Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.02.2011 12:09

Benóný og hestarnir og hænurnar í feb

Já það er alltaf nóg að gera að skoða dýrin í sveitinni og fórum við að gefa hestunum hjá Steina og fékk Benóný að máta alla hestana og var hann þó mest hrifinn af loftpressu sem var á gólfinu og spurði sí og æ hva er þetta og spáði og spekluraði mikið í þessu tæki það er líka svo fyndið hva hann spáir í öllum tækjum núna eins og skítadreyfaranum inn í sveit hann er í miklu uppáhaldi.  Við fórum svo og kíktum á hænurnar hjá Bóa og Freyju og er það allveg yndislegt hva þær eru skemmtilegar þær eru svo spakar og sérstaklega haninn hann Bólingur hann er svo mikill karekter. Hann fylgdi Benóný eins og lamb á eftir rollu og réðst svo á hundinn Perlu ef hún ætlaði að koma nálægt. Við fórum svo líka inn í Fögruhlíð og kíktum á klárana þar og eru þeir í góðum holdum og má þar þakka góðmennsku Sigga í Tungu sem er svo duglegur að fara með hey í þá ,en það er líka búið að vera nóg beit þar sem þeir eru og gott skjól í gamla húsinu svo það væsir ekki um þá.  Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra en það er svo nóg af myndum í albúmi svo endilega kíkið á þær emoticon

Hér eru vinirnir saman Benóný og Bóalingur.

Hér er hinn haninn svakalega fallegur.

Hér er prinsinn á hestbaki á Ask.

Að klappa Stert með Bóa afa.

20.02.2011 22:48

Sveitarúntur í vorblíðu

Jæja það er aftur komið vor í loftið og yndislegt veður það passar náttúrulega akkurrat við þegar það er búið að taka hestana inn he he. En ég tók mér rúnt eins og alla aðra daga inn eftir að gefa rollunum og datt í hug að taka myndir af sveitinni sem er mér svo kær og deila því með ykkur og upplýsingum um hana. Það eru svo fleiri myndir í albúmi.


Mávahlíð í vorblíðunni það er nú allveg synd að sjá þetta mannlaust hver man ekki eftir að hafa komið í kaffi og kökur hjá Huldu, já það var sko mikið um gestaganginn hér.

Tröð, þetta er bílskúrinn hjá honum Herði ekkert smá breyting svakalega flott hjá honum.

Hér er svo íbúðarhúsið búið að taka það allt í gegn líka.

Hér er efri bústaðurinn í eigu Maju systir og Óla og sá neðri í eigu Ævars og Möggu Siggu afar fallegir og á skemmtilegum stað í Traðarlandi.

Hér er bústaðurinn hans Gunna Óla og Ástu í Fögruhlíð og blasir Svartbakafellið þarna í baksýn. Ég tók ekki myndir af bústöðunum upp frá því það var of mikill snjór að keyra þangað vildi ekki fara festa mig.

Tunga, þar búa Þorgerður og Sigurður sonur hennar og kötturinn Skotti og svo er það náttúrulega kindurnar og eru þau einu ábúendurnir hérna innst í sveitinni en það færist alltaf líf í sveitina á sumrin þegar fólkið streymir í bústaðina og þá er hvergi betra og fallegra vera en hér.

Hrísar, hér bjuggu Hemmi og Gilli en nú er þetta bara mannlaust .

Það er þessi fíni bústaður fyrir neðan Hrísar sem skyldfólk Gillana á.

Snæfellsjökull í sínu fegursta.

Ein hérna af vinunum saman Rambó og Benóný Ísak.

Jæja hann Skuggi hans Emils sem er sá kollótti hérna á myndinni er kominn undir græna torfu, karl geyið honum sem var bjargað í haust hjá Eiriki þegar hann gaf okkur hann í stað þess að senda hann í sláturhús en örlögin hafa beðið hans því hann fékk svo svakalegt kýli undir hálsinn og ágerðist það alltaf meir og meir og á endanum var hann farinn að lykta hræðilega og hættur að fóðrast svo það lá bara ein leið fyrir hann greyið. Hann var nefla afskaplega geðgóður og spakur þegar Benóný kom labbandi inn jötuna byrjaði hann að dilla dindlinum vitandi að hann væri að koma klappa sér svo hans verður sárt saknað. En það er bót í máli að við fáum einhver lömb undan honum.

13.02.2011 20:55

Fósturtalning hér og þar 2011

Jæja það fór fram fósturtalning í rollunum hjá flestum bændum hér í dag að undarteknu hjá mér því ég vill ekki eyðileggja spennuna fram í maí er ein af þessum þverhausum sem vill ekki kíkja í pakkann. En ég fór og fylgdist með hjá hinum. Ég byrjaði á því að fara út á Sand og kíkti til Palla og þar var búið að telja og kom það mjög vel út hann fær 3 með 3 lömb og eina með 1 og rest með 2 og 2 gemlinga með 2 nema það er eitt dautt í einum. Það kom einnig vel út hjá Þórsa og Elfu og Andrési og Jensínu en ég er nú ekki með nákvæmar tölur af því. Það eru svo 6 þrílembdar hjá Óttari og 5 þrílembdar hjá Marteini í Ólafsvík svo ég held að bændur séu bara vel lukkulegir með þessar tölur. Gummi Ólafs datt allveg í lukkupottinn þetta árið og fær 3 þrílembdar rest með 2 og af gemlingunum eru 3 tvílembdir og rest með 1 og meira segja eru þeir tvílembdir úr sæðingunum hjá honum svo það hefur reynst honum vel að fara á sæðingarnámskeiðið og fá svona flotta útkomu hjá sér og óska ég honum innilega til hamingju með þessa frábæru útkomu og ekki er að verra endanum að lamb sem ég gaf Þurý frænku sem er konan hans Gumma er með 2 og það sæðinga undan Kveik svo hann hefur fengið stórt knús þegar hann kom heimemoticon he he. Það eru svo myndir inn í myndaalbúmi af kindunum hans Palla og hjá Hjört út á Sandi og svo úr Ólafsvík hjá Gumma og svo hjá Óla,Brynjari og Sigga svo endilega skoðið.

Varð að setja eina mynd hérna af sigurvegara dagsins honum Guðmundi Ólafs
 með bros allann hringinn emoticon

12.02.2011 18:12

Hestarnir teknir á hús

Það var farið í að gera hesthúsin klár í dag og svo var farið út á Engjar og smalað saman hestunum sem á að taka inn og voru 6 fyrir valinu og restin verður áfram úti. Það gekk fyrst erfiðlega að ná þeim en hafðist á endanum og voru þeir komnir svo áleiðis á stað þegar eitt tryppið sem á að vera úti stökk yfir girðinguna og tróð sér með þeim sem eiga að fara inn en hann fékk bara lúxus ferð í hestakerru aftur út á Engjar.

Það var frekar kuldalegt og hrátt veðrið í dag.

06.02.2011 22:32

Snjór

Henti inn nokkrum myndum af Benóný í fyrsta almennilega snjónum sem er búinn að koma í vetur svo endilega kíkið á það.

Hann gerði sér lítið fyrir og klifraði sjálfur inn í þurrkarann um daginn.

Agalegt um daginn fórum við út að labba í þessu fínu veðri en það endaði svo með svaka byl og eins og sjá má þá sást ekki í okkur fyrir snjó.

Í fína snjóhúsinu sem við gerðum inn í Mávahlíð en það stóð ekki lengi því klaufinn ég ætlaði að stækka það og snjórinn var svo mikið púður að það pompaði yfir mig.

27.01.2011 15:32

Aurskriða og Benóný í Janúar

Mikið hefur verið um vatnsveður að undanförnu og þegar ég var að taka svefnrúntinn hans Benónýs á gamla veginum inn í Höfða blasti þetta við og þorði ég ekki að fara yfir þetta þó lítið sé því það er svo mikill drulla og bleita í þessu. Ég bakkaði því alla leiðina til baka aftur.

Þetta grjót var líka búnað bætast við því ekki man ég til þess að það hafi verið þarna áður svo það er heldur betur farið að losna upp úr hlíðinni núna í þessum rigningum. 
Ungur smalamaður á leið sinni að elta rollurnar.

Orðinn heldur þreyttur búnað þramma upp allt túnið á eftir þessum villingum og þær eru ekkert að gefa sig. 

Þessi óboðni gestur er búnað vera inn í Mávahlíð undanfarna daga og er orðinn spurning um að fara fá Snorra Rabba til plaffa hann áður en hann étur upp bleikjuna.

Flottir saman Benóný Ísak og Olíver. Benóný er í fallega vestinu sem Brynja frænka var að prjóna og gefa honum.

Það er sko varla hægt að segja að það sé hávetur og þorri því veðursældin sem er núna er allveg með ólíkindum.

19.01.2011 11:48

Benóný heimsækir hænurnar og hestana í Varmalæk.

Jæja henti inn hérna nokkrum myndum af Benóný hjá hænunum og hestunum og einnig af honum úti að leika í snjónum svo endilega skoðið inn í myndaalbúminu.


Bóalingur tók vel á móti okkur og stökk upp á Emil he he.

Vorum aðeins að stríða Olíver og klæddum hann í föt og vakti það mikla lukku og reyndi Donna að hjálpa honum úr.

15.01.2011 21:42

Óvæntir gestir inn á tún og Benóný í snjónum.

Þessar mæðgur birtust inn í túni hjá mér um daginn. Þær voru bara vel á sig komnar og vel fylltar og má því eflaust þakka hversu góð tíðin hefur verið í ár. Ákvað ég að sleppa mínum rollum út til að ná þeim og fór þá náttúrulega Moli með þeim og hann gerði sér lítið fyrir og lembdi þá mórauðu sem var á bullandi blæmsi. Ég komst svo að því þegar ég var búnað skoða þær að þær voru báðar frá Friðgeiri á Knörr svo hann fær nýtt blóð í stofninn sinn í vor. 

Moli var ekki lengi að stökkva á þessa nýju skvísu enn og aftur he he....
Og ég varð að setja þessa inn fyrst ég náði mynd af þessu.

Fór svo með sæta drenginn að leika í snjónum en það var heldur mikið slabb og bleita.

10.01.2011 23:43

Mávahlíð 2011

Það er fátt skemmtilegra en að eyða deginum inn í Mávahlíð við að gefa kindunum og nýta svo frostið og kuldann til að fara að skauta og renna sér á ísnum þó svo að það væri enn þá betra ef það kæmi einhver snjór að ráði. Við létum það þó ekki aftra okkur og prufuðum bara að renna á grasinu og svo út á vaðli og fílaði Benóný það allveg í botn og brosti út að eyrum. Donna hundurinn okkar er svo ársgömul í dag, það er allveg merkilegt hva tíminn er fljótur að líða og klukkan tifar og tifar því ekki líður á löngu þangað til næsti skæruliði kemur í heiminn því það eru ekki nema 2 og hálfur mánuður úff þá verður sko nóg að gera 


Rosalega gaman á ísnum.

Rosa stuð að renna í grasinu inn í Mávahlíð.

Flottir félagar Benóný og Alvin páfagaukurinn hennar Köru.

Varð að setja svo eina mynd af afmælisbarninu hérna henni Donnu.

04.01.2011 18:57

Áramót 2010

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem er að líðaemoticon

Við höfðum það rosalega gott yfir áramótin og fórum í mat til Steina og Jóhönnu og var þar öll fjölskyldan saman. Það var tvíréttað lambakjöt og nautakjöt og var það allveg snilldar matreitt af Jóhönnu og Steina. Við fórum svo á brennu og kippti Benóný sér ekki mikið við lætin í flugveldunum og horfði svo bara stjarfur á eldinn en það var rosalega kalt og mikið rok þegar brennan var og voru flestir að deyja úr kulda. Benóný svaf svo bara af sér Gamla árið því hann missti af flugveldunum kl 12 því hann steinsvaf við öll lætin. Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra núna en það eru myndir af þessu öllu inn í myndaalbúminu.


Benóný Ísak að hitta jólasveininn á sínu fyrsta jólaballi.


Að halda á blisi voða fjör en hann vildi helst fá að smakka það he he.

28.12.2010 18:30

Jól 2010

Jæja við erum búnað hafa það afskaplega gott yfir jólin og borða góðan mat og fara í jólaboð og annað sem jólunum fylgir. Í fjárhúsin höfum við svo farið daglega og verið að hleypa til og eru aðeins örfáar eftir núna. Við erum búnað vera með Móra hans Gumma í láni og einnig Sr Hreinn frá Óttari og svo fengum við Negra hjá Bárði til að hafa í eitthvað af lömbunum svo þetta verður allt nýtt blóð og engin skyldleika ræktun í ár. Það fór svo ekkert rosalega vel með sæðingarnar en það má alltaf búast við því en það héldu þó allavega 7 af 15 og er ég bara rosalega ánægð með að fá einhvað nýtt og fæ ég úr öllum hrútunum sem ég notaði nema Hriflon. Þetta verður spennandi og virkar heil eilíf að bíða fram í enda apríl eftir lömbunum en það er bara gaman að því.

Benóný Ísak duglegur að opna pakkana og Donna ekki síður spennt að hjálpa.

Hér er Karítas í vestinu og með húfuna sem ég prjónaði á hana og gaf henni í jólagjöf.

Sætir saman Benóný Ísak og Olíver.

23.12.2010 12:19

GLEÐILEG JÓL

'Eg ætla bara að hafa þetta stutt og laggott að sinni og óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka góð komment og innlit á síðuna á liðnu ári og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar. Engin takmörk bara borða nóg og hafa það kósý emoticon

Hér er svo jólamyndin af þeim krílum saman.

11.12.2010 10:56

Benóný fær viftu.

Jæja það er komið dágóður tími síðan að ég bloggaði og er það vegna þess að það er búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Ég sæddi 15 rollur og notaði ég Keik, Hriflon, Fannar, Frosta, Borða, Mána og Boga í tvær kollóttar svo nú er bara að krossleggja fingur og vona að einhver að þessum haldi. Allavega reyndi ég að fara allveg eftir bókinni, Bói og Emil fóru 7 á morgnana að gá hver væri að ganga og tóku frá og settu á móti hrútunum svo fór ég 4 um daginn og sæddi í róleg heitum. Já þetta verður spennandi og er ég núna á fullu í að raða saman restinni hvaða hrútur á að fara á hvað og er ég að spá í að fara reyna rækta svolítið mórautt núna og fara með rollur sem erfa mórauðan lit í mórauðan hrút bara að ganni en annars held ég að það verði mest hvítt hjá mér næsta vor því ég nota Mola svo mikið og svo náttla allir hvítir sem ég sæddi með ef það gengur upp. 

Ákvað að setja hérna eina gamla þegar það var alltaf líf og fjör í fjárhúsunum í Mávahlíð hér eru  félagarnir saman að spá og speklura Haukur ,Steini og Bárður.

Að allt öðru svo. Hann Benóný er loksins búnað fá sína langþráðu viftu upp við erum búnað eiga hana síðan að við fluttum og höfum aldrei komist í að setja hana upp og þegar Emil náði í hana upp á loft og setti hana á gólfið lifnaði aldeilis yfir þeim stutta og hann sneri og sneri og hló hló allveg þangað til að hann var kominn með svaka hikstaemoticon
Já hann elskar viftur alltaf þegar ég fer með hann í búð þar sem eru viftur er hann dolfallinn yfir þeim og eins heima hjá Maju systir þá fer hann beint inn í stofu og bíður eftir að kveikt verði á viftunni. Þanning að viftan var sett upp í gær og þegar hann vaknaði í morgun og ég fór með hann inn  í stofu og kveikti á viftunni fyrir hann kom svaka bros og svo talaði hann einhverja rússnesku og stóð svo agndofa yfir þessu í allt að korter og bara góndi og spjallaði voða stuð.

Hér er hann að snúa henni á gólfinu.

Hérna stóð hann svo allveg í draumaheimi.

Hérna er hann svo með Huldu ömmu sinni. Hann er í frumrauninni minni já fyrsta peysan sem ég prjóna og heppnaðist hún bara ágætlega enda með góðri og mikilli hjálp frá Brynju frænku sem fær engan frið fyrir mér he he.

01.12.2010 19:33

Sæðingarnámskeið á Hesti 30 nóv

Jæja þá er ég og Guðmundur Ólafs orðnir útskrifaðir sæðingarmenn. Við skelltum okkur á námskeið á Hesti í gær og byrjuðum að sæða í dag og gekk það bara ágætlega við fundum 2 sem gengu í gær ein að degi til og aðra seint um kvöldið og svo voru 4 að ganga 7 í morgun svo ég sæddi alls 6 í dag og tók sénsin á þessa sem gekk í gær því ég fékk 2 heil strá og því var allveg eins gott að nýta það. Ég sæddi 3 með Kveik og 3 með Hriflon og svo er ég búnað panta mér á morgun líka það er að segja ef það verða fleiri að ganga annars afpanta ég bara í fyrramálið ef það verður engin. Gummi sæddi líka 5 stykki hjá sér svo það verður spennandi að sjá hvort að við höfum gert þetta rétt og hvort þetta heppnist svo nú er bara að biðja og vona. Það eru svo myndir af námskeiðinu inn á myndaalbúminu.

Hér er svo Gummi að spreyta sig.

Ein mynd af grallaranum sem fattaði upp á því að standa ofan í skúffunni til að komast í efri skúffuna og stela kertakveikjaranum hennar mömmu sinnar....

28.11.2010 10:55

Afmæli Leifs 27 nóv og Benóný á hestbaki.

Jæja gaurinn fékk að prufa að fara á hestbak með pabba sínum og var allveg í essinu sínu og vildi helst bara láta þá hlaupa.

Svaka stuð á mínum.

Pabbi Leifur Þór átti svo afmæli í gær og var 67 ára og var smá kaka og kaffi inn á Dvalarheimilinu og fórum við og kíktum og fengum okkur köku. Það er svo búið að vera alsherjar breytingar fyrir gamla fólkið því á föstudaginn voru allir fluttir á nýja flotta dvalarheimilið og sváfu fyrstu nóttina og var misjafn tónn í fólki eftir hana sumir voru svaklalega ánægðir en aðrir kvörtuðu yfri kulda en það er nú bara fyrst. Þetta er allveg glæsileg bygging og ekkert smá flott fyrir alla. Það eru núna allir með svakalega stór og flott herbergi með baðherbergi innan í og svaka svalir til að fara út sem var ekki fyrir allavega ekki hjá pabba hann var bara í smá kompu svo þetta verða svaka viðbrigði fyrir hann og sérstaklega því hann lagði sig alltaf í einum hornsófa í gamla og núna eru bara nýjir og nýtískulegir sófar sem hann kanast ekkert við en þetta á allt eftir að aðlagast til betra vegar. Á heildina litið held ég að allir séu yfir sig ánægðir með þessa breytingu.
Jæja ég er búnað leyfa rollunum að ganga inn og út í viku og er ég ekki frá því að þær séu bar ánægðari og það er bara mjög vinalegt að sjá þær tínast inn leið og þær sjá mig keyra upp afleggjarann á Mávahlíð. Senn líður svo að sæðingarnámskeiðinu sem ég fer á þriðjudaginn og segi ég ykkur frá því þegar þar að kemur bless í bili og endilega kíkið á myndaalbúmið þar er myndir af nýja Dvalarheimilinu og herberginu hans pabba.

Leifur Þór og ég með Benóný Ísak.
Flettingar í dag: 329
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 665574
Samtals gestir: 45707
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:16:08

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar