Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.01.2010 21:15

Janúar

Jæja þá er komið 2010 vá hva þetta er fljótt að líða og strákurinn fer bara að vera 5 mánaða bráðum. Hann dafnar annars bara vel og er komin með ný hljóð svona skræki ýkt dúlló og hann iðar allur af spenningi þegar hann sér eitthvað nýtt dót og reynir að troða öllu upp í sig. Það er nú verri sagan að segja frá fengitímanum því það gekk svo mikið upp hjá okkur ég hreint bara skil það ekki hva klikkaði en það þýðir ekki að spá í því svona verður þetta bara tvískiptur sauðburður og megnið 28 maí allveg hrikalega seint en það er bót í máli að ég er í fæðingaorlofi og get verið allveg yfir þessu. Það er búið að vera hrikaleg hálka undafarið og var ég svo gáfuð að fara út að labba með barnavagninn og var eins og belja á svelli þvílík bjartsýni að fara út í svona en það endaði þó vel og enginn hlaut meiðsli af en aftur á móti rann Örvar á grindverkið á milli húsana hjá okkur og braut það aðeins og Dóra vínkona datt hægt og rólega fyrir utan hjá mér en meiddi sig ekkert sem betur fer. Núna aftur á móti er allur snjórinn farinn og ég fór í hörku göngutúr og labbaði út að vegagerð og ætlaði inn í hesthús en þá var Emil búinn svo ég labbaði bara til baka aftur og fór í göngutúr með pabba einn hring svaka stuð bara.

Ein mynd af prinsinum.

30.12.2009 14:02

Hangikjöt hjá Freyju og Bóa

Á jóladag var skrítið að fara ekki í árlega jólaboðið inn í Mávahlíð heldur bara skotist og hent í rollurnar og dúllað við þær en húsið bara autt og tómlegt, alltaf finnst mér jafnt sorglegt að sjá þetta svona en svona er þetta bara. En við fórum í hangikjöt hjá Freyju og Bóa sem var allveg rosalega gott og hittum krakkana hans Bóa og áttum skemmtilega stund saman.

Hérna er prinsinn allveg kampa kátur hjá Freyju ömmu og Bóa afa í nýju fötunum sem amma Hulda gaf honum í jólagjöf.

27.12.2009 17:19

Jól 2009

Gleðileg jól
takk fyrir innlitið á siðuna á árinu sem er að líða vonandi verðið þið jafn dugleg á komandi ári að fylgjast með okkur ...
Jólakveðja úr Stekkjarholtinu

19.12.2009 23:57

4 Mánaða og Útskrift

Nú er kallinn hann Magnús Már Leifsson búnað útskrifast með trompi og hlaut hann einnig verðlaun fyrir að vera forseti nemendaráðs og skila þar vel unnu starfi og óskum við honum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu. Það var haldin veisla á kaffi 59 og var hún allveg mögnuð,það var svo kósý og góður matur að ég mæli eindregið með þessum stað. 

Fallega fólkið Magnús og Soffía.

Benóný er 4 mánaða núna 19 des og hann fékk nú bara að þvælast með foreldrum sínum í fjárhúsunum í dag og sofa í bílnum. Já það er sko búið að vera nóg að gera, við tókum svampinn úr á fimmtudaginn og það gekk nú ekki allveg nógu vel því það var fast í 3 kindum og lykkjan bara fór af svampinum og skeði það líka hjá Sigga í Tungu en hann náði honum út en við náðum ekki að ná hinum svo Rúnar kom daginn eftir og reddaði því og það er víst búið að vera svoldið um þetta núna , einhver galli í þessum svömpum en jæja svo var farið snemma um morguninn og farið með 2 rollur til Bárðar og náð í hrútana sem við fáum lánaða hjá Eiríki og Hreini og Bói og Siggi gerðu það og á meðan var ég og Emil að sortera rollurnar og viti menn haldið þið ekki að hún Bríet stygga hafi bara stokkið beint á mig og ég var alblóðug með blóðnasir og sprúgna vör. Emil brá svo að hann spurði hvort ég væri ekki allveg örugglega með allar tennurnar upp í mér og jú sem betur fer var það ekki svo slæmt svo ég hélt öllum tönnum en er bara geðveikt bólgin eins og ég sé með bótex í vörunum.

Litli prinsinn allveg uppgefinn eftir daginn.

17.12.2009 14:18

Fjárhúsaferð

Jæja þá er maður búnað fara í tvo labbitúra í dag rosa duglegur og Olíver fór með okkur og það er nú frekar kalt og hrátt úti það er ekki beint jólalegt að sjá en það styttist óðum í jólin, svo við gerðum okkur ferð í fjárhúsin til að ná góðum myndum fyrir jólakort og gekk það svona upp og ofan en hafðist þó og úr urðu nokkrar fínar myndir. Við fórum inn í kirkjugarð í gær og settum lukt á leiðið hans Steina og Brynja var búnað setja bláa grein hjá honum og ömmu og afa og kemur það mjög vel út bara. Já svo er hann Maggi litli brósi að fara að útskrifast á föstudaginn svo það verður merkisdagur fyrir hann og má hann vera stoltur af því að vera ekki tossi eins og við hin systkynin he he, já hann er sko búnað standa sig vel þessi málglaði og óþekki drengur sem hann var þegar hann var yngri það er sko vel búið að rætast úr honum og erum ég og Emil stolt af því að hafa alið hann svona vel upp. Jæja núna er ég búnað fara hrútarúnt með Bárði og skoða hrúta hjá Eiríki og Hreini og leist mér bara mjög vel á þá, ég er nefla að fara að taka svampana úr og byrja að hleypa til á laugardaginn svo það er nóg að gera. Jæja það eru svo nýjar myndir inn í albúminu og nýtt myndband með Karítas og Benóný að hlægja saman voða gaman. 


Hér eru feðgarnir ofan á Topp rosa flottir saman.

11.12.2009 23:10

11 Desember

Hæ nú er allur snjórinn farinn og bara rigning og rok frekar ógeðslegt bara. Við fórum í heimsókn til Huldu um daginn og svo kíktum við inn á Dvalarheimili til Leifs. Freyja er svo komin úr Reykjavíkinni og hún kom og kíkti á prinsinn og tók hann brosandi á móti henni. Um daginn setti ég hann í vögguna og faldi mig og gerði bö og hann hló og hló voða gaman og hann er farinn að spjalla allveg ótrúlega mikið. Það er svo sem lítið annað að frétta nema Maggi var að fara á sjóinn með Rifsnesinu og Örvar frændi nýji nágranninn minn er alltaf á fullu og fer að flytja inn bráðlega. 

Að leika sér með naghringinn sinn.

07.12.2009 18:42

Desember

Hæ hæ Rúnar kom að svampa hjá okkur rollurnar á föstudaginn 4 des, svo það varð ekkert úr sæðingum hjá okkur það var allt ófært og leiðinda veður dagana fyrir 4 svo ég nennti ekki að spá í því. Ég er búnað vera með eina rollu frá Friðgeiri á Knörr síðan að ég tók inn en hann er búnað sækja hana núna og svo voru rollur frá honum fyrir ofan Hrísar og fór Siggi í Tungu og Gunni á Völlum að kíkja á þær á sunnudaginn og til allra lukku þá náðu þeir þeim. Já annars er allt bara rólegt Benóný dafnar vel og ég var að gera tilraun í dag að baka og það má nú segja að ég hafi ekki fengið þessa bökunarhæfileika sem hún mamma hefur þvi það gekk allt á afturfótunum, það byrjaði þannig að ég var algjör klaufi að sortera eggjahvítuna frá rauðunni og henti tveim eggjum því rauðan fór alltaf með og var ég þá allveg komin að því að gefast upp en þrjóskaðist áfram og það tókst en þegar ég var búnað hræra og gera kökurnar missti ég skálina út um allt gólf allveg típíst ég svo það var ekki til að bæta daginn fyrir mér, ég er allveg búnað komast að því að ég og bakstur pössum ekki saman. Það eru svo nýjar myndir af snáðanum í myndaalbúminu.

Benóný Ísak vill ekki en þá snuð svo hann sígur bara bangsann sinn.

01.12.2009 14:22

Meiri snjór

Jæja það er en þá allt á kaf í snjó og allir allsstaðar fastir en núna er leiðinda rokemoticon og skafrenningur svo það er ekkert spennandi að fara út. Benóný sefur bara inni í vagninum og í morgun setti ég hann á magann að leika sér og viti menn hann sneri sér í fyrsta sinn yfir á bakið sjálfur ýkt duglegur já hann stækkar með hverjum deginum og grípur í allt núna og það nýjasta er að skoða tærnar á sér og toga í þær æ hann er svo mikill dúlla þessi eska. Það eru svo fleiri snjó myndir í albúminu sem þið getið skoðað.  Takk kærlega fyrir að kíkja reglulega á síðuna og kvitta fyrir við metum það mikils að þið hafið gaman að því að fylgjast með okkur og ætlum við okkur að halda áfram að vera svona dugleg að taka myndir og blogga.emoticon

Já hann Benóný Ísak fór í fyrsta sinn út í snjóinn í gallanum sem Freyja amma og Bói afi gáfu honum og hann horfði bara og slefaði mjög ánægður með lífið.

Tekið út um gluggann, vinnubílinn hans Emils var fastur og kom rescue 911 og hjálpaði honum að losa hann he heemoticon

29.11.2009 14:04

Allt á kaf í snjó

Já það er sko heldur betur búið að snjóa það er gersamlega allt á kafi GEGGJAÐ manni langar bara til að vera 6 ára aftur og fara út að leika emoticon Það eru allir nágrannarnir út að moka he he. Ég skellti mér út og tók nokkrar myndir og Olíver fór með mér og var í vandræðum að komast áfram í öllum snjónum. Hér eru tvær myndir en svo eru fleiri inn í myndaalbúminu.


Lanserinn við húsið allveg á kafi.

Stekkjarholtið.

27.11.2009 19:06

Afmæli Leifs

Jæja hann pabbi á afmæli í dag og fórum við og heimsóttum hann og var rjómaterta og allt í tilefni dagsins rosalega fín. Við gáfum honum prins póló og malt það er uppáhaldið hans og var hann ánægður með það og hann er bara ungur í anda því þegar hann var spurður hvað hann væri gamall sagði hann 37 ára.Já hann var ánægður að fá litla prinsinn í heimsókn og okkur öll við heilsuðum líka upp á Hilmar pabba hans Bóa og fékk hann að máta strákinn.


Stoltir saman. Leifur og Benóný Ísak.

27.11.2009 00:17

Nóvember

Hæ við fengum skemmtilega heimsókn í fyrradag því þá kom Gunni frændi Emils og Hugrún konan hans og litli prinsinn þeirra og er hann mánaðar gamall og er næstum jafn stór og Benóný. Það eru skemmtilegar myndir af þeim saman inn í myndaalbúminu svo endilega kíkið á það. Og muna svo að skrifa í GESTABÓKINA það er must!emoticon


Hérna eru frændurnir saman og eins og sést er ekki mikill stærðarmunur á þeim.

23.11.2009 23:30

Rollurnar komnar inn

Jæja á laugardaginn fórum ég,Maggi,Maja og Siggi og Gerða og náðum í rollurnar og voru þær bara ánægðar að komast inn held ég en það vantaði 3 og ég og Maggi tókum rúnt að gá að þeim en Benóný var svo órólegur að ég gat eiginlega ekkert kíkt en við fórum svo daginn eftir og fundum þær og náðum þeim inn og Siggi og Gerða komu svo og Siggi hjálpaði okkur að gefa þeim ormalyf. Svo það er hægt að fara dekra við þær og gaman. Já og við fórum í heimsókn til Steina og Jóhönnu og Benóný hló svo rosalega með Jóhönnu og náðum við hluta af því á video og getið þið séð það inn í myndbönd. Ágúst bróðir er svo í heimsókn og var að hitta Benóný í fyrsta sinn. Svo má ekki gleyma því að hrútaskráin 2009 er kominn og það er náttla alltaf gaman að glugga í hana og spá og speglura en aðalmálið er að þetta heppnist það gekk svo illa í fyrra að það er spurning hvort maður nennir að standa í þessu það er alltaf spurningin. Ég fékk svo kjólinn minn sem ég bað Brynju að prjóna fyrir mig og er hann allveg æði hjá henni ég er allveg himinlifandi hún er algjör prjónasnillingur.

Benóný Ísak er sko farinn að reyna hífa sig upp.

Dísa lukkuleg í kjólnum.

ESSSASÚ.........

19.11.2009 16:55

3 Mánaða

Þá er kúturinn orðinn 3 mánaða aldeilis fljótt að líða og ég veit ég var að blogga í gær en langaði að henda aðeins meira inn í tilefni þess að hann er 3 mánaða í dag. Ég ætla að byrja á því að óska honum Óla til hamingju með daginn og óska Köru,Selmu og Maju góðs gengis að baka kökuna fyrir hann emoticon he he ég veit að Maju finnst svo gaman að baka. Ég fékk nýja myndavél í gær Canon G9 svo núna get ég náð öllum mómenntum á mynd því mín var orðin svo sein að þegar hún loksins tók mynd þá var allt búið og maður missti af öllu svo núna er maður sko klár í þetta, jæja ég kíkti með Benóný inn í frystihús í heimsókn í dag og hann var bara hissa á öllu þessu fólki en brosti bara, já svo var hann að meðtaka bláa litinn sem var í stíl við húfuna og gallann sem frystihúsfólkið gaf honum,það er kanski verið að ýja einhverju að honum emoticon já það á eftir að koma í ljós hvað hann velur vonandi ekki skattaparadísina sem er við völd núna he he. Máni nýji hesturinn er kominn inn í hús en hún Hera er allveg brjáluð út í hann og bítur hann bara en hann Vökull vendar hann og passar að hún bíti ekki í hann en hún nær nú samt að ráðast á hann algjör grýla. Hún er sko ekki eins saklaus og sæt eins og hún var í fyrra vetur.


Knús knús pínu rauð augu var að prófa myndavélina.

Fór og gaf rollunum hans Marteins brauð í dag og þær eru vel aldar þær komu allar til mín.

Hérna er Máni og Vökull og Máni er farinn að hafa vit á því að fara hliðina á Vökli til að fá frið fyrir drottningunni henni Heru.

18.11.2009 23:52

Fyrsti hesturinn hennar Dísu

Jæja þá er ég loksins búnað eignast minn fyrsta hest og er það allt henni Írisi að þakka, hún gaf mér rauðskjóttan fola undan Kristall sem er undan Skrúð og undan Kólgu sem er undan Reyk. Mér langaði svo rosalega að eignast fola undan Skrúð og varð mér að ósk minni emoticon .
Knúsarinn hann Benóný fór í 3 mánaða skoðun núna 17 nóv og gekk bara æðislega vel, við fórum bæði með hann og fékk hann sína fyrstu sprautu og fann ekki fyrir því þegar hann var sprautaður í lærið og er hann orðinn 5720gr og 62 cm svo það er allt bara í réttum hlutföllum samkvæmt bókinni.
En í gærkveldi fékk greyið hita og var allveg brjálaður og grét og grét en fékk svo stíl og sofnaði.
Hann er búnað fá nýja gesti í vikunni því Júna og Íris kíktu á prinsinn og svo kom Fríða í Tröð og svo kom Tinna og Íris dóttir hennar í dag svo það er bara búnað vera gaman hjá okkur og nóg að skoða fyrir Benóný alltaf ný og ný andlit og hann er farinn að taka svo vel eftir öllu. Já og svo eru Steinar og Unnur komin með lítið kríli hann Tristan sem bræðir alla geðveikt sætur tjúahvolpur ýkt heppin mér langar svo í svona hvolp þeir eru svooooooo sætiremoticon
Við fórum síðan á mánudaginn í heimsókn til Bárðar í fjárhúsin að skoða ásettningsgimbrarnar hans og eru þær allar rosalega fallegar og svo kíktum við líka á hann Læk gamla sem lítur bara rosalega vel út þrátt fyrir háan aldur. Jæja ég er búnað vera svo lengi að blogga að það er kominn nýr dagur svo núna er Benóný orðinn 3 mánaða 19 nóv og svo á Óli hennar Maju afmæli í dag og óskum við honum til hamingju með daginn. Rúnar kom svo í gær og sprautaði lömbin og Bói hjálpaði honum og Gummi tók svo gimbrarnar sínar.



Þetta er hann Máni.


Þetta er hann Tristan sem Unnur og Steinar eiga.

Benóný að tala við Topp.

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2026
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 1386852
Samtals gestir: 75063
Tölur uppfærðar: 9.2.2025 02:16:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar