetta. Ég er búnað taka böns af myndum af gimbrunum en ætla ekki að setja þær allveg strax inn hér á forsíðuna fyrr en ég er búnað ná góðum myndum af öllum svo ég geti sett mynd , stigun og ættir með inn. Það eru samt myndir af þeim í albúmi og einnig fór ég í heimsókn til Gumma Óla og tók myndir af ásettnings gimbrunum hans sem eru afskaplega flottur hópur og flottir litir. Ég set nú eiginlega allt of mikið á þær voru allar svo góðar en það voru 10 fyrir valinu hjá mér og 4 hjá Bóa svo við erum alls með 14 gimbrar. Siggi setur svo 10 gimbrar á. Þannig að þetta er stærðar hópur hjá okkur 24 alls. Það eru svo 4 lamb hrútar settir á og á ég svo 3 fullorðna og Siggi er með einn veturgamlan en ég set myndir af því öllu saman inn bráðlega. Í dag kom Bárður með Mána soninn minn,Borða soninn og Boga soninn sem voru allir í góðu yfirlæti hjá honum síðan á hrútasýningunni og þakka ég honum kærlega fyrir það. Hann kíkti svo á gimbrina sem ég ætla að láta hann hafa í skiptum fyrir aðra hjá honum. Jæja kíkið nú á gripina í albúminu. Hér eru ásettnings gimbrarnar hans Gumma Óla. Hér er ein hjá Gumma sem heitir Frú Laufey. Hlussu dóttirin hans Gumma. Hún er undan Hlussu Gumma og Þrándi. Þessi er undan Kveik og Hlíð hennar Þuríðar. Þessa fékk hann hjá Palla og er hún undan Dag. Þessi er undan Bjarka mórauða hrútnum hans. Þessi er þrílembingur hjá Gumma. Þessi er undan rollu hjá Snorra og Topp frá okkur. Hér er svo ein svartgolsótt hjá honum svo hann er að verða kominn með alla liti. Gleymdi allveg að það eru komnir hænu ungar hjá Bóa og Freyju í sveitinni. Bói duglegur að svíða í slyddunni. Skrifað af Dísu 16.10.2011 22:54Héraðssýning lambhrúta á Bjarnarhöfn 2011Verðlaunahafar á Héraðsýningu lambhrúta á Snæfellsnesi 2011. Hvítir hyrndir Í fyrsta sæti var Ásbjörn Pálsson í Syðri Haukatungu með hrút undan Gosa frá Ytri Skógum. Í öðru sæti var Heiða og Júlli frá Gaul með hrút undan Hriflon og í þriðja sæti var Gunnar frá Hjarðafelli með hrút undan Frosta. Stigun hrútana hljóði svo : 1 sæti : Þungi 54 fótl 112 ómv 33 fita 2,3 lag 5 8 8,5 8,5 9,5 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig. 2 sæti : Þungi 52 fótl 108 ómv 39 fita 2,5 lag 5 8 8,5 8,5 10 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig. 3 sæti : Þungi 50 fótl 111 ómv 36 fita 1,8 lag 5 8 8 8,5 10 9,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig. Kollóttir hrútar Í fyrsta sæti var Guðbjartur og Harpa á Hjarðafelli með hrút undan Snær frá Hjarðafelli. Í öðru sæti var einnig frá Hjarðafelli og var sá hrútur undan Boga. Í þriðja sæti var svo Herborg Sigríður frá Bjarnarhöfn með hrút undan Frosta. Stigun hrútana hljóðaði svo : 1 sæti : Þungi 45 fótl 105 ómv 34 fita 4,2 lag 4 8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig. 2 sæti : Þungi 49 fótl 108 ómv 32 fita 4,1 lag 4 8 8,5 8,5 9 8,5 18 9 8 9 alls 86,5 stig. 3 sæti : Þungi 44 fótl 108 ómv 33 fita 3,1 lag 4 8 8,5 8,5 9 8,5 18 8 8 8 alls 85 stig. Mislitu hrútarnir Í fyrsta sæti var Guðlaug frá Hraunhálsi með hrút undan Lumbra sem er heimahrútur. Í öðru sæti var Haukatunga Syðri með hrút undan Bykar. Í þriðja sæti var Eggjart frá Hofsstöðum með hrút undan Sokka. Stigun hrútana hljóðaði svo : 1 sæti : Þungi 50 fótl 109 ómv 34 fita 2,5 lag 4 8 9 9 9 9 18 8 8 8 alls 86 stig. 2 sæti : Þungi 46 fótl 108 ómv 30 fita 2,3 lag 5 8 8 8,5 9 8,5 18,5 8 8 8 alls 84,5 stig. 3 sæti : Þungi 57 fótl 108 ómv 32 fita 3,1 lag 4,5 8 8,5 9 9 8,5 18 8 8 8 alls 85 stig. Besti lambhrútur Snæfellinga 2011 er í eigu Ásbjörnar í Syðri Haukatungu. Stalst til að taka afrit af þessari mynd hjá vini mínum Svan í Dalsmynni en þetta er sigurvegari sýningarinnar og er hann austan megin við girðinguna svo ég náði ekki mynd af honum, Hann er í eigu Ásbyrnar eins og kom fram og er undan Gosa frá Ytri skógum. Þessi var efstur í flokki mislitra frá Guðlaugu á Hraunhálsi og tók ég afrit af þessari mynd hjá honum Eiríki Helgasyni. Þessi var efsti kollótti frá Hjarðafelli og stalst ég líka til að taka afrit af henni hjá Svani í Dalsmynni. Dómarar voru svo þeir landsfrægu Lárus Birgisson og Jón Viðar. Það var svo einnig nýtt núna að það voru veittar viðurkenningar fyrir afurðamestu ærnar í skýrsluhaldi á þessum svæðum og var þar efst ær frá Mýrdal og svo frá Syðri Haukatungu og Hjarðafelli og einhverjar fleiri sem ég man ekki allveg hvaðan þær voru. Skrifað af Dísu 14.10.2011 11:34Senn líður að hrútasýningu.Skemmtileg helgi framundan hrútasýning á Bjarnarhöfn sem hefst kl 13 á laugardaginn. Allir að mæta og koma með góða skapið og góða veðrið með sér Komið nóg af rigingu og roki í bili réttara sagt og ekki má gleyma að taka aðal hrútana sína með sér og greiða þeim og pússa fyrir sýningu Það eru svo nýjar myndir í myndaalbúmi af afmæli Freyju hrútum og nýja rúmið hans Benónýs. Í tilefni að þessum merka áfanga set ég hér mynd af vinningshafa skjöldsins í fyrra 2010 Heiða á Gaul með farandsskjöldinn 2010 fyrir besta lambhrútinn. Svo nú verður spennandi að sjá hver verður arftakinn hennar eða hvort hún haldi titlinum. Gullfallegur hrúturinn hans Bárðar undan sæðishrútnum Sokka. Hann er þrílembingur og með 18 í læri svo hann verður að fara með þennan Demant á sýninguna. Freyja og Bói komu æðislega á óvart síðasta föstudag og giftu sig í leyni Óskum við þeim innilega til hamingju og megi gæfa og hamingja fylgja þeim um aldur og ævi. Skvísan okkar var svo 6 mánaða 28 sept ég var allveg búnað gleyma að setja það inn það er svo mikið að gera í rollu stússinu hjá mér ;)
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is