Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2018 September

26.09.2018 10:03

Sláturmat og kjötvinnsla

Jæja það er búið að vera brjálað að gera þessa dagana. Við rákum inn á sunnudaginn til að
flokka sölulömb og sláturlömb sem var mjög mikil vinna því það þurfti að lesa á númer á 
hverju einasta lambi og svo sleppa rollum út sem voru með ásettningslömb eða búið að taka
frá þeim sláturlömb. 

Á laugardaginn voru 6 rollur heimaslátraðar og fengum við frábæra 
hjálp með það frá Bárði,Bóa og Sigga og svo var ég og Emil líka. 
Emil þurfti svo að fara beint út á sjó á Skagaströnd þegar það var búið. 

Daginn eftir fórum við Bói og Siggi svo í þetta sem ég skrifaði fyrst að flokka lömbin og við fengum góða heimsókn og aðstoð hjá Kristinni bæjarstjóra sem var að kaupa hrút af mér og hann létti okkur vel verkið með aðstoðinni sinni.
Hér er hrúturinn sem Kristinn fær undan Grettir og Ögn og er 86,5 stig.
Hann var svo merktur með bláu eins og ásettningslömbin hafa alltaf verið merkt af 
bræðrunum í Mávahlíð. Ég ætlaði þó að breyta því og merkja þau skærbleik sem er
uppáhalds liturinn minn en það var ekki að virka hann var ekki nógu sterkur á þeim svo
við héldum okkur við bláa litinn okkar.

Við fórum inn í Tungu kl 11 um morguninn til að afgreiða sölu lömb og við vorum komin heim á miðnætti svo mikil var vinnan að sortera þetta allt. Emil birtist svo okkur til aðstoðar eftir kvöldmat því það var von á brælu daginn eftir svo hann skaust heim til okkar.

Það eru 17 rollur sem fækkar um sem við létum fara en eina var reyndar keyrt á í sumar og eina seldi ég til Sigurðar Arnfjörð Ólafsvík.

Það fækkar þó ekki mikið hjá mér þvi ég set 15 gimbrar á og Jóhanna eina svo verða 2
lambhrútar sem við setjum á en ég á eftir að segja betur frá því þegar við tökum lömbin inn.

Af 146 lömbum fóru 75 í sláturhús og 56 lömb eru seld til lífs og sett á eru 19 með lambhrútum.

Af þessum 75 lömbum var sláturmatið svona.

Meðaleinkunn Gerð 10,56

Meðaleinkunn Fita 7,73

Meðaleinkunn Þyngd 19,9

8 skrokkar fóru í E

2 í E2

4 í E3+

2 í E3

12 í U3+

31 í U3

4 í U3-

1 í U4

11 í R2

6 í R3

2 í R3-

1 í R3

Þá er þetta upptalið og ég er bara mjög sátt við þetta enda búnað selja allt af þessu besta
úr þessu.

Við er búnað vera ótrúlega þakklát fyrir að eiga svona góða að eins og fjölskylduna
til að aðstoða okkur Jóhanna er búnað vera eins og klettur fyrir mig að passa börnin og
vera með tilbúin mat fyrir okkur þegar við komum heim eftir annasaman dag einnig hefur
mamma og Freyja tengdamamma líka passað fyrir okkur. Bói er búnað standa með mér í
einu og öllu hvað rollunum tengist en samt er hann hættur en fær engan frið frá mér he he
en það góða við það er að hann vill hjálpa og hefur gaman að því. Við erum svo auðvitað með góða samvinnu með Sigga og hjálpumst að í einu og öllu sem tengist þessum tíma.
Við vorum heppin að það hitti á brælu hjá Emil þegar háanna tíminn var og hann gat 
tekið þátt í þessu öllu með mér.
Þetta er Vaíanna hennar Emblu og er veturgömul og alveg gæðablóð.
Hér er Freyja á bak á henni og Embla að klappa henni og knúsa. Hún er alveg frábær 
eins og heimalingur og eltir okkur en hefur þó aldrei verið heimalingur heldur varð bara
svona spök í fyrra sem gemlingur.
Fékk frábæra aðstoð í gær fyrst frá Bóa að hjálpa mér að ná í kjötið og brytja það niður og
svo frá mömmu og Jóhönnu að úrbeina með mér og svo hakkaði ég.
Mamma að rifja upp gamla takta úr Mávahlíð sem hún fær að halda við á hverju ári með
mér og hefur engu gleymt og er eldsnögg að úrbeina 4 læri fyrir mig.

Jæja læt þetta duga í bili og takk fyrir innlitið kæru vinir.


22.09.2018 12:42

Hrútasýning Veturgamla 2018 á Hömrum Grundarfirði

Hrútasýning veturgamla fór framm núna síðast liðinn þriðjudag. Það var vel mætt af fólki en 
heldur minna af hrútum ég tók nú ekki alveg eftir hversu margir hrútar voru en það var allavega ein kró af hrútum í bland kollóttum,hyrndum og milslitum. Það voru milli 30 til 40 manns sem komu.
Ég bakaði eina skúffuköku og Dóra var með salat og ég með grafinn lax og við fengum brauð úr bakaríinu hjá honum Eiríki í Stykkishólmi. Auðvitað vantaði svo ekki árlegu kjötsúpuna sem ég gerði núna í fyrsta skipti og tókst bara vel til eftir því sem mér var sagt því ég hef aldrei borðað kjötsúpu svo ég get ekki dæmt um það. Jóhanna aðstoði mig við kaffið og að skammta súpuna í skálar og við vorum með tvo potta af súpu og það fór einn og hálfur pottur af súpu. 
Lárus Birgisson og Anton Torfi Bergsson komu að dæma hjá okkur hrútana.
Það var frábær aðstaða að vana hjá Bárði og Dóru og vakti mikla lukku hjá krökkunum sem
komu á sýninguna að það var rennibraut og kar sem hægt var að róla í inn í hlöðu. 
Veittir voru 3 farandsbikarar til eins árs fyrir besta hyrnda hrútinn, kollótta og mislita.
Besti hvíti hyrndi hrúturinn er nr Jökull 17- 202 undan Ketil og Ofurflekku.
Hér er Jón Bjarni og Sól dóttir hans með verðlauna bikarinn og hrútinn.

90 kg 119 fótl 39 ómv 4,7 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

Það er gaman að segja frá því að hann á ættir að rekja til mín því Ketil keypti hann af mér og
er undan Hriflu 12-005 minni og Hæng 10-903 sæðingarstöðvarhrút.
Orfurflekka 14-100 er frá Bergi og á ættir að rekja til Grábotna.
Þetta er svakalega flottur hrútur hjá þeim.
Jökull 17-202. Frá Bergi
Hér er Lárus búnað raða upp í sæti í hvítu hyrndu.
 2.sæti var Hlúnkur frá Sigga í Tungu sem er undan Máv sæðingarstöðvarhrút.
móðir Skessa frá Sigga.

92 kg 116 fótl 34 ómv 8,7 ómf 4,5 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 87 stig.
Hér er hann Hlúnkur 17-450 frá Sigga í Tungu.

3.sæti var Svanur 17-001 frá mér og Emil hann er undan Máv líka og Svönu frá okkur.
Þar er gaman að segja frá því að Svana á ættir að rekja til Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.
Svana er undan Mola sem ég fékk hjá þeim og var undan Róna 08-201.

90 kg 120 fótl 37 ómv 5,2 ómf 5 lag.
8 8,5 8,5 9 9 18 8,5 8 8,5 86 stig.

Besti kollótti hrúturinn var frá Ólafi Tryggvasyni Grundarfirði.
Mjaldur 17-601 undan Steðja og Gullbrá.

82 kg 114 fótl 36 ómv 6,4 ómf 4 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 8,5 8 8 alls 86,5 stig.
Hérna er Óli með frábæra hrútinn sinn.
Hér er hann Mjaldur.

Í öðru sæti var Steðji undan Ebita 13-971 sæðingarstöðvarhrút, frá Ragnari og Guðfinnu á 
Kverná Grundarfirði.

78 kg 115 fótl 32 ómv 6,9 ómf 4 lag
8 9 9 8,5 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig.

Hér sjást þrír efstu kollóttu hrútarnir.

3.sæti kollóttu er Haki 17-282 undan Fannar 14-972 og Stjörnu 11-027, Frá Ragnari og 
Guðfinnu á Kverná Grundarfirði.

77 kg 118 fótl 34 ómv 5,6 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 8,5 17,5 8,5 8 8,5 alls 84,5 stig


Besti misliti hrúturinn var frá Óla Tryggvasyni Grundarfirði og má með sönnu segja að 
hann hafi toppað sýninguna með því að eiga bæði besta kollótta og mislita hrútinn.
Glæsilegir hrútar hjá honum og frábær ræktun.

Söðull 17-602 undan Bug og Von.
80 kg 119 fótl 36 ómv 5,9 ómf 4 lag
8 9 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Hér er önnur mynd af Söðul sem er besti misliti veturgamli hrúturinn.

2.sæti var Bangsi 17-283 undan 15-403 og Hjördísi 12-199 , frá Ragnari og Guðfinnu á Kverná Grundarfirði.

80 kg 117 fótl 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 9 18,5 8 8 alls 85 stig.

Hér er hann Bangsi.

Í þriðja sæti var Tinni 17-030 undan Dreka sæðingarstöðvarhrút og Steinunni.
Hann er frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík.

94 kg 121 fótl 35 ómv 4,4 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 alls 85 stig.

Hér sjást þau með þrjá efstu mislitu hrútana.

Hér er Torfi að ómmæla vöðvann.

Farandsbikararnir hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa.

Anna Dóra frá Bergi og Hulda Magnúsdóttir frá Mávahlíð.

Bárður með yngsta barnabarnið sitt og auðvitað upprennandi búkona.

Dætur mínar og vínkona þeirra Hanna Líf og svo mamma mín Hulda frá Mávahlíð.

Þessar eru nú ansi skemmtilegar á litinn og maður bráðnar alveg þær eru í eigu 
Bárðar og Dóru á Hömrum.

Lárus og Torfi að fara segja okkur úrslitin.

Hér er verið að vigta og ómmæla hrútana.

Knarran og Bliki frá Bárði og Dóru. Svo fallegir á litinn.

Jæja það eru svo fleiri myndir af sýningunni hér inn í albúmi.

20.09.2018 10:49

Stigað lömbin 17 sept

Spennan alveg í hámarki núna það var stigað hjá okkur mánudaginn 17 sept og það var Torfi og Lárus sem komu til okkar 9 um morguninn.
50 hrútar voru skoðaðir og 67 gimbrar. Alls 117 lömb. Við eigum í heildina 147 svo þetta
er megnið af lömbunum sem við létum skoða.

Meðalvigtin af öllum lömbunum okkar er 47 kg á fæti.



Gimbrar

36 ómv = 2
35 ómv = 2
34 ómv = 2
33 ómv = 2
32 ómv = 4
31 ómv = 8
30 ómv = 12
29 ómv = 12
28 ómv = 13
27 ómv = 3
26 ómv = 5
25 ómv = 2

Meðaltal er 29,7

19 læri = 1
18,5 læri = 9
18 læri = 17
17,5 læri = 21
17 læri = 16
16,5 læri = 1

Meðaltal er 17,7

Ómfita var læðst 1,8 og hæðst 7,1 meðaltal er 3,3

Frampartur

9 = 19
8,5 = 38
8 = 6
7,5 = 2

Lögun

5 = 7
4,5 = 18
4 = 28
3,5 = 12

Meðaltal er 4,2

Þungi þyngsta gimbrin var 57 kg og léttasta var tvílembingur undan gemling sem gengu
tvö undir og er 37 kg. Meðaltal af þunga af þessum gimbrum sem skoðaðar voru er 44,7 kg

Hrútar

37 ómv = 1
36 ómv = 1
35 ómv = 1
34 ómv = 8
33 ómv = 7
32 ómv = 5
31 ómv = 8
30 ómv = 8
29 ómv = 4
28 ómv = 3
26 ómv = 2

Meðaltal 31,5

Ómfita frá 2,1 til 7,0 meðaltal er 3,4

Lögun

5 = 6
4,5 = 29
4 = 11
3,5 = 2

Meðaltal er 4,4 lögun 

Læri

19 = 2
18,5 = 6
18 = 17
17,5 = 16
17 = 6
16,5 = 1

Meðaltal er 17,8 á lærum.

Sigun alls

88 = 1
87 = 1
86,5 = 5
86 = 5
85,5 = 8
85 = 5
84,5 = 9
84 = 5
83,5 = 6
81,5 = 1
80,5 = 1

Meðaltal á stigun alls er 84,9

Þungi

39 af 50 voru 50 kg og yfir þyngsti var 61 kg og léttasti var 42 kg
Meðaltal af þunga er 51,6 kg


Þetta var gull hrúturinn í ár og hann er frá Jóhönnu Bergþórsdóttur og er 88 stig.
51 kg 112 fótl 37 ómv 3,1 ómf 5 lag 
8 8,5 8,5 10 9,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.
Þessi hrútur er undan kind hjá Jóhönnu sem er undan Brimil sem var hrútur hjá mér 
undan Borða sæðingarstöðvarhrút og kindin hennar Jóhönnu heitir Hríma og er undan kind frá henni. Faðir þennan hrúts er svo Svanur minn sem er undan
Máv sem við seldum á sæðingarstöðina.

Þessi varð ekki eins góður og ég hafði viljað fá hann. 
51 kg 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 107 fótl 
8 8,5 8,5 9 9 17,5 7,5 8 8,5 alls 84,5 stig.
Hann er undan Grettir Mávsyni og Þoku sem er Grábotnótt og ég fékk hana hjá Gumma Óla.
Hann er til sölu ef einhver hefur áhuga á honum.

Gimbrin á móti honum er betri hún er 47 kg 31 ómv 3,7 ómf 4 lag 105 fótl
8,5 framp 18,5 læri ull 7,5 og samræmi 8,5. Ég er enn að velja mér ásettningin það er árans
vandræði það eru allt of margar mislitar sem erfitt er að velja á milli sérstaklega þegar þær
eru svona vel stigaðar.

Hér er önnur mynd af hrútnum hennar Þoku og Gretti. Svo flottur á litinn.

Þessi er á móti öðrum sem ég set á og er undan Dreka syni frá Gumma Óla sem heitir
Tinni og var núna í þriðja sæti á hrútasýningu veturgamla. Móðir er Skrýtla frá mér.
53 kg 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 109 fótl 
8 8,5 8,5 9 8,5 17,5 7,5 8 9 alls 84,5 stig
Hann er til sölu ef einhver hefur áhuga.
Ætternismat er 112 Gerð 107 Fita 105 frjósemi 103 mjólkurlagni.

Hér er bróðir hans þessi móflekkótti og við setjum hann á sjálf.
57 kg 36 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 108 fótl 
8 8,5 9 9,5 8,5 18 7,5 8 9 alls 86 stig.
Það verður spennandi að nota hann á allt þetta mórauða.

Þessi verður pottþétt sett á hún er svo fallega dökkmórauð. Hún er undan óþekku
Möggu Lóu sem ég var að elta fyrir ofan Búlandshöfða.
Þessa er ég líka búnað gera gæfa.
47 kg 29 ómv 4,6 ómf 4 lag 110 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8,5 ull 9 samræmi.
Hún er undan Móra hans Sigga í Tungu.

Hinn mórinn á móti henni líka svona dökkmórauður undan Möggu Lóu og Móra.
51 kg 28 ómv 3,9 ómf 4 lag 112 fótl 
8 8 8,5 8,5 8,5 17 8,5 8 8,5 alls 83,5 stig.
Hann er til sölu ef einhver hefur áhuga.
Ætternismat er 104 gerð 98 fita 102 frjósemi 100 mjólkurlagni.

Þessi svartbotnótti er móti gimbrinni flekkóttu undan Brælu og Kraft.
46 kg 32 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 106 fótl 
8 8 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 alls 84,5 stig.
Hann er til sölu ef einhverjum vantar botnóttan.
Ætternismat Gerð 114 fita 101 frjósemi 103 mjólkurlagni 101

Þessi er undan Brælu og Kraft. 
48 kg 32 ómv 3,8 ómf 4 lag 110 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5
Þessi verður örugglega sett á.

Þessi er undan Glóð og Knarran frá Bárði á Hömrum.
49 kg 29 ómv 2,5 ómf 3,5 lag 107 fótl 8,5 framp 17 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi er auðvitað sett á draumaliturinn minn.

Þessi er undan Kolfinnu sem er Myrkva dóttir og Blika frá Bárði á Hömrum.
43 kg 30 ómv 4,1 ómf 4 lag 107 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.
Mig langar líka að setja þessa á hún er mókápótt svo þetta er mikill hausverkur að velja.

Þessi er líka æði og er gæf síðan í vor. Hún er rjómabolla undan Eik minni sem er líka 
mamma Möggu Lóu. Eik keypti ég einu sinni af Ragnari á Heydalsá og þetta kyn er æði
þær eru allar spakar og ég dýrka þær. Þó hún stigist ekki vel þá verður hún sett á.
Ég setti alsystir hennar á í fyrra og hún var að koma með gimbur núna með 18 í læri
svo framræktunin er í lagi hjá þeim.
57 kg 27 ómv 7,1 ómf 4 lag 113 fótl 8,5 framp 17 læri 8 ull 8,5 samræmi.
 
Þessi er undan Hexíu og Ísak.
47 kg 35 ómv 3,5 ómf 5 lag 107 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi er líka svo flott svo þið skiljið að þetta verður erfitt val. Svo eru hvítu eftir.

Þessi er undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút. Við setjum hann á sjálf.
Hann er þrílembingur og er 53 kg 33 í ómv 2,8 ómf 4,5 lag 112 fótl 
8 8,5 9 9 8,5 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig.

Hérna er betri mynd af honum.

Þessi verður sett á undan Botnleðju og Ask.
48 kg 106 fótl 30 ómv 2,7 ómf 5 lag 8,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

Þessi gimbur er sett á örugglega hún er undan Snót og Svan.
43 kg 36 ómv 2,8 ómf 5 lag 106 fótl 9 framp 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Þrumu sem er 2007 módel og hefur alltaf verið tvílembd nema einu sinni
komið með eitt þegar hún var sædd. Þessi rolla er 11 vetra og alltaf í topp standi ekkert
klaufa vesen þarf nánast aldrei að klippa nema snyrta. Er alltaf með væn lömb og 
yfirleitt um 100 kg á fæti samalagt. Aldrei burðarvesen hún bara skítur þeim út.
Ætternismat er 102 gerð 102 fita 102 frjósemi 100 mjólkurlagni.
50 kg 30 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 108 fótl 
8 8 8,5 9 8,5 17,5 8 8 8,5 alls 84 stig.
Ég myndi mæla með þessum hrút ef þið viljið fá endingargóðar ær sem mjólka vel.
Ég hef sett mórauðar gimbrar á undan Þrumu og þær eru góðar í framræktun hvað 
mjókurlagni og frjósemi varðar. Þessi er til sölu ef áhugi er fyrir honum.

Rósi undan Rósu og Kaldnasa. Hann er einlembingur en Rósa var að bera í fyrsta sinn sem
veturgömul. Kaldnasi er undan Magna sæðishrút og Rósa er undan Skara frá Ósakari í Bug.
Ætternismat er 104 gerð 99 fitu 101 frjósemi og 101 mjólkurlagni.
57 kg 29 ómv 7 ómf 4 lag 112 fótl
8 8,5 8,5 8,5 8,5 17,5 8 8 9 alls 84,5 stig.
Vildi bara henda þessum hérna inn líka ef einhver hefði áhuga á honum hann er skemmtilegur á litinn. 

Jæja þetta er orðið flott í bili það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.






20.09.2018 09:37

Smalað Svartbakafellið og nágrenni 15 sept

Við Maja og Óli fórum upp hjá Grænsdölum inn í Búlandshöfða og fórum þaðan alla leið yfir
fjallið fyrir ofan Mávahlíð,Tröð og Fögruhlíð. Fyrir ofan Fögruhlíð fundum við kindurnar sem
við misstum deginum áður upp á fjall. Óli stökk niður á eftir þeim og var svo fljótur og léttur
á sér að hann var búnað reka þær alla leið niður að Rauðskriðumel og náði svo að ná okkur
Maju aftur þar sem við vorum komnar upp í Urðir sem eru á leiðinni í átt að Bjarnarskarði.
Óli fór svo upp að Bjarnarskarði og alveg upp að Kaldnasa. Þar fyrir neðan í Borgunum og
Fossakinnunum leyndust kindur út um allt og alveg upp að Rjómafossi.

Við að ganga upp á fjalli.

Hér sést útsýnið af fjallinu yfir í Ólafsvík.

Maja í Urðunum að kíkja yfir í Svartbakafellið og Rjómafoss blasir við hér á móti.

Hér halda Maja og Óli áfram upp og ég hinkra hér eftir og svo förum við öll af stað í einu
niður þegar við sjáum hina koma út Svartbakafellinu. Siggi,Bói,Hannes,sonur hans og mágur fóru upp á Fróðarheiði og ganga þaðan yfir í Svartbakafellið.

Nestið mitt .

Hér sjást rollur lengst upp að Kaldnasa þessar tóku straujið upp í átt að Staðarsveitinni.

Hér er Rjómafossinn.

Þetta var upp á fjalli mér fannst þetta svo fallegt berg minnti mig á bíómynd úr villta
vestrinu eða eitthvað þetta var svona svo er þetta eins og göng eða gil inn í fjallið.

Svo er þessi tjörn líka upp á fjalli fyrir ofan Fögruhlíð svo flott.

Hér eru rollurnar sem Óli kom niður og það kom svo í ljós að það voru þær sem við
misstum í gær og þetta voru engar ókunnugar kindur heldur var þetta Skuggadís frá mér
og Rósa hennar Emblu ásamt fleiri kindum.
Ég var að eltast við einhverjar kollóttar held þær hafi verið í heildina 6 stykki 2 rollur og
2 lömb og ég þurfti að hlaupa langa leið frá Urðunum og alla leið niður að Sneið til að
komast fyrir þær og þegar ég var búnað koma þeim niður fór ég alla leiðina upp aftur því
það voru fleiri sem ég átti eftir að taka fyrir ofan og þegar ég var loksins búnað labba alla
leiðina upp aftur var mér sagt að fara niður aftur að Sneiðinni því þar voru aðrar sem voru
að sleppa aftur upp á fjall. Þegar ég var svo búnað komast niður aftur og fara í veg fyrir
þær var en þá þessi kollótta óþekka að færa sig upp aftur og ég fór aftur upp og var alveg
orðin búin á því en lét mér ekki segjast og hélt ótrauð áfram en þegar ég var komin hálfa
leið upp aftur og hún var ekkert að gefast upp játaði ég mig sigraða og leyfði henni að 
fara. Ég fór svo niður aftur og við Maja náðum hinum niður sem eftir voru.
Bói var í vandræðum í Svartbakafellinu því þar voru rollur sem voru að fara úr fellinu yfir
að Rjómafossi en hann náði að komast fyrir þær sem betur fer. Þar er gata sem kallast
tæpa gata og er mjög glæfraleg í förum hann þurfti að fara inn á hana og svo fikra sig
niður hjá Rjómafossi. Þetta gekk svo allt vel eftir þetta og við náðum öllu niður sem við
vorum með.

Hér er allt á niður leið.

Hér er Skuggadís og Rósu gengi.

Maja á leiðinni niður.

Emil kominn upp hjá sumarbústaðinum hjá Sigrúnu og Ragga að standa fyrir.

Óli og Bói komnir niður.

Féið komið niður í Fögruhlíð.

Allt að hafast hjá okkur.

Sum áttu það til að stökkva og festa sig í girðingu og hér er Siggi að losa eitt.

Kolfinna með gimbrina sína og hrútinn undan Blika hans Bárðar. Hún er mókápótt.

Hér er sonur Hannesar og mágur hans.

Arna kom og hjálpaði okkur að reka þegar við vorum komin niður og líka Bjagga og 
Geirlaug með dóttir sína svo var líka fólk með Friðgeiri frá Knörr sem var að smala
Hlíðina í Hrísum og svo var Karítas frænka og Freyja tengdamamma og Jóhann bróðir
Emils með strákana sína svo við fengum góða aðstoð eftir að við komum niður.
Það var eina sem við sáum að vantaði og við munum bæta á næsta ári er að það hefði
mátt vera tvær manneskjur til viðbótar með okkur Fögruhlíðarmegin því þetta var mjög
erfitt fyrir okkur að reyna ná því sem var þar svona fá. Við fórum upp í fjall þennan dag
kl hálf 10 um morguninn og vorum kominn niður um 4 leytið. Við fengum margt fé niður
og það var slatti frá Friðgeiri og eitthvað frá Óla á Mýrum og Kvíarbryggju. Það væri líka
snilld ef við gætum fengið okkar dróna næsta haust he he Hemmi frændi Emils var að
smala fyrir Friðgeir og hann var með dróna til að sjá hvar kindurnar væru alger snilld.

Það er alltaf gott þegar komið er að þessum tíma eftir smölun kaffi og kræsingar.

Brauðterta var í boði mömmu Huldu og ég gerði rjóma terturnar. Jóhanna sá um að 
græja kaffið og gerði líka kjúklingasúpu sem var alveg æðislegt að fá þegar maður kemur
niður og orðin kaldur og blautur þá er gott að fá heita súpu.

Allir glaðir í kaffinu inn í Tungu.

Hér erum við aftur lögð af stað eftir kaffi að ná tveim lömbum sem eru undan rollu frá
mér sem var keyrt á fyrir þó nokkru síðan og þau voru að leiðinni að koma fyrir utan girðingu þegar við náðum að stökkva á þau og ná þeim með aðstoðar hundsins hans
Hannesar.

Jæja þá er búið að reka inn.

Allar krær orðnar fullar af fé.

Fallegur hvítur hrútur hér.

Það var alveg magnað að þessi gimbur var spök í vor og þurfti pela í smá stund því hún
var klaufi að sjúga og ég reyndi að klappa henni og hún er jafn spök og góð. Það kom 
líka á óvart að það var önnur sem er móbotnótt og hún er enn þá spakari og hún var líka
gæf sem lamb.

Það er mikið af skemmtilegum litum í ár svo ég verð í stökustu vandræðum að velja
ásettningin.

Þetta er búið að vera frábær dagur og ég vil færa öllum innilegt þakklæti fyrir alla 
hjálpina hvort sem það var að smala eða sjá um kaffið og passa börnin. Það er 
æðislegt að eiga svona góða að þið eruð frábær. 

Það er búið að vera mikil törn hjá okkur og þetta er auðvitað umfram allt okkar heitasta
áhugamál og skemmtun sem fylgir þessum tíma.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

20.09.2018 08:46

Smalað Höfðann og Mávahlíðina 14 sept

Jæja nú get ég loksins gefið mér tíma til að fara blogga. Það er búið að vera gersamlega
allt á haus hjá okkur að gera. Við smöluðum Búlandshöfðann á föstudaginn og ég fór með
hörku duglega smala með mér börnin mín og vínkonu þeirra. Þau voru ótrúlega dugleg
og löbbuðu langa leið með mér. Það gekk vel að smala innst í Höfðanum og koma þeim 
út eftir en þegar við fórum að sækja Mónu Lísu og Möggu Lóu upp í hlíð endaði það með að
ég fór alveg upp á fjall til að komastí veg fyrir þær. Ég var að þrotum komin að elta þær fram
og til baka þegar ég náði á Sigga sem var búnað vera príla með mér í hlíðinni og fékk hann
til að koma upp og aðstoða mig. Við náðum að komast fyrir þær en misstum þær svo fyrir
ofan útsýnispallinn í Höfðanum og þá kom Maja okkur til aðstoðar líka. Ég endaði svo með
því að fara príla aftur upp og fara fyrir ofan útsýnispallinn og fékk mikið áhorf meðal 
túrista sem voru þar he he. Við komum henni svo loksins niður og gátum haldið áfram að
reka inn í Mávahlíð. Til aðstoðar við okkur bættist svo við Bói,Gummi og frændi hans og 
Hörður í Tröð.

Hér eru duglegu smalarnir mínir Freyja Naómí,Hanna Líf, Embla Marína og Benóný Ísak.

Hrygna með hrútana sína undan Grettir.

Von með hrút og gimbur undan Móra sæðishrút.

Benóný svo duglegur.

Embla að horfa niður í Búland.

Svo gaman hjá þeim og orðið heldur kalt.

Fía Sól með gimbranar sínar undan Ask.

Hér eru þær að fara undir Búlandshöfðann það er hægt að ganga á eftir þeim undir
honum öllum.

Hér er Siggi að reka niður á Mávarhlíðarhellu.

Hér sést yfir til Ólafsvíkur.

Ég komin upp í Hlíð.

Búnað fá Sigga með mér lengst upp að klettum.

Hérna er óþekka Móru gengið.

Hér eru þær búnað hlaupa fram og til baka með mig upp á fjalli.

Flott útsýni niður af fjallinu.

Svo fallegt niður í fjöru við Mávahlíðarhelluna.

Hrúturinn hennar Þoku svo flottur ég vona að hann komi vel út.

Hér er hún með gimbrina og hrútinn sinn undan Grettir.

Komin inn í Mávahlíð. Stóra fjallið sem blasir við er Svartbakafellið og það verður smalað
á morgun þá förum við upp í Búlandshöfða og yfir fjallið hér fyrir ofan Mávahlíð og alla
leið að Svartbakafellinu.

Gummi að aðstoða okkur hann á líka fé á sama stað.

Jæja loksins búið að koma fénu upp í Tungu. Ég byrjaði að smala hálf 10 um morguninn
og nú erum við kominn á áfangastað og klukkan er að verða 7.

Hér upp á fjalli var ég og Siggi að elta Mónu Lísu og Möggu Lóu.

Jæja þá var búið að reka inn í girðingu og skvísurnar mættar til aðstoðar.

Gaman að leika sér í kerrunni og þykjast vera kindur.

Emil , Siggi og Bói að klára negla niður grindurnar eftir að við vorum búnað dæla út og 
þrífa.

Það er farið að rökkva þegar við fórum svo að reka inn og sjá hvað væri komið af kindum.

Draumaliturinn minn komin heim. Móhosótt með krónu.

Mamma með Emblu og Freyju.

Bibba og Valli og Óli Tryggva kom með þeim að athuga hvort þau ættu eitthvað fé og þau
áttu bara eina rollu með tvö lömb.

Hér er ein fallega flekkótt. Hún er undan Brælu og Kraft.

Fallegur hrútur frá Gumma Óla.

Freyja að klappa Eik.

Þá er þessi smaladagur á enda og gekk hann mjög vel fyrir utan eltingarleikinn við Móru
og svo misstum við nokkrar upp fyrir ofan Fögruhlíð aftur upp á fjall. Ég er komin með
meira en helming af mínu féi en Sigga vantar slatta en restin kemur öll sömul á morgun.

Það eru svo fleiri myndir af smalamennskunni hér inn í albúmi.

13.09.2018 15:27

13 sept

Rakst á hana Botnleðju í morgun og varð að deila því hérna með ykkur hún er með svo
flott lömb á litinn þau eru undan Ask mínum sem er Kalda sonur.
Gimbrin er með svo svakalega flottan kraga alveg ekta svartbotnótt.
Flottar hérna mæðgurnar Botnleðja er Grábotna dóttir.
Hér er hrúturinn ég held að hann sé golsubotnóttur eins og pabbi sinn hann Askur.

Þessi hrútur er undan Villimey 16-014.
Gimbrin á móti honum hér og þau eru undan Ísak 15-001.
Hér er Urður 16-009 með hrútana sína undan Gutta sæðingarstöðvar hrút.
Hér er annar hennar Urðar.
Hér er hinn.
Fíóna með lömbin sín undan Ísak 15-001.
Gersemi 16-016 með lömbin sín undan Ask 16-001. Náði ekki alveg nógu góðri mynd af
þeim.
Hér sjást þau aðeins betur.
Náði aðeins betri mynd af þeim svarta sem er undan Zeldu og Kraft 17-002.
Langar svo að ná betri mynd af Þoku 16-004 með sín lömb hún er með flekkótta gimbur og 
svarflekkóttan hrút undan Grettir hans Sigga sem er Máv sonur.

Jæja varð bara að skella þessu inn hér strax eftir hinu blogginu emoticon  spenningurinn
alveg í hámarki núna. Svo er bara klára dæla út á eftir og gera allt klárt.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti.


12.09.2018 23:38

Rúntur 10 - 12 sept

Þessir tveir vaka yfir okkur í Tungu þeir fylgja bænum.
Hér er gemlings lambið sem var svo spakt í vor og drakk pela fyrst en plummaði sig svo
mjög vel. Það verður svo gaman að sjá það um helgina og sjá hvort hún verði enn svona
gæf.
Þessir móflekkóttu eru undan Skrýtlu og Tinna hans Gumma Óla.
Þessi er undan Tungu og Bjart sæðingarstöðvarhrút.
Þessi er undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút.
Þessi gimbur líka þau eru þrílembingar en ganga tvö undir.
Hér er Dröfn 12-008 með lömbin sín undan Berg.
Birta 17-006 með hrútinn sinn undan Kraft 17-002.
Gimbur undan Gló 15-020 og Svan 17-001.
Hér eru þau saman lömbin undan Gló og Svan 17-001.
Fór og gaf brauðgenginu hennar Jóhönnu.
Þrílembingur undan Skvísu sem gengur undir Hnotu. Hún er undan Klett sæðingarstöðvar
hrút.
Hrúturinn hennar Hnotu hann er undan Berg sæðingarstöðvar hrút.
Þessi eru undan Hrímu hennar Jóhönnu og Svan.
Þau eru fæddir þrílembingar og ganga tvö undir.
Kvika með gimbur undan Klett sæðingarstöðvar hrút.
Þessi er undan Arenu 16-018 og Glám hans Sigga í Tungu.
Annar hrúturinn er undan Hriflu 12-005 og Tvist sæðingarstöðvar hrút og hinn er 
undan Skuggadís 10-010 og Klett sæðingarstöðvar hrút.
Hér er Hrifla með þá.
Þessi er undan Skuggadís 10-010 fædd þrílembingur og gengur undir Nótt hans Sigga og
er líka undan Klett sæðingarstöðvar hrút.
Hér er hún með Nótt.
Arena með hrútinn sinn undan Glám.
Þessi er undan Tinna hans Gumma Óla og Sprengju 17-003. Gengur undir Skessu hans
Sigga.
Gimbur frá Sigga undan Skessu og Ask.
Hér eru þau aftur.
Hér er Skessa með þau.
Finnst þessi svo mikið krútt hann er frá Sigga og er undan Völu og Korra.
Mjög fallegur hrútur.
Hér er Vala með lömbin sín.
Gola hans Sigga með sæðingana sína sem eru fæddir þrílembingar og ganga tveir undir
og þeir eru undan Berg.
Þessi eru undan Zeldu 13-007 og Kraft 17-002.
Ég er svakalega spennt fyrir að sjá þennan svarta almennilega hann var svo rosalega
áberandi breiður á framan sem lamb. Hlýtur að vera með góðan frampart.
Móana 17-015 með gimbrina sína undan Láfa hans Óla.
Vaíana 17-014 hún var geld núna gemlingur.
Ronja 17-017 með gimbrina sína undan Grettir hún er fæddur tvílembingur og hitt á móti
var vanið undir Rjúpu.
Litla Gul hans Sigga með gimbur undan Ask 16-001.
Hér er hún ég segi að hún verði með 19 í læri þessi hún er alveg svakalega þykk og
falleg sést ekki alveg á þessari mynd því það hefur verið rigning síðustu daga svo þau eru
smá blaut.
Þessi hrútur gengur undir Litlu Gul og er undan Skuggadís og Klett sæðingarstöðvar
hrút.

Jæja spennan orðin mikil og nóg að gera við Bói erum búnað vera alla vikuna að dæla út
og ég að þrífa líka á morgnana og ég náði að klára að þrífa í morgun. Það eru enn nokkrar
haugsugur eftir að dæla út en kanski í mesta lagi 5 ferðir. Bói er búnað fara 40 ferðir síðan
hann byrjaði að dæla út og bera á Fögruhlíðina og Kötluholtið. Við reiknum með að klára
þetta á morgun og þá er hægt að fara negla niður grindurnar og gera klárt fyrir smölun.
Siggi er búnað vera græja girðinguna og setja nýja staura og laga þar sem orðið var lélegt.
Við gátum ekki aðstoðað hann þvi við vorum að dæla út en þetta gekk bara mjög vel hjá
honum. Svo þetta fer allt saman að fara bresta á.
Hér má sjá barkann sem við notum til að dæla út og svo hrærum við 
upp í með járninu og drögum að stútnum og eins að ýta að með spýtu.
Þetta er búið að vera algerar þrælabúðir fyrir aumingja Bóa hann er í fullri vinnu til 5 
á daginn og kemur svo beint hingað að dæla út með mér til 9 öll kvöld í þessari viku.
Ég búnað þrifa 5 krær.
Þetta fer að vera glæsilegt hjá okkur enda má ekki seinna vera því smölun hefst á 
föstudaginn.
Það var svakaleg blíða í dag hjá okkur og framm eftir kveldi þegar við vorum að dæla út.
Bói átti erfitt með að sjá út um rúðuna á traktornum því það var svo mikil sól.


Jæja læt þetta duga í bili verð að fara henda mér í háttinn emoticon 

Það eru svo fleiri lamba myndir hér inn í albúmi.

09.09.2018 22:28

Dælt út úr fjárhúsunum

Búið að vera nóg að gera um helgina hjá Bóa að brjóta upp,hræra og dæla út.
Við Freyja fengum að koma og hjálpa honum í dag því það er heilmikill vinna að vera einn
að standa í þessu. Það er líka mikið hey í skítnum sem veldur því að það er að stíflast 
mikið í haugsugunni. Hér er Bói nýbúnað losa stífluna og er að stökkva aftur í traktorinn.
Hér er Bói búnað bakka að og er að fara festa barkann aftur við.
Freyja tekur sig vel út.
Hér er ég og Bói.
Þetta gengur bara vel hjá okkur og Bói er búnað fara hvorki meira né minna en 
26 ferðir með haugsuguna á túnin og það er dágóður tími sem fer í að keyra því 
hann keyrir skítnum á túnin í Fögruhlíð.

Þetta er heilmikið púl sem þarf að klárast fyrir fimmtudaginn en þá þurfum við að negla 
grindurnar niður aftur og gera klárt réttina og svona fyrir helgina.

Ég fer aftur í fyrramálið að halda áfram að þrífa ég á eina og hálfa kró eftir og svo mun
ég aðstoða Bóa aftur á morgun þegar hann verður búnað vinna. Hann er svo duglegur
að gera þetta fyrir okkur. 
Hér eru grindurnar sem ég er búnað vera þrífa og ég svo þarf ég að skafa af spýtunum
alla króna svo þetta er heilmikill vinna en vinnst vel þegar það er búið að blotna vel í því.
Æðislegt útsýnið frá Höfðanum og yfir sést í Mávahlíðarfjöruna og Snæfellsjökulinn.
Það var svakalega stórstreymt í kvöld þegar við hættum að dæla út. Hér er Svana
með lömbin sín undan Part hans Bárðar.
Þau eru orðin svakalega væn eins og sjá má á þessari gimbur ég hef mikla trú á þessum
lömbum.
Hrúturinn á móti akkurrat með gras strá upp í sér þegar ég tók myndina he he.
Hér eru þau bæði aftur. Jæja læt þetta duga í bili núna. 

07.09.2018 19:53

6 september

Ljósbrá 15-016 með hrút undan Dranga sæðishrút og með gimbur undan Dröfn og 
Berg sæðishrút sem hún fóstrar.
Hér er önnur mynd af þeim.
Björg 17-009 með hrútinn sinn undan Ask.

Þessar voru nýjar sem ég rakst á þegar ég fór daglega rollu rúntinn minn eftir að ég var
búnað vera í fjárhúsunum að þrífa og það pottast áfram nú er ein og hálf kró eftir.

05.09.2018 22:28

Lömb 5 september

Skuld 16-010 undan Kölska og Svönu með lömbin sín undan Hlúnk hans Sigga.
Hlúnkur er undan Máv og Skessu hans Sigga í Tungu.
Anna 15-007 með tvær gimbrar undan Svan. Svanur er undan Máv og Svönu.
Hér sést framan í hana Skuld hún er svo falleg kind.
Hér sést hrúturinn hennar betur.
Ýr 14-016 er undan Garra og Svönu og hér er hún með fallegar gimbrar undan Bjart
sæðingarstöðvarhrút.
Það var svo ofboðslega fallegt veður í dag í Mávahlíðinni og Snæfellsjökullinn 
skartaði sínu fegursta. 
Snotra hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Kaldnasa.
Þessir svanir voru á Holtstjörninni.
Stelpurnar að týna ber.
Hvar er Benóný he he þessi mynd minnir mig á hvar er Valli bókina.
Þarna glittir í hann hinum megin við tjörnina en hann kallar þetta Vestfirðina og finnst
svo rosalega mikið ævintýri að labba hinum megin og láta ímyndunaraflið fara með sig
á Vestfirðina sem hann er svo heillaður af eftir að við fórum þangað í sumar og honum
langar að eiga heima á Reykhólum þegar hann verður stór en við erum ekki einu sinni
búnað koma til Reykhóla við eigum það eftir en samt langar honum að eiga heima þar
he he þótt hann hafi ekki komið þangað. Alveg yndislegt hvað hann pælir mikið í tilverunni.

Jæja það styttist óðum í smalamennsku og ég er á fullu þessa dagana að þrífa grindurnar
og fjárhúsin og svo ætlar Bói að hjálpa okkur að dæla út því við eigum það eftir og Emil
er alltaf að róa núna á Skagaströnd og kemur lítið heim. Bói er líka búnað fá nýjan barka 
á haugsuguna og gera við hana svo vonandi gengur þetta allt saman vel hjá honum
við erum svo þakklát fyrir að Bói aðstoði okkur og hann er með þetta allt á hreinu með viðgerðinar og allt svo ég veit ekki hvernig við færum að ef við hefðum hann ekki 
með okkur í þessu öllu saman.

03.09.2018 14:51

Lambhrútar hjá Óttari á Kjalvegi

Myndarlegir lambhrútar hjá Óttari sem hann tók myndir af og leyfði mér að deila henni
með ykkur. Sá grái er undan Gráum veturgömlum hrúti sem drapst hjá Óttari í vor en 
hann var undan Laufasyni frá Óla á Mýrum. Móðir er Grábotnadóttir.
Sá hvíti er undan Morgun sem er undan Dag frá Hofstöðum sem er undan Hriflon syni.
Móðir er undan Prúð sæðingarstöðvarhrút 11-896 frá Ytri Skógum.
Svakalega gleiður og breiður að framan sá grái og svona fallega dökkgrár. Þetta verða
væntanlega ásettnings eða sölu hrútar hjá Óttari. Nú er spennan heldur betur farin
að magnast hjá öllum enda verður smalað eftir 2 vikur eða 15 sept.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar