Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2023 Febrúar28.02.2023 21:56FósturtalningFósturtalning fór fram hjá okkur föstudaginn og það var Jón Árni Magnússon frá Steinnesi sem kom og taldi hjá okkur. Það er von á 19 sæðislömbum hjá okkur og 9 hjá Sigga.
Hér eru allir orðnir mjög spenntir að byrja og stelpurnar fengu meira segja frí í skólanum til að fá að vera viðstaddar við að telja.
Hjá okkur er von á eftirtöldum fjölda frá þessum sæðingarstöðvarhrútum: Svöður : 1 Alli : 2 Baldur : 1 Gimli : 2 Grettir : 3 Hnaus : 3 Þór : 3 Gimsteinn : 4 Heimahrútar hljóða svona: Bylur : 19 Blossi : 14 Bassi : 13 Óðinn : 9 Klaki : 8 Tígull : 8 Ás : 6 Prímus : 2 Diskó : 2 Sigga hrútar sem við notuðum : Bibbi : 6 Ljómi : 1 Reykur : 2 Aðrir hrútar fengum lánað hjá Gumma Ólafsvík og Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi. Glúmur : 10 Kóngur : 15
Eldri ær hljóðuðu svona : 1 geld 7 með 1 ( tvær sæddar af þeim) 27 með 2 5 með 3 ( tvær sæddar af þeim) Meðaltal 1,9
Tveggja vetra ær 1 geld hefur aldrei átt lamb sennilega ónýt 1 með 1 16 með 2 1 með 3 Meðaltal 1,89
Gemlingar 1 geldur 12 með 1 5 með 2 Meðaltal 1,22 Lambafjöldi af öllu er 134 í heildina.
28.02.2023 16:48Margt í febrúarTíminn flýgur áfram þessa dagana og ég hef lítinn tíma gefið mér í að blogga en loks kom að því að ég gat sest niður og sett það helsta inn sem hefur verið hjá okkur þessa dagana. Benóný fór á árshátíð hjá unglingastiginu og fékk að taka með sér brauðstangir frá sjoppunni sem Doddi sá um að gera klárar fyrir vin sinn áður en hann færi á árshátíðina. Ég er búnað vera vinna inn á leikskóla í febrúar og verð í mars líka að leysa af og núna fer ég þangað hálf 9 á morgnana þegar ég er búnað koma krökkunum í skólann og vinn til 1 og fer svo beint inn í fjárhús og næ þá að fara í sturtu og sækja Ronju kl 3 svo þetta er svona pínu maraþon meðan á þessu stendur. En hér koma smá myndir og frásögn frá febrúar mánuði.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is