Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.11.2022 11:50

Ásettningur hjá Guðmundur Ólafsson Ólafsvík


Þessi gimbur er undan Pöndu og Bassa.

52 kg 35 ómv 3,5 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9,5 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Rjúpu og Glúm.

45 kg 36 ómv 3,3 ómf 4,5 lögun 107 fótl

9,5 framp 19,5 læri 8,5 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Hönnu og Glúm.

49 kg 34 ómv 2,0 ómf 4 lögun 105 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Steinunni og Bassa.

48 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lögun 109 fótl

9,5 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Binnu og Mjölni.

48 kg 32 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 111 fótl

9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessa fær Gummi hjá mér og hún er undan Klöru og Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum.

45 kg 108 fótl 36 ómv 2,7 ómf 4,0 lögun 

9,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þetta er hann Glúmur veturgamall hrútur frá Gumma undan Glám sæðingarstöðvarhrút og hann var að gefa honum alveg heiftarlega góð lömb og er spennandi kynbótahrútur,

 


Stórglæsilegur hópur hjá Gumma af svakalega vel gerðum og fallegum gimbrum.

 

03.11.2022 11:12

Ásettningur hjá Jóhönnu Bergþórsdóttur


Ösp 22-006 undan Prímus 21-005 og Dögg 19-014.

49 kg 110 fótl 34 ómv 2,8 ómf 4,5 lögun.

9 framp 19 læri 9 ull 9 samræmi alls 46

Við setjum á svo systir hennar og hún var 57 kg svo þetta er alveg hörku mjólkurkyn hjá Jóhönnu.

 


Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúlla 17-101.

 

56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 116 fótl.

8 9 8,5 9,5 9 18,5 læri 9 8 8,5 alls 88 stig.

Ég var búnað segja áður hér í blogginu að við vorum að fá mjög flott lömb undan Prímusi og var bróðir þennan hrúts 87,5 stig.

Það verður spennandi að sjá hvað þessi gerir í framræktun hann er undan mjög mikilli mjókurkind frá Jóhönnu.

Ég var búnað setja inn stigun á þessum hrút og Kristins áður en langaði bara setja þetta upp svona eftir því hver ætti hvaða grip í sauðfjárbúinu okkar.

02.11.2022 09:05

Ásettningur hjá Kristinn Jónasson


Blóma 22-014 er undan Tusku 20-019 og Bolta 19-002. Tvílembingur

46 kg 106 fótl 38 ómv 4,3 ómf 4,5 lögun.

9 framp 18,5 læri 8,5 framp 9 samræmi alls 45

 

Bríet 22-020 er undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702. Þrílembingur

51 kg 111 fótl 35 ómv 3,0 ómf 5,0 lögun.

9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44.

 


Bylur 22-003 undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702 þrílembingur á móti Bríet.

52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lögun 112 fótl.

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.

Þetta voru frábærir þrílembingar hjá Randalín þau gengu öll þrjú undir og það var svo önnur gimbur sem var seld og hún stigaðist svona 44 kg 107 fótl 32 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44.

Langaði líka til að segja frá því að hrúturinn sem var á móti Tusku var seldur og hann var mjög flott stigaður.

49 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lögun 109 fótl.

8 9 9 9 9 18 8,5 8 9 alls 87,5 stig.

Svo ræktunarstarfið er í topp málum hjá Kristni og fallegir gripir sem hann átti í ár.

 

Ég er mjög spennt fyrir þessum hrút það eru spennandi ættir á bak við hann sem blandast frá mér og svo Bárði á Hömrum og svo líka ættir í Part frá Óttari á Kjalvegi.

Þá er glæsilegur ásettningur hjá Kristni kominn.

 

 

01.11.2022 10:14

Ásettningur hjá Sigga í Tungu.


Þessi er undan Hélu og Óðinn og er þrílembingur.

50 kg 35 ómv 2,4 ómf 4 lag 109 fótl 

9 framp 19 læri 8 ull 8 samræmi

 

Þessi er undan Brúsku og Ramma sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.

56 kg 39 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi

 


Þessi er undan Glettu og Bolta og er þrílembingur.

49 kg 37 ómv 4,5 lag 107 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Hláku og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Fjórlembingur.

51 kg 30 ómv 4 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Glætu og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.

53 kg 31 ómv 5,3 ómf 4 lag 115 fótl.

9,5 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Neglu og Bassa. Tvílembingur.

49 kg 34 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 108 fótl 

9 framp 18 læri 9 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Stygg og Bassa. Tvílembingur.

49 kg 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 111 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.

 


Þetta er grár hrútur sem Siggi fékk hjá Friðgeiri og hann lofar góðu er mjög fallegur á litinn og með hörku læri

hann er óstigaður en kom eins og kallaður til okkar rétt eins og Bibbi gerði um árið og var ákveðið fyrst innsæið kallaði svona sterk í að hann yrði settur á var hann kominn til að vera. Siggi og Kristinn smöluðu honum ásamt 9 örðum stykkjum sem þeir heimtu fyrir Friðgeir á laugardaginn seinast liðinn.

 

Þetta er alveg stórkostlegur hópur hjá Sigga og svakalega flott þyngd og gerð í gimbrunum og ég tali ekki um að það er bæði þrílembingar og fjórlembingur og samt svona flott þyngd í þeim.

28.10.2022 10:04

Hrútar 2022

Við tókum lömbin inn seinasta föstudag fyrir héraðssýninguna og stóru hrútana. Ég er búnað vera vinna í að taka myndir af öllum lömbunum hjá okkur og Sigga og svo fer ég að skella því hér inn smá saman.


22-001 Ás undan 21-005 Prímus frá Hjarðarfelli keyptur í fyrra og svo undan 17-101 Snúllu frá Jóhönnu Bergþórs sem er með kindur með okkur inn í Tungu. Hún notaði Prímus á tvær kindur frá sér og þær komu með alveg afburðar góð lömb meðal annars þennan hrút og svo annan sem var seldur og var 87,5 stig.

Ás stigaðist svona : 56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 116 fótl

8 9 8,5 9,5 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig.

 


22-002 Tígull undan 17-852 Bikar sæðingarstöðvarhrút og 20-007 Hrafney. Hrafney er undan Móra sæðingarstöðvarhrút.

Tígull stigaðist svona : 55 kg 34 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 114 fótl

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


22-003 Bylur undan 21-702 Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum og 18-016 Randalín sem er í eigu Kristins sem er með okkur með kindur í Tungu. Þessi hrútur er þrílembingur og þau gengu þrjú undir og eru alveg glæsileg lömb,gimbrarnar á móti honum voru 44 og 51 kg og með 35 og 32 í ómv önnur með 19 læri og hin 18,5 læri svo þetta verður mjög spennandi hrútur að nota.

Bylur stigaðist svona : 52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 112 fótl 

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig. 

 


22-004 Blossi undan 19-402 Dökkvi frá Lalla í Gröf Grundarfirði og 14-008 Móna lísa.

Þessi mórauði Dökkvi var að gefa okkur svakalega fallega mórauð og dökk lömb og vel gerð líka.

Blossi stigaðist svona : 47 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 


22-005 Klaki undan 21-001 Bassi og 16-008 Brussa. Brussa hefur lengi verið uppáhalds kindin mín og þurfti hún að fara núna í ár því hún var orðin svo lúin og mig hefur alltaf langað til að setja hrút á undan henni og lét verða af ósk minni núna og hef mikla trú á þessu kyni hjá okkur svo það verður mjög gaman og spennandi að sjá hvernig hann kemur út.

Klaki stigaðist svona : 52 kg 109 fótl 36 ómv 2,6 ómf 4,5 lag.

8 9 9 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

 


Það gengur vel hjá stelpunum að spekja hrútana og hér eru Tígull, mórauður hrútur sem Jói og Auður Hellissandi fá og svo 

Ás eða Tyggjó eins og stelpurnar vilja kalla hann.

 


Hér má sjá hluta af stóru hrútunum Dagur 20-003 hér fremstur svo fyrir aftann er Óðinn 20-001 og Ingibergur 20-442 frá Sigga.

 


Bolti 19-002 situr á rassgatinu í sérstíu í smá prinsa dekri en það þarf reyndar að vera öfugt það þarf að koma honum í gott form he he hann er svo stór og mikill og þar af leiðandi mjög þungur á sér. Hann var að gefa mjög jafnan og þykkann bakvöðva það er sterkur eiginleiki hjá honum gegnum árin sem hann hefur verið notaður.

25.10.2022 17:21

Héraðssýning lambhrúta 2022

Jæja þá er komið að því að afhjúpa spenninginn yfir Héraðssýningunni og fjalla um úrslitin sem fóru fram seinast liðinn laugardag 22 okt.

Fyrri hluti sýningarinnar fór fram í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi kl 13:00 og þar voru mættir 

6 mislitir og 7 hvítir hyrndir og engin kollóttur. Þeim var raðað svo upp í 5 efstu og þeir kepptu svo við 5 efstu vestan girðingar.

Það var fámennt en góðmennt á þessum hluta sýningarinnar og alltaf jafn gaman að koma í björtu og fallegu fjárhúsin hjá Ásbyrni og Helgu.

 

 

Árni Brynjar Bragason og Anja Mager voru dómarar og eru hér ásamt Ásbyrni

í Haukatungu Syðri 2 sem sá um að halda þennan hluta af sýningunni.

 


Hér má sjá mislita flokkinn sunnan girðingar.

 


Hér er svo hvítu hyrndu hrútarnir.

 


Embla Marína og Freydís Lilja vinkona hennar komu með mér og Kristni á sýninguna í Haukatungu Syðri 2.

Sýningin byrjaði kl 13:00 og var búin að verða hálf 3 svo það gafst rúmlegur tími til að fara undirbúa næsta hluta.

 


Hér erum við komin á sýninguna vestan megin við girðinguna í Tungu í Snæfellsbæ og hér eru skólasystkinin Brynja Ragnarsdóttir og Ólafur Tryggvason. Brynja var svo almennileg að koma og aðstoða okkur með kaffið og kræsingarnar.

Á sýningunni í Tungu vorum við Sauðfjárræktarfélagið Búi og Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis að sjá um sýninguna.

Við áttum pening afgangs frá því að við héldum seinast sýningar saman og notuðum ágóðan af því til að kaupa tvær stórar tertur eina rjóma marsipan tertu 40 manna og svo bleiku slaufuna súkkulaði tertu 60 manna svo komu félagsmenn okkar með bakkelsi af ýmsu tagi sem fyllti út í veisluborðið. Við ákváðum að sleppa súpu í þetta skipti og hafa bara kökur og fleira og held ég að það hafi bara heppnast vel og flestir verið mjög ángæðir með það sem var í boði og við þökkum öllum félagsmönnum fyrir að vinna þetta svona vel saman og mynda glæsilega sýningu. Sýningin byrjaði kl 16:00 og endaði um 20:00.

Það voru rúmlega 80 manns sem mættu með börnum svo það var mjög vel mætt á sýninguna. Ég skreytti borðið með bleikum löber og setti svo bleika skrautsteina á og það var svo gaman að sjá hvað svona litlir hlutir geta vakið mikla lukku því steinarnir voru svo vinsælir hjá krökkunum og þau fengu að eiga steina og taka með sér heim og fannst þeir vera alveg æði.

Vestan megin voru mættir 6 kollóttir , 16 mislitir og 17 hvítir hyrndir og í allt með hinum sunnan megin voru þetta 22 mislitir,6 kollóttir og 24 hvítir hyrndir sem mættu til keppnis.

 

Sauðfjárræktarfélögin sem komu að sýningunni þakka öllum sem komu að þvi að gera þetta allt af veruleika.

 

Við þökkum Árna og Anju fyrir frábæra sýningu og samveru og mæta til okkar að dæma.

 

Við þökkum Sigurði Gylfasyni Tungu innilega fyrir að bjóða okkur fjárhúsin í Tungu til að halda sýninguna og hjálpina. Allt alveg til fyrirmyndar bekkirnir og aðstaðan í húsunum sem var á sýningunni.

 

Eyberg Ragnarsson hjá Sauðfjárræktar félagi Helgafellssveitar og nágrennis sá um að útbúa verðlaunaskjölin fyrir okkur og líka að láta græja nýja platta á verðlaunagripina og farandsskjöldin. Við þökkum Eyberg kærlega fyrir að sjá um það.

 

Bárður Rafnsson sá um að tala við KB og Lifland og fá styrk frá þeim fyrir verðlaunum og KB gaf liti til að merkja sauðfé,pela og burðarslím. Lífland gaf svo bætiefnafötur fyrir sauðfé. Við þökkum Líflandi og KB innilegar fyrir styrkinn.

 

Ég sá um að tala við þau hjá Kalksalt og þau gáfu okkur í  verðlaunastyrk nýju lýsisföturnar sem þau voru að byrja með en við náðum ekki að fá þær afhentar fyrir sýningu svo ég útbjó gjafabréf fyrir verðlaunahafana og mun svo koma fötunum til þeirra þegar þær koma. Hér má sjá allt sem er í boði hjá þeim á heimasíðu þeirra Kalksalt.is . Við þökkum þeim kærlega fyrir styrkinn.

 

Ásbjörn Pálsson stjórnaði sýningunni fyrir okkur báðum megin og Guðmundur Ólafsson í sauðfjárræktarfélaginu okkar prentaði út blöðin eftir að allir voru búnað skrifa niður dómana á hrútunum en ég tók eftir einu sem við fórum algerlega á mis við og það var að stigunin var skrifuð á blað en það vantaði alveg að sjá frá hverjum og hvað bæ hrútarnir væru því það vantaði þann dálk á blaðið hjá okkur svo við lærum af því og biðjumst afsökunar á því að hafa ekki fattað að vera búnað útbúa blað eins og var til dæmis hjá Ásbyrni í Haukatungu þar voru blöðin útbúin með nafn og býli. En svo var ég að heyra aðra góða hugmynd sem væri flott að taka sér til fyrirmyndar fyrir næstu sýningu og það er að láta alla skrá hrúta fyrir sýningu og þá er hægt að vera búnað prenta út blöðin fyrir sýningu  og afhenda dómurum og þá færi ekki eins mikill tími í að skrá hrútana á staðnum. Bárður og Dóra sýndu mér þessa hugmynd en það var gert þetta til dæmis á Hrútasýningunni í Búðardal og þá gat fólk bara tekið sér eintak af blaðinu og fylgst með og spáð og speklurað.

 

Lára formaður sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar hjálpaði mér að sjá um að setja upp kaffiborðið og veitingarnar og Brynja aðstoði okkur svo í kaffinu að skera niður kökur og hella upp á könnurnar ásamt fleirum sem komu að því að hjálpa okkur. Það er svo gaman að geta unnið þetta saman þá verður allt miklu léttara og skemmtilegra, ég þurfti að fría mig frá kaffinu því bæði var ég að taka myndir og svo fór ég með dómurunm inn í Tungu að gera upp hug sinn um verðlaunahafana og skrifaði á skjölin fyrir þá og var því ekki viðstödd þegar kaffihléið var.

 


Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana. Þeir voru 6 í heildina.

 


Það var margt um manninn á þessum hluta sýningarinnar inn í Tungu.

 


Hér eru Jóhanna Bergþórsdóttir Ólafsvík og Auður Sólveig Hellissandi með barnabarnið sitt.


Embla okkar að keppa með Tígul sinn sem er undan Bikar sæðingarstöðvarhrút og við hliðina á henni er Snæbjörn frá Neðri Hól og Pétur Steinar Hellissandi og hér er verið að halda í mislitu hrútana.

 


Hér sést yfir þegar verið er að skoða mislitu hrútana.

 


Hér er Brynja frænka frá Ólafsvík og mamma mín Hulda frá Mávahlíð kátar á sýningunni og svo er Benóný Ísak sonur minn og fyrir aftan þau er hann Hilmar sonur Jóa og Auðar Hellissandi.

 


Kristinn kátur með þrílembinginn sinn undan Húsbónda Glitnis syni sem verður settur á hjá okkur.

 


Kristmundur og Brynja Ólafsvík með barnabarn sitt skemmtu sér vel.

 


Ragnheiður frá Álftavatni og Lára Björgvins formaður sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis.

Við vorum svo með gimbrahappdrættið okkar sem hefur alltaf vakið mikla þátttöku og gleði og það seldust 73 miðar og svo sá Lára og Guðmundur Ólafs um að draga úr happdrættinu tvo vinningshafa. Í vinning voru tvær gimbrar ein frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík sem var grá og svo kollótt svartflekkótt frá Bjarnarhöfn.

 


Hér er Hulda Mávahlíð, Þórunn á Neðri Hól og Guðný frá Dalsmynni kátar á sýningunni.

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana flottur hópur.

 

 

Allir svo glaðir og kátir.

 


Hér er hluti af hvítu hyrndu og hér er Kristján frá Hoftúnum, Halla Dís, Eiríkur Helgason og Harpa Hjarðarfelli og hér sést hvað bekkirnir koma glæsilega út hjá honum Sigurði Gylfasyni Tungu sem var svo frábær að bjóða okkur glæsilegu fjárhúsin sín til að halda þessa frábæru sýningu og smiða þessa glæsilegu bekki sem vakti mikla hrifningu og ánægju meðal þátttakenda og gesta.

 


Hér er fleiri með hvíta hyrnda hrúta og má þar nefna Lárus Hellissandi sem sá um að dæla út fyrir okkur svo þetta gæti allt gengið upp hjá okkur að halda sýninguna.

 


Farið að minnka úr hvítu hyrndu og færast í 5 í uppröðun sem keppa svo við þá sunnan megin.

 


Freydís Kristmundsdóttir og Embla Marína Emilsdóttir sáu um að vera gjaldkerar og taka við pening við kaffinu og happdrættinu.

 


Hér eru gimbrarnar sem voru í happdrættinu.

Gráa hyrnda er frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík og stigun á henni hljóðar svona:

42 kg 33 ómv 2,0 ómf 4,0 lag 107 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi

kynbótaspá 109 gerð 108 fita 100 frjósemi 104 mjólkurlagni.

Tvílembingur undan Lilju sem er gemlingur og Ljúf frá Mávahlíð.

 

Svartflekkótta kollótta er frá Bjarnarhöfn og stigun hennar hljóðaði svona :

50 kg 27 ómv 5,0 ómf 4,0 lag 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull

kynbótaspá 104 gerð 103 fita 99 frjósemi 107 mjólkurlagni.

Tvílembingur undan 19-094 Hnjúkur og móðir OT 18-821.

 

 

 

Hér er Gummi og Telma Dís barnabarn hans að draga úr happdrættinu.

 


Allir spenntir að heyra nafnið sem var dregið og það var Áslaug á Þverá sem fékk kollóttu gimbrina og

svo var það Ragnheiður á Álftavatni sem fékk þá gráu.

 


Hér má sjá þær lukkulegar með vinnings gimbrarnar sínar.

 


Bárður Rafnsson,Eiríkur Helgason,Guðbjartur og Harpa Hjarðarfelli í góðum samræðum og við hlið þeirra Gummi á Helgafelli.

 


Hér er tertan sem við pöntuðum og ég sótti til Rvk.

 


Hér er svo hin kakan sem var líka pöntuð fyrir bleika þemað á sýningunni.

 

Hér má sjá ýmsar kræsingar sem voru í boði fyrir 500 kr og mátti fá sér eins og mikið fólk vildi og frítt fyrir börn.

 


Hér eru svo verðlauna gripirnir sem bíða eftir að eignast nýja eigendur.

 

Hér má sjá veisluborðið okkar þakið af kræsingum.

 

Þá er það aðalmálið og það eru úrslitin úr Héraðssýningu lambhrúta Snæfellsnesi 2022

 

 


Hér eru vinningshafar í mislita flokknum.

1. Ásbjörn Pálsson Haukatungu Syðri 2.

2. Ólafur Tryggvason Grundarfirði.

3. Kristján Narfason Hoftúnum.

 


Hér er besti misliti hrúturinn undan Grettir í eigu Ásbjörnar og Helgu Haukatungu Syðri 2 

 

52 kg 36 ómv 3,0 ómf 5 lögun

8 9 9 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 88 stig.

 


Hér er hrútur frá Ólafi Tryggvasyni sem var í öðru sæti undan Eyr.

 

55 kg 38 ómv 4,6 ómf 4,5 lögun 108 fótl

8 9 9 9,5 10 18,5 7,5 8 8,5 alls 88 stig.

 


Þriðja sæti var hrútur frá Kristjáni Narfasyni Hoftúnum.

 

49 kg 36 ómv 4,7 ómf 5 lögun 105 fótl 

8 9 9 9,5 9 18,5 7,5 8 8 alls 86,5 stig.

 

 


Hér eru vinningshafar í kollóttu hrútunum.

1. Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi.

2. Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli.

3. Harpa Jónsdóttir Hjarðarfelli.

 


Hér er Guðlaug með besta kollótta hrútinn sem er undan Starflóa.

 

61 kg 33 ómv 7,9 ómf 4,0 lögun 111 fótl.

8 9,5 9,5 9 9,5 19,5 8,5 8 8,5 alls 90 stig.

 


Ég náði ekki myndum af kollóttu hrútunum frá Hjarðarfelli en veit að þeir eru báðir hér á þessari mynd og Eiríkur heldur í einn og svo veit ég ekki alveg hver hinn er.

Í öðru sæti var hrútur frá Hjarðarfelli undan Kóp.

 

57 kg 34 ómv 6,8 ómf 4 lögun 113 fótl

8 9 8,5 9 9 18 9 8 8 alls 86,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Hjarðarfelli undan Dolla.

 

53 kg 35 ómv 4,1 ómf 5 lögun 109 fótl

8 9 9 9,5 9 18 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

 


Hér eru vinningshafarnir í hvítu hyrndu hrútunum.

1. Sól Jónsdóttir Bergi

2. Anja tekur við verðlaunum fyrir Magnús Kristjánsson Snorrastöðum.

3. Halla Dís Bláfeldi.

 

 


Besti hviti hyrndi hrúturinn frá Bergi undan Víking 18-702 frá Bárði og Dóru Hömrum og Fanney 17-011 Bergi.

 

49kg 38 ómv 3,5 ómf 4,5 lögun 106 fótl

8 9 9,5 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.

 


Hrútur frá Magnúsi Kristjánssyni í öðru sæti og hann er undan Ægir.

 

46 kg 36 ómv 2,0 ómf 5 lögun 108 fótl 

8 9 9,5 9,5 9,5 19 8,5 8 9 alls 90 stig.

 

 


Hér er Halla Dís með hrútinn sem var í þriðja sæti í hvítu hyrndu.

 


Þá er komið að því að afhenda Farandsskjöldin fagra fyrir Héraðsmeistarann 2022.

Guðmundur Ólafsson sá um að afhenda hann.


Það var fjölskyldan á Bergi sem fékk skjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2022 og ég náði þessari glæsilegu mynd af þeim

og óska þeim innilegar til hamingju með héraðsmeistarann 2022.

Á myndinni eru Anna Dóra á Bergi ásamt börnum sínum og einu barnabarni.

 


Hér eru Þorri og Sól með héraðsmeistarann 2022 sem hlotið hefur nafnið Bárður.

Alveg glæsilegur og holdmikil hrútur sem verður spennandi að fylgjast með.

 


Ég klæddist auðvitað bleiku lopapeysunni minni sem mér þykir ofboðslega vænt um og finnst hún svakalega falleg , hún Brynja frænka sem sá um kaffið með mér á sýningunni prjónaði hana einu sinni fyrir mig. Ég þakka ykkur svo kærlega fyrir að lesa og fylgjast með blogginu mínu og vona að þið hafið haft jafn gaman af því að lesa það eins og mér fannst að skrifa það. Takk fyrir.

 

 

 

 

 

 

24.10.2022 20:46

Dælt út,.þrifið,smalað og gert klárt fyrir Héraðssýningu

Þetta er búið að vera mjög krefjandi vika hjá okkur Lárus kom og dældi úr fjárhúsunum hjá okkur og kláraði á fimmtudaginn og þá fórum ég, Kristinn og Siggi og þrifum og unnum þetta vel létt saman með því að Kristinn var á háþrýstidælunni og ég að skafa af grindunum og Siggi líka svo fór Siggi í að negla grindurnar niður og þetta skot gekk hjá okkur og við kláruðum að þrífa og setja niður um kvöldið. Helga hans Kristins dekraði við okkur og kom með æðislega ljúffengt lasange fyrir okkur svo við gætum fengið okkur að borða heima hjá Sigga og haldið svo verkinu áfram.

Helgina áður var Siggi búnað vera smíða bekki til að hafa á sýningunni og þeir voru alveg snilld ekkert smá flott hjá honum og meðan hann var að smíða bekki voru Emil og kristinn að skipta út nokkrum spítum á grindunum sem voru orðnar lélegar svo það yrði allt klárt.

Við smöluðum svo á föstudaginn frá Búlandshöfða og inn að Mávahlíð og svo tókum við frá Sneiðinni fyrir ofan Fögruhlíð og rákum út á Tungu og tókum svo lömbin og hrútana á hús. Þegar búið var að flokka kindurnar frá lömbunum og taka hrútana sér átti ég eftir að skreyta fjárhúsin með bleiku skrauti sem ég átti til síðan við giftum okkur og það kom vel að notum og fjárhúsin litu út eins og fermingarveisla nánast en það er bara svo gaman að hafa þetta skemmtilegt og flott og í stíl við bleikan október mánuð.

 


Hér eru þeir Siggi,Emil og kristinn að vinna í að skipta út timbrinu áður en Lalli byrjaði að dæla út.

 


Hér má sjá bekkina sem Siggi smíðaði bæði til að sitja og fá sér veitingar og sitja með hrútana í uppröðun alveg svakalega flott hjá honum.

 


Margar hendur vinna létt verk hér erum við í samvinnu að smúla,skafa og negla niður.

 


Smölun inn fyrir Búlandshöfða og hér sést niður í Búlandið. Siggi að ganga hér á eftir þeim og það glittir aðeins í Kristinn þarna fyrir ofan í gulu úlpunni ef vel er að gáð og hann er sem sagt upp á útsýnispallinum í Höfðanum sem hægt er að keyra niður á áður en það er keyrt niður Búlandshöfðann Grundarfjarðar megin.

 


Við fengum yndislegt veður á föstudaginn við að smala heim lömbunum.

 


Hér má sjá bleika skrautið sem ég setti upp í fjárhúsunum. 

 


Hér sést hinn gangurinn og bleikar slaufur í tilefni bleiku slaufunar. Þetta var mjög gaman sérstakalega því ég elska bleikt og finnst mjög gaman að fá að dúlla við að skreyta fyrir svona tilefni.

Bloggið um sýninguna fer svo alveg að detta inn ég veit að margir eru farnir að bíða spenntir en það er bara smá bið lengur þetta er allt í vinnslu enda mikið efni sem þarf að koma inn og dettur vonandi inn á morgun. 

 

14.10.2022 09:57

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2022

 

 

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 22 okt.

Sýningin skiptist í tvo hluta milli sauðfjárvarnarlína.

 

Fyrri hluti sýningarinnar verður í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 13:00.

 

Seinni hluti sýningarninnar verður svo í framhaldi sama dag kl 16:00

í Tungu Fróðarhreppi.

 

Á þeim hluta sýningarinnar verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi.

Það verður 500 kr fyrir kaffi og kræsingar og frítt fyrir börn.

 

Það verður svo gimbrahappdrættið okkar sem hefur vakið mikla stemmingu og spennu og þeir sem hafa áhuga á að fá sér miða verða þeir seldir á staðnum og kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði. Engin posi verður á staðum.

 

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.

 

Verðlauna afhending verður svo í lokin á seinni hluta sýningarinnar í Tungu.

 

Minnum fyrrum vinningshafa að koma með verðlaunagripina með sér.

 

 

Hér eru Ásbjörn og Helga með verðlauna hrútinn í fyrra.

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.

Kv Sauðfjárræktarfélögin

 

07.10.2022 12:10

Sláturmat og fleira

Við settum 31 lamb í sláturhús og 2 kindur og svo var slátrað heima 4 kindum svo það voru 6 kindur sem kvöddu núna og það voru 15-008 Djásn,16-008 Brussa,15-009 Hexía,19-015 Björt,21-011 Viðja. Björt var látin fara því hún ældi jórtrinu seinasta vetur og Viðja því hún er undan Viðari sæðingarstöðvarhrút annars fóru hinar því þær voru orðnar gamlar og lappa lúnar.

 

Við seldum 52 lömb til lífs svo það var ekki mikið eftir af lömbum til að fara í sláturhús en þó fóru 31 stykki og ég er bara sátt við matið miðað við að vera búnað selja svona mikið úr því.

Af 31 lambi var sláturmatið svona

 

Þyngdin var 18,91 kg

Gerð var 10,23

Fita var 6,74

Mamma kom og hjálpaði mér að úrbeina ein rollu hún er með reynsluna í því ,ég er ekki alveg búnað læra úrbeina læri og frampart en get gert það við hrygginn mér finnst hann vera auðveldastur.

 


Ég hakkaði svo.

Það var búningaball hjá krökkunum í skólanum og það var mikill metnaður hjá þeim að búa til búningana og þær sáu um hugmyndina alveg sjálfar og mála og græja og voru búnað vera að sjá um það alla þessa viku og byrjuðu í seinustu viku.

 


Hér eru Hekla vinkona Freyju og Freyja sem kúrekar á hestbaki á hest sem þær bjuggu til og eru með stól undir kassanum og svo hesthausinn stungin ofan í.

Mjög flott og sniðug hugmynd hjá þeim.

 


Hér er svo Embla í miðjunni og Erika vinkona hennar fremst svo kemur Freydís vinkona Emblu líka sem Svampur Sveinsson. Þær bjuggu þetta allt til sjálfar svakalega flott hjá þeim og þær voru sem sagt Svampur og félagar.

 


Hér sést Embla betur hún var í bleikum kósý galla og svo með grímu sem hún teiknaði og málaði.

 

Það er svo framundan á næstunni Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi og mun auglýsing um hana detta inn fljótlega.

30.09.2022 09:33

Kaldnasi kveður

Kaldnasi 16-003 er búnað vera uppáhalds hrúturinn hjá okkur fjölskyldunni í öll þau ár sem við höfum átt hann. Við keyptum hann árið 2016 sem lambhrút hjá Laugu og Eyberg á Hraunhálsi. Kaldnasi var sá allra besti bæði hvað hann breytti kollótta stofninum okkar til betra og gaf mjög góðar dætur sem við eigum nokkrar ásamt veturgömlum hrút sem heitir Diskó og hann er sama gæðablóð eins og Kaldnasi var. Kaldnasi er eini hrúturinn sem ég hef getað algerlega treyst gagnvart krökkunum hann hefur aldrei sýnt þeim neitt þó þau hafi verið að hanga á honum og setið hjá honum tímum saman að klappa og knúsa, hann alveg elskaði það. Í sumar var hann viðskila við hina hrútana og var alltaf einn að væflast í kringum Tungu og Kötluholt og fólk var orðið vant því að sjá hann á sveita veginum og varla hreyfa sig þegar sumarbústaða eigendur voru að keyra og þurftu jafnvel að fara út og ýta við honum svo þau kæmust leiða sinnar. Hann kom alltaf til krakkana þegar þau kölluðu í hann eða löbbuðu til hans þar sem hann lá einhver staðar út í móa. Hann átti líka til að vera of gæfur eins og til dæmis var ekki gott að nota hann sem leitarhrút á fengitíma því hann stoppaði bara og vildi klapp og ég endaði með hann föst inn í stíu því hann vildi ekki hreyfa sig til baka þegar hann var búnað leita he he. Hann átti ástúðlega og góða ævi hjá okkur og munum við sakna hans mjög mikið og minningar hans lifa með okkur áfram. Hann var búnað vera afvelta nokkrum sinnum um ævina en bjargaðist alltaf og vorum við búnað fíflast með að hann ætti níu líf en svo gerðist það í haust að hann varð afvelta og Gunni á Brimisvöllum bjargaði honum og við fylgdumst með honum eftir það og allt var í lagi en svo vorum við búnað vera leita af honum í nokkurn tíma og hvergi sást hann og svo þegar við vorum að smala þá kom í ljós að hann var dáinn og fannst inn í Kötluholti og hefur örugglega dáið úr elli því hann lá á hlið en ekki afvelta. Kaldnasi var undan Urtu 12-181 frá Hraunhálsi og Magna sæðingarstöðvarhrút 13-944. Kaldnasi á 5 dætur hjá okkur og einn veturgamlan hrút. 

 

Hérna er kaldnasi sem lambhrútur.

 


Það eru til ótal myndir af Kaldnasa og krökkunum og ég reyndi að velja þær bestu úr.

 


Hér er Benóný,Embla og Erika með honum.

 


Embla Marína með gullið sitt.

 


Þessi mynd er algert æði það er svo mikil ást og umhyggja sem geislar á henni.

 


Hér er hann í sumar farinn að láta á sjá með aldurinn en alltaf jafn góður við krakkana.

Hér er Freyja,Aron,Embla og Aníta.

 


Embla og kaldnasi svo góðir vinir.

 


Hér er Emil og Kaldnasi með bikarinn fyrir besta kollótta veturgamla hrútinn 2017.

 


Hér er Benóný með honum í sumar.

 


Hér eru Embla og Freyja með honum fyrir nokkrum árum og eins og sést var mjög vinsælt að knúsa hann.


Ronja á hestbaki á honum og Erika og Embla.

 

28.09.2022 06:45

Stigun fór fram 19 sept

Við létum stiga hjá okkur 98 lömb 54 gimbrar og 44 hrúta. 12 lömb af öllum lömbunum voru ekki stiguð það voru þrílembingar sem okkur fannst ekki koma til ásettnings né sölu því þeir voru frekar slakir og einhverjir hrútar sem náðu ekki nógu góðum ómvöðva og svo vantaði 4 lömb af fjalli sem hafa drepist í sumar.

Árni og Torfi komu og dæmdu lömbin hjá okkur og það er alltaf jafn gaman og spennandi og má nánast líkja því við þegar maður var barn að deyja úr spennu við að fara opna jólapakkana.

 

Hér má sjá Torfa,Kristinn og Árna fá sér smá kaffipásu.

 

Hér er svo spennan farin að líða á seinni hlutann og allir vel kátir, Siggi í Tungu að draga.

Torfi á mælitækinu og Árni að dæma. Friðgeir á Knörr er í baksýn við Sigga og kom og aðstoðaði okkur heilmikið.

Þessi er þrílembingur undan Brussu og Bassa og við ætlum að setja hann á hann stigaðist 88 stig.

Við vorum bara mjög ángæð með dóminn í ár ómvöðvinn hélt sér vel en það hefði mátt vera sterkari læri á hrútunum þar náði enginn 19 í læri en gimbrarnar voru heldur sterkari í lærunum í ár og náðu nokkrar 19 og ein 19,5.


Meðalvigtin í ár var 47 kg af 111 lömbum en í fyrra var hún 46,8 af 74 lömbum. Enda voru lömbin mjög jöfn að sjá núna 4 gimbrar sem misstu mömmu sína í júni drógu aðeins niður vigtina.

Hér kemur svo samantekt yfir dómana í ár.

 

44 Hrútar stigaðir

1 með 88,5 stig

3 með 88    stig

5 með 87,5 stig

7 með 87    stig

7 með 86,5 stig

7 með 86    stig

4 með 85,5 stig

1 með 85    stig

2 með 84,5 stig

4 með 84    stig

2 með 83,5 stig

1 með 82    stig

Meðaltal af þessu var 86,1 stig.

 

Meðaltal ómvöðva var 32,6 hjá hrútunum og hljóðaði svona

 

3 með 36

2 með 35

13 með 34

4 með 33 

6 með 32

8 með 31

4 með 30

3 með 28

 

Lærastigun var að meðaltali 17,9

8 með 18,5

18 með 18

17 með 17,5

 

Meðalþyngd hrútlamba sem voru stigaðir var 50,7 

Meðaltal malir 8,9

Meðaltal ómfitu var 3,1

Meðaltal lögun 4,3

 

Gimbrar voru 52 stigaðar

 

43 af 54 voru með 30 í ómvöðva og yfir og meðaltal ómvöðvar var 32,3 

 

1 með 39

2 með 38 

2 með 37

1 með 36

8 með 35

5 með 34

10 með 33

6 með 32

4 með 31

3 með 30

4 með 29

4 með 28

1 með 27

1 með 26

1 með 24 

Þessar slökustu voru þessar sem misstu mömmu sína nema ein þeirra fékk 33 en annars voru hinar 3 neðstu.

 

Meðaltal af lærum var 18 hjá gimbrunum

 

1 með 19,5

3 með 19

15 með 18,5

14 með 18

17 með 17,5

2 með 17

2 með 16,5

Hér voru líka þessar sömu gimbrar slakastar en þær áttu alveg heilmikið inni og hefðu verið mjög góðar ef þær hefðu gengið undir mæðrunum.

 

Frampartur var 8,8 að meðaltali hjá gimbrunum.

 

3 með 9,5

27 með 9,0

19 með 8,5

5 með 8,0

 

Meðaltal af lögun var 4,3

 

2 með 5

28 með 4,5

23 með 4

1 með 3,5

 

Ómfita var að meðaltali 3,1

 

Þá held ég að þetta sé upptalið hjá mér en svo var Siggi í Tungu líka að fá mjög flotta stigun hann fékk 38 í ómv hæðst í gimbrum og tvo hrúta með 89 stig og einn 88 og fékk einn hrút með 19 í læri af þessum sem voru 89 stig svo var hann með marga fleiri flotta hrúta og mjög flottan gimbrahóp. Kristinn fékk mjög flottar gimbrar hæðst 38 í ómv og 19 læri svo fékk Jóhanna líka mjög glæsilegar gimbrar og hrúta undan Prímus og var hann alveg að slá í gegn hún fékk hrút sem var 88 og 87,5 undan Prímus og svo tvær gimbrar undan honum líka með 18 og 19 í læri og 33 og 34 í ómv svo hann passaði frábærlega á kollóttu kindurnar hennar Jóhönnu. Ég notaði hann á eina kind hjá mér og hún var með gimbur með 33 ómv og 18,5 læri og svo hrút sem var 87 stig. Prímus er veturgamli hrúturinn sem var að vinna veturgömlu sýninguna okkar og er í eigu Kristins og hann keypti hann af Guðbjarti og Hörpu Hjarðarfelli í fyrra.

 

Hér má sjá hluta af flottum ásettnings gimbrum hjá Sigga.

 


Þessi hrútur verður settur á hjá okkur og er undan Randalín og Húsbónda frá Bárði og þessi hrútur er í eigu Kristins.

Hann er þrílembingur og þau gengur þrjú undir og hann er 52 kg 112 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.

 


Þessa gimbur valdi Freyja dóttir mín því hún náði að gera hana spaka hún er undan Lóu og er alveg svakalega fallega mórauð.

Við setjum líka mórauðan hrút á sem er undan Mónu Lísu og er líka svona dökk mórauður en ég gleymdi að taka mynd af honum.

stigun á móra hljóðaði svona 47 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

Ég er að setja þetta inn nokkuð seint því það var allt bilað á síðunni svo núna í dag erum við búnað selja mikið og velja ásettning og meðal 

kaupenda var hann Óskar vinur okkar í Hruna og það er alltaf svo yndislegt og gaman að fá hann í heimsókn. Hann kom með nokkrum félögum sínum

og þeir tóku nokkur lömb hjá okkur. Kristinn er mjög góður vinur Óskars en því miður gat hann ekki verið viðstaddur þegar hann kom en í staðinn ákvað

hann að koma vini sínum á óvart og gefa honum eina gimbur og auðvitað vakti það mikla lukku og gleði þegar við tilkynntum honum það og afhentum 

honum svartbotnótta gimbur.

 


Eins og sjá má skín gleðin og hamingjan í gegnum myndina svo gaman af svona óvæntum glaðningum.

 


Embla dóttir okkar valdi sér þessa gimbur undan Vaíönnu og Fönix.

 

 

 

 

23.09.2022 09:01

Hrútasýning veturgamla á Hömrum 20 sept

Hrútasýning veturgamla fór fram á þriðjudaginn 20 sept kl 17.00 og dómarar voru Árni Brynjar Bragason og Sigvaldi Jónsson og þeim til aðstoðar Anja Mager.

Sýningin var á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru sem eru alltaf jafn yndisleg að lofa okkur afnot af húsunum fyrir hrútasýningar.

Jóhanna Bergþórsdóttir sá um að gera kjötsúpuna fyrir okkur og ég tók hana svo til Bárðar og Dóru inn á Hömrum.

Ég kom svo með eina skúffuköku og svo var Dóra og Bárður með meira meðlæti með kaffinu því það var verið að stiga lömbin hjá þeim áður.

Það var ágætlega vel mætt um 30 manns fyrir utan börn. Hrútar voru rúmlega 20 til 25 ég sá það ekki alveg því ég var upptekinn við að hita súpuna þegar var verið að vigta og telja inn hrútana. Hrútunum var svo raðað í 5 efstu í hverjum flokk og valið þar þrjá bestu.

 

Stelpurnar okkar Embla Marína og Freyja Naómí með bikarinn og Ljúf á milli sín sem er alveg einstaklega ljúfur hrútur.

 


Fyrst var valinn besti misliti veturgamli hrúturinn og það var hann Ljúfur frá okkur nr 21-002 undan Kolfinnu og Óðinn.

 

Hann stigaðist svona:

98 kg 124 fótl 40 ómv 8,1 ómf 4,5 lag 

8 9,5 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

 

 

Í öðru sæti var hrútur frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík sem heitir Glúmur nr 21-033 undan Glám sæðingarstöðvarhrút.

86 kg 121 fótl 38 ómv 5,1 ómf 4,5 lag

8 8,5 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8 alls 86 stig.

 

Í þriðja sæti var svartbotnótti hrúturinn hér á myndinni fyrir ofan við hliðina á Glúm og hann er í eigu Friðgeirs á Knörr

en ég náði ekki að fá stigunina á honum.

 


Í hvítu kollóttu var það hrútur frá Kristinn bæjarstjóra sem var bestur og heitir Prímus og hann er keyptur frá Hjarðafelli í fyrra

og er undan heimahrút hjá þeim sem heitir Valur.

 


Hér þurfti smá aðstoð við að halda Prímusi og Emil hjálpaði Kristni og hér eru þeir lukkulegir á glæsilegri mynd með Prímus.

 


Hér er svo betri mynd af Prímusi.

 

 

Í öðru sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari Kverná .

80 kg 121 fótl 34 ómv 6,8 ómf 4 lag.

8 8,5 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 85,5 stig.

 

Í þriðja sæti af kollóttu var Diskó frá okkur sem er undan Tón sæðingarstöðvarhrút og Vaiönnu og er sá sem Emil heldur í á myndinni fyrir ofan.

106 kg 125 fótl 32 ómv 4 lag

8 9 9,5 8 9,5 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Hér er betri mynd af honum Diskó.

 

 

Besti hyrndi veturgamli hrúturinn var frá Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.

Hann er Viðarssonur og er virkilega þroskamikill og glæsilegur hrútur.

 

 

Hér sérst hann betur og svona hljómuðu hans dómar:

101 kg 125 fótl 35 ómv 5,6 ómf 4,5 lag

8 9 9,5 9 9,5 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Dóru og Bárði sem er Viðarssonur líka og hann er á þessari mynd.

90 kg 122 fótl 36 ómv 4,6 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.

 

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari Kverná undan hrút nr 19-293 og kind nr 16-060

76 kg 119 fótl 34 ómv 5,0 ómf 4 lag

8 8,5 9 9 9 19 9 8 8,5 alls 88 stig.

Hér koma svo nokkrar myndir frá sýningunni.

 


Hér eru bikararnir sem eru til verðlauna í eitt ár fyrir hvern verðlaunaflokk.

 


Þessir voru kátir Jón Bjarni Bergi og Sigurður í Tungu.

 


Anna Dóra Bergi og Guðmundur Ólafsson. Gleymdi að minna Gumma að hafa 

augun opin he he en vildi þó setja myndina inn því hún er svo góð að öðru leyti.

 


Ingibjörg eða Bibba eins og við þekkjum hana var ritari fyrir okkur.

 


Mamma mín Hulda mætti með Benóný okkar á sýninguna og aðstoðaði mig og Dóru með 

að skammta súpuna á diska.

 


Hér má sjá fulla stíu af veturgömlu hrútunum.

 


Hér má sjá Árna vera fara yfir blöðin.

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

Þá er þetta komið af sýningunni og næsta blogg verður svo um stigunina hjá okkur og mun koma inn á næstunni

Takk fyrir að sinni.

 

 

22.09.2022 09:13

Smalað Svartbakafellið 17 sept

Á laugardaginn 17 sept mættum við í Tungu kl hálf 9 og var þar flottur hópur af smölum saman komnir. Hannes á Eystri Leirárgörðum kom með syni sína tvo Kristinn og Tómas en Tómas var reyndar kominn á föstudeginum. Emmi Tóti vinur okkar og Magnús sonur hans og Kristinn og fóru þeir ásamt Sigga upp á Fróðarheiði og munu svo ganga þar upp og koma niður á Svartbakafellið inn í Fögruhlíð. Emmi Tóti,Kristinn og Magnús fara svo niður í hlíðina í Hrísum og koma þar niður meðan hinir halda áfram upp í fellið. Maja systir,Óli mágur og Bói ásamt mér og dætrum mínum Emblu og Freyju og vinkonum þeirra Eriku og Heklu og Benóny syni mínum og vini hans Hrannars fórum upp inn í Fögruhlíð og förum þaðan upp á Sneið og fylgjum gamla rafveituveginum upp á fjall og kíkjum upp í Urðir og sjáum þar vel yfir í Svartbakafellið okkar megin og Óli hækkar sig svo fer alveg að rótum Kaldnasa til að sjá í Bjarnaskarðið. Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba með okkur því þetta er talsvert labb og allt upp í móti og þau stóðu sig eins og hetjur. Bói fór niður að Rjómafossi og yfir í Svartbakafellið og Embla og Erika fóru með honum yfir til að standa fyrir í fellinu svo kindurnar sem Siggi og þeir koma með fari ekki aftur upp í fjall því þær hafa oft reynt að taka á rás upp í Svartbakafellið okkar megin og fara þá upp fyrir Rjómafoss og lengst upp á fjall. Maja fór aðeins ofar en ég og tók Freyju og Heklu með sér og ég varð eftir fyrir neðan Urðirnar með Benóný og Hrannari og við biðum eftir að hinir væru búnað koma sér í sínar stöður og Óli kæmist í veg fyrir kindur sem voru alveg lengst uppi en þær sneru á hann og tóku straujið upp einhvern foss og ruku í gegnum Bjarnarskarðið. Við héldum svo áfram og allt gekk vel að koma þeim niður nema ein kind sem fór á undan okkur niður náði að fara niður Sneiðina og enda upp í klettum fyrir ofan Fögruhlíð og ég ákvað að príla á eftir henni og náði að elta hana eftir klettunum að Tröð en þá játaði ég mig sigraða eftir að vera búnað koma mér í sjálffeldu nokkrum sinnum og snúa við og fara neðar svo ég kæmist og þá fór ég niður því allir hinir voru löngu komnir niður og farnir að reka féið inn í Tungu svo við sækjum hana seinna en hún var aðkomu kind ekki frá okkur og þess vegna streyttist hún svona mikið á móti að fara niður því hún rataði ekki leiðina.

 


Hér eru krakkarnir lukkulegir á pallinum hjá Óla áður en við lögðum af stað upp á fjall.

 


Hér halda vaskir smalar af stað.

 


Flottir vinir Benóný Ísak og Hrannar þeir stóðu sig svakalega vel og voru svo duglegir.

 


Hér eru stelpurnar að hvíla sig á leiðinni upp og komnar vel upp á leið.

 


Komin aðeins hærra og komin vel upp. Sést hér Ólafsvíkur Enni í baksýn.

 


Hér erum við komin upp á fjall og farinn að sjá Kaldnasa og þar sem þokan er þar fer Óli mágur upp á fjall við rætur Kaldnasa.

 


Hér er Benóný ,Bói, Embla,Erika og Hrannar kominn lengst upp og í baksýn má sjá Rjómafoss og Svartbakafellið. Bói og stelpurnar fara núna að labba niður á við og færa sig yfir Rjómafoss gilið og komast þar yfir til að standa fyrir í Svartbakafellinu og þar verða stelpurnar fyrir neðan og Bói fyrir ofan.

 


Hér eru Hrannar og Benóný á niðurleið eftir að við vorum búnað vera bíða uppi í dágóða stund meðan við biðum eftir að kindurnar færu af stað niður svo fór ég áfram inn hlíðina á eftir þessari einu sem stakk sér undan.

 


Útsýnið hjá mér þar sem ég var að klöngrast upp í klettum eftir kindinni sem ég missti út hlíðina. Hér sést niður í Fögruhlíð og Kötluholt og að Ólafsvíkur Enni og Ólafsvík.

 


Hér eru svo smalarnir komnir niður og við erum að nálgast kindurnar inn í Tungu.

 


Hér eru Bói, Óli, Hannes og strákarnir hans Kristinn og Tómas.

 


Flottur hópur af smölum að reka inn.

 

 

Hjónin Hildigunnur Hjálmarsdóttir og Þórir Gunnarsson sem ég var að hitta í fyrsta sinn og við erum

þremenningar í föðurætt mína voru svo yndisleg að koma inn í Tungu til Sigga og færðu öllum

svakalega góða fiskisúpu þá bestu sem ég hef smakkað og hún sló alveg í gegn hjá öllum og þau alveg 

dekruðu við okkur, alveg yndislegt að kynnast þeim. Þau hjónin búa á Rifi í tankhúsinu glæsilega og

Siggi er að vinna hjá þeim og þau buðu honum að koma og sjá um súpu fyrir okkur þegar þau fréttu 

af því að við værum að fara smala.

 


Það voru flottar kræsingar með kaffinu Jóhanna sá um að gera glæsilegar brauðtertur og Helga hans Kristins kom með mest allt hitt alveg glæsilegt hjá þeim.

 


Jóhanna gerði líka þessa glæsilegu rækjubrauðtertu.

 


Flottu smalarnir okkar sem eru svo full af áhuga um sauðfjárræktina og nú er Ronja Rós 

yngsta okkar komin með þeim að kíkja á kindurnar.

 


Hrafntinna hennar Jóhönnu með lömb undan Ljúf.

 


Óskadis með hrútana sína undan Dökkva.

 


Krakkarnir að tala við Hrafney sem er svo einstaklega gjæf.

Hér er Hekla Mist ,Freyja Naómí,Hildur Líf og Ronja Rós.

 


Prímus og Bassi báðir veturgamlir.

 


Ósk með þrílembingana sína sem gengu allir undir og eru undan Diskó.

 


Mórauðu lömbin hérna áberandi falleg hrúturinn sem er efstur var settur á hjá okkur.

Þetta er Móna Lisa með sín lömb mórauðu uppi í horninu svo er Kolfinna svört kind með hrútana sína undan Óðinn

og fyrir neðan er Melkorka golsótt með móbottnótt lömb gimbur og hrút.

 


Maja systir að hjálpa okkur að reka inn.

 


Þórarinn Sigurbjörn betur þekktur sem Bói og fæstir vita hans rétta nafn he he.

 


Kristinn bæjarstjóri og Gunnar Ólafur Sigmarsson mágur minn.

 


Siggi efstur og svo er Embla fyrir neðan og hér er verið að reka inn. 

Þá er þessari smölun lokið og við tekur spennandi dagur að vigta og svo dæma lömbin.

 

 

 

22.09.2022 07:45

Smalað Búlandshöfðann 16 sept

Á föstudeginum 16 sept fórum við kl 9 um morguninn og smöluðum Búlandshöfðann i róleg heitum.

Ég og Kristinn og stelpurnar minar og vinkona þeirra Erika og löbbuðum að höfðabrekkunni Grundarfjarðar megin og náðum að aðskilja að mestu leiti okkar fé og Bibbu frá Grundarfirði því hennar fé og okkar er farið að blandast aðeins saman í Höfðanum.

Emmi Tóti og Emil voru á bílnum að fylgjast með ef eitthvað þyrfti að grípa inn í svo fórum við aðeins í kaffi til Sigga þegar kindurnar voru komnar fram fyrir Búlandshöfðann og inn á Mávahlíðarhelluna.

Næst komu Siggi og Tómas sonur Hannesar á Eystri Leirárgörðum og Gummi Ólafs Ólafssvík og frændi hans Magnús Óskarsson.

Siggi,Kristinn og Tómas fóru upp í Búlandshöfða og kíktu upp í Grensdali og svo upp við Höfðakúlurnar og það var ekkert þar en við

Emil rákum augun í mórauða gengið okkar sem var fyrir ofan útsýnispallinn í Búlandshöfðanum svo ég varð að fara upp í hlíð þar og fikra mig þar yfir það er mjög bratt að fara þar og ekki fyrir lofthrædda og Emil er alltaf mjög stressaður þegar ég fer þar upp en mér finnst það bara gaman er svo vön að fara þarna að ég finn ekki mikið fyrir því sérstaklega þegar það er nokkuð þurrt þá er það allt í góðu lagi. Þær fóru svo af stað þegar ég komst að þeim en reyndu þó að fara upp á fjall hinum Mávahlíðar megin við Höfðann og þar geta þær komist upp en þar voru Siggi,Kristinn og Tómas og hóuðu svo þær kæmust ekki upp aftur og þær húrruðu alla leiðina niður á veg. Þar tók Emmi Tóti,Maggi og krakkarnir við þeim og Gummi tók Mávahlíðarrifið. Við héldum svo áfram og tókum alla 

Mávahlíðina og Fögruhliðina,Sneiðina og svo í framhaldi af því Kötluholt og svo var allt rekið heim að Tungu.

 

Hér er ég og Kristinn að ganga undir þjóðveginum fyrir neðan Búlandshöfðann.

 


Hér tökum við eftir að Emil er fyrir ofan okkur að taka mynd.

 


Kristinn ánægður með reksturinn.

 


Hér eru stelpurnar svo duglegar að smala með okkur í Búlandshöfðanum.

 


Hér halda þær áfram eftir kindagötunni niður við sjó fyrir neðan Búlandshöfðann.

 


Þetta er leiðin sem ég er að fara labba ég kem þarna upp á grasbalann sem er fyrir neðan efstu klettana

og svo geng eg þarna fyrir hornið á klettinum sem stendur upp á horninu og fer þaðan yfir í Mávahlíðina.

Þið sjáið svo þjóðvegin hér í Búlandshöfðanum.

 


Hér er ég að fikra mig upp í kletta i Höfðanum.

 


Hér sést ef vel er að gáð smá hvít upp við klettana og það er ég á leiðinni að fara upp með klettunum og yfir.

 


Hér sést í hliðina sem ég er að fara ganga og takið eftir klettaberginu sem er frekar blautt.

 


Hér er búið að súma að myndina og hér sjáiði mig við blauta stuðlabergið þetta er mjög erfitt svæði og það voru frekar

erfiðar aðstæður bleyta og sleipt að labba en útsýnið yfir er alveg truflað það er svo fallegt.

 


Komin yfir og farin að sjá í Ólafsvíkur Enni og Mávahlíðar helluna.

 


Kindurnar halda vel áfram fyrir neðan veg.

 

 

Hér sést hvar Kristinn og Tómas eru upp á fjallinu að hóa á mórurnar þegar þær ætluðu að snúa á mig og fara

aftur upp á fjall.

 


Hér sést niður í Mávahlíðarlandið og fjöruna.

 


Mávahlíðargilið í allri sinni fegurð.

 


Hér eru stóru hrútarnir Kolur og Dagur fyrir ofan Mávahlíð.

 


Hér eru stóru hrútarnir fremstu Ljúfur,Ingibergur,flekkóttur frá Gumma Óla 

Prímus,Ljómi og Diskó.

 


Hér er útsýnið úr hlíðinni og hér sést niður í Mávahlíð og Tröð sem er bærinn hliðina á.

 


Nú er ég efst upp við kletta fyrir ofan Fögruhlíð að bíða eftir að Siggi komi niður Sneiðina

og með fram klettunum á móti mér svo við getum rekið saman niður.

 


Hér eru skvísurnar alveg klesstar upp við klettana og hér sést hversu brött hlíðin er það er smá kindagata alveg upp við sem ég fylgi eftir

þegar ég fer á eftir þeim en þetta er alls ekki fyrir alla að fara því þetta er rosalega hátt og bratt.

 


Hér erum við komin niður í Fögruhlíð og allt gekk vel að reka saman niður.

 


Nú er ég komin yfir í Tungu að standa fyrir þar upp í hlíð fyrir ofan fjárhús og þá náði ég góðum myndum þegar

kindurnar koma. Hér sést yfir í Mávahlíðarfjallið og næsta bæ sem er Tröð en þá hlíð vorum við að smala og

ég var þar upp í klettum svo hér sést hvaða leið við fórum.

 


Verið að reka inn.

 


Erika og Embla hörkuduglegar.

 


Búið að reka inn það sem var verið að smala frá Búlandshöfða,Mávahlíð,Fögruhlíð,Kötluholti að Tungu.

Eva vinkona mín kom með Hildi Líf og Aron og þau hjálpuðu okkur að smala niðri og reka inn.

 


Hér eru systurnar Freyja og Ronja að knúsa Hrafney og svo Hildur Líf og Hekla Mist.
 

 

 

20.09.2022 07:11

Væntanleg Hrútasýning veturgamla hjá Búa


Diskó veturgamall undan sæðishrútunum Tón og Vaiönu. Það verður spennandi að sjá hvað hann vigtar

hann var 69 kg sem lamb.

Nú magnast spennan það verður hrútasýning veturgamla í dag inn á Hömrum hjá Bárði og Dóru kl 17:00

Það verður keppt i þrem flokkum hvitum hyrndum, hvítum kollóttum og svo kollóttum og hyrndum mislitum.


Prímus veturgamall keyptur frá Hjarðarfelli hann er undan Val 20-723 og ær nr 19-901

 


Ljómi 21-441 hans Sigga í Tungu keyptur frá Óla á Mýrum og er undan Láki 19-695

 


Ljúfur 21-002 undan Óðinn og Kolfinnu 

 


Hér eru Prímus og Bassi 21-001 undan Bolta og Hrímu.

 

 

Þessi hefur fengið nafnið Tígull hjá Emblu og er undan Hrafney og Bikar sæðingarstöðvarhrút hann er 

lambhrútur mjög fallegur.

 


Hér er betri mynd af honum.

 


Fallegir þrílembingar undan Dísu og Bolta allt hrútar.

 


Hér sést hún með drekana sína sem gengu allir undir þetta er sko alvöru mjólkur kind.

 

Ég á mikið efni eftir að setja hér inn því það er búið að vera bilað í marga daga kerfið á heimsíðunni en ég lofa að 

það á eftir að hrannast inn nóg af efni smátt og smátt þegar ég gef mér tíma en núna er annars nóg að gera á eftir að

fara yfir stigunina hjá okkur það var stigað í gær og svo er hrútasýning í dag svo allt er mjög spennandi og ég ætla halda 

ykkur meira spenntum þangað til ég er búnað klára þennan dag að blogga um hvernig stigun og vigtun kom út.

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331711
Samtals gestir: 14674
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 08:23:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar