Þann 23 júlí fórum við áfram í útilegu og fórum til Evu og Emma Tóta á Hellishóla. Við fórum svo eldsnemma um morguninn inn í Landeyjarhöfn og tókum
Herjólf til Vestmanneyjar og bílana með við áttum bókað 8 um morguninn svo það var vakanað mjög snemma til að ná að koma öllum af stað á réttum tíma. Við fengum æðislegt veður sól og blíðu og byrjuðum á því að fara og leyfa krökkunum að spranga svo eftir það fórum við aðeins í bakarí og svo á sædýrasafnið og sáum þar Mjaldrana sem vöktu mikla lukku hjá krökkunum að sjá þá svona nálægt í búri ofan í sundlaug. Við kíktum svo á Eldfjallasafnið og það var mjög fróðlegt og mikil upplifun að sjá hvernig var þegar gosið var og heyra söguna. Benóný beið svo auðvitað spenntastur fyrir að fara í sundlaugina sem er alveg æðisleg og engri öðru lík enda með trampólín sem engin önnur sundlaug hefur. En hér koma nokkrar myndir af þessari ferð og þær útskýra sig sjálfar.
|
Hér erum við um borð í Herjólfi. Emil,Emmi Tóti,Eva og Benóný.
|
Benóný alsæll.
|
Ronja Rós og Embla Marína.
|
Freyja Naómí.
|
Hildur Líf og Ronja Rós um borð í Herjólfi.
|
Hér er Hildur að spranga.
|
Ronja Rós líka að klifra.
|
Freyja var alveg óhrædd og fór lengst upp og náði mest að spranga.
|
Embla Marína.
|
Fórum í göngutúr um Stórhöfða.
|
Hér fundum við gæru og sáum nokkrar kindur.
|
Ronja Rós að pósa.
|
Gleymdist aðeins að setja hárið á Ronju bak við eyrun he he.
|
Sáum þessa inn á sædýrasafninu með nafninu Freyja.
|
Og þessa mátti til að taka mynd af þeim með nafninu okkar.
|
Embla og Ronja inn á safninu.
|
Hér er svo Mjaldurinn litla Hvít held ég þær voru mjög vinalegar og þáðu athyglina vel að láta taka mynd af sér.
|
Hér var verið að fá sér nesti áður en við fórum á eldfjallasafnið. Eva var svo frábær að smyrja samloku fyrir alla.
|
Embla tók þessa mynd fyrir mig fyrir ofan Eldfjallasafnið og yfir Vestmanneyjar.
|
Hér erum við inn á safninu og allir að hlusta af mikilli athygli.
|
Skoðuðum svo Herjólfsdal.
|
Borðuðum svo á Tanganum sem var mjög gott og hér er Ronja Rós að lita hún er svo mikill snillingur.
|
Freyja Naómí.
|
Við fórum svo aftur til baka kl 8 um kvöldið eftir mjög skemmtilega ferð.
|
Hér eru þau í barnahorninu að horfa á mynd.
|
Við vorum svo á Hellishólum til 26 júlí. Við fórum tvisvar í sund á Hvolsvelli á þessum tíma.
|
Hér er leiksvæðið á Hellishólum mjög fínt fyrir krakkana.
|
Hér eru Freyja,Embla og Aron að spila inn í fortjaldi hjá okkur.
|
Hér erum við búnað færa okkur yfir í Hveragerði og erum úti að spila þetta spil sem er mjög skemmtilegt maður er með kúlur á bandi og á að reyna sveifla þeim svo þær festist á spýtunni og færð stig frá einum upp í þrjá eftir hvar þú hittir og sá sem er fyrstur að ná 21 stigi vinnur.
|
Hér eru skvísurnar Hildur Líf og Ronja Rós að skvísast í sólinni með dótið sitt.
|
Svo með þetta að pósa fyrir mig he he.
|
Við áttum bókað í nokkra daga í Hveragerði og ætluðum svo að framlengja og þá var búið að bóka stæðið okkar svo við þurftum að færa okkur yfir þessa hæð og yfir í næsta hólf en það gekk fljótt fyrir sig og við tókum svo nætur þar til 1 ágúst.
|
Hér erum við komin yfir hólinn og yfir í næsta hólf og Eva og Emmi eru í miðjunni og svo komu vinir okkar Raggi frændi og Regína og eru á hinum endanum svo við mynduðum svona hring.
|
Hér eru þau að syngja og dansa saman Ronja,Hildur og Kristmundur.
|
Hér vorum við í kubb stelpur á móti strákum.
|
Benóný sáttur að borða lu kexið sitt.
|
Hildur og Ronja að skottast á leikvellinum í Hveragerði.
|
Fórum á þennan geggjaða pizzustað í Hveragerði Hofland og veltum lengi fyrir okkur þessari mynd hvað við könnuðumst eitthvað við hana svo allt í einu kveiktum við á perunni þetta er Ólafsvík he he þá er þetta mynd af Hveragerði og Ólafsvík því konan sem á staðinn er frá Hveragerði og maðurinn var frá Ólafsvík. Mjög falleg mynd og ég mæli svo hundrað prósent með að þið gerið ykkur ferð bara í Hveragerði til að fá ykkur pizzu þar því þær eru geðveikar ég held ég hafi bara aldrei fengið eins góða og framandi pizzur eins og þau eru með alveg geggjaðar og þjónustan alveg til fyrirmyndar.
|
Næsti staður var svo Akranes og hér erum við búnað mynda U hringinn okkar við, Emmi og Eva og Raggi og Regína.
Við stoppuðum hér í eina nótt.
|
Og auðvitað var farið á langþráða staðinn að hoppa í sjóinn upp á Akranesi og hér er Aron og Embla.
|
Hér er Embla að hoppa af trampólini.
|
Hér hoppar Freyja. Þær hoppuðu svo af öllum pöllunum meira segja efsta.
|
Það var lokuð sundlaugin á Akranesi svo við skelltum okkur í sundlaugina á Hlöðum í Hvalfirði sem var lengi búnað vera á listanum hans Benónýs að klára.
|
Hér má sjá hana.
|
Emil fór rúnt með stákunum til Rvk í klippingu og ég og krakkarnir vorum boðin í vöfflur hjá Steinari og Gullu og hér er Embla með Mattheu sem var svo glöð að vera hjá Emblu fænku sinni. Það var svo yndislegt veður og alger steik á svölunum hjá þeim og Benóný var svo ánægður að fá vöfflur.
|
Verið að hafa það kósý að lita í hjólhýsinu.
|
Við fórum svo í sund í Borgarnesi á leiðinni frá Akranesi og næst liggur leið okkar til Húnavalla og ætlum að verja verslunarmannahelginni þar.
|
Hér erum við svo komin til Húnavalla seint um kvöldið 2 ágúst. Hjólhýsið okkar er með hvíta fortjaldinu og svo er Evu og Emma með stóra uppblásnafortjaldinu.
|
Hér sést okkar betur. Þetta var frábær aðstaða á Húnavöllum við höfðum aðgang af klósettum svo voru inni í skólanum og þau voru mjög snyrtileg og flott svo var stórt íþróttahús sem krakkarnir máttu leika sér inn í með körfubolta og fótbolta og köðlum með stórri dýnu og svo var líka lítil sundlaug og heitur pottur sem hægt var að fara í og svo bak við skólann var flottu leikvöllur fyrir krakkana. Við höfðum þessa lóð sem sést á myndinni alveg útaf fyrir okkur og hópinn sem við fórum með þangað. Það var alveg frábært að eyða helginni hér með frábærum hóp af hressu og skemmtilegu fólki sem skipulagði helgina svo frábærlega að allir voru að njóta og hafa gaman. Vinir okkar voru búnað skipuleggja þessa helgi og buðu okkur að koma með og við erum rosalega ánægð og þakklát með að hafa tekið þátt í þessari mögnuðu helgi.
|
Hér er sundlaugin á Húnavöllum.
|
Heiti potturinn.
|
Það gat verið svolítið svalt á kvöldin og hér má sjá alla í úlpu og með teppi. Það var farið í leiki á kvöldin sem var búið að skipuleggja að fjölskyldur kepptu milli fjölskylda í allsskonar þrautum mjög gaman. Ég missti reyndar stundum af því ég var að svæfa Ronju en þegar hún var sofnuð gat ég tekið þátt.
|
Hér er Eva að taka þátt í einum leik að hún átti að sjúga upp með röri smartís og setja ofan í glas og sá sem náði mest af smartís ofan í vann leikinn.
|
Hér eru Embla og Freyja að keppa með bolta í boltaspili.
|
Hér var setið í hring og farið í hvíslhvísl leik sem vakti mikla lukku.
|
Hér er ég með Ronju niður við vatn sem er fyrir neðan Húnavelli.
|
Snorri Rabba var með bátinn sinn og fór með alla krakkana og var að draga þá á svona slöngu sem var algert ævintýri fyrir þau.
Ekkert smá flott hjá honum að gera þetta fyrir þau.
|
Meira segja Benóný fékkst til að fara í blautbúning og fara með þeim og fannst mjög gaman.
|
Hér eru Hildur og Ronja í bátnum. Við fórum með Emma að veiða.
|
Benóný kátur í bátnum.
|
Mikið sport að vera um borð en það var nú ekki mikið um fisk í þetta skipti við náðum engum og svo voru krakkarnir orðnir óþolinmóðir og vildu komast í land.
| | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | |