Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.10.2024 23:04

Hrútar 2024 hjá okkur


24-001 Tarzan undan Gullmola 22-902 og Móbíldu 21-342 keyptur frá Hraunhálsi

50 kg 30 ómv 5,0 ómf 4,0 lag

8 8,5 9 8,5 8,5 18 8,5 8 8,5 8,5 alls 85,5 stig.

Hann er með ARR og gulan fána.

 


24-002 Koggi undan 19-903 Laxa og 23-020 Slettu.

54 kg 35 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 109 fótl

8 9 9,5 9 9 18,5 8,5 8 9 alls 88,5 stig

Hann er með N 138 og H 154

 

 

 24-003 Álfur undan 23-922 Bjarki og 21-015 Álfadís

55 kg 107 fótl 34 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 

8 9 9,5 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

Hann er með R 171 ARR og gulan fána.

 


24-004 Brúnó undan 18-882 Anga og 14-008 Mónu Lísu

59 kg 114 fótl 31 ómv 2,8 ómf 4,0 lag 

8 8,5 8,5 8,5 9 17,5 8 8 8 alls 84 stig.

Hann er með gulan fána.

Við Bárður í Gröf eigum hann saman.

 


Þessi heitir Steindi eftir margar hugleiðingar af nöfnum en hann er undan Stein 23-926 og Ösp 22-006 en hann var í ásettningi hjá okkur en hann var fengin á sæðingarstöðina svo það verður spennandi að sjá hvernig hann á eftir að koma út við höfum allavega miklar væntingar með hann bæði hvað mjólkurlagni og gerð varðar hann á mjög góðar ættir á bak við sig og er mjög fallegur og vel svartur hrútur sem á að geta gefið mórautt líka. Langamma hans var mórauð og gaf bæði mórautt og tvílit.

54 kg 111 fótl 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lag

8 9 8,5 9 9,5 19,5 8 8 9 alls 88,5 stig.

Hann er ARR og gulur fáni.

29.10.2024 23:02

Gimbrar 2024 hjá okkur


24-006 Nadía undan 23-637 Bogi og 20-014 Epal

46 kg 106 fótl 32 ómv 3,9 ómf 4,5 lag

9 frampart 19 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44,5 

Hún er með H 154 og gulan fána

 


24-007 Huppa undan 23-933 Tjaldur og 21-021 Panda

47 kg 109 fótl 32 ómv 2,5 ómf 5,0 lag

9 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 43,5

Hún er með N138 og gulan fána

 


24-008 Kleó undan 23-931 Jór og 20-011 Kleópötru.

46 kg 109 fótl 33 ómv 2,6 ómf 5,0 lag

9 frampart 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44

Hún er með ARR og gulan fána.

 


24-009 Örk er undan 23-005 Friskó og 18-008 Ósk.

47 kg 111 fótl 27 ómv 3,7 ómf 4,5 lag

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8 samræmi alls 42,5

Hún er með ARR og gulan.

 


24-010 Milla undan 23-004 Vindur og 22-010 Snúru.

49 kg 111 fótl 39 ómv 3,0 ómf 5,0 lag

9,5 frampart 19 læri 8,5 ull 9 samræmi alls 46

Hún er með gulan fána.

 


24-011 Zeta undan 23-004 Vindur og 22-018 Ljúfu.

46 kg 108 fótl 30 ómv 2,8 fómf 4,0 lag

9 frampart 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44

Hún er með H 154 og gulan fána.

 


24-012 Indíana undan 22-914 Úlla og 22-019 Díönu.

47 kg 108 fótl 37 ómv 3,8 ómf 5,0 lag

9,5 frampart 18,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 45

Hún er með C 151 og gulan fána.

 


24-013 Aska undan 22-914 Úlla og 23-016 Rakettu.

45 kg 106 fótl 32 ómv 2,4 ómf 4,5 lag

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44

Hún er með gulan fána.

 


24-014 Jobba er undan 22-902 Gullmola og 21-020 Kommu.

46 kg 108 fótl 32 ómv 3,7 ómf 4,5 lag

9 frampart 18,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44,5

Hún er með ARR og gulan fána.

 


24-015 Kringla undan 22-005 Klaka og 21-013 Spöng.

47 kg 107 fótl 39 ómv 2,8 ómf 4,5 lag

8,5 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 43,5

Hún er með gulan fána.

 


24-016 Gulla undan 22-005 Klaka og 20-016 Perlu.

47 kg 106 fótl 36 ómv 3,1 ómf 5,0 lag

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44

Hún er með gulan fána.

 

24-017 Maja undan 22-005 Klaka og 20-016 Perlu.

45 kg 104 fótl 35 ómv 2,7 ómf 5,0 lag

9 frampart 19,5 læri 8 ull 9 samræmi alls 45,5

Hún er með gulan fána.

 


24-018 Hetja undan 22-005 Klaka og 17-007 Gyðu Sól.

50 kg 109 fótl 34 ómv 3,8 ómf 4,5 lag

9 frampart 18 læri 9 ull 8,5 samræmi alls 44,5

Hún er með gulan fána.

 


24-019 Hlussa undan 20-442 Bibba og 20-011 Mössu.

53 kg 112 fótl 36 ómv 4,1 ómf 4,5 lag 

9 frampart 18,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44,5

Hún er í arfgerðargreiningu gæti verið með N 138.

 


24-021 Beta er undan 22-003 Byl og 20-019 Tusku.

49 kg 107 fótl 31 ómv 2,8 ómf 5,0 lag 

9 frampart 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44.

Hún er með N 138 og gulan fána.

 


24-020 Alfa er undan 22-003 Byl og 20-019 Álfadrottningu.

50 kg 110 fótl 35 ómv 3,0 ómf 4,0 lag

9 frampart 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44.

Hún er með N 138 og gulan fána.

 

 

24-022 Ída er undan 21-004 Diskó og 23-006 Þrá.

50 kg 107 fótl 31 ómv 3,2 ómf 4,5 lag

9 frampart 18,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44,5.

Hún er með gulan fána.

 


24-023 Elka undan 23-001 Svala og 20-017 Melkorku.

45 kg 109 fótl 36 ómv 3,0 ómf 4,5 lag

9,5 frampart 19 læri 8 ull 9 samræmi alls 45,5

Hún er með gulan fána.

 


24-024 Esja undan 21-910 Glitra og 23-017 Evrest

Hún var seinheimt og sett á fyrir vikið fyrir Ronju dóttur okkar hún er með H154 og gulan fána.

 


24-025 Harpa undan 20-202 Kóng og 19-902 Nótu.

Hún er óstiguð og ég fékk hana í skiptum hjá Bárði í Gröf. Hún á ættir í Einbúa sem við áttum 

einu sinni saman og var mjög góður ærfaðir.

Hún er með gulan fána.

 


24-005 Guðmunda Ólafsdóttir undan 23-637 Boga og 20-086 Syrpu.

49 kg 108 fótl 35 ómv 2,7 ómf 5,0 lag

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44.

Hún er fengin í skiptum við Gumma Óla Ólafsvík og hún er með ARR og gulan fána.

24.10.2024 09:28

Smalað fyrir Friðgeir á Knörr

Ég fór með Sigga í gær 23 okt að smala. Siggi vissi af lambhrút sem hann hafði séð saman við féið hjá okkur og ég keyrði hann upp í Fögruhlíð og hann náði að reka hann saman við kindurnar okkar og þær voru mjög þægar og fóru allar beint niður í fjárhús og þá kom í ljós að þessi lambhrútur var frá Friðgeiri.

Veðrið var búið að vera milt en það var að þyngjast yfir og mikil þokubakki af rigningu lá í loftinu og yfir fjöllunum svo við fórum í smá kaffi og biðum eftir hvort það myndi ekki stytta upp.

Það stytti svo upp og við fórum rúnt upp á Fróðarheiði og ég skyldi bilinn minn þar eftir hjá Valavatni og við löbbuðum niður í Seljadal og það gerði úrhellisrigningu og það var líka hvasst á milli og 

við þurftum að labba talsvert niður áður en við sáum kindur og þegar við sáum til þeirra voru þær leiðinlega staðsettar hinum megin við gil sem var ofan í gljúfri með stórum foss.

Siggi fór yfir gilið og kom svo ofan á þær og ég beið og fylgdist með á meðan og þegar hann kom ofan á þær byrjuðu þær að skipta sér sumar hlupu niður og ein stóð kyrr neðst og hann þurfti að

stugga við henni og á meðan hann var í því tóku hinar upp á því að fara á bak við hann og fikra sig upp aftur og þegar hann sá það þurfti hann að fara upp aftur og náði að fara á eftir þeim 

en það var talsvert labb og lengra hinum megin og ég tók svo þrjú lömb sem höfðu farið yfir gilið og til mín. Þetta er mjög falleg náttúra þarna og fallegir fossar og ég er klárlega til í að fara þarna

aftur og skoða í fallegu veðri en ekki í ausandi rigningu eins og við lentum í. Þetta gekk svo allt saman vel og við náðum 14 stykkjum niður að aðhaldinu hans Kristins sem hann er með niður við Fróðaá

og þar kom Kristinn og tók á móti okkur og ég þurfti að drífa mig að ná í bílinn og fara sækja krakkana í skólann en Kristinn og Siggi biðu og pössuðu kindurnar þangað til Friðgeir kæmi að sækja þær.

 


Hér erum við að labba niður.

 


Hér erum við nálgast að sjá niður gilið.

 


Hér er fjallið við gilið mjög fallegt kindurnar voru sem sagt þeim megin og neðar svo Siggi þurfti að fara aftur til baka og yfir gilið til að koma ofan á þær.

 


Ég náði ekki nógu mörgum myndum því ég var svo svakalega blaut en hér sést fossinn sem var svakalega fallegur og miklu stærri en hann sýnist á myndinni.

 


Við þurftum að fara með þau svo yfir langa mýri sem var erfitt að labba og þau fóru hægt yfir en voru mjög þægar við okkur og svo slógust stórir hrútar í hópinn með sem eru hrútar sem Friðgeir fékk hjá okkur Tígull og Ás sem eru kollóttir og það var gaman að sjá þá og taka mynd af þeim fyrir stelpurnar.

 


Hér erum við svo komin langleiðina niður og veðrið farið að stytta upp aftur.

 


Hér eru þær komnar í aðhaldið.

 


Hér er svo falleg gimbur móflekkótt og stór og væn að sjá eins gott að ég var farin áður en Friðgeir kom ég hefði verið víst til þess að

spurja hvort hún væri til sölu.

 


Talandi um sölu þá keypti Siggi þennan hrút af Hoftúnum um daginn.

Hann er mjög fallega mórauður á litinn og hann er ekki stigaður en alltaf gaman að fá nýja liti.

Hann er með ættir í sæðingarstöðvahrúta eins og Kurdó og Blakk.

 


Hann keypti líka þennan hvíta af þeim og hann er talsvert stærri og þykkari að taka á honum og þar er Siggi kominn með hrút sem er alveg óskyldur öllu hjá okkur.

Þessi hrútur á ættir að rekja til hrúts frá Lalla á Hellissandi.

24.10.2024 08:52

Gimbrar og lambhrútar tekin inn og fleira

Föstudaginn 18 okt fórum við að smala lömbunum inn og tókum þau á hús ásamt Lóu sem er kind sem er frekar horuð að sjá svo við vildum taka hana inn með lömbunum.

 


Hér er ég komin upp í hlíð og Freyja er fyrir neðan mig og ég fór að sækja hana Evrest sem Ronja dóttir mín á og hún

er kind með réttu nafni því hún er alltaf efst upp í klettum og meira segja fékk hún gimbrina hennar í ásettning því hún náðist ekki heim fyrir slátrun og 

var búnað stökkva út úr girðingunni og við tókum það sem einhvað hugboð að eiga hana og hún er undan Glitni sæðingarstöðvarhrút og er einstaklega falleg á litinn.

 


Stelpurnar duglegar að smala það var mjög andkalt en hressandi hreyfing og útivera.

 


Hér eru Embla,Emil,Freyja og Erika að reka.

 


Hér eru þrjár fallegar ásettningsgimbrar hjá okkur sú gráa er undan Úlla 22-914

Svarthosótta er undan Tjaldur 23-933 og sú arnhöfðótta er undan Vindur 23-004 .

 


Fallegur ásettningshrútur sem hefur fengið nafnið Álfur og er undan Bjarka frá Hafrafellstungu sæðingarstöðvarhrút og hann er með R171.

 


Þessi er undan Stein sæðingarstöðvarhrút og er með R171. 

Hann átti að heita Steinríkur en svo sáum við að það er hrútur á sæðingarstöðinni sem heitir Steinríkur svo Emblu dóttir minni langar að hann heiti Fagri Blakkur.

Það reyndar passar mjög vel við hann því hann er mjög fallegur og vel svartur.

 


Við keyptum þennan af Eyberg og Laugu Hraunhálsi og hann hefur fengið nafnið Tarzan.

Móðir hans er móbíldótt og hann er með R171.

 

Ég á svo eftir að setja inn myndir af gimbrunum og hrútunum sem verða í ásettningi á næstunni.

 


Fórum til Reykjavíkur á sunnudaginn og fórum að heimsækja elsku litla frænda hann Marra Má sem er sonur Magga bróðirs og Rut og hann er svo dásamlegur og er að stækka svo

hratt er farinn að snúa sér á magann á fullu og er alveg fullur af orku og á erfitt með að vera kyrr alveg eins og pabbi sinn en bræðir alla með fegurð sinni og farin að hjala og brosa 

svo mikið vildi að ég væri nær þeim svo ég gæti dekrað við hann alla daga eða þau nær okkur en við erum dugleg að fara í heimsókn til þeirra þegar við förum til Rvk.

Hér er Ronja Rós að leika við hann svo gaman.

 

 

16.10.2024 08:28

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2024

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram núna síðast liðinn sunnudag í Bjarnarhöfn hjá Siggu og Brynjari

í glæsilegu fjárhúsunum þeirra og með flotta aðstöðu bæði fyrir veitingar og keppendur til að sitja með hrútana sína allt til fyrirmyndar hjá þeim.

Það var rosalega góð mæting um 110 manns voru á sýningunni í heildina með börnum.

Það voru mættir í heildina 65 hrútar. 14 mislitir, 11 ARR, 20 kollóttir og 20 hyrndir.

Félag Helgafellssveitar og nágrennis sá um að koma með glæsilegar veitingar og ég kom með marengs rjómatertu og litlar pizzur og Þurý frænka gerði æðislegu skúffukökuna sína.

Hlédís Sveinsdóttir var svo yndisleg að gefa 15 lítra af súpu og mamma hennar Helga María kom með hana á sýninguna.

Eiríkur kom með nóg af brauði, kleinum og salati frá Nesbrauði bakarí 

sem hann á í Stykkishólmi og hann gaf líka gjafabréf í verðlaun í kaffi og veitingar á Nesbrauði mjög flott.

 


Hér má sjá hluta af kræsingunum en það voru allsskonar skúffukökur í boði og fleiri marengs kökur og margt fleira.


Hér má sjá annað sjónarhorn á veisluborðið svo var kaffi gos og heitt kakó í boði líka .

Það fór vel um alla í stóru flottu fjárhúsunum hjá Siggu og Brynjari í Bjarnarhöfn.

 


Birta Líf og Freyja Naómí stóðu vaktina á að taka á móti pening fyrir kaffi/veitingum og happdrætti gimbra og happdrættið slær alltaf vel í gegn það seldust 94 miðar.

 

Ég og Emil gáfum tvær gimbrar

Eiríkur Helgason eina gimbur

Lára og Gummi Helgafelli eina gimbur

Gríshóll eina gimbur

Svo þetta var spennandi og mikil metnaður að reyna vinna gimbur.

 


Hér má sjá þrjár af gimbrunum sem voru í vinning.

 


Hér sést í þessa gráflekkóttu sem við gáfum og svo er hin hvíta fyrir aftan hana.

 


Hér má sjá glæsilega farandsskjöldinn ásamt verðlauna plöttum fyrir bestu mislitu,hyrndu og kollótta hrúta.

 

Lífland styrkti okkur um verðlaun og gaf sauðfjárfötur mjög rausnarlegt af þeim.

 

Búvís styrkti verðlaun og Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn gáfu peysur,húfur og derhúfur í verðlaun mjög glæsileg.

 

Nesbrauð styrkti sýninguna bæði með veitingum og gjafabréfum mjög rausnarlegt hjá þeim.

 

Skipavík Stykkishómi styrkti með verðlaunum frá þeim mjög flott hjá þeim.

 

Jóhannes Eyberg Hraunhálsi sá um að búa til pappírana til að skrá hrútana og svo hannaði hann og gaf verðlaunaskjölin mjög flott hjá honum.

 

Ég gaf svo viskustykki og pottaleppa með kindum sem ég verslaði í Dublin.

 

Lára Björg Björgvinsdóttir gaf líka verðlaun sem var bætt við með öðrum verðlaunum.

 

 


Sigvaldi Jónsson og Árni Brynjar Bragason voru dómarar á sýningunni.

Þeir voru kátir að skoða alla þessa flottu hrúta og áttu mikla vinnu fyrir höndum að meta á milli þeirra.


Lárus Birgisson og Jón Viðar mættu á sýninguna mjög mikil heiður að fá þá.

 


Hér eru 5 efstu í uppröðun í mislitu.

Mislitu voru alls 14 hrútar í keppninni.

 


Hér er Jökull Gíslason Álftavatni með besta mislita hrútinn 2024

 

lamb nr 128 og er undan Boga 21-909

 

57 kg 109 fótl 37 ómv 3,9 ómf 5,0 lag

 

8 9,5 9 9,5 9 19 8 8 9 alls 89 stig.

 

 


Hér eru svo vinningshafar í mislitum hrútum.

 

1 sætil Jökull Gíslason Álftavatni

2.sæti Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli

3.sæti Herdís Leifsdóttir( ég ) Mávahlíð

 

2.sæti Hjarðarfell lamb nr 166 undan Steinn  23-926

 

63 kg 109 fótl 30 ómv 4,2 ómf 4,5 lag 

 

8 9 9,5 8,5 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 

3.sæti Mávahlíð lamb nr 325 undan Steinn 23-926  

 

54 kg 111 fótl 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lag

 

8 9 8,5 9 9,5 19,5 8 8 9 alls 88,5 stig.

 


Hér er Jóhannes Eyberg Hraunhálsi með besta ARR hrúturinn 2024

Hann er undan Stuðull  og er nr 101

 

60 kg 112 fótl 33 ómv 4,5 lag

 

8 9 9,5 9 9 19 8 8 9 alls 88,5 stig.

 

 


Hér eru vinningshafar í ARR hrútunum.

ARR voru alls 11 sem kepptu.

 

1 sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi

2 sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi

3 sæti Brynjar Hildibrandsson Bjarnarhöfn

 

2.sæti Hraunháls lamb nr 131 undan Moli 23-919

 

56 kg 109 fótl 31 ómv 4,3 ómf 5,0 lag

 

8 9 9,5 9 9 18 8 8 8 alls 86,5 stig.

 

3.sæti Bjarnarhöfn lamb nr 51 undan Moli 23-919

 

40 kg 111 fótl 31 ómv 4,8 ómf 4,0 lag 

 

8 9 9 8,5 9,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

 


Hér er besti kollótti hrúturinn 2024 og það er sami hrútur og vann ARR flokkinn og er frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi.

Það má með sanni segja að þau eru sigurvegarar sýningarinnar en það er sama stigun á þessum hrút og ég gaf hér upp ofar í greininni.

Lamb nr 101 undan Stuðull. Þau eiga svo fyrsta og annað sæti hér í kollóttu og hrúturinn sem er í þriðja sæti er líka undan hrút frá þeim 

sem heitir Breiðflói. Stuðull er heima hrútur hjá þeim sem ARR og er undan Gimsteinn.

Kollóttu hrútarnir voru alls 20.

Hér eru vinningshafar í kollóttu 2024


1. sæti Hraunháls

2.sæti Hraunháls

3. sæti Þórarinn Sighvatsson Skjöldur

 

2.sæti Hraunháls lamb nr 145 undan Selflói

 

49 kg 109 fótl 34 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 

 

8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88,5 stig

 

3.sæti Skjöldur lamb nr 46 undan Breiðflói

 

47 kg 105 fótl 36 ómv 4,3 ómf 4,5 lag

 

8 9,5 9,5 9,5 9,5 19 læri 8,5 8 8 alls 89,5 stig.

 

 


Hér er Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri með besta hyrnda hrútinn 2024

Hann er undan hrút sem heitir Bessi frá þeim heimahrútur.

 

59 kg 113 fótl 40 ómv 4,1 ómf 5,0 lag

 

8 9,5 9,5 10 9,5 19 8 8 9,5 alls 91 stig.

 

 


Vinningshafar í hyrndu hrútunum 2024.

Hvítu hyrndu hrútarnir voru 20 í heildina.

 

1.sæti Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri

2.sæti Jökull Gíslason Álftavatni

3.sæti Arnar Darri Fossi

 

2.sæti Álftavatn lamb nr 29 undan Sævari 21-897

 

51 kg 107 fótl 38 ómv 3,8 ómf 5,0 lag

 

8 9 9 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig

 

3.sæti Foss lamb nr 96 undan Sími

 

56 kg 108 fótl 36 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 

 

8 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 89.5 stig.

 

 


Hér er svo Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi með farandsskjöldinn glæsilega í annað árið í röð fyrir besta lambhrútinn á Snæfellsnesi 2024.

Þau eru svo vel að þessu komin og alveg stórglæsilegur hrútur hjá þeim og þvílík ræktun hjá þeim svo flott.

Ég óska þeim svo innilega til hamingju með glæsilegu ræktunina og verðlauna hrútana þeirra sem þau áttu í mörgum flokkum.

 

Hér koma svo smá svip myndir af sýningunni.

 

 

Hér er verið að skoða mislitu hrútana.

 


Hér eru fallegir mórar á sýningunni.

 


Hér eru dómararnir að spá og speklura.

 


Arnar Darri og Pétur Steinar voru kátir.

 


Selma Pétursdóttir vinkona mín kom og strákarnir hennar.

 


Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana.

 


Hér eru hvítu hyrndu hrútarnir.

 


Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli og Kristinn Bæjarstóri Snæfellsbæjar og fjáreigandi hann kom með hrútinn sinn undan Bjarka sæðingarstöðvarhrút

sem verður settur á hjá okkur og hann er með gulan fána og ARR grænan fána.

 


Hér er verið að halda í hvítu hrútana sem við komum með.

Pétur Steinar ,Freyja Naómí og Emil Freyr halda í þá.

 


Hér er ein yfirlits mynd af hvítu hyrndu hrútunum.

 


Stelpurnar voru búnað spekja alla hrútana okkar og lágu hjá þeim í dekri.

Birta vinkona Freyju minnar svo Embla mín og Freyja og svo Erika vinkona Emblu.

Við setjum þennan móflekkótta á hann er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og er sameign mín og Bárðar .

 


Þetta er Steinríkur sem er Stein sonurinn okkar sem lenti í þriðja sæti í mislitu og hann er líka með ARR.

 


Kári lukkulegur með vinnings gimbur í happdrættinu.

Það var svo dregið í happdrættinu þá fimm heppnu sem myndu fá gimbur og það var fengið krakkana á sýningunni til að draga

og afhenda Eiríki Helgasyni miðann og hann las upp nafn vinningshafa og sagði frá hverri gimbur fyrir sig og afhendi þær. 

Þetta skapar alltaf mikla gleði og stemmingu og ávinningur af miða sölunni fer svo upp í kostnað sýningarinnar.

 

1 gimbur fór á Dúnk til Kára

1 gimbur fór á Helgafell

1 gimbur fór á Skjöldur

2 fóru svo á Álftavatn

 

Það voru svo allir glaðir og lukkulegir með vinningana sína.

 


Hér eru stelpurnar kátar með húfur frá Búvís sem Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn gáfu þeim.

 


Eiríkur Helgason var kynnir á sýningunni og sá um að stjórna sýningunni og gimbra happdrættinu.

Hér er hann að kalla upp þá sem unnu happdrættismiðana.

 


Ég fékk svo þessa fallegu gimbur í skipti fyrir hrút sem Bárður fær hjá mér

hún er óstiguð hann var að heimta hana seint en hún lofar góðu er með flott læri og vel gerð að sjá og mjög töff á litinn

svo ég hlakka til að fá hana til mín þegar ég fer að hýsa lömbin en það verður örugglega um næstu helgi.

 

 

 

 

 

14.10.2024 15:04

Snjórinn kemur og smalað heim

Fimmtudaginn 10 okt fórum við norður á Hvammstanga að sækja heimtöku kjötið okkar og þá var búið að snjóa niður í Mávahlíð og kom svona fyrsti snjórinn sem festist.

 


Við fórum Laxadalsheiðina og það var snjór alla leiðina og hálka að Staðarskála svo fórum við hina leiðina heim sem sagt Holtavörðuheiði það var mun betra engin snjór og hálka.

 


Fengum svo blíðu á föstudeginum og smöluðum heim fyrir hrútasýninguna sem verður á sunnudaginn.

 

Embla fékk fínu kinda peysuna mína lánaða sem ég keypti út í Dublin.

 


Það gekk vel hjá okkur að smala hér eru Erika,Kristinn,Embla og Siggi að reka inn í Tungu.

 


Við flokkuðum svo kindur sem þurfa að fara og hér eru þær og alveg synd hvað það eru margar ungar kindur sem hafa fengið júgurbólgu í vor þegar það var svo mikil rigning og kalt.

Mér finnst þetta alltaf erfiðast þegar maður þær að kveðja þær sérstaklega sem eru sterkir karektar og búnað vera mjög gæfar.

 


Fórum svo á laugardaginn inn fyrir Búlandshöfða til að sækja kindurnar sem ganga þar þær voru komnar langt út fyrir sitt svæði hafa aldrei farið inn fyrir Höfða bæinn svo við

vilum sækja þær og við og Kristinn vorum að hugsa það sama því hann var kominn inn eftir á undan okkur og byrjaður að komast upp fyrir þær og reka þær af stað.

Hér á myndinni var Kristinn búnað elta þær og reka talsvert og er hér að koma sér niður því þær héldu sér svo ofarlega rétt fyrir neðan klettabergið.

Kristinn þurfti svo að drífa sig niður því hann var að fara á kóræfingu og varð orðinn allt of seinn en við héldum áfram og ég fór svo á eftir þeim undir Höfðanum og fór bara hægt og varlega

því það var snjóþekja yfir og gat leynst hálka undir. Það var ótrúleg breyting á veðri frá föstudeginum í algerri blíðu og svo snjó í dag en það var mjög milt og gott veður en mjög kalt.

 


Embla Marína í stíl við snjóinn.

 


Freyja Naómí var alveg að fíla snjóinn og klakann.

 


Ég hélt svo á eftir þeim hér fyrir neðan Búlandshöfðann.

 


Þær héldu áfram í rólegheitum.

 


Hér halda þær áfram og fara rólega því það var búið að snjóa yfir kinda slóðina.

 


Maður var nú frekar kuldalegur svo lentum við í élum í smá tíma.

 


Hér sést smá snjókoman en hún var ansi þétt og stór snjókorn svo þær voru glaðar að komast heim á hús.

 


Þetta gekk mjög vel og við náðum öllum hrútunum sem okkur vantaði og svo í gær í smöluninni kom í ljós að Prinsessa var komin saman við kindurnar svo hún hefur verið einhversstaðar í felum

og hún var með hyrndan hrút og kollótta gimbur sem lítur bara mjög vel út og ég ákvað að taka hana með mér  á hrútasýninguna og gefa hana í happdrættið og láta dómarana dæma

hana fyrir mig. Ég gef svo aðra líka sem er mjög falleg með 34 ómv og 18 í læri.

 


Ronja Rós yngsta okkar var svo glöð með snjóinn að hún fékk systur sínar til að hjálpa sér að búa til fjölskylduna úr snjókörlum.

Hér eru Ronja Rós og Freyja Naómí með alla snjókarlana.

 

 

08.10.2024 13:51

Sláturmat og fleira

Við áttum 129 lömb í heildina í haust og

af þeim voru 43 stykki seld til lífs

og ásettningur er 20 gimbrar og 3 hrútar

Í sláturhús fóru svo 63 lömb .

 

Gerð var 10,29

Þyngd 17,6

Fita 6,1

 

Siggi í Tungu setti 35 lömb í sláturhús 

 

Gerð var 11,85

Þyngd 19,5

Fita 7,2

 


Fórum í göngutúr á sunnudaginn að athuga hvort það sæist nokkuð til Prinsessu sem mig vantar með tveim lömbum en ég hef nú ekki mikla trú á að hún sé lifandi þvi hún hefur alltaf gengið

frekar neðarlega og það hefur ekkert sést til hennar í allt sumar. Við annars fundum tvær hvítar kindur en þær voru greinilega ókunnugar og sennilega úr staðarsveit þvi þær sneru alveg á okkur og 

hlupu á okkur og beint upp á milli okkar og í áttina að Kaldnasa.

 


Freyja og Birta voru svo duglegar að koma með okkur á sunnudagsmorgun að smala.

 


Þetta var afskaplega fallegur morgun og góð hreyfing og útivera í góðum félagskap.

Hér er Kristinn og Siggi að fara yfir í Borgirnar. Við biðum á meðan ég, Freyja og Birta í neðri Urðunum á meðan.

 

Það er svo falleg náttúran þarna upp frá.

 


Það var mjög kalt og eins og sjá má á þessari mynd var vatnið frosið í klettunum.

 


Hér erum við búnað færa okkur sólar megin til að hlýja okkur aðeins og stelpurnar orðnar rjóðar í kinnum enda búnað vera svo

duglegar að labba.

 


Við héldum svo af stað aftur niður eftir að við játuðum okkur sigruð að reyna ekki að fara á eftir þeim því þær vildu sko ekki fara þessa leið niður.

 


Það er búið að vera yndislegt haust veður þessa dagana hér Ronja Rós að njóta útiverunnar.

 


Ronja Rós okkar er búnað læra hjóla án hjálpardekkja og við erum svo stolt af  henni það var fljótt að koma

Emil tók hjálpardekkin af og ýtti henni af stað og sleppti og þá kom það um leið.

05.10.2024 09:17

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2024

Héraðsýning lambhrúta verður haldinn næstkomandi sunnudag 13 október

inn í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit kl 13.30.

 

Á sýningunni verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi .

Það verður 1500 kr á mann fyrir veitingar og frítt fyrir börn.

 

Skemmtilega gimbrahappdrættið sem hefur vakið mikla lukku og stemmingu verður á staðnum og þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér

miða geta keypt miða á staðnum á 1500 kr . Vegleg verðlaun í boði en athugið engin posi á staðnum.

 

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.

 

Minnum fyrrum vinningshafa á að koma með verðlaunagripina með sér.

 

Það bættist svo við að það verða veitt verðlaun fyrir besta hrútinn með ARR arfgerð.

Eigendur ráða því hvort þeir fara fyrst með þessa hrúta í einhvern hinna flokkanna eða eingöngu í ARR flokkinn sem verður tekinn síðast.

 

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.

Kv Sauðfjárræktarfélögin


Hér eru Eyberg og Lauga Hraunhálsi þau unnu Héraðssýninguna 2023.

01.10.2024 22:54

Ásettning sleppt út og sprautað lömbin

Við völdum ásettninginn um daginn og sprautuðum lömbin áður en við leyfðum þeim að fara út með kindunum.

 


Þessi gullfallegi hrútur er enn eftir hjá Sigga í Tungu hann er mógolsóttur og er til sölu.

Hann er undan Mósa hans Óla í Ólafsvík og Slettu hans Sigga.

52 kg 34 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl

 

8 8,5 8,5 9 9 18 7,5 8 8 alls 84,5 stig

Það eru enn eftir hjá okkur nokkrar ARR gimbrar til sölu sem kanski stiguðust ekkert mjög vel en eru vel ættaðar í móðurætt og eru undan

bæði Friskó okkar og Styrmi sæðingarstöðvarhrút ef einhver hefur áhuga á þeim getið þið haft samband við okkur.

 

 


Óskar í Hruna góðvinur okkar kom til okkar að sækja lömb sem hann keypti af okkur.

Alltaf gaman að fá hann í heimsókn og Kristinn kemur honum yfirleitt á óvart með að sýna honum

einhvað einstakt til að velja sem hann fær svo með sér og hefur vakið mikla lukku og góða ræktun.

 


Hér er Emil að halda á meðan Siggi bólusetur lömbin.

 


Þessi móri er enn til sölu hann er undan Óskadís og Vind 23-004 tvílembingur.

 

50 kg 112 fótl 34 ómv 1,9 ómf 4,0 lag 

 

8 8 8,5 9 9 17,5 læri 8 8 8 alls 84 stig.

 


Hér er Raketta með gimbrina sína undan Úlla sæðingarstöðvarhrút hún verður sett á.

 


Kleópatra með lömbin sín undan Jór þau verða bæði sett á.

 


Dögg með hrútinn sinn en hann fer til Kára inn á Dunki.

 


Panda með gimbrina sína hún verður sett á hún er undan Tjald sæðingarstöðvarhrút.

 


Botna hans Sigga með gimbrina sína sem er sett á hún er undan Stein sæðingarstöðvarhrút.

 

Jæja læt þetta duga í bili á svo eftir að taka betur mynd af gimbrunum þegar við tökum inn.

 

 

28.09.2024 23:27

Lömb til sölu


Þessi svarta gimbur er til sölu hjá okkur hún er þrílembingur og er með H 154 eða AHQ ljósgrænan fána og ARQ gulan fána

 

Gerð 115 fita 96 frjósemi 108 mjólkurlagni 104

 

41 kg 102 fótl 31 ómv 1,9 ómf 4,0 lag 9,0 frampart 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44

 

 


Þessi mórauði hrútur er undan þessari kind sem heitir Óskadís og svo er hann undan svarta veturgamla hrútnum okkar Vind sem er svartur 

Þessi mórauði hrútur er tvílembingur og systir hans á móti er seld.

 

101 gerð 105 fita 106 frjósemi 95 mjólkurlagni

 

50 kg 112 fótl 34 ómv 1,9 ómf 4 lag 

 

 8 8 8,5 9 9 17,5 8 8 8 alls 84 stig.

 

 

Þessi flekkótti hrútur er tvílembingur undan þessari kind sem er veturgömul og Grím hans Sigga sem var efstur á Hrútasýningu veturgamla.

Hann er með ARQ eða gulan fána.

 

110 gerð 105 fita 107 frjósemi 102 mjólkurlagni

 

51 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag

 

8 8 8,5 9 9 18 8 8 8 alls 84,5 stig.

 


Þessi flekkótti hrútur er á móti þessari svörtu gimbur og eru undan Lóu þessari mórauðu og Grímur frá  Sigga í Tungu.

Þau eru bæði ARQ eða með gulan fána.

 

Gerð 109 Fita 99 Frjósemi 99 Mjólkurlagni 97

 

53 kg 111 fótl 33 ómv 2,7 ómf 4 lag

 

8 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

 

Gimbrin á móti er 46 kg 110 fótl 32 ómv 3,5 ómf 4 lag 

 

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42

 

 


Þessi hrútur er undan mórauðri kind og sem heitir Gjöf og Friskó veturgamla kollótta frá okkur.

Gimbrin á móti er með R171 ARR og ARQ og hún er seld.

 

Hrúturinn er með H154 AHQ og ARQ.

 

Gerð 94 Fita 101 Frjósemi 103 Mjólkurlagni 106

 

50 kg 109 fótl 28 ómv 2,8 ómf 4 lag

 

7,5 9 8,5 8 8,5 17 8,5 8 8 alls 83 stig.

 


Mórauður hrútur undan Moldavíu gimbrin á móti er seld. Faðir er Mósi frá Óla Ólafsvík.

Hann er með ARQ gulan fána.

 

Gerð 109 Fita 99 Frjósemi 110 Mjólkurlagni 95

 

51 kg 112 fótl 34 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 

 

8 8,5 8,5 9 9 17,5 8 8 8 alls 84,5 stig.

 

 


Ég náði ekki alveg nógu góðri mynd af þessum en hann er undan Snúllu og Prímus 21-005

Hann er með ARQ gulan fána og er tvílembingur.

 

Gerð 107 Fita 108 Frjósemi 98 Mjólkurlagni 106

 

55 kg 111 fótl 32 ómv 3,4 ómf 4 lag

 

8 9 8,5 9 9,5 19 9 8 8,5 alls 88,5 stig.

 

 


Þessi lambhrútur er undan Móflekkóttri kind sem heitir Margrét og Prímusi 21-005

Þessi hrútur er með H154 AHQ og ARQ gulan fána.

 

Gerð 104 fíta 108 frjósemi 100 Mjólkurlagni 108

 

49 kg 109 fótl 30 ómv 2,4 ómf 4 lag

 

8 8,5 8,5 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 85 stig.

 

 


Þessi hrútur er nr 349 undan Vindur 23-004 og Draumadís 23-011 

Hann er tvílembingur undan veturgamali og þeir gengu tveir undir hann er með AHQ H154 og ARQ gulan fána.

 

Gerð 106 Fita 107 Frjósemi 106 Mjólkurlagni 99

 

45 kg 109 fótl 32 ómv 2,7 ómf 4 lag

 

8 8 8 9 9 18,5 8,5 8 8 alls 85 stig.

 


Þessi gráflekkótta gimbur er undan Agúrku veturgamali kind og er tvílembingur og faðir er Grímur hans Sigga .

Hún er með ARQ gulan fána.

 

Gerð 110 Fita 105 Frjósemi 107 Mjólkurlagni 102

 

42 kg 105 fótl 34 ómv 2,1 ómf 4 lag 8,5 frampart 18 læri 7,5 ull 8 samræmi

 

 

 

Þessi hrútur er undan Hildi 22-013 og Bylur 22-003 og er tvílembingur.

Hann er með H154 AHQ og ARQ gulan.

 

Gerð 111 Fita 104 Frjósemi 100 Mjólkurlagni 103

 

58 kg 109 fótl 33 ómv 2,6 ómf 4,5 lag 

 

8 8 8,5 9 9 17,5 8 8 8 alls 84 stig.

 

 


Þessi fallega gimbur er frá Sigga og er undan Bylur 22-003 

Hún er með H154 AHQ og ARQ gulan fána.

 

48 kg 32 ómv 2,9 ómf 4 lag 111 fótl 8 frampart 17 læri 8 ull og 8 samræmi 

 

Hin gimbrin á móti setur Siggi á sjálfur og hún var með 35 ómv 9,5 frampart og 18,5 læri svo það er vel hægt að mæla með þessari því 

oft setur maður systur á og oft á tíðum gefur slakari gimbrin ekkert eftir og gefur jafnvel betur til framræktunar.

 

 


Þessi hvíti í miðjunni er undan Álfadís og Bjarka 23-992 sæðingarstöðvarhrút.

Hann er með ARQ gulan fána.

 

Gerð 114 Fita 99 Frjósemi 103 Mjólkurlagni 96

 

50 kg 107 fótl 30 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 

 

8 9 8,5 8,5 8,5 18 læri 8,5 8 8 alls 85 stig.

Við setjum bróðir hans á og hann er með R171 og hann er 87 stig.

 

 


Þessi svarti hrútur er undan Ramma dóttur sem heitir Snúra hjá okkur og hefur verið að gera svakalega vel.

Við setjum gimbrina á sem er á móti og hún er með 9,5 frampart 19 læri og 39 ómv.

Þessi hrútur er með AHQ H154 og ARQ gulan fána.

 

Gerð 106 Fita 107 Frjósemi 106 Mjólkurlagni 99

 

46 kg 109 fótl 35 ómv 3,3 ómf 4,5 lag

 

8 9 9,5 9 9 18,5 læri 8 8 8,5 alls 87,5 stig.

 


Þessi gimbur er undan Ljúfu og Vindur 23-004.

Hún er með H154 AHQ og ARQ gulan fána.

 

Gerð 108 Fita 101 Frjósemi 103 Mjólkurlagni 98

 

40 kg 107 fótl 31 ómv 3,2 ómf 4 lag

 

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8 samræmi alls 42,5

 

 


Þessi gimbur er undan Blesu og Svali 23-001

Hún er ARQ með gulan fána. Mamma hennar er mógolsubíldótt.

Bróðir hennar á móti er seldur.

 

Gerð 114 Fita 105 Frjósemi 100 Mjólkurlagni 91

 

50 kg 110 fótl 35 ómv 3,8 ómf 4,5 lag

 

9 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 43,5

 

 


Þessi fallega flekkótta gimbur er frá Sigga og er undan Botníu sem er móðir Gríms sem vann mislita flokkinn í veturgömluhrútunum.

Faðir er Bylur 22-003

Hún er með N138 og ARQ gulan fána.

 

43 kg 27 ómv 2,4 ómf 4 lag 107 fótl 8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi.

 

Það eru svo einhverjar hvitar gimbrar eftir sem eru með 18 - 18,5 læri og ómvöðvar frá 30 til 35 sem eru eftir hjá okkur.

 

Áhugasamir um kaup á þessum gripum geta haft samband eða sent skilaboð í síma 895 9669 Emil.

 

 

 

 

28.09.2024 10:47

Hrútasýning veturgamla 2024

Hrútasýning veturgamla hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa ffór fram núna síðast liðinn þriðjudag í Tungu Fróðarhreppi og það voru 17 hrútar sem kepptu og Torfi og Jónmundur voru dómarar

Við vorum með gúllassúpu og brauð og Þurý bakaði fyrir okkur skúffuköku og ég kom svo líka með litlar pizzur bakaðar í airfryer. Bárður reddaði okkur kaffikönnu frá Fákaseli.

Það var vel mætt um 37 manns í allt. Við hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa þökkum öllum fyrir sem komu og fyrir frábæra samveru  og þökkum þeim sem að því komu að hjálpa okkur þennan dag og

þökkum Sigga kærlega fyrir að leyfa okkur að halda sýninguna í glæsilegu fjárhúsunum hans í Tungu.

 


Hér eru farandsbikararnir sem eru veittir á hverju ári fyrir besta hvíta hyrnda, besta hyrnda mislita og besta kollótta óháð lit.

 

Hér er verið að vigta hrútana.

 


Hér er verið að ómskoða.

 


Bibba var í kát í ritarastarfinu.

 


Selma Pétursdóttir mætti til að hjálpa mér á sýningunni og einnig kom pabbi hennar Pétur með barnabarn sitt Pétur og þeir höfðu mjög gaman af sýningunni.

 


Hér er Gummi Óla Ólafsvík og Jón Bjarni á Bergi.

 


Hér Ólafur Helgi Ólafsvík og Þór Reykfjörð Hellissandi.

 


Elfa Guðbjartsdóttir Hellissandi.

 


Stelpurnar spekja lömbin og liggja með þeim það er svo einstaklega spakt féið okkar.

 


Hér er allt í gangi verið að fylgjast með Torfa ómskoða.

 


Selma svo myndarleg með sætu óléttu kúluna sína og nú fer meðgangan alveg að klárast orðið svo spennandi.

 


Hér er gúllassúpan súpan og ég tók svo karteflurnar með og bætti þeim ofan í þegar ég hitaði hana upp.

 


Hér er verið að skoða kollóttu hrútana þeir voru 6 í heildina og 5 komust í uppröðun.

 


Hér er búið að raða upp hvítu kollóttu hrútunum.

 

KOLLÓTTIR ÚRSLIT

 


Hér Lalli í Gröf ásamt dóttir sinni með bikarinn fyrir besta kollótta hrútinn 2024.

Hrútur nr 403 undan kind númer 21-005  og Glæsir 19-887

 

86 kg 121 fótl 31 ómv 8,5 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 9 8 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 85,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Kverná nr 292 undan 20-047 Kurteis og 19-888 Móri

 

76 kg 121 fótl 31 ómv 5,7 ómf 4 lag

 

8 8,5 9 8 8,5 18 8 8,5 alls 84,5 stig.

 

Í þriðja sæti var var hrútur frá Kverná nr 294 undan 19-027 Stjarna og 19-887 Glæsir

 

76 kg 123 fótl 31 ómv 4,4 ómf 4 lag

 

8 8,5 9 8 9 18 8 8 8,5 alls 85 stig.

 

Í fjórða sæti var hrútur frá okkur Friskó sem er ARR og AHQ undan Gimstein 21-899 og Viana 17-014

 

100 kg 126 fótl 31 ómv 8,2 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 8,5 8 9 18 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig.

 


Þetta er hann Friskó okkar ef einhverjum vantar veturgamlan hrút með ARR og AHQ sem sagt R171 og H154 sem hann var að skila mjög vel áfram í lömbin sín sérstaklega ARR 171 má endilega hafa samband við okkur og geta fengið hann ef þið viljið koma þessum genum inn í stofninn því við erum búnað fullnota hann og setjum á þennan undan Stein í staðinn. Ekki skemmir fyrir að Friskó gefur bæði tvílit og mórautt því móðir hans er móflekkótt.

 

MISLITIR ÚRSLIT

 

 


Hér er búið að raða upp mislitu hrútunum. Þeir voru bara 3 í heildina.

 


Siggi í Tungu var með besta mislita veturgamla hrútinn Grím sem er undan Glúmur 21-003 og Botníu 19-903

 

97 kg 121 fótl 38 ómv 7,3 ómf 4 lag

 

8 9 9,5 9 9,5 19 8 8 9 alls 89 stig.

 


Grímur er alveg einstaklega fallegur hrútur og með síða og fallega ull.

Í öðru sæti í mislitum var svo Vindur frá okkur sem er undan Mónu Lísu 14-008 og Bylur 22-003

 

95 kg 126 fótl 38 ómv 5,4 ómf 4,5 lag

 

8 9 9,5 9 9 19 7,5 8 9 alls 88 stig

 


Hér er Vindur frá okkur.

 

Í þriðja sæti var hrútur nr 721 frá Ingibjörgu undan Spari Gránu 21-576 og Frama 21-391

 

72 kg 120 fótl 34 ómv 4,5 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 8,5 8 8,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig.

 


Hér er þessi hrútur frá Bibbu sem var í þriðja sæti í mislitu.

 

HVÍTIR HYRNDIR

 

 

 

Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana . Þeir voru 9 heildina og fóru 5 í uppröðun

 


Jónatan Ragnarsson Hellissandi átti besta veturgamla hyrnda hrútinn 2024

Hann er ættaður frá Álftavatni og var 98 kg 124 fótl 35 ómv 4,8 ómf 4 lag

 

8 9 9 8,5 9,5 19,5 7,5 8 9 alls 88 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Lárusi Sverrisson Gröf undan kind nr 17-112 og Dag 20-003.

 

82 kg 122 fótl 38 ómv 5,0 ómf 4,5 lag

 

7,5 9 9 9 9,5 19 8,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá okkur sem heitir Sóli og er undan Perlu 20-016 og Alla 19-885

 

99 kg 123 fótl 40 ómv 7,9 ómf 4 lag

 

8 9 9 9 9 19 7,5 8 9 alls 87,5 stig

 

Í fjórða sæti var hrútur frá Jónatan Ragnarsson Hellissandi nr 88

 

96 kg 124 fótl 37 ómv 5,5 ómf 4 lag

 

8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig,

 

Í fimmta sæti var hrútur frá okkur sem heitir Svali og er undan Kórónu 20-010 og Klaka 22-005

 

94 kg 125 fótl 39 ómv 4 lag

 

8 8,5 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

 


Hér er mynd af Svala okkar hann var að gefa okkur mjög falleg lömb.

 

 

26.09.2024 23:54

Stigun 2024

Mánudaginn 23 september komu Torfi og Jónmundur til okkar og dæmdu lömbin. Það er alltaf mikil spenna og stór dagur hjá okkur. Stelpurnar fá frí í skólanum til að fá að vera viðstaddar og

hjálpa til og svo auðvitað sjá hvernig lömbin þeirra koma út og fá að taka þátt í að velja hvað verður sett á sem ásettningur í haust.

 


Hér eru Kristinn, Siggi , Torfi, Jónmundur  og Emil.

 


Embla tók myndir fyrir mig meðan verið var að dæma því ég er ritari í því.

 

Stigun kom vel út en þó ekki eins vel og í fyrra enda erfitt að toppa það ár en ég var svo sem ekki að búast við miklu því við erum búnað vera einstaklega óheppin þetta árið

það vantaði hjá okkur 14 lömb frá því að við slepptum á fjall sem ýmist skiluðu sér ekki og sum vissum við að hefðu drepist og svo var keyrt á eitt síðan misstum við líka

ær það voru 3 sem drápust á sauðburði og tvær í sumar og eina vantar með lömbum en ég veit ekki hvar hún ætti að geta verið því hún hefur alltaf verið í Fögruhlíð og okkar svæði

og við erum búnað smala það allt og enga kind að sjá eftir. Það þurfa svo fleiri ær að kveðja hjá okkur og mikið til ungar kindur sem hafa fengið júgurbólgu í sumar en þá er gott

að eiga góðar gimbrar til að fylla upp skarðið og setja á.

 

Við áttum 129 lömb alls og við stiguðum 117 lömb svo það voru 12 sem voru ekki stiguð og var það vegna þess að þau uppfylltu ekki kröfur eða voru of létt fjórlembingar og graslömb og þess háttar.

 

51 hrútur var dæmdur

 

5 með 88,5 stig

1 með 88 stig

3 með 87,5 stig

8 með 87 stig

4 með 86,5 stig

2 með 86 stig

1 með 85,5 stig

4 með 85 stig

8 með 84,5 stig

6 með 84 stig

3 með 83,5 stig

4 með 83 stig

1 með 82,5 stig

2 með 82 stig

 

meðaltal af stigum alls er 85,4 stig

 

Lærastig

 

1 með 19,5

4 með 19

12 með 18,5

14 með 18

17 með 17,5

3 með 17

 

Meðaltal af læra stigum var 18

 

Meðaltal malir 8,9

Meðaltal ómfitu 2,8

Meðaltal lögun 4,3

Meðalþyngd 51,8

 

Gimbra stigun þær voru 66 stigaðar.

 

Stig alls var hæðst 46,0

 

Meðaltal fitu var 2,8

Meðaltal þyngd 44,0 kg

 

Lögun

 

8 með 5

29 með 4,5

23 með 4

6 með 3,5

Meðaltal af lögun var 4,3

 

Ómvöðvi 

 

45 af 66 gimbrum var með 30 og yfir

 

2 með 39

1 með 37

2 með 36

5 með 35

2 með 34

11 með 33 

8 með 32

11 með 31

1 með 30

8 með 29

5 með 28

7 með 27

1 með 26

1 með 25

1 með 24

 

Þessar neðstu voru móðurlaus graslömb og svo ARR lömb þau voru með slakara bak.

Meðaltal ómvöðvar var 31,2

 

Frampartur

 

3 með 9,5

20 með 9

27 með 8,5

15 með 8

1 með 7,5 graslamb

 

Meðaltal 8,6

 

Læri

 

1 með 19,5

2 með 19

9 með 18,5

16 með 18

19 með 17,5

15 með 17

2 með 16,5 graslamb plús kind sem var með júgubólgu.

2 með 16 graslömb

 

Meðaltal af lærum var 17,6.


Við vorum mjög montin með þennan lambhrút undan Stein sæðingarstöðvarhrút og hann er með ARR og gulan fána

Hann stigaðist mjög vel með 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 8 haus 9 H+h 8,5 Br+útl 9 Bak 9,5 malir 19,5 læri alls 88,5 stig og að sjálfsögðu verður hann settur á.

 


Hér er svo búið að velja þrjá ásettningshrúta og Bárður tekur einn af þeim en þeir eru

undan Laxa sæðingarstöðvarhrút og Jór sæðingarstöðvarhrút og Bjarka sæðingarstöðvarhrút og eru undan Bjarka og Jór með R 171 og gulan fána og svo undan Laxa er með H154 og N 138

Svo þetta verða spennandi hrútar til að nota í haust. Undan Bjarka og Jór eru 87 stig og undan Laxa er 88,5 stig.

 


Þessi er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og Mónu Lísu kind frá mér og mig langaði að setja hann á og Emil fannst hann ekki uppfylla kröfur en ég var svo heppin

að Bárður kom með snilldar lausn að við ættum hann saman og þá gætum við sett hann á og við gerðum það svo hann verður hjá Bárði sem sameign okkar.

Hann stigaðist 59 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lag 8 8,5 8,5 8,5 9 17,5 8 8 8 alls 84 stig. Ég er nú ekki að setja stigunina fyrir mig því ég veit að þetta verður geggjaður ær faðir og við setjum hann

á til að viðhalda góðri mjólkurlagni sem er bæði hjá kindinni okkar og svo sem hann fær frá Anga sem var svakalega hár í mjólkurlagni og það var verið að hvetja bændur til að nota hann til

þess að fá góðar ær. Svo núna ætlum við að nota hann á góðar gerðar kindur og fá flotta einstaklinga undan honum og svo auðvitað skemmir liturinn ekki fyrir hann er alveg gordjöss.


Ef þið lásuð bloggið mitt um smölunina þá voru kindur sem við misstum út á Geirakot sem stungu mig af og Danna og Kristinn og Emil reyndu svo að ná þeim en ekkert gekk.

Þetta er hluti af þeim og Siggi sá fékk sér göngutúr og  sá þær við Korran og ákvað að reyna við þær og það gekk svona rosalega vel að þær bara fóru beinustu leið hjá honum upp í Tungu og hann 

náði þeim einn inn í fjárhús. Þetta eru allt kindur frá Friðgeiri á Knörr og var hann mjög ánægður að heimta þær heim.

 

24.09.2024 16:03

Hrútasýning veturgamla 2024

 

Hrútasýning veturgamla verður í dag þriðjudaginn 24 sept inn í Tungu Fróðarhreppi hjá Sigga kl 18:00

Keppt verður í þremur flokkum hvítum hyrndum,hvítum kollóttum og mislitum kollóttum og hyrndum.

Minni fyrrum vinningshafa á að koma með bikarana.

 

Gerum okkur glaðan dag og mætum með hrútana okkar.

 

 


Hér má sjá vinningshafana á seinasta ári.

 

 

22.09.2024 11:09

Seinni smölun Fróðarheiði að Svartbakafelli og Hrísar

Á laugardaginn var seinni smölun hjá okkur við byrjuðum á því að hittast inn í Tungu hjá Sigga kl 9 um morguninn og fengið sér kaffi og langt á ráðin hvernig dagurinn verður.

Siggi, Kristinn,Hannes, Tómas sonur Hannesar, Jói tengdasonur Kristins, Bói, stelpurnar Embla ,Erika og Freyja fóru öll upp á Fróðarheiði og munu ganga þar upp skipta sér svo niður þannig að sumir fara 

niður í Hrísar og hinir halda áfram yfir í Svartbakafellið.

 

Maja,Óli,Karítas og ég og Benóný fórum upp inn í Fögruhlíð og skönnuðun það svæði svo fór ég og Benóný aftur niður og fórum upp inn í Hrísum og Danni hennar Karítas kom með mér upp hjá 

Brimisvöllum því það var þvílik ferð á kindunum sem Kristinn og Embla komu með niður og Danni náði að komast fyrir þær og reka þær niður og ég hélt svo áfram að fylgja þeim niður en svo kom smá

hvarf meðan ég var að fikra mig niður og þá sneru þær á mig og stungu mig af. Danni tók þá sprettin á eftir þeim og náði að komast fyrir 4 og við náðum að reka þær. 

Kristinn hélt svo áfram á eftir þeim sem sluppu en þær fóru alveg upp í Kjartansgil við Geirakot og Emil náði að fara og hjálpa Kristinn og náði að komast fyrir þær en þær tóku svo bara straujið áfram og

voru komnar langleiðis að Fórna Fróðaá þá ákváðu Emil og Kristinn að játa sig sigraða og leyfðu þeim að fara og komu og héldu áfram með okkur að koma hinum niður að Tungu.

Þetta gekk svo allt saman vel og Maja,Óli,Siggi,Karítas,Tómas,Jói,Hannes og Erika komu svo frá Fögruhlíð með dágóðan hóp sem var óþekkur við þau á tímabili og Hörður og Sigurborg í Tröð komu til

þeirra í Fögruhlíðina og aðstoðu við að koma þeim á rétta leið niður að vegi.

 

Þetta var frábær dagur með frábærum og duglegum smölum. Við erum svo innilega þakklát fyrir að fá svona frábæra aðstoð og skemmtilegan félagsskap.

Jóhanna og Helga hans Kristins sáu svo um að græja kaffið og veitingarnar fyrir okkur inn í Tungu. Jóhanna bakaði brauð og Helga gerði kjúklíngasúpu,súkkulaðihorn og pizza snúða og ég gerði eina

stóra marens tertu og ostasalat svo voru terturnar frá Tertugallerý . Súpan og brauðið hjá Helgu og Jóhönnu var alveg dásamlega gott þær eru alveg snillingar.

Það mættu svo nokkrir til okkar eins og Telma dóttir Kristins með litlu yndislegu Helgu sem var mjög ánægð með snígilinn hans Sigga sem spilar lög og hefur vakið lukku hjá öllum litlum börnum.

Björn Jónsson eða Bjössi eins og hann er kallaður mætti til okkar að sjá kindurnar og kíkti smá í kaffi. Pétur og Lovísa kíktu með barnabörnin og Selma vinkona mín kom með strákana sína en ég 

hitti þau svo eftir smá því við Kristinn og Emil fórum að sækja eina kind og lamb sem varð eftir fyrir neðan Hrísar og var hún frekar óþekk að fara inn en það hafðist að lokum.

Ég ,Emil og Tómas náðum svo líka tveim lambhrútum sem voru tveir saman inn í Hrísum og urðu eftir.

 

Eftir kaffið var farið í að klippa rass ullina af kindunum og Siggi hélt í kindurnar og ég og Kristinn klipptum og svo var Friðgeir frá Knörr með rafmagns klippur og hann var á klippunum að klippa og 

Emil og Hannes með honum svo þetta alveg skot gekk hjá okkur og frábært að fá svona frábæra hjálp. Við fórum svo yfir kindurnar í leiðinni hvort það væri í lagi með júgrað á þeim eftir sumarið

og það reyndust margar ungar kindur vera með júgurbólgu og ónýtt júgra eftir kalda vorið sem við fengum mjög leiðinlegt það voru allavega 3 veturgamlar hjá mér sem eru ónýtar og ein tvævettla.

 


Hér er glæsilegi hópurinn sem fór upp á Fróðarheiði.

Aftari röð Sigurður í Tungu og Hannes Eystri Leirárgörðum

Fremri röð Freyja Naómí, Erik Lillý, Embla Marína, Jói, Kristinn, Tómas og Bói.

 


Hér halda Maja, Karítas og Óli upp eftir gamla rafmagns veginum í fyrir ofan Fögruhlíð.

 


Benóný Ísak svo duglegur að fara með okkur upp.

 


Það þurfti líka að hvíla sig á leiðinni en við Benóný gengum upp en þurftum svo fljótlega að snúa við og koma okkur niður í Hrísar og fara og standa fyrir þar.

 

Hér var ég upp í hlíð fyrir ofan Brimisvelli og hitti á Emblu en hún var orðin þreytt og lúin í fótunum því hún sneri sig. Hún var með Kristinn og hann fór lengra að reyna ná þessum sem ég og Danni 

misstum og ég og Embla biðum á meðan eftir því hvernig það myndi þróast en svo héldum við áfram eftir að við vissum að það þýddi ekkert að ná þeim sem fóru.

 


Hér er úsýnið hjá okkur Emblu og kindurnar farnar að síga niður svo við getum farið að koma okkur niður.

 


Hér erum við á leiðinni upp brekkuna í Tungu.

 


Hér er Ronja Rós mætt að hjálpa til að reka inn.

 


Hér er verið að reka inn.

 


Hér er Danni, Tómas og Hannes.

 


Það var svo verið að spjalla fyrir utan. Viðar og Ásgeir voru mættir að sækja vigtina fyrir Gumma.

 


Hér má sjá hluta af veisluborðinu.

 


Þessir tveir náðu að vera eftir og fela sig í grasinu í Hrísum.

 


Hér er Tómas búnað ná öðrum hrútnum og Emil náði svo að grípa hinn og við lyftum þeim svo yfir girðinguna.

 


Lína gemlingur varð svo líka eftir hún var að fela sig niður í fjöru við Hrísar og ég, Emil og Kristinn náðum í hana.

 


Hér erum við vinkonurnar ég og Selma Péturs .

 


Hér er Siggi að halda og ég og Kristinn að taka af.

 


Hér er Hannes að halda og Emil að teyma í og Friðgeir að klippa með rafmagnsklippum sem hann kom með fyrir okkur.

 


Hér er Þrá gemlingur með fallegu gimbrina sína.

 


Hér erum við mætt aftur upp í fjárhús á sunnudeginum og þá var sorterað lömb frá kindum og svo vigtað lömbin.

 


Hér er allt á fullu.

 


Það gekk vel hjá okkur að vigta og var þyngstu lömbin  60 kg .

Það er svo stór dagur hjá okkur á morgun mánudag en þá verða lömbin dæmd hjá okkur.

 

21.09.2024 21:58

Smalað Búlandshöfða,Mávahlíð og Fögruhlíð

Það var alveg einstaklega fallegt veður hjá okkur til að smala núna á föstudeginum og ákváðum við að halda áfram og taka líka upp í Fögruhlíð sem vanalega hefur verið smalað á laugardeginum en út af það gat spáð rigningu á laugardeginum ákváðu Siggi,Hannes og Kristinn að taka Emblu og Eriku með sér og fara upp í Urðir og upp undir Kaldnasa í átt að Bjarnarskarði og sjá hvað þeir gætu hreinsað mikið af því svæði því þær voru mikið þeim megin núna . Það gekk rosalega vel hjá okkur að smala Búlandshöfðann og svo þurftum við að hinkra aðeins inn í Mávahlíð meðan þeir fikruðu sig upp í Fögruhlíð svo héldum við Maja og Freyja upp hlíðina og ég var efst við klettana og svo Maja fyrir neðan um miðja hlíðina og svo Freyja neðst og svo þurftum við að bíða smá stund eftir að þeir kæmu niður til móts við okkur af sneiðinni og Óli hennar Maju fór líka upp og var fyrir ofan Sneiðina upp á fjalli. Þetta gekk svo allt saman vel og þær runnu svo niður þegar allt var komið og var rekið niður í Tungu.

Hér koma svo nokkrar mynda seríur af smöluninni.

 


Hér erum við hópurinn áður en við lögðum af stað í Búlandshöfðanum.

Ég og Erika .Freyja og Embla svo Hannes Adolf Magnússon, Peter listmálari, Kiddi og Siggi.

 


Við byrjuðum á því að Siggi,Kiddi,Hannes og stelpurnar fóru upp á Höfðann að ná í tvo gemlinga með lömb og á meðan fór ég með Emil og Peter að skanna svæðið hvort þær væru lengra inn að

Höfðabænum en það reyndist vera bara ein frá mér og ein frá Bárði sem hann fékk hjá mér og ég labbaði eftir þeim og að Búlandi og þar var svo mikill hópur af okkar kindum og á þessari mynd sést svo þegar Freyja og Kristin eru að koma gemlingunum niður til mín og Siggi og Hannes héldu áfram uppi á Búlandhöfða og ætla að labba þar og gá hvort það sé eitthvað þar uppi.

 


Hér sést hópurinn niður í Búlandi.

 


Hér sést hvar gemlingarnir voru upp á Höfðanum alveg á brúninni.

 


Hér erum við byrjuð að labba undir Búlandshöfðanum og Peter fékk þau forréttindi að labba með okkur Kristin því þetta er háskaleg leið og ekki fyrir lofthrædda en þessi leið er mín uppáhalds í smölun því hún er svo rosalega falleg og náttúran alveg æðisleg.

 


Hér halda kindurnar áfram kindaveginn og við á eftir og þetta er undir Búlandshöfða fyrir neðan þjóðveginn.

 


Hér eru þeir félagarnir kátir í þessu stórkostlegu útiveru og veður blíðunni.

 


Kristinn alsæll með daginn .

 


Peter líka honum fannst þetta alveg æði og var mikið að taka myndir í huganum að fá innblástur í málverk.


Hér sést aðeins hversu bratt þetta er og svo er bara þvergrýtt niður í sjó.

 


Hér sést hópurinn í nærmynd vera fikra sig áfram.

 


Hér eru óþekku gemlingarnir sem voru lengst uppi á Höfðanum en það gekk vel að koma þeim niður.

 


Flottur hópur.


Hér halda þær svo áfram kinda veginn í átt að Mávahlíð.

 


Við skiptum okkur svo þegar við komumst fyrir hornið í átt  að Mávahlíðarhellunni þá fór ég niður í fjöru og Peter hélt sinni linu og Kiddi fór upp á veg.

 


Hér erum við búnað reka þær yfir Búlandshöfðann og yfir í Mávahlíð og þær tóku smá auka beygju og ætluðu að renna út á Mávahlíðar rifið en Emil og stelpurnar náðu að komast fyrir þær og beina þeim á rétta leið upp Mávahlíð.

 


Hér var svo stoppað upp á afleggjara af Mávahlíð og fengið sér smá súkkulaði og poweraid til að fylla á orkuna.

Kiddi,Siggi og Hannes 

 

Erika ,Embla og Benóný.

 


Við fórum svo að pikka upp það sem hafði gefist upp  og settum upp á kerru og á meðan fóru Kristinn,Hannes,Siggi og stelpurnar upp í Fögruhlíð.

 


Það tók við smá misson hjá okkur mér Emil,Peter,Freyju og Benóný að ná að teyma Diskó niður en hann hefur einhvað slasað sig á fæti og stígur ekki í annan fótinn svo við þurfum að koma honum niður hliðina og upp á kerru.

 


Hér er verið að kanna aðstæður hvernig er best að koma honum niður.

 


Það gekk svo bara furðu vel og hér er Freyja með uppáhaldið sitt hann Diskó sem er mikil barnagæla við krakkana þau alveg elska hann.

Diskó er undan Tón sæðisstöðvarhrút.

 


Hér er svo dusterinn með kerruna tilbúin að taka á móti Diskó og sjáiði hvað veðrið er fallegt.

 


Hér er ég svo mætt upp í hlíðina í Mávahlíð og þvílikt útsýni og fallegt veður.

 


Þetta er náttúrulega bara flottasta útsýnið eins og það getur orðið alveg geggjað veður til að smala.

 


Hér er ég kominn alveg upp að klettunum fyrir ofan Tröð og Maju og Óla sumarbústað og kindurnar sem ég var að elta voru frekar óþekkar við mig og voru alveg upp við klettana en þetta gekk allt saman vel þegar maður var loksins búnað komast upp það þarf mikið þrek að komast upp og það er erfitt að labba hlíðina maður þarf að skekkja lappirnar ansi mikið við hvert fótspor.

 


Ein sjálfsmynd með Mávahlíðina í bakgrund.

 


Hér erum við komin niður og það var eitt lamb sem gafst upp og Freyja og Maja eru hér að teyma það á kerruna.

 


Freyja Naómí smali . Þær voru svo svakalega duglegar stelpurnar okkar og Erika vinkona þeirra að þær eiga stórt hrós fyrir.

 


Falleg mynd hér af Freyju að reka kindurnar heim að Tungu.

 


Hannes frá Eystri Leirárgörðum og Embla Marína í fyrirstöðu þegar verið er að reka féð upp í Tungu.

 


Hér er allt féð að renna inn í girðingu í Tungu.

 


Þessir bíða spenntir eftir að sjá lömbin. Guðmundur Ólafsson,Magnús Óskarsson og Emil Freyr Emilsson.

 


Flottir smalar hér á ferð Erika ,Embla ,Freyja og Ólafur Sigmarsson mágur minn.

Þau stóðu sig svo vel æðislegt að eiga svona góða að og vinna þetta saman svona fjölskyldu áhugamál.

 


Það var svo farið inn í kaffi í Tungu og fengið sér tertu og kaffi.

Ég pantaði tvær marispan tertur, eina brauðtertu stóra og kleinuhringi með karmellu frá Tertugallerý alveg frábær þjónusta hjá þeim.

Ég var svo heppin að Helga hans Kristins var að fara til Reykjavíkur á föstudeginum svo hún gat sótt þær fyrir mig. Ég bakaði svo eina stóra marens fyrir morgundaginn en þá verður aðal dagurinn í smölun og þá verða allsskonar kræsingar. Heimtur gengu vel úr Búlandshöfðanum og Fögruhlíðinni og litur út fyrir að það vanti ekki mikið nema það sem við vitum að kemur í smöluninni á morgun.

 


Þau virka falleg lömbin hér er Móna Lísa með gimbur sem hún fóstrar og hrútinn sinn undan Anga sæðingarstöðvarhrút sem ég er mjög spennt yfir.

 


Móflekkótt gimbur undan Gjöf sem er með R 171.

Jæja læt þetta duga af bloggi af föstudeginum og reyni svo að koma laugardags blogginu inn á næstunni.

 

 

 

Flettingar í dag: 3137
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 6914
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1402329
Samtals gestir: 75232
Tölur uppfærðar: 15.2.2025 13:58:33

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar