Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.11.2020 12:40

Útivera inn í Mávahlíð 18 nóv og kindur

Það var vel kalt um daginn inn í Mávahlíð það var 5 stiga frost og krakkarnir voru alveg að elska að vera á klakanum.

Það er orðið svo dimmt yfir allann daginn.

Svo mikið sport þegar klakinn kemur fyrst á veturnar.

Hér má sjá snó þvölina yfir Svartbakafellinu.

Hér er Embla við Mávahlíðargilið.

Benóný með Snæfellsjökulinn í baksýn.

Benóný búnað ná klaka.

Embla Marína með Donnu.

Embla Marína með klaka.

Vinsælt að tala saman í rörinu. Embla að öskra til Benónýs.

Hér má sjá hvernig Holtstjörnin hefur frosið með gárurnar í tjörninni.

Hér sést það einmitt vel hvernig hún hefur frosið.

Það var svo komið við og kíkt á hænurnar.

Benóny að klappa einni frá Sigga.

Embla að reyna temja gimbrarnar með gras í bandi.

Hér er hún að reyna fá Snærós til að stökkva upp á sig.

Benóný umkringdur spökum kindum.

Svo falleg Dísa hans Óttars sem ég fóðra fyrir hann hún er veturgömul og er undan 
Brussu og Ask.

Klara svo falleg hún er undan Svan Máv syni og Snót sem er undan Brimil Borðasyni.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

21.11.2020 09:14

Göngutúr með Magga bróðir og hestarnir reknir inn i Fossárdal.

Fórum í göngutúr um síðustu helgi upp í Dal hjá gömluréttinni og skógræktinni.

Flottir frændur Magnús Már bróðir minn kom i heimsókn og tók með okkur göngutúr.

Svo skemmtileg leið og gaman að fara hingað.

Ronja Rós var alveg að elska þetta.

Freyja Naómí.

Það gekk misjafnlega vel að ná mynd af þeim öllum saman he he.

Alltaf einhver sem var ekki tilbúinn he he.
Maggi með Donnu og Mikka hennar Jóhönnu. Það var ansi kalt en gott veður.

Benóný lukkulegur fékk að taka hænu með sér á rúntinn þegar við vorum að reka hestana
fyrir Jóhönnu inn í Fossárdal.

Það gekk mjög vel að reka þá hér sjást þeir koma inn í Bug.

Hér eru krakkarnir með Bóa afa sínum að reka.

Alveg að verða komnir og hér sést Jóhanna að standa fyrir á brúnni.

Og nú eru þeir að fara inn í hólfið hjá Jóhönnu og verður svo sleppt upp í Fossárdal.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

15.11.2020 21:51

Kindunum smalað heim 14 nóv

Hér sést glitta í kindur sem við höfum grun um að séu ókunnugar.

Hér eru Siggi í Tungu og Kristinn bæjarstjóri.

Hér er Kristinn að ganga á eftir þeim og er að nálgast Mávahlíð.

Hér rennur féið niður og Kristinn fer á eftir þeim niður með Mávahlíðar gilinu.

Hér er Ronja Rós með pabba sínum að fylgjast með okkur smala.

Hér renna þær yfir brúna yfir Holtsána.

Hér má sjá þær koma upp brekkuna í Tungu.

Þær voru þægar og góðar og rata leiðina.

Það var svo mikil spenna yfir að vita hver ætti þessi kollóttu aðkomu kind og flekkótta
lambhrútinn sem virkaði mjög efnilegur.

Hér er Ronja Rós komin inn í fjárhús að tala við gimbranar sem ætla alveg að éta hana
þær eru svo gæfar og sjúkar í hana.

Hér er svo flekkótti hrúturinn sem við vorum mikið búnað vera pæla í og Kristinn reddaði
því og hringdi í Helga vin sinn til að spyrja um markið sem var á honum og kom þá í ljós 
að Bibba í Grundarfirði ætti markið og Helga dóttir hennar ætti hrútinn. Kollóttu kindina
átti Gísli á Álftavatni og hafði hún áður komið til okkar sem lamb og var skírð Rúða því
hún stökk út um rúðuna á bílnum þegar hún var sótt hingað með móður sinni.
Ég fékk þessa mynd hjá Kristinn hann tók hana þegar við vorum komin með hana inn í 
fjárhúsin í Tungu

Bibba og Helga komu svo til okkar að kíkja á hrútinn og náðu Siggi,Emil og Kristinn að tala
þær mæðgur til að Siggi fengi að kaupa hrútinn því okkur vantar svo svona ekta flekkóttan
hrút og hann er líka bara mjög vel byggður að sjá og þær voru svo góðar að ganga að 
kaupunum svo þetta er nýjasti ásettnings hrúturinn hjá Sigga,


Hér sést betri mynd af honum og gaf Siggi honum nafnið Ingibergur og verður hann svo
kallaður Bibbi.

Fallega flekkóttur er hann og komumst við svo að þvi hjá Bibbu að faðir hans heitir
Gjafar og var fengin hjá Bárði á Hömrum og var með 19 í læri svo það má ætla að hann
eigi eftir að gefa okkur vel.

Ronja heldur betur köld hleypur bara inn króna og ég þarf að hafa mig alla við að elta
hana svo hún fari sér ekki að voða.

Falleg kind hún Einstök hún er systir Bolta sem Kristinn á. Hún er veturgömlu og hún
kom með lamb núna sem gemlingur í vor og var það hrútur 50 kg á fæti 21,3 í fallþungi og
fór í U 2.

Svala 18-004 er undan Svönu og Part og hún verður eign Kristins Bæjarstjóra.

Randalín er undan Kraft frá okkur og Brælu sem er mamma hans Ask. 
Hún verður í eigu Kristins Bæjarstjóra líka.

Þetta er Höfn veturgömul hún er svo stór og mikil að ég hélt hún hafi verið geld en hún
var með lambi og það fór í sláturhús í U 3.

Viktoría er veturgömul og er undan Víking og Hexíu. Hún var með svakalega fallega gimbur sem við seldum sem var með 33 ómv 9 framp og 19 læri sú gimbur var undan Vask.

Hér eru tvær veturgamlar Embla sú gráa undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút og svo
Gjöf hennar Emblu sem ég fékk hjá Friðgeiri í fyrra og gaf Emblu hana í jólagjöf.

Hér eru þrjár veturgamlar ein frá okkur sú kollótta og er undan Guðna sæðingarstöðvar
hrút og svo á Siggi hinar tvær.

Ósk sú gráa er tvævettla og er undan Móra sæðingarstöðvarhrút. og svo er
 Fía Sól hliðina á henni sem Freyja dóttir mín á.

Hér er Terta fremst hún er undan Ísak og Hexíu og er tvævettla.

Þessi er veturgömul og kom núna sem gemlingur með 88 stiga lambhrút sem var seldur.
Hann var með 19 læri og 32 ómv. Björt fengum við hjá Kristjáni á Fáskrúðabakka og 
Kaldnasi okkar er faðir lambsins sem hún kom með núna. 

Þær hafa það gott úti það er búið að vera svo gott veður við hleypum þeim út á daginn
og inn um kvöldið þangað til að það verður tekið af þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér í albúmi.

12.11.2020 22:08

Ronja Rós 11 nóv

Litla skruddan okkar er heldur betur farin að skanna heimilið og hér er hún að príla.

Upp skal ég komast.

Alveg að hafast og Myrra fylgist spennt með.

Myrra í sjónlínu hjá henni að fara vera í hættu á að vera togað í skottið á henni.

Hún slapp þó naumlega en er hálf hræðsluleg á svipinn he he.

Markmiðinu náð hún er komin upp á hundinn og við tekur mikil ræða á hrognamáli sem
gaman væri að skilja he he en kemur þó líka kis kis og hvað er þetta í leiðinni sem er
mjög mikið hjá henni að spyrja um allt hvað er þetta copy eftir mömmu sinni.

Það er svo nýjast hjá henni að hlusta á Adam átti syni 7 og dansa með laginu og gera klappa og stappa og snúa í hring alveg yndislega krúttlegt hjá henni.


Elskar að fara í sveitina til ömmu Freyju og afa Bóa og hitta hænurnar. Hér er Benóný með
hanann sinn Belg og Embla með hænuna Doppu.


Embla með Doppu.

Benóný og Belgur.

Ronja Rós og Belgur hann er alveg magnaður hani situr bara alveg kyrr og leyfir henni að
klappa á sig.

Hér er hún að gera a við hann og leggur hausinn ofan á hann.

Benóný hana hvíslari og haninn liggur bara kyrr.

Svo miklir félagar.

Belgur alveg órúlegur hani og hvað hann er góður og þolinmóður gagnvart Benóný.

Eins Ronju hún hljóp inn í stofu og kom svo aftur og hann var alveg kyrr á meðan.
 
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

12.11.2020 21:35

Gefið ormalyf og vigtað gimbrarnar 9 nóv

Það var bræla hjá Emil á mánudaginn og við hjálpuðumst að við að gefa ormalyf og 
vigta gimbrarnar. Siggi var búnað vigta hjá sér svo mig langaði að sjá hvort okkar væru 
búnað bæta eitthvað við sig. Það var misjafnt 3 voru búnað bæta sig um 1 kg. 4 voru búnað
bæta við sig heil 7 kg og meira segja ein alveg 9 kg.

Þessi Blesa hennar Freyju var búnað bæta mest við sig alveg 9 kg.
Léttasta er 40 kg og það er Dúlla undan Hriflu og þyngsta er 57 kg og það er Hrafney
sem er undan Hröfnu og Móra sæðingarstöðvarhrút.

Hér sést Hrafney sú svarta og svo Melkorka 50 kg og svo Snærós 51 kg.

Skotta sem ég fékk hjá Bárði og Dóru er búnað þyngjast um 4 kg og er 49 kg.

Þór er orðinn gæfur hann er undan Ask.

Óðinn er ekki orðinn gæfur það þarf aðeins að vinna meira í honum til þess að hann 
verði gæfur hann er undan Vask.

Hér eru Sprelli Gosa sonur frá Sigga og svo Kolur Zesar sonur frá okkur.

Bolti Vikings sonur frá Kristinn Bæjarstjóra.

Hér er fallegur hrútur undan Klöru og Ask sem er seldur og fer á Nýpukot.

Þessi er líka seldur hann er undan Bjart frá okkur sem við fengum á Fáskrúðarbakka.

Svo falleg hún Kleópatra hún er undan Brussu. Hún var búnað þyngjast um 7 kg og er 56 kg.

Þessi er seldur og ég kalla hann Dúbba hann er undan Dúfu hennar Jóhönnu og er mjög
spakur en aðeins varasamur ef maður hættir að klappa honum þá stangar hann í mann.

Hér er Ronja Rós að klappa þeim í jötunni.

Hér er litla bónda prinsessan sem er farin að vakna þegar ég er að gefa og þá þarf ég að
taka hana inn með mér í fjárhúsin og stundum er hún svo lítil í sér þegar hún er fyrst að 
vakna að ég þarf að halda á henni og heyjinu til að gefa he he.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

08.11.2020 11:37

Ásettnings gimbrar hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík

Þessi er undan Steinunni og Mjölni sæðingarstöðvarhrút.

43 kg 29 ómv 1,9 ómf 4 lag 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi


Þessi er á móti þessari fyrir ofan.

46 kg 34 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Líf og Mjölni.

46 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lag 109 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Dísu og Vask.

52 kg 32 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 112 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8 samræmi.


Þessi er undan Blesu held ég og Vask.

50 kg 39 ómv 3,8 ómf 5 lag 109 fótl 9,5 framp 19 læri 8 ull 9 samræmi.

Glæsilegar gimbrar hjá honum.


Hér eru gimbrarnar.

Hér eru svo veturgömlu mjög fallegar.

Hér eru svo ærnar ný klipptar og flottar. 

Hér sjást hérna fremst sú svarta,botnótta og grá botnótta eru frá mér og Gummi fékk þær
það eru Zelda,Bræla og Þoka. Þoku fékk ég hjá Gumma sem lamb og hún er alveg 
gríðalega falleg kind. Það eru svo æðisleg fjárhúsin hjá Gumma svo svakalega snyrtileg
og flott.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókninni hér inn í albúmi.

07.11.2020 16:04

Lömbin bólusett

Tryggvi dýralæknir kom til okkar að bólusetja um daginn ásettningin hjá okkur. Annars er allt bara rólegt hjá okkur það á enn eftir að sækja nokkur sölu lömb og kindurnar eru enn úti nema nokkrar sem eru hérna heima við og höfum við haft þær inni það er búið að vera svo leiðinda veður í gær og fyrradag. Þaðeru alltaf að bætast við fleiri gimbrar sem eru að verða
gæfar og þær eru alveg yndislegar. Flestir hrútarnir sem búið er að selja eru líka gæfir.

Hér er hluti af gimbrunum.

Embla Marína ánægð að fá að koma og gefa.

Freyja Naómí að gefa.

Benóný Ísak búnað koma sér fyrir í sófanum.

Hér er hann Óðinn undan Vask og Bombu það verður spennandi að nota hann.

Hér er Óðinn og svo hrútur undan Hriflu og Mosa þrílembingur og svo Þór sem við eigum.

Óðinn stór og langur hrútur ásamt fleiri hrútum sem á eftir að sækja.

Svo falleg undan Kviku og Vask.

Ronja Rós að klappa Kaldnasa. Það eru fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Við fórum svo rúnt til Bárðar um daginn í fjárhúsin á Hömrum og skoðuðum hvað hann er
að fara setja á og það er myndarlegur hópur af gimbrum.

Hérna er hluti af ásettnings gimbrunum hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum.

Hér er svo hinn hlutinn. Fallegur hópur hjá honum. Ég fékk svo þessa svartflekkóttu hjá
honum og hann fékk hvíta hjá mér í staðinn eins ég var áður búnað segja frá.

Hér er Vikingur sem er faðir Bolta hans Kristins Bæjarstjóra.

Fallegur svartur hrútur hjá Bárði sem hann fékk hjá Jón Bjarna á Bergi sem lambhrút.

Hér eru svo hrútarnir fremstur Einbúi sem við Bárður áttum saman og er undan Ísak og Tungu og hann hefur verið að reynast Bárði vel. Sá móflekkótti er Knarran sem á ættir í 
Knörr í móðurætt og hann hefur verið að reynast Bárði vel líka og ég á ær undan honum
sem eru góðar kindur.

Hér er hrútur frá Bárði og Dóru sem þau setja á og hann er með 18,5 læri og 41 ómv 10 bak
5 lögun 88,5 stig hann er undan Víking. Það verður spennandi að sjá hvað hann gefur.
Það eru fleiri myndir af heimsókn okkar til Bárðar hér inn í albúmi.

Emil fór á rúntinn um daginn og kíkti í fjárhúsin hjá Auði og Jóa Hellissandi og ég bað 
hann um að taka nokkrar myndir fyrir mig.

Þessar fóru frá okkur og fengu nýtt heimili hjá Auði og Jóa á Hellissandi. Þetta er Urður
Blíða og Dimmalimm.

Hér er hluti af gimbrunum sem þau setja á.

Hér sjást þær líka.

Þessi mógolsótta er frá okkur undan Poppý og Kol.

Þau keyptu þennan hrút af Neðri-Hól.

Þennan keypti Jói af Gumma Óla Ólafsvík og hann er 89,5 stig með 19,5 læri.
Það verður gaman að sjá frammræktunina á þessum hrút hjá þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessari heimsókn hér inn í albúmi.

03.11.2020 20:29

Ásettningur 2020

Óðinn 20-001 er undan Bombu 17-004 sem er Mávs dóttir og Vask 19-001 sem er Ask sonur.


Kynbótamat 110 gerð 110 fita 106 frjósemi 105 mjólkurlagni

50 kg 104 fótl 39 ómv 2,1 ómf 5,0 lag

8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.


20-003 Dagur undan Mínus sæðingarstöðvarhrút og Sóldögg 14-011 Þorsta dóttir.


Kynbótamat 117 gerð 99 fita 103 frjósemi 104 mjólkurlagni

52 kg 107 fótl 34 ómv 2,6 ómf 5,0 lag 

8 9 9 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.


Þór 20-002 undan Ask 16-001 og Snædrottningu 16-005 Ísaks dóttir.


Kynbótamat 114 gerð 105 fita 106 frjósemi 103 mjólkurlagni.

48 kg 109 fótl 34 ómv 2,7 ómf 5,0 lag

8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

Þetta eru lambhrútarnir sem eru settir á þetta haustið.


20-005 Hrafntinna undan Hnotu og Svarta Pétri í eigu Jóhönnu Bergþórsdóttur
Þrílembingur 

40 kg 108 fótl 28 ómv 2,9 ómf 4,0 lag 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 42,5


20-006 Snærós undan Rósu og Kaldnasa í eigu Emblu Marínu dóttir okkar
Tvílembingur

44 kg 113 fótl 28 ómv 4,8 ómf 3,5 lag 9 framp 18 læri 8,5 ull 9 samræmi alls 44


20-007 Hrafney undan Hröfnu og Móra sæðingarstöðvarhrút.

Einlembingur en gengu tvö undir

51 kg 115 fótl 28 ómv 6,2 ómf 4 lag 8,5 framp 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 42,5


20-008 Skotta frá Bárði og Dóru  sem ég skipti við þau hún er undan Knarran.
Tvílembingur 

45 kg 34 ómv 9 framp 18 læri veit ekki alveg hinar tölurnar á eftir að fá þær.


20-009 Blesa undan Möggu Lóu og Kolur 19-003 í eigu Freyju Naómí dóttur okkar.
Tvílembingur

42 kg 113 fótl 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8 samræmi alls 41,5


20-010 Kóróna undan Gyðu Sól og Mosa Gosa syni frá Gumma Óla Ólafsvík.
Tvílembingur 

50 kg 106 fótl 34 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8,5 ull 9 samræmi alls 45


20-011 Kleópatra undan Brussu og Mosa.
Tvílembingur

44 kg 111 fótl 33 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi alls 44,5


20-012 Dúlla undan Hriflu og Mosa. 
Þrílembingur

39 kg 104 fótl 2,4 ómf 5,0 lag 9 framp 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 43


20-013 Brá undan Fíónu og Bolta sem er undan Víking frá Bárði og Dóru. 
Þrilembingur

41 kg 105 fótl 30 ómv 3,5 ómf 4,0 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44


20-014 Epal undan Djásn Tvinna dóttir og Bolta.
Þrílembingur

50 kg 109 fótl 40 ómv 2,9 ómf 5,0 lag 9,5 framp 19,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 46


20-015 Lísa undan Sölku og Ask Kalda syni. Í eigu Benónýs sonar okkar.
 Þrílembingur

40 kg 105 fótl 31 ómv 2,9 ómf 4,0 lag 9 framp 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 42,5


20-016 Perla undan Ask og Gurru Tinna 15-968 sæðingarstöðvarhrúts dóttur.
Tvílembingur

45 kg 108 fótl 39 ómv 3,2 ómf 5,0 lag 9 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44,5


20-017 Melkorka undan Kviku og Vask Ask syni.
Tvílembingur

43 kg 108 fótl 33 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44,5


20-018 Milla undan Skvísu og Vask Ask syni.
Þrílembingur

40 kg 103 fótl 30 ómv 3,8 ómf 4,0 lag 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 43,5


20-020 Mávahlíð undan Vofu og Vask Kaldasyni hún er í eigu Ronju Rós dóttur okkar.
Tvílembingur

42 kg 103 fótl 31 ómv 3,4 ómf 5,0 lag 8,5 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi alls 43,5

Þá eru þær upptaldar hjá okkur sem settar verða á þetta haustið. Nokkrar voru valdar út frá 
mæðrum sem ég held mikið upp á og voru látnar fara núna því þær voru alveg búnar. Það er Skvísa,Fióna og Hrifla sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér.


Emil og Siggi fóru í að horntaka hrútana fyrir veturinn hér eru þeir að taka af Hlúnk.
Friðgeir á Knörr kom svo og fékk Drjóla hjá Sígga og Svan hjá mér þvi við erum búnað
full nota þá og vonandi reynast þeir honum vel.

Þessi veturgamla er frá Óttari og hann fékk hana hjá mér í fyrra og er hún undan Brussu
og Ask rosalega falleg kind. Ég missti systir hennar í sumar hana Díönu og ég sá svo svakalega mikið eftir henni hún var líka svo geggjað falleg. Ég ætla að fóðra þessa fyrir
Óttar í vetur því hann er hættur með kindur á Kjalvegi.

Hér er hann Benóný með hana Lísu sína sem hann valdi sjálfur og gaf henni nafn líka.

Ronja Rós orðin dugleg að kíkja á kindurnar.

Benóný komin í sjálfheldu allar svo spakar að fá klapp.

Það eru hluti af kindunum sem við héldum eftir inn í girðingu það eru sem Bárður átti eftir
að fá og Gummi og svo þær sem við eigum og ganga inn fyrir Búlandshöfða svo við þyrftum ekki að fara eins langt að sækja þær þegar við förum að hýsa.

Þessi hvíta fremsta er Mávs dóttir og móðir hennar er undan Myrkva hún er veturgömul eða fer á annan vetur núna.

Þessi gráa kollótta er undan Móra sæðingarstöðvarhrút og er líka veturgömul að fara á annan vetur.

Freyja að knúsa Mávadís.

Benóný að kveðja Hörpu sem fer til Bárðar og Dóru í vetur eftir að hann samdi við Bárð
að reyna koma lambi í hana en hún var geld veturgömul og ég ætlaði að láta hana fara því ég held hún sé ónýt en hún er í miklu uppáhaldi hjá Benóný og hann bað Bárð svo fallega að hann gat ekki neitað honum og hann ætlar að gefa henni séns.

Það eru svo fleiri myndir af lömbunum og fleira hér inn í albúmi.

02.11.2020 10:24

Óstöðvandi smala mennska

Siggi í Tungu og Kristinn Bæjarstjóri eru alltaf að smala og var einstaklega fallegt veður í gær til að smala og fóru þeir tvisvar upp fyrst fóru þeir fyrir ofan Hrísar og náðu þar einni kind frá Friðgeiri sem kom til okkar líka í fyrra og var það móðir hennar Gjöf sem ég fékk hjá Friðgeiri í fyrra og gaf Emblu í jólagjöf. Svo fóru þeir upp í Svartbakafell og náðu þar einni kind með tvö lömb sem reyndist vera frá kvíabryggju og passaði það þeim vantaði akkurrat eina sem þeir vissu að væri einhversstaðar á þessu svæði. 

Hér sést hluti af veðurblíðunni séð inn i Mávahlíð frá Tungu.

Ég skuttlaði Sigga og Kidda inn í Fögruhlið upp á Rauðskriðumel í gær.

Hér eru Siggi og Kiddi um daginn þegar þeir voru að smala upp undir myrkur fé frá 
Gísla á Álftarvatni sem Kiddi kom með í því var svo forrystu kind með lömb frá Lýsudal.
Forrystan er á bak og burt og hefur ekki sést til hennar en við náðum kindinni frá Gísla
og var hún með tvö lömb sem reyndust vera undan Ask frá mér þvi hann var í afkvæma
rannsókn hjá Gísla á Álftavatni.
Gummi kom svo og tók kindurnar sem hann fær hjá mér þær eru þrjár svo kom Bárður og
tók hjá mér 10 sem hann fær og svo bíttaði ég á við hann um eina gimbur sem mig langaði
svo mikið í hjá honum.

Ég fékk þessa hjá honum og auðvitað var það liturinn sem heillaði mig.

Hann fékk þessa hjá mér sem er undan Sóldögg og Mínus sæðingarstöðvarhrút.

02.11.2020 10:13

Ásettnings gimbrar hjá Kristni Bæjarstjóra

Hér er svo gimbrin aftur frá Sigga sem Kristinn setur á. Hún er undan Svínku og Bolta.
Hún fær nafnið Tuðra.

42 kg 33 ómv 2,5 ómf 5,0 lag 104 fótl

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.


Þessa gimbur fékk hann hjá Óttari á Kjalvegi og hún er undan Rassbót og Vask sem er
frá okkur og er undan Ask. Hún fær nafnið Tuska.

45 kg 31 ómv 2,9 ómf 4 lag 

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.

02.11.2020 07:39

Ronja Rós 13 mánaða 27 október

Ronja Rós er heldur betur farin að príla út um allt og er mikill prakkari í sér og núna eru Donna og Myrra í miklu uppáhaldi og þær forða sér undan henni því hún hleypur á eftir þeim og grípur í skottið á þeim og reynir að setjast ofan á Donnu ef hún liggur einhversstaðar. Orðaforðinn er alveg komin á fullt og er farin að komast á eftirhermu aldurinn og apar allt upp eftir manni og fær það svo algerlega á heilann eins og páfagaukur alveg yndisleg.
Elskar öll dýr og sérstaklega hænurnar núna byrjar leið og við stoppum fyrir utan hjá 
Freyju og Bóa í sveitinni að segja gogg gogg þvi þar veit hún að hænurnar eru.
Þessi frábæra prinsessa kann svo alveg lagið á ömmum sinum og Jóhönnu frænku að láta halda á sér og bræðir alla með kátínu og prakkara skap.

Hér er hún brosandi að fá að príla upp á eitthvað nýtt.

Svo yndisleg.

Inn í Tungu hjá Sigga að leika með snigilinn sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá öllum
krökkunum.

Við náðum í þetta píanó frá Freyju þegar hún var litil því Embla var að æfa sig á píanó inn í herbergi og Ronja var alveg óð að fara inn í herbergi og trufla Emblu og ýta á alla takkana og þegar við föttuðum að við ættum þetta og náðum í það var hún alveg í skýjunum með það.

Þurý systir hennar mömmu heklaði þetta fallega hárband í stíl við kjólinn mjög flott.

Hún elskar að vera í kringum lömbin enda eru þau alveg einstaklega gæf.

Hér er hún að skottast með þeim svo glöð og kallar me me.

Þessi mynd er eitthvað svo einlæg og sæt af okkur.

Með ömmu Huldu sinni.

Hér er hún mikið að segja a við tré hundinn he he.

Hér er hún að borða egg með afa Bóa í sveitinni.

Það eru svo fleiri myndir af henni hér inn í albúmi.

31.10.2020 08:06

Ásettnings gimbrar hjá Sigga í Tungu.

Þessi er undan Mosa og Lottu.

44 kg 34 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 107 fótl

9 framp 18,5 læri 9 ull 8 samræmi.

Þessi er undan Slettu og Ask.

52 kg 35 ómv 3,4 ómf 5 lag 112 fótl

9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi

Þessi er undan Hélu og Ask.

44 kg 30 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 107 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Skrúfu og Ask.

47 kg 32 ómv 3,9 ómf 4,5 lag 111 fótl

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Sprella sem er undan Gosa frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík eins og Mosi og
Prílu.

46 kg 34 ómv 2,7 ómf 5 lag 107 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er undan Slyddu og Mosa .

50 kg 37 ómv 1,9 ómf 5 lag 109 fótl

9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er frá Sigga og verður í eigu Kristins Bæjarstjóra hún er undan Bolta hrútunum hans
Kristins og Svínku.

42 kg 33 ómv 2,5 ómf 5 lag 104 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.


24.10.2020 22:42

Smalað lömbunum heim og aðkomu fé

Fórum að sækja kindurnar og lömbin í dag og virtist þetta ætla vera voða þæginlegt í fyrstu engin inn fyrir Búlandshöfða en þegar að var gáð betur kom í ljós að það voru nokkrar eftir
inn fyrir Höfða og voru niður fjöru.Það gekk samt allt saman vel þegar það var komið af stað. Siggi hélt svo að hann ætti eina upp á Eyrunum við Rauðskriðumelið hinum megin við ána og fór einn á eftir henni en svo kom annað í ljós að hún var alls ekki frá okkur og ætlaði sér ekki að rekast niður og fór yfir ána í tvígang og mikill eltingarleikur átti sér stað í kringum hana en bugaðist þó að lokum það kom svo í ljós að hún var frá Óla á Mýrum.

Það voru svo aðrar aðkomu kindur sem voru mjög óþekkar og erfitt að reka og mikill eltingarleikur var að ná þeim. Kristinn hafði séð þær upp á Fróðarheiði og þær hefðu svo villst inn efir og voru komnar niður í Hrísar. Siggi,Kristinn,Emil og Jóhanna voru komin með þær alveg upp að fjárhúsum þegar ég kom til baka eftir að ég var búnað fara og tékka á Ronju hjá Freyju og Bóa og hélt að þær væru bara að fara inn hjá þeim en það var síður en svo þær ætluðu sér ekki inn og tóku straujið aftur til baka og ætluðu að rjúka inn í Kötluholt en við náðum að komast fyrir þær og koma þeim inn í girðinu og enn héldu þær áfram og vildu ekkert láta sér segjast að fara inn í fjárhús. Þá var tekið til ráða að hleypa nokkurm frá okkur út og ná að sameina þessar við og reka þær saman inn og það hafðist og loks voru þær komnar inn. Þessar ær reyndust svo vera alla leiðina frá Guðjóni í Knarrartungu Breiðvík.

Það var svo farið til Óttars á Kjalveg og náð í eina kind sem ég ætla að vera með fyrir hann og gimbur sem hann lét Kristinn hafa. Lalli á Hellissandi var svo að dæla út fyrir okkur og þess á milli var hann að hjálpa okkur að stöðva kindur og reka inn he he fékk engan frið að dæla út og hjálpin var vel metin.

Svo nú eru öll lömbin komin svo nú get ég farið að taka myndir af þeim og setja inn fljótlega.

Hér eru Kristinn og Siggi með kindurnar sem voru að fela sig niður í fjöru Búlandshöfða megin.

Hér eru þær komnar vel áleiðis og stelpurnar komnar að hjálpa Freyja og Embla.

Embla Marína dóttir okkar svo dugleg að smala.

Hér erum við að komast fyrir hornið Siggi efstur svo Kristinn og Embla neðst og við Freyja rekum lestina.

Hér erum við komin fyrir ofan Mávahlíðarhelluna.

Hörku smalar.

Embla fremst á eftir kindunum svo koma Kristinn og Freyja.

Siggi er fyrir ofan veg upp í hlíð.

Allt orðið svo vetrarlegt og það er farið að bæta í vindinn hjá okkur og frekar kalt sérstaklega ef það þarf að stoppa og bíða.

Hér halda þær áfram frá Mávahlíð og yfir í Tungu.

Freyja labbaði með mér inn hlíðina og það var orðið ansi kalt hjá okkur í restina að bíða.

En svo komu þær allar niður eftir að Kristinn og Siggi voru búnað fara upp á Sneið og reka þær niður og þá gátum við Freyja lagt af stað niður.

Hér halda þær áfram niður í Fögruhlíð.

Hérna er þessi óþekka sem stökk í ána og er frá Óla á Mýrum.

Kristinn og Embla að reka inn og Embla fer létt með þetta og hleypur alveg þindarlaust
á eftir þeim.

Allt að koma hjá okkur verið að reka inn úr girðingunni hjá Sigga í Tungu.

Smalarnir sáttir við daginn Kristinn,Siggi og Emil á leið í kaffi hjá Sigga.

Hluti af ásettnings gimbrunum.

Golsi fallegur hann er 87,5 stig og undan Ask og fær nafnið Þór.

Hér er fallega veturgamla sem ég mun hafa fyrir Óttar og hliðina á henni er gimbur sem
hefur fengið nafnið Tuska og er frá Óttari og er í eigu Kristins.

Hér er í bland gimbrar frá okkur og Sigga sem verða settar á.

Falleg Golsa sem er undan Kviku.

Benóný var að leyfa Móru hans Sigga að prófa húfuna sína og hún brosti líka svona breytt alveg hæðst ánægð með 66 norður húfuna .

Embla með Hrafney sem er undan Hröfnu og Móra sæðingarstöðvarhrút.

Hrafntinna er frá Jóhönnu frænku Emils og er undan Svarta Pétri og Hnotu.

Jæja læt þetta duga að sinni það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af smöluninni.

21.10.2020 21:28

Sláturmat

Við sendum 51 lamb í sláturhús og seldum 62 til lífs og svo verða settar á einhverjar gimbrar og 3 lambhrútar. Við erum búnað fækka talsvert af kindunum og seldum við 28 kindur og svo var einhverjum slátrað og munum við enda í 30 hjá okkur svo verður Jóhanna með 3 og Kristinn Bæjarstjóri verður með 3 og svo setur Jóhanna eitt lamb á og Kristinn 2 svo þetta 
fer allt að skýrast hvað verða margar í vetur. Lalli er að dæla út fyrir okkur núna svo allt fer að verða klárt fyrir að taka inn. Það á reyndar enn þá eftir að sækja eitthvað af sölulömbum.

En já eins og ég sagði áður fóru 51 í sláturhús og vorum við frekar stressuð að matið yrði ekki gott því það fór svo seint í sláturhús og þau voru búnað vera svo lengi inn á túni.

10,94 Gerð
6,61   Fita
17,82 kg

Ég er bara mjög sátt við þessa útkomu miðað við að ég er búnað taka allt það besta úr þessu og þetta er í rauninni bara það slakasta sem er eftir.

Hér er Ronja Rós alsæl með einni af lífgimbrunum sem við setjum á.

Þau eru svo ótrúlega spök hjá okkur lömbin hér eru krakkarnir að klappa þeim.

Gaman í sveitinni hér er Guðjón vinur Emblu og Freyju og svo Aníta vinkona þeirra.

Freyja að klappa sölu lömbunum.

Embla og Ronja Rós.

Nóg að gera að klappa þeim.

Ronja búnað troða sér ofan í pott hún er alveg órtúlegur prílari og dettur ýmislegt í hug eins og þetta að troða sér ofan í pottinn he he.

Hér er önnur gimbur sem við setjum á og Ronja fékk að klappa henni og klípa.

Þetta er þrílembingur undan Hriflu gömlu og Mosa hans Gumma Óla. Hrifla kvaddi 
okkur núna og svo drapst Mosi hans Gumma í haust.

Falleg grá gimbur sem við erum búnað selja hún er undan Vask og Vofu.

Ronja að leika við Mikka.

Hér er Bolti veturgamall hrútur hjá okkur sem Kristinn Bæjarstjóri á hann var að koma
mjög vel út hjá okkur.

Kolur veturgamall hjá okkur hann átti meðal annars 88 stiga mórauðann hrút sem við seldum Tóta á Ytri Hofdölum það verður spennandi að fylgjast með því hvað hann gerir í 
framræktun þar. Lömbin undan Kol voru fallega mórauð og mógolsótt.

Hérna er svo Askur sá golsótti hann var í afkvæmarannsókn á Álftavatni og var bara mjög
stutt í að við fengjum að vita úr henni en þá þurfti Askur endilega að drepast stuttu seinna.
Askur er Kaldasonur og var að koma mjög vel út hjá okkur og kom einnig vel út í afkvæma
rannsókninni sem við fengum svo að vita síðar. Við setjum einn lambhrút undan honum á 
og einnig undan Vask sem er sonur hans og vona ég að þeir erfi þessa miklu framræktun sem hann var að gefa svo vel í gegn frá sér.

Hér er Kiddi með gripinn sinn hann Bolta sem er algjört gæðablóð og elskar að láta klappa
sér og legst bara á rassinn þegar eins og sést þegar Kiddi klappar honum undir bringuna.

Það var Halloween ball í skólanum hjá krökkunum og hér er Freyja,Embla og Aníta 
vinkona þeirra í þessum flottu búningum sem Gunna Þórðar amma Anítu saumaði fyrir
þær og svo saumuðum við Anna svörtu saumana á kjólana og Anna málaði þær og ég
aðeins og svo hjálpaði Irma okkur líka að setja lit í hárið og útkoman af þessu varð alveg
rosalega flott og þær svo ánægðar.

Benóný fór sem Covid eftirlits maður og við áttum gamlan málingargalla sem ég teiknaði
og skrifaði á og límdi svo sprautu og eyranpinna og hár rúllur til að búa til líkan af veirunni.

Þetta var hann með framan á gallanum.

Þetta var svo hinum megin framan á.

Aftan á skrifaði ég svo Covid-19 Heima með Helga og svo í kvöld er Gigg og svo var
Sóttkví í 14 daga og tölur yfir hversu margir eru smitaðir þennan dag og hversu margir
í sóttkví og einangrun.

Hér eru glæsilegu Halloween börnin okkar og Benóný hlaut verðlaun á ballinu fyrir
frumlegasta búninginn og var rosalega ánægður með það enda var þetta svo geggjuð 
hugmynd honum langaði að vera Covid og ég fann þennan galla svo þetta small allt saman
hjá okkur svo var hann með grímu,gleraugu og derhúfu.

Auðvitað varð svo litla dúllan að fá að vera með líka svo við skelltum henni í búning.

Hér er hún alveg að krútta yfir sig í þessum sæta jarðaberja búning.

Flottar systur saman.

Við reiknum svo með að smala næstu helgi og fara taka inn lömbin og hrútana og þá mun ég blogga og setja inn myndir.

13.10.2020 10:34

Ronja Rós og krakkarnir í göngutúr og fleira

Ronja Rós að virða fyrir sér haustlitina í garðinum.

Margt svo spennandi að skoða.

Sópa stéttina með mömmu sinni.

Svakalega gaman.

Gaman að skoða hænurnar í sveitinni hún er alveg sjúk í gogg gogg eins og hún kallar þær
hér er hún með systrum sínum og Anítu vínkonu þeirra.

Flottar saman.

Haninn hjá Freyju og Bóa Varmalæk.

Hænurnar eru svo flottar og falla svo vel inn í haustlitina.

Benóný hænsna bóndi.

Fórum í göngutúr með Freyju ömmu inn í Bug um daginn í veðurblíðunni.

Ronja Rós sofnaði á leiðinni og svaf svo fyrir utan heima hjá ömmu í vagninum.

Við mæðgurnar.

Krakkarnir skelltu sér í fjallgöngu.

Krakkarnir komnir upp á topp.

Og Benóný skellti sér upp á næsta topp.

Hér er hann aftur að hlaupa milli hóla svo fékk hann ömmu Freyju til að snúa við og
fara heim á undan mér og stelpunum því hann var orðinn svo þreyttur he he enda búnað
vera mjög duglegur að hlaupa upp og niður.

Þetta er í miklu uppáhaldi að fara ofan í alla kassa og príla.

Donna treður sér alltaf ofan í bónus pokana þegar ég er búnað taka úr þurrkaranum og þá
kemur Ronja og hlúnkar sér ofan á hana í pokanum og Donna er ekkert voðalega hrifin af
því he he en lætur sig hafa það eða forðar sér í burtu.

Birgitta frænka og Alex frændi komu til ömmu Freyju og afa Bóa seinustu helgi og það
var mikil hamingja og gleði að fá þau hér er Birgitta og Freyja með Ronju.

Flottar frænkur.

Hér var smellt í eina grettumynd af krökkunum svo gaman að hittast öll.

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2026
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 1386852
Samtals gestir: 75063
Tölur uppfærðar: 9.2.2025 02:16:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar