Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 Júní

30.06.2020 13:37

Hestarnir járnaðir og kinda rúntur

Hríma hennar Jóhönnu með hrút og gimbur undan Vask.

Sprengja með þrílembingana sína undan Mosa.

Skrýtla með þrílembingana sína sem ganga tveir undir undan Vask.

Elsa með hrútinn sinn undan Vask.

Gimbrin á móti svo mikið krútt.
Skvísa 

Benóný að fíla sig inn í Mávahlíð.

Gimbrin hennar Möggulóu undan Kol.

Hosa með lömbin sín undan Mosa.

Hexía með hrút undan Ask.

Hinn hrúturinn á móti.

Freyja Naómí og Ronja Rós.

Bói var svo góður við stelpurnar að járna hestana. Embla og Freyja eru búnað vera á 
reiðnámskeiði inn á Brimisvöllum og voru svo spenntar að fá að fara á hestbak.

Embla Marína að prófa.

Freyja Naómí.

Emil að rifja upp gamla takta.

Bjarki Steinn á hestbaki.

Benóný að prófa.

Salka með gimbranar sínar undan Ask.

Hér sjást þær betur .

Og uppáhalds útsýnið Snæfellsjökull.

28.06.2020 13:34

Ronja Rós 9 mánaða

Ronja Rós varð 9 mánaða núna 27 júní. Hún er mjög glaðlynd og er heldur betur farin að 
sýna karekter og er mjög ákveðin og finnst ekki gaman að ferðast í bíl og gerir mér mjög
erfitt fyrir að komast á kinda rúntinn minn því hún vill helst ekki vera í bílnum né sofa þar.
Hún er farin að skríða um allt á rassinum og standa upp með öllu og ganga með og færa sig
frá einum stað standandi yfir á annan svo það verður held ég stutt í að hún fari að sleppa sér. Myrra kisa og Donna hundurinn okkar eru í bráðri klípu hættu he he en Myrra er 
ótrúlega góð við hana og leyfir henni alveg að klípa í sig og nuddar sér bara upp við hana.
Hún er farin að segja mamma baba og nei og kis kis ásamt öðru babli barnatali.
Er enn að vakna aðeins á nóttinni til að drekka og sofnar svo aftur.

Alltaf gaman inn í Varmalæk sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa.

Gaman að standa og leika við Skugga.

Hænurnar forvitnar að skoða Ronju.

Benóný stoltur að sýna Ronju Rós hænurnar.

Hænugleði.

Svo fallegt í sveitinni.

Skoða tréin.

Klappa hænu ungunum en það þarf alveg að passa að hún klípi ekki í þá.

Með Emblu Marínu systir.

Benóný hænsna bóndi.

Búið að fara með slátturvélarnar inn í sveit til að fara yfir þær fyrir slátt.

Þær eru svo rosalega gæfar hjá Benóný enda tekur hann langann tíma til að kynnast hverri
og einni og spekja þær.

Bói er svo mikill snillingur og smíðaði ungakofa inn í hænsna kofanum

Hér sést inn í hann.

Og hér sést enn betur inn í hann. Það fer sko vel um hænurnar hér.

Svo yndislegar þessar hænur þær sniglast bara svona í kringum Ronju Rós þær eru svo
forvitnar og elta okkur þegar við komum.

Skuggi fylgir Ronju líka he he.

Freyja Naómí okkar.

Stelpurnar og vinkona þeirra Aníta Sif fóru í Landsbankahlaupið á 17 júní.

Benóný Ísak.

Miklar pælingar hjá honum.

Svo æðislegur staður og mikið að gera fyrir krakkana.

Askur að sóla sig inn í Tungu.

Stóru hrútarnir.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.



14.06.2020 12:50

Sauðburðarlok og hænur

Sauðburður gekk yfir heildina bara vel það var nokkur afföll á lömbum og eitt leiðinda atvik var
þegar gemlingur átti mjög erfiðan burð og það þurfti að aflífa hana og það var hún Smella sem var ein af gæfustu gemlingunum og Freyja dóttir mín átti hana.
Það eru alls 145 lömb í heildina.
80 hrútar og 65 gimbrar.

Ronja að klappa fallegum svartflekkóttum hrúti undan Kol. Kolur er undan Zesari.

Tunga með þrílembingana sína undan Bolta.

Donna hundurinn okkar.

Embla búnað spekja þetta lamb sem er alltaf upp í jötu.

Flottur móri hérna undan Mónu Lísu.

Eldibrandur kötturinn hans Sigga í Tungu.

Mikki sonur hennar Donnu okkar og Jóhanna frænka Emils á hann.

Blíða með hrútana sína mórauðan og mógolsóttan.

Tala með lömbin sín undan Sprella hans Sigga. Sprelli er undan Gosa hans Gumma Óla.

Lömbin hennar Tölu.

Djásn með lömbin sín undan Bolta og þau eru fæddir þrilembingar eitt var vanið undan.

Hnota svarta með lömb undan Svarta Pétri og Óskadís með tvo hrúta undan Kol.

Óskadís með mógolsóttan hrút og mórauðan.

Leikur í lömbunum.

Smá myndasyrpa.

Svo gaman að vera frjáls eins og fuglinn.

Og kominn á jörðina.

Ósk er undan Móra sæðishrút og núna er hún með hrút og gimbur undan Kaldnasa.

Loksins grá gimbur kollótt undan Ósk svo falleg.

Randalín með flekkóttan hrút og svo er hún með svarta gimbur.

Hér sést hann betur.

Hænunar hjá Freyju og Bóa sem Benóný elskar. Þessi heitir Rósa.



Doppa hans Benónýs.

Óli hani.

Benóný með Rósu sína.

Ungarnir svo fljótir að stækka.

Stelpurnar með Doppu.

Hér er Svanhvít.

Bói að bera áburð á túnið inn í Mávahlíð.

Verið að bera á inn í Mávahlíð.

Verið að græja áburð á túnin í Fögruhlíð.

Vaíana bar seinust 31 maí. lömb undan Bjart sem við fengum á Fáskrúðarbakka.

Kíkti smá rúnt eftir að við vorum búnað sleppa og hér er Magga lóa með gimbur undan
Kol og hrút sem hún fóstrar hrút frá Bombu.

Skvísa með þrílembingana sína undan Vask.

Salka með þrilembingana sína undan Ask en tveir ganga undir.

Óskadís með hrútana sína undan Kol.

Fía Sól með hrútinn sinn og fóstrar annan undan Botnleðju. Hún var tvílembd en annað
kom úldið í burði.

Skvísa með lömbin sín.

Gimbrin hennar Möggu lóu hún er mógolsuflekkótt.

Snæfellsjökull.

Hrifla ein besta kindin mín fékk heiftarlegan doða og lá í næstum tvær vikur og ég hélt hún 
myndi ekki hafa það af en ég fékk vítamín hjá dýralækninum og svo gaf Siggi henni kalk
og við gáfum henni líka bólgueyðandi og svo var hún þrílembd og það voru vanin undan 
henni tvö og hún gengur núna með eitt og hún reis loksins á fætur og er komin út núna.

Poppy með gimbur undan Kol en hún var með tvö en annað kom löngu dautt.

Ég fékk snilldar hjálp hjá Ágústi bróðir og Írisi konunni hans þegar þau komu vestur í 
afmælið hennar mömmu og þá tóku þau sig til og komu og hjálpuðu mér að klauf snyrta.
Ég var alveg komin með í magann að komast ekki yfir neitt því Emil var alltaf í burtu út á sjó.
Ég var rosalega þakklát fyrir að fá svona flotta aðstoð frá þeim svo fékk líka aðstoð frá Bóa
og Sigga við restina. Emil komst svo smá til að hjálpa mér þegar hann var komin vestur 
með bátinn.

Benóný Ísak að prófa klaufsnyrti stólinn.
Bói græjaði þennan stól og hann er alveg snilld.

Tvö flott undn Gersemi fæddir þrílembingar.

Jæja þá er ég loksins búnað koma þessu sauðburðarbloggi hérna inn og er svo ánægð að
vera loksins búnað fá að deila því með ykkur svo núna tekur við skemmtilegt sumar og
rollu rúntur til að skoða lömbin. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í
albúmi.

13.06.2020 22:44

Ronja Rós 8 mánaða 27 maí

Ronja Rós varð 8 mánaða þann 27 maí. Mamma fann fyrstu tönnina hjá henni rétt eftir að hún var orðinn 7 mánaða og það er alveg að fara koma önnur. Hún er farin að standa upp með öllu og færa sig áfram á rassinum eða eiginlega snú sér í hringi með fótunum og situr á rassinum.

Hún er farin að segja baba og mama og svo kann hún að klappa og gera með einum putta svona purr með munninum. Hún gerir greinamun á hvaða lög hún vill hlusta á í ipadinum
þegar ég er að spila fyrir hana og þar er ramm sam sam í miklu uppáhaldi og krummi svaf
í klettagjá og baby shark og duck song sem er lag með 5 unga sem fara í burtu frá mömmu
sinni einn og einn í einu. 

Hún er mjög hress og kát og hlær mjög hátt af systrum sínum þegar þær eru að leika við hana. Hún elskar Myrru kisuna okkar mjög mikið og fer ekki mjúkum höndum um hana þegar hún reynir að klípa í hana he he.

Hún fór í 8 mánaða skoðun og er orðin 6840 gr og 68 cm og höfuðmál 45.
Hún er undir meðallagi en heldur sinni línu vel svo hún er dafnar vel. 

Farin að sitja alveg örugg án þess að detta aftur fyrir sig eða framm. Farin að vinka bæ.

Alger krúttsprengja.

Hér glittir í tönnina hennar.

He he að skoða hænu ungana hjá Benóný alveg dáleidd.

Benóný að passa að hún grípi ekki í hann og kremji.

Hér eru svo ungarnir sem Benóný er búnað bíða eftir svo spenntur.

Svo gaman í hoppu grindinni en núna eftir að hún fór að geta staðið upp og fikrað sig áfram
er hún ekkert svo spennandi lengur því þá er hún föst og getur ekkert komist áfram.

Smá myndatöku hjá mömmu sinni inn í fjöru í Mávahlíð.

Svo falleg.

He he með hendina upp því það er svo gróft að koma við þessi strá.

Með stelpunum og Anítu vinkonu þeirra.

Með Benóný bróðir.

Með Donnu vinkonu sinni og Donna akkurrat að geispa.

Montin að standa með.

Að borða cheerios.

Fyrsta skiptið í sundi í Ólafsvík rosalega gaman.

Út í sólinni á pallinum heima.

Orðin alveg kræf að standa upp með öllu.

Í fjárhúsunum með Freyju.

Ég þurfti að redda mér og tók stólinn með inn í fjárhús sem var alveg snilld að geta
látið hana sitja þar meðan ég var að sópa ofan í kró og svona.

Svo þegar henni fór að leiðast blés ég í hanska og bjó til leikfang fyrir hana.
Mjög vinsælt að fá að sjúga puttana á hanskanum.

Maður varð líka að fá að klipa í eina gæfa kind sem alveg elskar að láta Ronju pota í sig.
Þetta er hún Hosa hennar Emblu og hún elskar börn.

Svo mikill prakkari og elskar að láta fíflast í sér. Núna er ekki óhætt að hafa hana í 
vöggunni því hún reynir að klifra upp úr henni.

Dugleg vinnukona hún Freyja að hjálpa mömmu sinni.

Með Kamillu frænku sinni.

Birgitta frænka kom og hélt upp á 8 ára afmælið sitt í sveitinni hjá Freyju ömmu og Bóa afa.

Benóný Ísak búnað klára 5 bekk.

Freyja Naómí búnað klára 2 bekk.

Embla Marína búnað klára 3 bekk.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í
albúmi.

13.06.2020 22:29

Hulda mamma varð 70 ára 18 maí.

Stórglæsilega skvísan hún mamma fagnaði 70 ára afmælinu sínu helgina fyrir 18 maí sem
er afmælisdagurinn hennar. Hún var með smá kaffi veislu heima hjá sér í Ólafsvík og 
átti þar góðan dag með fjölskyldu og vinum.

Glæsileg terta hjá Jón Þóri bakara í Ólafsvík vakti mikla lukku í veislunni enda alltaf 
æðislegar Lúlla terturnar eins og þær hafa verið kallaðar síðan Lúlli bakari var í bakaríinu.

Hluti af systkynum mömmu mætt í veisluna. Hér eru Elli,Sævar,Ragnheiður,Dísa og Magga.

Mamma búnað gera flottu brauðtertuna sína og Draumtertuna sem alltaf stendur fyrir sínu.

Magnús Már bróðir minn og Þorsteinn Erlingur sonur Maju systir minnar.

Sigrún ,Þuríður og Guðmundur Ólafsson.

Maggi og Ronja Rós.

Mamma og Ronja Rós.

Hláturinn lengir lífir he he mamma er mjög hress og glöð í anda enda fer aldurinn henni
rosalega vel og ekki myndi maður halda að hún væri 70 ára er svo ungleg.

Steini með Ronju Rós frænku sína.

Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi.

13.06.2020 11:36

Sauðburðarblogg

Það var erfitt í fæðingu þetta sauðburðarblogg því ég hef bara einfaldlega ekki getað gefið
mér tíma til þess að koma þessu til skila og þegar ég ætlaði að gefa mér tíma inn á milli
þegar sauðburður var þá var kerfið eitthvað bilað. Síðan var Emil að róa í burtu allann
sauðburðinn svo ég var alveg önnum kafinn við heimilið börnin og kindurnar.

Hrútarnir fóru fljótlega út í tún í byrjun maí og Siggi gaf þeim hey úti fyrst því gróðurinn var
mjög lengi að taka við sér.

Það voru smá slagsmál en ekkert alvarleg. Siggi lenti þó í atviki í byrjun sauðburðar að 
kind rann á grindunum og fór með hornið akkurrat í augað á honum og braut gleraugun
hans og gerði skurð við augað á honum en sem betur fer náði hann öllum glerbrotunum úr
og náði að hreinsa augað vel og hann náði sér vel.

Hér eru Bói,Jóhanna og Siggi eftir að við vorum búnað fá hjálp frá Bóa við að klippa 
klaufarnar á hrútunum og saga hornin.

Hér eru svo Guðmundur Ólafs Ólafsvík og Kristinn Bæjarstjóri að saga hornin með rafmagns klippum á lambhrútnum hans Gumma. Kristinn á svo Bolta sem sést hér fyrir
aftann og við ætlum að gefa honum séns að vera svona með hornin og fylgjast með í
sumar hvort þau verði ekki í lagi.

Hér er mjög þykkur og fallegur hrútur dagsgamall á þessari mynd og er tvílembingur
undan Snædrottningu og Ask ég hef trú á að hann verði mjög efnilegur þessi.

Hexía með tvo hrúta undan Ask.

Þessi eru undan Björg og Ask.

Þessi hrútur er mjög sérstakur á litinn hann er svo golsóttur undir og með svona bíldur
í framan með golsóttum blæ.

Hér er Gyða Sól með hrút og gimur undan Mosa hans Gumma Óla.

Salka með þrilembingana sína undan Ask. Botnótta lambið var svo vanið undan henni.

Hrafna me[ gimbur undan Móra sæðingar hrút.

Ronja Rós með Emblu að skoða kindurnar.

Flottar vinkonur Freyja,Embla og Aníta.

Embla búnað veita fæðingarhjálp með Sigga að draga úr Önnu kindinni hennar Freyju
hún er með þrjú undan Mosa hans Gumma Óla. 

Hér eru stelpurnar að gera sig reddý fyrir fæðingarhjálp.

Rósa hennar Emblu með lömbin sín undan kaldnasa.

Fullt tungl á næturvaktinni.

Stelpurnar hjá Hröfnu uppáhaldinu sínu.

Gemlingar hjá Sigga með lömb undan Svarta Pétri hans Óttars á Kjalvegi.

Flottur hrútur frá Gersemi og Ask þrílembingur.

Lömbin eru svo skemmtilega gæf.

Hér er falleg botnótt gimbur undan Ask og Gurru.

Þessir hvítu bræður eru undan Ask og Klöru.

4.bekkur frá Grunnskóla Snæfellsbæjar kom í heimsókn til okkar í fjárhúsin að skoða 
lömbin. Það kom fram í Bæjarblaðinu Jökli en það var smá prentvilla um að þetta 
hafi verið inn í Mávahlið en þetta var auðvitað inn í Tungu því við eigum ekki Mávahlíð
lengur, það er búið að selja það og fyrir þá sem ekki vita þá erum við með kindurnar
inn í Tungu hjá Sigurði Gylfasyni og vorum seinast með kindur inn í Mávahlíð árið 2009.

Lömb undan Björg og Ask.

Farið að bætast við litadýrðina.

Flottur hrútur undan Hexíu og Ask.

Gimbur undan Möggu lóu og Kol.

Það komu svo líka hænu ungar hjá Freyju og Bóa 5 maí.

Krakkarnir voru alsælir með ungana.

Bjarki og Benóný með unga.

Bjarki Steinn með unga.

Allir saman svo gaman.

Þetta blogg var svona byrjun á sauðburði og ungum svo eru myndir af þessu hér inn í 
albúmi og hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar