Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.10.2023 14:03

Ronja Rós 4 ára 27 sept

Elsku Ronja Rós okkar varð 4 ára 27 september. Hún er mjög lífsglöð,ákveðin og mikill prakkari og alveg einstaklega skýr og fljót til. Er mikil listamaður og skrifar nafnið sitt alveg sjálf og teiknar mjög vel og málar. Er mikill dundari og elskar að leika sér í allskonar hlutverkja leikjum og föndra. Hleypur sjálf yfir götuna í heimsókn til Jóhönnu frænku sinnar og passar sig að kíkja vel til beggja hliða svo elskar hún að fá að fara í heimsókn til ömmu Huldu og kíkja í sveitina til ömmu Freyju og afa Bóa. Besti matur er skinka hún elskar skinku og harðfisk með miklu smjöri og ristað brauð með súkkulaði og svo má auðvitað líka borða súkkulaðið beint upp úr krukkunni það finnst henni mjög gott he he.

 


Hér er skvísan með kökuna sína sem við bökuðum saman.

 


Fékk kórónu á leikskólanum sem hún bjó til sjálf.

 


Hún fékk líka pakka og var mjög kát við héldum fjölskyldu afmæli fyrir hana og henni fannst mjög gaman.

 


Svo fékk hún að blása á kertin. Við gáfum henni húsgögn í silvani húsið hennar og dót.


Ein krútt mynd úr fjárhúsunum hér einn lambhrútur sem er svo gæfur við stelpurnar.

23.09.2023 11:38

Hrútasýning veturgamla hrúta í Tungu 2023

Hrútasýning veturgamla hrúta fór fram í Tungu í gær og mættir voru 18 hrútar alls til keppnis.

Það voru 27 manns sem mættu það var heldur minna en hefur verið.

Aðeins tveir kollóttir hvítir sem mættu til leiks og 9 mislitir og 7 hvítir hyrndir.

Dómarar voru Jónmundur Magnús Guðmundsson og Logi Sigurðsson.

Það var sjóræningjasúpa hjá okkur sem er lambakjötssúpa með hakki svo var brauð með því og Helga hans Kristins bakaði súkkulaði horn og pizzasnúða og Þurý hans Gumma bakaði skúffuköku. Siggi í Tungu smurði flatkökur með hangikjöti. Við þökkum öllum kærlega fyrir baksturinn og bakkelsið.

 


Glæsileg mynd af vinningshöfunum í öllum flokkum.

 

Fremstur er Kristinn Jónasson með Byl besta mislita hrútinn.

Annar er Embla Marína og Emil Freyr Emilsson með besta kollótta hrútinn.

Friðgeir Karlsson með besta hvíta hyrnda hrútinn.

 


Hér er Birta Líf og Freyja Naómí á hrútunum okkar Ás og Tígull þeir eru svo gjæfir.

 


Hér eru Embla Marína og Erika að klappa þeim líka.

 


Hér er verið að dæma hrútana.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana sem voru þrír efstir.

 


Hér er Logi að afhenda Kristinn bikarinn fyrir besta mislita hrútinn.

 


Hér er Bylur 22-003 undan 21-702 Húsbónda og 18-016 Randalín.

 

95 kg 41 ómv 5,5 ómf 4 lag 119 fótl

8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 9 alls 89 stig.

 

Í öðru sæti var mórauður hrútur frá Ólafi Helgasyni Ólafsvík

Mósi 22-637 undan Kurdó 20-878 og Þuru 18-002

 

97 kg 45 ómv 4,7 ómf 4,5 lag 119 fótl

8 9,5 9,5 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 89,5 stig.

 

Í þriðja sæti var Tígull 22-002 undan Bikar 17-852 og Hrafney 20-007

hann er frá okkur.

 

96 kg 36 ómv 12,7 ómf 3,5 lag 124 fótl

8 9 9 8,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Hér er mynd af Tigul.

 

Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að færa Emil bikarinn fyrir besta kollótta hrútinn.

Hann er reyndar hugmynd og samvinna okkar Kristins en við sáum um að hann yrði settur á í fyrra til að fara með hann á hrútasýninguna hér og það samráð okkar heppnaðist heldur betur vel og skilaði okkur bikar núna.

 


Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúllu 17-101.Frá okkur.

 

106 kg 39 ómv 9,4 ómv 4 lag 126 fótl

8 9,5 9 9 9  19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Gunnari á Kolgröfum nr 22-079 Bliki og er undan Ófeig 19-105 og Kollubotnu 19-897.

 

71 kg 37 ómv 5,9 ómf 4,5 lag 119 fótl.

8 8,5 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að afhenda Friðgeiri bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda hrútinn.

 

 


Hér er Friðgeir með besta hvíta hyrnda hrútinn stórglæsilegur hrútur

 


22-395 Frá Knörr undan 15-376 og 13-930.

 

94 kg 34 ómv 12,8 ómf 3,5 lag 123 fótl.

8 9 9,5 8,5 9 19 8,5 8 9 alls 88,5 stig.

 


Í öðru sæti var hrútur frá okkur sem heitir Klaki 22-005 undan Bassa 21-001 og Brussu 16-008.

 

102 kg 43 ómv 7,8 ómf 4,5 lag 123 fótl.

8 8,5 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi og heitir Bárður 22-202 undan Víking 18-702 og Fanney 17-011.

 

81 kg 39 ómv 7,5 ómf 4 lag 118 fótl.

8 8,5 8,5 9 9 19  8,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

 


Hér eru Ólafur Helgi og Gummi Óla kátir með sýninguna.

 

 

 

 

 

 

20.09.2023 18:54

Dæmt lömbin mánudaginn 18 sept

Árni og Torfi komu og dæmdu lömbin hjá okkur mánudagsmorgun klukkan 9 . Torfi var á mæli tækinu og Árni dæmdi. Við létum dæma 103 lömb í allt 46 hrúta og 57 gimbrar. Það voru 17 lömb af 122 sem voru ekki stiguð og voru það hrútar sem voru teknir út því þeir náðu ekki 30 í ómv og einhverjir gripir sem þóttu ekki álitlegir til ásettnings vegna júgurbólgu hjá kindum eða eitthvað annað slíkt. En svo hafðist spennan sem allir eru búnað vera bíða eftir með mikilli spennu og kvíða hnút eftir að fá dómana á lömbin. Þetta er svo skemmtilegur tími og mikil spenna í loftinu.

 


Hér eru allir djúpt hugsi og spennan í hámarki þegar verið er að dæma.

Stelpurnar tóku mynd fyrir mig.

 


Freyja vildi fá mynd af sér með Ulla sínum eins og hún kallar hann. Hann var frekar slappur að ná að fara á spena þegar hann fæddist og þurfti að fá pela fyrst en svo hefur það alveg reddast hann er undan gemling og var 43 kg.

 


Embla og Freyja skiptust á að hjálpa mér að fletta upp þyngdinni hjá lömbunum meðan ég var að skrifa dómana niður.

Við vigtuðum lömbin á föstudeginum og meðaltal var 46,3 kg af 122 lömbum. Meðalvigtin í fyrra var 47 kg af 111 lömbum svo það munaði 700 grömmum. Við vorum alveg í skýjunum með útkomuna af dómunum og það besta var að þetta var svo rosalega flottur og jafn hópur bæði hjá hrútum og gimbrum og lærin mikið betri í ár en í fyrra hjá okkur allavega hjá hrútunum við fengum enga með 19 læri í fyrra en náðum svo heldur betur að bæta það upp núna í ár svo framræktin og vinnan er að borga fyrir sig.


Vorum með þessa glæsilegu tertu með kaffinu en hún átti að vera á laugardaginn þegar það átti að smala en af því að við smöluðum fyrr kom Maggi og Rut með hana á föstudagskvöldið og hún var höfð með kaffinu á sunnudeginum og mánudeginum þegar það var stigað. Ég pantaði hana frá Tertugallerý þeir eru alveg snillingar að gera tertur og góð þjónusta.

 


Gleymdi að setja þessa mynd inn sem Emil tók áður en við fórum að smala á föstudeginum.

Hér er Erika,Embla,ég,Freyja,Hekla,Ágúst og Benóný Ísak inn í Fögruhlíð og tilbúin í að fara upp á fjall.

 

Jæja ætla ekki pína ykkur lengur af spennunni hér kemur útkoman af stiguninni hjá okkur.

 

46 hrútar stigaðir

 

1 með 91,5 stig

1 með 90    stig

1 með 89,5 stig

4 með 89    stig

3 með 88,5 stig

4 með 88    stig

1 með 87,5 stig

7 með 87    stig

1 með 86,5 stig

7 með 86    stig

6 með 85,5 stig

3 með 85    stig

4 með 84,5 stig

3 með 84    stig

 

Meðaltal af stigum er 86,7 stig

 

Meðaltal ómvöðva hjá hrútunum var 33 og hljóðaði svona

 

1 með 39

3 með 38

3 með 37

3 með 36

3 með 35

7 með 34

6 með 33

4 með 32

4 með 31

9 með 30

1 með 29

2 með 28

 

Meðalþyngd hrútlamba sem voru stigaðir var 49,7 kg

Meðaltal malir 9

Meðaltal ómfitu 3,4

Meðaltal lögun 4,5

 

Gimbrar voru 57 stigaðar 

 

Meðaltal ómvöðva var 33,2 og voru 52 af 57 með 30 og yfir í ómvöðva.

Óvöðvi hljóðaði svona

 

1 með 40

6 með 37

6 með 36

5 með 35

8 með 34

10 með 33

6 með 32

4 með 31

6 með 3

2 með 29

2 með 28

1 með 26

 

Meðaltal læri 18

Lærastigun hljóðaði svona

 

7 með 19

12 með 18,5

18 með 18

19 með 17,5

1 með 17

 

Meðaltal af framparti var 8,9

 

6 með 9,5

33 með 9

18 með 8,5

 

Meðaltal lögun gimbra 4,4

 

6 með 5,0

29 með 4,5

22 með 4,0

 

Meðaltal ómfitu var 3,6 

 

Þá held ég að þetta sé upptalið hjá mér. Siggi fékk líka mjög flotta og jafna stigun í gimbrunum og var þar ein sem fékk 40 í ómvöðva og 19,5 læri. Hrútarnir voru líka jafnir og ómvöðvinn er orðinn mjög góður og jafn hjá okkur og Sigga og ekki mikið um lömb sem eru undir 30.

Dorrit hjá Kristinn kom verulega á óvart og má segja að hún sé heldur betur að launa líf sitt því hún var ansi tæp í fyrra hún varð afvelta og lömbin villtust undan henni og Kristinn fann hana fyrir algera heppni og Siggi og hann hlúðu að henni og það var selt báðar gimbrarnar hennar í fyrra óstigaðar en þær voru svo fallegar á litinn og gæfar að einn kaupandi féll alveg fyrir þeim. Það var svo ákvörðun Kristins að setja hana á aftur úr því að hún bjargaðist úr þessum hremmingum sem hún lenti í. Svo núna í ár kom hún með hrút og gimbur og gimbrin stigaðist svona 50 kg 34 ómv 3,7 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi og hrúturinn stigaðist svona 57 kg 36 ómv 3,6 ómv 4 lag 110 fótl 8 9 9 9 9 19 8,5 8 9 alls 88,5 stig svo þetta er hörku kind og greinilega flóðmjólkar og hún er tvævettla.

 


Hér er Freyja og Birta vinkona hennar að klappa Dorrit í sumar.

 


Þessi glæsilegi hrútur er í eigu Sigga og er undan Glúm hans Gumma Óla og Botníu hans Sigga og hann stigaðist svakalega flott og vonandi setur Siggi hann á hann er mjög spennandi og kindin Botnía er alveg hörku kind.

 


Þessi móri er seldur hann stigaðist 88 stig með 19 læri og 33 ómv og er undan Óskadís og Blossa.

 


Þessi er undan Perlu og Alla sæðingarstöðvarhrút og verður settur á.

57 kg 38 ómv 4,9 ómf 4,5 lag 111 fótl 

8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.

Gimbrin á móti honum var með 40 í ómv og 19 læri 9,5 frampart og 51 kg 

Svo þetta eru hörku tvílembingar hjá henni Perlu.

Perla 20-016 er undan Ask 16-001 og Gurru 17-016.

 


Þessi er mjög spennandi líka hann er undan Spyrnu og Þór sæðingarstöðvarhrút.

52 kg 35 ómv 3,8 ómf 4,5 lag 

8 9 9,5 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 88 stig. Bróðir hans er 87,5 stig

 


Þessi er undan mórauðri kind sem heitir Móna Lísa 14-008 og Byl 22-003

52 kg 38 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 112 fótl 

8 9,5 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig bróðir hans var svartur líka og er 88,5 stig.

 


Hér er svo gullið okkar undan Gimstein sem er með grænan fána.

Hann er undan Móflekkóttri kind sem heitir Vaiana.

67 kg 33 ómv 4,7 ómf 4,0 lag 115 fótl

8 9 9 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Ég er ekki hundrað prósent á að þetta sé réttur hrútur á myndinni en annað hvort er þetta þessi rétti undan Kórónu og Klaka eða þetta er undan Klöru og Bassa en þeir eru mjög líkir. Efsti hrúturinn okkar er undan Kórónu og Klaka og var 91,5 stig.

Stigun hans hljóðaði svona:

55 kg 37 ómv 2,5 ómv 5 lag 109 fótl

8 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 9 8 9 alls 91,5 stig.

Bróðir hans var svo 88 stig.

Þessi undan Klöru og Bassa var 90 stig.

Ég veit þetta betur hvor þetta er þegar ég rek inn á morgun fyrir hrútasýninguna hjá okkur.

En allavega þá setjum við þennan hrút á undan Kórónu og Klaka. Klaki er veturgamal hrútur undan Bassa og Brussu.

 


Hér er hluti af gimbrunum sem við erum að velja úr til ásettnings.

Þessar gráu gimbrar voru mjög öflugar með 36 ómv og tvær með 19 og ein með 18,5 svo þar er mikill hausverkur að velja á milli og setja á.

 


Hér er svo annar gimbrahópur sem er á lokastigi að vera valin á eftir að skoða aðeins betur en Embla dóttir mín er pottþétt búnað velja þessa gráflekkóttu og svo er þess svarta líka sett á hún er undan Snúru og Glúm og er með 19 læri 5 lag og 35 ómv.

Ein kollótt þrílembingur undan Gimstein er sett á og hún er með grænan fána svo er önnur kollótt undan Svörð sæðingarstöðvarhrút líka sett á hún var mjög góð 47 kg undan gemling 35 ómv 18,5 læri.

 

Við finnum ekki Blossa mórauða veturgamla hrútinn okkar sem við eigum svo ég ætla að skella mér í smá göngutúr og gá hvort ég geti fundið hann en ég vona að hann sé á lífi en það eru þó sterkar líkur að svo sé ekki því hann kom ekki af fjalli með hinum hrútunum en þeir hafa líka ekki verið hátt uppi heldur bara í kringum Tungu svo það ætti að sjást til hans ef hann er á lífi.

Það er ekki seinna vænna að finna hann því hrútasýning veturgamla er hjá okkur á morgun.

 

 

20.09.2023 15:58

Smalað Fróðarheiði að Svartbakafelli og Fögruhlíð að Rjómafossi 15 sept

Hér kemur svo blogg af föstudags smöluninni sem var farin 15 september. Við byrjuðum á að hittast upp í Tungu hjá Sigga og skipuleggja okkur og skiptum okkur í tvo hópa annar hópurinn fer upp á Fróðarheiði og labbar yfir í Svartbakafellið og Tungufell og nágrenni. Hinn hópurinn fer upp í Föghruhlíð og upp í Urðir og Borgir og Ágúst fór svo efst yfir Rjómafoss og yfir í Svartrbakafell og kemur til móts við hina sem koma hinum megin í Svartbakafellið.

 


Hér er hópurinn sem fór í Svartbakafellið. Hannes Adolf Magnússon Eystri Leirárgörðum og sonur hans Tómas, Siggi,Kristinn,Kristinn Jökull sonur hans og vinur hans  Þráinn Sigtryggsson

 


Hér er hópurinn okkar Erika Lilý, Embla Marína og Hekla Mist og Freyja Naómí.

 


Það var frekar vindasamt og kaldara heldur en blíðskapar veðrið sem við fengum í gær. Hér erum við Ágúst bróðir vel vindbarinn.

 


Stelpurnar svo duglegar en núna var farið blása meira og við sjáum rigninguna vera nálgast fjöllin.

 


Það sést núna vel hjá okkur yfir í Svartbakafell og Rjómafoss og núna er ég og stelpurnar að bíða á meðan Ágúst fjallageit gafst upp á hvað við vorum hægar og vildi tölta upp í Fossakinnar og sjá upp í Borgir og Skálina og yfir í Kaldnasarætur að Svartbakafellinu. 

 

 

Hér er Ágúst kominn yfir og nálgast Borgirnar þar er ein golsótt kind með lömb sem hann ætlar að reyna ná yfir í Svartbakafellið.

 


Ágúst náði henni yfir og hér sést glitta í hann lengst upp í Svartbakafelli alveg efst við stóra klettinn.

 


Við höfum aldrei farið svona ofarlega eins og Ágúst er núna hann fylgdi þessari linu yfir og var undir klettunum mér leyst ekkert á hvað hann var ofarlega það er mjög glæfralegt að labba þarna.

 


Hér sjáið þið Svartbakafellið og svo þið gerið ykkur grein fyrir hversu hátt Ágúst er hann er þarna undir klettinum efst á myndinni. Eins og sést á myndinni þá var rigningaskýin að koma hratt að og þau dundu svo yfir okkur og það var algert skýfall og nánast él svo mikið ringdi á okkur og það var erfitt skyggni að sjá yfir í Svartbakafellið en sem betur fer stóð það ekki lengi yfir og létti aftur til svo ég gat leiðbeint Ágústi að færa sig neðar til að vera til móts við Sigga sem kom hinum megin að í Svartbakafellinu.

 


Hér eru Hekla og Freyja búnað vera svo duglegar að smala og orðnar rennandi blautar og þær náðu að standa fyrir meðan ég þurfti að fara aftur upp á fjall og komast fyrir eina kind sem stakk okkur af og sem betur fer náði ég að komast fyrir hana og koma henni niður til þeirra.

 


Á niður leið og regnboginn fylgdi okkur yfir Fögruhlíð.

 


Embla og Erika vel blautar líka orðnar kaldar og þreyttar og voru vel fegnar að fá að komast upp í bíl hjá Emil.

 


Ég var vel blaut og veður barinn líka en þessi 66 norður jakki hélt mér þó talsvert þurri en það náði að blotna út frá rennilásnum.

Friðgeir á Knörr var mættur að fylgjast með okkur koma niður.

 


Komin niður og erum að reka seinustu upp í Tungu.

 


Yndislegu hjónin Þórir frændi og Hildigunnur kíktu upp í fjárhús og voru búnða gera aðra súpu fyrir okkur sem beið okkar inn í Tungu. Við þökkum þeim kærlega fyrir það er svo geggjað að fá heita súpu eftir smölun. Hér er Siggi með þeim hjónum en Siggi hefur verið að smíða fyrir þau í Tankinum á Rifi þar sem þau búa í glæsilegum Olíutank sem er íbúðarhúsið þeirra.

 

Hér er Hannes yfir vigtari og sonur hans það er svo frábært að fá þá á hverju ári.

 


Embla var alveg ástfangin af þessari gimbur undan Gjöf og hún er orðin svo gjæf.

 


Það var eitthvað um fé frá Friðgeiri sem kom í smölun og fleira sem hann tók með sér.

 


Þetta hefði verið svo glæsileg mynd af þeim feðgum ef ljósið hefði ekki verið þarna bak við en þeir voru kátir og strákarnir stóðu sig svo vel að smala þetta var í fyrsta sinn sem þeir koma í smölun og það var eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað. Myndavélin á símanum mínum var líka full af móðu eftir rigninguna svo það spilaði líka inn í gæðin á myndinni.

 

 

20.09.2023 11:49

Smalað Hrísar og Búlandshöfða að Föguhlíð 14 sept

Fórum að smala á fimmtudaginn 14 sept Búlandshöfðann í blíðskapar veðri eins og það gerist best. Ágúst bróðir kom alla leið að austan til að smala með okkur ekkert smá frábær og geggjað að fá hann enda alvanur smali og með endalaust þol. Við breyttum smöluninni hjá okkur í staðinn fyrir að smala á föstudag og laugardag fórum við fimmtudag og föstudag út af slæmri veðurspá.

Fyrst byrjuðu Kristinn og Siggi að fara upp á Fróðarheiði og koma svo niður í Hrísar og á meðan fórum við niður í Hrísalandið og Brimisvelli og náðum í þær sem voru þar svo rákum við þetta saman inn í Tungu og fórum svo í hádegismat og smöluðum svo eftir hádegi Búlandshöfðann.

 


Hér er Ágúst með mér fyrir neðan Hrísa.

 


Það er mjög gaman og fallegt að labba fyrir neðan Hrísar þar má sjá gamlar rústir af hleðslu síðan byggð var þar og eins þennan bát sem er gróinn ofan í jörðina.

 


Hér eru Kristinn og Siggi komnir niður og við sameinumst með kindurnar sem ég og Ágúst tókum og þeir og rekum þær inn í Tungu.

 

Það gekk aftur á móti ljómandi vel, ég og Kristinn fórum niður fyrir Búlandshöfða í Búlandið og Siggi og Ágúst bróðir fóru upp í Grensdali og löbbuðu svo upp á fjalli alla leið upp að Kistufelli og yfir að Rjómafossi í Fögruhlíð. Emil var á bílnum og stjórnaði okkur frá veginum svo bættust stelpurnar við eftir skóla og Bói kom líka og fór svo með mér upp í Mávahlíð og við löbbuðum hlíðina fyrir ofan og að Fögruhlíð og Embla og Erika voru fyrir neðan okkur og Freyja og Hekla tóku Mávahlíðarifið með Emil. 

 


Hér er Kristinn kominn niður í Búlandið og byrjaður að reka ég var fyrir ofan því ég þurfti að fara upp í Grensdali og taka kindur sem Ágúst og Siggi ráku niður og koma þeim niður á veg svo þeir gætu haldið áfram að fara upp á fjall.

 


Við Kristinn héldum svo áfram að labba með bil á milli okkar undir Búlandshöfðanum þegar ég var búnað koma hinum niður og það gekk mjög vel og þær sameinuðust og héldu áfram.

 


Hér erum við að reka þær í svo æðislegu veðri en þær sneru nú aðeins á okkur Kristinn og ákváðu að fara upp á öðrum stað en venjulega en það reddaðist með því að Emil var upp á veg til að snúa þeim niður aftur og halda áfram.

 


Við héldum svo áfram undir og yfir í Mávahlíðarhelluna.

 


Ég var heppin að sjá þessar þær voru fyrir neðan Mávahlíðarhelluna alveg lengst innst inni og eins og sjá má á myndinni falla þær vel inn í umhverfið ofan í steinana í fjörunni.

 


Hér erum við að halda áfram út Mávahlíðina.

 


Hér sést hvað veðrið var yndislegt þennan dag Mávahlíðin í allri sinni fegurð með Snæfellsjökulinn í baksýn ég elska þetta útsýni.

 


Við Bói komin upp í hlíð.

 


Hér fáum við stórkostlegt útsýni úr hlíðinni yfir Tröð og Mávahlíð og alla leið út af Ólafsvík.

 


Bói og ég erum komin hér upp undir kletta fyrir ofan Tröð og Fögruhlíð og núna erum við farin að sjá Sigga ,Ágúst og Kristinn koma upp á Sneiðinni og þá meigum við halda áfram út hlíðina að þeim og fara svo niður í Fögruhlíð.

 


Núna erum við að fara niður á leið inn í Fögruhlíð.

 


Þær halda svo áfram hér eftir veginum og Magnús Óskarson kom ásamt Guðmundi Ólafssyni betur þekktur sem Gummi Ólafsvík og Gummi á slatta af kindum í þessu hjá okkur.

Hann og Magnús koma alltaf og hjálpa okkur á hverju ári þegar við smölum þennan hluta.

 


Erika Lilý og Embla Marína duglegir smalar.

 


Flottir smalar að reka heim að Tungu og Hörður í Tröð slóst í hópinn að hjálpa okkur að smala heim á hjólinu sínu.

 


Freyja Naómí og Hekla Mist svo duglegar að smala.

 


Verið að reka eftir veginum fram hjá Kötluholti og inn í Tungu.

 


Hér sést Mávahlíðarfjallið sem við vorum að smala við vorum að labba þessa hlíð alveg upp undir klettum og Siggi og Ágúst fóru upp Grundarfjarðarmegin í Búlandshöfðanum og löbbuðu ofan á fjallinu. Þetta var alveg dásamlegt veður eins og sjá má Holtstjörnin alveg spegil slétt.

 


Þá erum við komin með féið upp að Tungu og rekum inn í girðingu. Kristinn þurfti að hafa hraðann á því hann var að fara henda sér í sturtu og fara syngja á afmælistónleikum Brimisvallakirkju sem áttu að hefjast eftir klukkutíma.

 

 

Þórir Gunnarsson og Hildigunnur Haraldsdóttir komu til okkar og færðu Sigga súpu fyrir smalana. Það var auðvitað lambakjötssúpa sem var alveg rosalega góð og allir voru svo ánægðir og þakklátir fyrir að fá heita og ljúffenga súpu.

 


Það var svo rekið inn og farið yfir hvað er komið og hvað vantar af fé og sótt ókunnugt fé sem heimtist í þessari smölun og það tók alveg tíma fram eftir myrkur og svo endaði dagurinn á þessu stórkostlegu ljósadýrð frá norðurljósunum.

18.09.2023 00:29

Hrútasýning veturgamla 2023

 

Hrútasýning veturgamla verður föstudaginn 22 sept inn í Tungu Fróðarhreppi hjá Sigga kl 18:00

Keppt verður í þremur flokkum hvítum hyrndum,hvítum kollóttum og mislitum kollóttum og hyrndum.

Minni fyrrum vinningshafa á að koma með bikarana.

Gerum okkur glaðan dag og mætum með hrútana okkar.

Kveðja stjórnin

 


Hér eru Emil og Kristinn með Prímus besta kollótta veturgamla árið 2022.

12.09.2023 14:58

Göngutúr,kindur og þrif


Hér er Álfadís 21-015 með gimbrar undan 20-202 Kóng frá Bergi.

 


Önnur þeirra í nærmynd.

 


Svo hin þær voru svo flottar fyrirsætur.

 


Fallegir hrútar undan Tertu 18-013 og Kóng.

 


Embla er búnað vera svo dugleg að fara á hestbak með afa sínum hér eru þau á leiðinni til baka inn í sveit en þau komu á hestunum alla leið inn i Ólafsvík heim til okkar.

 


Embla Marína hestastelpa.

 


Erika Lilý vinkona Emblu. Þær fóru einar frá Klettakoti alla leið inn í Tungu á hestunum í dag.

 

Ég er búnað vera þrífa fjárhúsin þessa vikuna og fór í göngutúra á hverjum degi í seinustu viku nema einn dag sem var mjög vont veður. Emil,Kristinn og Bói gengu svo frá tækjunum og settu inn í hlöðuna í Mávahlíð svo það er allt klárt fyrir komandi vetur. Núna fer spennan aldeilis að heltaka mann enda stutt í smölun og gæti mögulega orðið fyrr en áætlað var því það spáir svo leiðinlega á laugardaginn svo það gæti orðið að við flýtum henni á fimmtudag og föstudag í staðinn. Ég ákvað að baka í dag svo það yrði klárt ef við myndum fara smala á morgun. Síðan hérna hefur eitthvað verið að stríða mér og vill ekki setja inn myndir fyrir mig svo ég ákvað að sleppa myndum af þrifunum og fleiru svo ég gæti klárað að blogga.

 

05.09.2023 21:45

Göngutúr 5 sept

Það var ansi hvasst í morgunsárið og ég var ekki alveg að leggja í að fara í göngu en eftir að ég rúntaði inn fyrir Búlandshöfða komst ég að því að það var ekki nærri eins hvasst þar innfrá nær Grundarfirði og niður í Búlandi svo ég lagði bílnum upp á útsýnisstaðinn og labbaði niður í Búland og færði mig svo upp í hlíðina niður fyrir veginn og labbaði undir Höfðanum og þar var bara fínasta veður. En það blasti við mér ófögur sjón þegar ég var búnað ganga dágóða stund undir Höfðanum en þá sá ég ull út um allt og það vakti áhuga minn að þetta var óvenju mikil ull fyrir að vera einhver ull sem hefur dottið af kind svo ég elti slóðina og horfði vel í kring og þá sá ég það að það var hræ af kind neðar í brekkunni og ekkert eftir nema hryggsúlan og hornin svo ég gat ekki greint hvaðan hún væri en þetta hefur verið lambhrútur og mórauður. En þegar ég labbaði svo lengra sá ég legg með ull og klauf og það var ekki alveg mórautt svo líklega hefur þetta verið móbotnóttur hrútur og ef þetta er sá sem ég held að þetta sé það er að segja ef hann er frá mér þá var þetta hrútur undan Hríslu gemling og Grettir sæðingarstöðvarhrút en ég vona svo innilega að það sé ekki rétt hjá mér því ég var virkilega spennt fyrir því að sjá hann í haust. En Emil sá Hríslu um daginn og ekki hrútinn svo það er ansi líklegt að þetta hafi verið hann.

 


Hér er ég á leiðinni að labba undir Höfðanum.

 


Það er mjög skemmtilegt að labba þessa leið en alls ekki fyrir lofthrædda.

 


Hér er hræið sem blasti við mér. Búið að éta það upp til agna.

 


Hér er svo leggurinn frekar hræðileg sjón. 

 


Ég hélt svo göngunni áfram hér fyrir ofan klettana.

 


Hér fer ég svo upp aftur þetta eru klettarnir við veginn fyrir ofan Búlandið.

Ég var svo ánægð að ná þessari göngu í dag því veðrið fór svo bara versnandi og hvessti meira og ringdi líka.

04.09.2023 20:13

Göngutúr og kindur heldur áfram


Á föstudeginum 1 sept fór ég í göngu á undan rokinu og rigningunni og labbaði upp í hlíð fyrir ofan Mávahlíðarhelluna og ætlaði upp á fjall en þá tók á móti mér svo mikið rok að ég tölti niður aftur.

 

 

Hér sést niður á gamla veginn og þjóðveginn við Mávahlíðarrifið.

 


Benóný kíkti með mér í kvöldgöngu niður í fjöruna við Bug.

Ég fór svo ekkert í göngu um helgina enda var snarvitlaust veður á laugardeginum rok og rigning svo ég var í fríi laugardag og sunnudag frá göngu.

 


Melkorka20-017 með þrílembings gimbrarnar sínar undan Blossa 22-004.

 


Brá 20-013 með hrút undan Þór 21-896 sæðingarstöðvarhrút og svo fóstrar hún hrút undan Ósk og Gimstein.

 


Hér sést hennar betur hann virkar mjög fallegur undan Þór.

 


Sá loksins Prinsessu 22-015 með gimbrina sína undan Byl 22-003 en hún bar seint 5 júní.

 


Sá líka Glóey 22-022 með gimbrina sína undan Byl líka en ég hélt hún væri geld í vor því það kom aldrei neitt undir hana og það kom mikið á óvart þegar hún bar svo og það þurfti að gefa lambinu pela með því það kom ekki heldur undir hana þó hún væri borin en eitthvað kom þó en ekki mikið og lambið fékk alltaf eitthvað svo henni var sleppt út. Hún bar seinust 8 júní.

 

 

 

 


Við fórum þó kindarúnt á sunnudagskvöldið og stelpurnar fengu knús hjá Hrafney.


Hrafney fær alltaf knús og klapp enda afskaplega geðgóð kind sem kemur alltaf til okkar þó hún sé lengst frá með öðrum kindum þá gefur hún sér tíma til að koma til okkar.

 


Kvöldrúnturinn er vinsæl hjá krökkunum mínum eins og sjá má eru stelpurnar í kósýgöllunum sínum.

 


Svo fær hún tvöfaldan koss bless.

 


Falleg gimbur frá Sigga undan Reyk.

 


Álfadrottning 21-016 með gimbur undan 21-033 Glúm frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Hrúturinn á móti mjög fallegur.

 


Gimbrin í nærmynd svo falleg.

 


Álfadrottningin svo falleg kind hún er undan Brussu 16-008 og Bolta 19-002.

 


Sá í fjarska Margréti 22-009 með gimbrarnar sínar undan Tígull 22-002.

 


Ég fór svo göngutúr í dag 4 sept upp með gilinu að Rjómafossi.

 


Það er mjög falleg leið að labba.

 


Hér sést í Svartbakafellið.

 


Mjög mikil náttúruperla.

 


Hér má sjá hella undir klettunum og þarna hafa kindur oft falið sig og orðið eftir í smölun.

 


Hér er ég komin alveg upp og sé inn í Rjómafoss og ofan í gilið fossin sést þó ekki á þessari mynd.

 


Það voru engin ber sjáanleg alla þessa leið eins og þetta hefur verið mikið berjaland í mörg ár en síðustu ár hafa engin ber verið ég fann smá laut með þessum berjum en það var ekki mikið á lynginu og þau farin að skemmast.

 


Ég sá þennan hóp af kindum í Svartbakafellinu og sýndist þessi svarta vera Elíza hans Kristins með sín þrjú ásamt fleiri kindum.

 

Týndi þessa fallegu steina á leiðinni sem hafa brotnað úr klettunum.
 

 

 
 

31.08.2023 10:41

31 ágúst göngutúr og kindur

Markmiðið gengur áfram eins og komið er og ég fór göngutúr í gær inn í Fögruhlíð og í dag fór ég aðeins niður að sjó inn í Hrísum og svo fór ég og lagði bílnum hjá Búlandshöfða Grundarfjarðarmegin á útsýnispallinn áður en maður keyrir niður Höfðann. Ég labbaði svo beint upp og sá niður í Dalinn fyrir ofan og þar var engin kind bara rok það var frekar hvasst þar upp á svo ég fór svo bara niður aftur svo þetta var bara ganga upp og niður góð æfing og tók vel í. Ég náði svo að taka nokkrar myndir af kindum þegar ég var búin í göngutúrnum.

 


Hér er Spöng 21-013 með hrútana sína undan Bassa 21-001.

 


Svo falleg kind hún Spöng.

 


Hér sést annar hrúturinn betur undan Spöng. 

 


Kleópatra 20-011 með hrútana sína undan Bassa 21-001.

 


Epal 20-014 undan Bolta 19-002 og Djásn 15-008

 


Hér eru hrútarnir hennar Epal og Blossa 22-004.

 


Hér sést annar þeirra betur þeir eru frekar gulir því faðirinn er mórauður.

 


Hér er hinn á móti hann er aðeins hvítari. Ég er spennt að sjá hvernig Blossi og hún hafa passað saman hvort hann framrækti gerðina áfram því Epal er mjög vel gerð.

 


Hér er Dísa 19-360 með gimbrina sína sem er þrílembingur undan 21-001 Bassi.

 


Hér er hrúturinn hennar Dísu hann er svaka stykki ekkert smá þykkur og jafn.

Þau ganga tvö undir en svo var þriðji vaninn undir Dúllu og það er mynd af honum í fyrri bloggi hjá mér.

 


Mjög falleg lömb hjá Villimey sem er kind undan Vetur sæðingarstöðvarhrút og ég lét Bárð hafa hana og hún er með mjög fallegar gimbrar hér sem ég veit ekki undan hvaða hrút þær eru.

 


Mér sýndist ég sjá tvær auka gimbrar í þessum hóp niður við Hrísar og er að krossa fingur að það vanti ekki eina uppáhalds kindina mína sem gæti mögulega átt þær en ég vona svo innilega ekki en það gæti verið að þetta séu gimbrar undan

Orku 21-017 og Blossa 22-004 en ég hef ekki séð Orku mjög lengi núna. Svo það verður næst á dagskrá að reyna ná myndum af númerinu á þessum gimbrum eða fylgjast með hvort Orka sjáist einhversstaðar.

30.08.2023 09:55

Kvöldrúntur 29 ágúst


Glæsilegar gimbrar frá Sigga í Tungu undan Hélu 17-706 og Byl 22-003.

 


Svakalega gerðalegur hrútur frá Sigga líka og er undan Buddu 21-108 og Ingiberg 20-442.

 


Önnur mjög falleg grá gimbur frá Sigga undan Kolbrún 19-905 og Kóng 20-202 frá Bergi.


Hér er hin gimbrin á móti.

 


Birta 17-006 með gimbrar undan 22-003 Byl.

 


Þær virka mjög fallegar og sverar að framan.

 


Hér er önnur þeirra með betri mynd af sér.

 

Þessa tók ég mynd af í morgun 30 ágúst og þetta er Vika 21-105 frá Sigga og er með tvær gimbrar undan Byl 22-003.

 


Rakst aftur á Blæju 22-007.

 


Hér er svo hrúturinn hennar og hann á að vera undan Tígul sem er kollóttur en miðað við þessi horn er ég farin að efast mikið að hann sé undan honum og að einhver annar hyrndur hafi náð á undan þó ég teymi hrútana í hverja einustu kind þá hlýtur eitthvað að hafa gerst nema það er hyrnt aftan í ættir hjá báðum foreldrum en það er samt svo langt aftur að ég myndi ekki telja líklegt að fá svona svakalega vel hyrndan hrút frá tveim kollóttum.

 


Sá þennan mórauða einan á röltinu svo nú er hann fundinn sem vantaði hjá Rúmbu um daginn.

 


Sá þennan Smyril í gærkveldi inn í Hrísum og rakst svo aftur á hann núna inn í Mávahlíð það er að segja ef þetta er sá sami.

 


Hann er reyndar mjög nettur en kanski eru Smyrlar svona litlir nema þetta sé ungi.

 


Hér er hún Hildur 22-013 með lömbin sín undan Ingiberg 20-442.

 


Rakst á þessa mynd líka hér er hún í vor með lömbin sín.

 


Hún kom að tala við okkur Freyju og var jafnspök úti eins og inni alveg magnað hvað þær ná að tengja við okkur.

 


Svo falleg kind og með jöfn og falleg lömb.

 


Þessi kom að tala við okkur líka og er frá Gumma Óla Ólafsvík og hún er með virkilega stór og falleg lömb.

 


Þau eru svo skemmtilega breið á framan og þessi hrútur alveg virkilega fallegur.

 


Skelltum okkur loksins á þessa mögnuðu sýningu um Bubba og hún var alveg svakalega góð við ætluðum að fara í fyrra en komumst ekki en létum svo eftir okkur að panta núna því við áttum gjafabréf á gistingu á Íslandshótel í tvær nætur með kvöldmat og morgunmat. Fosshótel Reykjavík var fyrir valinu og það var æðislegt að vera þar svo borðuðum við á hótelinu á Haust resturant og það var alveg geggjað vel út látið og góður matur. Á laugardeginum fórum við svo í brúðkaup hjá Fríðu og Marinó bróðir hans Emils og það var alveg yndislegt og fallegt. Þetta var alveg frábær helgi og langt síðan við höfum farið eitthvað bara tvö og barnlaus en þau voru í góðum höndum hjá Freyju ömmu og afa bóa og Jóhönnu frænku Emils.

 


Hér eru brúðhjónin Marinó Ingi og Fríða alveg stórglæsileg.

Þau giftu sig á Bessastöðum og veislan var í Hafnarfirði 26 ágúst.


Hér eru bræðurnir saman Steinar Darri yngstur svo Emil Freyr og Marinó og Fríða á pappaspjaldi sem vakti mikla athygli og skemmtun.

 


Ég skellti mér í göngu aftur í morgun 30 ágúst og fór upp í Fögruhlíð og var aðeins í vandræðum að bera myndavélina svo ég festi hana á mig með úlpunni en ég verð að reyna redda mér tösku sem ég get hafið líka utan um mittið svo ég verði ekki búin í öxlunum því hún er alveg lúmskt þung þegar hún er með stóru linsuna. Ég reyndi nefnilega að hlaupa niður og það gekk brösulega með hana skoppandi um mittið. En ég ætla að reyna gera það markmið á mig að labba á hverjum degi núna fyrir smölunarhelgina sem verður 15 til 17 sept.

 


Hér er ég komin upp gamla rafveituveginn fyrir ofan Fögruhlíð og sé inn í Svartbakafell og niður í Rauðskriðumel.

 


Hér sést svo niður og í áttina að Ólafsvík. Bilinn minn sést ekki hann er lengst niðri hjá Rauðskriðumelinu þarna við ána.

Ég komst þetta og svitnaði talsvert og ofandaði he he en ekki veitir af að gera það og koma sér í form svo maður verði ekki alveg á öndinni þegar maður fer að smala.

 

29.08.2023 12:39

Göngutúr og kindur

Skellti mér í smá göngutúr til að reyna ná upp smá þoli fyrir komandi smölun og ekki veitir af maður er ekki í neinu formi svo það er ekki seinna vænna en að fara ganga núna á hverjum degi. Ég byrjaði á að fara inn í Fögruhlíð og svo upp þar fyrir ofan sumarbústaðinn hjá Guðlaugu og Snorra og þar hitti ég kindur sem ég hef ekki náð mynd af í sumar.

 


Hér er Spyrna 21-019 með hrútana sína undan Þór 21-896 sæðingarstöðvarhrút. Hún var við Rauðskriðumel upp í Fögruhlíð.

 


Þeir virka svakalega fallegir langir og stórir.

 


Hér er hinn á móti.

 


Það lítur út fyrir að það séu væn læri á þessum.

 


Hér er Gurra með lömbin sín hún er með þrjú undir sér hún sem sagt var sónuð með eitt og eitt var vanið undir hana þetta hvíta frá Sigga og svo kom hún með tvö og var látin hafa þau þrjú undir sér og virðist hafa plummað sig vel.

 


Hér er gimbrin hennar Gurru 17-016 og undan Byl 22-003.

 


Hér sést hrúturinn hennar Gurru.

 


Hér er svo gimbrin sem var vanin undir hana frá Sigga.

 


Hér er gimbur undan Perlu 20-016 og Alla 19-885 sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er hrúturinn á móti henni ég held að þetta verði alveg svakalega falleg lömb.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Hér er hrúturinn aftur. 

 


Hér er Perla með þau. Perla er undan Gurru 17-016 og Ask 16-001.


Þessi gimbur er undan Lukku 21-107 og Glúm 21-033 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Hér er Lukka 21-107 með hina gimbrina sína sem er svört.

 


Hér er Ösp 22-006 með gimbur undan Svörð 18-854 sæðingarstöðvarhrút og svo er Blæja 22-007.

 


Hér sést betur gimbrin undan Svörð og Ösp mjög falleg.

 


Hér er hrúturinn undan Blæju 22-007 og Tígul 22-002.

 


Núna er ég komin inn fyrir Búlandshöfða og ofan í Búland og þetta er þrílembingur undan Dísu 19-360 og Bassa 21-001 og hann gengur undir Dúllu 20-012.

 


Gimbrin hennar Dúllu 20-012 og hún er undan Klaka 22-005.

 


Hrafntinna 20-005 

 


Hrútur undan Hrafntinnu 20-005 og undan Óðinn 20-001.

 


Gimbrin á móti.

 


Skotta 20-008 með svakalegan bola undan 20-202 Kóng frá Bergi hitt lambið hennar fæddist dautt svo hann gengur einn undir.

 


Blesa 20-009 með gimbur undan Bassa 21-001 og hún er með aðra líka en hún var aðeins frá þegar ég tók myndina.

 


Hrútur undan Ósk 18-010 og Gimstein 21-899. Þrílembingur.

 


Gimbrin á móti hrútnum svo er annar hrútur sem var vaninn undir Brá.

 


Þessi gimbur er undan Melkorku 20-017 og Blossa 22-004

 


Hin gimbrin á móti.

 


Þessi er sæðingur undan Grettir 20-877 og Doppu 21-007. Gimbrin á móti dó í sumar það var örugglega keyrt á hana.

 


Hér er Rúmba 21-009

 


Hér er hrúturinn hennar svakalega fallega dökkmórauður og það á að vera annar á móti en ég sá hann ekki þarna kanski var hann einhverstaðar á bak við í hlíðinni.

 


Hér er Snæfellsjökulinn orðin ansi sköllóttur að sjá og það var meira segja hætt að fara ferðir upp á hann í sumar því það var of lítill snjór á honum.

Open photo

Hitti hana Hrafney mína þegar ég fór niður í Búland og auðvitað fékk hún klapp og klór.

Hér er nýjasta kinda stofu djásnið mitt sem Emil var að gefa mér ekkert smá falleg skraut kind sem við fengum í Húsgangahöllinni og hún var til sýnis þar og auðvitað spurði Emil hvort hún væri ekki til sölu og hún var keypt fyrir kinda sjúklinginn mig. Henni svipar nú alveg til hennar Hrafney.

 

24.08.2023 08:55

Kindarúntur í ágúst


Klara 18-015 með lömbin sín undan Bassa 21-001.

 


Þessi gimbur er undan Fjöru 22-021 sem er undan Klöru hér fyrir ofan og þessi gimbur er undan sæðingarstöðvarhrútnum Baldri 19-886. Hún virkar mjög þykk og fallega gerð.

 


Díana 22-019 orðin svo stór og falleg hún er í eigu Eriku Lillý vinkonu Emblu.

 


Hér eru hrútarnir hennar sem eru undan Ingiberg kallaður Bibbi 20-442.

 


Hér er falleg gimbur undan Einstök 19-008 og 20-001 Óðinn.

 


Hér er hrúturinn á móti gimbrinni.

 


Hér er Álfdís 21-015 í eigu Kristins með gimbrarnar sínar undan Kóng 20-202 frá Bergi.

 


Birta 17-006 með gimbrarnar sínar undan 22-003 Byl.

 


Þessir bræður eru undan Tertu18-013 og 20-202 Kóngur frá Bergi.

 


Hér sjást þeir betur.

 


Svakalega fallegar gráar gimbrar frá Sigga undan 17-706 Hélu og Byl 22-003.

 


Hér er Héla .

 


Bredda 22-202 frá Sigga með gimbrar undan Blossa 22-004.

 


Bót 22-204 frá Sigga með gimbrar undan Byl 22-003.

 


Kolbrún 19-905 frá Sigga með gimbrar undan Kóng 20-202 frá Bergi. Ég fór að taka mynd af henni um daginn og hún kom til mín og fékk klapp og var svo spök við mig úti alveg magnað hvað þær eru alltaf að bætast við í hópinnn að vera gæfar við mig úti.

 


Botnía 19-903 frá Sigga með hrút og gimbur undan Glúm 21-033 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Svakalega fallegur hrútur hjá henni.

 


Gimbrin mjög þykk og glæsileg að sjá.

 


Tígull 22-002 veturgamall hrútur hann var búnað skilja við hina hrútana og kominn að kíkja á kindurnar.

Hann er undan Bikar 17-852 sæðingarstöðvarhrút og Hrafney 20-007.

 


Budda 21-108 frá Sigga með hrút undan Ingiberg 20-442. Hún á að vera með tvo hrúta en ég sá hana bara með einn núna 20 ágúst þegar ég tók myndina .

 

Hér er Freyja og Birta vinkona hennar að klappa Dorrit hans Kristins hún kom líka þegar Kolbrún kom til mín.

 


Hér eru lömbin hennar Dorrit 21-025 hans Kristins og undan Óðinn 20-001.

 


Glæta 18-803 frá Sigga með hrút og gimbur undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Blossi 22-004 veturgamal undan Dökkva 19-402 og Mónu Lísu 14-008.

 


Klaki 22-005 veturgamal undan Bassa 21-001 og Brussu 16-008.

 


Bylur 22-003 veturgamal undan 21-702 Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum og Randalín 18-016.

 


Reykur 22-449 veturgamal frá Sigga í Tungu og var fengin hjá Friðgeiri og Knörr.

Fyrir aftan hann er Ás 22-001 veturgamal undan Prímus 21-005 og Snúllu 17-101.

 


Hér eru þeir allir saman veturgömlu hrútarnir nema það vantar Tígull sem var kominn saman við kindurnar.

 


Blossi 22-004.

 


Bylur 22-003 og Klaki 22-005.

 


Reykur 22-449.

 


Ljúfa 22-018 veturgömul.

 


Hér er annar hrúturinn hennar undan Ingiberg 20-442.

 


Hér er hinn á móti.

 


Hann er svo töff þessi.

 


Hríma 15-062 með hrútana sina undan Byl 22-003.

 


Hér er nærmynd af þeim svo fallegir. Þessi mynd var tekin 23 ágúst.

21.08.2023 20:40

Útilegu sumarið mikla

Þann 23 júlí fórum við áfram í útilegu og fórum til Evu og Emma Tóta á Hellishóla. Við fórum svo eldsnemma um morguninn inn í Landeyjarhöfn og tókum

Herjólf til Vestmanneyjar og bílana með við áttum bókað 8 um morguninn svo það var vakanað mjög snemma til að ná að koma öllum af stað á réttum tíma. Við fengum æðislegt veður sól og blíðu og byrjuðum á því að fara og leyfa krökkunum að spranga svo eftir það fórum við aðeins í bakarí og svo á sædýrasafnið og sáum þar Mjaldrana sem vöktu mikla lukku hjá krökkunum að sjá þá svona nálægt í búri ofan í sundlaug. Við kíktum svo á Eldfjallasafnið og það var mjög fróðlegt og mikil upplifun að sjá hvernig var þegar gosið var og heyra söguna. Benóný beið svo auðvitað spenntastur fyrir að fara í sundlaugina sem er alveg æðisleg og engri öðru lík enda með trampólín sem engin önnur sundlaug hefur. En hér koma nokkrar myndir af þessari ferð og þær útskýra sig sjálfar.

 


Hér erum við um borð í Herjólfi. Emil,Emmi Tóti,Eva og Benóný.

 


Benóný alsæll.

 


Ronja Rós og Embla Marína.

 


Freyja Naómí.

 


Hildur Líf og Ronja Rós um borð í Herjólfi.

 


Hér er Hildur að spranga.

 


Ronja Rós líka að klifra.

 


Freyja var alveg óhrædd og fór lengst upp og náði mest að spranga.

 


Embla Marína.

 


Fórum í göngutúr um Stórhöfða.

 


Hér fundum við gæru og sáum nokkrar kindur.

 


Ronja Rós að pósa.

 


Gleymdist aðeins að setja hárið á Ronju  bak við eyrun he he.

 


Sáum þessa inn á sædýrasafninu með nafninu Freyja.

 


Og þessa mátti til að taka mynd af þeim með nafninu okkar.

 


Embla og Ronja inn á safninu.

 


Hér er svo Mjaldurinn litla Hvít held ég þær voru mjög vinalegar og þáðu athyglina vel að láta taka mynd af sér.

 


Hér var verið að fá sér nesti áður en við fórum á eldfjallasafnið. Eva var svo frábær að smyrja samloku fyrir alla.

 


Embla tók þessa mynd fyrir mig fyrir ofan Eldfjallasafnið og yfir Vestmanneyjar.

 


Hér erum við inn á safninu og allir að hlusta af mikilli athygli.

 


Skoðuðum svo Herjólfsdal.

 


Borðuðum svo á Tanganum sem var mjög gott og hér er Ronja Rós að lita hún er svo mikill snillingur.

 


Freyja Naómí.

 


Við fórum svo aftur til baka kl 8 um kvöldið eftir mjög skemmtilega ferð.

 


Hér eru þau í barnahorninu að horfa á mynd.

 


Við vorum svo á Hellishólum til 26 júlí. Við fórum tvisvar í sund á Hvolsvelli á þessum tíma.

 


Hér er leiksvæðið á Hellishólum mjög fínt fyrir krakkana.

 


Hér eru Freyja,Embla og Aron að spila inn í fortjaldi hjá okkur.

 


Hér erum við búnað færa okkur yfir í Hveragerði og erum úti að spila þetta spil sem er mjög skemmtilegt maður er með kúlur á bandi og á að reyna sveifla þeim svo þær festist á spýtunni og færð stig frá einum upp í þrjá eftir hvar þú hittir og sá sem er fyrstur að ná 21 stigi vinnur.

 


Hér eru skvísurnar Hildur Líf og Ronja Rós að skvísast í sólinni með dótið sitt.

 


Svo með þetta að pósa fyrir mig he he.

 


Við áttum bókað í nokkra daga í Hveragerði og ætluðum svo að framlengja og þá var búið að bóka stæðið okkar svo við þurftum að færa okkur yfir þessa hæð og yfir í næsta hólf en það gekk fljótt fyrir sig og við tókum svo nætur þar til 1 ágúst.

 


Hér erum við komin yfir hólinn og yfir í næsta hólf og Eva og Emmi eru í miðjunni og svo komu vinir okkar Raggi frændi og Regína og eru á hinum endanum svo við mynduðum svona hring.

 


Hér eru þau að syngja og dansa saman Ronja,Hildur og Kristmundur.

 


Hér vorum við í kubb stelpur á móti strákum.

 


Benóný sáttur að borða lu kexið sitt.

 


Hildur og Ronja að skottast á leikvellinum í Hveragerði.

 


Fórum á þennan geggjaða pizzustað í Hveragerði Hofland og veltum lengi fyrir okkur þessari mynd hvað við könnuðumst eitthvað við hana svo allt í einu kveiktum við á perunni þetta er Ólafsvík he he þá er þetta mynd af Hveragerði og Ólafsvík því konan sem á staðinn er frá Hveragerði og maðurinn var frá Ólafsvík. Mjög falleg mynd og ég mæli svo hundrað prósent með að þið gerið ykkur ferð bara í Hveragerði til að fá ykkur pizzu þar því þær eru geðveikar ég held ég hafi bara aldrei fengið eins góða og framandi pizzur eins og þau eru með alveg geggjaðar og þjónustan alveg til fyrirmyndar.

 


Næsti staður var svo Akranes og hér erum við búnað mynda U hringinn okkar við, Emmi og Eva og Raggi og Regína.

Við stoppuðum hér í eina nótt.

 


Og auðvitað var farið á langþráða staðinn að hoppa í sjóinn upp á Akranesi og hér er Aron og Embla.

 


Hér er Embla að hoppa af trampólini.

 


Hér hoppar Freyja. Þær hoppuðu svo af öllum pöllunum meira segja efsta.

 


Það var lokuð sundlaugin á Akranesi svo við skelltum okkur í sundlaugina á Hlöðum í Hvalfirði sem var lengi búnað vera á listanum hans Benónýs að klára.

 


Hér má sjá hana.

 


Emil fór rúnt með stákunum til Rvk í klippingu og ég og krakkarnir vorum boðin í vöfflur hjá Steinari og Gullu og hér er Embla með Mattheu sem var svo glöð að vera hjá Emblu fænku sinni. Það var svo yndislegt veður og alger steik á svölunum hjá þeim og Benóný var svo ánægður að fá vöfflur.

 


Verið að hafa það kósý að lita í hjólhýsinu.

 


Við fórum svo í sund í Borgarnesi á leiðinni frá Akranesi og næst liggur leið okkar til Húnavalla og ætlum að verja verslunarmannahelginni þar.

 


Hér erum við svo komin til Húnavalla seint um kvöldið 2 ágúst. Hjólhýsið okkar er með hvíta fortjaldinu og svo er Evu og Emma með stóra uppblásnafortjaldinu.

 


Hér sést okkar betur. Þetta var frábær aðstaða á Húnavöllum við höfðum aðgang af klósettum svo voru inni í skólanum og þau voru mjög snyrtileg og flott svo var stórt íþróttahús sem krakkarnir máttu leika sér inn í með körfubolta og fótbolta og köðlum með stórri dýnu og svo var líka lítil sundlaug og heitur pottur sem hægt var að fara í og svo bak við skólann var flottu leikvöllur fyrir krakkana. Við höfðum þessa lóð sem sést á myndinni alveg útaf fyrir okkur og hópinn sem við fórum með þangað. Það var alveg frábært að eyða helginni hér með frábærum hóp af hressu og skemmtilegu fólki sem skipulagði helgina svo frábærlega að allir voru að njóta og hafa gaman. Vinir okkar voru búnað skipuleggja þessa helgi og buðu okkur að koma með og við erum rosalega ánægð og þakklát með að hafa tekið þátt í þessari mögnuðu helgi.

 


Hér er sundlaugin á Húnavöllum.

 


Heiti potturinn.

 


Það gat verið svolítið svalt á kvöldin og hér má sjá alla í úlpu og með teppi. Það var farið í leiki á kvöldin sem var búið að skipuleggja að fjölskyldur kepptu milli fjölskylda í allsskonar þrautum mjög gaman. Ég missti reyndar stundum af því ég var að svæfa Ronju en þegar hún var sofnuð gat ég tekið þátt.

 


Hér er Eva að taka þátt í einum leik að hún átti að sjúga upp með röri smartís og setja ofan í glas og sá sem náði mest af smartís ofan í vann leikinn.

 


Hér eru Embla og Freyja að keppa með bolta í boltaspili.

 


Hér var setið í hring og farið í hvíslhvísl leik sem vakti mikla lukku.

 


Hér er ég með Ronju niður við vatn sem er fyrir neðan Húnavelli.

 


Snorri Rabba var með bátinn sinn og fór með alla krakkana og var að draga þá á svona slöngu sem var algert ævintýri fyrir þau.

Ekkert smá flott hjá honum að gera þetta fyrir þau.

 


Meira segja Benóný fékkst til að fara í blautbúning og fara með þeim og fannst mjög gaman.

 


Hér eru Hildur og Ronja í bátnum. Við fórum með Emma að veiða.

 


Benóný kátur í bátnum.

 


Mikið sport að vera um borð en það var nú ekki mikið um fisk í þetta skipti við náðum engum og svo voru krakkarnir orðnir óþolinmóðir og vildu komast í land.

 


Ég ákvað að prófa að kasta aðeins eftir að við komum í land og búmm fékk einn og Embla var mjög sátt en sleppti honum svo aftur út en markmiðinu var náð ég er allavega búnað veiða einn fisk í sumar he he.

 


Við tókum rúnt einn daginn inn á Hvammstanga til að fara í sund þar með Benóný. Hina dagana var svo farið í sund á Blöndósi og Húnavöllum því það varð alltaf að vera ein sundlaug á dag í öllu ferðalaginu okkar það var skylda fyrir Benóný.

 


Hér er svo leikvöllurinn á Húnavöllum mjög flottur.

 


Hér eru Embla og Freyja að taka þátt í fjölskyldu kubb keppninni.

 


Hér eru fleiri í kubb keppni þetta var svo stórt og mikið tún og nóg pláss til að gera leiki.

Regína Ösp og Ólöf Birna sáu um að skipuleggja leikina og dagskrána ekkert smá flott hjá þeim.


Embla sátt í kósý peysunni sinni og sokkunum sem koma vel að notkun svona á kvöldin þegar fór að kólna.

 


Eftir verslunarmannahelgina lá leið okkar norður og við komum við hér í Varmahlíð og fórum í sund.

 


Næsti staður var svo Hrafnagil og með okkur fóru Raggi,Regína og börn, Snorri,Ólöf og Birgitta,Gylfi,Hafrún og Margrét og bróðir Regínu og fjölskyldan hans og tengdamamma. Við áttum mjög skemmtilegan tíma saman og fórum meðal annars í Ship line og Skógarböðin og margt fleira.

 


Það var kíkt í jólahúsið sem er alltaf skylduheimsókn þegar maður fer norður.

 


Hérna er hann Kristmundur frændi sem er sonur Ragga og Regínu og hann er alveg æði svo mikil gullmoli og alger prakkari og mikill smíðakarl sem elskar að negla niður tjaldhæla og laga alveg yndislegur og  skemmtilegur.

 


Hér er verið að gæða sér á graflax í morgunmat.

 


Krakkarnir voru búnað ákveða að fara í zip line og svo vildi svo til að það var laust fyrir fleiri og Emil sagði mér að skella mér og ég ætlaði ekki fyrst en svo fyrst Regína og Hafrún voru að fara ákvað ég að skella mér með og ég sá ekki eftir því þetta var rosalega skemmtilegt og mikill upplifun.

Hér erum við svo hópurinn Hafrún,Birgitta,Embla,Regína,ég,Margrét,Benóný og Freyja.

 


Hér erum við að labba í línurnar það var alveg smá labb á milli.

 


Benóný að gera sig kláran hann er svo með þetta og var svo flottur og tók þetta með stæl.

 


Embla og Freyja svo til í þetta en pínu stressaðar.

 


Hér erum við ég ,Regína og Hafrún.

 


Hér er Freyja að síga.

 


Hér eru svo allir sáttir búnir með allar línurnar.

 

Hér erum við mætt í Skógarböðin sem er alveg geggjaður staður. 

Við fórum allur hópurinn saman mjög gaman.


Ronja Rós.

 


Við Emil að njóta.

 


Svo mikil sól hjá Emblu.

 


Freyja í sólinni.

 


Það kom að því að sundskýlan hans Benóný varð útbrunnin af rennibrautunum he he enda búið að vera stanslausar rennibrautir og margar ferðir í Akureyrar sundlaug. Hrafnagil og Þelamörk svo ég mátti til að sýna hvernig hún fór á endanum he he.

 


Hér er prinsessan hún Ronja Rós á Glerártorgi því auðvitað þurftum við að gera okkur ferð til að kaupa nýja sundskýlu fyrir Benóný.

 


Við fórum í árlegu heimsóknina okkar til Birgittu vinkonu og Þórðar á Mörðuvöllum og þar er alltaf tekið svo vel á móti okkur og yndislegt að koma til þeirra og krakkarnir alveg elska heimsókninar okkar til þeirra og Embla og Freyja voru ekki með að þessu sinni því þær vildu fara í sund inn á Akureyri með frænku sinni en urðu svo pínu afbrigðusamar þegar þær heyrðu að Ronja og Benóný fengu að fara með strákunum að gefa kindunum brauð sem voru í girðingu rétt hjá og þar var spakur lambhrútur sem þau voru að klappa. Það er gaman að segja frá sem ég hef örugglega áður sagt að við Birgitta kynntumst í gengum heimasíðurnar okkar og áhugamálið okkar um kindur og upp frá því hófst okkar vinskapur og höfum við haldið sambandi og hist síðan 2011 og Birgitta var einmitt búnað setja það inn á sína síðu hún er svo svakalega dugleg að blogga og það kemur nýtt á hverjum degi og mjög gaman að fylgjast með hjá henni mæli hiklaust með að kíkja á síðuna hennar.

 


Hér er Benóný við sundlaugina á Akureyri. Það var farið í margar ferðir þar hann alveg elskar þessa sundlaug.

Hann hefði vilja fara í sundlaugina á Dalvík en við kíktum þangað á laugardeginum á Fiskideginum mikla og það var svo rosalega mikið af fólki að það var ekki hægt að fara í sundlaugina þá svo það verður bara vera næst þegar leið okkar liggur norður.

 


Við fórum svo heim mánudaginn 14 ágúst og Siggi var búnað slá há tvo tún og Emil fór og rúllaði og það voru 3 rúllur í heildina og svo varð auðvitað Benóný að fara strax og sjá rennibrautina sem er ekkert smá glæsileg og svo stór hann alveg geislar af gleði og spenning að bíða eftir henni.

Þá er þessu mikla útilegu sumri að ljúka og við erum búnað eiga alveg magnaðan tíma saman og samveru með vinum og búa til dýrmætar minningar.

Þegar heim var komið byrjaði Ronja á leikskólanum og fór í einn dag svo varð hún greyjið mjög veik og var með 40 stiga hita frá fimmtudegi til mánudags og ég fór svo með hana og lét skoða hana og hún er komin á sýklalyf svo vonandi fer hún núna lagast greyjið hún er búnað vera alveg límd við mömmu sína og lítið gert nema vera með hana í fanginu.

En núna gafst mér loks tími til að blogga niður ferðalagið okkar og svo átti Benóný 14 ára afmæli þann 19 ágúst og var hálf vonlaus yfir deginum því Ronja var svo veik en var svo heppin að eiga svona góða ömmu Freyju og afa Bóa en þau fóru með hann á Akranes og Emil var þar því hann fór í einn dag að steggja Marinó bróðir sinn sem er að fara gifta sig næstu helgi.

Þeir fóru svo til Rvk Benóný og Emil og fóru í bíó og sund og fengu dominos svo dagurinn varð fullkominn eftir allt og Benóný mjög sáttur.

Ég er búnað fara nokkra kinda rúnta eftir að ég kom heim enda orðin mjög óþreyjufull að komast ekki svona lengi og ég er búnað ná flottum myndum af fallegum lömbum svo það kemur inn á næstunni á eftir þessu bloggi.

 

 

23.07.2023 12:59

Kinda rúntur 22 júlí


Ástrós með hrútinn sinn undan Ás.

 


Rósa með hrút og gimbur undan Ás.

 


Hér er tvílembingur undan Díönu gemling sem Erika á.

 


Hér er hinn á móti þeir eru undan Bibba.

 


Hér er Hrísla með móbottnóttan hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Virkar mjög fallegur. Hrísla er gemlingur.

 


Hér eru tveir vel dökkir mórar undan Blossa og Rúmbu.

 


Hér eru þeir aftur.

 


Hér líka.

 


Hér er Branda gemlingur hennar Emblu með gráu gimbrina sína undan Kóng frá Bergi.

 


Lára gemlingur með gimbur undan Byl.

 


Hér sést gimbrin betur. 

 


Ósk með gimbrina sína undan Gimstein sem er með verndandi gen.

 


Vigdís hans Kristins með gimbrar undan Bassa. Þessar tvær fyrir aftan hana eru móðurlausar og ég er búnað ná komast af því að það vantar Bylgju sem var móðir þeirra og hún er alsystir Bassa og það er mjög furðulegt að við misstum Bassa hann fékk barkabólgu núna í sumar svo þau systkynin hafa bæði farið í sumar.

Það var svo líka gimbur sem ég var búnað ákveða að setja á sem var mógolsuflekkótt og undan Gretti sæðingarstöðvarhrút og Doppu en það var keyrt á hana mjög leiðinlegt.

 

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715249
Samtals gestir: 47165
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:20:34

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar