Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2015 Desember30.12.2015 12:16Gleðilegar hátíðirGleðileg jól kæru vinir og farsælt komandi ár vona að þið eigið æðislegar hátíðir og áramót. Ég vona að þið hafið notið þessa stóra blogga sem ég demdi hér inn í restina á árinu. Ég hef nefla verið svo upptekin restina á árinu ég hef verið að vinna á Leikskólanum í Ólafsvík fyrir hádegi og svo gefið kindunum og svo hugsað um börnin og heimilið og þar af leiðandi hef ég haft lítinn tíma til að blogga. Ég tók mér svo frí af Leikskólanum til að sinna hinni vinnunni kindunum og fengitímanum og var í því um miðjan desember og framm að mánaðarmótum. Hlakka til að hefja nýtt ár hérna á síðunni með ykkur og aldrei að vita að ég skelli einu loka bloggi áður en árið er liðið með fréttum um hvað hefur haldið úr sæðingunum því nú er það aðal spenningurinn hér hjá okkur. Hér er svo fullt af myndum af jólunum hjá okkur inn í albúmi. 30.12.2015 11:36FengitímiÞetta er hann Korri Garra sonur hans Sigga í Tungu. Hann nota ég sem leitar hrút og skelli á hann poka svo ég missi hann ekki í einhverja sem hann má ekki fara á því ég ræð ekki alltaf við þessa stóru hrúta . Þó stór sé er hann allveg rosalega góður við mig og labbar hlið mér eins og hundur og veit allveg nákvæmlega hvað er í vændum. Ég fékk lánaðan Móra hans Eiríks Helgasonar á mórauðu kindurnar mínar og þær sem gætu erft mórauð gen. Hann fékk allveg 8 skvísur og ég er allveg súper spennt yfir að bíða eftir vorinu og sjá litina. Þær hafa allar haldið með honum því það er komið yfir þann tíma sem þær fengu. Takk kærlega fyrir lánið Eiríkur þetta verður svo spennó. Mugison Soffa sonur fékk bara tvær í ár Mirröndu forrystu og Möggu Lóu sem er lamb undan Eik sem er móbotnótt. Óli á Mýrum fékk hann svo lánaðan á nokkrar hjá sér. Marel veturgamal fékk ekki margar í ár en gætu orðið fleiri ef gengur upp úr sæðingunum. Hann er búnað fá 3 . Hér er svo gullið okkar hann Tvinni sem átti að fara í afkvæmarannsókn á Hjarðafelli en hann fór ekkert greyjið því hann fótbrotnaði eða sleit liðband. Við prófuðum hann á eina kind og hún hefur haldið. En hann var ekki notaður meira en það. Hér er Tvinni Saum sonur við kíktum á hann milli hátíða því þá áttum við að taka gifsið af honum og þá kom í ljós að brotið hefur verið upp í bóg á honum því löppin dinglar til og frá og það er farið að grafa illilega í henni. Brotið hefur sennilega verið þarna fyrir ofan eða brákað og farið svo á endanum allveg í sundur við gifsið. Það er því mér með sorg í hjarta að segja ykkur frá því að við þurftum að láta hann fara yfir móðuna miklu allveg ömurlegt. Mér þótti svo endalaust vænt um hann og var loksins búnað eignast topp hrút sem fyllti allar kröfur um að fara í afkvæmarannsókn og ég var svo í skýjunum með allt í haust hvað allt gekk vel hrútur undan honum fékk Farandsskjöldinn fagra og Tvinni kom svo vel út að Jón Viðar bað mig um að lána hann í afkvæmarannsókn og ég var allveg þvílíkt upp með mér að fá þann heiður. En svo dundi ógæfan yfir hjá okkur Bliki Gosa sonur veiktist og féll frá. Lambhrútur hjá Sigga undan Jóker sæðishrút fékk stein í typpið og var dæmdur dauðvona svo honum var lógað. Siggi gaf Friðgeiri á Knörr hrútinn sinn undan Klett hann Kjöl og hann drapst hjá Friðgeiri úr lungnabólgu. Svo þessi flotta hrúta stía sem við vorum með fulla af hrútum í haust hafði tapað tölunni hratt á skömmum tíma. Við vorum einmitt búnað vera fíflast með það að það væri verið að safna hrútum hér á bæ en sem betur fer settum við á lambhrúta undan Blika og Tvinna úr því að Tvinni er núna úr sögunni líka. Honum var lógað 3 í jólum. Nú er bara biðja og vona að þeir verði föðurbetrungar eða allavega jafn góðir og feður þeirra voru. Blessuð sé minnig þessara flottu gripa. Lambhrútarnir verða vel notaðir og fá þessir hvítu Mávur 11 kindur og Ísak skjaldhafinn hefur fengið 18 og þær geta orðið fleiri ef sæðingarnar klikka. Skari kollótti fékk allar kollóttu eða 9 stykki nema 2 sem voru sæddar með Krapa. Zorró sá flekkótti fékk svo 8 kindur . Drjóli lambhrútur hjá Sigga er búnað fá 4 en gætu orðið fleiri ef gengur upp úr sæðinu. Korri leitarhrúturinn minn hann er búnað fá 6 kindur. Ég sæddi 17 kindur . Notaði Kornilíus,Kölska,Vetur,Kalda,Börk og Krapa. svo af suðurlandinu tók ég Saum og Grím. Af fyrsta deginum var engin sem hélt með Kornilíus en ein hélt með Kölska. Tvær af þeim sem fengu með Grím hafa gengið upp eins og komið er. En þetta kemur allt í ljós á næstu dögum hvað heldur. Það eru fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 30.12.2015 11:30Gimbranar hjá Óttari á Kjalvegi50 kg 30 ómv 3,5 ómf 5 lag 17,5 læri 51 kg 35 ómv 4,2 ómf 4,5 lag 17,5 læri 52 kg 36 ómv 4,5 ómf 5 lag 18 læri 60 kg 37 ómv 6,2 ómf 4 lag 18,5 læri 57 kg 33 ómv 5,2 ómf 4,0 lag 17,5 læri Hér er Sokki hans Óttars hann fær helmingin af rollunum. Svakalega flottar hjá honum þessar svörtu Kletts dætur svo stórar og miklar kindur. Hér er hinn hrúturinn hans og hann fær hinn helmingin af kindunum. Það eru svo fleiri myndir af kindunum hans Óttars hér inn í albúmi. 30.12.2015 11:20Freyja Naómí 3 áraElsku sæta krúttsprengjan okkar orðin 3 ára gömul. Svo fljótur að líða tíminn. Hún á líka flottustu kennitölu þó víða væri leitað 12 12 12 allveg snilldar tölur. Afmælið hennar var haldið heima hjá okkur og það komu Bjarki Steinn og Hilmar vinir hennar í afmælið og svo fjölskyldan og Irma vínkona og fjölskyldan hennar. Þetta var fjörugt og skemmtilegt afmæli og allir skemmtu sér vel. Kakan hennar heimatilbúin með prinsessum. Búnað blása á kertin voða lukkueg. Freyja með flottu barnabörnin sín Jakob Loga og Eyrúnu Ösp. Freyja og Hilmar vinur hennar. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu hennar. 30.12.2015 11:08Gimbranar hjá Þór og Elvu HellissandiHér erum við komin í húsin hjá Þór og Elvu Hellissandi og kíktum á gimbranar þeirra. Þessi fyrsta er mjög skemmtileg á litinn með dökkmórauðan blett á vanganum. 49 kg 32 ómv 5,0 ómf 4,5 lag 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 45 kg 35 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 9 framp 17,5 læri 7,5 ull 38 kg 31 ómv 3,8 ómf 4,0 lag 8,0 framp 16,5 læri 7,5 ull. Þessi litla mórauða er í eigu Jensínu og var hennar uppáhalds og fékk að lifa. Hún fékk nafnið Jasmíne frá barnabörnum Jensínu. Hún er óstiguð. Hér eru hrútarnir þeir eru frá Óttari sá gulmerkti keyptur frá Sigga í Tungu og hinn keyptur frá Hjarðafelli. Það eru svo fleiri myndir af kindunum þeirra hér inn í albúmi. 30.12.2015 10:53Gimbranar hjá Jóa og Auði HellissandiHér erum við komin í flottu fjárhúsin hjá Jóa og Auði Hellissandi. Hér er Jói að spekja gimbranar sínar og gefa þeim smá dekur. Þessa fékk hann hjá okkur og hún er undan Sóldögg og Marel Guffa syni. 45 kg 31 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 109 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samr. Þessa fékk hann líka hjá okkur hún er undan Þrumu og Mugison. 45 kg 25 ómv 3,9 ómf 3 lag 115 fótl 8 framp 17 læri 8 ull 8 samr. Þessa fékk hann hjá Sigga í Tungu og veit ég ekki stiganir á henni held hún hafi verið með 36 ómv og 18,5 læri mjög flott gimbur. Þessa fékk hann frá okkur og er undan Dröfn og Blika. 46 kg 30 ómv 3,4 ómf 4 lag 108 fótl 9 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samr. Hrútarnir þeirra. Klettssonur og Blika sonur. Blika sonurinn hans er ónýtur og hefur ekki getað lembt. Auður að knúsa sína kind sem er allveg afskaplega gæf og hún labbar að henni úti og fær að klappa henni og knúsa. Það eru svo fleiri myndir af kindunum þeirra hér inn í albúmi. 30.12.2015 10:38Jólatónleikar SnæfellsbæjarJólatónleikar Snæfellsbæjar voru haldnir í byrjun desember og þar komu framm fullt af efnilegu fólki sem við eigum. Hér er Irma vínkona mín og Sara dóttir hennar að syngja, það var allveg meiriháttar flott hjá þeim. Diddi að spila undir hjá dóttir sinni. Rosalega dugleg og efnileg stelpa hér á ferð. Alda Dís sigurvegari Ísland got talent kom og söng með sinni undur fögru rödd. Einar söng og dóttir hans dansaði með það var allveg yndislegt eins og sést á þessari mynd. Það eru svo fleiri myndir af tónleikunum hér í albúmi. 30.12.2015 10:26Börnin í fjárhúsunum í desemberJæja kæru vinir þá fer að líða að skemmtilega tímanum fengitíma. Hér er dóttir mín Freyja Naómí að gefa tvævettlunum fóðurbætir. Emblu Marínu okkar finnst mjög gaman að hjálpa mömmu sinni. Benóný Ísak með vínkonu sinni frá Sigga henni Svört. Benóný finnst ekki gaman að fara í fjárhúsin en þegar hann fæst til að koma með finnst honum ekkert leiðinlegt Freyja með vínkonu sinni Ollu sem býr í næsta húsi yfir götuna hjá Jóhönnu og hún er dóttir kisunar okkar hennar Myrru. Hér er hún búnað leggjast á gæruna eins og skreyting með skrautinu mínu. Gaman að renna inn í Mávahlíð. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 25.12.2015 01:50Gleðileg jólKæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega fyrir góðar stundir á netinu á árinu sem er að líða og hlakka til að eiga þær fleiri á komandi ári. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar og óska ykkur góðra fengitíðar. Herdís,Emil , Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naómí. 05.12.2015 11:40Tekið af rollunum og HrútaskráinGummi kom og tók af fyrir okkur og voru þær heldur óþekkar við hann til að byrja með en svo gekk þetta allt saman vel. Við létum skilja eftir kvið ullina og rass ullina á öllum núna í ár. Hér er Gummi að störfum sínum og með rólu gaman að sjá hvað hann er laginn við þetta og svo fljótur. Mislitu orðnar snyrtar og fínar. Hvítu hinum megin þær eru orðnar næstum jafn margar hjá okkur mislitu og hvítu. Við fórum svo á kynningarfund um Hrútaskrána á Breiðabliki. Þar voru Lárus Birgisson og Torfi að kynna. Vel mætt var á fundinn og fróðlegt að hlusta á afkvæma rannsóknir frá árinu sem er að líða og fá innsýn í hvernig hrútarnir eru sem eru í Hrútaskránni. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af fundinum og rúninginum. 05.12.2015 10:29Aðalfundur Búa fyrir árið 2014Aðalfundur Búa var haldinn á Átthagastofu Ólafsvík og var farið yfir venjuleg fundarstörf og veitt verðlaun fyrir ýmsa þætti. Þessi fundur átti að vera löngu búið að halda en því miður dróst hann þetta lengi svo betra er seint en aldrei verður maður bara að segja. En þetta gekk allt ljómandi vel og við komum bara sterk inn á nýju ári og ræddum um að reyna fara í einhverja ferð á komandi ári. Hér eru félagarnir Bárður Rafnsson Grundarfirði og Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi. Ég ákvað að fara aftur í tímann og veita viðurkenningu til að hengja upp í fjárhúsinu. Við veitum alltaf bikara sem menn geyma í ár og svo fara þeir annað en nú fá allir skjal sem þeir geta þá átt um ár og aldir . Anna Dóra og Bárður að taka einnig við verðlaunaskjölum fyrir veturgamla hrúta frá árum áður. Gummi með fyrir mig verðlaun fyrir veturgamla frá fyrri árum. Fleiri viðurkenningar fyrir veturgamla frá árum áður. Gunnar á Kolgröfum með hyrndu Kverná með kollóttu og Siggi Tungu með mislita. Gummi og Anna Dóra með 2 afurðarhæðstu 5 vetra ærnar og svo átti ég þriðju. 1.Berg með 103 Gerð 101 Fita 107 Frjósemi 121 Mjólkurlagni 110 heildarstig. 2.Berg með 100 Gerð 109 Fita 106 Frjósemi 116 Mjólkurlagni 109 heildarstig. 3.Mávahlíð 106 Gerð 116 Fita 112 Frjósemi 101 Mjólkurlagni 108 heildarstig. Afurðarhæðstu búin 2014. 1.Siggi í Tungu fjöldi veturgamla 9 fjöldi áa17 Reiknað kjöt eftir hverja á 43,2 lömb eftir á fædd 2,12 til nytja 2,00 meðalfallþ 20,78 meðalgerð 11,00 meðalfita 9,75 2.sæti Ólafur Tryggvason Grundarfirði. Fjöldi veturgamla 8 fjöldi áa 4 Reiknað kjöt eftir hverja á 41,4 lömb eftir á fædd 2,25 til nytja 2,00 3.sæti Marteinn Gíslason Ólafsvík. Fjöldi veturgamla 6 fjöldi áa 12 Reiknað kjöt eftir hverja á 38,5 lömb eftir hverja á fædd 2,08 til nytja 1,92. Ég og Emil áttum þrjá bestu lambhrútana 2014. 88 stig, 87,5 stig 87 stig. Kjötmat 2014 Bú sem náðu 9,0 í meðalflokkun fyrir gerð lamba og áttu fleiri en 10 sláturlömb.1 sæti Hörður Pálsson Hömrum sem Bárður heldur á. 21 lamb meðalfallþ 17,80 meðalgerð 11,00 meðalfita 8,38 Sigurður Tungu annað sæti. 28 lömb meðalfallþ 20,78 meðalgerð 11,00 meðalfita 8,38 Guðmundur Ólafsson þriðja sæti. 35 lömb meðalfallþ 18,32 meðalgerð 10,74 meðalfita 7,71 Rollunum var svo smalað heim helgina 20 nóvember og byrjað að hýsa. Aumingja Tvinni okkar lenti í því leiðinlega atviki að hann var með 4 hrútum í stíu og eitthvað mikið hefur gengið á því hann var draghaltur og steig ekki í fótinn en það má alltaf búast við því þegar fengitími nálgast að mikið gangi á í hrútastíunni og auðvitað lenda svo uppáhalds hrútarnir fyrir barðinu á að slasast. Svo nú er kauði búnað fá Hjalta dýralæknir til að gifsa sig en gat þó ekki allveg greint hvort hann væri brotinn eða með slitið liðband en allavega þá þarf hann að vera í gifsi í 4 til 5 vikur. Það stóð til að lána hann á Hjarðafell í afkvæmarannsókn en það verður nú örugglega ekki að því þetta árið en ég ætla að prófa hann og sjá hvernig mun ganga hjá honum . Það er þó skömminni skárra að þetta sé frammfótur. Ég var rosalega svekkt að þetta skyldi endilega þurfa að koma fyrir hann akkurrat þegar Jón Viðar var búnað biðja um hann í afkvæmarannsókn en það er víst ekki spurt af því hvernær óhöppin verða. Jæja það eru svo fleiri myndir af fundinum og fleira hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is