Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.08.2025 04:17

Útilega AKureyri

Við keyrðum svo norður og komum við á Blöndósi og fórum í sund það er svo yndisleg sundlaugin þar við erum búnað fara oft í hana og finnst svo vinalegt að fara þangað og fá sér kaffi í heitapottinum og stytta leiðina norður með að teygja úr sér þar svo er leikvöllurinn þar líka svo skemmtilegur fyrir krakka.

Þegar við komum norður var ekkert laust í rafmagn á Hömrum svo við enduðum með að keyra út á Hauganes og gistum þar eina nótt það var mjög snyrtilegt tjaldstæði en svo um morguninn lét vinafólk okkur vita að það væri búið að losna í rafmagn á Hömrum svo við brunuðum þangað og komumst í rafmagn .

Hér erum við búin að koma okkur fyrir á Akureyri á Hömrum.

 


Hér eru stelpurnar að leika sér í tækjunum sem er alltaf svo gaman. 

Freyja,Ronja og Díana . 

 

 

Steinar,Gulla og Matthea komu og gistu í bílnum sínum á Hömrum og voru í tvær nætur með okkur.

Við kíktum rúnt á Húsavík á laugardeginum og tókum rölt um bæinn og krakkarnir skelltu sér í tækin.

 


Ronja að fara í bolla tæki á Húsavík. Það var mjög kalt á Húsavík þegar við fórum þangað aðeins 8 til 10 stiga hiti

svo við vorum ekki lengi þar.

 

Sama dag fórum við aftur inn á Akureyri og kíktum í Kjarnaskóg í þetta fallega múmín hús.

 


Það var mjög gaman og miklu heitara inn á Akureyri.

 


Alltaf svo gaman að fara inn í Kjarnaskóg það er svo fallegt þar.

 


Við fórum svo með Steinari og Gullu 27 júlí í Daladýrð dýragarðinn þar er alltaf gaman að koma og krakkarnir elska það.

 


Ronja að hoppa í heyið.

 


Hér eru þau að kíkja á naggrísina og hænurnar.

 


Göngutúr á Hömrum við fengum svo æðislegt veður svo hlýtt og mikil sól.

 


Það er svo fallegt hér.

 


Hér erum við að spila kubb við Irmu og Nonna þau komu inn á Akureyri og fleiri með þeim .

 

Hér erum við að spila með Irmu,Teddu,Nonna,Millu og Freyju.


Við skelltum okkur í Bjórböðin fyrir norðan með Irmu,Nonna,Millu og Teddu.

Það var mjög skrýtin en skemmtileg upplifun sem var mjög gaman að prófa.

 


Hér erum við tilbúin að fara prófa þetta.

 


Það var sem sagt bara bjór í svona baði og svo fórum við saman ég og Emil ofan í það og svo mátti

maður fá sér bjór úr krananum á meðan.

 


Elsku besti Marri Már frændi kom til okkar í útilegu hann er sonur Magga bróðirs og Rut og þau voru að fá sér hjólhýsi sem mamma hennar Rut átti og þau

mættu til okkar á Hamra og voru með okkur í nokkra daga.

 


Svo flottur í útilegu.

 


Fórum með Benóný loksins í Glerárlaug en hún var búnað vera lengi á listanum yfir sundlaugar sem honum langaði að prófa.

 


Ronja var alveg að elska að leika sér í vatnstækjunum á Hömrum.

 


Fórum á svakalega flottan leikvöll á Akureyri í Oddeyrarskóla.

 


Marri Már sáttur að hjóla með frænku sinni.

 

Maggi grillmeistari.

 


Hér erum við að labba niður í bæ á Akureyri.

Það var farið í sund á hverjum degi og farið inn á Akureyri, Þelamörk og Hrafnagil til skiptis.

 


Hér er Ronja Rós að róla.

 


Hér er Ronja Rós að hjóla niður í Kjarnaskóg.

 


Fórum að horfa á Íþrótta álfinn í Kjarnaskóg og það vildi svo skemmtilega til að hann er góður vinur Magga bróðirs og var í hjólhýsi

hliðin á okkur svo við kynntumst honum um verslunarmannahelgina mjög gaman.

 


Hér er Ronja Rós svo lukkuleg með Íþróttaálfinum og Marra og Magga.

Gaman að eiga svona mynd af þeim saman.


Benóný og Freyja að fara í kúluna í tívolí sem var á Akureyri yfir helgina.

 


Það var oft farið í sundlaug Akureyrar en Benóný og stelpurnar elska hana.


Hér erum við á Akureyrarvelli á tónleikunum um kvöldið og þeir voru svakalega flottir og gríðalega mikið af fólki.

Það var ekkert pláss í brekkunni eða stúkunni svo við settumst bara niður við sviðið á túnið.

 


Hér er Ronja að leika sér með dót sem Irma og Nonni áttu og hér er seinasti dagurinn okkar á Akureyri við fórum

út að borða á Greifanum með Irmu,Nonna og Sigurði Pétri svo fórum þau að pakka saman og við ákváðum svo í hvatvísi að

færa okkur snöggvast yfir á Egilsstaði og keyra seint um kvöldið. Ég ætlaði að mæla mér mót við Birgittu kinda vinkonu mína og við hittumst aðeins

þegar við vorum að koma upp út sundi og þá var hún að fara í sund á Þelamörk en við ætlum að fara svo norður leiðina aftur til baka og þá ætluðum við

að kíkja í okkar árlegu heimsókn til þeirra á Möðruvelli en því miður breyttust plönin og við fórum svo eftir Egilsstaði suður leiðina heim svo við verðum að

eiga heimsókn til þeirra inni að sinni en það er nú aldrei að vita nema við förum eitthvað norður aftur áður en þetta ár klárast.

 
 
 

 

21.08.2025 11:07

Útilega í Hveragerði 20 júlí til 23 júlí

Við byrjuðum útilegu árið okkar á því að fara í Hveragerði og það var mjög gaman. Við fórum í sund á Þorlákshöfn,Hveragerði og Selfossi.

Benóný bíður spenntur eftir nýju rennibrautunum sem eiga að koma í Þorlákshöfn og verða vonandi opnaðar í september.

Við kíktum á Jóa og Þórhöllu þar sem þau voru í sumarbústað og borðuðum með þeim og krakkarnir kíktu á báta með Bjarka og Emil og Jóa og

ég tók spil við Þórhöllu og Eyrúnu upp í bústað mjög gaman.

Irma og Nonni vinafólk okkar og fjölskylda voru í Þorlákshöfn í útilegu og við kíktum á þau einn daginn.

Borðuðum á Hofland Eatery sem er með bestu pizzurnar á Íslandi og æðislega kósý og flottur staður.

Spiluðum við krakkana á kvöldin og skoðuðum okkur um Hveragerði.

 


Hér erum við í heimsókn hjá Jóa og Þórhöllu í sumarbústaðnum í Selvík.


Hér erum við á leikvelli .

 


Hér er hjólhýsið okkar í Hveragerði það er alveg yndislegt að tjalda þar og þjónustan er frábær og maðurinn sem rekur tjaldstæðið er alveg svakalega almennilegur.

 


Hér erum við að spila Partners.

Næst liggur leið okkar til Akureyrar.

27.07.2025 10:16

Heyskapur 13 júlí

Heyskapur gekk mjög vel í ár og tók stuttan tíma og það náðist mjög gott hey.

Emil og Kristinn slóu í Fögruhlíð og Kötluholti og Siggi sló Tungu og þar í kring.

Fögruhlíð gott 10 rúllur

Fögruhlíð súper 12 rúllur

Gunna bústaður 2 rúllur

Fögruhlíð 1  9 rúllur

Fögruhlíð alls 58 rúllur

Kötluholt alls 60 rúllur

KH1 4 rúllur

KH2 24 rúllur

KH3 28 rúllur

KH4 4 rúllur


Hér er Emil að rúlla í Fögruhlíð.

 


Kiddi að raka saman.

 


Siggi að plasta.

 


Það var heyjað fram eftir nóttu og keyrðar rúllurnar heim og allt gekk vel.


Ronja hjálpaði mér að merkja rúllurnar og ganga frá endunum.

 

27.07.2025 09:22

Ýmislegt í júní og júlí.


Hér eru bræður mínir Ágúst Óli og Magnús Már þeir fóru í göngu upp að Tröllagili.

 

Benóný og hænurnar hans.

 


Við fórum upp á Hofatjörn að veiða síli.

 


Freyja veiðimaður.

 


Marri Már fænda krútt var 1 árs 13 júní og við fórum í afmæli hjá honum og hér eru þeir feðgar saman.

 


Fórum að skoða vatnsbrunn voða sport.

 

 

Sætar frænkur Freyja og Birgitta með fallega Snæfellsjökulinn í baksýn.

 


Kíktum á húsið á Dagverðará stelpunum fannst mjög gaman að skoða það.

 


Stelpurnar kíktu í fjöruna með Freyja ömmu sinni .

 


Sport að hlaupa í fjörunni og kolur með þeim hundurinn hennar Freyju ömmu.

 


Við keyrðum fyrningar rúllurnar upp í hesthús svo það yrði búið að taka þær áður en nýju rúllurnar kæmu í stæðuna.

 


Hér er Siggi að gera rúllurnar klárar.

 


Við settum bæði á vörubílinn og kerruna.

 


Hér eru stelpurnar að klappa Einstök.

 


Búið að vera svo milt og fallegt veður í sveitinni.

 


Freyju tókst að spekja hrútinn hjá Hildi. Hildur er svo góð kind og kemur alltaf til okkar þó hún sé lengst út í móa þá kemur til að fá klapp.

 


Ronja Rós fékk líka að klappa hrútinum þessi mynd var tekin 11 júlí.

26.07.2025 07:41

Ólafsvíkurvaka 2025


Hér er Ronja að blása í blöðrur og skreyta í götunni.

 


Freyja og Birgitta í stuði.

 


Hér er samheldni í gula hverfinu allir saman að gera klárt fyrir Ólafsvíkurvökuna.

Það er hefð hjá okkar hverfi að koma saman á fimmtudagskvöldinu og skreyta allir saman.

 


Ronja Rós búnað taka þátt í dorgveiðikeppni og fá verðlaunapening og pylsu.

 


Hér er húsið okkar að verða klárt.

 


Búið að safna af sér ýmsu gulu yfir árin og notum gröfurnar og dótið frá krökkunum líka.

 


Þetta er svo gaman og mikil metnaður í bænum að skreyta.

 


Við tókum þátt í litahlaupinu sem var mjög gaman.

Hér er Freyja og Vigdís vinkona hennar og Ronja að hlaupa.

 


Sjálfsmynd af okkur saman.

 


Ronja Rós við fánana í hverfunum í bænum.

 


Irma Dögg vinkona mín byrjaði hátíðna á flottri ræðu um Ólafsvíkurvöku og sagði frá því hvernig Færeyskir dagar fóru yfir að verða Ólafsvíkurvaka í staðinn.

 


Brúðubílinn vakti mikla lukku hjá yngri kynslóðinni sem eldri.


Vigdís, Freyja og Ronja Rós.

 


Við borðuðum út á palli í ár annars höfum við alltaf reynt að borða allir saman út í götunni og

gatan er þá lokuð með gulum borða og allir setja borðin út á götu mikil stemming en núna var svo 

mikið rok að við ákváðum að allir myndu hittast eftir að við vorum búnað borða og labba niður í sjómannagarð.

 


Hér eru skvísurnar tilbúnar að fara labba niður í garð.

 


Ronja Rós vel skreytt.

 


Hér er Bói og Freyja .

 


Hér er Embla og Ísafold.

 


Hér er Benóný Ísak kátur.

 


Hér má sjá stemminguna í götunni áður en farið er af stað í sjómannagarðinn.

 


Stelpurnar komnar í brekkuna gular og sætar.

Birgitta Emý, Vigdís Júlía og Freyja Naómí.

 


Gulir voru best skreytta hverfið og hér er Emil með bikarinn.

Þetta var mjög vel heppnuð helgi og við fengum æðislegt veður og allir voru gulir og glaðir.

19.07.2025 06:38

Danmerkur ferð til Billund í júní

Við fjölskyldan fórum til Billund í Danmörku 16 júni og vorum í 10 daga. Það var æðisleg ferð og við vorum alveg heilluð af Danmörku hún er svo falleg og lík Íslandi nema það er betra veður og svakalega mikið af trjám allsstaðar svo náttúran er mjög falleg. Við vorum í sumarbústað í Lalandia og það tók okkur örfáar mínótur að labba upp í Lalandia sem er svakalega stórt með Vatnsleikjagarði og allsskonar afþreyingu fyrir börn hopputeyju,keilu,skauta,klifur,boltaland og margt fleira ásamt veitingarstöðum svo þetta er alger paradís fyrir krakka. Það voru líka geitur í girðingu sem mátti klappa alveg rétt við bústaðinn okkar.

Jóhann bróðir Emils og fjölskylda fóru líka og var bara einn bústaður á milli okkar að labba á milli. Við fengum æðislegt veður með sól og hita og einn dag sem

kom alvöru rigning eins hellt væri úr fötu en það stóð ekki lengi í einu.

 


Hér er ferðalagið að hefjast.

 


Komin í flugvélina og allir orðnir svo spenntir.

 


Hér stendur Benóný við Lalandia og þar er svakaleg vatnsrennibraut.

 


Ronja inn í garðinum sem rennibrautin er og þar var líka hoppubelgur.

 


Það voru skemmtileg leiktæki rétt hjá bústaðinum og hér er Ronja að klifra.

 


Búnað grafa sig ofan í sandinn það er alltaf vinsælt.

 


Við fórum í legoland.

 


Hér erum við í leikfangalest í legolandi.

 


Krökkunum fannst svo gaman enda fullt af skemmtilegum tækjum.

 


Ronja fann Gurru grís.

 


Benóný fannst mjög gaman.

 


Hér erum við í röð að fara í einn rússibana.

 


Hér er annar rússíbani sem við erum að fara í.

 


Krakkarnir fóru í þennan hann var mjög skemmtilegur.

 


Ronja mátti ekki fara í þennan rússíbana svo við vorum bara í sprautu dóti á meðan.

 


Benóný og Embla að fara í fallturn.

 


Bjarki og Freyja líka.

 


Emil og Ronja voða spennt.

 


Benóný að byggja lego fyrir Ronju.

 


Ronja Rós fór í svona klifur grind með sipp línu og henni fannst það svakalega gaman það er í Lalandia við bústaðinn okkar.

 


Hér er Embla í því líka og Freyja var eina sem beið heillengi til að síga niður sipplínuna því Embla og Benóný gátu ekki beðið vildu fara niður.

Freyja þurfti að bíða í klukkutíma greyjið eftir að næsti hópur væri tilbúin að síga niður.

 


Við fórum road trip til Djurs Sommerland og það var æðislegur garður og starfsfólkið var svo vingjarnlegt og allt upp á 10 í þessum garði mæli hiklaust með að gera sér ferð þangað við vorum í 1 og hálfan klukkutíma að keyra þangað frá Billund.

 


Benóný Ísak var svakalega ánægður með Djurs.

 


Hér er hann við skiltið á garðinum.

 


Hér erum við komin í dýragarð.

 


Þetta var æðislegur garður við keyrðum á bílnum okkar í gegnum garðinn og skoðuðum dýrin.

 


Það var svona líkön af jurassic park.

 


Jóhann og Emil kátir í dýragarðinum.

 


Þetta var svakaleg upplifun að keyra í kringum þessi stóru dýr.

 


Hér erum við í minigolfi í Lalandia.

 


Ronja Rós í minigolf.

 


Freyja að fara pútta.

 


Benóný Ísak.

 


Það var skautasvell inn í Lalandia sem var mjög skemmtilegt og ekkert smá slétt og sleipt.

 


Ég skellti mér með henni og reyndi að rifja upp gamla takta þegar maður var að skauta á vaðlinum 

í Mávahlíð sem krakki en ég var frekar eins og belja á svelli ha ha.

 


Freyja að fara í klifurvegginn sem var líka inn í Lalandia.

 


Hér er Ronja Rós að klifra.

 


Legohúsið.

 

Komin inn í húsið og þar var sko allt í lego.

 


Benóný,Bjarki og Freyja að kubba.

 


Ronja í kubba fossi.

 


Freyja búnað byggja.

 


Ronja búnað byggja.

 


Benóný í lego húsinu.

 


Hér er bílaleigu billinn okkar við bústaðinn.

 


Emil og Ronja að labba í Lalandia sem er fyrir aftann þau.

 


Komin inn í vatnsleikjagarðinn.

 


Mjög flottur garður og stór.

 


Ronja Rós alveg að elska þetta.

 


Fékk að prófa vera með hafmeyjusporð það var mjög mikið sport en erfitt að synda með hann.

 


Fórum í keilu.

 


Freyja keilumeistari.

 

Emil rústaði okkur í keilunni.

Þetta var seinasta kvöldið okkar og svo fórum við til Íslands snemma daginn eftir og þar með var þessari

frábæru ferð lokið og við vorum öll svakalega ánægð með hana og mælum hiklaust með að fara í sumarhús í Lalandia.

 

18.07.2025 20:05

Ferming Emblu Marínu 8 júní

Embla Marína fermdist í Ólafsvíkur kirkju þann 8 júní. Við vorum með veisluna í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi og það er alveg frábær staður til að halda veislu svo fallegt útsýni og skemmtileg aðstaða. Embla fór í gel neglur fyrir ferminguna og létum aðeins laga til augnabrúnirnar hennar og lita augnhárin svo fékk hún að fá sér strípur í hárið og fór svo í greiðslu inn í Grundarfirði á hárgreiðslustofunni Silfur. Við pöntuðum mat frá Hagkaup svona smárétti og svo kökur hjá Tertugallerý og svo bökuðum við líka og fleiri aðstoðu okkur líka við að baka og þetta heppnaðist allt saman svakalega vel og var æðisleg veisla.


Hérna var Embla í prufugreiðslu svo fallegt.

 


Hér erum við að skreyta salinn og hún var með rosengold þema sem er svo fallegt.

 


Hér er nammi barinn.

 


Hér er pakka borðið.

 


Hér er gestabókin.

 


Hér sést það betur og svo settum við gerviblóm í vasa á gólfinu.

 


Við hengdum myndir af henni á veggina .

 


Hér er Íris mágkona alveg að redda okkur að græja blöðrubogann hún var alveg snillingur í því og Ágúst bróðir líka.

Irma vinkona hjálpaði mér að dekka upp á borðin og Maja systir líka og við vorum eldsnöggar að þessu enda Irma alveg snillingur í að græja fyrir veislur svo

gott að fá hana hún er með þetta alveg upp á 10.

Hér er allt að smella saman.

 


Hér vorum við með myndasýningu í sjónvarpinu og svo eru skór af henni síðan hún var lítil og húfa.

 


Hér eru vinkonurnar allar saman komnar að fara fermast Erika ,Embla , Karítas og Ísafold.

 


Tók þessa mynd þegar Embla var búin í fermingargreiðslunni fannst þetta svo töff sjónarhorn með Jökulinn í baksýn.

 


Ronja Rós tilbúin fyrir ferminguna.

 


Hér er skreytingin sem við gerðum sem myndavegg.

 


Svo fallegar systur.

 


Hér eru kræsingarnar komnar á borðið við vorum með vefjur,kjúklingaspjót og djúpsteiktar rækjur og svo tertur og brauðtertur.

 


Hér er fermingartertan.

 


Vorum svo líka með súkkulaði köku.

 


Ég tók fermingarmyndirnar sjálf af Emblu og við fórum inn i sveit þetta er við Mávahlíðarfossinn.

 


Við fórum líka inn í sveit hjá Freyju og Bóa og tókum myndir þar.

 


Embla Marína með hestinum sínum henni Heru.

 


Hera er svo falleg á litinn.

 


Fórum svo upp í gömlu rétt inn í Ólafsvík.

 


Hér er æðislegt að taka myndir það er svo falleg náttúra.

 


Komnar inn í skóginn.

 


Embla stórglæsileg.


Mjög fallegt að mynda hér.

 


Skemmtilegt þetta tré.

 


Mér finnst svo gaman að blanda náttúrunni inn með myndatökunni það kemur svo lifandi út.

 


Svo gaman að mynda Emblu hún er alveg fyrirmyndar fyrirsæta.

 


Gullfalleg.

 


Hér sést greiðslan vel hún fór í prufugreiðslu og við tókum svo myndatökuna eftir það svo hún verður aðeins ýktari krullur og svona á sjálfan fermingardaginn.

 


Þetta er hluti af myndunum sem ég tók en við erum bara mjög ánægð með myndirnar og þær heppnuðust vel og við fengum ágætis veður nema það var frekar hvasst en við fengum skjól inn í skóginum.

 


Hér er fermingarhópurinn.

 


Þá er fermingin búin og þá er næst að snúa sér að veislunni.

 


Hér eru vinkonurnar búnað stilla sér svona flott upp.


Svo dýrmætt að eiga svona myndir.


Við með Emblu.

 


Jæja þá hefst spennan veislan að byrja.


Ein fjölskyldumynd fyrir veisluna.

 


Ronja Rós með Bóa afa.

 


Ágúst og Íris og Magdalena og Dalía og Ragnar kærsti hennar.

 


Steinar og Gulla og krakkarnir.

 


Hér er Emil að hjálpa Emblu að bjóða alla velkomna og segja gjörið svo vel.

 


Flottar systur Freyja, Jóhanna og Hrönn .

 


Hér er Júlía systir mömmu og svo kemur mamma og Hafdís tviburasystir hennar og Raggi.

 


Helgi maðurinn hennar Júlíu, Eva , Einar sonur hennar og svo Jói frændi.

 


Hildur, Hjörtur og Sigrún , Óli, Siggi, Þurý og Gummi og Kristinn og Helga.

 


Kjartan með Jón Bjarka.

 


Hér er Jóhann, Elfa, Dagbjört og Emelía.

 


Rut og Maggi með Marra Má.

 


Jóhann með Jóhann Birnir.

 


Þórður og Ólína.

 


Hrönn og Björgvin.

 


Steini og Embla.

 


Irma og Nonni.

 


Pétur, Fríða og Marinó.

 


Siggi í Tungu.

 


Kara og Danni.


Embla Marína með ömmu Freyju og Bóa afa.

 


Með ömmunum sínum Freyju Elínu og Huldu Maggý.

 


Hér erum við mægðurnar og Hulda amma.

 


Við saman ég Embla og Emil.

 


Hér erum við systkinin saman Maja, Ágúst, ég og Maggi.

 


Maggi, Rut og Marri Már.

 


Jóhann og Þórhalla.

 


Steinar, Gulla, Matthea Katrín og Kamilla Rún.

 


Íris, Ágúst og Magdalena.


Helgi Þór og Guðrún með strákana sína Unnar Martin og Andra Marel.

 


Við vorum með krakkahorn og dót fyrir krakkana og hér sést í Steina frænda og Björk og Maggi að fylgjast með Marra og tala við Guðrúnu og Helga.

 


Hér eru strákarnir að leika sér.

 


Jæja þá er komið að aðalmálinu en það er að opna pakkana.

Þetta var æðislegur dagur og fengum æðislegt veður. Embla var svo ánægð með daginn og þakklát fyrir alla sem komu og fögnuðu deginum með henni.

Ég og Maja gengum svo frá salnum og vorum bara nokkuð snöggar að því. Áður en fermingin byrjaði fór ég með Emblu í greiðslu og þá fór Emil ,Ágúst og Maja

og þrifu gluggana á húsinu því þeir voru svo skítugir af seltu eftir veturinn og Emil kom á lyftara og lyfti Ágústi upp og hann moppaði gluggana það var allt annað að sjá út eftir það og salurinn varð miklu fallegri. 

Það náðist ekki myndir af  öllum gestunum sem komu í veisluna en ég setti flestar inn hér fyrir ofan sem ég náði að taka.

Við viljum þakka öllum sem komu og fögnuðu deginum með okkur og eins þeim sem komu og hjálpuðu okkur að gera þennan dag svona frábæran.

 

 

Fyrir fermingu var allt á fullu og meðal annars keyptum við trampólín fyrir krakkana og settum það saman 28 Maí. Hér kemur svo sitt litíð af hverju sem var að gerast hjá okkur áður en fermingin var.

 

 

Trampólinið virtist vera stærra en við héldum svo ég þurfti að taka einn runna frá sem var á túninu til að koma því fyrir.

 


Við hjónin skelltum okkur á sjómannahóf á sjómannadaginnn.

 


Fórum út að borða með mömmu á Matarlyst nýja veitingarstaðinn í Ólafsvík þegar hún varð 75 ára 18 maí.

Það vorum við fjölskyldan svo Maja systir og fjölskylda.

 


Ronja Rós málaði þessa fallegu mynd af rauða bátnum og það á að vera Liljan báturinn sem pabbi hennar er skipstjóri á.

Leikskólinn lét krakkana mála þessa myndir og hengja þær upp á sjómannahófinu mjög skemmtilegt að sjá.

 


Það var æðislegt veður í maí þessi mynd var tekin 20 maí í fjörunni í Ólafsvík.

 


Þetta var tekið um kvöldið sama dag í maí hér er Erika og Embla á hestbaki þær eru búnað vera duglegar að fara á bak.

 

 

 

09.07.2025 20:15

Útskrift Benónýs úr Grunnskóla og útskrift Ronju úr leikskóla

Jæja þá er loks komið að því að Benóný Ísak er að útskrifast úr Grunnskóla og eru það mikil tímamót hjá okkar manni en hann er þó pínu stressaður hvað felst í því að klára skólann og hvert allir krakkarnir fari en er samt sem áður spenntur að prófa framhaldsskólann og eitthvað alveg nýtt.

Hér er Benóný Ísak að útskrifast 3 júní í kirkjunni í Ólafsvík.

 

Benóný og Emil fóru í útskriftarferð með bekknum hans Benónýs til Kaupmannahafnar og það var alveg frábær ferð með frábærum krökkum og foreldrum sem fylgdu þeim og þessi ferð var mikil upplifun fyrir Benóný því hann fékk að fara í tívolí og marga rússibana og það er búið að vera þrá hans lengi að fara í alvöru rússibana og enn meira gaman að fá að upplifa það með bekkjarfélögum sínum.

 


Hér er útskriftarhópurinn.


Svo stór áfangi að ljúka grunnskólagöngunni.

Ronja Rós útskrifaðist svo af leikskólanum Krílakoti og næst verður skóli hjá henni næsta vetur og hún er svo montin með þetta og bíður spennt eftir að fá að byrja í skólanum eftir sumarið.

 


Hér er skvísan svo flott og við svo stolt af henni.

Hún útskrifaðist 22 maí.


Hér eru svo allar fallegu myndirnar sem þau hafa öll málað eftir leikskólagöngu sína.

Ronja Rós þessa bláu, Freyja Naómí næstu svo Embla Marína rauðu og Benóný gulu allar svo stórglæsilegar.


Hér er önnur útskriftarmynd frá 10 bekk hjá Benóný Ísak.

Ástæðan fyrir því að ég blogga þetta svona seint er að á sauðburðinum setti ég óvart símann minn með kindagallanum mínum í þvottavélina var einhvað svo utan við mig að ég skellti gallanum í þvott og fattaði svo þegar ég fór að leita af símanum að ég hélt ég hafði gleymt honum inn í fjárhúsum og leitaði og leitaði en svo var slökkt á honum og þá kveikti ég á perunni og hljóp inn í þvottahús og stoppaði vélina en það var of seint hann var ónýtur ég reyndi að setja hann í grjón og allsskonar en það virkaði ekki svo fékk ég gamla símann hennar Freyju minnar og þar voru myndirnar stilltar á HEIC file og ég get ekki sett þann file hér inn á síðuna svo ég þurfti að converta þeim í JPEG og það tók mig svo langan tíma að komast í að gera það því forritið var í gömlu tölvunni minni sem var að hrinja á þessum saman tíma svo þetta fór allt í vesen en núna er ég búnað laga þetta og ætla bæta úr þessu blogg leysi sem er búið að vera hjá mér.

26.05.2025 04:55

Sauðburðar samantekt 2025

Jæja þá er loks komið að því að taka saman sauðburðinn og blogga. Það er bara búið að vera svo brjálað að gera bæði heima og í sauðburði að ég varð að nýta tímann sem ég hafði auka til að hlaða upp orku svo núna þegar sauðburði er lokið 25 maí get ég sest niður og rifjað upp síðast liðinn mánuð sem er búnað líða mjög hratt og skemmtilega.

Sauðburður hófst hjá okkur 27 apríl og byrjaði að krafti með sæðis lömbum og gekk mjög vel.

Við fengum 6 lömb undan Eilíf og þau voru öll mjög stór og falleg og við fengum svo fullt af öðrum sæðingarlömbum líka.

Mér fannst kollóttu sæðislömbin áberandi þroskamikil og falleg í heildina.

Annars voru lömbin yfir höfðuð mjög frísk og fljót á fætur og frábært að fá svona æðislegt vor og geta sett allt út bara nokkrum dögum eftir burð.

Við settum hrútana út í girðingu 24 apríl og geld féið eins og ég var búnað blogga um í fyrra bloggi.

Því var svo fljótlega sleppt út úr girðingunni og lambféið sett í girðinguna fyrst meðan það var að aðlagast að passa lömbin sín og svo var

því sleppt alveg út. Sauðburður fór vel af stað í byrjun og allt gekk vel en svo fór að líða á seinni helminginn og þá fengum við svolítið af því

að fá annað fóstrið löngu dautt eða úldið sérstaklega hjá þrílembunum. Við misstum svo einn gemling sem var búnað bera fyrir viku hann 

fékk einhverja bráða sýkingu og við gáfum honum pensilin og parafine olíu en það virkaði ekki svo hún dó hjá okkur en það náðist að venja

lömbin hennar tvö undir aðrar kindur. Síðan var það ein kind sem fór út með þeim fyrstu og hún fannst allt í einu dauð út á túni eins og

hún hafi verið bráðkvödd því hún var eins og hún hafi verið að labba og bara lagst á magann og dáið. Það var reyndar mjög heitt þennan dag

svo það gæti eitthvað spilað inn í það. Lömbin hennar eru orðin það stór að þau fá bara vera ein og þau fylgja öðrum kindum en það leiðinlega við 

þetta er að þetta var Blæja kindin hennar Ronju sem var alveg einstaklega gjæf.

Annars fyrir utan þetta var þetta skemmtilegur sauðburður og leið mjög hratt það var aðeins ein sem lét bíða aðeins eftir sér í restina.

 


Hér er Zeta gemlingur með fallega gimbur undan Sand sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér eru Freyja og Ronja með Blæju sem var svo blíð og góð. Lömbin hennar eru undan Eilíf sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér vorum við mæðgurnar að sjá muninn á lömbunum til að sjá að lambið sem Embla heldur

á er dökk mórautt undan Refill frá Hraunhálsi og hitt lambið er svart sem ég held á en það var mjög erfitt að sjá 

muninn en hann sést þó allavega höldum við það annars kemur það í ljós í haust.

 


Ég fékk þessa flottu vinnumenn í fjárhúsin Margréti Máney og Kristmund Frey og

þau voru svo dugleg að skoða lömbin og hjálpa til.

 


Hér er Ronja Rós að sýna þeim lömbin og þetta er gimbur undan Gibba Gibb og Frosta sæðishrút mjög falleg.

 


Og auðvitað fengu þau prins póló hjá Dísu sinni.

 


Hér er algert kraftaverkalamb sem var nánast dáið en stelpurnar nudduðu það og nudduðu þangað til þær komu í það lífi og það

var svo tekið heim til okkar og Ronja var með það undir sæng og Emil gaf því smá Wisky lögg he he og viti menn það náði sér og Siggi

gaf því svo brodd með magaslöngu tvisvar og lét það ná krafti til að standa sjálft áður en við fórum með það til mömmunnar.

Mamman var svo góð sem er gemlingur að hún jarmaði allann tímann eftir því og við héldum jafnvel að hún myndi ekki vilja það því

við vorum búnað taka það svo lengi frá henni en svo var ekki hún var alveg yndisleg og tók því strax og var svo þakklát fyrir að við skildum

bjarga því. Þetta var alveg magnað því lambið var nánast dautt þegar ég sagði stelpunum að hafa þolinmæði og nudda það og voru þær

á tímabili að gefast upp og spurja mamma eigum við að halda áfram og sem betur fer gáfust þær ekki upp og náðu að bjarga því það hefur 

nefnilega kólnað niður og var frekar slappt þegar það fæddist svo það þurfti að fá að hitna.

 


Hér er Ronja aftur með Blæju sinni svo sorglegt að hún hafi þurft að missa hana svo einstök kind.

 


Svo falleg gimbur undan Frosta sæðingarstöðvarhrút og Gibba Gibb.

 


Hér er Ída sem liggur svo pen hún er einmitt hin kindin sem við misstum og það er líka mikil missir hún var mjög falleg kind og sérstök á litinn og bara gemlingur að byrja lífið.

 


Hér eru gimbrarnar hennar Lóu hennar Freyju og undan Kakó hans Sigga. 

Þær voru komnar alveg út og því miður var keyrt á aðra þeirra.

 


Lömbin eru svo gjæf við stelpurnar.

 


Snilld að hafa svona sauðburðarvagn með öllu því nauðsynlegasta á sama stað.

 


Hér erum við að klippa klaufar í fína klaufsnyrtistólnum sem Bói útbjó fyrir okkur fyrir nokkrum árum

og hann er búinn að nýtast vel. Emil sér um að klippa og ég held við kindurnar og klappa og róa niður svo þær séu rólegar í stólnum á meðan.

 


Það er nóg að gera að hafa skipulagð á sýnatökunni áður en maður markar lömbin.

Emil raðar upp fyrir mig og ég tek sýni og marka svo.

 


Branda með lömbin sín undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 

Guðmunda Ólafsdóttir hér með gimbrina sína undan Breiðflóa en hún

var sónuð með 3 en kom bara með þessa stóru gimbur og svo úldin fóstur.

Þessar ær voru settar út 10 maí.

 


Kóróna með lömbin sín undan Kát sæðingarstöðvarhrút.

 


Ösp hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Tarsan.

 


Álfadrottning með lömbin sín undan Pistil sæðingarstöðvarhrút.

 


Blesa með lömbin sín undan Vind okkar.

 


Rósa með hrútinn sinn bak við sig sem er undan Elliða sæðingarstöðvarhrút og svo fóstrar hún undan Jobbu og Breiðflóa hrút.


Mávahlíð með lömbin sín undan Garp sæðingarstöðvarhrút.

Þessar ær fóru fljótlega út í kringum 4 maí það var svo yndislegt veður.


Panda með lömbin sín undan Brimil sæðingarstöðvarhrút.

 

Rúsína með 2 hrúta undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 


Gibba Gibb með gimbrarnar sínar undan Frosta sæðingarstöðvarhrút.

 


Perla með lömbin sín undan Bruna sæðingarstöðvarhrút.

Það eru mjög falleg og þétt að sjá.

 


Emil og Kristinn að setja út og ég tek myndir af því sem er sett út.

 


Kaka með lömbin sín undan Pistil sæðingarstöðvarhrút.

 


Ein krútt mynd af móðurástinni milli þeirra.

 


Hér er Dögg hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Eilíf sæðingarstöðvarhrút.

 


Við fengum svo leikskólann Krílakot þar sem ég vinn í heimsókn í vinnuna mína núna

það var gaman fyrir þau að koma og sjá hvað ég geri þegar ég er búin að vinna á leikskólanum

þá fá þau að sjá hvað ég geri í fjárhúsunum. Það var alveg yndislegt að fá þau í heimsókn og

þau fengu meira segja að vera vitni af fæðingu sem ég þurfti að grípa inn í og veita fæðingarhjálp

og það fannst mörgum spennandi bæði börnum og starfsfólkinu he he. Ég var svo lánsöm að fá 

Selmu og Svönu vinkonur mínar til að aðstoða mig við að taka á móti krökkunum og sýna þeim lömbin

svo þetta gekk allt saman mjög vel og svo var skellt í hópmynd af þeim í endann á heimsókninni.

 


Melkorka með hrútinn sinn undan Kakó hún var með gimbur líka en við urðum fyrir því óláni 

að hún komst undir eitthvað gat hjá jötunni og datt ofan í haughúsið og þegar hún fannst var það of seint og hún dó.

 


Hér er Tuska hans Kristins með lömbin sín undan Fastus sæðingarstöðvarhrút.

 


Ronja Rós með Ósk hún er með lömb undan Topp sæðingarstöðvarhrút.

 


Ég þurfti að skjótast með Benóný til Reykjavíkur og draumur hans var að veruleika að fara í sund á Kjalarnesi og hún kom á óvart hvað hún var 

falleg og kósý laug mæli alveg hiklaust með að prófa hana og það er mjög fallegt útsýni úr henni út á sjóinn.

 


Einstök með lömbin sín undan Kogga.

 


Agúrka með falleg lömb undan Örvari hans Óla í Ólafsvík.

 


Fengum skemmtilegan lít á þessa gimbur undan Strönd og Álf. Hún er með svart eyra og smá kraga yfir hálsinn.

 


Hér er Bryndís sem Helga litla barnabarn Kristins á .

Hún er með þennan fallega flekkótta hrút undan Vind.

 


Sól með lömbin sín undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 


Evrest með gimbur undan Hólmstein sæðingarstöðvarhrút þessa gráu svo fóstrar hún hrút fyrir Sigga undan Muggu og Frosta sæðingarstöðvarhrút.

 


Skvísan hún mamma Hulda frá Mávahlíð varð 75 ára núna 18 maí.

Í tilefni dagsins fór ég með hana rúnt inn í sveit og heimsókn til tengdamömmu í sveitina þar og enduðum

svo daginn á að fara borða á nýja matsölustaðnum Matarlyst sem var alveg frábært, mjög góður matur og allt til fyrirmyndar.

Maja systir og fjölskyldan hennar komu líka með okkur að borða og börnin mín.

Mamma er á dvalarheimilinu í Ólafsvík og hefur það svakalega gott þar og er mjög ánægð og það er hugsað mjög vel um hana þar.

 


Ósk með lömbin sín undan Topp sæðingarstöðvarhrút ég er ótrúlega spennt yfir þeim.

 


Freyja að klappa Moldavíu.

 


Gyða Sól kom með tvær gimbrar undan Brúnó og ein er svartgolsubotnótt.

 


Hér sést hún betur hún er mjög þykk og falleg.

 


Rúmba er með dökkmórauða gimbur undan Brúnó og fóstrar hrút undan Snærós

 


Fríða gemlingur með hrútinn sinn undan Kogga.

 


Aska gemlingur líka með hrút undan Kogga.

 


Harpa gemlingur með hrút undan Ídu og Tarsan sem hún fóstrar því hennar lamb drapst í fæðingu.

 


Elka gemlingur með tvær gimbrar undan Kakó.

 


Milla gemlingur með lömbin sín undan Svala.

 


Grá og svört gimbur frá Kristinn undan Randalín og Reyk.

 


Draumadís hans Kristins með lömbin sín undan Vind.

 


Álfadís hans Kristins með hrút undan Vind.

 


Margrét með lömbin sín undan Tarsan en svo fékk hún eitt fósturlamb frá Ídu sem dó svo hún verður með 3 í sumar.

 


Ronja Rós útskrifaðist af leikskólanum Krílakoti 22 maí.

 


Hér eru þau útskriftarhópurinn saman. Athöfnin fór fram í Safnaðarheimilinu í Ólafsvíkurkirkju og það heppnaðist mjög vel og var gert í fyrsta sinn núna annars

hefur þetta alltaf farið fram í leikskólanum en hugsa að þetta verði komið til að vera það var svo flott að gera þetta hér.

 


Hér er skvísan með fallegu myndina sína sem hún málaði.

Af lömbunum að segja þá endaði talan mjög jöfn eða 57 hrútar og 57 gimbrar

og það var tekið sýni úr öllu sem þurfti að taka sýni og Siggi fór með sýnin fyrir okkur og sig í dag upp á Hvanneyri.

Svo er seinasta ærin enn inni en ég set hana út á morgun það er hún Prinsessa. Hún kom með tvær gimbrar gráa og hvíta.

 

Núna verður svo strax á dagskrá hjá okkur að fara huga að fermingunni hennar Emblu Marínu sem verður um Hvítasunnuna

og ég er búnað setja það alveg á bið meðan sauðburður var en núna þarf ég að fara klára allt í sambandi við hana.

 

Emil og Benóný fóru til Danmörku á sunnudaginn það er útskriftarferðalag hjá bekknum hans Benónýs.

Ætla að láta þetta duga af bloggi í bili.

 

 
 

 

 

20.04.2025 20:27

Gleðilega páska


Það var mikil spenna hjá Ronju Rós þegar hún vaknaði í morgun að fara leita af páskaegginu sínu.

 


Hér er Ronja Rós og Freyja Naómí búnað finna eggin sín.

 


Leið okka lá svo inn í fjárhús að fara setja geldféið út og hrútana.

 


Hér eru gemlingarnir og kindur frá okkur og Sigga farið út í tún og það er alveg yndislegt veður.

 


Freyja hjálpaði mér að gefa.

 


Embla hjálpaði líka, þær eru svo duglegar í fjárhúsunum.

 


Ronja Rós var líka svo dugleg að gefa.

 


Siggi og Emil klaufsnyrtu hrútana á meðan við vorum að gefa svo hægt væri að setja þá líka út.

 


Hér eru stóru hrútarnir komnir út og í smá árásarham.

 


Ronja Rós fylgdist vel með þeim í krúttlega KB vinnugallanum sínum.

 


Lætin voru svo mikil að Vindur fór á bakið en Prímus sá um að stanga hann aftur á fætur.

 


Lömbin stækka vel hjá Doppu hans Sigga .

 


Þá var næst komið að því að snyrta lambhrútana og gefa þeim ormalyf áður en þeir færu út.

 


Hér eru lambhrútarnir komnir út.

 


Það var líka kraftur í þeim.

 


Hér eru Álfur og Koggi að berjast.

 


Hér er Álfur að gera sig líklegan.

Það var alveg æðislegt veður í dag og svo gott að vera búnað láta hrútana og geldféið út.

 


Benóný Ísak með páskaeggið sitt .

 


Amma Hulda alveg gáttuð að Benóný sé orðinn stærri en hún hann hefur stækkað svo.

 


Páska kveðja frá hananum hans Benónýs.

 


Ronja Rós skvísa alveg að fíla blíðuna sem var í dag og það var mjög heitt á pallinum hjá okkur.

 


Mamma kom til okkar og var alsæl að sóla sig á pallinum.

 


Ronja Rós páska stelpa.

 


Elska páska skrautið frá krökkunum sem þau gerðu á leikskólanum.

 


Hér erum við að borða páskalæri og Emil tók myndina.

 


Það var svo ís og páska kaka í eftirrétt.

19.04.2025 21:09

Afmæli Emblu og Emils og fleira.

Jæja það virðist vera orðið svolitið langt á milli bloggana hjá mér núna en vonandi fer ég nú að verða duglegri að setja inn en ég ætla halda áfram frá því sem var að gerast í mars hjá okkur

stelpurnar hafa verið duglegar að fara á hestbak bæði í reiðhöllinni og svo líka í útreiðartúra inn í sveit til Freyju og Bóa.

 


Hér eru Freyja og Vigdís aftastar svo Embla og svo Erika að teyma Ronju.

 


Hér er Ronja Rós svo glöð að hafa fengið að fara á hestbak.

 


Smá tiltekt í fjárhúsunum fara með plastið á haugana það var 25 mars.

 


Embla Marína okkar varð 14 ára þann 28 mars.

 


Við Embla vorum svo óheppnar að við veiktumst báðar af alveg hrikalegri upp og niður veiki og vorum með það alveg í 5 daga

og svo var slappleikinn svo lengi að það var ekki haldið neitt afmæliskaffi fyrir hana á afmælisdaginn en svo var amma Freyja svo

æðisleg að bjóða okkur í smá köku og kaffi því við vorum en að ná okkur af veikindunum.

 


Hér er Ronja Rós með eina hænu en þær eru alveg einstaklega gæfar.

 


Emil var svo fertugur 1 apríl og það var bara opið hús fyrir þá sem vildu fagna með honum deginum og hér eru

þau saman Emil og Embla og Embla fékk líka afmælisveisluna sína með pabba sinum.

 


Hér er svo afmælisdrengurinn með skemmtilegu gjöfina sem Irma og Nonni gáfu honum.

 


Við hjónin skelltum okkur svo helgina eftir í menningarferð til Reykjavíkur og fórum í fyrsta sinn í þjóðleikhúsið og sáum sýninguna 

Eltum veðrið og hún var alveg frábær mjög skemmtilegt.


Hér er sýningin alveg mögnuð mæli hundrað prósent með henni.

 


Kiktum í heimsókn á Marra Má litla frænda sem er búnað vera svo lengi í útlöndum

og það var svo gaman að sjá hvað hann hefur stækkað og þroksast mikið.

Hann er svo glaður og brjálað að gera hjá honum að uppgötva heiminn og elskar fugla svo við 

gáfum honum dansandi hænu he he sem hann alveg elskar hún hitti alveg í mark hjá honum.

 


Við héldum svo áfram úr Reykjavík og fórum á Hótel Varmaland og hittum þar bræður Emils sem fögnuðu svo

með honum afmælinu hans. Marínó og Fríða og Jóhann og Þórhalla gistu með okkur á hótelinu en Steinar 

bróðir Emils kom og borðaði með okkur en fór svo heim um kvöldið því það voru veikindi heima hjá honum.

Það var annað fólk líka á hótelinu sem var að fagna 60 ára afmæli og þannig endaði Emil með þessa blöðru he he.

Það var alveg frábært að vera á þessu hóteli svo fallegt og kósý og frábær morgunmatur og matur.

Það voru svo líka heitir pottar og sána mjög kósý.

 


Hér er búið að skipta upp kindunum í hópa fyrir seinni sprautu af blandaða bóluefninu frá Keldum.

 


Hér eru Emil og Siggi að sprauta. Þetta var 7 apríl.

 


Ronja Rós dugleg að hjálpa mömmu sinni að sópa grindur.

 


Hér er Ronja Rós að þrífa vatnsstampinn svo dugleg.

 


Hér er Benóný Ísak fyrir utan katta kaffihús sem er í Reykjavík og honum er búið

að langa mjög lengi að fara þangað og við létum loksins verða af því að fara með hann þangað

og það var mjög skemmtileg upplifiun.

 


Hér er Ronja á kaffi húsinu að klappa einni kisunni.

 


Benóný alsæll með þetta.

 


Emblu Marínu fannst líka gaman á kisu kaffihúsinu og við fengum okkur heitt kakó og köku.

 


Við héldum svo áfram að labba niður í bæ frá kaffihúsinu og upp að Hallgrímskirkju en það hefur

líka verið eitthvað sem Benóný hefur alltaf langað að gera en það er að fara upp í turninn og sjá hvað það er hátt niður

því það er einn fallturn í Köben í Danmörku sem á að vera jafn hár og honum langaði að sjá hvort hann yrði lofthræddur.

 


Hér er hann kominn upp og lýst ekkert á hvað þetta er hátt he he.

 


Þann 16 apríl bar Doppa hans Sigga rétt fyrir miðnætti gimbur og hrút

og þetta eru mjög væn og falleg lömb. Doppa var fenginn áður en hún kom inn í fjárhús til Sigga 

svo við vissum ekki hvenær væri von á að hún myndi bera nákvæmlega.

 


Hér er Ronja Rós og Brynja Katrín frænka hennar en hún kom með okkur í fjárhúsin í dag 19 apríl.

Þær voru svo duglegar að gefa og hjálpa til.


Frænkurnar saman að klappa lambinu.

 


Fórum í göngutúr í blíðunni sem var í dag.

20.03.2025 21:49

Öskudagur og fleira í mars


Ronja Rós var regnboga fiðrildi á öskudaginn og valdi búningin alveg sjálf og setti þetta saman því það var 

pils og vængir í einni pakkningu og svo valdi hún hárið og einhyrninga spöngina sér.

 


Svo vildi hún láta mála sig líka voða fín.

 


Þann 9 mars var sprautað með blandað bóluefninu frá Keldum fyrri sprautuna í féð.

 


Hér er Siggi að sprauta og Kiddi og Emil að halda og merkja hvað er búið. Við hólfuðum þær niður í þrjá hópa 

og þrengdum að þeim svo þetta væri sem minnst áreiti fyrir þær og það hefur alltaf gengið mjög vel hjá okkur að gera það svona

og þetta alveg skot gekk hjá okkur og við vorum mjög fljót að sprauta allt í húsunum.

 

 


Elsku Myrra okkar er orðin 13 ára gömul og hún er búnað vera mikið veik og því miður

lagaðist hún ekkert eftir viku kúr á lyfi sem átti að hjálpa henni en það náði ekki að hjálpa

henni svo ég fór með hana aftur til dýralæknis 12 mars og þá kvaddi hún okkur eftir 13

góð og frábær ár sem hún veitti okkur og það var mjög erfitt og sárt að missa hana og þá

sérstaklega fyrir Benóný Ísak sem svaf með hana á hverju kvöldi og hún var svo yndislegur

karakter að hún hefur svæft Benóny frá því að hann var lítill og svo þegar hann var sofnaður

þá kom hún alltaf upp í rúm til mín og svaf hliðina á mér alla nóttina en hún var ekki mikið

fyrir að láta taka sig upp eða ná sér nema á hennar forsendum hún var mjög sjálfstæð kisa

en heimtaði mikla athygli hjá mér og oftast þegar börnin voru sofnuð þá átti ég að gefa henni

athygli og klappa henni því nú var komið að hennar tíma. Hún elskaði harðfisk og fann lyktina af honum

liggur við áður en opnaður var ískápurinn þá var hún komin.

Hennar verður sárt saknað en minningin hennar lifir með okkur.

20.03.2025 21:22

25 febrúar tekið af snoðið

25 febrúar kom Jökull Gíslason og klippti af snoðið fyrir okkur ásamt kærustunni sinni og það gekk svakalega vel og hann var mjög snöggur og gerði þetta einstaklega vel.

Kindurnar voru í þrjóskara lagi við okkur hin að láta reka sig í áttina að rúninginum en þær hafa eitthvað verið að bíta þetta í sig núna í ár að vera alveg hræðilega 

þrjóskar og voru það líka þegar það var verið að fósturtelja en þetta gekk samt allt saman mjög vel og við erum afar þakklát að hafa fengið Jökul í þetta verkefni

með stuttum fyrirvara .

 


Hér eru þau af störfum Kiddi á hliðinu og Siggi að draga og Jökull að klippa og 

Leonie Sophie að taka ullina fyrir okkur. Ég mætti aðeins seinna því ég átti

tíma með Myrru kisuna okkar til dýralæknis hún er búnað vera eitthvað skrýtin

hölt á öðrum fæti og búnað vera mikið pissa inni í rúmin hjá okkur og sófann svo

nú er hún komin á lyf og fékk sprautu svo vonandi lagast hún.

 


Hér er Jökull og þær voru alveg rólegar þegar þær voru komnar í fangið á honum enda hann líka

svo rólegur og fór svo vel að þeim að þetta skot gekk hjá okkur.

 


Það var svo líka tekið af hrútunum og það er alltaf spennandi að sjá hvernig þeir koma undan ullinni.

 


Hér eru lambhrútarnir sá mórauði var slakastur en það var alveg vitað hann var bara keyptur fyrir litinn

Siggi á hann og keypti hann og einn af þessum hvítu í haust.

Hinir eru bara mjög fínir og má segja að þessi hviti femsti sem heitir Álfur og er undan Bjarka sæðishrút hafi komið

mest á óvart því hann virkaði ekkert svo læramikill í ullinni en þegar hún var farinn leit hann best út svo var það hinn

hvíti hann Koggi sem er undan Laxa og virkaði bestur var aðeins slakari en við héldum. Tarsan frá Hraunhálsi hefur bætt sig

líka og leit vel út það er þessi kollótti. Siggi á hinn hvita upp við vegginn og hann er frekar grófur á herðar.

 


Ronja sést hér í bátnum með pabba sínum en Emil er skipstjóri á þessum bát sem heitir Lilja SH.

 


Hér er hún kát með pabba sínum í skipstjóra sætinu að skoða bátinn.

 

20.03.2025 18:54

Febrúar vetrafrí í Húsafelli

Jæja ég er ekki alveg búnað vera standa mig í að vera blogga það hefur einfaldlega bara verið svo fljótur að líða tíminn og mikið að gera að ég á erfitt með að 

gefa mér tíma í að setjast niður við tölvuna og fara að blogga en núna ætla ég loksins að gefa mér tíma í það.

 

Við byrjuðum 14 febrúar á því að fara í vetrafrí og fara í Húsafell í sumarbústað og það var alveg einstaklega ljúft og skemmtilegt.

Erika vínkona Emblu kom með okkur og við sóttum þær og Benóný á sveitaball sem þau fóru með félagsmiðstöðinni sem var

í Logalandi rétt hjá Húsafelli svo þau þurftu ekki að taka rútuna aftur til Ólafsvíkur. Á föstudeginum áttu svo krakkarnir tíma hjá 

tannlækni í tannréttingum í Rvk og Emil fór með þau en ég og Ronja vorum eftir í bústaðnum. Á laugardeginum var okkur boðið

í 3 ára afmæli hjá Mattheu Katrínu frænku upp á Akranesi og við fórum og það var mikil veisla og  alltaf mjög gaman að koma til Steinars

bróðir Emils og Gullu og krakkana þeirra.

 


Hér eru stelpurnar alveg að elska að vera í pottinum í Húsafelli.

 

Hér er kakan hennar Mattheu Katrínar.

 


Við fórum í göngutúr um Húsafell og það var milt og fallegt veður en frekar kalt.

 


Hér eru vinkonurnar Embla og Erika í Kraumu.

Það var mjög kósý fórum þangað þegar það var komið kvöld.

 


Stelpurnar gerðu smá bál og grilluðu sykurpúða voða gaman hjá þeim.

 


Svo kósý hjá Ronju Rós og Emil í pottinum hún Ronja var alveg að elska heita pottinn og fór í hann mörgum sinnum á dag.

 


Fórum að skoða Barnafossa.

 


Emil og Benóný flottir feðgar.

 


Ég við fossana og það var frekar kalt svo maður virkar allur stífur eins og sést á myndunum he he.

 


Embla og Erika frekar kuldalegar að sjá.

 


Ronja að gefa fimmu við höggmynd á stein eftir Pál Guðmundsson listamann Húsafelli.


Freyja Naómí og Ronja Rós að pósa.

 


Skoðuðum líka krikjuna og kirkjugarðinn.

 


Fórum í þessa sundlaug í Húsafelli og hún er orðin mjög breytt síðan við fórum seinast það er til dæmis búið að 

taka rennibrautina sem var og svo er allt orðið miklu flottara og fínna inni og klefarnir mikið breyttir.

 


Hér sést hún og hún er alveg ótrúlega kósý og flott og fannst okkur hún ekkert síðri heldur en að fara í Krauma

og þú getur líka pantað drykki hér og fengið úti .

 


Við spiluðum svo við stelpurnar á kvöldin mjög gaman.

Við vorum í bústaðnum frá fimmtudegi til mánudags og það var alveg svakalega gaman og kósý.

14.02.2025 10:25

Fósturtalning 12 feb

Guðbrandur kom og fósturskoðaði hjá okkur á miðvikudaginn í staðinn fyrir sunnudaginn því það var svo vont veður á sunnudeginum.

Við byrjuðum á því að fara til Gumma og Óla í Ólafsvík og aðstoða og fygjast með og svo fórum við að gera klárt hjá okkur meðan Guðbrandur

fór út á Hellissand og Rif að ómskoða.

 


Hér er verið að skoða hjá Óla og það kom mjög vel út hjá bæði Óla og Gumma og frekar jöfn útkoma bara eins og maður vill hafa það.

 

Hjá okkur voru Eldri ær 2 geldar, 4 með 1 lamb , 37 með 2 lömb , 4 með 3 lömb. Meðaltal 1,91

2 vetra ær 1 geld, 2 með 1 lamb , 11 með 2 lömb , 1 með 3 lömb . Meðaltal 1,8

Gemlingar 5 geldir , 9 með 1, 7 með 2, 1 með 3. Meðaltal 1,18

 

Ég var alveg sátt við útkomuna nema með þessar geldu en við höfðum hrútana mjög stutt í núna því við vildum ekki teygja á sauðburðinum

því ég þarf að fara út með Benóný í útskriftarferðalag 25 maí svo ef þeir hefðu verið lengur hefði pottþétt verið meira hald í gemlingunum því 

við leituðum ekkert aftur í þeim þegar allir voru búnað fá og sumir sæddir og hafa gengið upp án þess að við tækjum eftir því.

2 vetra kindin sem er geld sæddi ég og ég hélt hún hafi pottþétt ekki haldið því stráið klofnaði og sæðið lak bara niður stráið en hún gekk aldrei

aftur svo ég myndi giska á að hún sé bara eitthvað ónýt. Það er svo alveg nýtt hjá okkur að fá í fyrsta sinn gemling með 3 og það er 

ARR gimbur sem við fengum hjá Gumma og heitir Guðmunda Ólafssdóttir og hún er sónuð með 3.

 

Svona er þá staðan hjá hrútunum og væntanleg lömb:

 

Kátur sæðingarstöðvarhrútur 5 lömb

Bögull sæðingarstöðvarhrútur 7 lömb

Frosti sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb

Garpur sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb

Fastur sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb

Sandur sæðingarstöðvarhrútur 1 lamb

Brimill sæðingarstöðvarhrútur 4 lömb 

Pistill sæðingarstöðvarhrútur 4 lömb

Hólmsteinn sæðingarstöðvarhrútur 1 lamb

Bruni sæðingarstöðvarhrútur 4 lömb

Elliði sæðingarstöðvarhrútur 1 lamb

Eilífur sæðingarstöðvarhrútur 6 lömb

Ósmann sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb

Toppur sæðingarstöðvarhrútur 2 lömb

Samtals von á 43 sæðingum.

 

Heimahrútar

 


Kakó frá Sigga 6 lömb væntanleg.

 


Álfur 17 lömb væntanleg.

 


Koggi 11 lömb væntanleg.

 


Brúnó 12 lömb væntanleg.

 


Tarsan  6 lömb væntanleg.

 

Vindur á 15 lömb væntanleg.

Svali á 2 lömb væntanleg.

Klaki á 6 lömb væntanleg.

Reykur frá Sigga á 3 lömb væntanleg.

Örvar frá Óla Ólafsvík á 6 lömb væntanleg.

Móri frá Hraunhálsi á 4 lömb væntanleg.

Breiðflói frá Hraunhálsi 12 lömb væntanleg.

 

Þetta eru því 143 lömb væntanleg í vor.

 

Það kom líka vel út hjá Sigga í Tungu og eru gemlingarnir 12 hjá honum

2 geldir

4 með 1

6 með 2

Meðaltal 1,33

Kindur hjá honum

2 geldar /ónýtar

3 með 1

19 með 2

3 með 3

Meðaltal 1,85

 


Við settum ásettningsmerkin í gemlingana áður en fósturtalningin fór framm.


Freyja Naómí okkar fór á Reyki í skólaferðalag og kom unglingur til baka og fannst svakalega gaman.

 


Gimbrarnar eru svo einstaklega gæfar.

 


Hér eru Kristinn og Emil að setja ásettningsmerkin í.

Jæja læt þetta duga af okkur í bili .

Flettingar í dag: 696
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 6459
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 2472368
Samtals gestir: 88924
Tölur uppfærðar: 16.10.2025 04:28:02

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar