Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
22.06.2010 00:33Benóný 10 Mánaða og Ferðalag til Reykjavíkur.Jæja það er alltaf nóg að gera þegar það er komið sumar svo það minnkar bloggið en ég náði að koma þessu til skila loksins. Benóný var 10 mánaða 19 júní og fór hann í skoðun og er hann orðinn 8440 grömm og 74 cm svo hann heldur línunni sinni og er frekar nettur að eðlisfari en borðar vel. Hann skríður enn bara á rassinum út um allt svo ég held að hann skríði ekkert hins segin strax. Við fórum svo í bæinn og ætluðum austur í ferðalag og tókum tjaldvagn með okkur en hann var bara dreginn fram og til baka og ekkert notaður en hann fékk þó að fara smá rúnt. Við hættum nefla við að fara austur því veðurspáin var svo tvísýn og Ágúst bróðir var síðan farinn út á sjó svo það er betra að fara þegar hann er í fríi þannig við vorum bara í Rvk og rúntuðum þar í kring til Hveragerðis og þaðan til Þorlákshafnar og síðan keyrðum við þaðan og til Grindavíkur þvílík leið bara malarvegur og eins og maður væri bara kominn á vestfirðina eða eitthvað okkur var allveg hætt að lítast á blikuna hvert við værum eiginlega komin en náðum þó á endanum að komast til Grindavíkur og keyrðum fram hjá Krýsuvík og Strandakirkju þá vissum við að við værum að nálgast. Jæja nóg um það við áttum bara fína daga í Höfuðborginni og fórum í húsdýragarðinn með Dóru og Ragnheiði og heimsóttum Dagmar langömmu og Marinó og Fríðu sem voru að skíra nýjasta frændan hans Benónýs og hlaut hann nafnið Pétur Þór og var mjög gaman að fá að sjá hann algjör gullmoli. Það er allveg ótrúlegt hva tíminn er fljótur að líða mér fannst Benóný bara vera risi miðað við hann en samt er svo stutt síðan hann var svona lítill, maður verður kominn inn á elliheimili áður en maður veit af þetta er rosalegt ![]() Við fórum svo út að borða á afmælinu mínu 17 júní á Argentínu steak house í boði Magga bróður og var það allveg himneskt að borða þar ekkert smá vel útlátið og kósý staður og maturinn eftir því. Mamma passaði Benóný á meðan fyrir okkur svo gaf Emil mér hestahjálm í afmælisgjöf ýkt nettan og góðan og passaði hann allveg perfektó svo þessi afmælisdagur var bara allveg snilld ![]() Hann kunni sko ekki að meta það að fara í traktorinn með pabba sínum enn ........... ![]() Steini kunni þetta hann vildi náttla bara fá að gera þetta sjálfur og fá að sitja og stýra he hee.. ![]() Þessa mynd tók ég fyrir Steina það væri nú ekki amalegt að aka um á þessum olíubíl. ![]() Marinó stoltur með frændurna saman. ![]() Myndarlegur hann Benóný Ísak 10 Mánaða. 10.06.2010 11:05JúníÞað er búið að vera nóg að gerast hjá okkur, það er búið að bera á túnin og sleppa öllum kindum. Rúnar dýralæknir kom svo um daginn og geldi Mána og kom þá í ljós að Vökull var meiddur og var þá slegið tvær flugur í einu höggi og svæft þá báða og tekið kúlurnar af Mána og fixað sárið á hinum. Benóný er svo búnað vera á fleigi ferð um allt og opnar alla skápa og klemmir sig og skríður á rassinum og reynir að standa upp allsstaðar svo nú er friðurinn úti og gaurinn málar heimilið rautt ![]() og ég hleyp á eftir honum og naga á mér neglurnar ![]() Við fórum svo inn í kirkjugarð um daginn og heimsóttum leiðið hans Steina frænda og settum stjúpur hjá honum og stillti ég svo Benóný upp hjá steininum og tók mynd og hann reyndi bara að éta blómin algjör, það gæti svo sem verið að frændi hans hafi verið að lauma að honum blómi til að bíta í he he honum hefði nú ekki leiðst það að hafa fengið að spilla honum með kaffi og mola. Heimsóttum við svo hestana í fyrradag því Hera var komin út og ég og Maja fórum að sækja hana og teymdi Maja hana heim og fórum við svo að kíkja á klárana og voru þeir allveg sjúkir í Benóný og hann allveg sjúkur í þá og vildi helst éta þá bara. ![]() UMM svaklega gott. ![]() Búið að gelda Mána og Hera var að tékka hvort að kúlurnar væru farnar. ![]() Svaka óður í Stert. ![]() Ætlar allveg að éta Grána. ![]() Að byrja að teygja sig. ![]() Að hífa sig upp rosa seigur. ![]() Helduru að maður sé montinn náði að standa upp allveg sjálfur í morgun. Vá hva þetta er fljótt að líða og bráðum fer hann sko að tæta allt ![]() 02.06.2010 00:21Sauðburði lokið!Jæja þá er þessum langa sauðburði loks lokið. Hann gekk vel til að byrja með en endaði svo frekar leiðinlega. Það voru 2 dagsgömul lömb hjá sitt hvorri rollunni sem fengu Slefsýki og greindi ég hana ekki nógu snemma. Þrátt fyrir að þau hefðu fengið skítapillu stuttu eftir burð fengu þau hana og prufaði ég að gefa þeim sykurvatn og sprauta pensilíni í vöðva en það dugði ekki til svo ég missti þau bæði. Það var ferlega fúlt það hafði verið mikill umgangur í fjárhúsunum þegar þær báru svo það er ábyggilega ástæða þess að við tókum ekki almennilega eftir þess því þau veikjast vanalega af slefsýki 12-48 klst.gömul og þau verða dauf,hætta að sjúga og innan 1 klst fara þau að slefa og það safnast loft í vinstur og gutlar í belgnum. Lömbin deyja svo eftir 6-24 klst sé ekkert gert. Þetta gerist líka ef þau fá ekki nægan brodd til að byrja með. En svona er þetta bara ég missti náttla svakalega spennandi lit úr þessu það var hrútur sem var svargolsóttur með hvíta blesu afar sérkennilegt allveg típist. Sauðburður endaði svo að það voru 31 sem báru ,11 gemlingar og 20 rollur og fengum við 46 lömb. 7 lömb drápust yfir sauðburðin sem er allt of mikið. Aðeins ein rolla var þrílembd það var hún Golsa og 13 voru tvílembdar og svo voru6 einlembdar og svo gemlingarnir með eitt allir nema einn sem var hafður geldur. Það eru svo myndir inn í albúmi af Benóný í Maí,sauðburði og Emil að sækja merina sína úr tamingu á Kverná svo það er nóg að skoða ![]() ![]() Drottning með gimbrarnar sínar undan Topp ![]() Króna besti gemlingurinn minn þurfti að fara í keisara og var lambið dautt fyrir 1-2 dögum í henni því nú ver, það var nefla snúið upp á legið í henni. ![]() Á rúntinum með pabba sínum í Stekkjarholtinu á nýjasta farartækinu he he ![]() Fannst síðan allveg vera við hæfi að setja þessa vísu hér með. VIÐ LOK SAUÐBURÐAR Eftir strangan vetur var von á daufu skari, fekkst þá best til fagnaðar að finna líf í kari. Þegar kviknar lítið líf lambs í grónum haga, burtu hörfar bóndans kíf, boðar sæla daga. Þá er gott að vaka við vorsins óðinn þýða, lambajarm og lækjarnið lofsöng hlýrri tíða. Höf Sig.Sig og Jói í Stapa. 23.05.2010 02:18Útskrift Steinars![]() Steinar útskrifaðist á föstudaginn og hér er stolt mamma hans með honum hún Freyja Elín. ![]() Gaurinn er sko allur að koma til því hann stóð upp sjálfur í rúminu í gær og tætti allt af náttborðinu svo nú má sko heldur betur fara að passa hann. ![]() Allir stoltir af drengnum Steini,Dagbjört,Stúdentinn,Emil,Freyja með Benóný og Bói. 19.05.2010 22:03Benóný Ísak 9 Mánaða og Hulda sextug.Jæja ætla að byrja á því að óska mömmu og Hafdísi systur hennar til hamingju með 120 árin og svo honum Steina litla frænda þau áttu öll afmæli í gær 18 Maí. Það var sem sagt full bókaður dagur hjá okkur í gær hann byrjaði þannig að það var einn gemlingur búnað bera og vildi ekki lambið svo næst fór ég heim að gera heitann rétt fyrir afmælið hjá mömmu svo fór ég með Benóný í ungbarnasundið og því næst að kaupa gjöf fyrir Steina og svo loksins í partý til mömmu rosa fjör en þessi fullbókaði dagur heppnaðist vel og afslappað að hann sé búinn. Prinsinn er svo 9 mánaða í dag og fór ég og Maggi með hann að veiða og veiddum við fyrstu bleikjur sumarsins. Maggi fékk fyrstu og svo fékk ég tvær og þetta eru bara rosa flottar nýgeignar bleikjur. ![]() Lukkuleg gellan hún Hulda Magnúsdóttir. ![]() Benóný horfði undrandi á þetta fyrirbæri. ![]() Ég er kúreki vestursins. ![]() Emil duglegur að skaka. 16.05.2010 01:14Maí á ferð og flugiJæja nú er maður aldeilis búnað setja slatta inn af myndum því það er búið að vera mikið að gera t.d. er Benóný í ungbarnasundi og er hann allveg óður honum finnst svo gaman og skvettir á alla bak og fyrir og við fengum loksins pabba til að koma með og taka myndir af stráknum sínum. Ég er svo búnað koma víða við í sauðburðinum og er hann ganga misjafnlega vel. Hjá mér er fyrri burðurinn að enda en svo er seinni ekki fyrr en 28 Maí allveg hrikalegt en ég fæ þó allavega lömb vonandi. Hjá Gumma Óla er búið að vera mikið um keisara ferðir inn í Hólm hann er búnað fara með tvo gemlinga og eina rollu og það lifir allt og svo er hann búnað venja heilmikið undir einlemburnar sem voru sónaðar hjá honum svo það kom að góðum notum. Það er svo allt borið í Tungu hjá Sigga en það voru einhverjar geldar því miður en annars fékk hann svakalega falleg lömb og allveg sérstaklega spök. Maggi er svo loksins kominn heim að austan og setti ég myndir inn frá honum. Það eru svo myndir af heimsóknum viða í sauðburðinum svo endilega skoðið. ![]() Flottur hann Benóný Ísak ![]() Fyndin hún Móra inn í Bug að gæjast inn. ![]() Þetta er náttla bara sögulegt að hann Magnús Már sé að mjólka belju ![]() 11.05.2010 22:46Lömb í Maí![]() Ég reddaði mér bara og náði í ullarpoka og raðaði þeim á grindurnar svo litli gæti leikið sér meðan ég stússast í rollunum. En eins og sjá má á þessari mynd var hann allveg kominn með nóg af þessu rollu veseni á mömmu sinni og farinn að væla á mig he he :) ![]() Hrútarnir voru ánægðir að komast út í græna grasið. ![]() Rauðhetta er borin bíldóttri gimbur undan Golsa. ![]() ´Þruma kom svo með dökkmórauð gimbur og hrút undan Móra hjá Gumma Óla. ![]() Varð að setja þessa hér þetta eru Beggi og Pakas undan Golsu og Prúð. 09.05.2010 22:53Sauðburður á nýJæja það er nóg að gera í sveitinni byrjaður sauðburður á ný og Grána tók á skarið og bar hrút og gimbur í dag og svo hún Dóra hans Benóný sem er gemlingur kom með eina gimbur því næst var það hún Skrauta og bar hún einni gimbur. Ég fór svo með prinsinn hann Benóný í ungbarna sund í morgun og var hann allveg þvílíkt sprækur og sparkaði og buslaði voða gaman. Það var svo margt um manninn í dag í sveitinni enda var æðislegt veður og voru þar Brynja og Kristmundur, Anna og Jói, Margrét og Oddur og svo átti Snorri líka leið og svo við heimafólkið í Mávahlíðinni.
![]() Benóný Ísak í veðurblíðunni.
![]() Ég lukkuleg í peysunni sem Brynja frænka prjónasnillingur gerði.
![]() Feiknarlegur hrútur hjá Gumma undan Grábotna.
![]() Dóra hans Benóný sem Bárður gaf honum er borin grábotnóttri gimbur. 05.05.2010 09:50VeðurblíðaÞað var æðislegt veður í gær ég og Benóný skelltum okkur í langan göngutúr með Heiðrúnu og Söru. Við fórum svo inn í Mávahlíð að gefa og Hafrún og krakkarnir komu með. Það var sól og blíða og agalega heitt og fínt. Ég kom svo við inn í Bug, þar er sauðburður í fullum gangi og tók ég nokkrar myndir þar. Mikið er flott að taka myndir af rollunum þegar þær ganga svona úti þær eru svo miklu fallegri í ullinni og frísklegri að sjá. Jæja leið okkar lá svo bara heim og svo þegar Emil kom í land skellti ég mér á hestbak á Ask til að prófa hann því hann datt svo hrikalega með mig um daginn og ákváðum við því að setja hann á botna til að gá hvort hann myndi ekki hætta að hnjóta svona og allavega var hann fínn í gær svo vonandi lagast þetta. ![]() Fönguleg kind hjá Óskari og Jóhönnu í Bug. ![]() Rósa hans Emils 11 vetra farin að láta aðeins á sér sjá. 03.05.2010 22:00Heimsókn til BárðarHæ fórum í heimsókn til Bárðar í dag og kíktum á lömbin hjá honum sem eru komin og eru þar af sæðislömb undan Gotta og Grábotna sem eru mjög falleg og verður spennandi að sjá hverning þau koma út í haust. Það var líka gaman að fylgjast með rollunum þær héldu að Donna væri lamb þær jörmuðu bara á hana sérstaklega rollan sem átti botnótta hrútinn enda eru þau allveg eins á litinn ![]() ![]() Botnótti hrúturinn undan Grábotna afskaplega saman rekinn og fallegur. ![]() Litli prakarinn á heimilinu sem er heldur betur farinn af stað og tætir og tæmir allar skúffur í eldhúsinu hjá mömmu sinni.. 29.04.2010 22:49Rósa hans Emils borin í Bug.![]() Rósa með flekkótta gimbur og svartan hrút. ![]() Breyting á herberginu hans Magga, varð að setja hana inn og sýna honum því hann er fyrir austan hjá Ágústi bróðir. Svo hverning lýst þér á finnst þér það bara ekki lita út fyrir að vera miklu stærra en það var? 26.04.2010 23:11Ýmislegt í aprílJæja henti inn slatta af myndum af prinsinum og vormyndum úr Mávahlíðinni. Við skelltum okkur svo til Reykjavíkur í gær og kíktum í heimsókn á Emil og Önnu og voru þau voða kát að sjá drenginn og gaf afi hans honum vörubíl sem hann smíðaði sjálfur og var hann afar lukkulegur með hann svo næst var ferð okkar að kíkja á Fríðu og Helga og var þar kaffi og kræsingar og Steini og Ágúst komu einnig og kíktu á okkur. Við enduðum svo hjá Jóhanni og Þorhöllu og fengum okkur Dominos nammi namm. Donna fékk einnig að fara með svo hún fór í sína fyrstu Reykjavíkurferð. ![]() Lukkulegur með bílinn frá afa Emil. ![]() Fallegur dagur í Mávahlíð. 22.04.2010 14:01GLEÐILEGT SUMAR.![]() Ein gömul í tilefni dagsins tekin í Mávahlíð 2007. ![]() Búinn að velja sér fyrsta hnakkinn sinn :) 19.04.2010 13:078 Mánaða og Rúningur á hrútunum.Kúturinn orðinn 8 mánaða bara og er hálf slappur litla greyið. Er búnað vera með hósta og kvef og er allveg að fá tönn í efri góm, hann er svo bólgin litla sílið. Bárður kom á laugardaginn og tók af hrútunum og líta þeir bara vel út og kom hann Moli á óvart þó hann sé smár, er hann með hörku læri og fallega byggður hrútur. Bárður hjálpaði okkur svo líka að snyrta klaufarnar á þeim svo þeir eru búnað fá fyrsta flokks snyrtingu frá snyrtistofu Bárðs he he og þökkum við honum kærlega fyrir hjálpina. Emil er búnað vera róa með Kalla Fía á grásleppu og hafa þeir fengið bara fínt á þessa tvo róðra sem Emil fór með og fór ég niður á bryggju og tók myndir af þeim á laugardaginn. Það var svo hundaættarmót í Mávahlíð þegar Pollý, Donna og Dögg hittu Fídel hans Snorra, þau eru öll systkini voða stuð og var líka margt um manninn inn í Mávhlíð á laugardaginn Jói Ragnars kom með Snata hundinn sinn og svo voru Oddur og Margrét að veiða enda var blíðskaparveður. ![]() 8 Mánaða töffarinn með fyrstu derhúfuna sína. ![]() Bárður fagmaður í að taka af. ![]() Emil einbeittur á svip að ganga frá grásleppunni. 14.04.2010 21:54Fyrsti áfangi búinn í SauðburðinumJæja hún Eyrún hans Bóa bar í nótt hrút og gimbur undan Prúð og gekk það hjálparlaust og fljótlega hjá henni. Benóný Ísak fór svo í skoðun í morgun og braggast vel hann er orðinn 8 kíló og 72 cm og er bara en í línunni sinni og svo fékk hann sprautu en hann var svolítið reiður yfir því og grét sárum grát þegar hann fékk hana en svo var allt búið. Ég bætti myndum af Eyrúnu inn í sama albúm og hinar sauðburðar myndirnar eru. ![]() Eyrún stolt mamma. Flettingar í dag: 489 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 2026 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1387039 Samtals gestir: 75063 Tölur uppfærðar: 9.2.2025 02:59:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is