Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.07.2023 20:06

Ólafsvíkurvaka 29 júní

Hæ hef verið upptekin seinustu vikur fórum í útilegu strax eftir Ólafsvíkurvöku og því ætla ég að setja hér inn núna þegar hún var fyrstu vikuna í júlí.

Hún var mjög glæsileg og frábær dagskrá og þeir sem sáu um hana eiga stórt hrós skilið. Veðrið var ekki alveg að spila með okkur og náðum við ekki að grilla út í götu eins og oft hefur verið á Ólafsvíkurvöku svo núna var bara borðað hver í sínu húsi í okkar götu allavega. Við í gula hverfinu hittumst alltaf á fimmtudagskvöld og skreytum saman hverfið okkar og það hefur alltaf verið vel skipulagt og eins og áður þá héldum við okkar titil að vera best skreytta hverfið. Steindi og Auddi komu í sjómannagarðinn og héldu upp stuðinu alltaf svo hressir og frábærir og svo skelltum við okkur á ball með þeim og Rikka G

og það var alveg svakalega gaman og dansað eins og engin væri morgundagurinn.

 


Hér er verið að skreyta og undirbúa.

 


Hér er húsið okkar vel skreytt af gulu.

 


Hér er annað sjónarhorn. Þessa önd keyptum við á Kanarý og tókum með okkur heim.

 


Hér er fyrir utan hjá okkur.

 


Stelpurnar tóku þátt í litahlaupi sem vakti mikla lukku.

 


Embla og Erika að pósa á litagötunni sem er mjög vinsæl með að taka myndir í Ólafsvík.

 


Ronja í blöðrulita hringunum sem allir hlaupararnir komu í mark.

 


Ronja Rós tilbúin í skrúðgönguna þar sem allir í gula hverfinu hittast og labba saman inn í sjómannagarð.

 


Allir vel gulir.

 


Embla og Erika vinkonurnar Erika í appelsínugula hverfinu.

 


Bói og Díana .

 


Benóný svo lukkulegur að fá mynd af sér með Steinda.

 


Við mæðgurnar saman.

 


Emil með Ronju og Benóný.

 


Emil var tekinn upp á svið í leik.

 


Hér eru Steindi og Auddi í sjómannagarðinum.

 

22.06.2023 18:38

Rúntur 22 júní


Þessi gimbur er frá Jóhönnu og er undan Dögg og Tígul. Tígul er veturgamal hrútur 

undan Bikar sæðingarstöðvarhrút.

 


Elísa hans Kristins með skytturnar þrjár sem eru undan Byl.

 


Ósk með lömbin sín undan Gimstein og gimbrin hennar er með verndandi gen.

 


Hér er gimbrin.

 


Vaíana og hrúturinn hennar.

 


Hér er hann svo mikið krútt. Ég var að taka myndir í dag og þá kom Vaíana til mín að fá klapp því

hún sá hvað Hrafney var lengi hjá mér og svo elti Hrafney mig og klóraði í mig og vildi fá meira klór á bakið og klapp.

 


Hér er uppáhaldið mitt hún Hrafney.

 


Hrútur undan Reyk og Köku. Reykur er veturgamal hrútur frá Sigga sem hann fékk hjá Friðgeiri á Knörr.

 


Hinn hrúturinn á móti.

 


Skotta með hrútinn sinn undan Kóng frá Bergi.

 


Randalín með lömbin sín undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Bassi.

 


Prímus og Diskó . Þeir komu líka til mín að fá klapp og klór.

21.06.2023 22:27

Rúntur 21 júní


Hér er Hildur gemlingur með lömbin sín undan Ingiberg kallaður Bibbi.

 


Grýla hans Sigga með lömbin sín undan Byl.

 


Hér eru þau í nærmynd.

 


Budda hans Sigga með hrútana sína undan Ingiberg

 


Þetta er Villimey sem ég lét Bárð hafa og hún er undan Vetur sæðingarstöðvarhrút og hér er hún með lömbin sin.

 


Hér er Bylgja með gimbrina sína undan Óðinn.

 


Þessi gimbur gengur undir Bylgju og er þrílembingur undan Randalín og Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Bylgja með þær báðar.

 


Hér er Epal með hrútana sína undan Blossa. Orka er fyrir aftan hana með sín lömb.

 

20.06.2023 09:31

Rúntur 19 júní og Hrafney


Hér eru hrútarnir hennar Ljúfu gemling þeir ganga báðir undir og eru undan Ingiberg( Bibba ).

 


Hér sést sá svartflekkótti betur.

 


Hér er Ljúfa með hrútana.

 


Hér er Álfadís hans Kristins með gimbrar undan Kóng frá Bergi.

 


Hér sjást þær betur mjög fallegar.

 


Hér er Doppa með gimbur og hrút undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér sjást þau betur.

 


Hér er Magga lóa með gimbrina sína undan Blossa.

 


Benóný og Ronja að klappa Blesu.

 


Lömbin hennar Blesu þau eru undan Bassa.

 


Hrafney komin til Ronju og Benóný hún er alveg einstök kind við vorum að keyra inn í Mávahlíð og

hún var fyrir neðan veginn og ég kallaði í hana og þá kom hún til okkar til að fá klapp og knús.

 


Hér er Benóný og Hrafney svo góðir vinir.

 


Hér er Vaíana með hrút undan Gimstein sem er með vernandi gen grænan fána og bláan.

 


Hér er hann Demantur sem verður spennandi að skoða í haust.

 


Hann er mjög stór og fallegur hrútur.

 

 

Hér er Dorrit hans Kristins með gimbur og hrút undan Óðinn.

 


Hér sjást þau betur.

 


Spyrna 21-019

 


Hér eru lömbin hennar undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Ronja Rós.

 


Ég fór með Benóný inn í sveit og tók af honum fermingarmyndir því ég átti það

alltaf eftir það var aldrei nógu gott veður til þess.

 


Ég tók líka af honum í skóginum í Ólafsvík það er mjög fallegur staður til að taka myndir.

18.06.2023 10:45

Morgun rúntur 18 júní


Margrét gemlingur.

 


Hér eru gimbrarnar hennar undan Tígul.

 


Gyða Sól með gimbrina sína undan Klaka.

 


Hér er hrúturinn hennar.

 


Hér er Blóma gemlingur hans Kristins með hrút undan Byl og svo er Disa með

hrút og gimbur undan Bassa.

 


Hér sjást þau betur.

17.06.2023 23:38

Lamba rúntur 17 júní


Þessi var að spóka sig í Tungu ósnum.

 


Hér eru hrútarnir hennar Tertu undan Kóng frá Bergi og svo er Snúra gemlingur með gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Brá með hrútinn sinn undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Óskadís með hrútana sína undan Blossa.

 


Mávahlíð með gimbur og hrút undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Krúttleg Grána hjá henni.

 


Þessi Móra er frá Gumma Óla Ólafsvík og hún er með mjög fallegar gimbrar og verður sú móflekkótta án efa sett á.

 


Komma hennar Jóhönnu með lömb undan Prímusi.

 


Sáum Perlu með ofboðslega falleg lömb hrút og gimbur undan Alla sæðingarstöðvarhrút.

 


Vigdís hans Kristins með lömbin sín undan Óðinn.

Við létum taka sýni úr lömbunum sem við fengum undan Gimsteinn og við fengum 4 lömb og

af þeim voru 2 sem fengu grænan fána ein gimbur undan Ósk og svo einn hrútur undan Vaíönu og hrúturinn

undan Vaíönu er bæði með grænan og bláan svo hann er með verndandi og lítið næma sem hlýtur að vera mjög gott.

Siggi á einn hrút og hann fékk grænan fána líka og er þá verndandi svo það verður mjög spennandi að sjá þessi 

lömb í haust.

16.06.2023 05:23

Fyrsti lamba rúnturinn 12 júní


Óskadís með hrútana sína þeir eru báðir mórauðir og eru undan Blossa.

 


Hér er Hrísla gemlingur með hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Hann virkar mjög öflugur ég er mjög spennt fyrir hvernig hann kemur út i haust.

 

 

Brúska hans Sigga með lömin sín undan Kóng frá Bergi.

 


Þrílemba frá Sigga með lömb undan Ingiberg.

 


Branda hennar Emblu með gráa gimbur undan Kóng frá Bergi.

 

Ástrós með gimbur og hrút undan Ás.

 


Stelpurnar að fara niður í fjöru.

 


Hér eru þær komnar ofan í sjó.

09.06.2023 09:16

Borið á túnin og sauðburði lýkur


Hér er Emil að bera á inn í Fögruhlíð á mánudagskvöld 5 júní.

 


Hér er verið að setja áburðinn á dreifarann.

 


Ronja Rós var alveg að njóta sín í traktornum.

 


Bríet hans Kristins bar 3 júní hrút undan Ljóma.

 


Prinsessa bar 5 júní gimbur undan Byl.

 


Glóey bar 8 júní gimbur undan Byl. Við héldum að hún væri geld eða hafi látið því það var svo lítið 

undir henni en vildum ekki alveg útiloka það svo við héldum henni inni lengur og svo bar hún skyndilega

en það er mjög lítil mjólk í henni og hefur Siggi verið að gefa lambinu pela og ég hef verið að láta það 

sjúga annan gemling til að fylla sig en við létum þetta svo duga það er farið að fá eitthvað úr Glóey því það

þarf ekki mikið í viðbót af pela til að fylla sig svo við slepptum henni út í girðingu á græna grasið og 

vonandi fer þá að koma meiri mjólk í hana. Sauðburðurinn endaði svona í brasi þessir þrír gemlingar sem báru 

voru lengi að taka lömbin sín og börðu þau fyrst og þurftu svona einn dag til að átta sig áður en þeir voru góðir við þau

nema þessi mórauða hún vildi lambið en þá var ekki nóg mjólk en mikið er nú gott að þetta hafðist allt saman og nú

er allt komið út þá líður manni svo vel.

 


Hér eru Prinsessa og Bríet komnar út.

 


Hér er Glóey komin út.

 


Hér sést betur lambið hjá Bríet.

 

 


Hér er Embla og Bói afi hennar að teyma Ösku folaldið hennar Emblu inn í Varmalæk.

 


Hér eru þau alveg að verða komin.

 


Hér eru þau svo komin en ástæðan fyrir því að þurfti að teyma folaldið var afþví að hestarnir tóku á sprett inn eftir 

og folaldið náði ekki að fylgja þeim eftir.

 

 

09.06.2023 07:06

Sjómannadagur og sjóhopp


Embla Marína tók þátt í flekahlaupinu á sjómannadaginn.

 


Embla á fleygiferð og fer létt með þetta.

 


Hún vann stelpuflokkinn í flekahlaupinu svo flott hjá duglegu Emblu okkar og eins og 

sést á myndinni þá skrámaði hún sig hressilega á fætinum svo það má segja að sigurinn kostaði hana blóð svita og tár.

 

Svo glæsilegt hjá henni.


Hér eru stelpurnar að hoppa í sjóinn.

 


Hér eru sjó garparnir.

 


Freyja Naómí alveg með þetta.

 


Hér eru þær komnar niður á bryggju.

 


Erika og Embla búnar að hoppa.

 


Hér eru þær að leika sér inn í Bug á vaðlinum.

 


Hér fórum við með hressingu til þeirra. Þær byrjuðu á því að fara inn í sveit á hestbak og löbbuðu svo inn í Bug til að fara synda og leika sér.

Reyna nýta sumarfriið í leik þó veðrið mætti alveg fara vera betra og hlýna.

 


Hér sést ein kuldaleg sumar mynd af Ronju Rós gefa hænunum he he.

 


Benóný Ísak búinn með 8 bekk.

 


Embla Marína búin með 6 bekk.

 


Freyja Naómí búin með 5 bekk.

 


Skelltum okkur í sund á Lýsuhól á sunnudeginum mjög kósý og rétt náðum að nýta þennan dag áður en verkfallið skall á mánudeginum.

 


Við hjónin á leið á sjómannahófið.

 


Við Benóný fórum til Rvk 13 júní til tannlæknis og læknis og skelltum okkur í bíó áður en við fórum heim aftur á Spider man hún var mjög góð.

 

05.06.2023 06:22

Ferming og fermingarundirbúningur hjá Benóný Ísak

Benóný Ísak okkar fermdist á Hvítasunnu 28 maí ásamt 7 öðrum bekkjarfélögum í Ólafsvíkur kirkju. Við vorum svo með litla veislu niður í kirkjunni og var boðið nánustu ættingjum og vinum sem Benóný hefur umgengist og þekkir því honum liður ekki vel í miklu margmenni og við gerðum þetta nákvæmlega eins og hann vildi hafa hana.

Hann fékk mikið af flottum stórum gjöfum við gáfum honum borðtölvu og svo gaf Dagbjört systir Emils og fjölskylda

honum skjá við tölvuna. Maja systir og fjölskylda gáfu honum tölvuleikjaskrifborðsstól. Systkinin hans gáfu honum

sýndarveruleika gleraugu sem hann getur upplifað eins og hann sé að fara í rússíbana alveg magnað að prófa þau.

Amma Freyja og afi Bói gáfu honum hleðslustöð fyrir gleraugun og pening. 

Jóhanna frænka gaf honum tvenn heyrnatól eitt til að stinga í samband og hitt þráðlaust.

Ágúst bróðir gaf honum pening og íslensk frímerki í bók.

Held þetta sé nokkurn veginn upptalið og svo fékk hann í heildina 209 þús í peningum.

Hann var alveg i skýjunum með daginn og þakkar kærlega fyrir sig.


Hér er verið að ferma Benóný Ísak.

 

 

Hér eru þau í fermingarmessunni.

 


Flottur hópur.

 


Hér bíður hann spenntur eftir gestunum.

 


Hér er fjölskyldumynd af okkur sem Óli tók fyrir okkur.

 


Hér er Benóný með afa Bóa og ömmu Freyju.

 


Hér er Benóný með ömmu Huldu.

 


Hér er hann með stoltum ömmum sínum

 


Hér eru Karítas og Daníel,Steini og Dagbjört og Maja systir min og Óli mágur.

 


Krakka borðið hér eru frændsystkinin saman komin.

 


Siggi í Tungu og Ágúst bróðir minn og fyrir aftan eru Ólína frænka Emils og Þórður maðurinn hennar og þau

hafa séð Benóný fyrir brauðstöngum og magarítu gegnum árin en þau voru að hætta rekstri sjoppunnar en nýjir

eigendur eru teknir við.

 


Freyja með Mattheu Katrínu svo fallegar saman.

 


Freyja og Aron svo góðir vinir.

 


Flottar vinkonur Hildur Líf og Ronja Rós.

 


Hér er verið að undirbúa veisluborðið og salinn. Ég pantaði þennan æðislega lampa frá Glerást á Akureyri í staðinn fyrir fermingarkerti. 

 


Við hengdum upp með klemmum myndir af Benóný Ísak.

 


Hér er prinsinn við veisluborðið og það eru líka hengdar myndir milli fána veifana bak við.

 


Græjuðum svona mynda horn og þar var mynd af honum litlum og fyrsta sundskýlan sem hann eignaðist.

 


Fermingarkakan hans ég pantaði hana í Tertugallerý.

 


Freyja tengdamamma gerði þessa marengstertu og hún var fljót að klárast enda alveg lostæti.

 


Við pöntuðum brauðtertur hjá Tertugallerý bæði rækju og skinku og þær voru æðislegar.

Jóhanna frænka Emils gerði fyrir okkur risekrispí muffins og kleinur sem vöktu mikla athygli

því þær voru svo svakalega góðar hjá henni. Ég gerði svo líka svona litlar pizzur inn í ofni og 

svo pöntuðum við líka hjá Tertugallerý 20 kleinuhringi með karmellu.

 


Þessi var líka frá Tertugallerý og var með jarðarberja frómas en sú stóra var með karmellu og daim frómas.

 


Benóný Ísak fékk dominos brauðstangir.

 


Fallegar saman Gulla og Freyja.

 

Steinar með Mattheu Katrínu.

 


Benóný svo glaður með Evu sinni.

 


Flottir fermingar drengir.

 


Flottar fermingar stelpur.

 


Flottir félagar Benóný og Svavar.

 


Flott fjölskylda Þórhalla,Jóhann,Jakob og Bjarki en það vantar Eyrúni hún var í Rvk.

 


Ronja Rós og Hildur Líf að leika sér í krakkahorninu.

 


Hér er mjög glæsilegur pakki sem Gulla,Steinar og krakkarnir gáfu Benóný sem var þakinn myndum af Benóný

í sundlaugum víðs vegar um landið. 

 


Hér sést Benóný taka upp pakkann og þá kom upp peninga lengja mjög flottur og skemmtilegur pakki.

 


Benóný með Karítas Bríet frænku sinni.

 


Freyja Naómí og Birgitta Emý svo góðar vinkonur og frænkur.

 


Ólafsvíkur kirkja svo falleg.

 


Flotti fermingarstrákurinn okkar.

 


Við mæðginin saman.

 


Það var stuð á krökkunum í myndatöku horninu.

 


Hér eru Emil og systkinin hans öll saman komin. Þá verður maður að nýta 

tækifærið og fá systkina mynd.

 


Flottir feðgar Marinó og Pétur.

 


Hér eru okkar gullmolar.

 


Óli og Ronja Rós.


Hér má sjá gestina í veislunni. Það voru rúmlega 45 manns sem voru í veislunni.

 


Þessi skvísa hún mamma átti afmæli 18 maí og við fórum börnin hennar og barnabörn út að borða með

hana á Skerinu og fögnuðum með henni 73 ára afmælinu.

 

 

 

31.05.2023 00:32

Sauðburður 2023

Jæja það er auðvitað búið að vera allt á haus þennan mánuðinn og ég ætla núna að gefa mér tíma í að fara rifja upp sauðburðinn og skella því hér inn smátt og smátt.

2 maí bar Ósk þrílembingum undan Gimstein og það var ein gimbur og tveir hrútar og við náðum að venja einn hrút undan henni. Við áttum svo til sýni og tókum sýni úr þeim lömbum fljótlega og sendum svo í greiningu svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út út því. Við fengum alls 4 lömb undan Gimstein og Siggi fékk eitt.

 


Hér er Ósk með Gimsteinana sína mjög jöfn og falleg lömb.

 


Vagninn orðinn klár með öllu sem nauðsynlegt er að hafa klárt á sauðburði.

 


Hér eru fyrstu ærnar að fara út í tún og hér er Ljúfa með lömbin sín undan Bibba.

 


Þyrnirós gemlingur með risa stóra gimbur undan Ás.

 


Ronja Rós með lambið hjá Ljúfu.

 


Freyja með vinkonur sínar Heklu og Birtu að skoða lömbin.

 

 

Mugga hans Sigga með þrílembingana sína undan Bassa svo fallegt hvað þau eru samrýmd.

 

 


Ég hef haft það markmið að hafa alltaf undan að þvo en svo safnast það saman sem hægt er að grípa í og brjóta saman þegar álags tíminn er mikill.

Því þvotturinn á stóru heimili stoppar ekki heldur eykst með fjárhúsaferðunum.

 


Embla var fljót að spekja lömbin undan Ljúfu og Perlu.

 


Melkorka með þrílembingana sína undan Blossa móbotnótt gimbur og svartgolsótt gimbur og svartbotnóttur hrútur.

Það var svo vaninn stærsti hrúturinn undan henni undir Moldavíu.

 

 


Perla með lömbin sín undan Alla sæðingarstöðvarhrút hún bar 1 maí.

 


Doppa með mógolsuflekkótta gimbur og mórauðan hrút undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Botna hans Sigga með hrút undan Gimstein sæðingarstöðvarhrút.

 


Embla með hrút og gimbur undan Gimla sæðingarstöðvarhrút.

 


Spyrna með lömbin sín undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hrísla gemlingur með hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Gurra var sónuð með eitt og það var beðið eftir að hún myndi bera og tilbúið lamb til að venja undir hana

en hún heldur betur blekkti okkur þegar hún var svo með tvö og búið að venja undir hana þriðja lambið he he svo hún 

endaði með að fara með þrjú á fjall.

 


Gimbrin hennar Gurru svo falleg hún er undan Byl .

 


Gimbrin hennar Rúsínu og Byl mjög sérstök á litinn.

 


Þota hans Kristins með lömb undan Baldri sæðingarstöðvarhrút.

 


Vaíana með hrútinn sinn undan Gimstein og Embla dóttir mín tók þessar myndir þess vegna vantar aðeins að hún nái 

heildarmyndinni af þeim he he.

 


Brá með með hrút undan Þór sæðingarhrút og fóstrar þrílembing undan Gimstein og Von.

 


Hrúturinn hennar undan Þór.

 


Undan Gimstein og Von þrílembings hrútur.

 


Flottir gránar undan Gránu hans Sigga og Ingiberg.

 


Blesa með lömbin sín undan Bassa.

 


Bylgja er með gimbur undan Óðinn og svo þessi sem er með svartan blett á fætinum er vanið undir hana frá Randalín

og er undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Óskadís með mórana sína undan Blossa.

 


Móna Lísa með hrútana sína undan Byl.

 


Panda með gráa gimbur og flekkóttan hrút undan Kóng frá Bergi.

 


Píla með lömbin sín undan Óðinn.

 


Randalin var þrílembd með tvær gimbrar og einn hrút undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

lambhrúturinn hennar var fyrir því óláni að fótbrjóta sig fyrir neðan hné og Siggi og Kristinn gerðu að því og settu á hann spelku sem

hann verður með í rúmlega 3 vikur.

 


Skvetta hans Sigga var sónuð með 2 en kom með 3 undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Embla að veita fæðingarhjálp hjá Tertu.

 


Hér er hún búnað sækja seinna lambið og er að spreyja joð á naflastrenginn.

 


Emil og Kristinn að klaufsnyrta.

 


Þessi hrútur er undan Gyðu Sól og Klaka og er ofboðslega fallegur og þykkur.

 


Svona var morguninn 15 maí ekki spennandi að vita af lömbunum sem voru alveg komin út en sem betur fer bráðnaði þetta fljótt.

 


Það þurfti nokkrum sinnum yfir maí mánuðinn að reka inn í hlöðu vegna veðurs bæði snjókomu og út af mikilli rigningu og kulda.

Hér er Ronja ofan á Hrafney sem lét lambinu sínu en það fór allt einu að leka frá henni og júgrið var farið að minnka undir henni mjög leiðinlegt.

 


Gaman hjá stelpunum að halda á litríku lömbunum.

 


Ronja og Freyja.

 


Embla með fallega gimbur.

 


Þyrnirós gemlingur með gimbur undan Ás.

 


Hér er Slydda hans Sigga með þrílembingana sína undan Kóng.

 


Hér er búið að reka inn Botnu hans Sigga og Brá til að taka sýni úr lömbunum sem eru undan Gimstein.


Hér er Siggi að taka sýni úr Gimstein lömbunum hjá Botnu og Ósk.

 


Viktoría með lömbin sín undan Blossa.

 


Stuð hjá krökkunum að vera í kerrunni.

 


Smá litadýrð.

 


Rúsína með lömbin sín undan Byl.

 


Gurra  með lömbin sín undan Byl og fóstrar eitt fyrir Sigga.

 


Lóa með gráa gimbur og flekkóttan hrút undan Glúm hans Gumma Óla.

 


Hildur gemlingur með lömbin sín undan Bibba.

 


Erika,Embla og Freyja með lömb. Þær eru svo duglegar í fjárhúsunum.

 


Margir litir.

 


Embla elskar þessa gimbur undan Álfadís hans Kristins og er búnað leggja inn pöntun um skipti við hann í haust.

 


Lömbin eru svo spök hjá stelpunum.

 


Krúttlegar systur undan Margréti gemling.

 


Rósa með hrútinn sinn sem ullar bara á mig he he.

 


Falleg systkini undan Mávahlíð og Glúm.

 


Þessar systur eru þrílembingar undan Melkorku og Blossa.

 


Freyja Naómí með Snót og Möggulóu.

 


Maggalóa er svo æðisleg kind og elskar börnin og þau elska hana.

 


Benóný með Doppu sína sem er upphalds hænan hans.

 


Kóróna með lömbin sín undan Klaka.

 


Þrílembingar undan Snædrottningu og Glúm hans Gumma Óla Ólafsvík.

Einn var vaninn undir Möggulóu en hún mjólkaði ekki alveg er eitthvað lúin svo hann var tekinn af henni 

og vaninn undir kind hjá Sigga.

 


Skotta með hrútinn sinn undan Kóng hún var með tvo en annar dó í fæðingu eða rétt fyrir fæðingu.

 


Epal með hrútana sína undan Blossa.

 


Einstök með hrút og gimbur undan Óðinn.

 


Kaka með tvo hrúta undan Reyk hans Sigga.

 


Klara með hrút og gimbur undan Bassa.

 


Dísa með lömbin sín undan Bassa. Var með þrjú og einn hrútur var vaninn undir Dúllu.

 


Hrafntinna hennar Jóhönnu með hrút og gimbur undan Óðinn.

 


Panda með lömbin sín undan Kóng frá Bergi.

 


Kolfinna með tvær gimbrar undan Klaka.

 


Dorrit hans Kristins með hrút og gimbur undan Óðinn.

 


Terta með tvo hrúta undan Kóng frá Bergi.

 


Álfadís sú hvita er frá Kristinn og er með tvær gimbrar undan Kóng frá Bergi.

 


Gjöf með hrút og gimbur undan Diskó.

 


Blóma gemlingur frá Kristinn með hrút undan Byl.

 


Álfadrottning frá Kristinn með hrút og gimbur undan Glúm hans Gumma Óla Ólafsvík.

 


Mávahlíð með hrút og gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Rósa með hvíta gimbur og flekkóttan hrút undan Ás.

 


Margrét gemlingur með gimbrarnar sínar undan Tígul þær eru móflekkóttar.

 


Snúra gemlingur með gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Hríma með hrútana sína undan Byl.

 


Þær eru glaðar að komast í græna grasið fremst uppi er Hríma svo kemur Snúra,Spöng og Ófeig.


Þessi gimbur er alveg rosalega falleg hún er undan Fjöru gemling og Baldri sæðingarstöðvarhrút.

 


Freyja með ulla sinn eins og hún kallar hann en það er eins og hann sé með of stóra tungu er alltaf ullandi he he.

 


Við skiptum á spelkunni hjá Bláman undan Randalín 26 maí.

 


Fallegir þrílembingar frá Sigga.

 


Snædrottning með hrútana sína undan Glúm.

 


Branda átti tvær gimbrar svarta og gráa en var fyrir því óláni að sú svarta 

festist í grindunum og hún hefur lagst ofan á hana. Þessar lambær voru settar út 30 maí

og er núna bara 3 gemlingar inni og það er pottþétt lamb í tveim sem eiga tal 4 til 6 júní en svo

er ein sennilega ekki með lambi eða hefur látið því það hafa stækkað spenanir hennar en júgrið er of lítið.

Við allavega höldum henni inni með hinum þangað til þær bera.

 

Annars gekk sauðburður bara mjög vel og vaktirnar vel skipulagðar hjá okkur öllum svo allir náðu að hvíla sig eitthvað.

Við misstum tvö lömb eitt hjá Bröndu og eitt hjá Skottu sem drapst rétt fyrir fæðingu held ég. Jóhanna missti svo eitt hjá Snúllu

sem fæddist svona kram lamb og lifði bara í klukkutíma. Moldavía kom með eitt dautt fóstur og tvær létu lömbunum Fía Sól rétt eftir 

seinni sprautu og svo Hrafney rétt eftir að hún átti að bera og þá vorum við búnað spotta að það var grunsamlega lítið undir henni.

Við fengum eitt auka lamb frá talningu hjá Gurru. Siggi fékk 4 þrílembdar í viðbót sem áttu að vera með 2 svo hann kom vel út í plús svo

hann er með 7 ær þrílembdar í heildina. Ein þrílemba hjá honum drapst eftir seinni sprautuna veiktist eitthvað og svo kom einn þrílembingur úldið

fóstur en annars held ég að hann hafi ekki misst neitt lamb fyrir utan þetta.

 

Ég náði ekki að taka mynd af öllum kindum og lömbum en læt þetta stóra blogg duga í bili og tek svo fleiri myndir í sumar af lömbunum sem ég sé.

Við fengum 65 hrúta eins og komið er og 60 gimbrar og inn í þeirri tölu er líka frá Kristni og Jóhönnu og okkur.

 

Þetta vor byrjaði mjög vel fyrst í maí en svo fór að kólna og rigna út í eitt og nokkrir góðir dagar inn á milli þess vegna þurfti að reka oft inn úr girðingunni og leyfa þeim að vera inn í hlöðu meðan veðrið gekk yfir en svo er allt að verða bjartara núna með veðrið og loksins farið að hlýna hjá okkur og minni

rigning svo nú má sumarið fara láta sjá sig og seinsustu ærnar að skjóta þessu úr sér. Benóný Ísak sonur okkar fermdist svo á Hvítasunnu 28 maí svo það

var allt í gangi hjá okkur en ég mun svo fljótlega henda inn fermingarbloggi.

 

Bestu kveðjur Dísa

 

 

 

01.05.2023 11:47

Sauðburður fer rólega af stað.


Hópur af flottum vinnukonum komu með í fjárhúsin í gær 30 apríl.

Embla og Freyja og vinkonur þeirra.

 


Drottning hans Sigga bar í gær 30 apríl fallegum lömbum undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það eru hrútur og gimbur.

 


Budda hans Sigga bar líka í gær hrút og gimbur undan Bibba.

 


Hér sjást lömbin hennar Kommu betur en það er hrútur og gimbur undan Prímusi.

 


Þessi fallega gimbur undan Ösp gemling fæddist svo í morgun 1 maí og er undan Svöður sæðingarstöðvarhrút.

 


Benóný Ísak að knúsa lambið hennar Kommu.

 


Stelpurnar að knúsa Diskó úti í girðingu.

 


Hér eru þeir félagarnir Prímus og Diskó.

 


Embla og Erika að klappa Bolta úti.

 


Hér er Bassi Boltasonur.

 


Freyja að klappa Óðinn.

 


Hér er svo Ingibergur kallaður Bibbi.

 


Búið að gera burðarstíurnar klárar.

 


Ég stakk upp á að við keyptum svona vagn undir nauðsynlegustu hlutina svo ekki þurft alltaf að fara með fullar

hendur eða hlaupa fram og til baka til að ná í slím,hanska,vír,joð og allt sem tengist burðar hjálpinni og Kristinn

var svo góður að kaupa hann í rúmfatalagernum fyrir okkur. Ég  held að hann eigi eftir að koma sér vel fyrir okkur svo

er hann mjög léttur þannig maður lyftir honum bara upp í jötu og keyrir hann með sér. Ég er allavega mjög spennt

fyrir að fara nota hann og sjá hvernig hann reynist okkur.

29.04.2023 16:32

Komma og Glæta báru í dag og hrútunum sleppt út

Siggi og Emil klaufsnyrtu hrútana sem voru eftir að klippa og hornskelltu hrútinn fyrir Jóa og Auði Hellissandi en hrúturinn hans

var frá okkur og þau komu með hann svo hann gæti farið út með okkar hrútum. Í gærkveldi bar Komma frá Jóhönnu og Siggi tók á móti hjá henni en það kom hausinn fyrst á báðum lömbunum það var hrútur og gimbur undan Prímusi. Glæta hans Sigga bar svo í dag og hún kom með hrút og gimbur undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það eru mjög þykk og falleg lömb.

 


Það var nú ekki mikil læti í hrútunum að komast út og næstum engin slagsmál.

Hér eru lambhrútarnir.

 


Hér eru þeir að undirbúa sig undir tilhlaup.

 


Svo kom höggið.

 


Svona var það allt og sumt svo slógust þeir ekki meira og stóru hrútarnir voru bara slakir.

 


Hér er fyrirmynd af hrútnum hans Jóa áður en hann var horntekinn en hann er mjög krapphyrndur.

 


Hér er eftir mynd og eins og sést þurfti að taka hann ansi hátt uppi en það gekk rosalega vel.

 


Hér er Komma með lambið sitt undan Primusi hitt lambið var bak við hana.

 


Hér er Glæta hans Sigga með hrút undan Hnaus.

 


Hér er svo gimbrin á móti ekkert smá falleg lömb.

28.04.2023 15:50

Ljúfa startar sauðburði 2023

Siggi og Kristinn voru í fjárhúsunum að setja upp myndavélakerfið í gær 27 apríl og þá byrjaði Ljúfa að bera

og ég kíkti inneftir á þá til að vera viðstödd og Embla og Erika komu með mér. Hún þurfti smá aðstoð því það kom

bara hausinn á fyrra lambinu og ég náði annari löppunni og svo lagðist hún niður aftur  og skaut lambinu út og 

ekkert mál svo kom seinna lambið bara sjálft svo hún er mjög flott kind og á auðvelt með að bera hún Ljúfa 

sem er gemlingur undan Ljúf og Hexíu. Þessir lambakóngar eru undan Bibba og annar er móhosu flekkóttur og hinn er svartflekkóttur með krúnu.

Mjög flottir tvílembingar hjá henni hún fékk 8 des og átti tal 30 apríl.

 


Hér er hún Ljúfa með lamba kóngana sína.

 


Hún er alveg fædd í móðurhlutverkið og varð strax súper góð mamma.

 


Hér eru Siggi og Kristinn sáttir við dagsverkið búið að færa ullina inn í hlöðu svo við getum farið með hana

og svo er búið að hleypa út hrútum sem búið er að klippa og hornskella ásamt því að Ljúfa startaði sauðburð og

myndavélarnar komnar upp og virkar svo nú má sauðburður fara skella á.

 


Þessa mynd tók ég 22 apríl og það er aðeins farið að grænka þó kalt sé úti þessa dagana.

 


Bylur orðin vel gleiðhyrndur eftir að við settum vír í hornin á þeim í vetur.


Blossi líka tilbúinn og hornin hans orðin vel frá.

 


Klaki var lengst með vírinn enda er hann með mjög þykk og mikil horn en hann er líka orðinn flottur.

 


Reykur líka tilbúinn svo þeir fara í klaufsnyrtingu um helgina og fá að fara út í girðingu.

 


Fór suður 26 apríl og fór með Benóný og Freyju til tannlæknis og Freyja var svo ánægð að 

hún er laus við góminn sinn í næstu 18 mánuði svo hún er komin í pásu. Benóný fór að láta

strekkja teinana og það gekk vel hann fann ekki mikið fyrir því og fékk auðvitað dominos brauðstangir og

svo var á óskalistanum að fara í bíó á Mario Bros myndina og hún var mjög skemmtileg.

25.04.2023 12:41

Kanarý og Tenerife ferð í apríl


Við tókum hvatvísina heldur betur í byrjun apríl og ákváðum að skella okkur til útlanda með litlum fyrirvara og fara til

Kanarý í 6 daga og fljúga svo þaðan til Tenerife í 9 daga. Við pöntuðum þetta allt sjálf í gegnum booking og flugið með play og þetta gekk allt 

saman vel upp og þó svo að ég væri búnað stessa mig mikið á að fljúga frá Kanarí yfir á Tene þá var það bara mjög þæginlegt flug og ekkert mál.

Hér má sjá krakkana á flugvellinum og þess má geta að hún Ronja var nýbúnað sjást í fréttunum á Rúv áður en þessi mynd var tekin þá var viðtal þar

við fólk um að það væri að fara erlendis um páskana og þá sást hún renna sér á bleiku töskunni sinni.

Við fórum út 5 apríl og komum heim 20 apríl. Við vorum svo lánsöm að fá Kristinn og Sigga til að sjá um kindurnar fyrir okkur því það er heilmikið að fá einhvern til að gefa fyrir sig í svona langan tíma og með svona litlum fyrirvara.

 


Benóný datt svo í lukkupottinn þegar hann hitti stjörnuna sína hann Sveppa í flugstöðinni og var búnað vera spá í að honum langaði svo að tala við

hann og var alltaf að gjóa augunum til hans og svo var mjög mikil tilviljun að hann var að fara í sömu flugvél og við og sat fyrir framan okkur í vélinni.

Benóný gat svo ekki setið á sér lengur og varð að tala við hann og auðvitað tók Sveppi vel í það og þeir náðu að spjalla um rennibrautir og rússíbana og að 

sjálfsögðu fékk hann svo mynd af sér með honum. Það var svo enn magnaðara að við hittum hann svo aftur í Aqualandi á Kanarý og þar heilsaði Benóný honum aftur alveg alsæll.  

 


Hér eru fyrstu dagarnir á kanarý á hótelinu Seaside Sandy Beach hótel sem var mjög flott og kósý og þar eru 

bestu sólbekkir og þykkustu dýnur sem ég hef fengið svo fyrir þá sem elska að liggja í sólbaði og vilja þægindi myndi ég mæla með

þessu hóteli. Það var svo bara í göngufæri við Jumbo sem er verslunarmiðstöð og minigolf og ströndin í 5 mínótna göngufæri svo staðsettningin

á þessu hóteli er frábær og á ströndinni má svo finna fullt af veitingarstöðum og Hard rock veitningarstaðinn. Okkur fannst Kanarý mjög 

skemmtilegur og kósý staður og rólegt og gott.

 


Krakkarnir keyptu sér þessa önd og fengu að hafa hana í barnalauginni.

 


Hér eru gullin okkar svo kát og elska að fara á ströndina.

 


Fórum í Hollydayworld sem er Tívolí á Kanarý og Benóný og krökkunum fannst það alveg æði.

Þau fóru í öll tækin og Benóný plataði mig, pabba sinn og Hrefnu með sér í rússíbana og það var mikið öskrað og hlegið.

 


Hér eru Benóný og Hrefna svo spennt að fara í rússíbanann og Hrefna skemmti sér svo vel og var svo ánægð með að 

Benóný hafi fengið hana til að prófa. Við hittum Stebba,Hrefnu og Steinunni í Tívolínu mjög gaman. Við kíktum svo í heimsókn

til þeirra á hótelið þeirra svo gaman að hitta Steinunni líka því ég var búnað vera fíflast í henni áður en hún fór út hvort 

ég mætti koma með henni í ferðatöskunni þegar við vorum að vinna saman á leikskólanum og svo þróaðist það þannig að 

ég elti hana svo út he he mjög skondið.

 


Hér er garðurinn okkar á hótelinu og við vorum með garðsýni.

 


Hér eru krakkarnir á páskadag búnað finna eggin sín við földum páskaeggin í einu herberginu því við þurftum að taka tvö herbergi því við 

erum svo mörg í fjölskyldu og þá var svo erfitt að finna hótel sem tekur 6 manneskjur í eitt herbergi. Við fengum nefnilega gefins páskaegg á flugvellinum

á Íslandi áður en við fórum út ekkert smá fallegt af þeim að gefa páskaegg.

 


Fórum í keilu og það var mjög gaman.

 

 

Hér er Ronja Rós í minigolfi.

 

Benóný Ísak í minigolfi.

 


Embla Marína fann draumalitinn sinn á bíl á Kanarý.

 


Þetta er á hótelinu Seaside Sandy Beach.

 


Komin í kúreka garðinn.

 


Ronja fékk að fara á hestbak á pony hest.

 


Hér eru þau að klappa asna.

 


Komin í fangelsi.

 


Embla fékk að máta byssu á barnum.

 


Freyja Naómí líka.

 


Freyja og Embla fengu að fara á hestbak. Þetta var alveg æðislegur garður og sýningarnar alveg frábærar það voru kúrkekar,bófar og indjánar og skotið

með byssum og það heyrðist mjög hátt í þeim og Ronja var pínu hrædd við skotin því þau voru svo hávær.

 


Ég og Benóný fórum líka á hestbak.

 


Í Aqualandi í Kanarý.

 


Benóný Ísak í Aqualandi og bak við hann er ein rennibraut sem ég fór með Freyju í og hún var mjög skemmtileg.

 


Í flugvélinni frá Kanarý yfir á Tenerife og leyst fyrst ekkert á þetta en svo var þetta mjög gaman og þægilegt flug.

 


Embla Marína og Freyja Naómí sátu saman.

 


Við mæðgur vorum svo saman ég og Ronja Rós.

 


Hér erum við svo mætt á Bitacora hótelið á Tenerife og það var alveg rosalega flott fyrir krakkana.

 


Hér var lítil rennibraut í barnalauginni og svo voru þrjár stórar í hinni lauginni.

 


Hér er svo leikvöllurinn ekkert smá flottur.

 


Benóný í rennibrautinni á leikvellinum á hótelinu.

 


Stuð á ströndinni búnað gera sporð á Ronju Rós.

 


Benóný var ekki mikið fyrir sandinn en fannst kósý að vera bara undir sólhlíf á bekk á ströndinni.

 


Hér eru sveita stelpurnar að gefa dúfunum að borða.

 

 

Við fórum svo í langþráða Siam park fyrir Benóný Ísak.

 


Hér var Benóný í kinnaree í Siam park.

 


Hér eru þau ölla saman í vatnsbaði.

 


Benóný Ísak og Siam park lang skemmtilegasti vatnsrennibrautagarðurinn.

 


Í lazy river.

 


Stelpurnar að renna sér.

 


Ronja Rós á hótelinu.

 


Það var leikjasalur á hótelinu líka og það kostaði 1 evru í hvert tæki.

 


Ronja,Freyja og Benóný fóru í turninn sem er við minigolfið við Paraque santiego hótelið á Amerisku ströndinni.

 


Svakalega flott listaverkin sem er verið að búa til á ströndinni.

 


Þetta var svona myndahorn á hótelinu mjög skemmtilegt.

 


Fórum út að borða með Brynju frænku og Kristmundi og hér var sett kjötið á heita pönnu og svo 

áttum við að steikja kjötið sjálf eins og við vildum hafa það og það var rosalega gott og flottur staður.

Brynja og Kristmundur komu út 14 apríl og við fórum með þeim rölt og út að borða á kvöldin og minigolf og fleira mjög gaman.

 


Emil og skvísurnar það vantaði Benóný en hann vildi vera eftir upp á herbergi og fá sér salt stangir á meðan við færum

út að borða og þá fannst honum gott að eiga sinn tíma og fara aðeins í tölvuna.

 


Stelpurnar skelltu sér í sílabað.

 


Benóný og Ronja líka mikið fjör og Ronja Rós var svo hrædd við stóru sílin að hún kippti alltaf fótinum upp he he.

 


Mætt í minigolf hér er Freyja í gervi sjóræningja og Embla stendur hjá líka. Við fórum í þetta minigolf og það var 

mjög skemmtilegt og svo var svona Wiair sæti sem maður gat farið í rússibana sjónrænt eins og fly over iceland og það var mjög skemmtilegt.

 


Hér eru Benóný ísak og Freyja Naómí í minigolfi.

 


Ronja Rós í minigolfi.

 


Emil og Ronja í sundi.

 


Það var sett upp svona uppblárin braut í sundlaugagarðinum mjög skemmtilegt fyrir krakkana.

 


Þetta var mjög krefjandi að halda sér uppi á brautinni alla leið.

 

 

Allir í stuði.


Ronja Rós fékk svona fínar fléttur með lituðu hári.

 


Svakalega fín.

 


Benóný í flottu umhverfi sem við löbbuðum upp þegar við vorum búnað fara á MC donalds og stundum

sáum við litlar eðlur og Embla sá einu sinni stóra rottu með langt skott.

 


Við plöstuðum töskurnar okkar á heimleið frá Tenerife því við vorum búnað heyra svo mikið um að það væri verið að fara í töskurnar

og stela og maður ætti ekki að geyma neitt verðmætt í töskunum og sem betur fer þá voru okkar óhultar og ekkert búið að fara í þær.

Ólöf frænka og vinafólk hennar fór heim deginum á undan okkur og það var farið í töskurnar hjá þeim alveg ömurlegt að það sé verið að gera

þetta.

 


Hér er flottur endir á ferðinni okkar en hér eru krakkarnir að fara renna sér öll saman á hótelinu á Bitacora Tenerife.

Þetta var alveg frábært hótel og mikið gert fyrir krakka frábær leikvöllur og garður.

Við leigðum kerru fyrir Ronju bæði á Kanarý og Tenerife og það var alger snilld það var komið með kerruna á hótelið og 

svo þegar við fórum þá skildi ég hana bara eftir í móttökunni á hótelinu og hún var sótt þangað fyrirtækið hér Travel 4 baby.

 

Flettingar í dag: 3204
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 6914
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1402396
Samtals gestir: 75232
Tölur uppfærðar: 15.2.2025 14:40:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar