Kaldnasi 16-003 er búnað vera uppáhalds hrúturinn hjá okkur fjölskyldunni í öll þau ár sem við höfum átt hann. Við keyptum hann árið 2016 sem lambhrút hjá Laugu og Eyberg á Hraunhálsi. Kaldnasi var sá allra besti bæði hvað hann breytti kollótta stofninum okkar til betra og gaf mjög góðar dætur sem við eigum nokkrar ásamt veturgömlum hrút sem heitir Diskó og hann er sama gæðablóð eins og Kaldnasi var. Kaldnasi er eini hrúturinn sem ég hef getað algerlega treyst gagnvart krökkunum hann hefur aldrei sýnt þeim neitt þó þau hafi verið að hanga á honum og setið hjá honum tímum saman að klappa og knúsa, hann alveg elskaði það. Í sumar var hann viðskila við hina hrútana og var alltaf einn að væflast í kringum Tungu og Kötluholt og fólk var orðið vant því að sjá hann á sveita veginum og varla hreyfa sig þegar sumarbústaða eigendur voru að keyra og þurftu jafnvel að fara út og ýta við honum svo þau kæmust leiða sinnar. Hann kom alltaf til krakkana þegar þau kölluðu í hann eða löbbuðu til hans þar sem hann lá einhver staðar út í móa. Hann átti líka til að vera of gæfur eins og til dæmis var ekki gott að nota hann sem leitarhrút á fengitíma því hann stoppaði bara og vildi klapp og ég endaði með hann föst inn í stíu því hann vildi ekki hreyfa sig til baka þegar hann var búnað leita he he. Hann átti ástúðlega og góða ævi hjá okkur og munum við sakna hans mjög mikið og minningar hans lifa með okkur áfram. Hann var búnað vera afvelta nokkrum sinnum um ævina en bjargaðist alltaf og vorum við búnað fíflast með að hann ætti níu líf en svo gerðist það í haust að hann varð afvelta og Gunni á Brimisvöllum bjargaði honum og við fylgdumst með honum eftir það og allt var í lagi en svo vorum við búnað vera leita af honum í nokkurn tíma og hvergi sást hann og svo þegar við vorum að smala þá kom í ljós að hann var dáinn og fannst inn í Kötluholti og hefur örugglega dáið úr elli því hann lá á hlið en ekki afvelta. Kaldnasi var undan Urtu 12-181 frá Hraunhálsi og Magna sæðingarstöðvarhrút 13-944. Kaldnasi á 5 dætur hjá okkur og einn veturgamlan hrút.
Hérna er kaldnasi sem lambhrútur.
Það eru til ótal myndir af Kaldnasa og krökkunum og ég reyndi að velja þær bestu úr.
Hér er Benóný,Embla og Erika með honum.
Embla Marína með gullið sitt.
Þessi mynd er algert æði það er svo mikil ást og umhyggja sem geislar á henni.
Hér er hann í sumar farinn að láta á sjá með aldurinn en alltaf jafn góður við krakkana.
Hér er Freyja,Aron,Embla og Aníta.
Embla og kaldnasi svo góðir vinir.
Hér er Emil og Kaldnasi með bikarinn fyrir besta kollótta veturgamla hrútinn 2017.
Hér er Benóný með honum í sumar.
Hér eru Embla og Freyja með honum fyrir nokkrum árum og eins og sést var mjög vinsælt að knúsa hann.
Við létum stiga hjá okkur 98 lömb 54 gimbrar og 44 hrúta. 12 lömb af öllum lömbunum voru ekki stiguð það voru þrílembingar sem okkur fannst ekki koma til ásettnings né sölu því þeir voru frekar slakir og einhverjir hrútar sem náðu ekki nógu góðum ómvöðva og svo vantaði 4 lömb af fjalli sem hafa drepist í sumar.
Árni og Torfi komu og dæmdu lömbin hjá okkur og það er alltaf jafn gaman og spennandi og má nánast líkja því við þegar maður var barn að deyja úr spennu við að fara opna jólapakkana.
Hér má sjá Torfa,Kristinn og Árna fá sér smá kaffipásu.
Hér er svo spennan farin að líða á seinni hlutann og allir vel kátir, Siggi í Tungu að draga.
Torfi á mælitækinu og Árni að dæma. Friðgeir á Knörr er í baksýn við Sigga og kom og aðstoðaði okkur heilmikið.
Þessi er þrílembingur undan Brussu og Bassa og við ætlum að setja hann á hann stigaðist 88 stig.
Við vorum bara mjög ángæð með dóminn í ár ómvöðvinn hélt sér vel en það hefði mátt vera sterkari læri á hrútunum þar náði enginn 19 í læri en gimbrarnar voru heldur sterkari í lærunum í ár og náðu nokkrar 19 og ein 19,5.
Meðalvigtin í ár var 47 kg af 111 lömbum en í fyrra var hún 46,8 af 74 lömbum. Enda voru lömbin mjög jöfn að sjá núna 4 gimbrar sem misstu mömmu sína í júni drógu aðeins niður vigtina.
Hér kemur svo samantekt yfir dómana í ár.
44 Hrútar stigaðir
1 með 88,5 stig
3 með 88 stig
5 með 87,5 stig
7 með 87 stig
7 með 86,5 stig
7 með 86 stig
4 með 85,5 stig
1 með 85 stig
2 með 84,5 stig
4 með 84 stig
2 með 83,5 stig
1 með 82 stig
Meðaltal af þessu var 86,1 stig.
Meðaltal ómvöðva var 32,6 hjá hrútunum og hljóðaði svona
3 með 36
2 með 35
13 með 34
4 með 33
6 með 32
8 með 31
4 með 30
3 með 28
Lærastigun var að meðaltali 17,9
8 með 18,5
18 með 18
17 með 17,5
Meðalþyngd hrútlamba sem voru stigaðir var 50,7
Meðaltal malir 8,9
Meðaltal ómfitu var 3,1
Meðaltal lögun 4,3
Gimbrar voru 52 stigaðar
43 af 54 voru með 30 í ómvöðva og yfir og meðaltal ómvöðvar var 32,3
1 með 39
2 með 38
2 með 37
1 með 36
8 með 35
5 með 34
10 með 33
6 með 32
4 með 31
3 með 30
4 með 29
4 með 28
1 með 27
1 með 26
1 með 24
Þessar slökustu voru þessar sem misstu mömmu sína nema ein þeirra fékk 33 en annars voru hinar 3 neðstu.
Meðaltal af lærum var 18 hjá gimbrunum
1 með 19,5
3 með 19
15 með 18,5
14 með 18
17 með 17,5
2 með 17
2 með 16,5
Hér voru líka þessar sömu gimbrar slakastar en þær áttu alveg heilmikið inni og hefðu verið mjög góðar ef þær hefðu gengið undir mæðrunum.
Frampartur var 8,8 að meðaltali hjá gimbrunum.
3 með 9,5
27 með 9,0
19 með 8,5
5 með 8,0
Meðaltal af lögun var 4,3
2 með 5
28 með 4,5
23 með 4
1 með 3,5
Ómfita var að meðaltali 3,1
Þá held ég að þetta sé upptalið hjá mér en svo var Siggi í Tungu líka að fá mjög flotta stigun hann fékk 38 í ómv hæðst í gimbrum og tvo hrúta með 89 stig og einn 88 og fékk einn hrút með 19 í læri af þessum sem voru 89 stig svo var hann með marga fleiri flotta hrúta og mjög flottan gimbrahóp. Kristinn fékk mjög flottar gimbrar hæðst 38 í ómv og 19 læri svo fékk Jóhanna líka mjög glæsilegar gimbrar og hrúta undan Prímus og var hann alveg að slá í gegn hún fékk hrút sem var 88 og 87,5 undan Prímus og svo tvær gimbrar undan honum líka með 18 og 19 í læri og 33 og 34 í ómv svo hann passaði frábærlega á kollóttu kindurnar hennar Jóhönnu. Ég notaði hann á eina kind hjá mér og hún var með gimbur með 33 ómv og 18,5 læri og svo hrút sem var 87 stig. Prímus er veturgamli hrúturinn sem var að vinna veturgömlu sýninguna okkar og er í eigu Kristins og hann keypti hann af Guðbjarti og Hörpu Hjarðarfelli í fyrra.
Hér má sjá hluta af flottum ásettnings gimbrum hjá Sigga.
Þessi hrútur verður settur á hjá okkur og er undan Randalín og Húsbónda frá Bárði og þessi hrútur er í eigu Kristins.
Hann er þrílembingur og þau gengur þrjú undir og hann er 52 kg 112 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.
Þessa gimbur valdi Freyja dóttir mín því hún náði að gera hana spaka hún er undan Lóu og er alveg svakalega fallega mórauð.
Við setjum líka mórauðan hrút á sem er undan Mónu Lísu og er líka svona dökk mórauður en ég gleymdi að taka mynd af honum.
stigun á móra hljóðaði svona 47 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag
8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.
Ég er að setja þetta inn nokkuð seint því það var allt bilað á síðunni svo núna í dag erum við búnað selja mikið og velja ásettning og meðal
kaupenda var hann Óskar vinur okkar í Hruna og það er alltaf svo yndislegt og gaman að fá hann í heimsókn. Hann kom með nokkrum félögum sínum
og þeir tóku nokkur lömb hjá okkur. Kristinn er mjög góður vinur Óskars en því miður gat hann ekki verið viðstaddur þegar hann kom en í staðinn ákvað
hann að koma vini sínum á óvart og gefa honum eina gimbur og auðvitað vakti það mikla lukku og gleði þegar við tilkynntum honum það og afhentum
honum svartbotnótta gimbur.
Eins og sjá má skín gleðin og hamingjan í gegnum myndina svo gaman af svona óvæntum glaðningum.
Embla dóttir okkar valdi sér þessa gimbur undan Vaíönnu og Fönix.
Hrútasýning veturgamla fór fram á þriðjudaginn 20 sept kl 17.00 og dómarar voru Árni Brynjar Bragason og Sigvaldi Jónsson og þeim til aðstoðar Anja Mager.
Sýningin var á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru sem eru alltaf jafn yndisleg að lofa okkur afnot af húsunum fyrir hrútasýningar.
Jóhanna Bergþórsdóttir sá um að gera kjötsúpuna fyrir okkur og ég tók hana svo til Bárðar og Dóru inn á Hömrum.
Ég kom svo með eina skúffuköku og svo var Dóra og Bárður með meira meðlæti með kaffinu því það var verið að stiga lömbin hjá þeim áður.
Það var ágætlega vel mætt um 30 manns fyrir utan börn. Hrútar voru rúmlega 20 til 25 ég sá það ekki alveg því ég var upptekinn við að hita súpuna þegar var verið að vigta og telja inn hrútana. Hrútunum var svo raðað í 5 efstu í hverjum flokk og valið þar þrjá bestu.
Stelpurnar okkar Embla Marína og Freyja Naómí með bikarinn og Ljúf á milli sín sem er alveg einstaklega ljúfur hrútur.
Fyrst var valinn besti misliti veturgamli hrúturinn og það var hann Ljúfur frá okkur nr 21-002 undan Kolfinnu og Óðinn.
Hann stigaðist svona:
98 kg 124 fótl 40 ómv 8,1 ómf 4,5 lag
8 9,5 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.
Í öðru sæti var hrútur frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík sem heitir Glúmur nr 21-033 undan Glám sæðingarstöðvarhrút.
86 kg 121 fótl 38 ómv 5,1 ómf 4,5 lag
8 8,5 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8 alls 86 stig.
Í þriðja sæti var svartbotnótti hrúturinn hér á myndinni fyrir ofan við hliðina á Glúm og hann er í eigu Friðgeirs á Knörr
en ég náði ekki að fá stigunina á honum.
Í hvítu kollóttu var það hrútur frá Kristinn bæjarstjóra sem var bestur og heitir Prímus og hann er keyptur frá Hjarðafelli í fyrra
og er undan heimahrút hjá þeim sem heitir Valur.
Hér þurfti smá aðstoð við að halda Prímusi og Emil hjálpaði Kristni og hér eru þeir lukkulegir á glæsilegri mynd með Prímus.
Hér er svo betri mynd af Prímusi.
Í öðru sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari Kverná .
80 kg 121 fótl 34 ómv 6,8 ómf 4 lag.
8 8,5 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 85,5 stig.
Í þriðja sæti af kollóttu var Diskó frá okkur sem er undan Tón sæðingarstöðvarhrút og Vaiönnu og er sá sem Emil heldur í á myndinni fyrir ofan.
106 kg 125 fótl 32 ómv 4 lag
8 9 9,5 8 9,5 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.
Hér er betri mynd af honum Diskó.
Besti hyrndi veturgamli hrúturinn var frá Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.
Hann er Viðarssonur og er virkilega þroskamikill og glæsilegur hrútur.
Hér sérst hann betur og svona hljómuðu hans dómar:
101 kg 125 fótl 35 ómv 5,6 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 9 9,5 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.
Í öðru sæti var hrútur frá Dóru og Bárði sem er Viðarssonur líka og hann er á þessari mynd.
90 kg 122 fótl 36 ómv 4,6 ómf 5 lag
8 9 9 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.
Í þriðja sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari Kverná undan hrút nr 19-293 og kind nr 16-060
76 kg 119 fótl 34 ómv 5,0 ómf 4 lag
8 8,5 9 9 9 19 9 8 8,5 alls 88 stig.
Hér koma svo nokkrar myndir frá sýningunni.
Hér eru bikararnir sem eru til verðlauna í eitt ár fyrir hvern verðlaunaflokk.
Þessir voru kátir Jón Bjarni Bergi og Sigurður í Tungu.
Anna Dóra Bergi og Guðmundur Ólafsson. Gleymdi að minna Gumma að hafa
augun opin he he en vildi þó setja myndina inn því hún er svo góð að öðru leyti.
Ingibjörg eða Bibba eins og við þekkjum hana var ritari fyrir okkur.
Mamma mín Hulda mætti með Benóný okkar á sýninguna og aðstoðaði mig og Dóru með
að skammta súpuna á diska.
Hér má sjá fulla stíu af veturgömlu hrútunum.
Hér má sjá Árna vera fara yfir blöðin.
Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.
Þá er þetta komið af sýningunni og næsta blogg verður svo um stigunina hjá okkur og mun koma inn á næstunni
Á laugardaginn 17 sept mættum við í Tungu kl hálf 9 og var þar flottur hópur af smölum saman komnir. Hannes á Eystri Leirárgörðum kom með syni sína tvo Kristinn og Tómas en Tómas var reyndar kominn á föstudeginum. Emmi Tóti vinur okkar og Magnús sonur hans og Kristinn og fóru þeir ásamt Sigga upp á Fróðarheiði og munu svo ganga þar upp og koma niður á Svartbakafellið inn í Fögruhlíð. Emmi Tóti,Kristinn og Magnús fara svo niður í hlíðina í Hrísum og koma þar niður meðan hinir halda áfram upp í fellið. Maja systir,Óli mágur og Bói ásamt mér og dætrum mínum Emblu og Freyju og vinkonum þeirra Eriku og Heklu og Benóny syni mínum og vini hans Hrannars fórum upp inn í Fögruhlíð og förum þaðan upp á Sneið og fylgjum gamla rafveituveginum upp á fjall og kíkjum upp í Urðir og sjáum þar vel yfir í Svartbakafellið okkar megin og Óli hækkar sig svo fer alveg að rótum Kaldnasa til að sjá í Bjarnaskarðið. Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba með okkur því þetta er talsvert labb og allt upp í móti og þau stóðu sig eins og hetjur. Bói fór niður að Rjómafossi og yfir í Svartbakafellið og Embla og Erika fóru með honum yfir til að standa fyrir í fellinu svo kindurnar sem Siggi og þeir koma með fari ekki aftur upp í fjall því þær hafa oft reynt að taka á rás upp í Svartbakafellið okkar megin og fara þá upp fyrir Rjómafoss og lengst upp á fjall. Maja fór aðeins ofar en ég og tók Freyju og Heklu með sér og ég varð eftir fyrir neðan Urðirnar með Benóný og Hrannari og við biðum eftir að hinir væru búnað koma sér í sínar stöður og Óli kæmist í veg fyrir kindur sem voru alveg lengst uppi en þær sneru á hann og tóku straujið upp einhvern foss og ruku í gegnum Bjarnarskarðið. Við héldum svo áfram og allt gekk vel að koma þeim niður nema ein kind sem fór á undan okkur niður náði að fara niður Sneiðina og enda upp í klettum fyrir ofan Fögruhlíð og ég ákvað að príla á eftir henni og náði að elta hana eftir klettunum að Tröð en þá játaði ég mig sigraða eftir að vera búnað koma mér í sjálffeldu nokkrum sinnum og snúa við og fara neðar svo ég kæmist og þá fór ég niður því allir hinir voru löngu komnir niður og farnir að reka féið inn í Tungu svo við sækjum hana seinna en hún var aðkomu kind ekki frá okkur og þess vegna streyttist hún svona mikið á móti að fara niður því hún rataði ekki leiðina.
Hér eru krakkarnir lukkulegir á pallinum hjá Óla áður en við lögðum af stað upp á fjall.
Hér halda vaskir smalar af stað.
Flottir vinir Benóný Ísak og Hrannar þeir stóðu sig svakalega vel og voru svo duglegir.
Hér eru stelpurnar að hvíla sig á leiðinni upp og komnar vel upp á leið.
Komin aðeins hærra og komin vel upp. Sést hér Ólafsvíkur Enni í baksýn.
Hér erum við komin upp á fjall og farinn að sjá Kaldnasa og þar sem þokan er þar fer Óli mágur upp á fjall við rætur Kaldnasa.
Hér er Benóný ,Bói, Embla,Erika og Hrannar kominn lengst upp og í baksýn má sjá Rjómafoss og Svartbakafellið. Bói og stelpurnar fara núna að labba niður á við og færa sig yfir Rjómafoss gilið og komast þar yfir til að standa fyrir í Svartbakafellinu og þar verða stelpurnar fyrir neðan og Bói fyrir ofan.
Hér eru Hrannar og Benóný á niðurleið eftir að við vorum búnað vera bíða uppi í dágóða stund meðan við biðum eftir að kindurnar færu af stað niður svo fór ég áfram inn hlíðina á eftir þessari einu sem stakk sér undan.
Útsýnið hjá mér þar sem ég var að klöngrast upp í klettum eftir kindinni sem ég missti út hlíðina. Hér sést niður í Fögruhlíð og Kötluholt og að Ólafsvíkur Enni og Ólafsvík.
Hér eru svo smalarnir komnir niður og við erum að nálgast kindurnar inn í Tungu.
Hér eru Bói, Óli, Hannes og strákarnir hans Kristinn og Tómas.
Flottur hópur af smölum að reka inn.
Hjónin Hildigunnur Hjálmarsdóttir og Þórir Gunnarsson sem ég var að hitta í fyrsta sinn og við erum
þremenningar í föðurætt mína voru svo yndisleg að koma inn í Tungu til Sigga og færðu öllum
svakalega góða fiskisúpu þá bestu sem ég hef smakkað og hún sló alveg í gegn hjá öllum og þau alveg
dekruðu við okkur, alveg yndislegt að kynnast þeim. Þau hjónin búa á Rifi í tankhúsinu glæsilega og
Siggi er að vinna hjá þeim og þau buðu honum að koma og sjá um súpu fyrir okkur þegar þau fréttu
af því að við værum að fara smala.
Það voru flottar kræsingar með kaffinu Jóhanna sá um að gera glæsilegar brauðtertur og Helga hans Kristins kom með mest allt hitt alveg glæsilegt hjá þeim.
Jóhanna gerði líka þessa glæsilegu rækjubrauðtertu.
Flottu smalarnir okkar sem eru svo full af áhuga um sauðfjárræktina og nú er Ronja Rós
yngsta okkar komin með þeim að kíkja á kindurnar.
Hrafntinna hennar Jóhönnu með lömb undan Ljúf.
Óskadis með hrútana sína undan Dökkva.
Krakkarnir að tala við Hrafney sem er svo einstaklega gjæf.
Hér er Hekla Mist ,Freyja Naómí,Hildur Líf og Ronja Rós.
Prímus og Bassi báðir veturgamlir.
Ósk með þrílembingana sína sem gengu allir undir og eru undan Diskó.
Mórauðu lömbin hérna áberandi falleg hrúturinn sem er efstur var settur á hjá okkur.
Þetta er Móna Lisa með sín lömb mórauðu uppi í horninu svo er Kolfinna svört kind með hrútana sína undan Óðinn
og fyrir neðan er Melkorka golsótt með móbottnótt lömb gimbur og hrút.
Maja systir að hjálpa okkur að reka inn.
Þórarinn Sigurbjörn betur þekktur sem Bói og fæstir vita hans rétta nafn he he.
Kristinn bæjarstjóri og Gunnar Ólafur Sigmarsson mágur minn.
Siggi efstur og svo er Embla fyrir neðan og hér er verið að reka inn.
Þá er þessari smölun lokið og við tekur spennandi dagur að vigta og svo dæma lömbin.
Á föstudeginum 16 sept fórum við kl 9 um morguninn og smöluðum Búlandshöfðann i róleg heitum.
Ég og Kristinn og stelpurnar minar og vinkona þeirra Erika og löbbuðum að höfðabrekkunni Grundarfjarðar megin og náðum að aðskilja að mestu leiti okkar fé og Bibbu frá Grundarfirði því hennar fé og okkar er farið að blandast aðeins saman í Höfðanum.
Emmi Tóti og Emil voru á bílnum að fylgjast með ef eitthvað þyrfti að grípa inn í svo fórum við aðeins í kaffi til Sigga þegar kindurnar voru komnar fram fyrir Búlandshöfðann og inn á Mávahlíðarhelluna.
Næst komu Siggi og Tómas sonur Hannesar á Eystri Leirárgörðum og Gummi Ólafs Ólafssvík og frændi hans Magnús Óskarsson.
Siggi,Kristinn og Tómas fóru upp í Búlandshöfða og kíktu upp í Grensdali og svo upp við Höfðakúlurnar og það var ekkert þar en við
Emil rákum augun í mórauða gengið okkar sem var fyrir ofan útsýnispallinn í Búlandshöfðanum svo ég varð að fara upp í hlíð þar og fikra mig þar yfir það er mjög bratt að fara þar og ekki fyrir lofthrædda og Emil er alltaf mjög stressaður þegar ég fer þar upp en mér finnst það bara gaman er svo vön að fara þarna að ég finn ekki mikið fyrir því sérstaklega þegar það er nokkuð þurrt þá er það allt í góðu lagi. Þær fóru svo af stað þegar ég komst að þeim en reyndu þó að fara upp á fjall hinum Mávahlíðar megin við Höfðann og þar geta þær komist upp en þar voru Siggi,Kristinn og Tómas og hóuðu svo þær kæmust ekki upp aftur og þær húrruðu alla leiðina niður á veg. Þar tók Emmi Tóti,Maggi og krakkarnir við þeim og Gummi tók Mávahlíðarrifið. Við héldum svo áfram og tókum alla
Mávahlíðina og Fögruhliðina,Sneiðina og svo í framhaldi af því Kötluholt og svo var allt rekið heim að Tungu.
Hér er ég og Kristinn að ganga undir þjóðveginum fyrir neðan Búlandshöfðann.
Hér tökum við eftir að Emil er fyrir ofan okkur að taka mynd.
Kristinn ánægður með reksturinn.
Hér eru stelpurnar svo duglegar að smala með okkur í Búlandshöfðanum.
Hér halda þær áfram eftir kindagötunni niður við sjó fyrir neðan Búlandshöfðann.
Þetta er leiðin sem ég er að fara labba ég kem þarna upp á grasbalann sem er fyrir neðan efstu klettana
og svo geng eg þarna fyrir hornið á klettinum sem stendur upp á horninu og fer þaðan yfir í Mávahlíðina.
Þið sjáið svo þjóðvegin hér í Búlandshöfðanum.
Hér er ég að fikra mig upp í kletta i Höfðanum.
Hér sést ef vel er að gáð smá hvít upp við klettana og það er ég á leiðinni að fara upp með klettunum og yfir.
Hér sést í hliðina sem ég er að fara ganga og takið eftir klettaberginu sem er frekar blautt.
Hér er búið að súma að myndina og hér sjáiði mig við blauta stuðlabergið þetta er mjög erfitt svæði og það voru frekar
erfiðar aðstæður bleyta og sleipt að labba en útsýnið yfir er alveg truflað það er svo fallegt.
Komin yfir og farin að sjá í Ólafsvíkur Enni og Mávahlíðar helluna.
Kindurnar halda vel áfram fyrir neðan veg.
Hér sést hvar Kristinn og Tómas eru upp á fjallinu að hóa á mórurnar þegar þær ætluðu að snúa á mig og fara
aftur upp á fjall.
Hér sést niður í Mávahlíðarlandið og fjöruna.
Mávahlíðargilið í allri sinni fegurð.
Hér eru stóru hrútarnir Kolur og Dagur fyrir ofan Mávahlíð.
Hér eru stóru hrútarnir fremstu Ljúfur,Ingibergur,flekkóttur frá Gumma Óla
Prímus,Ljómi og Diskó.
Hér er útsýnið úr hlíðinni og hér sést niður í Mávahlíð og Tröð sem er bærinn hliðina á.
Nú er ég efst upp við kletta fyrir ofan Fögruhlíð að bíða eftir að Siggi komi niður Sneiðina
og með fram klettunum á móti mér svo við getum rekið saman niður.
Hér eru skvísurnar alveg klesstar upp við klettana og hér sést hversu brött hlíðin er það er smá kindagata alveg upp við sem ég fylgi eftir
þegar ég fer á eftir þeim en þetta er alls ekki fyrir alla að fara því þetta er rosalega hátt og bratt.
Hér erum við komin niður í Fögruhlíð og allt gekk vel að reka saman niður.
Nú er ég komin yfir í Tungu að standa fyrir þar upp í hlíð fyrir ofan fjárhús og þá náði ég góðum myndum þegar
kindurnar koma. Hér sést yfir í Mávahlíðarfjallið og næsta bæ sem er Tröð en þá hlíð vorum við að smala og
ég var þar upp í klettum svo hér sést hvaða leið við fórum.
Verið að reka inn.
Erika og Embla hörkuduglegar.
Búið að reka inn það sem var verið að smala frá Búlandshöfða,Mávahlíð,Fögruhlíð,Kötluholti að Tungu.
Eva vinkona mín kom með Hildi Líf og Aron og þau hjálpuðu okkur að smala niðri og reka inn.
Hér eru systurnar Freyja og Ronja að knúsa Hrafney og svo Hildur Líf og Hekla Mist.
Hér sést annar þeirra betur þeir eru langir og fallegir.
Grá gimbur undan Mávahlíð og Ingiberg (Bibba)
Hrúturinn á móti.
Virka væn og þykk að sjá.
Hér eru stelpurnar með Hrafney hún er svo yndisleg og kemur alltaf til okkar.
Hrúturinn hennar Hrafney og undan Bikar sæðingarstöðvarhrút.
Hér er gimbur undan Doppu gemling og Ramma sæðingarstöðvarhrút en hún gengur undir Hrafney.
Glæsileg gimbur undan Skottu og Ljúf.
Hin á móti er frekar ljós mórauð en samt töff á litinn.
Djásn með hrútinn sinn undan Bolta,hún var með tvo en hefur misst hinn við sáum hann mjög haltan í framfæti og svo hvarf hann svo það gæti hafa verið eitthvað að hjá honum eða verið keyrt á hann.
Orka gemlingur með lambið sitt undan Ljúf.
Villmey sem Bárður fékk hjá mér þegar ég fækkaði fénu með sín lömb.
Virka mjög væn og falleg. Villimey er undan Vetur sæðingarstöðvarhrút en ég veit ekki undan
hvaða hrút hjá Bárði þessi lömb eru.
Gimbur frá Sigga undan Grýlu og Ljóma.
Hin systirin á móti.
Þá eru það gimbrar undan Dögg hjá Jóhönnu og undan Prímusi frá Hjarðarfelli.
Þessi kind hjá Jóhönnu er af miklu mjólkurkyni og sést það hér hversu stór og þroskamikil lömbin eru hjá henni.
Falleg Botna gemlingur frá Sigga með held ég gimbur undan Fönix.
Þetta er Viðja gemlingur með hrútinn sinn undan Bibba.
Erika og Embla að knúsa Hrafney það er orðin partur af rúntinum hjá okkur að finna hana og gefa henni knús og klapp.
Hér er Terta með þrílembingana sina undan Óðinn og svo eru lömbin hennar Viktoríu aftast.
Hexía með fallegu lömbin sín undan Ljúf.
Embla og Erika með Kaldnasa 16-003 en hann var afvelta niður við Ósinn og Gunni á Brimisvöllum rétti hann við og hann náði sér en Kaldnasi er einstaklega heppin hrútur ég held að þetta sé þriðja eða fjórða skiptið sem hann er afvelta yfir ævina.
Það er hins vegar búið að vera mjög mikið um að lömb séu afvelta núna upp a síðkastið eftir rigninguna um daginn sáum við lamb út á túni liggja og vorum á leiðinni að fara keyra og athuga hvað þetta væri og þá sáum við annað vera með lappirnar upp í loft á veginum á afleggjaranum upp að Fögruhlíð og réttum það við það var lambhrútur frá Sigga. Siðan héldum við áleiðis i átt að hinu sem var út á túni og það var í stórum polli og búnað sparka sig ofan í túnið og festa sig. Það var frekar laskað og slappt svo við tókum það upp og fórum með það inn í fjárhús til Sigga. Þar næsta dag fór Siggi og Kristinn á rúntinn og þá sáu þeir eina gimbur frá Sigga vera afvelta niður við Holtsá svo það marg borgar sig að fara kindarúntana á hverju kvöldi því það er alltaf eitthvað sem maður getur þá gripið inn í og bjargað. En vonandi verður ekki meira af þessu.
Það er búið að vera mikið sport hjá krökkunum að hoppa í sjóinn.
Hér er Freyja eins og hún sé að hlaupa niður.
Erika vinkona Emblu er nýbúnað fá búning líka svo núna er þetta enn þá skemmtilegra fyrir þær að geta farið saman.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.