Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.11.2015 17:23

Gimbranar hjá Gumma Óla

Mógolsótt hjá Gumma 44 kg 31 ómv 3,4 ómf 4,5 lögun 8,5 framp 18 læri 7,5 ull.

53 kg 34 ómv 4,6 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull.

Hlussu dóttir 49 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lögun 9 framp 18 læri 7,5 ull.

Hin Hlussu dóttirin 49 kg 34 ómv 2,8 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull.

51 kg óstiguð hann heimti hana svo seint.

42 kg óstiguð heimti hana líka seint.

Það eru svo fleiri myndir af gimbrunum hans hér inn í albúmi.

14.11.2015 22:56

Ásettnings gimbranar hans Sigga í Tungu

Gráhyrna er undan Bekra sæðishrút og Úthyrnu.

54 kg 109 fótl 30 ómv 6,3 ómf 4 lögun 9 framp
18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Breiðleit er undan Saum sæðishrút og Mjöll.

49 kg 105 fótl 35 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun 9 framp
19 læri 7,5 ull 9 samræmi.


Lengja er undan Glaum og Litlu Gul.

49 kg 110 fótl 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lögun 9 framp
19 læri 7,5 ull 9 samræmi.


Birta er undan Korra Garra syni og Völu.

54 kg 109 fótl 31 ómv 5,6 ómf 4 lögun 9 framp
19 læri 9 ull 9 samræmi.


Nótt er undan Danna sæðishrút og Gloppu.

52 kg 110 fótl 36 ómv 4,6 ómf 5 lögun 9 framp
17,5 læri 8 ull 9 samræmi.


Frenja er undan Saum sæðishrút og Mjöll.

49 kg 106 fótl 35 ómv 2,8 ómf 4 lögun 9 framp
18,5 læri 7,5 ull 9 samræmi.

Glæsilegur hópur hjá Sigga.

Ég er svo með fullt af efni fyrir næsta blogg sem verður á næstunni og þar má nefna 
gimbranar hjá Bárði og Dóru á Hömrum og hjá Gumma Óla  Ólafsvík
svo það er um að gera fylgjast með emoticon

Bless í bili 

07.11.2015 22:20

Ásettnings gimbrar 2015

Þessi er undan Guggu og Tvinna Saum syni.
50 kg 36 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 109 fótl 9 framp
læri 18,5 ull 8 samræmi 9
Þetta er hún Magga Lóa sem dóttir mín skírði og eignaði sér. Gemlingslamb.
Hún er undan Eik og Glaum. 40 kg 29 ómv 3,9 ómf 4 lögun 113 fótl 9 framp
17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi
Þessi er undan Hæng sæðishrút og Dóru og fær nafnið Hrygna.
46 kg 34 ómv 2,8 ómf 5 lögun 109 fótl 9 framp
18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi er undan Hosu og Korra Garra syni.
50 kg 32 ómv 5,3 ómf 4 lögun 109 fótl 9 framp
18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Gemlingslamb undan Tungu og Tvinna Saum syni.
40 kg 29 ómv 2 ómf 4,5 lögun 106 fótl 9 framp
18,5 læri 9 ull 8 samræmi.
Þessi heitir Lukka og er undan Blika Gosa syni og Líf.
44 kg 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lögun 108 fótl 9 framp
18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.
Þessi er undan Zeldu og Bekra sæðishrút.
45 kg 31 ómv 4,2 ómf 4,5 lögun 110 fótl 9 framp
18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.
Þessi heitir Pæja og er undan Skvísu og Glaum Draum syni.
Þrílembingur og gengu þrjú undir. 39 kg 30 ómv 1,9 ómf 4,5 lögun 108 fótl 8,5 framp
17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi heitir Næla og er undan Snældu og Tvinna Saumsyni.
45 kg 32 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 106 fótl 9 framp
18,5 læri 8,5 ull 9 samræmi.
Þessi heitir Anna og er undan Elsu og Tvinna. Gemlingslamb
45 kg 30 ómv 3,1 ómf 4 lögun 104 fótl 9 framp
18 læri 8,5 ull 9 samræmi.
Þessi heitir Skálmöld og er undan Rauðhettu og Glaum.
Ég hef trú á henni og hún er svo geggjuð á litinn að ég varð að setja hana á.
35 kg 26 ómv 2,5 ómf 4 lögun 111 fótl 8 framp
17 læri 8 ull 8 samræmi.
Þessa fékk ég hjá Kristjáni á Fáskrúðabakka.
54 kg 31 ómv 6,5 ómf 4,5 lögun 8,5 framp
17,5 læri 7,5 ull.
Þessa fékk ég líka hjá Kristjáni á Fáskrúðarbakka.
46 kg 28 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 8,5 framp
17,5 læri 8,5 ull.
Þá eru mínar og Emils 13 gimbrar komnar.

Gimbranar hjá Bóa og Freyju þær eru 7.
Undan Sessu og Myrkva sæðishrút.
44 kg 33 ómv 2,9 ómf 4 lögun 112 fótl 9 framp
18 læri 8 ull 8 samræmi.
Undan Ísabellu og Korra Garra syni.
42 kg 31 ómv 2,5 ómf 4,5 lögun 110 fótl 9 framp
18,5 læri 8 ull 9 samræmi.
Undan Hyrnu og Tvinna Saum syni.
44 kg 34 ómv 3,1 ómf 4 lögun 110 fótl 9 framp
18,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.
Undan Skvísu og Glaum þrílembingur.
39 kg 31 ómv 2,2 ómf 4 lögun 106 fótl 8,5 framp
17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Undan Eyrúnu og Saum sæðishrút.
49 kg 32 ómv 4,9 ómf 4 lögun 109 fótl 9 framp
18,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.
Undan Diktu og Fróða Stera syni.
53 kg 29 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 114 fótl 8,5 framp
18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.
Undan Sumarrós og Tvinna.Fædd þrílembingur gekk tvö undir.
44 kg 31 ómv 2 ómf 4,5 lögun 111 fótl 8,5 framp
18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

Jóhanna setur eina gimbur á og hér er hún.
Hún er undan Hrímu og Glaum og heitir Maggý.
44 kg 31 ómv 5,6 ómf 4 lögun 108 fótl 8,5 framp
17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

29.10.2015 13:17

Minningarorð Blika Gosasonar

Það er mér með sorg í hjarta að segja frá því að Bliki Gosa sonurinn minn er búnað vera 
veikur síðan 16 október og búið að reyna allt til að halda í honum lífinu.
Ég var svo búnað fá Bárð til að koma og lóga honum en þá var hann bara búnað
kveðja okkur og var látinn þegar Bárður kom svo þannig endaði hans ævi í dag 29 okt.

Mig langar aðeins til að rifja upp hans lífsævi hjá okkur.
Hér er hann sem lambhrútur og varð strax rosalega þykkur. Ég hafði trú á honum frá fæðingu. Hann er fæddur einlembingur undan Ylfu og Gosa sæðishrút.
Hér er hann lambhrútur að hausti 2012.

Þungi 62 fótl 109 ómv 33 fita 4,5 lag 4,5

Stigun 8 9 9 9 9,5 19 8 8 8,5 Alls 88 stig.

Tvær gimbrar voru settar á undan honum haustið 2013

Ég ákvað að fara varlega í að setja á vegna þess að frjósemis spáin hjá honum var svo slök
að margir töldu mig allveg bilaða að vera halda þessum hrút og hvað þá að setja á undan honum.
Ég ákvað þó að eiga hann og fara eftir minni sannfæringu að trúa á hann.

Snædís er undan Skuggadís og Blika. 

Stigun : 48 kg ómv 33 ómf 3,9 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Brimkló er undan Hyrnu og Blika. 

Stigun: 50 kg 36 ómv ómf 4,7 lag 5 frp 9 læri 18,5 ull 8,5

Þær voru báðar með lömbum gemlingar . Snædís var með eitt og Brimkló var tvílembd.

Núna í ár var Snædís tvílembd og ég seldi gimbrina undan henni og hrúturinn hennar fór í sláturhús
og var 19,4 kg og fór í U 3.

Núna í ár var Brimkló tvílembd og ég seldi gimbrina undan henni og hrútinn og hrúturinn var 87,5 stig.

Veturgamall var hann kosinn besti veturgamli hrúturinn hjá Búa 2013.
Hér erum við Bárður með hrút undan Blika sem skipaði annað sæti á héraðssýningu lambhrúta 2013.

Gimbrar sem voru settar á hjá Blika 2014.

Þetta er Stiga 14-007 tvílembingur undan Ösp og Blika.

55 kg 33 ómv 5,2 ómf 5 lag 9,5 framp 18 læri 8 ull.

Rjúpa 14-013 tvílembingur undan Kríu og Blika.

48 kg 31 ómv 3,4 ómf 5 lag 9 framp 18 læri 9 ull.

Elsa 14-015 tvílembingur undan Söru veturgömul og Blika.

47 kg 30 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull.

Svanhvít 14-018 tvílembingur undan Búkollu og Blika.

45 kg 31 ómv 3,7 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 8,5 ull.

Emma 14-023 tvílembingur undan Búkollu og Blika.

45 kg 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.

Ögn 14-024 tvílembingur undan Kríu og Blika.

39 kg 30 ómv 2,7 ómv 5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.

Voru allar með lömbum gemlingar nema Ögn og Rjúpa voru hafðar geldar.
Rjúpa gekk svo seint að ég vildi ekki láta til hennar.
Stiga var tvílembd og hinar einlembdar sem gemlingar.

Við vorum aðeins að leika okkur með kollóttu að láta Blika á þær og fengum þessa líka
flottu gimbrar undan honum það sínir hversu sterkur hrútur hann var að ná þeim upp í 
svona stigun. 

Það er svo varla frásögu færandi að við lóguðum þessum kollóttu því þær voru með smá 
hnífla veturgamlar og mér fannst það svo ljótt og átti svo margar fallegar gimbrar að ég
setti frekar á í staðinn fyrir þær.

Stika var í miklu uppáhaldi hjá mér en hún hefur því miður ekki skilað sér af fjalli og á ég ekki
von um að hún sé lifandi.

Núna í ár set ég aðeins eina gimbur á undan honum og átti ég bara 3 gimbrar undan honum
og seldi báðar hinar.
Hann átti 7 hrúta og einn var settur á og 3 voru seldir og 3 í sláturhús 
Einn þeirra fór í E 3 og var 20,1 kg og annar fór í U 3 og var 21,2 kg.
Þriðji fór í U 3 og var 22,1 kg.

Þessi hrútur fær nafnið Mávur og er arftaki Blika og vona ég svo innilega að hann eigi eftir að
erfa kosti föður síns og koma genum sínum í komandi kynslóðir ásamt því að hann á að vera 
með miklu betri frjósemis einkunn en faðir hans. Þessi hrútur var í þriðja sæti á Héraðssýningunni
núna í ár eins og hefur áður komið fram hér á blogginu mínu svo þetta sannar hvað Bliki Gosa 
sonur var frábær gripur. Hann átti sér þó einn galla sem var mjög leiðinlegur að það var að
það var mjög leiðinlegt að láta hann lemba því hann vildi bara fara einu sinni á hverja kind
og þegar maður var að nota hann var maður stundum efins um að hann hafi lembt og þá var
ekki til í dæminu að hann færi aftur á hana þar af leiðandi notaði maður hann ekki eins mikið
og maður hefði viljað því það fór mikill tími í að nota hann.

Þó átti hann góða daga og gekk vel að láta hann lemba og þá fengum við líka flotta gripi en
hann var líka vel yfir kjörþyngd og var það nú ekki að hjálpa til hjá kallinum.


Gimbrin í ár sem ég set á undan honum og Lif.
44 kg ómv 32 ómf 2,5 lögun 4,5 fótl 108 framp 9 læri 18,5 ull 8 samræmi 8,5


Hér er hann eftir að við smöluðum í haust og var þá í góðu standi.

Blessuð sé minnig hans emoticon





27.10.2015 09:58

Hrútar og gimbrar teknar inn

Við tókum hrútana og lambhrútana fljótlega inn eftir Héraðssýningu.
Hér er Mugison Soffa sonur svo fallegur hrútur og vel gerður en skilar því ekki vel í
framræktun í gerð. Hann gefur þó góðar mjólkurær og frjósamar en hann er auðvitað
bara notaður á mórauðu ærnar og þær sem gætu gefið mórautt og eru þær ær ekki eins
vel gerðar og þær hvítu svo það er spurning um að prófa nota hann á vel gerða ær og
sjá hvort maður nái þá gerðinni í gegn hjá honum.
Fróði Stera sonur sá kollótti og svo Bliki Gosa sonur og eins og þið sjáið er hann eins og
blaðra greyjið. Hann kom svona inn uppblásinn og við erum búnað gera alls kyns aðferðir
stinga á hann hleypa lofti út, gefa honum parafin olíu, kalk og hvaðeina en hann lagast
ekkert svo ég á allveg von á því að hann kveðji okkur í haust.
Hér eru Jóker sonur frá Sigga, Glaum sonur frá okkur og Kollóttur hrútur sem við
keyptum frá Óskari í Bug.
Tvinni Saum sonur veturgamal hann er að gefa okkur svakalega flott lömb.
Móðir hans er undan Hriflon sæðishrút.
Þessi er undan Blika og Dröfn og hugsa ég að hann fái nafnið Mávur.
Hann var i þriðja sæti á Héraðssýningunni.
Þetta er gríðalega fallegur hrútur hjá Sigga undan Hæng og Soffíu.
Tvinni og Glaumur hans Sigga. Glaumur fer til Marteins í Ólafsvík.
Hér er svo flotti hrúturinn okkar sem fékk skjöldinn ég á eftir að reyna finna flott nafn
á hann.
Fórum í heimsókn til Arnars á Kálfárvöllum og náðum í meri sem hann er búnað vera
temja fyrir mig og kíktum auðvitað í fjárhúsin hjá honum. Hann er að standsetja nýja
aðstöððu á Bláfeldi og ætlar að vera þar með kindurnar í vetur og er að fjölga.  
Allveg glæsilegt hjá honum.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af hrútunum og kindunum hjá Arnari hér.
Við smöluðum gimbrunum inn 25 október.
Þessar tvær eru þrílembingar undan Skvísu og Glaum. 
Svo nú kemur skemmtilegur tími að fara dekra við þær
og þolinmæðisvinna í að spekja þær.
Hér er þessi hvíta undan Tvinna og Sumarrós og svo sú flekkótta er undan Hosu og
Korra Garra syni.
Þessi er undan Eik og Glaum hans Sigga.
Þessi er undan Rauðhettu og Glaum.
Nýja gimbrin mín sem ég keypti af Kristjáni á Fáskrúðabakka.
Mér finnst hún æði og gaman að eignast loksins móbotnótt.
Hér er svo hin sem ég keypti líka rosalega flott allveg dökkmórauð.
Þetta er ein besta gimbrin mín undan Tvinna og Guggu.
Margir skemmtilegir litir í ásettninginum okkar í ár.
Þetta var nú bara smá sýnishorn svo á ég eftir að koma með mynd af hverri og einni
ásamt nöfnum og stigun þegar ég er búnað komast að hver er hvað.
Hér eru svo fleiri myndir af þeim inn í albúmi.

20.10.2015 13:28

Héraðssýning lambhrúta Snæfellsnesi 2015

Héraðssýning lambhrúta fór fram á föstudaginn 16 október austan girðingar hjá
Ásbyrni í Haukatungu Syðri 2.
Ásbjörn og konan hans tóku á móti gestum og buðu upp á veitingar í glæsilegu
fjárhúsunum sínum.
Þar mættu 16 hrútar til keppni og þar hópuðust bændur og áhugamenn um sauðfjárrækt
og fylgdust með þessum flottu gripum.
Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar.
Hér er verið að skoða hyrndu hrútana.
Hér eru mislitu hrútarnir austan girðingar.
Hér eru kollóttu hrútarnir.
Þessir hrútar í öllum flokkum keppa svo við hrútana vestan girðingar.

Sýningin vestan girðingar fór framm í Hraunhálsi hjá Eybergi og Laugu.
Þau lánuðu sauðfjárræktafélögunum fjárhúsin sín og
voru þau allveg stórkostleg held að þetta hafi verið
í fyrsta sinn sem mér hafi ekki verið kalt á hrútasýningu
þetta var svo kósý og flott.
Þar voru mættir 11 kollóttir,12 mislitir og 23 hyrndir sem sagt alls 62 hrútar
með hrútunum 16 sem voru á föstudaginn á Haukatungu Syðri 2.
Sýningin var aðeins með óhefðbundnari sniði heldur en venjulega því við vorum
með lambahappdrætti sem fólki var boðið upp á að kaupa ef þau vildu.
Við vorum svo með súpu,kaffi og kökur til sölu til styrktar sýningunni og
þetta gekk allt saman svo vel upp og það var mjög góð þátttaka í happdrættinu.
Happdrættið var líka hugsað til að fá upp i kostnað á sýningunni og var svo góð
þátttaka í því að við sjáum fram á að geta dekkað kostnaðinn.
Við vorum með mórauða gimbur sem Eiríkur gaf í happdrættið og svo fengum
við líka forrystu gimbur hjá Svein á Fossi.
Happdrættið var háttað þannig að fólk skrifaði nafnið sitt á miða og setti í pott
og svo var einhver fengin til að koma upp og draga miða um vinnigshafa og það
myndaðist rosalega skemmtileg stemming og spenna eftir hver myndi vinna.

Eiríkur Helgason hjá Sauðfjárræktarfélagi Eyrasveitar stjórnaði sýningunni og ég
sá um að taka við greiðslu á happdrætti og kaffi.
Við sáum svo um kaffið í sameiningu og Borghildur dóttir Eiríks sá um að hræra í
súpunni og halda henni heitri. Gummi Óla sá um að prenta út afrit af stigunum á
öllum hrútunum sem tóku þátt vestan girðingar og held ég að menn hafi almennt
haft mjög gaman af því að fá að lesa það og fylgjast með.
Hér er verið að skoða mislitu hrútana.
Hér eru svo 5 efstu mislitu hrútarnir.
Hér eru svo vinningshafarnir í mislita flokknum.
Fyrsta sæti Gísli á Álftavatni
Annað sæti Lauga  Hraunhálsi
Þriðja sæti Dísa Mávahlíð
Hér er besti misliti hrúturinn 2015 frá Álftavatni.
Lamb nr 13 undan Grána
Stigun: 53 kg fótl 114 ómv 35 ómf 3,0 lögun 5
8 9 9 9,5 9 18 8 8 8,5 alls 87 stig.
Í öðru sæti frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi.
Lamb númer 93 undan Keng 14-436
Stigun: 51kg fótl 112 ómv 32 ómf 3,0 lögun 4,5
8 9 8,5 9 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig
Þriðja sæti frá okkur frá Mávahlíð.
Lamb númer 55 undan Glaum 13-447 frá Tungu
Stigun: 47 kg 112 fótl, ómv 32 ómf 2,5 lögun 4,5
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.
Vinningshafar í kollótta flokknum.
Fyrsta sæti Guðbjartur á Hjarðafelli
Annað sæti Lauga í Hraunhálsi
Þriðja sæti Sigga í Bjarnarhöfn
Besti kollótti hrúturinn 2015 frá Hjarðafelli.
Lamb númer 405 undan Völlur 11-770
Stigun: 53 kg fótl 110 ómv 32 ómf 3,2 lögun 4,5
8 8,5 8,5 9 9 18 8,5 8 9 alls 86,5 stig
Í öðru sæti frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi.
Lamb númer 25 undan sprota 12-936.
Stigun: 46 kg fótl 108 ómv 33 ómf 3,9 lögun 4,5
8 9 8,5 9 9 18,5 7,5 8 8 alls 85,5 stig
Þriðja sæti var frá Siggu og Brynjari Bjarnarhöfn.
Lamb númer 17 undan Hnallur 12-934.
Stigun: 47 kg fótl 111 ómv 32 ómf 2,8 lögun 4,5
8 8 8,5 8,5 8,5 18 8,5 8 8,5 alls 84,5 stig.
Vinningshafar í hvítu hyrndu hrútunum.
Fyrsta sæti Dísa og Emil Mávahlíð
Annað sæti Ásbjörn Haukatungu Syðri 2
Þriðja sæti Dísa og Emil Mávahlíð
Besti hyrndi hvíti hrúturinn 2015 frá Mávahlíð.
Lamb númer 852 undan Tvinna 14-001
Stigun: 63 kg fótl 112 ómv 36 ómf 2,3 lögun 4
8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig.
Annað sæti kemur frá Ásbyrni Haukatungu Syðri 2.
Lamb númer 5070 undan Saum.
Stigun: 49 kg fótl 102 ómv 33 ómf 2,1 lögun 5
8 8,5 8,5 9 9,5 18,5 9 8 8 alls 87 stig.
Í þriðja sæti frá Mávahlíð.
Lamb númer 861 undan Blika 12-001.
Stigun : 56 kg fótl 109 ómv 34 ómf 2,4 lögun 4,5
8 9 9 9 9 18,5 9 8 9 alls 88,5 stig.
Lárus Birgisson afhenti svo Farandsskjöldinn sem fer til eiganda besta lambhrútsins
til geymslu í 1 ár.
Hér afhenti Lárus Birgisson mér Herdísi Leifsdóttur Farandsskjöldinn fyrir besta
lambhrútinn 2015. Ég er enn í sjokki eins og sést á myndinni og allveg rosalega
þakklát fyrir að fá þann mikla heiður að fá þennan mikla grip.
Mér fannst líka æðislegt að fá þessa viðurkenningu frá Jón Viðari og Lárusi
heiðursmönnum sem  ég lít mjög upp til síðan ég var
smá stelpa í Mávahlíð á hrútasýningum.
Enda sagði Emil að ég hafi sofnað með bros á vör eftir daginn emoticon
Takk kærlega fyrir mig.
Hér er önnur mynd af skjaldhafanum 2015.
Þetta er hann Bjarki Snær Snæbjörnsson sem vann happadrættið.
Hann átti afmæli sama dag og hrútasýningin og fékk þessa frábæru afmælisgjöf og
vann forrystu gimbur í lambahappdrættinu hjá okkur.
Borghildur stóð vaktina á súpunni alla hrútasýninguna ekkert smá flott hjá henni og
fiskisúpan bragðaðist svakalega vel.
Bárður tekur við miðanum hjá Eiríki í lambahappdrættinu og vann mórauðu gimbrina
sem Eiríkur gaf til vinnings.
Hér er Happdrættisvinningurinn 2015 sem Bárður fékk í verðlaun.
Hér má sjá flotta þáttöku í sýningunni og mikla stemmingu.
Það eru svo fullt af myndum inn í albúmi.







11.10.2015 22:03

Sláturmat,Eftirleitir og gimbrakaup.

Jæja þá gefst mér loks tími til að henda hér inn sláturmatinu. 
Við seldum yfir 30 lömb og svo fóru 50 lömb í sláturhús.

Meðalþyngd var 19,61
Meðaleinkunn fyrir gerð 10,46
Meðaleinkunn fyrir fitu 8,22

Hjá Sigga í Tungu var sláturmatið fyrir 34 lömb

Meðalþyngd var 19,82
Meðaleinkunn fyrir gerð 11
Meðaleinkunn fyrir fitu 7,71

Af stiguninni hans Sigga í Tungu
26 hrútar voru stigaðir
16 voru með 30 í ómv og yfir hæðst 36
10 með 18 og yfir í læri
13 með 17,5
3 með 17

19 gimbrar voru stigaðar hjá honum.
12 með 30 og yfir í ómvöðva
3 með 35 í ómvöðva og 1 með 36 og 1 með 37

6 með 18 í læri
4 með 18,5
2 með 19
7 með 17,5

ómfita frá 1,9 til 5,6

Glæsileg útkoma hjá honum.


Smá innsýn í ásettningin okkar þessi er undan Glaum hans Sigga og rollu frá mér
sem heitir Feikirófa og hann er 86 stig. Set stigun inn síðar.

Það var mjög erfitt að velja ásettningin í ár það voru svo margar fallegar að það hefði
fyllt húsin. Eftir miklar vangveltur fékk þessi gimbur að lifa hún var frekar slök í stigun
en ég bara hef svo mikla trú á henni og finnst hún svo flott á litinn við höfum ekki fengið
þennan lit áður og ekki skemmir fyrir að móðir hennar er móhöttótt. 
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Mig vantaði 2 veturgamlar af fjalli og það var keyrt á eina í sumar og ein drapst í vor 
hjá Bóa og 11 rollum var slátrað. Alls 14 rollur

Við setjum 17 gimbrar á saman við Bói og auðvitað er ég með aðeins hærri tölu emoticon
Þannig það verður aðeins aukning frá því í fyrra því með ásettning verða 3 umfram
og svo datt ég inn á svo skemmtilegar gimbrar sem ég gat ekki hamið mig um að kaupa.

Hér eru skvísurnar komnar inn í tún í Tungu. Ég er svo heppin að eiga svo góðan vin
að hann Bárð að hann reddaði fyrir mig þessari mógolsóttu gimbur og fór svo með mér
á rúntinn að sækja þær og auðvitað var tekið vel á móti okkur á Fáskrúðarbakka hjá 
Kristjáni og þeim. Ég gat svo ekki látið mógolsu fara eina heim svo ég varð 
að redda henni félagsskap með
einni dökkmórauðri sem ég gat alls ekki staðist að kaupa.
Svo þetta endar með 5 gimbrum umfram obbósí.......

Fórum að smala á laugardaginn ég ,Siggi , Gummi Óla  og Óli. 
Við fórum upp á Fróðarheiði og hér erum við komin yfir og fram fyrir Korra og sjáum
hér lengst framm í Mávahlíð við sjóinn.

Hér má sjá Óla við tindana á Korranum.

Gummi að benda okkur á einhvað sniðugt .

Smalarnir Gummi,Siggi og Óli.

Kominn lengst fyrir ofan Svartbakafellið og kuldinn eftir því ég dauð sá eftir að hafa ekki
farið í síðar nærbuxur innan undir buxurnar var allveg að deyja úr kulda.

Einbúi skartar sínu fegursta hér við Siggi löbbuðum allveg upp að honum og sáum að
það er dalur fyrir neðan hann sem maður hefur aldrei kíkt á því maður labbar alltaf aðeins
fyrir neðan hann og fer því framm hjá honum þegar maður fer upp í Svartbakafell.

Siggi hérna allveg hæðst uppi við Einbúa og tékka stöðuna hjá Óla á Mýrum en hann
fór upp í Fögruhlíð og fór upp í Kistufell og Borgirnar að Hríshlíðinni.
Skarphéðinn var með honum og kemur svo á móti okkur í Svartbakafellið.

Þá erum við loksins komin niður og ég er allveg með frosnar tær og hlakka mikið til að
hugsa til þess að fara í heitt bað he he en þetta var mjög skemmtilegur dagur og flottur
göngutúr þó maður sé ansi lúinn. Við heimtum yfir 40 kindur og voru þær frá Óla á 
Mýrum, Bergi og Kvíarbryggju og svo átti Friðgeir á Knerri allveg slatta.

Gumma Óla vantar enn kindur og heimti þær ekki í dag og ekkert sást til þessa veturgömlu
sem mig vantar svo ég tel hana vera glataða. Það eru svo myndir af þessu hér.

Þessi dagur endaði svo með fundi um Héraðssýningu lambhrúta sem verður á næstu
helgi og má sjá auglýsingu um hana hér inn á 123.is/bui

Svo það er bara gleði gleði áfram í sauðfjárræktinni.

24.09.2015 11:30

Stigun og Hrútasýning veturgamla 2015

Jæja þá er búið að koma og dæma hjá okkur lömbin og komu þeir Árni og Torfi 
til okkar. Útkoman var mjög flott og erum við allveg rosalega ánægð með ræktunina
hjá okkur á hvíta stofninum en aðeins breytilegra í mislita og ég er ekki
allveg ánægð með það því ég á margar rosalega fallegar flekkóttar gimbrar sem ég
hefði viljað sjá betri. En maður getur ekki fengið allt he he en ég á líka góðar flekkóttar
svo ég set þær á en ég er bara alltaf svo veik fyrir þessum fallegu litum að ég myndi 
helst vilja hafa þær allar en ég verð að vera hörð við mig og grisja bara það besta úr.

Af 108 lömbum voru 102 stiguð.

54 gimbrar voru stigaðar hjá okkur.

32 voru með 30 og yfir í ómvöðva
hæðst 36 í ómv 

10  með 18,5 í læri
19  með 18
15 með 17,5
9 með 17
1 með 1,5

2 með 5 í lag
20 með 4,5
29 með 4
2 með 3,5
1 með 3  og þessi eina þurfti endilega vera mórauða gimbrin mín emoticon

Ómfita frá 1,4 til 6
3 með 5 og yfir í fitu og ein með 6
Ég er rosalega sátt við það ég er allveg komin á gott ról með fituna
fyrst ég er farin að sjá svona tölur 1 komma eitthvað til 2 það er allveg frábært.

Hrútar voru 48 stigaðir 

1 með 88,5 stig
1 með 88
1 með 87,5
2 með 87 
3 með 86,5
5 með 86
7 með 85,5
2 með 84,5
6 með 84
7 með 83,5
5 með 83
2 með 82,5
2 með 81,5
2 með 81

34 af 48 með 30 í ómv og yfir
hæðst 36 
lægst 27

1 með 19
5 með 18,5
18 með 18
16 með 17,5
8 með 17

ómfita lægst 1,7 
hæðst 5,5

Þá er þetta svona smá innsýn í stigunina hjá okkur í ár.

Til gamans gerðum við smá meðlaltal af stigun lambana undan hrútunum okkar.

Marel Guffa sonur var með 10 hrúta

Meðaltal ómv var 29,8 fita 4,7 lag 4 fótl 109,8
læri 17,6 alls 83,8

Tvinni 10 hrútar

ómv 31,6 ómf 3,3 lag 4,3 fótl 109,1
læri 18,1 alls 85,6

Bliki 7 hrútar

ómv 33,9 ómf 2,8 lag 4,4 fótl 109
læri 18,1 alls 86,2 

Marel 7 gimbrar

30,1 ómv 8,57 framp 17,6 læri

Tvinni Saum sonur 8 gimbrar

31,6 ómv 8,94 framp 18,38 læri

Bliki 4 gimbrar

30,3 ómv 8,75 framp 17,88 læri

Fróði kollótti 7 gimbrar

28,3 ómv 8,5 framp 17,29 læri

Glaumur 13 gimbrar
29 ómv 8,58 framp 17,5 læri

Fróði 5 hrútar

29,2 ómv 3,68 ómf 4,1 lag fótl 112,2
læri 17,4 alls 83,4

Glaumur 7 hrútar

29,9 ómv 3,03 ómf 4,14 lag fótl 111,3
læri 17,4 alls 83,4

Vonandi er þetta skiljanlegt fyrir þá sem áhuga hafa á að glugga í þetta.


Þessi hrútur er undan Dröfn og Blika og er 88,5 stig. Hæðst stigaði hrútur sem við
höfum fengið. Hann verður auðvitað settur á. Dröfn móðir hans er Hróa dóttir.
Faðir hans er Gosa sonur frá okkur. Hann er tvílembingur og 
gimbrin á móti verður líka sett á. Stigun hans er svona:

56 kg 34 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 109 fótl

8 9 9 9 9 18,5 9 8 9 alls 88,5 stig

Þessi er tvílembingur undan Mjallhvíti og Tvinna Saum syni.
63 kg ómv 36 ómf 2,3 lag 4 fótl 112 

8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig.


Siggi í Tungu setur þessa báða á þeir eru undan Jóker og Hæng og sá fremri var 69 kg
og þeir eru 86,5 stig og 87,5 stig minnir mig en annars á ég eftir að fá tölurnar betur hjá
honum. Hann fékk líka rosalega flotta stigun og fékk tvær gimbrar með 19 í læri og 
eina með 37 í ómvöðva.

Hrútasýning veturgamla var svo haldin á Mýrum þriðjudaginn 22 sept og var rosalega
flott mæting held það hafi verið rúmmlega 50 manns sem komu.


Við fórum ekki tómhent heim því við fengum bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda hrútinn.
Það er hrútur undan Guffa og Maístjörnu sem heitir Marel. 5 Hrútar voru í uppröðun
hvítra hyrnda og þar var í öðru sæti Korri hans Sigga í Tungu undan Garra. i Þriðja
sæti var hrútur frá Þór á Hellissandi undan Þorsta. Í fjórða var hrútur frá Bárði og Dóru
undan Kára sem hann fékk hjá mér í fyrra. Í fimmta sæti var svo Tvinni Saum sonurinn 
okkar. Svo þetta var allveg rosalega mikil heiður fyrir okkur að eiga svona mikið í þessum
hrútum sem voru 5 efstir og má segja að 4 af þeim voru fæddir í Tungu í fyrra.

Stigun á  Guffa sæðishrút og Maístjörnu frá Mávahlíð.
88 kg ómv 37 ómf 5,9 lögun 4,5 fótl 125

8 8,5 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Sigga í Tungu undan Garra sæðishrút og Svört.
88 kg ómv 33 ómf 9,7 lögun 4 fótl 124 

8 9 9 8,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Þór frá Hellissandi undan Þorsta sæðishrút.
82 kg ómv 37 ómf 4,9 lögun 4,5 fótl 120

8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86,5 stig.

Hér er Marel Guffa sonur besti veturgamli hyrndi 2015.


Óskar frá Bug með besta kollótta hrútinn. Hann er ættaður frá Hjarðafelli og er undan
Streng.

91 kg ómv 36 ómf 8 lögun 4 fótl 118

8 9 8,5 8,5 9 18 8,5 8 8,5 alls 86 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Dísu og Emil Mávahlíð undan Stera.
90 kg ómv 36 ómf 6,2 lögun 4 fótl 119

8 9 9 9 8,5 17,5 8 8 9 alls 86 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Gunnari á Kolgröfum.
62 kg ómv 28 ómf 5,4 lögun 4 fótl 120

8 8,5 8,5 8 8 17,5 8,5 8 8 alls 85 stig


Hér er hrúturinn hans Óskars besti kollótti veturgamli 2015.


Besti veturgamli hrúturinn er frá Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi og er undan Svarbotna.

80 kg ómv 36 ómf 3,9 lögun 4,5 fótl 126
8 8,5 9 9 9 17,5 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur undan Grámann frá Kverná.
85 kg ómv 30 ómf 4,5 lögun 3,5 fótl 124
8 8 805 8 9 18 8 8 8,5 alls 84 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Glaum frá Tungu.

78 kg ómv 33 ómf 4,6 lögun 4,5 fótl 116

8 8,5 8,5 8,5 8,5 9 17,5 8 8 8,5 alls 84,5 stig.


Besti veturgamli misliti hrúturinn 2015 frá Bergi.

Jæja þá er ég aldeilis búnað blogga feitt hér en það er eitt sem ég ætla að koma hér að
það er að Óskar í Bug á hrút undan besta kollótta hrútnum og rollu hjá sér sem heitir 
Kápa og er hann því með erfðavísir fyrir öllum litum og einnig mórauðum.
Þessi lambhrútur má seljast hér innan svæðis og þeir sem hafa áhuga á þessum flotta grip 
geta haft samband við Óskar í síma 8628057

Stigun á honum er

45 kg ómv 30 ómf 2,8 lag 4,5 fótl 109

8 9 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 86 stig.

Hann er allveg hreinhvítur svo ef einhverjum vantar flottan kollóttan hrút endilega
hafið þá samband við Óskar.

Það eru svo myndir af stigun og Hrútasýningu hér inn í albúmi.


 



20.09.2015 23:52

Smalað og styttist óðum í stigun

Jæja þá er búið að smala. Ég byrjaði á því að smala Höfðann á fimmtudaginn og koma
öllu sem er þar fram yfir Höfðann svo það væri aðeins búið að pústa áður en það þyrfti
að fara alla leið í Tungu og það gekk mjög vel. Þó var ég nærri því búnað missa féið
þegar ég var að reka það upp hjá stallinum inn í Höfða sem allir stoppa þvi þar var
einn túristi sem stóð bara fyrir og hreyfði sig ekki þegar ég kom með féið en það fór
betur en á horfðist og ég náði að koma því fram hjá honum he he.
Jóhanna,Bói,Gummi og Siggi bættust svo í hópinn um 5 leytið og þá tókum við
allt inn í Mávahlíð,rifið og Fögruhlíðina að Mávahlíð. Þær voru frekar óþekkar við
okkur en það tókst að lokum að koma þeim niður og reka heim að Tungu.
Stór hópur af fénu náðist þennan dag.
Á föstudaginn fengum við Maju og Óla til liðs við okkur og fórum upp inn í Höfða og
löbbuðum yfir í Fögruhlíð þar fengum við nokkrar sem okkur vantaði og hóp frá Óla
á Mýrum. Óli og Maja komust ekki upp fyrir Bjarnaskarð því það var svo mikil þoka
svo það verður að kíkja þar seinna.
Fengum milt og gott veður á föstudaginn.
Annað mátti segja um laugardaginn þá fórum við ekki upp fyrr en á hádegi. Ég ,Siggi,Emil,Bói og fengum
Hannes á Eystri Leirárgörðum og son hans með okkur sem stóð sig eins og hetja í
þessu átakmiklu veðri sem var. Friðgeir og hans fólk kom líka með okkur.
Okkur leist ekkert á þetta fyrst það var varla stætt þegar við byrjuðum að arka upp og
þokan allt of þétt til að sjá nokkra kind. En hvassara tók við uppi og þurfti maður að
hafa sig allan við að halda sér niðri. Við fórum upp á Fróðarheiði og löbbuðum svo yfir í
Svartbakafell sem er fyrir ofan Fögruhlíð en Friðgeir og hans fólk fór niður í Hrísar
og svo straujuðum við allt þar á milli og niður í Tungu. Þrátt fyrir óveður og mikla þoku
tókst okkur að finna heilmikið fé svo ferðinn var alls ekki til einskis og það var ljúft
eftir erfiðan dag að fá kaffi og kjötsúpu inn í Tungu.
Mér vantar eina veturgamla og lamb hana Stiku og eina aðra veturgamla en lambið
hennar kom svo það er spurning hvort hún hafi drepist.
Í heildina sem hefur drepist í sumar og vantar eru 10 lömb.
Það er leiðinlega mikið.
Við vigtuðum svo í gær og er meðalvigtin 46,56 það er 1 og hálfu kíló léttara enn í fyrra.
Það verður svo stigað hjá okkur á morgun svo nú er spennan allveg í hámarki og
stressið eftir því.

Hrútasýning veturgamla verður svo hjá Óla á Mýrum á þriðjudaginn
kl 17.00 svo það verður líka spenningur að fara á hana og sjá hvernig hrútarnir koma
út og ég minni félagsmenn Búa að koma með veturgömlu hrútana sína og hafa gaman
af að koma og vera með og sjá aðra. Frekari upplýsingar um sýninguna má finna hér
inn á 123.is/bui
Flottur Hæng sonur frá Sigga .
Tvær gullfallegar frá Sigga undan Gloppu og Danna sæðishrút það verður spennandi
að sjá hvernig þær dæmast.
Flottur Bekra sonur frá Sigga undan Botnu.
Hæng sonur frá mér undan Hriflu.
Tveir undan Marel Guffasyni og Skuggadís.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

Kveð í bili með hnút í maga og held ég sofi ekki í nótt fyrir stressi og spenningi
fyrir stigun emoticon emoticon

08.09.2015 14:24

Gersemi, Móheiður og Dikta koma niður

Hrútarnir hennar Gersemi og Marels Guffa sonar. 

Sara með hrút undan Blika.

Hinn hrúturinn hennar undan Blika.

Gaga með hrútinn sinn undan Tvinna Saum sonar hitt lambið hennar lést í fæðingu.
Gaga er undan Svarta Kveik syninum hans Hreins sem Svört hans Sigga er undan.

Sami hrútur undan Gaga og Tvinna.

Skvísa styllti sér svo flott upp fyrir mig.

Tunga með gimbrina sína undan Tvinna. Tunga er undan Dröfn sem er Hróa dóttir og 
Garra sæðingarhrút.

Hrútur undan Hyrnu og Tvinna. Hyrna er undan Snævari og Hrímu.
Hríma var undan Abel sem var einu sinni á sæðingastöð.

Gimbrin á móti hrútnum.

Rósalind með hrútinn sinn undan Fróða sem er undan Stera og gimbur sem gengur
undir henni undan Svönu og Jóker sæðishrút.

Lömb undan Brimkló og Tvinna. Brimkló er undan Blika Gosa syni.

Undan Móheiði og Fróða Stera syni sem ég keypti á Ströndunum í fyrra hjá Ragnari.

Hér er Dikta með sín þessi kollóttu undan Fróða. Þau eru stór og þroskamikil og
voru það líka þegar þau fæddust í vor áberandi stór lömb fædd.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þessu hér.




03.09.2015 21:59

Rúntur 2 sept

Jæja nú magnast spennan það er orðið svo stutt þanga til við förum að sækja 
lömbin okkar. Ég er svo óþolinmóð að ég er farin að þjálfa mig í að ganga upp
á fjall og ekki sakar að taka myndavélina með og reyna ná myndum af því sem
ég sé. Rollurnar sem voru niðri á túni í Tungu og Hrísum eru búnar að færa sig
upp á fjall núna og er það bara mjög fínt ekki veitir af að bæta gerðina sem best
fyrir stigun emoticon og minnka fituna he he það er svo saðsamt á túnunum.

Hér er fyrirsætan mín undan Hæng sæðishrút og er kallaður Hitler.
Marel Guffa sonur er veturgamall og styllti sér vel upp fyrir mig þegar ég var að rúnta.

Fallega flekkóttur hrútur undan Myrkva sæðishrút og Kápu Topps dóttir.

Frenja veturgömul með tvö undir sér og hefur stækkað vel enda búnað vera inn í 
túni inn i Tungu í allt sumar.

Gimbrin undan Myrkva og Kápu svo flott á litinn.

Fórum í fjallgöngu og rákumst á Huldu huldukonu hana mömmu hún var í berjamó.

Svakalega flottur hrútur undan Soffíu hans Sigga í Tungu.

Flottar gimbrar frá Sigga undan Danna sæðishrút og Gloppu.

Skessa hans Sigga með hrútinn sinn.

Ýr veturgömul með gimbrina sína. Ýr er undan Garra sæðishrút.

Hér er Álft veturgömul með hrútinn sinn sem var annar seinastur að fæðast í vor hún
bar ekki fyrr en í byrjun júní.

Lamb frá Sigga búið að koma sér vel fyrir fannst þetta allveg æðislegt myndefni.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

02.09.2015 16:07

6 ára afmæli Benónýs og fyrsti skóladagurinn

Benóný átti afmæli þann 19 ágúst og var þá 6 ára gamall.
Hann fékk Minecraft köku voða sáttur.
Það var fullt af krökkum og rosalega gaman hjá þeim.
Hér er flotti skóla strákurinn okkar á leið í fyrsta skiptið í skólann.
Mamman og pabbinn allveg með í maganum finnst tíminn líða svo hratt
og skrýtið að litli strákurinn sé að fara í skóla.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

29.08.2015 22:19

Myndir frá 17 ágúst sem gleymdust

Rán og Rauðhetta með lömbin sín undan Glaum.

Korri hans Sigga er undan Garra og Svört og er veturgamall.

Veturgömlu hrútarnir Korri, Marel Guffa sonur og Tvinni Saum sonur.

Tvinni Saum sonur.

Marel Guffa sonur.

Hrúturinn undan Hriflu og Hæng sæðishrút.

Frá Sigga veturgömul með 2 undir sér.

Frá Sigga veturgömul.

Frá Sigga með gríðalega fallega gimbur.

Gimbur undan Glódísi og Hæng sæðishrút.

Undan Myrkva sæðishrút og Kápu.

Hrúturinn á móti.

Dóra með Hitler og gimbrina undan Hæng sæðishrút.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

25.08.2015 17:06

Mánudags rollu rúntur

Jæja það kom loksins að því að ég kæmist smá rollu rúnt en það er bara búnað vera 
endalaus rigning til að geta farið og tekið myndir. En það stytti upp í dag og sólin skein
og það var 17 stiga hiti í sveitinni og ég var föst inni að hreinsa grindurnar. Það dróst
allt of lengi að þrífa eftir sauðburð og núna fær maður það í hausinn allt pikk fast á 
grindunum en það hefst með tímanum. 
Emil sló svo í Hrísum eitt tún sem Bárður og Jón Bjarni ætla að rúlla.
Rosalega fínt því við ætluðum bara hreinsa það svo við gætu heyjað það
næsta sumar svo það er frábært að einhver geti nýtt heyjið.

Þegar það var keyrt á Eldingu og gimbrina vantaði mig þennan hrút og hér er hann 
kominn í leitirnar og fylgir Loppu Doppu og hennar gimbur.

Eyrún með hrútinn sinn undan Saum sæðishrút.

Skvísa mín er svo spök hér kemur hún röltandi til mín og ég er ekki einu sinni með
brauð handa henni svo gæf er hún. Hér er hún með þílembingana sína.

Smá selfie af okkur skvísunum  saman .

Held að þetta sé Dropa hans Sigga með sæðinga undan Saum.

Gimbranar hennar Sessu og þær eru undan Myrkva sæðishrút.

Eygló með hrútinn sinn undan Glaum.

Hrúturinn hennar Rán og Glaums það var keyrt á bróðir hans um daginn.

Hér er Hlussu gengið hans Gumma Óla.

Frá Gumma Óla.

Frá Gumma Óla held þau séu undan Myrkva sæðishrút.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

18.08.2015 10:17

Ferðalag á Akureyri

Við fórum norður 7 ágúst og vorum í viku á Akureyri. Það var allveg rosalega
gaman við fengum yndislegt veður og við tókum rúnt um Skagafjörðinn þegar
við vorum á leiðinni á Akureyri og ég fékk loksins að sjá hvar Ytri Hofdalir eru 
og fleiri staðir og mér fannst það mjög gaman að sjá það loksins.

Við fórum í sund á hverjum degi fyrir krakkana og Benóný fékk að velja
sundlaugarnar því hann er allveg með sundlaugar dellu og það var farið í 
allar sundlaugar sem voru þarna nálægt. Akureyri, Hrafnagil, Dalvík, Húsavík
og Þelamörk. Þelamörk er allveg æðisleg sundlaug og mæli ég eindregið með
henni fyrir barnafólk þar er hugsað einstaklega vel um barnalaugarnar þær eru 
vel heitar og þar sem rennibrautin er , er líka mjög heitt. Því sá sem fer mikið
með börnin sín í sund og rennibrautir kannast vel við hvað það er alltaf kalt
þar sem rennibrautirnar eru. Á Hrafnagil er samt uppáhalds rennibrautin hans 
Benónýs og meira segja fór Freyja litla okkar í hana líka eins há og hún er
fannst henni þetta allveg æði.

Sundlaugin á Akureyri er líka rosalega fín en þar er líka smá kalt þar sem
rennibrautirnar eru. Á heimleiðinni fórum við í sundlaugina á Blöndósi en 
Benóný þorði ekki í rennibrautirnar þar því það er mjög erfitt fyrir hann að 
fara í lokaðar sem er myrkur í hann er nefla einhverfur og eru rennibrautir
hans þráhyggja núna og heltekur hann allveg á sumrin. Honum langaði
svo á Hvammstanga en við héldum að það væri ekki rennibraut þar því
ferðabæklingurinn segir að svo sé ekki og eins heimasíðan hjá sundlauginni
en Benóný hélt því framm að það væri rennibraut en við trúðum honum ekki
en svo þegar við komum heim sáum við á N4 stöðinni af norðan að það er
rennibraut sem er nýkomin þangað og hann hefur séð það á netinu einhvers
staðar svo ég mæli með þvi að þeir á Hvammstanga leiðrétti þetta á heima
síðu sundlaugarinnar því margir fara eftir síðunum hvort rennibraut sé eða 
ekki. 

Nú á bara eftir að þræða sundlaugarnar á suðurlandi draumurinn hans 
Benónýs er að fara í sundlaugina á Hellu og verðum við að reyna láta þann 
draum rætast. Svo á hann eftir að fara á Höfn í Hornafirði annars erum við 
að vera búin með margar laugar á landinu og er stefnan tekin á að fara í 
allar sundlaugar á landinu sem eru með rennibrautir og verður því takmarki
örugglega náð næsta sumar he he svo heillaður er hann af rennibrautunum
og hann veit hvar þær eru allar hann er með ferðahandbókina sem er gefin
út og skoðar nákvæmlega hvar þær eru á landakortinu og hann er kominn
með það vel á minnið aðeins 5 ára gamall og verður reiður ef við getum ekki
rétt þegar hann spyr hvað er rétt hjá sundlauginni á Akureyri þá eigum við að
vita nákvæmlega að það er Þelamörk og Hrafnagil og þetta veit hann um 
flestar aðrar sundlaugar á landinu allveg magnaður áhugi hjá honum.

Á handverkssýningunni í Hrafnagili. Þar var margt að skoða og gaman að sjá hvað
margir eru í íslenskri hönnun.

Við fórum í heimsókn til Birgittu og Þórðar á Möðruvöllum.
Það var æðislegt að koma til þeirra í þessa fallegu sveit og auðvitað var tekið á móti
okkur með kræsingum og við vorum í mat hjá þeim og ekkert smá dekrað við
okkur. Ég náði nú ekki að fara með henni á rollu rúnt en mun stefna á það næst þegar
ég á leið norður. Takk kærlega fyrir okkur kæru vinir.

Auðvitað smellti ég mynd af fræga lambaveggnum hennar Birgittu sem er í eldhúsinu.
Hann er allveg æði. Svo er hún með mynd af rollunum líka. Ekkert smá flott hjá henni.
Þetta er draumurinn minn allavega að setja myndir af rollunum inn í fjárhús ég á mynd af
þeim öllum en á bara eftir að koma mér í að prenta þær út.

Magnað að hugsa til þess að við Birgitta kynntumst bara hérna í gegnum síðuna
hún sá síðuna mína einn daginn að það var rollu rúntur og þá hafði hún samband við
mig og síðan þá höfum við allveg smollið saman og tölum saman reglulega gegnum 
síðunar okkar og höfum heimsótt hvor aðra þegar við eigum leið hjá.
Við erum líka með sömu rollu sóttina og er ég afar þakklát fyrir að hafa kynnst
Birgittu hún er allveg yndisleg manneskja og gaman að tala við.


Rakst á þetta svaðalega tún á leiðinni á Húsavík. Mér finnst þetta allveg geggjað ekkert
smá stórt og allveg í brekku eins og hjá okkur í Mávahlíð nema ekki allveg eins bratt.
Ef maður hefði eitt svona tún þyrfti maður bara að heyja eitt tún he he.
Þetta var rosalega flott sveit með flottum túnum.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.



Flettingar í dag: 3092
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 6914
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1402284
Samtals gestir: 75232
Tölur uppfærðar: 15.2.2025 13:15:38

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar