Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2024 07:45

Smalað upp á Fróðarheiði og að Geirakoti

Fengum smá æfingu á fimmtudaginn þegar við fórum að smala með Kristinn með því að hitta hann í jakkafötunum upp að Valavatni þar sem hann var að koma úr beint úr Reykjavík af fundi og Helga var mætt með göngufötin fyrir hann svo hægt væri að skella sér af stað sem fyrst. Gummi Óla og Óli Helgi voru búnað vera smala niðri í Geirakoti og i kring á meðan þeir voru að bíða eftir okkur og Maggi frændi Gumma var líka mættur að hjálpa þeim hann kemur alltaf á hverju ári til að hjálpa Gumma. Stelpurnar mínar komu spenntar heim úr skólanum og tilbúnar í að fara smala.

 


Freyja var með mér og Kristinn og svo fóru Embla og Erika á eftir kindum sem við sáum og þær eltu þær niður

það versta var að þær gleymdu báðar símanum svo ekki var hægt að ná á þær.

 


Hér útsýnið að Ólafsvík.

 


Hér sést að Kristinn er að fara upp fyrir kindurnar ef vel er að gáð.

 


Hér er Magnús Óskarsson með hundinn sinn að koma tveim lömbum niður.

 

Hér eru þær svo komnar inn í aðhaldið sem er við Fróðá. Það varð smá eltingarleikur hjá Kristinn því ein tók upp á því að hlaupa 

fram að Geirakoti en hann náði að komast fyrir hana og reka hana niður svo voru þær frekar óþekkar þegar þær komu niður og fóru inn í

girðingu hjá Freyju og Bóa og svo inn í hestagriðinguna og hestarnir voru í svo miklum leik að þeir eltu kindurnar út um allt en svo fór þetta

 allt vel að lokum og við náðum öllu inn. Ég held þetta hafi verið milli 25 til 30 stykki í heildina og var bæði frá Friðgeiri á Knerri og Óla Ólafsvík.

Friðgeir tók sínar upp á kerru og svo tóku þeir Óla kindur frá og Gummi og þeir ráku þær inn í Bug.

18.09.2024 22:47

Rúntur 18 sept

Fórum rúnt í dag og sáum eina nýja frá Sigga sem er þrjú og svo vorum við aðeins að tékka hvar kindurnar væru staddar og það voru heil margar komnar niður á engjarnar fyrir neðan Svartbakafellið.

Og mjög margar eru upp á Sneið og þar fyrir ofan en sáum ekki neitt í Svartbakafellinu okkar megin.

 


Hér er held ég Budda 21-108 frá Sigga með þrílembingana sína undan Boga hans Óla.

 


Hér sést hrúturinn betur.

 


Gimbrarnar eru báðar svona bíldóttar.

 


Hér er hin hún er aðeins öðruvísi í framan.

 


Hér er Randalín 18-016 með tvo hrúta undan Klaka þeir eru þrílembingar.

 


Hrúturinn hennar sá stærri.

 


Hér er Ósk 18-008 er með þrílembings gimbrar en tvær ganga undir og eru þær allar þrjár með grænan fána R 171 þær eru undan Friskó 23-005 frá okkur.

 


Hér sjást kindurnar fyrir neðan Svartbakafellið. 

 

Það verður svo smalað hjá okkur um helgina.

16.09.2024 17:54

Rúntur 12 til 14 sept


Hér er hrútur undan Hildi 22-013 og Byl 22-003

 


Hér er Hildur og hún er með hinn hrútinn á móti. Þeir eru báðir með H 154

 


Hér er Álfey hún var með tvö lömb og annað þeirra drapst á sauðburði og hitt hefur drapst snemma í sumar

þetta svartbotnótta sem er með henni er gimbur undan Bessu 23-024 en Bessa drapst snemma í sumar .

Svo þessi gimbur hefur bara fylgt Álfey og þessi gimbur er með H154 og er undan Boga hans Óla Ólafsvík.

 


Týra 23-022 var tvílembd og gengur með eitt undir sér.

 


Hér er hrúturinn hennar og hann er undan Svala 23-001 og hann er með N 138 ljósbláan.

 


Hér er Díana með hrútinn sinn undan Úlla hann er með C 151 ljósgrænan fána.

 


Þessi hrútur er undan Fjöru 22-021 og Boga hans Óla og hann er með ljósbláan N 138 og ljósgrænan H 154.

 


Hér er Þíða hans Sigga með tvær gimbrar undan Byl 22-003 þær eru þrílembingar og ganga tvær undir.

 


Þær eru mjög glæsilegar gimbrarnar hennar Þíðu.

 


Hér er 22-201 Breiðleit frá Sigga ef ég hef lesið númerið rétt og hún er með gimbrar undan Byl .

 


Hér er önnur gimbrin betri mynd þær eru mjög fallegar.

 


Hér er gimbur undan Vigdísi 21-024 og Vestra 23-002 hún er með H 154 ljósgrænan.

 


Þetta er gimbur undan Agúrku þessi flekkótta og hún gengur undir Breddu 22-202 og sú hvíta er undan 

henni og Jór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér sjást þær upp á hól ég var að reyna ná góðum myndum af þeim.

 


Hér er svartur hrútur undan Þotu 21-106 Byl.

 


Hér er Þota með hrútana sína sem virka mjög vænir og fallegir.

 


Vigdís með gimbrarnar sínar undan Vestra.

 


Þær stylltu sér vel upp fyrir mig hér er Breiðleit með gimbrina sína.

 


Draumadís 23-011 með hrútinn sinn undan Vind 23-004

 


Hér sést hann betur var akkúrat að jórtra þegar ég tók myndina he he.

 


Hér er hinn á móti mjög flottir tvílembingar undan gemling.

 


Hér er sá svartbotnótti aftur.

 


Bylur 22-003 Kvaddi um daginn hann var með N 138 og H 154.

Vestri veturgamall kvaddi líka hann fannst afvelta inn í Kötluholti 

Þeir kvöddu báðir í seinustu viku. Bylur var búnað vera mikið notaður og stóð til að skipta honum út en Vestri var með C 151 og var lítið notaður 

því hann var erfiður í gang á fengitímanum svo það er ekki til nema 3 lömb undan honum.

 


Lalli kláraði að dæla út á föstudaginn og Emil fór og þreif fjárhúsin með öflugu dælunni hans Lalla sem Lalli var svo almennilegur að lána Emil hana svo hann væri fljótur að þrífa.

Kristinn er hér að negla niður grindurnar með mér og Jóhanna var að fylgjast með að við værum að gera þetta rétt og tók þessa fínu mynd fyrir mig.

 


Jóhanna tók mynd af mér líka hér vorum við búnað skipta út þremur grindum sem voru orðnar lélegar og erum að klára

að negla þær niður. Siggi var búnað setja upp réttina og gera hana klára og ganga með girðingunni og svo þegar við vorum búin hér fór Kristinn

að hjálpa Sigga að kíkja meira á girðinguna. Ég fór svo í dag og kláraði að þrífa seinustu króna sem var eftir og ganga lauslega frá svo nú er allt að verða klárt.

-

11.09.2024 11:20

lamba rúntur í lok ágúst og byrjun sept


Þetta er Snara 23-019 

 


Annar hrúturinn hennar undan Sóla 23-003

 


Hér er hinn á móti. Hún er að óþekkast við að liggja með þá við vegriðið í Búlandshöfðanum en ég er mjög þakklát vegagerðinni að þeir eru búnað setja skilti sitthvoru megin

við Búlandshöfðann í brekkuna að það geti verið kindur á veginum. Þeir eru báðir með gulan fána.

 


Þessi lambhrútur er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og er með ljós grænan fána C 151.

 


Hér er Dísa 19-360 með hrút og gimbur sem eru fæddir fjórlembingar og þau eru bæði með grænan fána eða R 171 og þau eru undan Styrmi 23-930 sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Hildur 22-013 með hrútana sína undan Byl 22-003. Þeir eru báðir með ljósgrænan fána H 154.

Þessi mynd er tekin 1 sept.

 


Ljúfa 22-018 með gimbrarnar sínar undan Vind 23-004 og þær eru báðar með ljós grænan fána H 154.


Hér er Epal 20-014

 


Hún er með eina hyrnda gimbur og eina kollótta en þær eru undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík og Bogi er ARR hrútur önnur gimbrin er með ljósgrænan fána H 154 og hin gul.

 


Álfadrottning 21-016

Hún er með gimbrar undan Byl 22-003 og þær eru báðar með bláan fána N 138.

 


Hér er hún aftur og þessi mynd var tekin í dag 11 sept.

 


Önnur gimbrin er aðeins hærri og stærri.

 


Hin aðeins lægri og minni svo þær eru frekar ólíkar systur.

 


Fallegir kollar undan Snúllu 17-101 og Prímusi 21-005 , þeir eru með gulan fána.

 


Þessir tveir eru undan 22-006 Ösp og Stein 23-926 sæðingarstöðvarhrút og sá svarti er með grænan fána R 171 og sá hvíti er með gulan fána.

 


Þeir virka allir bæði undan Snúllu og Ösp svakalegir bolar og miklir að sjá að aftan.


Sperra 22-206 frá Sigga í Tungu með hrút og gimbur undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík.

 


Hér sést gimbrin betur frá Sperru og Boga.

 


Fyrsti göngutúrin upp á fjall inn í Fögruhlíð var tekinn í morgun svo núna ætla ég að setja mér það markmið að reyna að fara í 

fjallgöngu einu sinni á dag fyrir göngur til að byggja upp þol og koma mér í gönguform. Það var æðislegt veður í dag en frekar kalt það hefur frosið í nótt

því það var klaki á pollunum og sum staðar í jarðveginum.

 


Hér sést í Svartbakafellið og það var enga kind að sjá þar sem ég gáði en það voru nokkrar mín megin að sjá ofar .

 


Hér er Lalli að bera á túnin fyrir okkur en hann byrjaði að dæla út úr fjárhúsunum fyrir okkur í vikunni.

 

28.08.2024 11:34

28 ágúst rúntur

Ég rakst á nýjar kindur í dag sem ég hef ekki séð það voru Gurra,Perla dóttir Gurru og svo Sól sem er undan Gurru líka og svo kollótt frá Jóhönnu hún Snúlla.

Þær voru upp í Fögruhlíð fyrir ofan Rauðskriðumel. Svo var ég að rúnta gamla veginn fyrir ofan Mávahlíð og sá að þar var hópur á leið inn fyrir Höfða fyrir neðan veginn og þær hafa tekið á rás því 

Snorri Rabba var með hundana sína niður á Hellu örugglega að leita af mink og ég var svo heppin að þær runnu allar í áttina að mér svo ég lagði bílnum og sökk af stað niður fyrir veg og náði myndum af  þeim þegar þær voru komnar inn eftir.

 

Hér er Perla 20-016 með gimbrina sína undan Klaka 22-005

 


Hér er hin gimbrin á móti.

 


Hér er svo Perla með báðar gimbrarnar sínar mjög fallegar þær eru fæddar þrílembingar.

 


Hér er Snúlla 17-101 frá Jóhönnu með hrútana sína undan Prímusi 21-005.

 


Þeir virka mjög stórir og fallegir. Þeir eru báðir með gula fána.

 


Hér er Gurra 17-016 með lömbin sín en eitthvað hefur nú skeð fyrir þennan hrút hjá henni annað hvort hefur hann villst undan henni eða eitthvað er að júgranu hjá henni því gimbrin er alveg stór og falleg og hún er með gulan fána og  H 154 ljósgrænan fána en hann alger kettlingur en hann er með gulan og grænan fána R 171.  Lömbin hennar eru þrílembingar fæddir en ganga tvö undir og eru undan Boga 23-637. 

 


Hér er Spyrna 21-019 með gimbrar undan Vind 23-004 önnur gimbrin sú hvíta er með gulan fána og H 154 ljósgrænan.

en sú gráa er með tvo gula fána.

 


Hér sjást þær betur.

 


Hér er mjög þétt og falleg gimbur sem gengur undir Sól 23-008 gemling og er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og hún er með ljósgrænan fána C 151 og gulan fána.

 


Hún virkar mjög stór og hefur Sól mjólkað henni vel en Díana fékk júgurbólgu í vor og gimbrin var tekin undan henni og Sól missti lambið sitt í fæðingu.

 


hér er Sól og gimbrin.

 


Hér er Álfadís hans Kristins með hrútana sína undan Bjarka 23-922 sæðingarstöðvarhrút.

Annar þeirra er með gulan og grænan fána R171 en hinn er bara með gulan fána.

 


Hér er Díana 22-019 með hrútinn sinn undan Úlla 22-914 og hann er með gulan fána og ljósgrænan C 151.

 


Hér er Branda 22-012 með lömbin sín undan Grím 23-443 þau eru bæði með gula fána.

 


Hér er hrúturinn.

 


Hér er gimbrin.

 


Hér er hrútur undan Gurru 17-016 og Boga 23-637 sem gengur undir Ófeig 22-016 hann er með gulan og grænan fána R 171.

 


Rakst svo á hana Epal 20-014  hún er með gimbrar undan Boga 23-637 og önnur þeirra er með gulan og ljósgrænan fána H 154.

Hún átti svo að vera með hrút undan Birtu líka sem var vanin undir hana því Birta dó á sauðburði en ég sá hann ekki með henni svo það er spurning hvort hann hafi villst undan eða drepist. 

 

27.08.2024 12:17

Göngutúr og kindur 27 ágúst.

Ég þurfti að fara inn í Grundafjörð í morgun og var þá litið upp í hlíð og sá þar Mónu Lísu sem ég hef ekki séð í allt sumar og ég er mjög spennt að sjá hvernig hrúturinn hennar er svo ég ákvað í bakaleiðinni að keyra upp gamla veginn í Búlandshöfðanum og leggja bílunum og læðast upp að henni og sá svo að Lóa var þar líka með lömbin sín. Þetta gekk svo ljómandi vel og ég náði að taka mynd af lömbunum og fékk meira segja Lóu til að koma til mín og fá klapp og klór hún er alveg yndislegur karekter er alls ekki allra og gerir upp á milli hver má klappa henni og svo getur hún átt þetta til og komið til mín úti alveg yndisleg.

 


Hér er Lóa 18-012 með lömbin sín undan Grím 23-443.

 


Mjög falleg lömb hjá henni.

 


Hér er Móna Lísa 14-008.

 


Hún var tvílembd í vor en annað lambið hennar dó í burði og hún fóstrar þessa gimbur sem er þrílembingur undan Einstök og Jór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er svo fallegi hrúturinn hennar sem ég var svo spennt að sjá hann er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og er með hlutlausan fána gulan.

 


Ég er mjög hrifin af honum og hlakka til að sjá hvernig hann stigast.

 


Hér er betri mynd af gimbrinni hennar Lóu.

 


Hér er svo hrúturinn á hlið.

 


Voru svo mikið að spá í mér þannig að það auðveldaði mér að taka fleiri myndir af þeim.

 


Hér kemur svo ein sjálfsmynd af okkur Lóu he he.

23.08.2024 13:00

Rúntur 21 ágúst


Þessi kind er frá Gumma Óla Ólafsvík og er með þrílembinga og tveir eru kollóttir það er örugglega undan ARR hrútunum hans Óla Ólafsvík.

 


Hér er hinn hrúturinn sem er líka undir henni.

 


Hér er falleg kind frá Gumma Óla Ólafsvík með mjög falleg lömb.

Ég er alveg svakalega hrifin af gimbrinni.

 


Brá á þennan hvíta hrút og hann er með C 151 svo fóstrar hún þennan svartbotnótta og hann er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er Lára 22-017.

 


Hér er gimbur undan henni hún er með C 151.

 


Hér er hin gimbrin á móti hún er líka með C 151.

 


Hér er Kaka 21-014 með hrút undan Svala.

 


Hér er gimbrin á móti.

 


Hér er gimbur undan Dúllu og Byl hún er H154 og hún fóstrar hrút undan Elísu og hann er líka með H 154.

Dúlla var sónuð með 1 og það var vanið undir hana og svo kom hún með tvö og seinna lambið hennar var tekið og sett undir aðra kind.

 


Hér er Blesa með hrút og gimbur undan Svala þau eru hlutlaus með gulan fána.

 


Hér eru tvær gimbrar undan Hrafntinnu og Svala og þessi snjóhvíta er með H 154.

 


Þrá 23-006 með gimbur undan Diskó. Hún er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er gimbur undan Ósk og Friskó og hún er með R 171 hún var þrílembd og öll lömbin hennar eru R 171.

 


Hér er hrúturinn á móti gimbrinni.

 


Hér er betri mynd af gimbrinni hún er alveg svakalega falleg á litinn.

 


Hér er Skotta með gimbrarnar sínar undan Mósa hans Óla Ólafsvík og þær eru báðar hlutlausar með gulan fána.

 


Hér er smá hópmynd af þeim, Hrafntinna með gimbrarnar sínar og svo Ósk með hrútinn sinn sem stendur upp á stein.

21.08.2024 13:46

Rúntur í júlí og ágúst


Hér er Einstök með lömbin sín undan Jór 28 júlí.

Þau eru með R 171

 


Gimbrin hennar mjög falleg.

 


Hrúturinn líka hvítur og fallegur.

 


Þessi hrútur er undan Rúmbu og er hlutlaus með gulan fána.

 


Freyja að tala við Einstök. Þessar myndir voru teknar í júlí.

 

Þessi mynd var tekin núna í ágúst og þetta er Bót hans Sigga með gimbur undan Reyk þessa svörtu og svo fóstrar hún lamb undan Drottningu og Boga sem er ARR hrútur frá 

Óla Ólafsvík.

 


Hér er Vigdís með gimbrarnar sínar undan Vestra önnur gimbrin er með H151.

 


Hér er Botnía hans Sigga með hrút og gimbur undan Byl.

 


Tvær gimbrar frá Sigga undan Kolbrúnu og Byl.

 


Þessi mynd var tekin 2 ágúst af Álfadrottningu hún er með gimbrar undan Byl og þær eru með N 138.

Ég fer svo að vera duglegri núna að taka rúnt og taka myndir og setja inn enda spennandi og skemmtilegur tími núna til að mynda lömbin.

03.08.2024 19:53

Heyskapur í Kötluholti

Heyskapur hófst aftur núna á föstudag þá var slegið í Kötluholti og Tungu og það er stefnt að því að klára að heyja um verslunarmannahelgina sem er núna

Það var svo byrjað að rúlla núna á laugardag og það var allt í góðu fyrst  og mjög gott veður og brakandi þurrkur en það var búið að vera frekar blaut túnin því það er

búið að rigna svo mikið síðast liðna daga. En aftur að heyskap þá gekk vel fyrst eins og ég sagði en svo fór að blása og gerði miklar rokur svo við ákváðum að stoppa og kíkja aftur á það

eftir kvöldmat.

 


Hér eru Kristinn og Emil að slá inn í Kötluholti.

 


Ég labbaði með Ronju og Freyju upp á Hofatjörn í dag fyrir ofan Kötluholt og Ronja fann þessa flottu fjöður.

 


Hér er Freyja að veiða síli í tjörninni en ég fór að finna betra skjól það var svo hvasst þarna upp frá.

 


Hér erum við komnar í skjól og fengum okkur nesti.

 


Hér er svo Emil að fara rúlla inn í Kötluholti.

 


Það var farið heim í mat og svo kíkt aftur og þá var ekki eins mikið rok og gekk vel að raka saman og rúlla.

 


Fór svo smá kindarúnt á leiðinni heim og Freyja hitti Einstök og hún kom til hennar til að fá klapp er svo gjæf og góð kind.

28.07.2024 13:30

Útilega á norður og austurlandi og fleira

Þann 8 júlí lögðum við af stað í útilegu og byrjuðum á því að stoppa á Blöndósi og skella okkur í sund þar til að stytta leiðina svo héldum við áfram og ferðinni var heitið í Hrafnagil.

Þar voru vinir okkar búnað koma sér fyrir og taka fyrir okkur pláss á A svæði sem þarf ekki að panta á eins og hin svæðin á Hrafnagili.

Við lentum í leiðinda roki næstu daga og vorum búnað setja fortjaldið okkar upp og enduðum með að taka það niður svo það myndi ekki skemmast í rokinu.

Við fengum samt góða daga og flottan hita og sól þó það væri frekar hvasst suma dagana.

Við vorum á Hrafnagili í fleiri daga en við ætluðum því það var of hvasst til að færa sig. Freyja átti svo að fara að keppa í fótbolta á síma mótinu í Reykjavík og við komumst ekki til baka með hjólhýsið svo ég var búnað ákveða að fljúga með hana suður en svo var hún búnað vera með svo slæman hósta og slöpp að hún treysti sér ekki til að fara og keppa svo við vorum áfram fyrir norðan. 

Við færðum okkur svo yfir á Sauðárkrók til að elta betra veður og komast nær heima ef við skyldum þurfa að fara heim að heyja.

Spáin var svo ekki að vinna með okkur um heyskap svo við vorum í nokkra daga á Sauðárkrók og ákváðum svo að halda austur á leið og þá skyldu leiðir okkar við vinafólk okkar sem fór vestur.

Við fórum svo alla leiðina á Fell hjá Breiðdalsvík til Ágústar bróðurs og vorum þar í 3 daga og svo lá leið okkar aftur norður og gistum eina nótt á Hömrum og svo alla leið vestur aftur í heyskap.

En ég ætla að láta ferðalagið segja sig betur frá í málið og myndum hér í framhaldi.

 


Hér eru stelpurnar að grilla sykurpúða á Hrafnagili.

 


Hér er Ronja Rós í jólahúsinu sem er ómissandi staður þegar maður kemur norður.

Benóný fór svo auðvitað daglega í sund á Hrafnagili og Akureyri til skiptis og svo fórum við líka í Þelamörk sem er upphalds sundlaugin okkar fyrir norðan hún er svo kósý.

 


Hér eru stelpurnar að spila saman í fortjaldinu hjá Teddu.

 


Hér eru Erika vinkona Emblu sem kom með okkur í útilegu og Freyja og svo inn í jólasveinunum eru Ronja Rós og Embla.

 


Hér eru svo Ronja og Embla og Freyja og Erika jólasveinar.

 


Hér er hjóhýsið okkar inn á Hrafnagili.

 


Allir að spila partners og drögum í lið og spiluðum á tveim borðum mjög gaman.

 


Skelltum okkur rúnt inn á Grenivík og þaðan yfir á Húsavík og enduðum svo í Geosea böðunum og hér eru stelpurnar að gera tásu mynd.

 


Hér erum við í Geosea og Ronja og stelpurnar fengu crap sem er voða sport þegar við förum í böðin.

 


Við vinkonurnar saman ég og Irma.

Við vorum með Irmu,Nonna og Sigurði stráknum þeirra ásamt systrum hennarbIrmu , Millu og Teddu og börnum þeirra í útilegu og áttum alveg yndislegan og skemmtilegan tíma saman.

 


Það var yndislegt veður og loksins sól og blíða fyrir okkur sem erum vön rigningunni og kalda veðrinu að vestan.

Það var 20 stiga hiti næsum alla dagana sem við vorum fyrir norðan.

 


Emil og Benóný í Kjarnaskógi sem er líka ómissandi staður að fara á þegar maður er á Akureyri.

 


Ronja Rós í Kjarnaskógi.

 


Stelpurnar að keppa við fullorðnu.

 


Emil og Nonni sigurvegarar í kubb á móti stelpunum.

 


Ronja að elska góða veðrið og spila krikket.

 


Yndislegt að vera á Akureyri svo gaman að labba niður í bæ.

 


Þá erum við mætt í Skógarböðin og fengum æðislegt veður þegar við fórum þangað með Irmu og þeim og fórum svo út að borða öll saman á Greifanum.

 


Ronja Rós komin með blátt crap svo spennandi og gaman.

 


Benóný og Emil að njóta í Skógarböðunum.

 


Benóný alsæll og vel baðaður í þessari útilegu eins og alltaf og sund á hverjum degi.

 


Við Ronja Rós að njóta í sólinni.

 


Núna erum við komin yfir á Sauðárkrók og erum á safninu Battel og iceland.

 


Hér eru Erika og Embla búnað dressa sig upp sem bardaga menn.

 


Hér erum við svo öll dressuð upp líka. Þetta var mjög skemmtilegt safn að skoða sögu Snorra Sturlusonar og fórum líka í svona sýndarveruleika og settum á okkur gleraugu og fengum að upplifa eins og við værum stödd í bardaga.

 


Við tókum rúnt og fórum í Grettislaug við höfum aldrei farið í hana áður það var mjög fallegt og mjög skemmtilegt.

 


Embla og Erika fóru ekki ofan í heldur voru að skoða sig um á meðan við fórum og Embla tók hópmynd af okkur.

 


Mjög fallegt hér svo mikil náttúrufegurð.

 


Ronja Rós að hafa það kósý í hjólhýsinu okkar.

 


Smá fjallganga fyrir ofan Sauðárkrók og smá labb um kirkjugarðinn.

 


Útsýni yfir sundlaugina á Sauðárkróki en við prófuðum hana núna í fyrsta sinn ég og krakkarnir en Emil var búnað fara í hana áður þegar hann hefur verið að róa hér.

 


Við fórum rúnt inn á Skagaströnd og svo inn á Blöndós og kíktum á Húnavöku.

Við kiktum göngutúr upp göturnar en þar var verið að bjóða fólki sem var á göngu í vilko vöfflur í heima húsum og það var alveg yndislegt og tekið vel á móti manni og þar fékk maður kaffi djús og vöfflur og svo var margt í boði hefðbundnar vöfflur og svo vöfflur með ávextum súkkulaði og allsskonar og þetta var allt frítt.

 


Það var svo líka Tívoli á Blöndósi og krakkarnir voru mjög spenntir að fá að fara í það.

 


Það skelltu sér allir í þetta og Nonni og Emil líka og Benóný var alveg í essinu sínu að fara í þetta og fá alla með sér.

 


Seinasta daginn okkar á Sauðárkrók var svo skellt sér í sund á Hofsósi og svo brunuðum við austur.

 


Átti svo alltaf eftir að setja inn að litli dásamlegi frændi kom í heiminn 13 júni hjá Magga bróðir og Rut og ég fór að sjá hann 20 júní hann er alveg hundrað prósent fullkomin og öllum heilsast vel.


Erika og Embla búnað koma sér vel fyrir í hjólhýsinu þegar við vorum komin á Fell til Ágústar og  Írisar.


Þá erum við mætt í sæluna hjá Ágústi og sitjum hér út í garði í veðurblíðunni sem er alltaf fyrir austan.

 


Hér er Ágúst að kveikja upp í eldstæðinu voða kósý.

 


Emil og stelpurnar fóru í reiðtúr með Írisi og Emil fékk að rifja upp gamla takta enda langt síðan hann hefur farið í almennilegan reiðtúr.

 


Við Ronja fórum í smá göngutúr með Ágústi að skoða ber.

 


Fórum með Ágústi í smá leiðangur að leita af faldri náttúrulaug sem var samt köld en svona falleg og gaman að stökkva í sérstaklega ef gott er veður.

 


Þetta var eins og rennibraut og ofan í laug.

 


Þetta var sérstaklega skemmtilegt og ævintýralegt að fara þarna með Ágústi og stelpurnar voru alveg í skýjunum með að gera eitthvað svona alveg öðruvísi.

Magdalena sem er hjá Ágústi og Írisi fann upp á að fara á þennan stað og sýna okkur hún var búnað koma þarna áður og visaði okkur leiðina.

 

Við fórum í sundlaugina á Breiðdalsvík í fyrsta sinn.

 


Emil og Ronja í heitapottinum

 


Flott mynd af þeim á hestbaki með Írisi í fjörunni í Breiðdalnum. Íris rekur hestaleigu á Felli og það er alltaf nóg að gera hjá henni í því svo við vorum heppin að fá að komast að hjá henni og fara í  skemmtilegan reiðtúr.

 


Embla og Erika í Vök.

 


Hér eru stelpurnar í stuði allar með smootie í Vök.

 


Emil með Ronju og Benóný í Vök.

 


Freyja og Erika búnað stökkva út í vatnið sem er ískalt og synda í því það finnst þeim aðalsportið við að fara í Vök.

 


Við systkinin saman ég og Ágúst Óli.

 


Töff mynd af Ronju Rós í Vök.

 


Hér erum við á Hömrum en við rétt náðum að keyra þangað áður en tjaldstæðið lokaði á miðnætti.

 


Ronja Rós að prófa leiktækin á Hömrum.

 


Alltaf gaman að vera tjaldstæðinu á Hömrum en við stoppuðum mjög stutt þar bara eina nótt .

 


Embla Marína að leika sér.

 


Við fórum að heimsækja vini okkar Birgittu og Þórð á Möðruvöllum 3 Hörgársveit en það hefur verið árlegur hittingur hjá okkur að fara til þeirra þegar við förum norður og það

er alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra og tekið vel á móti okkur.

 


Við vorum svo komin heim 24 júlí og þann 25 júlí tókum við tækin út úr Mávahlíð og Bói hjálpaði okkur.

 


Hér er svo gamli vörubílinn sem fiskmarkaðurinn átti einu sinni og hann ríkur alltaf í gang alveg magnaður.

 


Hér eru þeir byrjaðir að slá í Fögruhlíð og það er alveg mok gras aldrei verið eins mikið á því en það er líka slegið seinna en vanalega því það er búið að vera svo mikil rigning að við verðum að taka áhættuna og slá núna því það er útlit fyrir tveim þurrum dögum.

 


Ég tók mömmu á rúntinn inn í sveit til Freyju í kaffi og hér var einn besti dagur sumarsins sól og blíða og 15 stiga hiti.

 


Stelpurnar að leika sér í vatnsrennibraut í sveitinni.

 


Þetta er nýji traktorinn hans Kristins sem hann keypti af þeim í Hrísum.

 


Hér er verið að keppast við að rúlla í þokunni og heyjið verður aðeins blautara en það hefur verið en við náðum þó að þurrka það nokkuð vel

Bói var á plastaranum og Kristinn að raka saman og Emil að rúlla. Þetta fór svo allt saman vel þeir voru að rúlla alveg til 1 um nóttina til að klára 

 


Það var svo systkinahittingur og afkomendur þeirra hjá Bergþórsbörnum sem sagt Freyju mömmu hans Emils.

Hér eru systurnar saman Freyja og Jóhanna. Hittingurinn fór fram á Görðum í Staðarsveit laugardaginn 28 júlí.

Það var hisst í hádegismat og spjallað og svo var farið í fjöruferð og eitthvað fleira.


Stelpurnar búnað klæða sig upp til að fara í fjöruferð en það var frekar hráslegt veður kalt og rigning.

 


Hér var svo tekin fjölskyldumynd af öllum hópnum.

 


Maggi og Rut komu vestur með litla prinsinn sinn laugardaginn 27 júlí og mamma fékk að sjá hann í fyrsta sinn það var alveg yndislegt.

 


Hér er gullmolinn þeirra alveg glaðvakandi annars var hann mjög vær og alltaf sofandi þegar við hittum hann.

 


Freyja Naómí svo stolt frænka með litla frænda.

Núna erum við bara krossa putta að við náum að heyja núna um verslunarmannahelgina því við ætluðum að heyja núna í vikunni en spáin er alltaf að breytast og alltaf rigning af og til.

 

 

 

 

04.07.2024 11:46

Benóný vígði rennibrautina í Ólafsvík og fleira í júní.

Þann 11 júní var Benóný Ísak fengin til að koma og vígja rennibrautina í Ólafsvík sem hann á mikinn þátt í að hafi komið með samvinnu við Kristinn bæjarstjóra og Kristfriði Rós íþrótta og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar. Þetta var búið að vera langþráður draumur að fá að taka þátt í að velja og koma hugmyndum sínum að rennibraut fyrir Ólafsvík. Svo þetta var stór og mikill dagur í hans lífi að fá að klippa á borðann með Kristinn þegar rennibrautin var opnuð formlega og svo tilkynnti hann einnig nafn rennibrautarinnar sem er Hvellur og það var einnig eitt af þeim nöfnum sem hann hafi komið með í hugmyndabankann sem var svo valið úr. Ég náði ekki að vera viðstödd en fékk myndir og snap af honum því ég var með Freyju á fótboltamóti í Vestmanneyjum og við erum alveg rosalega stolt og ánægð af honum Benóný að fá þennan heiður.

 


Hér er svo Benóný og Kristinn að klippa á borðann.

 


Hér er svo Benóný Ísak við rennibrautina.

 


Hér eru krakkarnir með hænu ungana hjá Freyju og Bóa í Varmalæk.

 


Hér erum við komin út í Vestmanneyjar á Tm mótið og hér er liðið sem Freyja er í.

 


Hér eru þær allar saman ásamt þjálfurunum. Þeim var skipt í tvo lið 1 og 2.

 


Hér er Freyja að spila.

 


Flott hérna hún Freyja Naómí.

 


Við Embla gistum í svona tunnu út í dal í tvær nætur og tókum svo tvær nætur í íbúð sem ég fékk og það var mjög fínt. Við fórum til Vestmanneyjar á þriðjudagskvöld svo ég gæti komið með bílinn í bátinn og Freyja gisti með okkur fyrstu nóttina en svo gisti hún í skólanum hinar næturnar. Við vorum búnað græja okkur vel því það spáði rigningu og roki en það slapp svo ágætlega það rigndi mest fyrstu dagana en svo fengum við sól og rok einn dag og svo einn dag sem var bara mjög gott veður. Á seinasta deginum fór ég snemma um morguninn með bilinn yfir í landeyjarhöfn og tók svo Herjólf aftur til Vestmanneyja og við vorum fótgangandi restina af deginum og tókum svo bátinn allar saman þegar Freyja var búnað keppa seinni partinn og það gekk allt saman vel og við keyrðum svo vestur um kvöldið.

 


Hér er svo ein hópmynd af þeim svo flottar stelpur áfram Snæfellsnes.

 


Hér er verið að spila úrslitaleikina og það var alveg æðislegt veður.

 


Ronja Rós tók þátt í landsbankahlaupinu á 17 júní.

 


Ronja Rós bjó til þessa fallegu afmælisköku fyrir mig á afmælisdaginn minn 17 júní.

 


Við fórum til Reykjavíkur 20 júní og Emil fór í Slysavarnaskóla sjómanna og við gistum í ibúð í bænum sem var alveg niður í bæ og rétt hjá þessari sundhöll í Rvk sem Benóný er búnað langa að prófa mjög lengi og núna varð sá draumur að veruleika og við fórum í Sundhöll Reykjavíkur og hún var mjög kósý og fín og hann var mjög ánægður með hana og fór oft á risastóra stökkbrettið sem er þar.

 


Hænu ungarnir stækka hratt og hér er Embla með einn að gefa honum brauð .

 


Ronja elskar að vera með ungana.

 


Það er nú varla frásögufærandi að við mamma fórum í kirkjugarðinn á Brimisvöllum og settum engla hjá pabba og Steina og þá var snarbrjálaðar kríur sem ætluðu að gogga í mömmu og hún fékk engan frið og það endaði með að ein kom og kúkaði á hausinn á henni þær voru alveg rosalega ágengar svo tókum við eftir að það var búið að brotna skiltið hans pabba með nafninu hans það hlýtur að hafa fokið eitthvað á það og brotið það. En við mamma skemmtum okkur vel eða allavega ég var að kafna úr hlátri þegar krían skeit á hana he he alveg ótrúlegt og þær voru ekki eins brjálaðar við mig kanski því ég var með svarta derhúfu en þetta var eftirminnileg ferð og ekki annað hægt en að hlæja af þessu.

 


Þessi mynd var tekin seinnipartinn 26 júní og má segja að það sé eini dagurinn í langann tíma sem var svona góður sumarið hér er búið að vera mjög hráslegt og leiðinlegt og vona ég svo innilega að það fari að koma til okkar.

 


Við Emil áttum svo 9 ára Brúðkaupsafmæli 27 júní og var þessi mynd tekin við fossinn inn í Mávahlíð þar sem brúðkaupið okkar fór fram.

 


Þá er komið að næstu fótboltaferð en nú er ferðinni okkar heitið til Ísafjarðar og hér erum við um borð í Baldri.


Emil fór út með Ronju Rós því hún ældi tvisvar var svo sjóveik.

 


Við ákváðum að keyra firðina og hér er Patreksfjörður og við keyrðum aðeins um þar og tókum bryggjurúnt sem er skylda í hverjum bæ fyrir Emil.

 


Keyrðum að sundlauginni í Tálknafirði en rennibrautin var lokuð svo við slepptum því að fara í hana.

 

Svo hélt leið okkar áfram.

 


Fórum í þessa náttúrulaug í staðinn fyrir Tálknafjörð og hún er alveg æðisleg aðeins lengra en Bíldudalur.

 


Svo eru svona hlaðnir pottar líka.

 


Hér erum við komin á Flateyri en við gistum þar í sumarhúsi gegnum booking og það var mjög fínt. 

Hér erum við í kvöld göngutúr.

 


Það hefði mátt vera hlýrra en það var allavega gott veður en eins og sjá má erum við kappklædd.

Það var einhver bæjarhátíð í gangi á Flateyri þegar við vorum þar og við tókum rölt um svæðið og krakkarnir fóru í hoppukastala og svo fengum við okkur að borða það var verið að selja tælenskan mat og grillaðar pyslur og svo var svona útimarkaður með allskyns vörum til sölu.

Hér erum við komin upp á hið fræga Bolafjall og Benóný leist ekkert allt of vel á það og lét sig nú samt hafa það að fara aðeins út en var eins og ég að deyja úr hræðslu að keyra upp fjallið en það finnst mér verst að vera í bíl að fara upp og niður en ef ég þyrfti að labba væri það ekkert mál enda alvön að smala upp um öll fjöll. En þetta er alveg rosalega hátt og útsýnið alveg sturlað.

 


Hér erum við á útsýnispallinum.

 


Emil er mjög lofthræddur en fór samt og fannst þetta alveg magnað en jafnframt ógeðslegt he he.

 


Sést kanski ekki eins vel á myndinni eins í alvöru en hér erum við að keyra niður og hér sést hvað við erum hátt uppi fyrir ofan næstu fjöll sem sjást hér ofan á þau.

 


Þetta er Bolafjallið sem við vorum ofan á svo þið sjáið hvað þetta er gríðalega hátt og stórt fjall.

Það er fyrir ofan Bolungarvík og svo fórum við auðvitað í sundlaugina á Bolungarvík.

 


Við fórum svo í aðra nýja sundlaug en það var sundlaug Suðureyrar og hún var mjög kósý og fín.

 


Við fengum æðislegt veður á sunnudeginum 30 júní þegar Freyja var að keppa. Þeim gekk mjög vel þær unnu tvo leiki og töpuðu einum mjög flott hjá þeim.

Þær spiluðu á Ísafirði.

 


Hér er Freyja að fara skjóta á markið.

 


Freyja í harðri sókn.

 


Við gistum svo eina nótt í viðbót og tókum íbúð eða lítin bústað inn á Ísafirði og héldum svo heim á leið á mánudeginum 1 júlí og komum við á Súðavík í Raggagarð sem er alveg æðislegur garður fyrir krakkana og þeim fannst það mjög gaman.

 


Hér er hluti af garðinum svo flott leiktæki.

 


Benóný Ísak í Raggagarði.

 


Komum við hér á leiðinni heim og þetta er Litlibær í Skötufirði  og var byggður 1895 og þar bjuggu tvær fjölskyldur og það var mjög gaman að koma þarna og sjá hvernig þetta var mikið af gömlu dóti frá þessum tíma og við fengum svo að setjast á efri hæðina og fengum dýrindis vöfflur og heitt kakó og kaffi alveg yndislegt að koma þarna við.


Hér erum við uppi að borða og skoða.

 


Við keyrðum fram hjá þessari náttúrulaug en hún heitir Hörgshlíðarlaug en það voru nokkrir í henni svo við fórum ekki í hana heldur ákváðum að keyra hringinn um fjörðinn.

 


Komum þá að þessari náttúruparadís í Heydal og fengum að borga okkur inn í sundlaugina sem var alveg æðisleg allt í trjágróðri sem er verið að rækta í gróðurhúsi sem er með sundlaug þetta er í botni Mjóafjarðar og svo er heitur pottur inni líka og svo hlaðnir náttúrupottar úti og svo er hægt að labba lengra og fara í aðra náttúrulaug en við fórum ekki í hana en eigum klárlega eftir að fara þarna aftur prófa þá að gista og prófa veitingarstaðinn sem leit rosalega vel út og svo er hægt að fara þarna á tjaldstæði eða fá gistingu. Benóný var búnað sjá þessa sundlaug á netinu og við vorum alveg hundrað prósent á því að finna hana og prófa.

 


Krakkarnir voru alveg að elska þennan kaðal sem hægt var að sveifla sér í og láta sig detta í laugina.

 


Svo er þessi heitipottur inni líka.

 


Þessir heitupottar eru svo hlaðnir með steinum og eru fyrir utan sundlaugina.

 


Hér eru Freyja og Ronja að taka sandinn úr botninum og leika sér.

 


Hér er mynd af Freyju þegar hún var að keppa á Ísafirði.

Jæjaj þá er ég búnað koma flestu fyrir hér sem er búiða að vera gerast hjá okkur í júní.

 

Arfgerðarsýnin eru svo komin hjá okkur og komu bara mjög vel út.

 

R 171 eru 10 gimbrar og 17 hrútar

H 154 eru 19 gimbrar og 14 hrútar

C 151 eru 4  gimbrar og 2 hrútar

N 138 eru 7 gimbrar og 4 hrútar

T 137 er 1 gimbur og 1 hrútur

Í heildina eru 73 gimbara og af þeim eru 40 með breytileika og 33 hlutlausar

Í heildina eru 70 hrútar og af þeim eru 38 með breytileika og 32 hlutlausir

 

Við vorum svo áfram óheppin þegar leið á sumarið við misstum tvær kindur í viðbót það var Dorrit hans Kristins hún hefur fengið bráðajúgubólgu og fannst dauð svo var það gemlingur frá okkur hún Bessa hún fannst dauð og hefur líklegast verið keyrt á hana. Svo héldum við einum gemling eftir í girðingunni en hún var komin með júgurbólgu líka og fékk pensilin kúr en hún á ekki eftir að ná að lagast greyjið svo hún mun örugglega vera ónýt og það er hún Lína undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það er mjög leiðinlegt hún er svo stór og falleg og lofaði góðu sem framtíðarær.

En það er búið að vera allt til friðs eins og er og vona ég svo innilega og bið að það muni haldast og þau fái nú að dafna vel í sumar og koma falleg heim í haust lömbin því við sáum mikið af þeim eftir rigningar tímabilið mikla í byrjun júni að mörg lömb voru með skitu og hefur það örugglega verið fóðurtengt því gróðurinn fór hægt af stað en hefur svo tekið við sér og þá voru bæði kindurnar og lömbin með mikla skitu en ekki hefur þetta verið hníslasótt því þau eru öll búnað ná sér núna og orðin þurr að sjá svo ég ætla bara vera bjartsýn og vongóð að þetta verði allt í góðu hjá okkur núna.

 

03.06.2024 14:09

Sauðburður 2024

Sauðburður hófst hjá okkur 26 apríl og lauk 24 maí. Þetta var mjög krefjandi sauðburður í ár og hefur ekki gengið svona illa hjá okkur síðan við byrjuðum mætti segja við vorum alveg einstaklega óheppin í ár. 3 kindur fórust á þessum sauðburði þær fengu svo heiftarlegan doða og við brugðumst skjótt við honum en náðum ekki að komast í veg fyrir það tvær fengu doða eftir burð og ein fékk doða fyrir burð og drapst áður en hún bar. Í kjölfarið af þessu virtist doðinn vera frekar smitandi og margar ær fengu doða eftir burð en náðu sér fljótt. Við misstum 13 lömb í allt það var bæði erfið fæðing og afturfótafæðingar sem voru erfiðar. 2 lömb fengu slefsýki og náðist ekki að bjarga þeim. En að öðru leiti voru lömbin frísk og mjög jöfn og frekar í stærri kantinum. Það var einn gemlingur sem kom með tvö lítil síli og í fyrsta sinn gaf Siggi einu lambi með magaslöngu og svo kom annað lamb sem átti erfiða fæðingu og var tekið heim til að hlýja því og hann gaf því með magaslöngu og það náði sér alveg svo það var mjög gott og kom á óvart hvernig er hægt að bjarga þeim með því að meðhöndla það svona. Ein tvævettla var að eiga í fyrsta sinn og kom það á afturfótum fyrst stór hrútur og átti hún mjög erfiða fæðingu svo daginn eftir byrjaði legið á henni að hvolfast út og ég náði að ýta því inn og setja spaða í hana og hún náði sér svo eftir nokkra daga svo var annar gemlingur sem lenti í þessu líka að það þurfti að setja spaða líka í hann svo það má segja að það hafi gengið á ýmsu hjá okkur þennan sauðburðinn.

Sæðingarnar komu vel út og fengum við auka lamb úr einni sem átti að vera með 3 og kom með 4 svo það voru í heildina 3 kindur sem komu með 4 lömb og það lifði allt hjá tveim en hjá einni drapst eitt lambið það drukknaði í belgnum inn í henni hann var svo þykkur utan um það. Við vorum mjög dugleg að venja undir og það gekk allt saman vel. Við þurftum að venja tvö lömb undir tvær tvílembur því ein ærin sem drapst var með tvö lömb og við tókum sitthvort lambið hjá henni og settum undir þær svo þær eru með 3 undir sér og þær eiga eftir að plumma sig vel því þetta eru mjólkurmiklar ær.

Af sæðingunum voru alls 5 lömb undan Styrmi, 3 undan Úlla, 4 undan Gullmola, 6 undan Jór, 1 undan Laxa, 2 undan Tjald, 2 undan Stein, 1 undan Glitra, 1 undan Anga, 2 undan Bjarka.

 


Ronja Rós ánægð í nýja KB gallanum sínum.

 


Það varð risa skriða yfir gamla veginn við Búlandshöfðann í apríl og það var þetta stóra grjót og svo var vegurinn alveg ófær lengra .

 


Hér sést skriðan yfir veginn. Núna í dag er búið að laga þetta og hægt er að keyra veginn.

 


Raketta gemlingur var fyrst til að bera grári gimbur undan Úlla sæðingarstöðvarhrút.

 


Lára með tvær gimbrar undan Styrmi sæðingarstöðvarhrút hún bar 28 apríl.

 


Dögg með tvo hrúta undan Gullmola sæðingarstöðvarhrút.

 


Díana fékk svo mikinn stálma fyrst að það þurfti aðeins að gefa lömbunum pela fyrstu dagana.

 


Allt orðið klárt kaffi kannan og hilla komin upp fyrir dót.

 


Agúrka gemlingur frá Emblu með lömbin sin undan Grím hans Sigga.

 


Hér er eitt kraftaverka lamb sem var undan gemling mjög erfiður burður og var nánast dautt þegar það kom út en við náðum lífi í það og svo tók Siggi það með heim til sín og gaf því svo í gegnum magaslöngu og það náði sér alveg.

 


Panda með lömbin sín undan Tjald sæðingarstöðvarhrút.

 


Ronja dugleg að hjálpa til þetta lamb var svo lengi að komast á lappir að það þurfti að blása það svo það myndi ekki kólna niður.

 


Stelpurnar svo duglegar í fjárhúsunum.

 


Elísa hans Kristins með fjórlembingana sína tvær gimbrar og tvo hrúta undan Sóla heimahrút.

 


Hér eru stelpurnar með fjórlembingana undan Elísu.

 


Hér er svo Dorrit hans Kristins líka með fjórlembingana sína og það er sama uppskríft tvær gimbrar og tveir hrútar.

Það var vanið undan Elísu tvö og eitt undan Dorrit svo Dorrit var með 3 og Elísa 2 en þegar við vorum búnað sleppa út missti Dorrit eitt lambið sitt það hafði drukknað í skurði svo hún verður með tvö undir sér í sumar.

 


Lömbin eru svo svakalega gæf hjá okkur hér eru stelpurnar að klappa þeim.

 

Ronja Rós með lambið sitt.

 


Emil og Kristinn að klaufsnyrta í fína stólnum sem Bói bjó til fyrir okkur fyrir nokkrum árum.

 


Þetta er allra minnsta lamb sem við höfum fengið og það náði ekki upp í spena svo það þurfti að gefa því með magaslöngu.

 


Það náði að lifa í nokkra daga og var farið að koma kraftur í það en fékk svo slefsýki og dó úr því.

 


Skemmtilegur litur á þessum lambhrút.

 


Lára er með mjög fallegar gimbrar undan Styrmi sæðingarstöðvarhrút.

 


Gyða Sól er með mjög falleg lömb undan Klaka.

 


Fyrsti og annar bekkur komu í heimsókn í fjárhúsin og Selma vinkona mín hjálpaði mér að taka á móti þeim.

Þau voru mjög ánægð að skoða lömbin og svo gáfum við þeim ís áður en þau fóru heim.

 


Ronja og Salka vinkona hennar að skoða lömbin.

 


Mamma hefur það gott á dvalarheimilnu og fagnaði 74 ára afmæli þann 18 maí og við fórum með hana út að borða á Skerinu.

 


Hænu ungarnir hjá Freyju og Bóa þeir komu 17 maí.

 


Freyja að tala við Snærós og hún er svo gjæf að hún kemur til hennar úti.

Við misstum hana Hrafney okkar hún var ein af þeim kindum sem dóu núna á sauðburði svo var það Klara og Birta og við eigum eftir að sjá mikið eftir Hrafney hún var ein af þeim kindum sem ég gat labbað að þegar hún var úti og kallað á hana þá kom hún langa leið frá bara til að fá klapp.

 


Við hjónin á leiðinni á sjómannahóf á sjómannadaginn.

Við tókum sýni úr öllum lömbum sem gátu verið með breytileika og verndandi arfgerð og ég er búnað senda  það inn svo það verður næsta spenna að bíða eftir því hvernig það kemur út.

03.06.2024 09:16

Tenerife apríl 2024

Jæja þá hef ég loksins gefið mér tíma til að koma þessu bloggi inn hjá mér enda búið að vera nóg að gera eftir að við komum heim frá Tenerife skall sauðburður fljótlega á.

Þessi Teneferð var sú allra kaldasta sem við höfum farið í og mikið rok en það var mjög ljúft að komast aðeins í frí og ekki var veðrið skárra heima um páskana það var mjög kalt og leiðinlegt svo við vorum ekki að missa af neinu. Við byrjuðum á að fara á GF Viktoría hótel og það var alveg geggjað og klárlega það flottasta sem við höfum farið á. Benóný var alsæll með garðinn enda margar rennibrautir og svo var hægt að fara í allskonar afþreyingu eins og klifurhús og krakkaklúbb sem höfðaði fyrir allan aldur en þau voru nú ekki alveg tilbúin að fara í hann en Benóný fór aðeins í smá tölvukvöld þá var hægt að fara og spila leiki og svona. Mér fannst líka æðislegt að þú gast farið í tennis og minigolf og það kostaði ekkert var bara innifalið með hótelinu. Við vorum á þessu hóteli í 6 daga og fórum svo yfir á Amerísku og vorum þar í 6 daga og það var hótel Cleopatra palace og það var allt annar standard miðað við hitt en staðsettningin var mjög góð alveg á laugarveginum og við ströndina en veðrið var stundum svo kalt og mikið rok að við vorum ekki mikið í garðinum fórum freka niður á strönd það var hlýrra þar en við áttum mjög góðan tíma saman sem fjölskylda og spiluðum mikið saman á kvöldin og svo var Karítas frænka og Danni kærasti hennar líka úti með foreldrum Danna og við hittum þau og fórum með þeim í Siampark og keyptum tvöfaldan fast pass fyrir Benóný svo hann gat farið í allar rennibrautirnar eins oft og hann vildi og Danni var alveg í uppáhaldi hann var svo duglegur að fara með krökkunum. Sem betur fer fengum við heitt og gott veður þegar við vorum þar svo allir gátu notið sín vel og Ronja fór í minni rennibrautirnar og fannst það alveg æði. Við fórum líka í Monkey park með Ronju svo hún gæti fengið að gefa dýrunum að borða og sjá alla apana það var mjög gaman.

 

Hér erum við á GF Victoria costa adeje og Ronja mjög ánægð með garðinn.

 


Benóný var mjög ánægður en hefði viljað hafa aðeins heitara það var frekar kalt að koma upp úr sérstaklega ef það var mikið rok og lítil sól.


Skemmtileg mynd af þeim og hér var hlýr og góður dagur. Bekkirnir voru æðislegir eins og sjá má þykkar dýnur og þú fékkst alltaf ný handklæði og það var ekkert vesen að fá bekki því það er ekki þetta kapphlaup að taka frá því ef þú varst ekki á bekknum var handklæðið bara tekið svo það var ekki hægt að taka frá og mæta svo löngu seinna.

 


Benóný með bestu frænku sinni Karítas Bríet.

 


Hér má sjá hluta af rennibrautunum sem eru í garðinum. 

 


Hér eru yndislegu börnin okkar.

 


Ronja fór í froðupartý svaka stuð.

 


Þetta var mjög gaman fyrir þær og svo sniðugt að hafa svona alskonar fyrir krakkana.

 


Hér er Emil og Ronja í barnalauginni.

 


Þetta var svona líkan af hótelinu og þetta er einn hlutinn við vorum einmitt smá stund að fatta hvar rennibrautirnar væru því hótelið er svo stórt og margar sundlaugar.

 


Hér er hinn hlutinn svo var líka sundlaug upp á þaki fyrir fullorðna ef þeir vildu slaka á og svo var sundlaug með glerbotni á efstu hæð en við fórum aldrei þangað enda má bara fullorðnir fara þangað.

 


Herbergin voru mjög flott þetta er stofan og svo var flatskjár sjónvarp og klósett frammi og svo líka inn af svefnherberginu. Við þurftum að taka tvö herbergi því það meiga bara vera mest 4 í hverju herbergi.

 

Hér er svo svefnherbergið og það er líka með sjónvarpi og mjög stóru rúmmi við sváfum stundum allar fjórar saman í því stelpurnar.

 


Hér erum við komin á hitt hótelið og Embla fékk afmælisköku og sungið fyrir hana afmælissöng þegar hún átti afmæli 28 mars.

 


Stelpurnar elskuðu að fara niður á strönd og ströndin var bara beint fyrir neðan hótelið.

 


Embla orðin 13 ára skvísa og hún fékk þessa poló peysu frá okkur í afmælisgjöf.

Hér sést stíllinn á hótelinu svona prinsessu stigar og eins og að vera á borð í skemmtiferðaskipi.

 


Hér er sushi veisla hjá okkur á Cleopatra hótelinu og eins og sjá má var það allt öðruvísi en hitt hótelið þetta var frekar gamaldags en svona prinsessustíl en alveg komið til ára sinna orðið frekar sjúskað en það á að fara taka það allt í gegn í sumar.

 


Hér erum við komin í Monkey park.

 


Hér eru allir saman með páfagauk.

 


Benóný og Ronja saman.

 


Embla og Freyja á hótelinu okkar.

 


Hér eru skvísurnar búnað grafa Ronju ofan í sandinn.

 


Ronja komin í klandur he he að hlaupa á undan öldunni í land.

 


Benóný og Karítas við fórum í minigolf saman.

 


Svo var farið í þetta líka og það var mjög skemmtilegt alveg órtúlegt hvað þetta er raunverulegt svona sýndarveruleika rússíbani.

 


Þá erum við mætt í Siampark og var það algerlega toppurinn á ferðinni fyrir Benóný.

 


Páskamáltíðin okkar var tekin á MC donalds með Köru og Danna.

 


Emil fagnaði svo afmælinu sínu líka 1 apríl og fékk blöðru og köku í tilefni dagsins.

 


Fórum í minigolf seinasta kvöldið.

 


Önnur mynd af okkur í minigolfinu.

 


Jæja þá er þetta ævintýri að taka endi og við að fara græja okkur upp á flugvöll.

 


Við héldum svo smá páska þegar við komum heim og keyptum páskaegg fyrir alla og földum þau og hér eru allir búnað finna sín egg.

 


Við komum heim aðfaranótt 3 apríl og þetta tók við 5 apríl fór allt á kaf og snjóaði mestan snjó sem komið hefur í vetur svo við fengum alvöru vetur leið og við komum heim he he.

16.04.2024 06:24

jan til apríl 2024

Jæja þá er þetta loksins komið í lag hjá mér ég er búnað vera í vandræðum með tölvuna og myndirnar mínar því þær breyttust yfir í HEIC file og ég þurfti að kaupa mér forrit til að converta þeim yfir í JPG svo ég gæti komið þeim hér inn á síðuna og þetta er búið að taka mig svo langann tima að fatta hvað ég átti að gera til að geta breytt þeim yfir í JPG file en núna er það loksins komið. Í janúar fór Embla Marína okkar á Reyki með skólanum og kom unglingur til baka he he . Siggi og Kristinn settu vír og rör í hornin á lambhrútunum til að venja hornin á þeim. Ég ætla taka stutta upprífjun á þvi sem er búið að vera gerast hjá okkur frá janúar til dagsins í dag.

 


Erika og Embla vinkonurnar að fara í skólaferðalag á Reyki

 

 

3 febrúar fór að snjóa mikið og skaflar út um allt og óvenju miklir skaflar bak við hús hjá okkur og alveg upp að pallinum. Krakkarnir njóta sín vel og bjuggu til snjóhús og fengu heitt kakaó úti voða kósý stemming.

 


4 febrúar gerði svo mikinn skafl inn í Tungu fyrir hlöðudyrnar að Siggi þurfti að moka frá með traktornum til að geta tekið moðið út.

Kristinn og bróðir hans eru þarna í dyragættinni að fygjast með.

 


Ronja Rós var ánægð með snjóinn og fór að renna inn í Tungu.

 


Erika og Embla inn í sveit hjá Freyju og Bóa að búa til snjóhús.

 


Sunnudaginn 4 febrúar hófst mikill eltingarleikur við lamb gimbur sem var frá Friðgeiri á Knörr.

Kristinn og Siggi eru búnað vera svakalega duglegir í allann vetur að fara í göngur og ná í útigöngu fé sem hefur verið erfitt að ná heim.

Lambhrúturinn á móti þessari var kominn inn í Tungu og svo sást til þessara gimbur fyrir ofan Varmalæk hjá Freyju og Bóa og hún tók á rás alla leið lengst fyrir ofan Geirakot og náðist

þar niður við læk með hjálp Lalla á Hellissandi og hund sem hann var með náðu Siggi og Kristinn að handsama hana og teyma hana niður að veg.

 


Henni var svo skellt í skottið á bílnum hjá Kidda og keyrð inn í Tungu.

 


Hér eru þau svo sameinuð og líta bara nokkuð vel út þrátt fyrir að vera búnað vera úti allann þennan tíma.

 


Fósturtalning fór fram 10 febrúar og Guðbrandur kom og sónaði hjá okkur.

Eldri ær alls 47

2,13 meðaltal

7 með 1

29 með 2 

9 með 3 

2 með 4

2 vetra ær alls 17

1,88 meðaltal

2 með 1

15 með 2

Gemlingar alls 19

1,37 meðaltal

12 með 1

7 með 2

Heildartala fóstra er 158.

Af væntanlegum sæðingar lömbum frá hrútum er staðan svona:

Jór 6 fóstur

Tjaldur 2 fóstur

Angi 2 fóstur

Laxi 1 fóstur

Glitri 1 fóstur

Gullmoli 4 fóstur

Úlli 3 fóstur

Bjarki 2 fóstur

Steinn 2 fóstur

Styrmir 5 fóstur

Hrútur frá Óla Ólafsvík einn mórauður og einn ARR hrútur

Mósi sá mórauði 6 fóstur

Bogi ARR 15 fóstur

Heimahrútar :

Grímur 11 fóstur

Bibbi 2 fóstur

Ljómi 1 fóstur

Vindur 14 fóstur

Friskó ARR 12 fóstur

Diskó 2 fóstur

Prímus 10 fóstur

Bylur 12 fóstur

Klaki 14 fóstur

Svali 14 fóstur

Vestri 3 fóstur

Sóli 13 fóstur

Það voru 24 hrútar notaðir á þessum fengitíma held að það sé nýtt met hjá okkur he he flott að geta verið með þetta fjölbreytt þá er nóg um að velja úr.

Við þurfum svo að taka sýni úr 112 lömbum erum búnað taka það saman og panta sýni svo við getum tekið þau strax í vor.

Þessi 112 lömb geta verið með R 171,T 137,C 151,H 154, N 138.


Hér eru Freyja Naómí og Ronja Rós duglegar að þrífa vatn stampana.


Ronja Rós var Gurra Grís á öskudaginn í leikskólanum.

 


Freyja fór í fyrsta sinn með rútunni eða strætó til Borgarnes og Steinar frændi kom og sótti hana og hún fór með honum til Akranes til að leika við Birgittu frænku sína yfir helgina við vorum svo stolt af henni að vera svona hugrökk að þora ein með rútunni svo dugleg stelpa. Þetta var 16 febrúar.

 


Mamma með Ronju Rós inn á Dvalarheimili en það er núna orðið heimilið hennar hún flutti þangað í febrúar. Minnið hefur verið að glatast hjá henni og hún veiktist illa heima og gat ekki verið ein svo við vorum svo lánsöm að hún skyldi komast inn á Dvalarheimilið í ÓIafsvík. Ronja dýrkar að fara í heimsókn til hennar og við förum yfirleitt daglega til hennar. Fyrst var hún í þessu herbergi til að byrja með en var svo flutt yfir í stærra og betra herbergi á móti Sigrúnu sem er kona bróðir pabba mins svo þær eru alsælar að búa á móti hvor annarri og eiga það sameiginlegt að bæði pabbi og Raggi eru farnir í draumalandið svo þær eru einar og njóta félagsskap af hvor annari.

 


Hér er Ronja inn á Dvalarheimili að leika við ömmu Huldu.

 


Við systkynin komum saman helgina 2 mars og tæmdum íbúðina fyrir mömmu í Engihlíðinni svo við gætum skilað henni af henni.

Við Maja byrjuðum að sortera fyrst úr skúffunum og svona svo kláruðum við þetta öll saman. 

 

Ronja teiknaði þessa fallegu mynd á leikskólanum.

 


Benóný á leiðinni á Reykhóla á samvest 12 mars.

 


Hér er búið að sortera kindurnar og við erum að bólasetja fyrri sprautuna við lambablóðsótt 12 mars. 

Það gekk mjög vel að sprauta og þær voru mjög rólegar og fínar.

 


Við tókum skyndiákvörðun fyrir páska og skelltum okkur til Tenerife með mjög stuttum fyrirvara.

Kristinn og Siggi sáu um að hugsa um kindurnar fyrir okkur og við erum svo geðveikt þakklát að komast í fri og geta unnið þetta saman.

Ég mun blogga nánar um Tenerife ferðina í næsta bloggi.

 

 

 

Flettingar í dag: 3164
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 6914
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1402356
Samtals gestir: 75232
Tölur uppfærðar: 15.2.2025 14:19:41

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar