Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
21.01.2020 12:06janúar 2020Það er aldeilis búið að vera stormasamt veðrið á þessu nýja ári og hver lægðin búnin að taka við af hvor annari, skólahald búið að falla niður að hluta og kennt á sínu heimasvæði og engar rútur verið á milli skóla. Fyrsti almennilegi snjórinn lét svo sjá sig krökkunum til mikilla gleði en það var þó ekki mikið hægt að njóta hans fyrir kolbrjáluðu veðri upp á hvern einasta dag. Emil er aðeins búnað fara 4 róðra í þessum mánuði og það er kominn 21 jan en við sjáum bara jákvæðu hliðina í staðinn sem er sú að við fáum að hafa hann heima hjá okkur og hann fær gæðatíma með Ronju litlu og nýtur hans í botn, því hann var ekki mikið heima þegar hin voru lítil þá var hann í öðruvísi bátaplássum og var mikið af heimann. ![]() Freyja og Bjarki frændi hennar að leika sér í snjóhúsinu sem Bjarki og mamma hans bjuggu til. ![]() Stelpurnar á þrettándanum að sníkja í gogginn en það er hefð hérna hjá okkur. ![]() Benóný var fangi að sníkja í gogginn og fór með Svavari vini sínum. Það veðraði allt í lagi svo krakkarnir gátu farið í hús fram eftir kvöldmat og sníkt í gogginn. ![]() Birgitta frænka kom með okkur í fjárhúsin í janúar og alltaf er jafn vinsælt að skella sér á bak á Kaldnasa og gefa honum knús. ![]() Hún var dugleg að hjálpa okkur að gefa. ![]() Freyja með Lóu sína. ![]() Stelpurnar að dekra við gemlingana sem eru flestir orðnir gæfir. ![]() Gjöf jólagjöfin hennar Emblu stækkar vel og er mjög skemmtilegur karekter og svo gaman af henni. ![]() Hér er ein undan Ask og hin undan Gosa hans Gumma Óla. ![]() Hér eru gemlingarnir. ![]() Alltaf vinsælt að máta búninga hér er Birgitta Emý og Kamilla Rún frænkur hennar Freyju Naómí. ![]() Þetta var mesti snjórinn sem kom hjá okkur og ég þurfti að moka frá kattarlúunni svo Myrra kisan okkar kæmist út en þetta er nú ekkert í líkingu við það sem er búið að vera fyrir norðan hjá henni Birgittu kindavinkonu á blogginu þar má sko sjá mikinn snjó. En ég fanga þessum snjó er alveg til í að hafa hann þá verður miklu bjartara úti og mér finnst að þegar það er vetur er flott að hafa snjóinn þá er skemmtilegra fyrir krakkana að geta farið að renna og leika heldur en að hafa allt autt og skítugt eitthvað og allt svo þungt og drungalegt. ![]() Hér eru Birgitta og Freyja að reyna renna í rokinu um daginn inn í sveit. ![]() Það var svo hvasst að þær áttu í erfiðleikum með að halda í dýnuna. Þennan dag lentum við í að það var svona allt í lagi með veðrið en frekar hvasst. Við löbbuðum upp í fjárhús því það var svo mikill snjór frá íbúðarhúsinu í Tungu upp að fjárhúsum en þegar við vorum búin að gefa þá skall á þessi þreifandi bylur og þvílíkt hvass virði og ég treysti mér ekki til að labba með báðar stelpurnar og Jóhanna var með mér líka og var hrædd um að týna hundunum því það sást ekkert út. Ég skellti mér út í þetta og labbaði með girðingunni og gat varla andað fyrir roki og þurfti að skríða með girðingunni að húsinu hjá Sigga og fékk Sigga með mér til að keyra fyrir mig upp í fjárhús því hann ratar betur að keyra upp túnið þar sem best er að fara svo maður myndi ekki festa sig. Það gekk eftir og við komumst upp í fjárhús til að sækja þau sem betur fer og svo keyrði ég heim og það var leiðinda skafrenningur og blint út af Geirakoti en svo var bara fínt veður í Ólafsvík. ![]() Hérna var gott einn morguninn inn í Tungu og fullt Tungl og þetta var einmitt lognið á undan einum storminum. Siggi var tvo daga heima þegar veðrið var sem verst og hann gaf fyrir okkur þá daga og þá var líka lokað milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og flestum leiðum á nesinu. ![]() Rósin okkar hún Ronja Rós dafnar vel og hér er hún á kaffihúsi með okkur við þurftum að skjótast upp á Akranes og Emil fór í eftirskoðun út af nýrnasteinunum og þeir voru farnir og allt gekk vel. Við skelltum okkur í KB í leiðinni og keyptum fóðurbætir. ![]() Embla Marína elskar svo mikið litlu sætu systir sína og Ronja elskar að heyra röddina hennar Emblu þá ljómar hún og brosir. Hún er farinn að taka svo vel eftir og fylgjast með. Hún vill helst reisa sig upp og sitja. Snýr sér yfir á báðar hliðar og dettur jafnvel á grúfu og reynir að fara á magann svo það verður ekki langt þangað til að hún nær því. ![]() Svo yndisleg og góð. Hún sefur alla nóttina vaknar aðeins 1 sinni til að drekka um 5 leytið og svo bara aftur þegar ég vek krakkana kl 7. Stundum vakir hún aðeins á meðan ég kem krökkunum á fætur og græja þau en stundum sefur hún bara alveg til 11 hjá pabba sínum meðan ég fer að gefa kindunum og kem aftur til baka og þá er hún enn sofandi. Svo hún er alveg draumabarn og bræðir mann alveg með brosinu sínu. Hún er líka farinn að spjalla alveg heilmikið og hjalar út í eitt. ![]() Hér er hún Lóa að kíkja yfir og svo má sjá í hinn endann Óskadís og Kol lambhrút að kíkja yfir það er mjög vinsælt hjá þeim. Við tókum stóru hrútana úr 18 jan og svo tókum við Kol núna 21 jan úr veturgömlu. Mér til mikilla gremju þá gekk ein kollótta hún Vaíanna sem ég sæddi með Móra upp á öðru gangmáli og það var ekki einu sinni rétt að hún væri að ganga aftur en hún hefur þá pottþétt haldið sæðinu en svo bara misst það ömurlegt. En hún hélt þá eitt gangmál og gekk svo óreglulega upp allt í einu og fékk með Bjart kollótta hrútunum sem við fengum á Fáskrúðarbakka. Annars er allt bara í rólegheitum í húsunum núna og gemlingarnir eru orðnir svo gæfir og skemmtilegir en stundum of mikið það er ein grá sem prilar upp á mig í tíma og ótíma og hún er svo geggjaður karekter og hagar sér stundum eins og geit. Hún stekkur á mig og bítur í rennilásinn á gallanum og nagar hann og reynir að naga allt sem hún sér til dæmis um daginn var ég með heyrnatól að hlusta á tónlist og snúran var hangandi á mér og hún gat auðvitað ekki staðist hana og reyndi eftir mesta megni að éta hana he he en það slapp ég náði henni út úr henni áður en hún myndi eyðleggja hana. Þarf endilega fara taka videó af gimbrunum til að sýna ykkur hversu skemmtilegar þær eru orðnar. Læt þetta duga af sinni og það eru myndir af þessu hér inn 07.01.2020 10:25Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.![]() Gleðilegt ár kæru síðu vinir og þökkum kærlega fyrir innlitið á síðuna á liðnu ári. 2019 var mjög viðburðarríkt ár fyrir okkur fjölskylduna og stóð þar efst upp úr viðbótin okkar í fjölskylduna hún yndislega og glaðlynda Ronja Rós. Það kom verulega á óvart þegar við komumst af því að ég væri ólétt að hún myndi koma í heiminn á mesta annatíma hjá mér í september og að ég þyrfti að vera ólétt á meðan sauðburðurinn gekk yfir en það reddaðist allt með góðu móti og hún kom í heiminn og fékk fullt af gleði og hamingju.Hún fyllti allar kröfur foreldra sína sem voru að springa úr stolti og umhyggju ásamt því að mamman fékk beina útsendingu af hrútasýningu í símann. ![]() Við fórum svo til Tenerife í apríl og það var yndisleg ferð og Benóný fékk alveg að njóta sín í vatnsrennibrautagörðunum Sía Park og Aqualandi og fékk ósk sína uppfyllta að fara þá loks í Sia Park sem hann var búnað skoða fram og til baka á youtube. ![]() Við ferðuðumst mikið innanlands líka í útilegu og fórum austur í sumarbústað og norður í útilegur og svo aftur norður um verslunarmannahelgina. Ég átti frekar erfitt með alla þessar útilegur því það var ekki eins auðvelt að vera ólétt í útilegu en þetta var allt saman mjög gaman og mikið farið í sund með Benóný til að uppfylla drauma hans um að prófa nýjar rennibrautir eins og var í Varmahlíð,Húsavík og Dalvík og hann var mest heillaður af rennibrautunum á Dalvík þær voru flottastar. Við fórum í okkar árlegu heimsókn til Birgittu og Þórðar vini okkar sem er alltaf yndislegt að hitta og spjalla um okkar sameiginlega áhugamál sem eru auðvitað kindur. ![]() Heyskapur stóð stutt yfir og gekk mjög vel nema það endaði illa og það bilaði traktorinn en að öðru leiti hefur hann held ég ekki gengið svona hratt yfir. Sauðburður var mjög langur þetta árið og seinasta bar 10 júní. Það heimtist svo ekki vel það vantaði talsvert af lömbum og einnig voru afföll á kindum sem skiluðu sér ekki af fjalli. Lömbin voru annars væn og dómar komu vel út. Askur heimahrútur undan Kalda sæðingarstöðvarhrút stóð efstur í lambadómum og var að koma vel út alhliða í öllu. Hann fór svo í afkvæmarannsókn núna í vetur svo það verður spennandi að fylgjast með því næsta haust. ![]() Við fengum svo verðlaun fyrir Máv 2019 fyrir besta lambafaðirinn og það var mjög mikil viðurkenning fyrir okkur. Áttum ekki von á þvi að fá það ,okkur þótti til mikils vert að fá hann inn á stöð og hvað þá að fá svo viðurkenningu fyrir lambafaðirinn það var geggjað. Hann var líka mest notaði hrúturinn á stöðinni fyrsta árið sitt. Hann hefur svo haldið áfram að standa sig og átti flesta af best dæmdu lambhrútunum núna sem lambafaðir á sæðingarstöðinni en þeir voru 31 talsins og hann átti flesta samfeðra hrúta eða 7 talsins. Það er svo gaman þegar maður sér ræktunina skila sér svona vel og það hvetur mann svo miklu meira áfram og sýnir manni að maður sé á réttri leið. ![]() Það var svo keyptur Kastali með rennibraut inn í sveit hjá Freyju og Bóa og það fjárfestu allar í því saman fyrir börnin og það vakti mikla lukku hjá þeim. ![]() Það var skipt um þak á fjárhúsunum í Tungu hjá Sigga. ![]() Ég fór mikið með krakkana að veiða síli það var svo yndislegt sumar 2019 hef ekki upplifað svona mikinn hita og logn í marga daga eins og það var í sumar. Ég klöngraðist kasólétt með krakkana upp að Hofatjörn fleiri ferðir að veiða síli. Freyja og Bói fengu hænuegg sem þau unguðu út og það vakti rosalega mikla lukku hjá krökkunum að fylgjast með því og spekja hænurnar sem eru núna orðnar vel stórar en eru einstaklega gjæfar. ![]() Benóný er stundum alveg að ganga fram af ömmu sinni þegar hann hefur lokað sig inni í gangi og verið með allt stóðið inni að leika og svo er allt þakið hænsna kúk he he. Hann alveg elskar hænurnar og finnst það vera besta dýrið sitt. ![]() Ronja Rós krúttsprengja bræðir alla með brosinu og gleðinni sinni. Hún varð 3 mánaða núna 27 desember og er núna farin að skellihlæja af systrum sínum þegar þær eru að hlæja og fíflast í henni. Það er svo alveg magnað að Myrra kisan okkar hún fylgir mér hvert fótmál þegar ég er með hana og þegar ég gef henni brjóst er kisan með mér og þá á ég að klappa henni líka og svo leggst hún hjá okkur og er meðan ég gef henni og svo þegar við förum fram kemur hún fram líka. Myrra er mjög háð mér svo þetta var frekar mikil breyting fyrir hana þegar ég var allt í einu komin með litið kríli sem fékk meiri athygli en hún he he en hún er alveg alsæl með Ronju og virðist vilja passa hana og sefur oft í rúminu okkar hliðina á rúminu hennar þegar hún sefur. ![]() Skvísurnar okkar saman á gamlársdag. ![]() Fallegu og yndislegu börnin okkar. ![]() Emil stoltur pabbi með allar stelpurnar sínar. ![]() Embla með stjörnuljós. ![]() Freyja með stjörnuljós annars var hún frekar hrædd þessi elska og svaf af sér flugveldana. ![]() Benóný var alveg að fýla þetta og tók virkan þátt með pabba sínum að skjóta upp. ![]() Það var mikið skotið upp og mikil gleði. ![]() Fallegar systur Freyja og Jóhanna með stelpurnar okkar. ![]() Við mæðgurnar á gamlárskvöldi. Ronja í áramóta kjólnum sínum. ![]() Embla var svo dugleg að hjálpa mér að gefa yfir hátíðarnar að hún var farin að gefa á aðra jötuna alveg fyrir mig. ![]() Freyja líka svo dugleg að hjálpa til þær gáfu saman á garðann hjá gemlingunum og veturgömlu. ![]() Benóný aðeins að sitja á Kaldnasa áður en ég færi með hann að sinna sínum kindum. Ég verð að hafa þá í bandi rétt á meðan ég leita svo ég missi þá ekki á vitlausa kind. ![]() Ronja Rós orðin svo sterk að vera a maganum svona smá stund í einu. Við vorum heima um áramótin og Freyja,Bói,Jóhanna og Siggi i Tungu voru í mat hjá okkur við vorum með úrbeinaðan lambahrygg sem Emil grillaði og svo nauta wellington steik og þetta var rosalega góður matur. Eg held ég sé búnað taka svona mest allt saman sem var áhrifaríkast á árinu 2019 og við fjölskyldan bjóðum 2020 velkomið og megi það færa okkur ár fullt af spennu,tilhlökkun,afrek,gleði og hamingju. 04.01.2020 17:59Gleðileg Jól 2019![]() Gleðileg jól kæru vinir. Við fjölskyldan erum búnað hafa það gott yfir hátíðina ásamt því að hafa haft nóg að gera í fjárhúsunum sem og heima. Það var stærsti dagurinn hjá okkur í fjárhúsunum á aðfangadag og jóladag. Ég sæddi 12 kindur og það voru aðeins 5 sem héldu tvær með Móra, ein með Mjölni,ein með Minus og ein með Amor. Það hefur svo gengið frekar brösulega það fóru fram hjá okkur ein veturgömul og ein þriggja vetra nema þær hafi verið búnað fá með lambhrútunum sem voru með kindunum þegar við smöluðum það er alveg möguleiki að svo hafi verið. Annars hefur allt gengið og við höfum leitt hrúta í hverja einustu kind sem hefur verið að ganga. Það er svo allur gangur á því sumar ganga alveg í þrjá daga á meðan sumar ganga bara í einn dag. Við höfum leitt í þær sem ganga í tvo daga en látið það vera ef þær ganga í þrjá daga. Ég var einstaklega heppin að Emil var heima flesta dagana því það var svo mikil bræla í desember svo ég fékk góða hjálp á fengitímanum frá honum og Jóhönnu. ![]() Ronja Rós komin í jólafötin sín og tilbúin að eiga sín fyrstu jól. ![]() Emil og Embla að undirbúa fyrir jólamatinn. ![]() Hér er amma Hulda með gullin okkar. ![]() Það var mikið gaman hjá okkur á aðfangdag það voru Jóhanna,Hulda mamma mín og Freyja og Bói og svo var Steinar bróðir Emils með krakkana og við borðuðum öll saman svo fór Steinar með krakkana yfir til sín að opna pakkana þeirra og Freyja og Bói með honum og við opnuðum svo pakkana okkar með Huldu og Jóhönnu. Hér er þessi flotti hópur Freyja Naómí okkar svo er Birgitta Emý og Kamilla Rún og svo Embla Marína okkar og Alexander Ísar og svo Benóný Ísak okkar. Þetta voru yndisleg jól umkringd fjölskyldu og hamingju. ![]() Birgitta Emý með Ronju Rós. ![]() Bræðurnir saman Emil Freyr og Steinar Darri. ![]() Við fjölskyldan með fyrstu fjölskyldumyndina með Ronju Rós. ![]() Mamma glæsileg hjá jólatrénu okkar. ![]() Jóhanna að hræra í súpunni það er alltaf jólahefðin að Jóhanna gerir aspassúpu sem er alveg ómissandi á jólunum. Svo gerir hún líka fyrir okkur brúna lagtertu sem er alveg ómissandi líka og guðdómlega góð. ![]() Ronja svaf vært á meðan við borðuðum jólamatinn. ![]() Mamma með Freyju sína. ![]() Freyja tengdamamma með Birgittu sína. ![]() Benóný fékk brauðstangir í jólamatinn. ![]() Alexander Ísar svo frábær strákur. ![]() Emil fékk verkfærasett frá mér og krökkunum og var mjög ánægður. ![]() Það vakti mikla lukku hjá Emblu að við pökkuðum inn mynd af mórauðri gimbur sem ég fékk hjá Friðgeiri á Knörr og við gáfum henni hana í jólagjöf og það var auðvitað besta gjöfin og hún skírði hana Gjöf. Ég var búnað blogga áður um að þessi gimbur kom með mömmu sinni upp að fjárhúsum rétt áður en skall á fyrsta vonda veðrið í vetur og kindin var svo róleg og góð að hún kom inn eftir að ég lokkaði hana með heyi og voru þær mæðgur í húsunum hjá okkur í alla vega viku og þar myndaði ég tengsl við hana og sá strax að þessi gimbur var mikill karekter og var búnað gera hana frekar gæfa og þá bræddi hún mig alveg svo ég fékk þessa snilldar hugmynd að heyra í Friðgeiri og athuga hvort hún væri föl. ![]() Hér erum við saman komin á aðfanga dag. Emil,Steinar bróðir Emils og Hulda mamma, Freyja tengdamamma, Bói maðurinn hennar og Jóhanna frænka Emils. Krakkarnir sátu svo saman við annað borð. ![]() Benóný fékk Titanic módel frá ömmu Freyju og afa Bóa og er alveg alsæll með það. ![]() Við og systkyni Emils og makar gáfum Freyju og Bóa þetta glæsilega hús í garðinn. ![]() Ronja að opna pakkana með pabba sínum. ![]() Embla og Freyja í peysunum sem við gáfum þeim í jólagjöf. ![]() Svo kósý að lesa á pakkana við arininn. ![]() Við fórum i árlega jólaboðið til mömmu á jóladag. Maggi bróðir og Erla komu vestur og hittu alla og fóru svo aftur suður. Hér er mamma með Ronju Rós heima hjá sér. ![]() ![]() Jóhann bróðir Emils með Ronju Rós. ![]() Allir spila saman. ![]() Stolt amma og afi með Ronju Rós. ![]() Ronja Rós fór í fyrsta sinn inn í fjárhús og kindurnar voru mjög forvitnar um hana. ![]() Birgitta kom líka með í fjárhúsin og fékk að setjast á Kaldnasa sem er alger barnagæla. ![]() Benóný að klappa kindunum og orðinn fastur he he. ![]() Embla hjá Hröfnu sinni hún var sædd með Móra og hélt. ![]() Freyja með Vaíönnu sinni hún hélt líka með Móra. ![]() Svo æðisleg feðgin Embla Marína og Emil út að borða á Hrauninu. Jæja þá er ég loksins búnað koma þessu bloggi niður en ástæðan fyrir því að það kemur svona seint er að desember er mjög annasamur mánuður hjá okkur bæði hvað varðar jólin,börnin og auðvitað fengitímann í fjárhúsinu. Þessi jól voru svo sérstaklega mikil um sig þegar maður er með litla prinsessu sem er á brjósti og þarf alla mína athygli ásamt því að ég nái að sinna vinnunni í fjárhúsinu en allt gekk þetta að óskum og á ég það mömmu allt að þakka hún hefur verið mín stoð og stytta með að passa Ronju meðan ég var í fjárhúsinu. Emil lenti svo í því milli jóla og nýárs að fá nýrnasteina og fluttur upp á Akranes en það gekk svo allt vel og Jóhann bróðir hans náði í hann og hann var smá tíma að ná sér hérna heima en svo fer hann aftur í myndatöku eftir 3 vikur og athuga hvort steinarnir séu ekki örugglega farnir. Það eru svo myndir af jólunum hér inn í myndaalbúmi til hliðar á síðunni og þar má einnig sjá allar myndirnar okkar á síðunni gegnum árin flokkuð eftir atburðum og dagsettningu. 20.12.2019 13:197 ára afmæli Freyju,fengitími og sundmót hjá Emblu![]() Freyja Naómí var 7 ára 12 des. Hún var búnað bíða heillengi eftir þessum degi og jólunum og nú er loksins komið að þessu hjá jóla stelpunni okkar sem er svo yndisleg og ljúf. ![]() Hún missti báðar framtennurnar sínar fyrir stuttu voða krúttleg. ![]() Freyja og Bjarki frændi hennar héldu upp á afmælin sín saman í íþrótta húsinu. ![]() Hér er verið að opna pakkana saman. ![]() Hér er Freyja Naómí með Ronju Rós systir sína. ![]() Fengitíminn er byrjaður við byrjuðum að hleypa til 11 des. Hér er Kaldnasi Magna sonur og Rósa hennar Emblu. Það voru 15 sem fengu fyrsta daginn. Svo sæddi ég föstudaginn 12 og laugardaginn 13 og þá voru alls 12 sem fengu. Ég notaði Fálka á 2. Móra á 2. Mjölnir á 2 lömb. Mínus á 3 og Amor á 3. Það hefur svo verið bara rólegt 3 til 4 nýjar á dag. Mér í hag þá hefur verið bræla undanfarna daga svo ég hef fengið aðstoð frá Emil við að hleypa til og gefa svo allt hefur gegnið mjög vel. ![]() Þessi kind er frá Friðgeiri á Knörr og hún kom bara sjálf inn í tún og ég náði að loka hana inn í túni með því að loka hliðinu með hlerum og Siggi rak hana svo inn í fjárhús. ![]() Siggi smalaði svo þessum hóp um daginn og ég,Gummi og Óli fórum svo og hjálpuðum honum að reka þær inn í fjárhús þær voru líka allar frá Friðgeiri. ![]() Þessi birtist einn morguninn fyrir utan fjárhúsið þegar ég var að gefa. Ég sá bara glitta í augu í myrkrinu og náði í vasaljós og sá þá að þetta var kind og ég fór svo bara að gefa og hafði opna hurðina og setti hey fyrir utan og hún teygði sig í það og svo læddist ég út og prófaði að fara fyrir aftan hana og þá hljóp hún inn og gimbrin með henni en hún var svo líka með hvítan lambhrút sem hljóp í burtu og ég náði honum ekki inn. Þessi kind er líka frá Friðgeiri. Siggi náði svo lambhrútnum inn um kvöldið þegar hann fór að gefa og það var hrútur frá Kvíabryggju. Alger snilld að þær séu bara farnar að skila sér sjálfar. ![]() Gummi Óla kom svo með hrútinn sinn Mosa og hér er hann að störfum. Við fáum hann lánaðan yfir fengitímann. Gummi er búnað hleypa til hjá sér. ![]() Við notuðum Ask á allar sem við gátum áður en hann fór í afkvæmarannsókn til Gísla á Álftavatni og Grettir Máv sonur frá Sigga fer líka þangað. ![]() Ronja Rós krúttbomba er farin að brosa út í eitt og er voða kát. ![]() Smá hreyfðir puttar með brosinu he he. ![]() Embla Marína svo dugleg með litlu systir. ![]() Hún Ronja er svo rosalega kát og glöð. ![]() Embla og Aníta vínkona hennar kátar á sundmóti. ![]() Flottar með verðlaunapening og heitt kakó eftir mótið. ![]() Benóný í afmælinu hjá Bjarka og Freyju. Hann er með lasertag byssu sem var mjög vinsælt í afmælinu að skipta í lið og keppa. ![]() Skruppum í bæinn um daginn og þessi vakti mikla lukku í kidscoolshop. Við gáfum svo kindunum og hrútunum ormalyf 30 nóv og dýralæknirinn kom svo 5 des og bólusetti ásettnings gimbranar. Ég gerði mér svo ferð í Borgarnes og keypti lýsi og fóðurbætir ásamt salt steinum. ![]() Keypti svona lýsi núna. Það var frekar erfitt að hella úr þessu en Emil hellti þessu í fötu og svo yfir í 2 l flösku og ég gef það þannig á garðann. ![]() Hér er komið fengieldið og ég lét mig hafa það að ferja þetta ein inn í fjárhús úr bílnum. 8 poka af fóðrubætir. 3 fóðurstampa og 6 salt steina. ![]() Keypti líka svona fóðurstampafötur fyrir fengitíma. ![]() Embla og Freyja á jólatónleikum hjá barnakórnum í kirkjunni. ![]() Embla og Aníta á tónleikunum. ![]() Að baka piparkökur í skólanum. Það eru svo fleiri myndir af þessu í myndaalbúmi hér. 25.11.2019 16:46Liflömb hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík![]() Þennan hrút setur Gummi á og hann er undan Gosa sem er undan Bjart sem var á sæðingar stöðinni og kind frá honum sem heitir Líf. 40 ómv 3,7 ómf 4,5 lag 103 fótl 8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig. ![]() Þessi svarta er undan Steinunni frá Gumma og líka Gosa Bjartsyni. 53 kg 42 ómv 4,3 ómf 5 lag 112 fótl 9,5 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi. ![]() Þessi er undan Gosa líka og Dóru. 52 kg 37 ómv 2,5 ómf 5 lag 99 fótl 9,5 framp 19,5 læri 7,5 ull 9 samræmi. ![]() Þessi er gemlingslamb undan Gosa líka og Lullu. 57 kg 39 ómv 4,5 ómf 4,5 lag 112 fótl 9,5 framp 19 læri 7,5 ull 9 samræmi. ![]() Þessi gráflekkótta er fjórlembingur og er undan Tinna sem er Dreka sonur og Blesu. 48 kg 33 ómv 45 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 19 læri 7,5 ull 9 samræmi. ![]() Þessi golsótta er óstiguð hjá honum en er undan Tinna Dreka syni. ![]() Þessi móflekkótta er undan Tinna Dreka syni og Uglu. 44 kg 30 ómv 3,8 ómf 4 lag 107 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. ![]() Þessi svartflekkótta er óstiguð og ég held hún sé undan Tinna Dreka syni. Þetta er alveg stórglæsilegur hópur hjá honum og verður spennandi að sjá ræktunina hjá honum. Það er svo leitt að segja frá því að hann missti þennan Gosa frá sér hann drapst en vonandi erfir Gosa sonurinn hans eiginleika hans og heldur áfram að gefa þessi frábæru lömb. ![]() Þetta eru lömbin sem við vorum að reyna ná í Búlandshöfða um daginn og misstum. Gummi ,Óli, Kristinn og Siggi fóru með hundinn hans Óla og þeir náðu þeim. Þá kom í ljós að þau komu alla leið frá Stykkishólmi og eru frá Guðmundi syni Gussa í Stykkishómi. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 25.11.2019 16:38Tekið af kindunum 23 nóvArnar Ásbjörnsson kom til okkar á laugardaginn og tók af kindunum og það gekk rosalega vel Siggi,Bói og Jóhanna sáu um að aðstoða mig því ég gat ekki verið neitt við því ég þurfti að sinna börnunum og Emil er enn þá fyrir austan svo ég er ofboðslega þakklát fyrir að geta fengið svona frábæra aðstoð frá þeim. Ég kikti þó á þau og gaf þeim hádegismat og smellti nokkrum myndum af þeim. ![]() Hér er Jóhanna,Bói og Arnar . ![]() Siggi, Arnar og Jóhanna. ![]() Hér er Arnar að störfum og þetta skot gekk hjá honum. ![]() Hér eru svo dömurnar vel klipptar og fínar. ![]() Og hvítu kindurnar líka svo núna hefst alvaran hjá mér að fara gefa alla daga. Þetta er glæsilegt að vera búin að þessu og núna þarf ég bara drífa mig að gefa þeim ormalyf sem ég gleymdi að láta gera um leið og tekið var af og svo þarf ég að gera mér ferð og kaupa fóðurbætir og allt sem tengist fengitímanum. 22.11.2019 12:50Kindunum smalað heim 16 nóv![]() Ég stoppaði hérna við Búlandsgilið og fór svo framm að brúninni til að kíkja niður í Búlandið hvort ég sæi Sigga með kindurnar. Jóhanna og krakkarnir voru með mér í bílnum og svo þegar ég fór upp í hlíð tók Jóhanna við bílnum. ![]() Þar var ekkert að sjá svo hann er kominn aðeins lengra með þær. ![]() Hér er hann búnað ganga með þeim undir allann Höfðann og er að koma með þær inn á Mávahlíðarhelluna. ![]() Hér er hann á eftir þeim og fjallið í fjarska er Ólafsvíkur Enni. ![]() Þær styttu sér leið og fóru undir vegriðið og héldu sig svo fyrir ofan veg í átt að Mávahlíð. ![]() Ég fór upp í hlíð með Bjarka Stein og Emblu Marínu sem stóðu sig svo vel að fara með mér lengst upp i hlíð. ![]() Fallegt útsýnið úr hlíðinni. Hér má sjá inn í Fróðarhreppinn og húsið með bláa þakinu er Mávahlíð og svo Mávahlíðarvaðalinn. ![]() Ég sendi svo krakkana niður og ég hélt áfram að ganga hlíðina í átt að Fögruhlíð. Þau voru ánægð að sjá klaka og flýttu sér að hlaupa á hann. ![]() Hér er ég komin alla leið inn í Fögruhlíð og Siggi fór svo upp hinum megin til að koma á móti mér og ég asnaðist til að labba fram hjá rokkrum kindum svo ég þurfti að ganga aftur upp og fara til baka í átt að sumarbústaðnum hennar Maju og ná þeim niður. ![]() Hér er útsýnið úr hlíðinni yfir í Fögruhlíð. ![]() Hér er Siggi kominn niður með þær. ![]() Hérna erum við svo komin niður í Tungu og reka þær inn. Þær voru frekar óþekkar við okkur og vildu ekki fara inn hrukku eitthvað við og tóku straujið aftur út og úr því hófst smá eltingarleikur sem endaði þó með því að við náðum þeim. Það voru svo tveir lambhrútar með í þessu og voru þeir frá Kvíarbryggju. Nú er bara krossa fingur að engin sé fengin. Það vantaði tvær kindur eina frá mér og eina frá Sigga og teljum við ekki líklegt að þær séu lifandi því þær ganga á sama stað og þessar kindur sem við vorum að sækja svo það er skrýtið að þær hafi ekki komið. Það gæti þó verið að þær hafi orðið eftir einhvers staðar en allavega höfum við ekki séð þær enn þá. Emil er farinn að róa og byrjaði á því að fara alla leið á Raufarhöfn og svo yfir á Neskaupstað og er hann að fiska vel þar. Ég er ein heima með börnin og nóg að gera en ég fæ góða aðstoð bæði frá mömmu og tengdamömmu ef mig vantar eitthvað. Siggi gefur kindunum á kvöldin og ég hleypi þeim út á morgnana og sópa og gef lömbunum og hrútunum. Mamma kemur til mín 8 á morgnana og passar Ronju meðan ég fer að gefa. Það eru 3 gimbrar orðnar gæfar og einnig 2 lambhrútar sem Siggi var búnað spekja það er Vaskur undan Ask og svo Bolti í eigu Kristins Bæjarstjóra já Kristinn fann þetta flotta nafn og mér finnst það passa mjög vel við hann. Hann var með tvö nöfn í huga Prúður eða Bolti og ég hallaðist meira af Bolta því ég hef ekki heyrt það áður sem hrútanafn og finnst það mjög flott og passa vel við hann. Arnar er svo að koma og taka af fyrir okkur á laugardaginn og eftir það byrjar alvaran að fara gefa fulla gjöf en ég er svo heppin að mamma er svo yndisleg að vakna og koma til mín og passa á meðan ég fer að gefa svo þetta á bara eftir að ganga vel. Ég komst ekki á kynningar fundinn um sæðingarstöðvarhrútana því ég vildi ekki vera svona lengi frá Ronju því hún er á brjósti. En Gummi.Óttar og Siggi fóru og ég á eftir að fá fréttir hjá þeim hverju þeir mæla með og hvað er spennandi að nota. Við kíktum í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum um daginn og ég tók nokkrar myndir ![]() Hér eru lambhrútarnir hans þessi svarti er undan Jökli frá Bergi og þessi hvíti er undan Hnykil frá Neðri Hól. Hinn hvíti er frá Bárði sjálfum og hann fer til sonar hans sem var að kaupa jörð og er að fara byrja búskap. ![]() Hér er hluti af gimbrunum hjá þeim. ![]() Falleg hvít gimbur hjá þeim. ![]() Hér er Víkingur sem ég notaði hjá Bárði hann er undan Skjöld hans Bárðar. ![]() Þessi hvíti er Einbúi og er hann sameign hjá mér og Bárði en ég hef lítið notað hann því hann er svo mikið skyldur mínu fé. ![]() Knarran og forrystu hrúturinn hans Bárðar. ![]() Flottur forrystu hrúturinn hans Bárðar. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Jæja læt þetta duga að sinni Kveðja Dísa 22.11.2019 12:32Ronja Rós í nóvember![]() Ronja Rós stækkar vel og er hér að æfa sig að halda höfði. ![]() Alltaf stuð í sveitinni hjá Freyju ömmu og Bóa afa og fá pönnu kökur á sunnudögum. Hérna eru frænkurnar saman Freyja Naómí ,Birgitta Emý og Embla Marína. ![]() Hænurnar eru þar í miklu uppáhaldi. ![]() Ronja Rós komin með þetta fína leikteppi. ![]() Benóný var aldeilis hissa og glaður þegar þessi hæna sem heitir Svarthvít gerðist laumu farþegi með ömmu og afa og hoppaði upp í bíl og fór með þeim til Ólafsvíkur og heim til Benóný það fannst honum alveg æðislegt eins og sést á myndinni, hann alveg ljómar. ![]() Hún er farin að brosa svo fallega og hjala aðeins. ![]() Svo fallegar systur. ![]() Hænurnar við eldhús gluggan hjá Freyju í sveitinni. ![]() Svo mannaleg. ![]() Heimsókn í fyrsta sinn í sveitina til ömmu og afa. ![]() Freyja búnað missa báðar framm tennurnar og missti svo aðra núna í gær hliðina á svo hún er tannlaus greyjið he he. ![]() Aðeins að máta kinda föt fyrir mömmu sína. 10.11.2019 14:12Ásettningur hjá Sigga í Tungu![]() Þessi er frá Sigga og er undan Fönn og Hlúnk Máv syni frá Sigga. 44 kg 32 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 110 fótl 9 framp 18,5 læri 9 ull 9 samræmi ![]() Þessi er undan Hláku og Grettir Máv syni frá Sigga. 47 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lag 111 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 9 samræmi. ![]() Þessi er undan Stygg og Grettir Máv synir frá Sigga. 45 kg 31 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. ![]() Þessi er undan Fönn og Hlúnk á móti hinni. 49 kg 29 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl 9 framp 18,5 læri 9 ull 8,5 samræmi. ![]() Þessi er undan Lottu og Gosa sem er Bjart sonur frá Gumma Óla Ólafsvík. 46 kg 36 ómv 1,8 ómf 4,5 lag 110 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi. ![]() Þessi er undan Gránu og Grettir Máv syni frá Sigga. 48 kg 34 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 110 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. ![]() Þessi er undan Hélu og Ask Kalda syni frá okkur. 48 kg 33 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 108 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 9 samræmi. ![]() Þessi hrútur er unda Röst og Gosa sem er Bjart sonur frá Gumma Óla Ólafsvík og hann er þrílembingur. 51 kg 36 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 110 fótl 8 9 9 9,5 9 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig. Það eru svo fleiri myndir af ásettningnum hans hér inn í albúmi. 07.11.2019 11:24Smalað,keypt hrút og gimbur á FáskrúðabakkaÞegar við fórum suður um daginn fyrir skírnina þá komum við á Fáskrúðabakka hjá kristjáni og fengum hjá honum veturgamlan hrút sem var í öðru sæti á Héraðssýningunni í fyrra og stigaðist svona sem lamb. Frá Fáskrúðarbakka undan Vöðva. nr 19 47 kg 110 fótl 34 ómv 4 ómf 4,5 lag 8 8,5 8,5 9 9 18,5 9 8 9 alls 88 stig. Við keyptum líka gimbur sem er hvít kollótt og er með 9 framp 37 ómv og 18 læri og við erum svakalega ánægð með hana enda svakalega fallegt fé hjá honum Kristjáni á Fáskrúðabakka. ![]() Hér er gimbrin og fékk hún nafnið Björt. ![]() Hér er svo hrúturinn og hann heitir Bjartur. ![]() Þessi er svo fallegur og þetta er nýji hrúturinn hjá Kristinn Bæjarstjóra. ![]() Hér er betri mynd af honum Kristinn verður að finna nýtt nafn á hann eða halda Stjóra nafninu. ![]() Hér er hrúturinn okkar Vaskur undan Ask og Hriflu og ég hef mikla trú á honum hann er undan uppáhalds kindinni minni Hriflu sem er undan Hlussu gömlu og Hriflon. Hann er 89,5 stig ![]() Hér er önnur mynd af honum. ![]() Þetta er svo Kolur mógolsóttur og hann á að halda við mórauða stofninum. Hann er 86,5 stig með 18,5 læri og 34 ómv. ![]() Þessi er frá Sigga og er undan Röst og Gosa frá Gumma Óla sem er undan Bjart sæðingar stöðvarhrút og er 87,5 stig með 36 ómv og 18,5 læri. ![]() Við fórum að smala hlíðina í Búlandshöfða og Embla kom með mér og fannst mjög gaman að fá að fara svona hátt upp. ![]() Við löbbuðum alveg hér upp að klakanum. ![]() Það var magnað að sjá hvað klakinn var skemmtilega frosinn. ![]() Siggi fór upp hér rétt hjá bænum Búlandshöfða og labbaði svo upp og alveg upp að klettunum þvi þar voru tvö ókunnug lömb sem við ætluðum að reyna ná samanvið okkar fé. ![]() Þau voru mjög óþekk við okkur og við misstum þau fram úr okkur og fyrir neðan Grænsdali. ![]() Hér er Embla svo dugleg að reyna komast fyrir þau. ![]() Þau fóru svo niður i klettabergið hér og vildu ekki hreyfa sig en þegar þau fóru svo af stað fóru þau allt annað en niður og hlupu aftur til baka. ![]() Við urðum svo að játa okkur sigruð eftir mikið hlaup fram og til baka en þau vildu engan veginn fara áfram með okkur út fyrir Búlandshöfðann enda ekki frá okkur og þá er mjög erfitt að reka þau út eftir. Mér tókst að súma aðeins með myndavélinni og mér sýndist merkið vera heilrifa á báðum eyrum en er samt ekki viss. ![]() Siggi fór svo á eftir kindunum okkar undir Búlandshöfðann leiðina mína sem ég er vön að fara en fór ekki núna því ég var með Ronju í bílnum. Siggi fór þessa leið í fyrsta sinn og fannst hún ekki eins glæfraleg eins og hún sýnist. ![]() Það er svo búið að dæla út úr húsunum svo allt er að verða reddý. Við tókum gimbranar inn 26 október og Siggi hefur verið að gefa þeim og lambhrútunum svo tók Siggi og Emil stóru hrútana inn núna seinustu helgi því þeir voru farnir að slást svo mikið. ![]() Hér eru Drjóli hans Sigga Hæng sonur og Svarti Pétur hans Óttars á Kjalvegi. ![]() Hlúnkur Máv sonur frá Sigga. ![]() Svanur Máv sonur frá okkur og Kaldnasi Magna sonur frá okkur. ![]() Grettir Máv sonur frá Sigga. ![]() Askur Kalda sonur frá okkur. ![]() Hér er betri mynd af Kaldnasa kollótta og Svan. Það verður svo næst á dagskrá hjá okkur að fá dýralæknirinn til að sprauta lömbin og svo að taka inn kindurnar um miðjan nóvember og þá ætlar Arnar að koma og taka af fyrir okkur. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi. 02.11.2019 13:54Skírnin hjá Ronju RósSunnudaginn 27 okt var yngsta prinsessan okkar mánaðar gömul og varð skírð í Brimisvallarkirkju í Fróðarhreppi. Veislan var svo heima hjá okkur og þetta var bara lítið og þæginlegt. Við fórum til Reykjavíkur þessa helgi og pöntuðum skírnartertu þar og tókum hana svo með okkur vestur. Embla Marína dóttir okkar hélt á henni undir skírn og Ágúst bróðir minn og Karítas frænka voru skírnarvottar. Óli mágur minn sá um að taka allar flottu myndirnar af okkur hann er alveg snillingur í því og við erum rosalega þakklát fyrir að eiga svona frábæran myndasmið í fjölskyldunni. ![]() Hér er búið að skíra hana Ronju Rós og hér erum við fjölskyldan ásamt skírnarvottum. ![]() Hér er hún sátt að bíða eftir nafninu. ![]() Svo tók gráturinn við og hún varð öskureið og vildi bara drífa þetta af og hér er Embla að reyna róa hana niður áður en hún fékk nafnið sitt. ![]() Karítas Bríet skírnarvottur með Ronju Rós. ![]() Ágúst bróðir skírnarvottur með Ronju Rós. ![]() Hulda amma svo stolt með Ronju Rós. ![]() Freyja amma og Bói afi svo stolt með gullið sitt. ![]() Skírnartertan hennar. ![]() Jóhanna frænka með Ronju Rós í nýja flotta kjólnum sem amma Freyja og afi Bói gáfu henni frá Tenerife. ![]() Fékk þessi flottu kinda rúmföt frá Steinari og krökkunum. ![]() Hér er Brimisvallarkirkja þar hvíla ættingjar sem eru farnir frá okkur eins og pabbi minn Leifur Þór Ágústsson,Þorsteinn Ágústsson og Ragnar Ágústsson sem eru bræður pabba og einnig eru systur þeirra og foreldrar og fólk úr sveitinni eins og Kalli og Fríða í Tröð og Hemmi og Gilli í Hrísum og Gerða mamma hans Sigga í Tungu. Svo skrítið hvað það er stutt síðan að allt þetta fólk var í sveitinni og þá var búið á öllum bæjum en núna er bara búið í Tungu,Brimisvöllum og Geirakoti. Mér þykir alveg einstaklega vænt um sveitina og tengi ótrúlega mikið við náttúruna þar. Við erum líka svo ótrúlega heppin að eiga góðan vin að, hann Sigga í Tungu sem við fáum að vera með kindurnar hjá í góðu samstarfi og njóta áfram sveitalífsins. ![]() Hér er svo Fríða fænka sem er eina systir hans pabba sem er á lífi. Við förum alltaf í heimsókn til þeirra þegar færi gefst þegar við förum til Reykjavíkur. Hér fékk hún að sjá Ronju Rós rétt áður en hún fékk nafnið sitt. Fríða og Helgi eiga sumarbústað í sveitinni inn í Fögruhlíð og þau komu þangað einu sinni í sumar en hérna áður fyrr voru þau vön að koma og eyða stórum hluta af sumrinu þar. ![]() Benóný var sáttur við daginn og hér er hann að leika sér með skip núna á hug hans allan sökkvandi skip titanic ásamt mörgum fleirum. Rennibrautirnar og sundlaugarnar fara i frí á veturnar. ![]() Flottar frænkur í veislunni Kamilla Rún og Embla Marína. Það eru svo fleiri myndir af skírninni hér inn í albúmi. 28.10.2019 11:12Héraðssýning lambhrúta 2019Héraðssýning lambhrúta var haldin núna um þar seinustu helgi eða 18 október og fór fyrri sýningin fram í Kolbeinsstaðarhreppi í Haukatungu Syðri 2. Ég komst ekki á þá sýningu en Kristinn Bæjarstjóri,Gummi Óla og Óttar fóru þangað og Kristinn tók myndir fyrir mig og leyfði mér að fylgjast með í símanum. Það voru 2 kollóttir hrútar ,12 hvítir hyrndir og 9 mislitir. Þeim er svo raðað í 5 bestu áháð verlaunasæti og þeir keppa svo við þá vestan megin. ![]() Hér eru 5 bestu austan girðingar. Sá sem Elísabet heldur í var í öðru sæti í hvítu hyrndu. ![]() Hér er önnur mynd tekin af Kristni þegar hann fór á fyrri sýninguna. Seinni sýningin fór svo fram í Bjarnarhöfn hjá Sigríði og Brynjari og hófst kl 13:00. Það var mjög flott aðstaða hjá þeim og skemmtileg fjárhús. Dómarar voru Lárus Birgisson og Anja Mager. Þar voru mættir 15 kollóttir, 21 mislitir og 25 hvítir hyrndir og þeir keppa svo við hina sem voru kvöldið áður í Haukatungu Syðri 2. Alls í heildina báðum megin voru 17 kollóttir 30 mislitir og 37 hyrndir hvítir. Það var rosalega vel mætt á sýninguna og ég held ég hafi talið rúmmlega 100 manns. Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar var ásamt okkar félagi með kaffi veitingar og súpu en Lauga og dóttir hennar sáu um aðal vaktina í því og Sigga um að hella upp á kaffið. Við fengum köku hjá Eiríki með mynd af hrútunum Topp og Herkúles sem voru miklir höfðingjar hjá mér. Eiríkur kom líka með brauð með súpunni. Við seldum svo happdrættismiða og það seldust 104 miðar. Í verðlaun voru 2 gimbrar ein frá mér flekkótt með 18 í læri og 30 ómv og hin var mórauð frá Skyldi en hún var óstiguð. Það skemmtilega við gimbrina mína var að ég var búnað gera hana gæfa svo hún varð enn þá eftirsóknarverðari. ![]() Hér er gimbrin sem ég setti í happdrættið hún er undan Svan sem er Máv sonur frá okkur og kind sem heitir Vofa og á ættir í Grábotna. ![]() Hér er Héraðsmeistarinn 2019 en það var stórglæsilegur gripur í eigu Snæbjörns á Neðri Hól og er undan Hnykill sem var einnig héraðsmeistari í fyrra svo Snæbjörn getur sett skjöldinn aftur upp á vegg hjá sér. Mér fannst æðislegt líka að sjá að skjöldurinn færi loksins ekki bara á hvíta hrútinn því þetta hefur ekki áður skeð að skjöldurinn færi í annan flokk heldur enn hvíta hyrnda flokkinn. ![]() Ég var búnað mynda hrútinn áður en ég vissi að hann myndi vinna og náði þessari fínu mynd af honum. Hann er glæsilegur og feikilega vel gerður og holdfylltur. Hann var í fyrsta sæti í mislita flokknum. 1.sæti frá Neðri Hól stigaðist svona. 43 kg 105 fótl 36 ómv 2,7 ómf 5 lag 8 9 9 9,5 9,5 19,5 7,5 8 9 alls 89 stig. 2.sæti var hrútur frá Svan og Höllu í Dalsmynni undan Óðinn sæðingarstöðvarhrút. 49 kg 107 fótl 35 ómv 3,3 ómv 5 lag 8 9 9 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig. 3.sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru undan Jökull. 62 kg 111 fótl 34 ómv 4,1 ómf 5 lag 8 9 9 9,5 9 19 8 8 9 alls 88,5 stig. 4.sæti var hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan hrúti frá þeim. 50 kg 104 fótl 30 ómv 2,2 ómf 4,5 lag 8 8,5 9 9 9,5 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig. 5. sæti var hrútur frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi undan hrút frá þeim. 50 kg 107 fótl 35 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 8 9 9 9,5 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig. ![]() Hér eru verðlaunahafar í mislita flokknum. 1.Snæbjörn Viðar Narfason 2. Halla Dalsmynni 3.Sól og Saga frá Bergi Hér koma nokkrar myndir af sýningunni af mislita flokknum. ![]() Hér er Snæbjörn á Neðri Hól, Heiða á Gaul,Gummi Óla og Kristinn Bæjarstjóri. ![]() Hér eru Hildur Ósk og Saga Björk. ![]() Flottur hópur hér af mislitu hrútunum. ![]() Hér er mynd af mislitu hrútunum austan megin við girðinguna í Haukatungu Syðri 2 sem Kristinn tók fyrir mig. ![]() Hér eru Sigga og Brynjar í Bjarnarhöfn með gullfallega hrútinn sinn sem var efstur í hvíta hyrnda flokknum og er hann líka undan Hnykil frá Snæbyrni á Neðri Hól. ![]() Hér er hann alveg glæsilegur hrútur á velli og vel gerður í alla staði. 1.sæti Frá Bjarnarhöfn 48 kg 105 fótl 35 ómv 2,8 ómf 5 lag 8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 9 alls 88 stig. 2.sæti hrútur frá Arnari og Elísabetu undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút. 52 kg 110 fótl 34 ómv 2,3 ómf 4,5 lag 8 9 9 9,5 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 88,5 stig. 3.sæti hrútur frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík undan Gosa heimahrút. 51 kg 103 fótl 40 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig. 4.sæti hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan Soldán heimahrút. 50 kg 108 fótl 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 8 9 9 9 9,5 19 9 8 8,5 alls 89 stig. 5.sæti Herdís og Emil með hrút undan Ask heimahrút. 54 kg 110 fótl 36 ómv 2,3 ómf 5 lag 8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig. ![]() Hér eru vinningshafarnir fyrir hvítu hyrndu hrútana. 1.sæti Sigríður í Bjarnarhöfn. 2.sæti Elísabet og Arnar Haukatungu. 3.sæti Guðmundur Ólafsson Ólafsvík. Hér koma svo nokkrar myndir af þessum flokki. ![]() Hér eru hjónin á Hjarðarfelli Harpa og Guðbjartur með fallega hrúta. ![]() Hér má sjá hvern gripinn á eftir öðrum fallegri. ![]() Skemmtilega fallegar lopapeysur líka. ![]() Hér má sjá Kristinn Bæjarstjóra með nýja hrútinn sinn sem tók við af Stjóra sem var hrúturinn hans í fyrra. Hann er með fallegan hrút fyrir sýninguna og getur þá líka farið með hann á næstu sýningu veturgamla á næsta ári. Besta kollótta hrútinn áttu Harpa og Guðbjartur á Hjarðafelli ég náði ekki mynd af honum en ég á einhverjar myndir af kollóttu hrútunum þeirra svo hver veit hvort það sé sá hrútur sem vann svo ég set hérna eina mynd af hrútnum sem ég tók mynd af. ![]() Hér er mynd af einum en ég er ekki viss hver átti þennan hrút en látum hana fylgja hér. 1.sæti undan Guðna frá Hjarðafellsbúinu. 42 kg 109 fótl 37 ómv 3 ómf 5 lag 8 9 9 10 9 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig. 2.sæti hrútur frá Óla Tryggva Grundarfirði. 55 kg 109 fótl 34 ómv 4,9 ómf 5 lag 8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig. 3.sæti er hrútur frá Kristjáni á Fáskrúðarbakka undan Bjart heimahrút. 50 kg 109 fótl 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 7,5 9 8,5 9,5 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig. 4.sæti er hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan Guðna sæðishrút. 49 kg 108 fótl 33 ómv 4,5 ómf 4 lag 8 9 9 9 9 18 9 8 8,,5 alls 87,5 stig. 5.sæti er hrútur frá Brynjari og Siggu Bjarnarhöfn undan Tind. 47 kg 111 fótl 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 8 9 9 9 9 10 8 8 9 alls 87 stig. ![]() Hér eru verðlaunahafarnir í kollótta flokknum. 1.sæti Guðbjartur á Hjarðafelli. 2.sæti Ólafur Tryggvason Grundarfirði. 3.sæti Kristján á Fáskrúðarbakka. Hér koma svo nokkrar myndir úr þessum flokki. ![]() Hér má sjá kollóttu hrútana. ![]() Fallegir hrútar og fallegar peysur. ![]() Hér er einn fallegur kollóttur veit ekki hver á hann. ![]() Hér er fallegi farandsskjöldurinn. ![]() Hér er verðlaunaplattinn fyrir hvítu hrútana. ![]() Fyrir kollóttu hrútana. ![]() Og fyrir mislitu hrútana. ![]() Flottir félagar hér á ferð Fífill Stykkishólmi og Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi. ![]() Embla dóttir okkar kát með pabba sínum á hrútasýningunni. ![]() Glæsilega tertan sem Eiríkur gerði fyrir hrútasýninguna. Á myndinni eru hrútar frá mér sem hétu Herkúles og svo sonur hans Toppur. ![]() Fallegur hvíti hrúturinn sem við komum með og er í eigu Kristins Bæjarstjóra hann komst þó ekki í uppröðun var aðeins farinn að leggja af. Hann er 88,5 stig. ![]() Þórunn og Guðný kátar með sýninguna. ![]() Dóra, Þórsi og Elva skemmtu sér líka vel. ![]() Hér er nýja prinsessan okkar í kinda fötunum á fyrstu hrútasýningunni en hún var nú reyndar bara út í bíl með Huldu ömmu sinni sem var svo góð að passa hana fyrir mig meðan ég kom bara aðeins út í bíl til að gefa henni að drekka og skipta á henni. ![]() Hér er Dóra í Grundarfirði og Halla á Lýsuhóli með happdrættis gimbranar sem þær unnu. ![]() Gummi Óla með hrútinn sinn sem lenti í þriðja sæti í hvítu hyrndu. ![]() Ég fékk þessa fallegu kinda púða til að gefa í verðlaun frá nágranna mínum henni Ólöfu Sveinsdóttur en hún prjónaði þá og er hægt að fá þessa fallegu púða í búðinni Gallerý Jökull í Ólafsvík ásamt fullt af öðru fallegu handverki. ![]() Hér eru Lárus og Anja að fara lesa upp úrslitin. ![]() Hér er Saga frá Bergi,Ólafur Helgi Ólafsvík,Sigurður í Tungu og Snæbjörn á Neðri Hól í hyrndu hvítu hrútunum. ![]() Hér má sjá fólks fjöldann sem saman var kominn á sýninguna. ![]() Hér erum við svo komin heim eftir langann dag á hrútasýningu og Hulda amma búnað sitja út í bíl með litlu mína í 5 tíma meðan sýningunni stóð alveg gull að eiga svona góða mömmu að sem gerir allt fyrir mann Það eru svo fullt af fleiri myndum af sýningunni hér inn í albúmi. 12.10.2019 16:03Héraðssýning lambhrúta 2019
Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 18. október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 20:30.
Áframhald fer framm laugardaginn 19.október í Bjarnarhöfn Helgafellssveit og hefst kl 13:00. Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar. Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu verður frítt fyrir börn.
Það verður svo áfram lambahappdrættið sem hefur vakið svo mikla lukku og skemmtun. Þeir sem hafa áhuga á að krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði. Engin posi verður á staðnum.
Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Bjarnarhöfn fyrir báðar sýningarnar.
Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.
Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman. Hér kemur greinin frá síðasta skjaldahafa 2018 ![]() Ég ætla að byrja á toppnum og segja ykkur frá ofurhrútnum sem vann Farandsskjöldinn fallega í ár. Það var lambhrútur frá Snæbyrni á Neðri Hól undan Tvist sæðingarstöðvar hrút og hann var 90,5 stig og er án efa hæðst dæmdi lambhrútur á Snæfellsnesi. Þetta var glæsilegur hrútur í alla staði og þvílíkar tölur hefur maður ekki séð Hér eru feðgarnir stoltir með verðlaunin sín ég óska þeim enn og aftur innilega til hamingu. 1 sæti lambhrútur frá Neðri Hól nr 43 faðir Tvistur sæðingarstöðvar hrútur 55 kg 105 fótl 35 ómv 2,6 ómf 5 lag 8 9 9,5 9,5 10 20 8 8 8,5 alls 90,5 stig 10.10.2019 20:56Sláturmat 2019Við sendum 78 lömb í sláturhús á Hvammstanga. 56 lömb fóru til lífs seld/sett á. Meðalfallþungi 19,37 Gerð 10,73 Fita 7,45 Siggi sendi 34 lömb í sláturhús. Meðalfallþungi 19,8 Gerð 10,9 Fita 7,4 Við slátruðum 14 kindum og 3 fórust um sumarið svo í heildina fækkaði 17 kindum. En við setjum á 9 gimbrar og Jóhanna 1. Við eigum þá 78 kindur og Jóhanna 7. Alls 85 stk. ![]() Dröfn fékk að kveðja 7 vetra gömul hennar verður sárt saknað hjá stelpunum. ![]() Þruma gamla þessi mórauða var látin fara núna en hún var 12 vetra alveg ótrúlega spræk en vildum láta hana fara núna enda búnað skila vel sínu. 06.10.2019 18:23Valið ásetttningin 2019Ég fór í fyrsta skiptið út eftir fæðinguna til að fara upp í fjárhús og skoða hvað ég væri að fara setja á því ég var ekki mikið búnað skoða þetta eftir stigunina því ég var svo þreytt eftir þann daginn að sitja og skrifa þegar var verið að dæma. Svo ég var eiginlega bara búnað velja þetta eftir stigunar blaðinu og ætterni svo ég varð að sjá þær líka svo ég gæti valið. ![]() Þessi botnótta er sett á og er undan Botnleðju og Ask tvílembingur 50 kg 32 ómv 19 læri ég set svo inn betur alveg stigun og betri myndir þegar við tökum lömbin inn. ![]() Hrútur undan Hosu og Víking sem er undan Skyldi hans Bárðar. Tvílembingur 60 kg 36 ómv 19 læri alls 88,5 stig ![]() Þessi er undan Brussu og Ask tvílembingur 50 kg 33 ómv 18,5 læri 5 lag ![]() Þessi er undan Kolfinnu og Máv sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur 45 kg 33 í ómv 18,5 læri 9 framp. Ég valdi þessa því hún var alhvít annars var systir hennar á móti betri með 34 ómv 9,5 framp og 19 læri en hún var gul og ég seldi hana. ![]() Þessi er undan Dröfn og Gosa Bjartsyni frá Gumma Óla. Einlembingur 48 kg 33 ómv 9,5 framp 18,5 læri ![]() Þessi er á móti hrútnum undan Hosu og Víking. 51 kg 33 ómv 5 lag 9 framp 18 læri. ![]() Þessi er undan Fáfni sæðingarhrút og Sól. Einlembingur en gengu tvö undir. 50 kg 31 ómv 9,5 framp 4,5 lag 19 læri. ![]() Þessi er undan Möggu Lóu og Zesari. Tvílembingur 44 kg 35 ómv 4,5 lag 9 framp 17,5 læri ![]() Þessi er undan Von og Guðna sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur 45 kg 34 ómv 4,5 lag 9 framp 18 læri. ![]() Þessi er undan Hexíu og Víking hans Bárðar og Dóru. Tvílembingur 50 kg 35 ómv 4,5 lag 9 framp 18 læri. ![]() Þessi er frá Jóhönnu og er undan Dúfu og Kaldnasa. Tvílembingur 46 kg 32 ómv 9 framp 18 læri. ![]() Þessi er undan Kviku og Zesari. Tvílembingur 49 kg 34 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 18,5 læri alls 86,5 stig. ![]() Þessi er undan Ask og Hriflu. Tvílembingur. 54 kg 36 ómv 2,3 ómf 5 lag 10 bak 9,5 malir 19 læri alls 89,5 stig. Þetta er svona í fljótu það sem er sett á og mun ég svo taka betri myndir og eins taka myndir af gimbrunum hans Sigga en hann setur 6 á hjá sér. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 3108 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 6914 Gestir í gær: 37 Samtals flettingar: 1402300 Samtals gestir: 75232 Tölur uppfærðar: 15.2.2025 13:37:01 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is