Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2012 Janúar

24.01.2012 22:49

Extreame makeover og skannað gamalt efni.

Extream makeover á bílnum hans Bóa.

Fyrir breytingu.

Var að skanna þetta inn og er þetta bestu stiguðu lambhrútar 1995.

Hér er annað og fannst mér svo gaman að sjá hversu oft Mávahlíð kemur fyrir.


Þetta gróf ég svo upp líka.

Þessi er nú orðin lúin og hér sést að afi var líka með gott fé.

Frá afa líka árið 1962.

Frá pabba og Steina.


Þetta hefur verið árið sem ég fæðist.

Hér er pabbi með Morgunn.

Hér eru þeir bræður með einn sem hefur fengið bikarinn en ekki 
veit ég hvaða hrútur þetta er en þetta var árið 1998.

Hér er grein úr ársskýrslu 99-2000.



Jæja vonandi hafið þið haft gaman af þessu. Ég segi nú ekki allveg nógu góðar fréttir því ég hef mikið verið að spá í henni Aríel minni sem ég sæddi með Snævari. Það var nú þannig að mér var farið að gruna að hún hafi látið því hún var svo skrítin að aftan og alltaf geggjuð í geðinu að stanga hinar fyrir 2 vikum. Ég fór svo að gefa í dag og sá hana vera að slást og dindla dindlinum og ég hugsa Nei hver anskotinn ekki er hún að ganga og horfi betur aftan á hana og sé að hún er að reyna að kúka svo ég hugsa nei örugglega ekki. Um seinni partinn hringir Siggi í mig og segir að Gerðu finnist hún eitthvað skrýtin að hún sé örugglega að ganga upp og Siggi prófar að hleypa til hennar og Já hún var að ganga helvítið á henni, svo ég fæ ekki sæðinga úr Snævari heldur fékk hún með honum Topp okkar en það er nú heldur ekki af verri endanum. En verra þó að fá lömb 15 júní emoticon
Það eru svo nóg af myndum í albúminu svo endilega kíkið.

18.01.2012 22:29

Skannaðar úrklippur og myndir.




Fann þessa gömlu grein sem mamma geymdi og skannaði hana inn til gamans. Ég fékk mér skanna fyrir jól og nú er að fara gefast tími til að fara nota hann. Já ég er búnað vera spennt að fara byrja því ég er með fullt af efni í huga sem mig langar að blogga með og deila með ykkur Svo það mun birtast margt forvitnilegt á næstu vikum í blogginu hjá mér, það er að segja ef tíminn og börnin leyfa ;) því Emil er alltaf á sjó og þá þurfa börnin alla mína athygli og þá er ég stundum allveg útbrunnin á kvöldin ;).

Þetta var viðtal sem var tekið við pabba 29.júní 1997 af Morgunblaðinu.

Pabbi var refaskytta í húð og hár og fór alltaf allur júní mánuður í greni viðsvegar um nesið og sáum við ekki mikið af honum yfir þann tíma nema rétt aðeins að koma heim í hlað, hlaðinn af tófum. Hér er hann með einn heimilsrefinn sem við vorum gjarnan með á hverju sumri og voru þeir bara eitt af húsdýrunum og léku sér við hundinn og köttinn á bænum.

Hér má sjá Rebba vera reka köttinn niður af gluggakistunni inn í Mávahlíð og góna svo inn um gluggann. Þetta voru gamlir góðir tímar og verða þeir ofarlega í minningunni um sveitina okkar.

Þetta eru þeir Glóbus og Andri veit ekki hvaða ár þetta var en nöfnin sagði Steini frændi mér eitt sinn og að þeir hefðu báðir farið á sæðingarstöð.

Eini sem ég þekki á þessari mynd er sá alhvíti hann hét Hugur. Mér þætti vænt um ef einhver gæti kommenntað hvað hinir hétu það er að segja ef einhver þekkir og man eftir þessum gripum, þá dettur mér helst í hug að Bárður eða Óttar gætu kanski vitað það. Hugur var efstur á Héraðssýningu á Snæfellsnesi 1988.

Hugur 3 vetra 1988 undan Vinur 80-841 og Molu 79-557. Ég fann ekki í fljótu bragði númerið á honum sjálfum en þetta virkar allveg heiftar fallegur hrútur hjá þeim bræðrum pabba og Steina.
Hér er svo stigun og verðlaunaspjaldið hans.

17.01.2012 09:48

Janúar 2012

Búið að vera frekar rólegt svona í byrjun árs. Nema að við lentum í þeim hremmingum að fá hrikalega ælupest sem var svo smitandi að Benóný fékk hana fyrst svo ég daginn eftir og Embla og kötturinn fékk hana meira segja líka um kvöldið. Emil fékk þetta svo líka út á sjó en kosturinn við þetta ógeð er samt að þetta stóð bara yfir í einn dag og slappleiki daginn eftir. Ég var heppin að eiga góða að því ég gat ekki gert neitt og þurfti að fá Steina frænda Emils til að fara með Benóný á leikskólann svo kom Brynja frænka til mín um morgunin og Freyja tengdamamma var svo hjá mér yfir daginn og mamma aðeins líka svo ég var mjög þakklát fyrir það því ég gerði lítið annað en að liggja á klósettgólfinu og upp í rúmmi.
En nóg af þessum leiðindum því nú eru allir orðnir hressir.

Emil er farinn suður og byrjaður á netum og er hann að róa frá Sandgerði. Það er búið að leigja Mávahlíðina í sumar og verður hún leigð frá apríl til ágúst og er það Snorri Rafnsson grenjaskytta hér á svæðinu og fjöslkyldan hans ásamt Gylfa Ásbyrnssyni vini hans.
 Það verður gaman að sjá aftur líf þar, því manni finnst allveg ömurlegt að sjá þetta grotna bara niður og engin sé þar.

Það þurfti endilega að ganga eitt lamb hjá mér upp og fá 13 jan svo það verður ekki fyrr en 4 júni heldur seint en það er þó betra seint en aldrei og gekk svo annað upp hjá Sigga 2 dögum eftir svo þau verða bara samferða í restina hjá okkur.

Það var sko allt á kaf í snjó hjá okkur og sagði Gerða í Tungu mér að það hafi seinast verið svona mikill snjór 1995 svo það er kominn dágóður tími síðan. Annars líkaði mér snjórinn vel og fannst mér ákaflega gaman að hafa svona allt á kafi enda langt síðan maður hefur fengið svona alvöru vetur.

Donna að reyna að komast úr um útidyrahurðina.

Gekk ekki betur en það að það hrundi allt ofan á hana he he.

Vorum að snyrta hófana á Stert og Benóný fékk að fara aðeins á bak.

Fórum í heimsókn til Bárðar og hér eru gimbrarnar hans orðnar vel loðnar og fallegar.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúminu hér bæði af ferð minni til Bárðar og fleira.

08.01.2012 10:35

Gleðilegt ár kæru vinir.

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Takk kærlega fyrir innlitið og kommentin á síðuna á liðnu ári vonandi verða þau eins mörg og skemmtileg á nýju ári.

Það er allt búið að vera á kafi í snjó hér bæði yfir jólin og áramótin en okkur þótti það nú bara gaman og nutum þess að vera úti í snjónum. Það var nú samt aðeins erfiðara stundum að komast í fjárhúsin en Siggi reddaði því ef við komumst ekki.


Hér erum við á leiðinni í göngu.

Benóný Ísak með stjönuljós voða sport en hann var samt frekar hræddur við sprengingarnar og hljóp inn þegar það heyrðist í þeim en hann svaf af sér áramótin náði ekki að vaka svona lengi litla sílið.

Embla fékk líka að sjá stjönuljós og vildi bara grípa í það.

Leifur (pabbi) og Hulda (mamma) með Emblu. Það átti sér stað allveg yfirnáttúrlegur atburður í einn dag varð pabbi skýr og talaði allveg og vildi fara út af dvalarheimilinu og inn í Mávahlíð og fór mamma og sótti hann og fór með hann til Maju systir og svo til mín og áttum við góðan dag með honum. Hann þekkti meðal annars örnefni í sveitinni og talaði um að fara skjóta tófu.
 Hann hefur ekki verið svona skýr síðan að hann veiktist fyrir 7 árum og var augnaráðið eins og þið sjáið allt annað,það var líf í augunum hans en ekki þessi tómleiki sem maður sér alltaf. 
Það kom svo í ljós að hann var með þvagfærasýkingu og varð mjög órólegur þennan dag og vakti alla nóttina svo læknarnir vildu meina að hann hafi talað svona mikið út af því en hversu skýr hann var gátu þeir ekki svarað. 
Þetta var allveg ótrúlegt og leið manni hálf illa eftir þetta því núna veit maður að hann er en þá þarna inni einhversstaðar því hann var allveg með á nótunum þennan dag og hreyfingarnar í lagi það þarf yfirleitt að hjálpa honum að drekka og svona.
 Ég gaf honum malt og hann drakk það sjálfur og hafði hann áhuga á að skoða myndir af rollunum og öðru en þessi sjúkdómur hefur einmitt það í för með sér að hann hefur ekki haft áhuga á neinu.
Já við þökkum svo sannarlega fyrir þennan dag sem var eins og kraftaverk fyrir okkur.

Við vigtuðum svo loksins lömbin um daginn og var hún Elding þyngst hún var 58 kíló og var sú léttasta 40 kíló.
Þær eru farnar að loðna vel. Hér eru þær veturgömlu og var hún Gugga sem er ekki hér þyngst 79 kíló og sú léttasta var 57 kíló.
Af rollunum var Ronja golsótta rollan mín sem var með þrílembinga þyngst. Hún var 88 kíló og var sú léttasta 64 kíló en það var hún Hlussa gamla mín sem ég sæddi með Hriflon og er hún nú komin á Elliheimili með sér stíu á móti lömbunum svo hún fái nóg og hafi það gott. Hrútarnir voru einnig vigtaðir þó svo að sú vigt væri nú ekki spennandi á þessum tíma og hljóðaði hún svo : Stóru hrútarnir Rambó var 91 kíló. Moli 86 kíló. En Topp náðum við ekki að vigta því hornin voru svo stór að hann komst ekki í vigtina.
Lambhrútarnir : Stormur 54 . Týr 51. Brimill 57 og Golíat 59 kíló.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengri að sinni en það eru myndir af áramótunum og smá af rollunum svo endilega kíkið hér.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar