Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.10.2011 19:58

Gimbrarnar teknar inn í Tungu.

Jæja nú erum við búnað taka inn gimbrarnar og eins og flestir vita þá erum við hætt að vera í fjárhúsunum inn í Mávahlíð vegna þess að það er allt á sölu og einnig er komið verulegt viðhald á fjárhúsin sem er ekki vert að gera ef það yrði svo bara kippt undan manni ef það myndi seljast. Himnasending átti sér annars stað þegar Siggi og Gerða í Tungu voru svo rosalega almennileg að bjóða okkur að vera hjá sér í vetur og þáðum við það með þökkum.
Ég er allveg himinlifandi yfir því að vera komin með gimbrarnar inn og geta farið að stjana við þær og er ég strax búnað gera eina spaka svo það byrjar vel emoticon
Mér lýst bara rosalega vel á þetta og eru fjárhúsin í Tungu líka mun flottari aðstað heldur en við vorum með í Mávahlíð og líka gaman að vera fleiri saman þá er meiri félagsskapur í kringum þetta.
Ég er búnað taka böns af myndum af gimbrunum en ætla ekki að setja þær allveg strax inn hér á forsíðuna fyrr en ég er búnað ná góðum myndum af öllum svo ég geti sett mynd , stigun og ættir með inn. Það eru samt myndir af þeim í albúmi og einnig fór ég í heimsókn til Gumma Óla og tók myndir af ásettnings gimbrunum hans sem eru afskaplega flottur hópur og flottir litir. Ég set nú eiginlega allt of mikið á þær voru allar svo góðar en það voru 10 fyrir valinu hjá mér og 4 hjá Bóa svo við erum alls með 14 gimbrar. Siggi setur svo 10 gimbrar á.
Þannig að þetta er stærðar hópur hjá okkur 24 alls. Það eru svo 4 lamb hrútar settir á og á ég svo 3 fullorðna og Siggi er með einn veturgamlan en ég set myndir af því öllu saman inn bráðlega. Í dag kom Bárður með Mána soninn minn,Borða soninn og Boga soninn sem voru allir í góðu yfirlæti hjá honum síðan á hrútasýningunni og þakka ég honum kærlega fyrir það. Hann kíkti svo á gimbrina sem ég ætla að láta hann hafa í skiptum fyrir aðra hjá honum. Jæja kíkið nú á gripina í albúminu.

Hér eru ásettnings gimbrarnar hans Gumma Óla.


Hér er ein hjá Gumma sem heitir Frú Laufey.

Hlussu dóttirin hans Gumma. Hún er undan Hlussu Gumma og Þrándi.

Þessi er undan Kveik og Hlíð hennar Þuríðar.

Þessa fékk hann hjá Palla og er hún undan Dag.

Þessi er undan Bjarka mórauða hrútnum hans.

Þessi er þrílembingur hjá Gumma.

Þessi er undan rollu hjá Snorra og Topp frá okkur.

Hér er svo ein svartgolsótt hjá honum svo hann er að verða kominn með alla liti.

Gleymdi allveg að það eru komnir hænu ungar hjá Bóa og Freyju í sveitinni.

Bói duglegur að svíða í slyddunni.

16.10.2011 22:54

Héraðssýning lambhrúta á Bjarnarhöfn 2011


Verðlaunahafar á Héraðsýningu lambhrúta á Snæfellsnesi 2011.

Hvítir hyrndir


Í fyrsta sæti var Ásbjörn Pálsson í Syðri Haukatungu með hrút undan Gosa frá Ytri Skógum. Í öðru sæti var Heiða og Júlli frá Gaul með hrút undan Hriflon og í þriðja sæti var Gunnar frá Hjarðafelli með hrút undan Frosta.

Stigun hrútana hljóði svo : 

1 sæti : Þungi 54  fótl 112  ómv 33 fita 2,3 lag 5  8 8,5 8,5 9,5 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.
2 sæti : Þungi 52  fótl 108  ómv 39 fita 2,5 lag 5  8 8,5 8,5 10 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig.
3 sæti : Þungi 50  fótl 111  ómv 36 fita 1,8 lag 5  8 8 8,5 10 9,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig.

Kollóttir hrútar


Í fyrsta sæti var Guðbjartur og Harpa á Hjarðafelli með hrút undan Snær frá Hjarðafelli. Í öðru sæti var einnig frá Hjarðafelli og var sá hrútur undan Boga. Í þriðja sæti var svo Herborg Sigríður frá Bjarnarhöfn með hrút undan Frosta.

Stigun hrútana hljóðaði svo :

1 sæti : Þungi 45 fótl 105 ómv 34 fita 4,2 lag 4  8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig.
2 sæti : Þungi 49 fótl 108 ómv 32 fita 4,1 lag 4  8 8,5 8,5 9 8,5 18 9 8 9 alls 86,5 stig.
3 sæti : Þungi 44 fótl 108 ómv 33 fita 3,1 lag 4 8 8,5 8,5 9 8,5 18 8 8 8 alls 85 stig.

Mislitu hrútarnir


Í fyrsta sæti var Guðlaug frá Hraunhálsi með hrút undan Lumbra sem er heimahrútur. Í öðru sæti var Haukatunga Syðri með hrút undan Bykar. Í þriðja sæti var Eggjart frá Hofsstöðum með hrút undan Sokka.

Stigun hrútana hljóðaði svo : 

1 sæti : Þungi 50 fótl 109 ómv 34 fita 2,5 lag 4  8 9 9 9 9 18 8 8 8 alls 86 stig.
2 sæti : Þungi 46 fótl 108 ómv 30 fita 2,3 lag 5  8 8 8,5 9 8,5 18,5 8 8 8 alls 84,5 stig.
3 sæti : Þungi 57 fótl 108 ómv 32 fita 3,1 lag 4,5  8 8,5 9 9 8,5 18 8 8 8 alls 85 stig.

Besti lambhrútur Snæfellinga 2011 er í eigu Ásbjörnar í Syðri Haukatungu.


Stalst til að taka afrit af þessari mynd hjá vini mínum Svan í Dalsmynni en þetta er sigurvegari sýningarinnar og er hann austan megin við girðinguna svo ég náði ekki mynd af honum, Hann er í eigu Ásbyrnar eins og kom fram og er undan Gosa frá Ytri skógum.

Þessi var efstur í flokki mislitra frá Guðlaugu á Hraunhálsi og tók ég afrit af þessari mynd hjá honum Eiríki Helgasyni.

Þessi var efsti kollótti frá Hjarðafelli og stalst ég líka til að taka afrit af henni hjá Svani í Dalsmynni.


Dómarar voru svo þeir landsfrægu Lárus Birgisson og Jón Viðar. Það var svo einnig nýtt núna að það voru veittar viðurkenningar fyrir afurðamestu ærnar í skýrsluhaldi á þessum svæðum og var þar efst ær frá Mýrdal og svo frá Syðri Haukatungu og Hjarðafelli og einhverjar fleiri sem ég man ekki allveg hvaðan þær voru.

14.10.2011 11:34

Senn líður að hrútasýningu.

Skemmtileg helgi framundan hrútasýning á Bjarnarhöfn sem hefst kl 13 á  laugardaginn.
Allir að mæta og koma með góða skapið og góða veðrið með séremoticon
Komið nóg af rigingu og roki í bili réttara sagt og ekki má gleyma að taka aðal hrútana sína með sér og greiða þeim og pússa fyrir sýninguemoticon 
Það eru svo nýjar myndir í myndaalbúmi af afmæli Freyju
 hrútum og nýja rúmið hans Benónýs.

Í tilefni að þessum merka áfanga set ég hér mynd af vinningshafa skjöldsins í fyrra 2010

Heiða á Gaul með farandsskjöldinn 2010 fyrir besta lambhrútinn. Svo nú verður spennandi að sjá hver verður arftakinn hennar eða hvort hún haldi titlinum.

Gullfallegur hrúturinn hans Bárðar undan sæðishrútnum Sokka. Hann er þrílembingur og með 18 í læri svo hann verður að fara með þennan Demant á sýninguna.

Freyja og Bói komu æðislega á óvart síðasta föstudag og giftu sig í leyni emoticon
Óskum við þeim innilega til hamingju og megi gæfa og hamingja fylgja þeim
 um aldur og ævi. 

Skvísan okkar var svo 6 mánaða 28 sept ég var allveg búnað gleyma að setja það inn það er svo mikið að gera í rollu stússinu hjá mér ;)

30.09.2011 13:26

Hrútasýning veturgamla á Mýrum 2011 og stigun hér og þar.

Í fyrsta sæti hyrnda hrúta var Óttar með hrútinn Klett undan Kveik og stigaðist hann svona
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
   8     9      9      9,5   9,5    18  7,5  8     8,5   87 stig
Þungi 105 ,fótl 121,ómv 41, ómf 7,9 og 4,5 í lögun.


Í öðru sæti var Snorri Rabba með Heysa sem er undan Þrándi sem er undan Bifur og stigaðist hann svona :
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
 8       8,5   9      9,5   9      18 8,5  8     8    86,5
Þungi 90,fótl 119, Ómv 42, ómf 6,7 og 5 í lögun.
 
Í þriðja sæti var svo Jón Bjarni og Anna Dóra með hrút undan Bjarti frá Bergi sem
 stigaðist svona :
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
 8      8,5    9       9     9     18,5  8    8     8,5   86,5
Þungi 85,fótl 120, Ómv 37, ómf 3,1 og 5 í lögun.


Í fyrsta sæti kollótta var Rúnar frá Kverná með hrút undan Blett og Gul
 stigaðist hann svona:
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
 8      8,5   8,5    8,5   8,5    18   8    8    8       84
Þungi 67, fótl 120,Ómv 31,ómf 6,3 og 4 í lögun.

Í öðru sæti var Ólafur Tryggva með hrút undan Grettir og Botnu
 sem stigaðist svo :
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
  8     8,5   8,5    8,5   8,5   18  8    8    8,5    84
Þungi 86,fótl 122,Ómv 31,ómf 7,9 og 4,5 í lögun.

Í þriðja sæti var svo Ólafur Tryggva líka með hrút undan Skugga 
sem stigaðist svo :
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
 8       8,5   9      9      9       18  7,5   8   8       85
Þungi 80,fótl 121,Ómv 33,ómf 9 og 4,5 lögun.


Í fyrsta sæti mislitra var Bárður og Dóra með hrútinn Negra undan At 
hann stigaðist svo :
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
8       8,5   9,5     9     9     18,5  8    8     8,5     86
Þungi 82, fótl 119, Ómv 33, ómf 4,1 og 4 í lögun

Í öðru sæti var Siggi í Tungu með Grána undan Svarta Kveik syninum hans Hreins.
Stigaðist hann svo:
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
 8       8,5   9,5    9     9,5    18   8     8    8,5   86
Þungi 113,fótl 125,Ómv 35,ómf 8,1 og 4 í lögun.

Í þriðja sæti var Hrútur frá Bibbu og Valla undan Pjakk og Snoppu.
Stigaðist hann svo :
Haus H+h B+útl Bak Malir Læri Ull Fætur Samr Alls
 8      8,5   8,5     9    8,5 17,5 7,5  8     8,5     84

Þá er þetta upptalið það eru svo komnar fullt af myndum hjá mér 3 ný myndaalbúm, það er réttirnar í Ólafsvík og svo stigun hér og þar hjá bændum hér í nágrenninu og svo hrútasýningin svo endilega kíkið og kommentið kæru blogg vinir.

kveðja Dísa

26.09.2011 14:33

Til Sölu

Er búnað setja inn myndir af fé sem ég er búnað velja fyrir þá sem vilja kaupa svo endilega kíkið inn í myndaalbúmið hér hliðina á í hægra horninu.
Er með 2 svarta hrúta sem stigast báðir upp á 85,5 stig með 18 í læri og 30 í vöðva og er stigunin á þeim ásamt myndum í myndaalbúmi ef einhver hefur áhuga á að kaupa. Það væri allveg synd að þurfa að slátra þeim.

24.09.2011 00:40

Stigun hjá okkur 23 sept.

Jæja hnúturinn í maganum er farinn núna og fæ ég örugglega spennufall eftir þetta allt saman emoticon he he. Nú tekur annars við erfitt val milli fallegra lamba því dómarnir voru sko bjartari öllum vonum. Við stiguðum 33 gimbrar eða allar gimbrarnar okkar nema eina sem var hölt og einn hrút líka sem var eitthvað haltur og fengum við af þessum 33 gimbrum 24 með 30 í ómv og yfir og hæðsta var með 35 í ómv og var hún undan Mána sæðishrút og var hún með 17,5 í læri. Næst á eftir henni var mórauð gimbur með 34 í ómv og 18,5 í læri og er hún undan Morra mórauðum hrút frá Lalla í Gröf sem er undan sæðishrútnum Smyril. Við fengum 13 gimbrar með 18 í læri og 3 með 18,5, þrjár með 17 og 14 gimbrar með 17,5 svo ég er allveg virkilega sátt með þessa útkomu. Sæðishrútarnir voru mjög góðir og reikna ég með að setja þá alla á því ég get bara ekki valið á milli þeirra emoticon  Hrútarnir mínir komu líka vel út ég fékk 11 af 22 hrútum með 85 stig og yfir og 2 svarta með 85,5 stig báðir með 30 í vöðva og svo einn annan svartan með 86 stig og 35 í ómv svo það má segja að ómvöðvinn hafi verið gríðalega sterkur hjá mér í ár. 12 af 22 hrútum með 30 í ómv og yfir. Ég verð með það sem ég ætla selja inni yfir helgina en svo verður fljótlega slátrað því girðingarnar eru ekki góðar hjá mér til að halda þessu inni. Svo þeir sem hafa hugsað sér að koma og kaupa endilega kíkið þá um helgina og hafið samband við mig í síma 8419069. 
Það eru svo fleiri myndir í albúmi .

Sæðingur undan Mána og Rák frá Mávahlíð.
52 kíló  109 fótl ,34 í ómv, 4,7 í fitu, 5 í lögun,
8 haus 8,5 H+h, 9 B+útl,9 bak, 9,5 malir,18 læri 7,5 ull,8 fætur 8,5 samræmi Alls 86 stig.

Sæðingurinn undan Kveik og Nínu frá Mávahlíð.
51 kíló  110 fótl ,36 í ómv, 3,2 í fitu, 4,5 í lögun,
7 haus 8,5 H+h, 9 B+útl,9,5 bak, 9 malir,18,5  læri,8 ull ,8 fætur 9 samræmi Alls 86,5 stig.
Það var búið að stiga hann 87,5 stig en þá leyndist smá trana á honum sem lækkaði hann um 1 stig algjör synd því þetta er allveg klassa skepna.

Sæðingurinn undan Borða og Ylfu frá Mávahlíð.
61 kíló  110 fótl ,36 í ómv, 5,2 í fitu, 4,5 í lögun,
8 haus 8,5 H+h, 9 B+útl,9,5 bak, 9 malir,18,5 læri, 8 ull,8 fætur 9 samræmi Alls 87,5 stig.

Sæðingurinn undan Boga og Flekku frá Mávahlíð.
64 kíló  114 fótl ,30 í ómv, 4,7 í fitu, 4 í lögun,
8 haus 8,5 H+h, 8,5 B+útl,8,5 bak, 8,5 malir,17,5 læri, 8,5 ull,8 fætur 9 samræmi Alls 85 stig.

Þessi mórauði er undan Rauðhettu og Morra hans Lalla í Gröf og var hann stigaður upp á 
50 kíló  114 fótl ,29 í ómv, 3,8 í fitu, 4 í lögun,
8 haus 8 H+h, 8,5 B+útl,8,5 bak, 9 malir,17,5 læri, 8,5 ull,8 fætur 8,5 samræmi Alls 84,5 stig.
Það var einnig gimbur á móti honum sem var allveg gríðalega góð og er einnig mórauð.
50 kíló, 34 í ómv , 4,3 í fitu, 4 í lag, 9 frp , 18,5 í læri og 8 fyrir ull. Hún er auðvitað sett á.

Það er sko aldeilis orðið flott hjá honum Gumma Ólafs hann er búnað gera extream makeover á fjárhúsinu sínu. Svo nú er bara að fara fjölga emoticon og ég veit að hún Þurý frænka fær bara vatn í munninn að hugsa um allt kjötið he he.

Það var aldeilis fallegt veðrið þegar við vorum að reka inn. Hér er Tunga.

19.09.2011 10:31

Stigun hjá Bárði og Dóru og smalað hjá okkur 17 sept.

Jæja það var stigað hjá Bárði og Dóru um daginn og kom það bara allveg ljómandi út held að það hafi verið um 20 gimbrar með 18 og 18,5 í læri og mjög sterkan bakvöðva sá mesti sem ég heyrði var 34 (sú gimbur var undan Hróasyni frá þeim )svo þetta eru allveg gríðalega flottir dómar.

Hér er Árni frá Búnaðarfélaginu að dæma.

Hérna er Sokka sonur hjá Bárði sem er þrílembingur og fékk hann 18 í læri.

Það er svo búið að vera mikill gleði því það var smalað á laugardaginn hjá okkur og hittumst við öll í Tungu hjá Sigga og Gerðu og ákváðum málin og fór það svo að Siggi og Hannes vinur hans frá Leirárgörðum fóru upp Tungu megin og Bói með þeim og lá leið þeirra lengst upp í Svartbakafell og þar fyrir ofan. Maja og Óli fóru svo upp hjá Kotaketilshöfðanum og löbbuðu þar yfir í urðirnar og yfir í Fellið. Ég,Emil og Karítas tókum hlíðina og gekk þetta bara allt rosalega vel og var þó nokkuð mikið af aðkomufé inn í þessum hóp sem við náðum. Okkar biðu svo stórkoslegar kræsingar og kaffi hjá Gerðu sem er orðin árlegur viðburður í okkar smalamennsku.

Hér eru smalarnir með hluta af fénu.

Þessi er frá Friðgeiri á Knörr og kom hún líka í fyrra og gafst hún upp núna og fékk far á fyrsta farrými með Emil. Það komu 35 kindur frá Knörr í þessari smölun og eitthvað frá Ólafsvík og svo Óla á Mýrum.

Brynjar kom að sækja sitt fé og notuðum við tækifærið til að vigta hann og stiga emoticon
Nei nei hann var vigtaður til að sjá hvort vigtin væri rétt og reyndist hún vera það .

Hér eru svo sæðingarnir okkar kollóttur undan Boga og var hann þyngstur eða 64 kíló svo nú er bara vona að hann verði ekki allt of feitur en þukklurunum Sigga og Hannesi fannst hann heldur með slakari læri í samanburði við hina. Næsti er undan Keik og var hann 51 kíló svo áttum við annan en hann drapst fyrir 3 vikum. Svo er það Mána sonur en hann var 52 kíló og sá síðasti er Borða sonur og var 61 kíló. Þeir eru allir tvílembingar nema Borða sonurinn og er hann undan tvævettlu. Ég er agalega spennt fyrir að fá stigunina á þessum og vona að einhver af þeim verði ásettningur.

Mér líst eiginlega best á þennan en þetta er Borða sonurinn og er allveg gríðalega fallegur og löng skepna. Ég náði ekki nógu góðum myndum af þeim þeir vildu ekki stilla sér upp fyrir mig en ég á örugglega eftir að ná betri myndum þegar það verður stigað. Það var svo einn svartur hrútur undan Negra hans Bárðar sem strákunum leyst vel á svo það verður mjög spennandi að sjá þegar það verður stigað ég er allveg að farast úr spennu og kvíða fyrir föstudeginum hverning þetta kemur allt saman út.

Mána sonurinn og Kveik sonurinn. Þyngdin á lömbunum kom mjög vel út, léttasta lambið hjá Sigga í Tungu var 40 kíló svo það var afburðar þung lömbin hjá honum. Meðalþyngdin hjá okkur Bóa var 46 kíló svo það er ekki hægt að kvarta yfir því. Léttasta hjá okkur var tvílembingar gemlings lömb sem voru 34 og 38 kíló.

Mána sæðingurinn hann er aðeins gulur. Jæja það eru svo fleiri myndir í albúminu svo endilega skoðið.

14.09.2011 09:37

Fljótstungurétt og Benóný byrjar í leikskólanum.

Góðan daginn emoticon það er sól í dag úti þrátt fyrir að það sé nú bara 6 stiga hiti og rok og kuldi svo það er sannarlega orðið haustlegt á að líta. Það er áætlað að smala um helgina svo það er bara að vona að veðrið haldist skykkanlega. Við brugðum okkur í Fljótstungurétt seinustu helgi og var  þar mikið fé rekið inn ég hef bara aldrei farið í svona stórar réttir áður og var mjög flott að sjá þetta efst upp í dal var þessi gríðalega stóri hópur sem kom svo niður hlíðina og niður í rétt og ætlaði hópurinn aldrei að taka enda. Sagt er að þetta séu 4 þús til 6 þús kindur. Það versta var að Benóný var veikur svo við gátum lítið staldrað við úti nema því aðeins til að taka myndir af því það var nístings kuldi og rok. Ég náði þó nokkuð af myndum og eru þær inn í myndaalbúminu.

Hér eru rollurnar komnar inn í þessa fallegu rétt.

Og hér er restin að týnast niður og tók það dágóðan tíma að sjá allan þennan skara koma niður til réttarinnar.

Náði loksins að mynda sæðinginn minn undan Borða og lýst mér bara vel á hann í fjarska og er ég búnað binda miklar vonir við hann svo nú er bara að bíða og vona.

Svolítið skondin mynd en hér sést aftan á Borða soninn en það er víst ekki alltaf að marka að sjá það en mér finnst voða gaman að pæla í því úr því að ég er ekki en þá búnað læra þessa þukkl tækni heldur fæ ég bara álit hjá Bárði.

Hér er svo stóri leikskóla strákurinn okkar sem neitar allveg að borða á leikskólanum allveg agalegur þetta er 3 vikan hans sem hann kemur glorsoltinn heim því hann neitar að borða.

Embla Marína stækkar með hverjum deginum og fékk að naga gulrót í fyrsta sinn um daginn og var mjög lukkuleg.

Bói og Perla í réttunum.

Karítas með kanínu stofninn sinn og Benóný allveg sjúkur í þær og Donna voða forvitin.
Það var sleppt kanínum út á Hellissandi og eru þær út um allt lausar og tókst Köru og vinum hennar að ná nokkrum og eru með þær í bílskúrnum hjá Karítas.

Benóný var aldeilis búin á því eftir leikskólan í gær og steinsofnaði í sófanum ofan á Olíver emoticon ekkert smá fyndið þetta hefur aldrei skeð að hann hafi sofnað svona sjálfur. Svo komst Olíver ekki burtu og var að reyna að komast undan svo Emil lyfti Benóný aðeins upp svo hann kæmist he he.

06.09.2011 11:31

Rollur og aftur lömb.

Jæja ég er allveg að tapa mér í því að fara á rúntinn á hverjum degi og reyna að ná alltaf betri og betri myndum af lömbunum. En svona er þetta þegar maður er svona heltekinn af þessari vitlausu he he. Það er komið á hreint að það verður stigað 23 sept svo ég smala líklega helgina 17 á sama tíma og Grundararnir enda er þetta allt í einum graut inn í Höfða bæði frá mér og öðrum. Það er samt allveg yndislega gaman að hafa þetta áhugamál og hafa þennan spenning í maganum að bíða eftir smölun og stigun sérstaklega núna þegar ég á loksins sæðinga eftir mína sæðingu. Ég sæddi nú samt fleiri rollur hjá Bóa en hann er svo mikil öðlingur að hann skiptir fúslega við mig því hann var ekkert að sækjast eftir að sæða heldur sæddi ég bara það sem var að ganga þessa daga. Endilega kíkið í myndaalbúmið ef þið hafið áhuga að skoða því þar eru fleiri myndir af lömbunum. Ég ætla nú að bæta því hér við að ég hef ekki verið talandi í 3 daga fékk svo heiftalega hálsbólgu að ég þarf að hvísla og get ekki einu sinni öskrað á hundinn né Benóný þegar hann er að gera eitthvað af sér allveg skelfilegt helvíti. 


Aríel með gimbrarnar sínar undan Mola. Moli er undan Róna frá Bergi sem er undan Raft og var Moli annar hæðsti á veturgömluhrútasýningunni í fyrra og var með 18,5 í læri og 35 í ómvöðva minnir mig.

Virkar andlitsfríður Kveik sonurinn sem er eftir því við misstum hinn allveg ömurlegt.

Kveiksonurinn virkar þykkur að aftan.

Gummi er í framkvæmdum að stækka svo hann geti fjölgað he he. Hér eru Emil og Gummi í fjárhúsunum hans Gumma.

Hér eru kollóttu sæðingarnir undan Boga. Hrútur og gimbur.

Hrúturinn hans Bóa undan Eyrúnu og Topp hann verður líklega til sölu ef hann stigast vel.

Þeir Bói,Steini og Emil voru að dæla út úr fjárhúsinu hjá Óla,Sigga og Brynjari um helgina og gekk það mjög vel.

Gemlingurinn Þúfa hans Bóa með tvílembingana sína.

Gimburin hún er undan Negra hans Bárðar sem er undan At sæðishrút.

Hrúturinn á móti virkar mjög vænn.

Bottnótti hrúturinn undan Rán og Móra hans Gumma.

Kollótti hrúturinn hennar Pöndu og Skugga.

Hér er svo gimbrin.

Gulbrá með gimbrarnar sínar undan Herkúles.
Önnur mynd af þeim botnótta.

30.08.2011 12:58

Benóný 2 ára afmælisveisla og Embla 5 mánaða.

Rosa spennandi að blása á kertinn með pabba.

Það var búin til smá traktors kaka úr skúffukökunni sem snillinginum mér tókst náttúrulega að brenna svo ég reddaði mér bara og skar út það sem var heilt emoticon

Afmælisborðið allt í bláu meira segja blá brauðterta.

Embla úti að spóka sig.

Á kanó með pabba voða stuð.

Alltaf að skoða lömbin það styttist óðum í smölun og spenningurinn er allveg í hámarki.

Dögg hennar Jóhönnu og Steina.

Donna okkar.

Fórum í heimsókn til Emils afa í Reykjavík.

Skytturnar þrjár Dögg,Donna og Pollý mamma þeirra.

Ekkert smá lukkulegur með alla traktorana,gröfu,vörubíl og rútu og allt saman emoticon

24.08.2011 01:18

Heyskap lokið,Bátsferð og Bústaðaferð og hringvegurinn.

Það er sko heldur búið að vera mikið að gera hjá okkur í sumar. Það var klárað að heyja og ganga frá öllu í kringum það svo var Emil að klára strandveiðina og fór ég með honum í siglingu inn í Hólm að skila bátnum og fengum við allveg blíðskapar veður á leiðinni þangað.  Við fórum svo í frí byrjuðum á því að fara til Akureyrar og gista þar í sæluhúsi með heitum potti sem var allveg æðislegt. Næsta dag var svo keyrt á Egilsstaði og þaðan á Einarsstaði sem við vorum með sumarbústað. Það var svo kíkt á Breiðdalsvík til Ágústar og Írisar og Dalíu og var það mjög gaman. Brynja og Kristmundur kíktu svo á okkur í bústaðinn og voru með okkur og tókum við rúnt um alla firðina og gerðum margt skemmtilegt . Benóný var svo 2 ára 19 ágúst og vorum við þá bara að keyra til Kirkjubæjarklausturs en hann fékk ís þar á hótelinu í bætur fyrir það svo á ég eftir að hafa smá afmæli þegar við komum heim. Við byrjuðum á því að fara norðurleiðina þegar við komum svo við förum suðurleiðina heim þannig að þetta verður hringvegurinn hjá okkur. Jæja við þökkum Brynju og Kristmundi fyrir allveg rosalega skemmtilega bústaðaferð og sérstaklega Brynju fyrir allar fínu fjallaferðirnar.Sem við vorum allveg að gera út af við hana en hún lét sig hafa það algjör nagli emoticon
Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra en myndirnar skýra sig betur um ferðina svo það er bara að kíkja í myndalbúmin og skoða, þau eru tvö ný að þessu sinni.

Benóný Ísak í góðum gír á traktornum hans Óskars í Bug.

Ég á kanó á Vaðlinum inn í Mávahlíð voða stuð.

Maggi móturhjólatöffari upp á Rauðskriðumel.

Emil skipper á Kristborgu.

Donna fór með okkur út á sjó og var nú aldeilis huguð að kíkja út fyrir.

Emil og Benóný við Bustafell

Þetta vakti mikla athygli hjá Emil og Kristmundi og voru þeir grænir af öfund að hafa svona einka bryggju og allveg upp við skúrinn sinn. Þetta var á Seyðisfirði. Enda voru þeir bryggjusjúkir og það var rúntað á hverja einustu bryggju og skoðað bátana he he.

Hér erum við í Klaustursetrinu ekkert smá flott bygging.

06.08.2011 13:18

Traktors makeover og heyskapur byrjar.

Hér er traktorinn fyrir málun.

Hér er hann svo eftir nýja útlitið glæsikerra bara og auðvitað fór ég í gulu peysuna mína og keyrði hann inn í sveit.

Hér er svo gemlingurinn Svört hans Sigga í Tungu  með tvílembings gimbrarnar sínar.

Óskar sem er á áttræðisaldri lét sig sko ekki vanta í heyskapinn og sneri eins og ekkert væri. Það er svo helling af myndum af þessu öllu í myndaalbúmi svo endilega kíkið á það.

24.07.2011 14:15

Rollurúntur

Ég tók minn daglega rollurúnt í gær og náði nokkrum myndum og mér til vonbrigða vantaði sæðisgimbrina mína svörtu undan henni Þrumu minni og Fannari sem ég ætlaði svoleis að setja á en það kennir manni að maður getur aldrei gengið að því vísu að setja á lömb að vori. En svo kom meira í ljós að Bríet hennar Maju og Karítas er bara með annað lambið gimbrina og það vantar hrútinn já svona er þetta, það er ekki nóg að það hafi gengið illa í vor heldur virðist ógæfan fylgja okkur eftir.

Þrílembings gimbrarnar hennar Ronju.

Stjarna hennar Karítas með hrútinn sinn sem virkar afar þykkur.

Rauðhetta með mórauðu lömbin sín og Hekla gemlingur hans Bóa með gimbrina sína.

Ronja með þrílembingana sína.

Panda gemlingur með kollóttur lömbin sín undan Skugga.

Sæðislömbin undan Mána og Rák Herforingja.

Kjamma hans Óla á Mýrum er komin á sinn stað.

Hér er svo nær mynd af hrútunum hennar Kjömmu hans Óla á Mýrum.

22.07.2011 01:25

Húsdýragarðurinn,Mávahlíð og Rúllað hjá Sigga.

Það er nú varla frásögufærandi að segja ykkur frá blessuðu Reykjavíkur ferðinni okkar sem var farin nú á dögunum en ætla ég nú samt að deila því með ykkur.
Það byrjaði svo að Benóný var að dilla sér svo mikið við lagið Gaggó vest og var auðvitað ný búnað að borða og við það ældi hann í bilinn í staðarsveitinni. Það var stoppað í einum grænum og barnið rifið út á götu og var hann en spúandi og við tók að þrífa hann með blauttitsjú og handklæðunum sem áttu að vera fyrir sundið og vorum við bæði að kúast og kúast og í mestu erfiðleikum að þrífa stólinn og afklæða greyi barnið en það hafðist þó á endanum. Jæja það var svo stoppað á vegamótum og fengið poka undir fötin því ekki var lyktin geðsleg í bílnum og Benóný sat á bleyjunni einni voða sáttur við lífið bara við fórum því næst upp á Akranes og keyptum ný föt á drenginn og svo var stoppað til að ég gæti gefið Emblu brjóst en þá kom í ljós að hún var búnað gera í sig upp á bak en sem betur fer var ég með aukaföt á hana svo því var reddað um hæl. Við komust svo loks til Reykjavíkur og ákváðum að kaupa nýjan bílstól því hinn var bæði orðinn gamall og allur í ælu lykt. Þegar við vorum komin í búðina var henni að loka svo við urðum að vera fljót að velja og gerðum við það og fórum með gamla inn og báðum þá um að henda honum svo fórum við með nýja stólinn og settum hann í bílinn eftir smá erfiði að festa hann og kom þá í ljós að hann var stilltur fyrir nýbura. Hitinn í bænum var óbærilegur 20 stig og vorum við bæði orðin svöng og pirruð að reyna taka stólinn í sundur og hélt ég að við gætum þetta ekki og sagði við Emil allveg í pirrinigi við verðum bara sækja gamla í ruslið það hlýtur að vera hérna bak við! En nei hann ætlaði ekki að gefast upp og náðist þetta svo loksins og hlóum við svo bara hva þetta væri þvílík misheppnuð ferð hjá okkur en þetta var ekki búið við fórum að borða og voru krakkarnir bæði pirruð og þurftum við að skófla í okkur og fórum við svo í Húsdýragarðinn til að komast út úr bílnum því það var svo þvílíkt heitt og var Donna hundurinn okkar orðin eitthvað svo óróleg og ég fór að hugsa voða hefur ælulyktin magnast upp eitthvað og spáði svo ekki meira í því nema hvað að þegar við stoppuðum var greyi hundurinn búnað skíta í bilinn og Emil hljóp með hana út og þá var hún allveg í spreng og kláraði dæmið emoticonJá þetta var sko allveg komið gott það var gersamlega allt búið að fara úrskeiðis í þessari ferð en sem betur fer var þetta harður kúkur svo ég tók það bara upp með bréfi .Leiðin vestur var svo mjög erfið líka ég þurfti að sitja milli þeirra alla leiðina stanslaust fjör já það er sko ekki auðvelt að ætla að fara versla og hafa gaman á einum degi með svona lítil börn, það verður að taka allavega eina helgi í það.

Jæja annars er búið að vera yndislegt veður hérna á nesinu núna og við erum búnað vera mikið inn í Mávahlíð að busla í vaðlinum og sólbaði. Ég veiddi mína fyrstu bleikju þetta sumarið  en annars er bara engin bleikja í vaðlinum hann er yfirfullur af ósaflúru og étur hún upp öll seiðin og fóru Ágúst.Stulli,Snorri og Hörður með net og slóðadrógu og fengu allveg helling af þessu drasli.

Siggi í Tungu sló svo hjá sér og fóru Steini og Bói og rúlluðu  fyrir hann og fékk hann bara mjög fínt af túnunum 4 rúllur hjá Hrísum og 6 hjá sér. Við erum ekki byrjuð að heyja og veldur það mér smá áhyggjum út af þessari rigningu sem er í spánni núna og við förum líka í sumarbústað 12 ágúst svo vonandi næst það fyrir þann tíma.

Jæja nóg af kjaftavaðli fólk á vera í sumarfríi he he en það er nóg af myndum í albúminu svo endilega kíkið á það kveðja Dísa.


Benóný Ísak lukkulegur í húsdýragarðinum.

Niðrí fjöru við Ósinn.

Út á bát á vaðlinum í Mávahlíð það var sko allveg yndislegt veður.

Benóný datt allveg í lukkupottinn þegar hann fékk að prufa þennan hjá Gerðu í Tungu og brosti allan hringinn og sagði bara Traktúr Traktúr .

Embla Marína er farinn að snúa sér á hlið og á magann voða dugleg.

Til gamans setti ég hérna mynd af Benóný þegar hann var að verða 4 mánaða.

Og hér er svo Embla í sömu fötunum og líka að verða 4 mánaða svo það sést hva þau eru skemmtilega ólík systkyni.

13.07.2011 02:52

Afmæli Steina og Dagmars ,Ólafsvíkurvaka,Fyrsta sundferð Emblu og margt fleira.

Jæja nú er ég aldeilis búnað standa á haus að setja inn myndir og blogga því nógu mikið er um efnið sem ég er búnað safna saman til að setja inn. Það er líka ekki hlaupið að því að finna mér tíma til að setja þetta inn því börnin taka allan minn tíma orðið en þetta hafðist ég náði að ryksuga og skúra í kvöld og setja þetta inn og er klukkan nú orðin 3 að nóttu allveg ótrúlegt hva sólarhringurinn er fljótur að klárast þessa dagana. En nóg um það, það er búið að vera nóg að gerast það var Ólafsvíkurvaka um daginn og gekk það allt rosalega vel og það var líka afmæli inn á Stekkjarholti hjá Steina og mömmu hans Dagmar og mættu margir ættingjar og auðvita voru svaka kræsingar eins og Steina og Jóhönnu er lagið. Einnig er búið að vera yndislegt veður hér á nesinu síðustu vikur og fórum við í fyrsta sinn með Emblu Marínu í sund inn í Stykkishólm og var hún bara mjög góð og Benóný var náttúrulega allveg hæðst ánægður að busla í vatninu með pabba sínum. Við höfum svo verið með annan fótinn í sveitinn núna enda ekki annað hægt þegar svona gott er veður þá er svo yndilegt að vera þar og hafa Fríða og Helgi verið í bústaðnum og Maja og Óli og Sigrún og Gunni Óla og Ásta svo það er margt um manninn innfrá þessa dagana. Við fórum líka inn í Klettakot til Freyju og Bóa og þau tóku Dagmar inn eftir í einn dag og Steini og Jóhanna komu og Björk og Sandra með strákana og það var grillað lambalæri. Þetta var rosalega gaman og skemmtilegt fyrir Dagmar að koma í svona yndislegu veðri í sveitina. 
Það eru svo komnar glænýjar skírnarmyndir frá Óla sem eru allveg hrikalega flottar og ég setti þetta inn í þrennu lagi svo það eru 3 ný myndaalbúm fyrst er það Ólafsvíkurvakan og svo er það Dagmar inn í Klettakoti og svo eru það skírnarmyndirnar svo það er nóg að skoða svo endilega kíkið á þetta allt saman og kommentið.

Ég teiknaði þessa og sagaði fyrir gula hverfið.

Karítas og Selma

Flottar kræsingar sem voru í afmæli Þorsteins og Dagmars.

Benóný traktors sjúki inn í Klettakoti.

Geggjað veður í Ólafsvíkurhöfn ekki amalegt veður til að vera á strandveiðum.

Hann er orðin fallegur hann Máni minn sem ég fékk hjá Írisi hann er undan Kristall sem er undan Skrúð sem er undan Randver. Móðir hans er Kolga sem er undan Reyk. 
Hann er 2 vetra.

Freyja með Emblu Marínu á flottum sumardegi í Varmalæk.

Varð að taka nokkrar myndir af rollunum hérna er Aþena með gimbrarnar sínar undan Séra Hreinn hans Óttars.

Og Nína með Sæðingana undan Kveik.

Hér er svo Aríel með gimbrarnar sínar undan Mola.

Embla Marína í fallegu peysunni og húfunni sem Sigrún hans Hjödda frænda prjónaði og gaf henni allveg hreint frábær.

Hér er svo ein skírnarmynd frá Óla en þær eru allar svo inn í albúmi ekkert smá skýrar og flottar.



Flettingar í dag: 2406
Gestir í dag: 151
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 709343
Samtals gestir: 46860
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:32:58

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar