Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.09.2021 10:42

Smalað inn í Bug og við kíktum að aðstoða 16 sept.

Hér er Maggi Óskars frændi Gumma að reka og Embla og Erika fengu að standa fyrir.

Hér byrja þær að leita útaf eins og þær eiga til að gera.

Guðmundur er ekki lengi að skella sér í veg fyrir þær.

Magnús Óskarsson með smala hundana sína.

Guðmundur búnað komast í veg fyrir þær og allt á réttri leið.

Hér halda þau svo á stað að reka inn í Bug.

Hér er svo Kristinn hann var slæmur á fæti en það er allt að koma til sem betur fer hann er orðinn svo spenntur að fara smala.

Magnús að sækja eitt sem var að stinga sér út undan.

Búið að fanga eitt Guðmundur og Kristinn að draga það niður.

Þetta stakk sér við bakkann á gilinu og náðu þeir að fanga það líka. Það gekk vel að smala þeir tóku Geirakot og smá að Fróðarheiði til að létta undir smölun fyrir laugardaginn.

Spennan orðin Gifurleg hér er Hexía með lömbin sín undan Óðinn.

Hér er hún aftur.

Viktoría með gimbur undan Óðinn.

15.09.2021 12:58

Rúntur 12-13 sept

Ég tók rúnt 12 sept í rígningunni og rokinu og þá voru kindurnar búnað leita sér skjóls í Mávahlíðargilinu.

Gurra með þrílembingana sína í Fögruhlíð.

Náði að sjá móra hans Sigga sem er undan Ingiberg og svart bróðir hans.

Hér sést aðeins í þá og aðra kind frá Sigga.

Ég var að reyna súma myndina af honum en það var frekar mikil rigning svo hún er aðeins óskýr en mér sýnist hann vera mjög fallegur langur,stór og mikill hrútur.

Hér er Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart.

Gimbur frá Sigga undan Lottu og Þór.

Hér er sú gráa á móti þær voru vel blautar greyjin enda búið að vera svo mikil rigning og rok seinast liðna viku.

Hér er svo Aska aftur með gimbrarnar sínar undan Dag.

Önnur þeirra er snjóhvít.

Hér er hin.

Lömbin hennar Möggu Lóu og Bibba .

Það var mikið brim í fyrra dag þegar ég tók myndina og það voru allsstaðar fólk stopp niður i fjöru að taka myndir af öldunum.

Þessir höfðingjar frá Gumma Óla voru niður á Mávahlíðarhellu en ég sá ekki móðirina svo það er spurning hvort hana vanti ,þetta er í annað sinn sem ég sé þá bara tvo saman en þeir eru frá Gumma Óla Ólafsvík svakalega fallegir.

15.09.2021 12:39

Rúntur 7sept

Viktoría með gimbrarnar sínar undan Óðinn.

Aska með sínar gimbrar undan Dag ég var að sjá hana svona nálægt í fyrsta sinn í sumar núna.

Brussa með sína gimbur undan Bolta.

Þessar sá ég í fjarska þetta eru Terta með hvíta gimbur og gráflekkóttan hrút og svo er 
Randalín með hrút frá Sigga sem var vaninn undir og svo með gimbrina sína undan Bolta.

Hér er Mávadís með hrút og gimbur undan Þór.

Hér sést hrúturinn betur.

Gimbrin hennar.

Þessi er frá Sigga og heitir Grýla og er með lömb undan Bolta.

Hér sjást þau betur.

Hér er Tuska hans Kristins með hrútana sína undan Kol.

Hér hleypur hún með þá á brott. Þeir eru fæddir í júní svo þeir eru ekki eins stórir og hin lömbin en líta bara mjög vel út enda Tuska bara gemlingur og með þá báða undir sér.

Hér er Kleópatra gemlingur með hrútana sína undan Ingiberg.

Hér sést svo betur í Tusku með hrútana sína tekið seinna um daginn.

Hér er Milla gemlingur sem bar líka í júní með gimbrina sína undan Kol.

Hér sést í Gurru með þrílembingana sína undan Óðinn og svo kollótt lamb frá Snúllu hennar Jóhönnu aftast.

Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík.


30.08.2021 12:31

Rúntur 27-30 ágúst

Lóa með gimbrarnar sínar undan Kol.

Hér sést gimbrin hennar betur.

Hér er sú mórauða.

Hér er Víana með hrútinn sinn undan Tón sæðing.

Hrútur og gimbur undan Hexíu og Óðinn.

Zelda sem fór frá mér til Gumma. Hún er með gimbur og hrút.

Hér er hrúturinn.

Gráa gimbrin svo falleg.

Hrúturinn skemmtilegur á litinn.

Nál sem fór frá mér til Bárðar og Dóru er hér inn í Kötluholti með hrút og gimbur.

Benóný sá Kaldnasa og varð að gera tilraun hvort hann gæti talað við hann.

Það er ekki að spyrja að því hann kom beint til hans.

Hér athugar Benóný hvort ég hafi ekki örugglega verið að fylgjast með honum ná að klappa
honum.

Loksins náði ég að sjá Möggu Lóu og Mónu Lísu og hér er Magga Lóa með gimbrina sína undan Bibba.

Hér er betri mynd af gimbrinni.

Hér sést hrúturinn hennar og svo Móna Lísa og Lóa bak við. Ég læddist svo nær þeim til að ná myndum en þær voru ansi varar um sig og tóku á rás leið og ég nálgaðist.

Hér sést Móna Lísa með þrílembingana sína undan Kol og ein gimbrin er mógolsótt sokkótt og svo er hin gimbrin mógolsótt og hrúturinn mógolsóttur.

Hér er Magga Lóa með gimbrina og hrútinn undan Bibba. 

Hér sést Lóa með mórauðu gimbrina sína og mógolsóttu og svo hrúturinn hennar Möggu
fyrir aftan þessi flekkótti.

Hér sést Móna Lísa og sú sokkótta svo flott með hvíta stjörnu líka framan í sér.

Flottir þrílembingar undan Mónu lísu.

Virkar fallegur á aftann Bibba sonurinn hennar Möggu Lóu.

Það er að byrja svo skemmtilegur tími til að rúnta núna þetta er svo spennandi.

27.08.2021 12:59

Rúntur 24 ágúst

Skotta gemlingur með gimbrina sína undan Kol.

Hér sést hún betur það var leiðinda veður þegar ég tók rúnt rok og rigning.

Kolfinna með hrútinn sinn undan Óðinn en hún virðist vera búnað týna gimbrinni.

Hér er hann svo fallegur hann er svartbotnuflekkóttur með hvíta sokka.

Lömbin hennar Fíu Sól mógolsóttur hrútur og mórauð gimbur.

Randalín hans Kristins með hrút frá Sigga sem var vaninn undir hana.

Gimbrin hennar Randalín sem er undan Bolta.

Hér er Víana með hrútinn sinn undan sæðingarhrútnum Tón

Hér er hann svakalegur dreki hann er fæddur tvílembingur en hitt lambið á móti honum var alger písl hefur klemmst naflastrengur og lifði aðeins í 3 daga.

Hrúturinn hennar Fíu Sól.

Víana aftur hrútinn undan Tón.

24.08.2021 12:17

Rúntur 20 ágúst

Þessi hrútur er undan Bolta og Kviku. Kvika er Soffa dóttir og var mógolsótt en hún varð
afvelta núna þann 19 ágúst mjög leiðinlegt svo núna er hann bara einn hann er fæddur þrílembingur.

Hér eru tvö lömb frá Sigga í Tungu undan Grábrók gemling sem greinilega mjólkar vel.

Hér er hún Grábrók sem er gemlingur með þessu flottu lömb undan Sprella. Sprelli er Gosa sonur frá Sigga.

Hér er hún Birta með þrílembingana sína sem halda áfram að stækka. Þeir eru undan
Bolta.

Hér er hrúturinn á móti gimbrunum.

Hér fara þau svo frá mér.

Hér er Búrka hans Sigga með lömb undan Dag.

Hér er gimbrin.

Hér er hrúturinn.

Milla gemlingur sem bar með þeim seinustu.

Hér er gimbrin hennar hún er undan Kol.

Hér er gemlingur frá Sigga sem heitir Flotta og er með hrút undan Þór.

Hún ber nafn með réttu og er svakalega falleg hún Flotta.

Hér er svo aftur hún gráa gimbrin undan Lottu hans Sigga sem ég er svo hrifin af.

Glæta hans Sigga með tvo hrúta undan Bolta mjög vænir og fallegir.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þessum rúnti.

24.08.2021 11:05

Benóný Ísak 12 ára

Elsku frábæri Benóný Ísak fagnaði 12 ára afmæli sínu þann 19 ágúst. Hann er enn með óendanlega mikinn áhuga á vatnsrennibrautum og sundlaugum. Sumarið snýst mikið um það að ferðast um landið og fara í sund og rennibrautir og í sumar náðum við að uppfylla markmiðið hans sem var að klára allar sundlaugar með rennibrautum á Íslandi en það gerðist þó ekki bara í sumar heldur er það búnað taka nokkur ár að klára það og núna varð það að veruleika og seinasta sundlaugin sem hann átti eftir að fara í var Reykholt. Benóný hélt svo líka upp á afmælið sitt og voru það nánustu vinir og hann bauð þeim með sér í sund inn í Stykkishólm og svo var komið við í sveitinni hjá ömmu hans og afa og borðað pizzu og kíkt á hænurnar sem eiga líka hug hans allann. Því næst var farið svo heim til okkar og þar horft á bíómynd og svo farið í leiki og stóð afmælið frá 3 að deginum fram til að verða hálf 11 um kvöldið og var hann svo ánægður með daginn að hann ætlaði ekki að geta sofnað því þetta var svo æðislegur dagur.

Hér er verið að borða pizzu inn í Varmalæk.

Benóný og Hrannar vinur hans í leiktækjunum í Varmalæk hjá Freyju ömmu og afa Bóa.
Hann var mjög spenntur að sýna krökkunum hænurnar og hversu spakar þær eru.

Bjarki Steinn frændi og Ronja Rós spennt að fá pizzu.

Benóný að borða Dodda magarítu en það verður alltaf að taka ostinn af fyrir hann og hann
borðar hana með extra sósu.

Hér erum við svo heima hjá okkur og verið að horfa á Köflóttu ninjuna.

Hér er hann að fara í síðustu sundlaugina með rennibraut í Reykholti.

Hér er næst síðasta rennibrautin en það var Laugaland.

Hér er hann að fara í sundlaugina í Laugarskarði en hann átti alltaf eftir að fara í hana og fannst hún mjög skemmtileg.

Hér er hann að fara í sundlaugina á Ólafsfirði þegar við vorum á ferðalagi í sumar.

Hér er hann að fara í sundlaugina á Eskifirði í sumar.

Fór í siglingu með pabba sínum frá Rifi til Hafnarfjarðar.

Hér eru þau farinn af stað og siglingin gekk rosalega vel og það var æðislegt veður og krakkarnir sváfu nánast alla leið.

Hér erum við fyrir austan að veiða með Ágústi bróðir. 
Benóný í bláu stígvélunum sem hann vill helst vera í alla daga og í hvaða veðri sem er.

Í bíó.

Hér er hann að borða brauðstangirnar sem hann elskar.

Benóný Ísak með kanínu í Slakka.

Í náttúrulauginni á Laugarfelli.

Á flugvélasafninu á Akureyri.

Í Vök.

Ég á svo eins og ég hef eflaust sagt áður eftir að blogga um ferðalagið í sumar og eins risa sundlauga blogg um rennibrauta ævintýrið mikla hans Benónýs. En núna er komið nýtt markmið hjá honum og það er að taka gopro video af öllum rennibrautum landsins en hann er þegar byrjaður og búnað taka úr nokkrum í sumar svo þetta verður bara spennandi markmið sem heldur áfram næsta sumar.


17.08.2021 09:25

Hrútarnir

Rakst á hrútana á rúntinum og hér er Bolti fremstur svo kemur Kolur og Óðinn.

Hér er Sprelli hans Sigga. Hann er undan Gosa frá Gumma Óla Ólafsvík og á ættir í Bjart frá Ytri Skógum sæðingarstöðvarhrút og svo í Garra frá Stóra Vatnshorni.

Óðinn veturgamal hann er undan Vask sem var undan Ask Kaldasyni og svo í móðurætt
er Mávur og aftur í ættir Kári frá Ásgarði sæðingarhrútur.

Þór veturgamal undan Ask Kaldasyni og Snædrottningu sem er undan Ísak sem er með ættir í Saum sæðingarstöðvarhrút og Kveik. Í móðurætt er svo að finna Mána frá Hesti og Herkúles heimahrút sem var frá okkur.

Hér er hann Ingibergur eða Bibbi eins og við köllum hann frá Sigga og hann er orðinn svakalega fallegur.

Hér er Dagur undan Mínus sæðingarstöðvarhrút og Sóldögg sem á ættir í Þorsta sæðingarstöðvarhrút frá Múlakoti og svo í Þrótt sæðingarstöðvarhrút.

Hér er Bolti,hann er undan Vikíng frá Hömrum sem á ættir í Klett frá Óttari Kjalveg og Kveik sæðingarstöðvarhrút og Læk frá Ytri Skógum. Kolur sem er mógolsóttur og er undan Zesari sem á ættir í Dreka sæðingarstöðvarhrút og Fannar í föðurætt og í móðurætt Soffa frá Garði sæðingarstöðvarhrút. Svo er það Óðinn á endanum.

Óðinn var eini sem sat best fyrir á myndunum en hinir voru frekar óþekkir að pósa
fyrir mig. 

Hér eru þeir Bolti snýr baki svo kemur Kolur,Sprelli fremstur og Óðinn fyrir aftann.

Bibbi virkar sver og flottur á aftann.

Dagur var feiminn við mig og var ekki mikið fyrir að sitja fyrir myndavélinni.

Milla gemlingur með gimbrina sína sem er undan Kol.

Dögg hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart.


14.08.2021 10:50

Rúntur 12 ágúst

Gurra með þrilembingana sína undan Óðinn.

Hér er ein gimbrin.

Hér er hin.

Hrúturinn.

Betri mynd af honum.

Hér eru þau að fara. Ég tók Donnu hundinn minn með mér og þá eru þær svo forvitnar að þær koma alveg til mín svo er ég á hnjánum og þá stendur þeim engin ógn af mér og koma miki nær heldur en að ég myndi standa.

Snædrottning með gimbrarnar sínar og svo eitt aukalamb sem er undan kind frá Sigga.

Hérna er gráflekkótta gimbrin svo flott hún er undan Bolta.

Hér er gimbrin hans Sigga.

Hér er hin gimbrin hennar Snædrottningu.

Embla og vinkona hennar Erika að gæða sér á berjum.

Ronja át nú berin svo bara frá þeim he he.

Glæta hans Sigga með hrúta undan Bolta.

Langir og fallegir hrútar ég er samt ekki viss hvort Glæta eigi þennan svarta gæti verið að hún sér með tvo hvíta.

Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart.

Héla hans Sigga með þrjá hrúta undan Þór.

Mjög flottir þrilembingar og svo jafnir.

Hér sjást bolarnir hennar.

Mjög fallegur þessi.

Hér er önnur frá Sigga aðeins að klóra sér á bakinu.

Hænunum hjá Benóný líður vel í sveitinni hjá Freyju og Bóa.

Hér er Brussa ein uppáhalds kindin mín með svakalega fallegar gimbrar undan Bolta.

Dís hans Óttars með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Hér sjást þær betur þær fæddust seint í byrjun júní.

Kleópatra gemlingur undan Brussu með sína hrúta undan Bibba þeir eru mjög stórir og flottir miðað við gemlings lömb og ganga báðir undir.

Hér sjást þeir líka fremstir.

Gimbur undan Brussu og Bolta.

Hér er hin á móti.

Hér er Brussa með gimbranar sínar aftur.

Kleópatra með hrútinn sinn og svo er hinn fyrir aftan hana og svo gimbrin hennar Brussu.

Dís með sínar gimbrar ég veit ekki alveg í hverju þær hafa lent því ullin á annari þeirra er 
svo nudduð eins og hún hafi nuddað sig eða fengið hita.

Lotta hans Sigga með gimbrar undan Þór.

Þær virka svakalega sverar og fallegar.

Hér er sú gráa hún er rosalega falleg.

Hér er Birta með þrilembingana sína undan Bolta.

Hér sést hrúturinn betur.

Önnur gimbrin.

Hér sjást þau saman öll mjög jöfn og falleg.

Hér er Bella hans Sigga með hrúta undan Bolta.

Emil og Bói að ganga frá tækjunum inn í hlöðu inn í Mávahlíð fyrir veturinn.

Fórum og heimsóttum ömmu hans Emils í Kotstrandarkirkjugarðinn hún hét Árný Anna Guðmundsdóttir við höfum komið þar við þegar við eigum leið þarna framhjá.

Benóny kláraði seinustu rennibrautina á landinu sem var Reykholt en ég á eftir að gera langt og mikð blogg um það seinna en þá er hann búnað klára allar rennibrautirnar og nú vill hann halda áfram og taka gopro videó í þeim öllum og hann er búnað taka myndbönd í nokkurm.


Það eru fleiri myndir af kinda rúntinum hér inn í albúmi.

03.08.2021 12:09

Rúntur 1 ágúst kindur hjá Gumma Óla og okkur

Svakalega falleg gimbur frá Sigga í Tungu undan Lottu og Þór. Þór er Ask sonur.

Hér er Lotta með gimbrarnar sínar undan Þór.

Kaldnasi 16-003 hann er undan Magna sæðishrút og Urtu frá Hraunhálsi.

Hann er alveg einstaklega gæfur og hægt að labba að honum og klappa úti.

Grettir hans Sigga 16-449 undan Svört og Máv.

Hér er Snædrottning með gimbrar undan Bolta.

Þessi er gráflekkótt.

Hér sést hin alveg mjallahvít. Snædrottning er móðir Þórs.

Hér er Glæta hans Sigga með hrútana sína undan Bolta.

Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík með flotta þrílembinga.

Hér er nærmynd af þeim.

Hér er Einstök með gimbrarnar sínar undan Þór.

Hér er önnur þeirra.

Hér er hin.

Hér eru sömu gimbrar.

Hér er ein frá Gumma með alveg svakalega fallega hrúta.

Hér er annar þeirra.

Hér er hinn.

Hér er þrílemba frá Gumma Óla. Sú gráa.

Hér er þriðja lambið frá þessari gráu.

Hér er önnur frá Gumma Óla Ólafsvík.

Hér er ein líka frá Gumma Óla.

Þetta er hún Þoka sem ég átti en er í eigu Gumma Óla núna.

Hrúturinn hennar þetta eru fæddir þrílembingar en ganga tvö undir hjá honum.

Falleg kind og skrautleg lömb.

Þessi kind er líka frá Gumma Óla og mér finnst hún alltaf svo falleg og hér er hún með
mjög fallegar gimbrar.

Hér er önnur frá Gumma með alveg svakalega fallega hvíta gimbur þetta verður ásettningur.

Ég var að eltast við hana Hexíu mína til að ná myndum af lömbunum hennar sem virðast
svakalega væn.

Hér eru þau og virðas mjög falleg. Þau eru undan Óðinn sem er Vask sonur.

Hér sjást þau að framan vel hvít og flott.

Þetta verður spennandi að fylgjast með.

Ronja Rós að tína blóm.

Djásn með þrílembingana sína undan Dag.

Þessi er stærstur af þeim.

Hér er gimbrin hvít og falleg.

Hér fer hún svo með þau. Djásn átti bestu gimbrina í fyrra hjá okkur.

Ronja Rós að taka þátt í heyskap og raka.

Ronja Rós að sitja á rúllunni orðin 22 mánaða 27 júlí.

Emil að skoða nýju sláttuvélina sína sem hann var að fjárfesta í frá Helga á Rifi.

Fékk frábæra vini í heimsókn um daginn þegar þau áttu leið um Snæfellsnesið þau Birgitta
og Þórður og strákarnir frá Mörðuvöllum komu til okkar og auðvitað fengum við Birgitta
árlegu myndina af okkur ég nefnilega náði ekki að koma til hennar í heimsókn þegar við vorum fyrir norðan svo það var gaman að þau skildu koma vestur. Birgitta er rosalega
dugleg að blogga og bloggar á hverjum degi og er með síðuna sína hér.

Hér eru Emil og Bói að taka saman rúllurnar af túninu í Kötluholti.

Hér fara þeir af stað með þetta inn í Tungu.

Freyja og Ronja Rós að týna ber sem eru aðeins farin að koma.

Ronja ´Rós að halda einhverja ræðu.

Freyja var svo rosalega dugleg að labba með henni og skoða ber.

Með hausinn upp úr hólnum he he.

Það eru svo miklu fleiri myndir af fénu hans Gumma og þessu hér inn í albúmi.

01.08.2021 12:46

Rúntur 30 júlí

Blesa gemlingur kom alveg til mín og Hrafney gemlingur og ég náði að klappa henni þær voru í brekkunni hjá Búlandshöfða. Þær voru báðar geldar.

Hér er Hrafney.

Hér er Dúlla hún var líka höfð geld.

Hér er Hrafntinna gemlingur hennar Jóhönnu hún var líka höfð geld.

Hér er Skotta gemlingur hún er með gimbur undir sér undan Kol og svo var hrúturinn hennar vanin undan henni og gengur undir kind hjá Sigga.

Hér er gimbrin hennar Skottu hún er mógolsótt.

Óskadís með gimbrina sína sem er fæddur þrílembingur.

Svo dökkmórauð og falleg.

Ósk með gimbrarnar sínar undan Kaldnasa.

Mjög fallegar að sjá.

Terta með hrút og gimbur undan Óðinn.

Flottur á litinn hrúturinn.

Viktoría með gimbrina sem er nær henni hún er undan Óðinn líka svo er hin undan Tertu.

Hin gimbrin hennar Viktoríu.

Bræla sem ég lét Gumma Óla hafa hún er móðir Asks og er hér með þrílembingana sína.

Mávadís með lömbin sín undan Þór.

Hrúturinn hennar.

Gimbrin hennar hún er mjög töff á litinn.

Hér er ein frá Gumma Óla með falleg lömb.

30.07.2021 23:45

Rúntur og heyskapur 29 júlí

Hæ við höfum verið í útilegu seinast liðnar vikur og fengum æðislegt veður og vorum fyrir norðan og austan og fórum hringinn en ég á eftir að blogga um það seinna því við fórum beint í heyskap þegar við komum heim og ég að kíkja á lömbin og taka myndir enda hafa þau stækkað mikið núna og gaman að sjá muninn ég tók sem sagt myndir seinast af kindunum 2 júlí.
Heyskapur gekk mjög vel Emil byrjaði að slá á miðvikudaginnn en reyndar smá erfiðleikar hann braut eitthvað í slátturvélinni en Gummi Ólafs kom og reddaði okkur alveg hann var á svaka flottum traktor með risa stóra slátturvél og bjargaði okkur með því að slá fyrir okkur restina og svo sló Siggi fyrir okkur meðfram. Siggi sló líka heimatúnið hjá sér og í Hrísum. Emil fór heim úr útilegunni þegar við vorum fyrir norðan og heyjaði þá Fögurhlíð og tvö tún með Sigga svo þar fengum við flott hey fyrir fengitímann og sauðburð. Ég varð eftir með krakkana þá í hjólhýsinu á meðan hann skrapp vestur til að heyja. Þeir meira segja tóku rúllurnar líka heim þá af túnunum svo fuglinn færi ekki í þær. 

Hér er Gummi mættur á svæðið til að bjarga okkur með flottu græjunni.

Alveg snilld að eiga svona góða að sem eru svona hjálpsamir við eigum honum mikið að þakka að hafa reddað okkur þegar sláttuvélin okkar hrundi.

Hér er Kristinn að raka saman inn í Kötluholti.

Emil er á rúlluvélinni.

Siggi á plastaranum.

Krakkarnir kátir á meðan að veið síli.

Þessi mynd var tekin 2 júlí af Gurru með þrílembingana sína undan Óðinn.

Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Klara með hrútana sína undan Þór líka tekið 2 júlí.

Tekið núna 29 júlí þetta er Kleópatra með hrútana sína undan Bibba og þeir virka svakalega fallegir og vænir.

Hríma með gimbur undan Bolta.

Hér sést hrúturinn á móti mjög hvít og falleg lömb hjá henni.

Hexía með lömbin sín undan Óðinn.

Hér er ein frá Gumma Óla með svakalega fallegan hrút.

Höfn með lömbin sín undan Bolta.

Hér sjást þau betur.

Kvika með hrútinn sinn undan Bolta hann er fæddur þrílembingur en það kom eitt fóstur og svo bara úldið hjá greyjinu svo hún er bara með þennan Bolta undir sér.

Hér eru þær saman Kvíka og Höfn inn í Kötluholti. Kvika er alltaf mjög vel í holdum.

Hér er Birta með þrílembingana sína undan Bolta mjög jöfn og flott.

Þetta sólarlag kvaddi svo eftir fallegan dag.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

27.06.2021 13:07

Rúntur 27 júní

Hexía með lömbin sín undan Óðinn.

Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík.

Viktoría með lömbin sín undan Óðinn.

Hér er Þoka sem ég lét Gumma Óla hafa en hún er samt upphaflega frá honum því ég fékk
hana frá honum.

Dis með lömbin sín undan Bolta.

Sprelli hans Sigga.

Þessi er frá Sigga og er gemlingur sem gengur með 2 og þau eru undan Sprella.

Hér er hitt lambið hennar á móti.

Rakst á hana Emblu hennar Emblu í dag hún er með gimbur undan Glitni sæðishrút.

Hér er hún orðin svakalega stór og flott en einhverju hefur hún lent í því annað hornið er
búið að brotna hjá henni og það var svona blóð sletta framan í henni sem hefur þornað.

Skellibjalla kom alveg upp að mér.

Terta með lömb undan Óðinn.

Nái ekki alveg nógu góðum myndum af þeim en hér er hitt.

Hér er svo Viktoría aftur.

Annað lambið hennar og þau eru undan Óðinn.

Hér er hitt á móti.

Þetta eru þær sem ég náði að taka mynd af í dag.

25.06.2021 09:38

Annar rúntur 24 júní

Hérna eru gimbrar undan Kol og Lóu.

Hér er Bolti.

Benóný sá Kaldnasa og ákvað að reyna nálgast hann.

Hann er að fara ná athyglinni hans.

Hann var þolinmóður að bíða hvort hann kæmi til sín.

Og þolinmæðin borgaði sig á endanum og Kaldnasi kom.

Nálgast hann varlega og gefur honum knús.

Horfir sposkur á svip a mömmu sína að hann sé búnað ná að komast til hans.

Hann er alveg gæðablóð hann Kaldnasi og gæfari hrút höfum við aldrei átt hann er alveg
æðislegur og gefur líka frábær lömb.

Grettir Máv sonur frá Sigga fylgdist vel með þegar Benóný var nálgast Kaldnasa.

Hér er Dögg sú hvíta hennar Jóhönnu með lömb undan Bjart og svo er Perla gemlingur
sem var með eitt úldið og svo drapst hitt í fæðingu svo hún verður lamblaus greyjið en
fær þá bara stækka í sumar.

Kolbrún hans Sigga með lömb undan Bibba.

Þetta er hún Mylla gemlingur sem bar næst seinust. Hún er með gimbur undan Kol.

Tuska með lömbin sín undan Kol.

Hér sést hún betur hún bar líka seint eða 29 maí og þau eru nú bara mjög jafnir hrútarnir
núna en í fæðingu var sá flekkótti talsvert minni.

Skeifa hans Sigga með lömb undan Bolta.

Hér sjást þau betur.

Fallegt lamb frá Sigga undan Bolta og Botníu.

Hér er Botnía með hrútana sína sem eru orðnir stórir og flottir.

Hláka með lömbin sín undan Grettir.

Rakst á þessa frá Sigga og held að þetta sé Lotta annars er ég ekki alveg viss hún var svo
langt frá að ég náði ekki að greina númerið á henni. Ef þetta er hún þá er hún mjög fallega
gimbur sem er þarna hliðina á henni og hún er þá undan Þór.

Hér er Svala hans Kristins með hrútana sína undan Dag.

Gyða Sól með hrútana sína undan Dag.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.

20.06.2021 20:42

Rúntur 20 júní í Fögruhlíð

Sletta hans Sigga með lambadrottningarnar undan honum Ingiberg(Bibba).

Virkilega flottar og tignarlegar.

Það var svo gaman að taka myndir af þeim þær stylltu sér svo vel upp og sjáiði hvað hún
er breið og falleg að framan.

Góð lengd í þeim og afturpartur lofar góðu líka svo ég held að við höfum alveg veðjað
rétt að hafa tekið hann Bibba að okkur í haust sem næsta kynbóta hrút.

Þetta er Þíða hans Sigga með þrílembingana sína undan Óðinn.

Gletta hans Sigga með hrút og gimbur undan Bolta.

Negla gemlingur frá Sigga með gimbur undan Bibba.

Maríuerlan fylgdist grannt með mér þegar ég var að taka myndir.

Hér er Kleópatra gemlingur með hrútana sína undan Bibba.

Héla hans Sigga með þrílembingana sína undan Þór. Þeir eru mjög jafnir og stórir.

Rakst á Tölu sem Bárður fékk hjá mér í haust. Hún er hérna í Mávahlíðinni með Dögg hennar
Jóhönnu. Bárður hornskellir kindurnar sínar svo þær þekkjast vel frá mínum kindum sem
hann fékk hjá mér.

Rósa var inn í Mávahlíð líka í hlíðinni með hrútinn sinn og flekkóttu gimbrina undan Kaldnasa.

Ronja að gefa hænunum brauð.

Svo vildi hún taka brauðið aftur.

Hænan var nú ekki sátt við það svo hljóp hún þessi grallari og skrækti í henni hænan er
að taka brauðið mitt he he svo gaf hún henni brauðið á endanum.

Það fer vel um þær núna í sveitinni.

Benóný hænsnabóndi að gefa þeim brauð.

Hér er svo ein komin til hans.

Svo fara þau í göngutúr og spjalla.


Flettingar í dag: 3248
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 6914
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1402440
Samtals gestir: 75232
Tölur uppfærðar: 15.2.2025 15:02:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar